Væri frjáls innflutningur matvæla stórgróði fyrir almenning?

Um daginn var unninn sérkennileg skýrsla um það að hvaða marki þarf að auka stuðning við bændur, svo þeir standi á sléttu - ef frjáls innflutningur landbúnaðarvara er heimilaður. Skv. fréttum er útkoman að einungis aukningu um 5ma.kr. þurfi til, en í dag er stuðningur upp á 9ma.kr. v. landbúnað.

  • Vandi við þetta, er að höfundar skýrslu miða við 20% hækkun krónunnar - en allt önnur tala kemur í ljös auðvitað, ef við miðum við gengið í dag og/eða 20% lægra gengi.
  • Að sjálfsögðu er tóm steypa, að reikna með gengishækkun - en gengislækkun á hinn bóginn er mjög líkleg, sbr. að verð á aflandskrónum hafa sl. 1,5 ár verið um 40% lægra en Seðlab. gengi krónu.

Það gengi aflandskróna inniber þó veðmál fjárfesta er hafa keypt þær krónur, um það að þegar höft verða losuð komi þeir út í gróða, annars hefðu þeir ekki keypt þær eftir allt saman - þannig að þeir reikna með ívið minni lækkun hennar frá núverandi gengi Seðlabanka en þeirra kaupverði.

Segjum að þeirra veðmál sé rétt - þá er líklegt gengisfall við losun hafta á bilinu 20-30% sennilega, sem gerir fyrir þá hagnað á bilinu 10-20%, meiri í einhverjum tilvikum. Sem sagt góður díll.

Fleiri punktar úr skýrslunni voru:

  • Matvælaverð í Evr. að meðaltali 30% lægra - sem er minni munur en ég hélt.
  • 26% lægra í Svíþjóð en hér.
  • Verð til bænda í Finnlandi hafi lækkað um 40-50% fljótl. eftir inngöngu.
  • Verð á svínakjöti lækku um 41%.
  • Eggjum um 44%.
  • kjúklingum um 50%.
  • Um 25% á mjólkurvörum.


Önnur vandamál við forsendur

  • Spurning hvort sú forsenda að lægra matvælaverð erlendis myndbyrtist örugglega hér að sama skapi:
  1. flutningskostnaður er töluverður hingað - en hann mun minnka e-h þá verðlækkun sem raunverulega verður möguleg.
  2. fákeppni í matvælaverslun, er líklegt er að verslanir gípi tækifærið til að taka til sín hærra hlutfall heildarverðs, í gegnum hækkaða álagningu.

 

Svo er það viðskiptajöfnuðurinn

  • En ef innflutningur matvæla ryður innlendri framleiðslu, svo minna er hér framleitt og það í stað flutt inn.
  • Þá um leið, verða ruðningsáhrif þess innflutnings á annann innflutning á varningi.
  1. En gjaldeyristekjur okkar eru takmarkaðar.
  2. Þannig, að ef innflutningur eykst í heildina, getur skapast viðskiptahalli - sem er ósjálfbært ástand.
  3. Þannig, að ég reikna fastlega með því að Seðlabankinn muni eftir sem áður gæta að viðskiptajöfnuðinum, og lækka krónuna eftir þörfum til að triggja að nægur afgangur sé til staðar.
  • Með öðrum orðum, ég reikna með því að gengið verði fellt - til þess að gæta að því að heildarinnflutningur aukist ekki þannig að ósjálfbær viðskiptahalli skapist.

Þannig að aukning lífskjara sem skv. þeim sem vilja frelsi í innflutningi matvæla - verði til muna minni en þeir halda, því þegar þeir reikna taka þeir ekkert tillit til áhrifa aukins innflutnings matvæla á viðskiptajöfnuðinn.

Ég er ekki einu sinni viss um að nettó aukning lífskjara yrði.

 

Annar kostnaður sem vanalega er ekkert tillit til tekið

  • Allt landbúnaðarlandið sem hætt verður að nýta sem slíkt.
  • Atvinnutækin sem hætt verður að nýta - þ.e. glötuð fjárfesting.
  • Tap í formi lækkandi verðlags á landbúnaðarlandi og einnig húsnæði á jörðum, ásamt líklegum gjaldþrotum skuldugra bænda.
  • Svo er það menningin tengd landbúnaði hérlendis - en heilu samfélögin geta lagst af.
  • Einhvers staðar þarf nýtt húsnæði fyrir þá bændur, sem leita til þorpa og bægja í atvinnuleit.


Það sem ég vil gera í staðinn með íslenskann landbúnað!

Það kemur allt fram í eldri færslu, og ég hef ekkert við það að bæta sem þar stendur:

Landbúnaður á Íslandi, á alveg að geta verið þjóðhagslega hagkvæmur!

  • Lausnin er sem sagt, að auka skilvirkni og þjóðhagslega hagkvæmni innlends landbúnaðar.
  • En, sleppa því drakoníska skrefi sem Samfylking vill fara - þ.e. að opna allt upp á gátt, en þá einfaldlega efast ég um að margt annað lifi en sauðfjárrækt að einhverju marki, og hrossarækt.
  • Einhverjir fáir bændur ef til vill ná að sérhæfa sig, í framleiðslu á dýra sérhæfða markaði.

Ég held einnig að í framtíðinni, muni það aftur aukast að hver þjóð framleiði þ.s. hún getur heima fyrir, flytji fyrst og fremst það inn - sem ekki er unnt að framleiða með hagkvæmum hætti.

En ég tel að hækkandi eldsneytiskostnaður muni smám saman, minnka verslun yfir langar vegalengdir.

 

Niðurstaða

Ég tel að það sé stórlega íktur sá meinti hagnaður fyrir lífskjör almennings, sem frjálsum innflutningi matvæla myndi raunverulega fylgja. En, stóra málið er að ef innflutningur ryður innlendri framleiðslu, þá á móti þarf sá innflutningur að ryðja að einhverju marki öðrum innflutningi. Það er, að aukinn innflutningur matvæla þíði að það tapist innflutningur á einhverjum öðrum vörum, þ.s. ekki má skapa viðskiptahalla.

Þess verði gætt, að viðskiptajöfnuður verði ekki óhagstæðari eftir breytingu, svo að halli keyri landið ekki í þrot eða ónógur afgangur það geri.

Þannig, að gengið verði þá látið síga á móti, til að tékka af jöfnuðinn.

Um leið er þá minnkaður umtalsvert sá hagnaður fyrir lífskjör, sem á að verða.

---------------------------

Svo þarf að taka tillit til alls þess kostnaðar sem mun fylgja þeirri miklu röskun á landbúnaðarsvæðum hérlendis, því að heil landbúnaðarhéröð geta lagst af eru líkleg til að gera það, því verðmætatapi sem verður þá þegar landverð fellur, tæki sem fjárfest hefur verið í nýtast ekki, sama um húsnæði o.s.frv. Síðan kostnaður við það, að skapa önnur störf, reisa annað húsnæði annars staðar o.s.frv.

Svona mál má ekki bara skoða af meintri kredit hlið - meta þarf einnig debit hliðina.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæll Einar.

Þessi skýrsla fjallar eingöngu um verð til bænda, ekki útsöluverð í búðum. Því segir hún ekkert um hagnað eða tap til neytenda.

Til að sjá þann mun þarf að rannsaka verðmyndun búvara frá bændum til neytenda og leggja þá skýrslu saman við þessa skýrslu.

Tilgangur þessarar skýrslu var þó ekki sá, heldu einungis að skoðahvaða áhrif aðld hefði á bændur, ekki neytendur.

Það er ljóst að verð matvöru hér á Íslandi er síst hærra í flestum tilfellum en í þeim löndum ESB er næst okkur standa, þó meðalverð innan þess sé kannski eitthvað lægra.

Gunnar Heiðarsson, 20.11.2011 kl. 05:45

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það voru hins vegar stór mistök að birta skýrsluna með röngu gengi. Þó eitthvað ákveðið gengi frá fyrri tíma væri notað við gerð hennar, hefði átt að endurreikna allar tölur í restina samkvæmt nýjasta gengi og birta skýrsluna svo.

Þá voru einnig mistök að taka ekki skýrt fram í skýrslunni að hún væri eingöngu um áhrif ESB aðildar á landbúnaðinn, ekki neytendur. Skýrsluhöfundar hafa greinilega ekki gert ráð fyrir að aðildarsinnar grípa hvert hálmstrá sínum malstað til framgöngu, hvort sem um staðreyndir eða tilbúning er að ræða. Þetta hefur marg sannast og auglýsing þeirra í mogganum í gær skýrt dæmi um sögu og staðreyndafölsun þeirra.

Gunnar Heiðarsson, 20.11.2011 kl. 06:42

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband