Þrístingur magnast hröðum skrefum á Þjóðverja að heimila seðlaprentun!

Menn eru einfaldlega stöðugt að verða tómhentari í leit að úrræðum, þegar kemur að því að bjarga evrunni frá hruni. Nánst það eina sem eftir er, sem mögulega getur forðað hruni á næstu vikum - er prentun, þá á ég við heimild til Seðlabanka Evrópu um algerlega ótakmarkaða prentun.

Ef sú heimild er veitt, getur ECB veitt löndum innan ESB í vanda, hræódýr björgunarlán út á prentaðar evrur - þá er ég að tala um mjög lága vexti nærri "0" en ekki alveg "0".

Þetta gerir "Federal Reserve" hinn bandaríski ef fylki lenda í fjárhagsvanda.

Hugsum, muninn að fá vexti á þessu bili eða þ.s. nú er unnt að veita frá björgunarsjóð Evrusvæðis?

Með þessum hætti getur ECB alveg með sama hætti og Federal Reserve getur og mörg dæmi eru um að hefur gert, tryggt að einstök ríki/fylki verði aldrei raunverulega gjaldþrota eða uppiskroppa með peninga. 

Alríkisstjórnin getur reyndað einnig ákveðið að aðstoða, með því að taka yfir hluta skulda - en slíkt er ákaflega sjaldgæft í sögu Bandar. þ.s. hin aðferðin er svo öflug, að það þarf mjög "acute" kringumstæður til þess, að sú aðferð dugi ekki.

Að auki gæti ECB baktryggt bankakerfi Evrópu - sem í dag er orðið svo ofvaxið að einstök ríki ráða ekki við að bjarga eigin bönkum, og líklega er ECB eina stofnunin sem mögulega getur haldið evr. bönkum uppi - næstu misserin. Aftur væri þetta sambærilegt við það hlutverk sem Federal Reserve tók að sér, þegar bandar. bankar voru endurfjármagnaðir fyrir 3 árum.

 

Sjá hér áhugaverðann pistil Der Spiegel English um afstöðu Der Bundesbank:

Saving the Euro - Germany's Central Bank against the World

  • Þar gætir mjög öðruvísi viðhorfa - en í Þýskalandi virðist almenn samstaða almennings og pólitíkusa með afstöðu "Bundesbank," sem ekki er hægt að kalla annað en ídeólógíska peningahyggju. Dæmi um það er hagfræði verður að kennisetningum/"dogma".
  • Þessi afstaða sem eins og fram kemur í greininni er mjög einörð og ósveigjanleg af hendi seðlabankastjóra Þýskalands, sem hann að auki virðist mjög vinsæll fyrir innan Þýskalands, gefur ekki vonir um að Þjóðverjar gefi eftir í þessari deilu - um Seðlabanka Evrópu.
  • Spurningin er einfaldlega, hvort Frakkar einfaldlega segi skilið við Þjóðverja, bindi enda á það formlega bandalag sem þeir hafa viðhaft, og skipuleggji ásamt þjóðum í vanda, nokkurs konar valdarán innan Seðlabanka Evrópu.
  • Þetta er atriði sem ég hef verið að velta fyrir mér sem möguleika undanfarna mánuði.
  • En ef þetta gerist, ef ég áður sagt, að ég telji líklegt eða hugsanlegt a.m.k. að Þjóðverjar sjálfir segi bless við evru.

Þrístingurinn virðist nú svo hratt magnast, að þetta getur gerst mjög fljótlega!

Ef ekki sé ég vart annað framundan en massívt hrunt!

Einn möguleiki enn er að nokkur hópur þjóða taki sig saman um að yfirgefa evruna nokkurn veginn samtímis - þ.e. Frakkar, Ítalar o.flr.

Þá í því tilviki að þær reyndu að taka völdin af Þjóðverjum innan ECB, tókst það ekki - þá gæti slíkt verið svona "last desperate move".

 

Hvers vegna "Bundesbank" er svona harður í afstöðu sinni, getur verið vegna eftirfarandi:

"Germans are understandably distressed. The Bundesbank has already accepted €465bn of liabilities under the so-called "Target2" payment system from the central banks of Greece, Ireland, and Portugal, among others. "If the eurozone broke up, the Bundesbank could incur enormous losses," said Eric Dor from the IESEG School of Management in Lille."

En sl. 3 ár hefur nær eingöngu Þýskaland átt peninga innan Evrópu, svo það hefur lent á "Bundesbank" sem starfar sem hluti af seðlabankakerfi Evrusvæðis, að útvega fjármagn.

Þegar Seðlabanki Evrópu kaupir skuldabréf ríkja í vanda eða lánar bönkum innan ríkja í vanda, er það einkum út á peninga frá "Bundesbank".

Og fyrir bragðið eins og sést að ofan, hefur á þeim 3 árum safnast upp mögnuð upphæð - sem lendir þá á þýskum skattgreiðendum, ef allt fer á versta veg.

  • Angela Merkel og stjórnendur Bundesbank, eru því andvígir því að þinna út verðgildi evrunnar, eða gefa ríkjum í vanda nokkurn hinn minnsta afslátt á þeirra skuldir.
  • Einfaldlega svo að kostnaður lendi ekki á þeirra eigin skattgreiðendum - sem gæti valdið henni óvinsældum í næstu kosningum.

 

Ummæli þ.s. af er þessari viku!

José Manuel Barroso: "Europe is "facing a truly systemic crisis" that requires a condign response from all players in the unfolding drama. "Should the central bank be responsible for financial stability as well as price stability? My reply is yes, definitely.""

Valérie Pécresse (ráðherra fjárlaga - minister of budget):"The ECB's role is to ensure the stability of the euro, but also the financial stability of Europe. We trust that the ECB will take the necessary measures," she said.

Yves Mersch (Stjórnarmaður í ECB):"monetizing government debts "is tantamount to inflation" and "not feasible"." - "To use inflation to lower the fiscal burden "would reduce incentives for governments" to tackle their debt burdens and "would raise the risks of even higher future inflation and greater output volatility. Uncontrollable wage-price spirals would be likely," Mersch said in a speech in Frankfurt." - "He added that you cannot make the ECB as a "lender of last resort for governments" and that governments must live up to own responsibilities."

Angela Merkel :"According to our interpretation of the treaties, the ECB does not have the means to resolve these problems."

Í sl. viku tjáði Obama sig um málið, og ráðlagði Þjóðverjum að gefa eftir. 

Það má reikna með því að margt hafi flogið í prívat samtölum, sem ekki kemst í fjölmiðla.

Ummæli í dag: 

Angela Merkel: "She said neither joint euro-area bonds nor using the European Central Bank will solve the debt crisis." - "Apparently a "snappy debt cut" is also out of the question. She said: I’m convinced that none of these approaches, if applied right now, would bring about a solution of this crisis."

Þetta eru mögnuð ummæli - því þau útiloka sýnist mér allar mögulegar björgunarleiðir, sem skilur eingöngu eftir eina rökrétta útkomu - - > hrun.

 

Stóra frétt dagsins:

"Spain has now carried out its bond auction - and has paid a hefty price to get the sale away. The country paid an average yield, or interest rate, of 6.975pc on the €3.6bn it put up for sale."

Þetta er mun hærra en fólk átti von á, 6,975% er hærra en vaxtakrafa spánskra bréfa hefur verið i, undanfarna daga. Þó sú hafi farið hækkandi, verið kringum 6,4% í gær.

Vegna þessa eru verðbréfamarkaðir að falla töluvert þessa stundina. En þetta magnar hræðsluna um það, að Spánn sé við það að lenda undir, eins og útlitið er fyrir Ítalíu. 

En um tíma virtist Spánn hólpinn, en nú eru vandamál Ítalíu að því er virðist að toga Spán niður einnig, þannig að líkur eru til þess að bæði löndin fari niður samtímis.

Þetta mun auka spennuna á evrusvæðinu enn meir - var sú spenna þó ærin fyrir!

 

 

Auðvitað læknar prentun ekki öll mein!

Ef prentun er takmörkuð við það markmið að koma í veg fyrir hrun, þ.e. prentað er nóg svo að ríkisstjórnir hafi alltaf nægilegt lausafé og bankar verða ekki uppiskroppa heldur með fjármagn, þá auðvitað eru enn margvísleg vandamál enn óleist.

Ekki síst skuldavandi einstakra landa - en, málið er að með því að veita ríkjum í vanda möguleika á aðstoð á til miklu mun lægra verði, þá vænkast að sjálfsögðu möguleikar þeirra, til þess að ná að vinna sig út úr kröggunum. En lægri vextir eru jafnt og lægri vaxtagjöld - minni kostnaður af skuldum, meira fé handa á milli fyrir viðkomandi ríkissjóð.

Þjóðverjar aftur á móti, hamast á því sjónarmiði - að ef slakað er á klónni, muni ríki notfæra sé þ.s. afsökun til að hafast ekki að. Sem getur hugsanlega átt sér stað í einhverjum tilvikum, en þ.e. alveg unnt að setja einhver skilyrði fyrir því að fá ódýr lán frá Seðlabanka Evrópu.

  • Síðan verður að sjálfsögðu enn til staðar alvarlegur viðskipahalli ímissa ríka!

Þeim viðskiptahalla verður ekki útrýmt með hraði, en endurskipulagning sú sem við erum að tala um er í mörgum tilvikum marga ára prógramm - sem að sama skapi mun taka langann tíma að skila fullum árangri.

Ég sé einfaldlega ekki hvernig í ósköpunum ríki S-Evrópu eigi að geta mögulega komist út úr kröggum, ef þau fá enga verulega ívilnun.

Megin afleiðingin verður þá sú - að verðbólga á evrusvæði verður nokkrum prósentum hærri næstu 10 árin, en verið hefur sl. 10 ár.

Ef engin stór eftirgjöf verður - stefnir í hrun!

  • Evran gæti þá haft það af - með því að verða svona líkari ítölsku lírunni er hún var og hét!

 

Niðurstaða

Ég er löngu búinn að missa sjónar á því hve oft ég hef sagt þetta - "en spennan magnast enn".

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég skil USA þannig : evra á gagnast í viðskiptum utan EU aftur, þá verða Þjóðverjar og Frakkar að koma með ábyrgða yfirlýsingu á öllum evrum innan 14 daga. Flest önnur evru ríki eiga nánast ekkert af neytenda vörum og þjónustu sem getur selst utan EU.  Endurfjármögnunar aðilar utan EU sem eftir eru munu tapa einhverju, þeirra hagur eru að Þjóðverjar og Frakka, sem geta það, baktryggi allar evrur með sínum varasjóðum.

IMF segir raungengi Íslands og Þýskaland hækka um 20% fram til 2016. 1,0% meðal samdráttur [PPP] í Þýskalandi á ári veikir þess verðtryggingu um 5,0% í Alþjóðasamanburði.  

Júlíus Björnsson, 17.11.2011 kl. 02:40

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Að hækka laun myndi aldrei virka hér, en gæti virkað í stórum löndum vegna þess, að þá hefur almenningur efni á að kaupa meir af framleiðslu eigin lands, sem skapar flr. störf o.s.frv.

Vandinn hér, er að vegna smæðarinnar er ekki unnt að framleiða nema mjög þröngann hóp vara - þannig að launahækkunarleið færi megni til í það að búa til viðskiptahalla, sem gerir slíka leið algerlega ófæra hér.

Það er engin ein leið sem virkar fyrir allar þjóðir, heldur verða þær að klæðskerasníða leiðirnar fyrir þær aðstæður er ríkja í hverju hagkerfi fyrir sig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.11.2011 kl. 12:18

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hinn bóginn er ég sammála honum um nauðsyn þess að lækka skuldir, en greining hans er að mínu viti alveg hárrétt er hann segir vandann búinn til af einkahagkerfinu, vera skuldakreppu einkahagkerfisins.

Það er einnig alveg rétt, að á sl. áratug létu menn eins og að skuldir skiptu engu máli - að svo lengi sem ríkið sjálft liti vel út, væri allt í lagi.

Fyrir okkur getur verið að eina leiðin fyrir utan hrun og endur-uppbyggja úr nýjum rústum fjármálakerfisins, sé að frysta vísitöluna og framkalla verðbólgu. En þá hækka ekki laun heldur verðfalla þau í sama hlutfalli og aðrar peningalegar eignir.

Þannig væri unnt að raunverðfella allar peningalegar skuldbindingar í okkar hagkerfi, og þannig taka nokkuð vindinn úr skuldablöðrunni hérlendis.

Það má vera að visst tækifæri til að framkalla því um líkt, liggi í því að losa um höftin á krónunni en hafa vísitöluna frysta samtímis, og síðan a.m.k. 1 ár þar á eftir - sem ætti að raunverðfella allar peningalegar eignir/skuldbindingar í okkar gjaldmiðli sem hlutfall af útfl. tekjum/gjaldeyristekjum.

Þannig, þá í reynd myndum við minnka umfang peningalegra eigna/skuldbindinga í hlutfalli við rauntekjur okkar allra, þannig auka rauntekjur okkar í hlutfalli v. skuldir. Útkoma, bæting lífskjara allra sem skulda, hvort sem það eru fyrirtæki eða almenningur.

Þeir sem tapa, en það eru alltaf einhverjir, eru þeir - þeirra lífskjör eru á grunni peningalegra eigna.

Á hinn bóginn, með bættum hagvaxtarmöguleikum, þá ætti gæði peningalegra skuldbindinga að batna, þ.e. færri vanskil - færri í vandræðum með greiðslur, og þó lífeyrisgreiðslur raunverðfalli þá eykst öryggi kerfisins og líkur á jafnvel enn stærra tjóni - minnka.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.11.2011 kl. 12:30

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Íslenka afleiðugengið GDP(PPP) í alþjóðafjámálheimum batnar ef raunverð á útflutingsveltum reiknast hærra á PPP mælikvarða Worldbank. Það gæti líka aukið Íslenska Heimilagengið hjá 90% tekju lægstu Íslensku heimilunum.

PPP gengið 2010 reiknast um 20%-30% í krónum, 20% - 30% í dollurum 5%-10% í pundum restin í evrum og öðrum gjaldeyri.

Ef við tökum upp evrur í staðin fyrir krónur innlands kostar það við verðum að borga Seðlabanka EU fyrir þessa 20% til 30% innlands notkun á evrum. Ísland með alla sína erlendu ríkisborgara og útrásaröfugugga heldur ekki evrum lengi í veltu á Íslandi HCIP.   

Júlíus Björnsson, 17.11.2011 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 857479

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband