Er að vaxa upp ný ógn við lýðræði í Evrópu?

Krísur gera oft skrítna hluti, en þekkt er að þær ná fram því besta og einnig því versta í mannsandanum. Spurning hvort við erum farin að sjá einhverja byrtingarmynd af því slæma, í athöfnum valdamikilla aðila innan Evrópusambandsins.

Sannarlega er það samband lýðræðisríkja, en eins og margir hafa orðið varir við, hefur orðið breyting á vegna krísunnar - nokkurs konar tvíeikis stjórnun virðist nú ríkja á Evrusvæði.

Þetta blundaði kannski undir niðri, þ.e. möguleiki sem ekki hafði myndbyrst en var búinn um nokkuð skeið að blunda undir niðri sem "potential". 

Án krísunnar hefði þetta hugsanlega ekki gerst, þ.e. aðilar hefðu ekki þorað að hegða sér með þeim hætti, en krísan kom - og það virðist vera orðinn til óformlegur aðgerðahópur nefndur Frankfurtarhópurinn, skipaður einstaklingum í áhrifastöðum innan mikilvægra stofnana ásamt forseta Frakklands og kanslara Þýskaland, ásamt því að núverandi yfirmaður AGS kvá sjást á fundum með hópnum.

Að mörgu leiti er myndun slíks hóps skiljanleg, því krísa krefst skjótra ákvarðana - sem verður að viðurkennast, ESB 27 eða Evra 17 - eru ekki fær um.

En, svo ég kvarta ekki beint undan því að slíkur hópur sé myndaður - heldur bendi á þá freystingu sem er til staðar, þegar loks er búið að mynda tiltölulega fámennann hóp valdamikilla einstaklinga, sem geta komið hlutum til leiðar með skjótum hætti - ef þeim sýnist svo.

 

Hálfgildings-valdarán í Grikklandi og Ítalíu?

Sjá mjög áhugaverða grein í Spectator: If you thought the EU couldn’t get any less democratic, meet the Frankfurt Group

  • Það eru vísbendingar uppi um að á sl. 2 vikum hafi aðgerðahópurinn með skipulegum hætti, komið tveim lýðræðislega kjörnum forsætisráðherrum frá völdum!
  • Við eru teknir einstaklingar sem hópurinn treystir - til að vinna það verk sem þeim hefur verið falið að vinna.
  • Má líkja þeim við - "governor" eða landstjóra. Auðvitað er líkingin ófullkomin, en Monti er fyrrum kommissari "Commissioner" beint úr innstu herbúðum Framkv.stj. ESB - mjög hæfur maður sbr. "super Mario". Sennilega mun betri stjórnandi en Berlusconi, sem enginn utan Ítalíu elskar. Á hinn bóginn, fannst mér virkilega ílla farið með George Papandreo, þakklætið sé lítið fyrir stöðuga baráttu hans við eigin innanlandspólitík, við það að fara eftir skipunum klíkunnar. En hann ákvað að leita til landsmanna - kjósenda, sem virðist í augum klíkunnar algert bannorð. Lýðræði = popúlismi.
  • Svo þrengt er að Grikkjum í dag, að þar er nú starfsmaður frá Framkvæmdastjórninni inni í hverju ráðuneyti - til að fylgjast með því, að raunverulega sé farið eftir fyrirmælum.
  • Sjálfstæði Grikklands hefur í reynd verið afnumið - ekki formlega, en allt raunverulegt.
  • Þess sást merki í sl. viku hvaða meðulum var beitt gegn Berlusconi, en gegn Papandreo dugaði að hóta að landið yrði gjaldþrota fyrir jól sameiginlega af AGS og ESB, þ.s. Grikklandi er haldið uppi með naflastreng, en Ítalía er ekki alveg í þannig málum, þess í stað eru merki þess að ECB eða Seðlabanki Evrópu, hafi stöðvað í sl. viku að mestu kaup á skuldabréfum Ítalska ríkisins - og viti menn, verðið rauk upp. Síðan, er ECB hóf kaupin aftur - lækkaði það aftur, nokkurn veginn í sama far.
  • Og það var ekki gert, fyrr en Berlusconi hafði samþykkt að hætta.


Völdin freysta!

Í heiminum eru tvær megin freystingar - peningar og völd.

Hættan er alltaf misbeiting peningalegs valds - en alls ekki síður, misbeiting valds.

Þetta er alveg nýtt, að hópurinn eða klíkan sýni klærnar með þessum hætti, þ.e. taki út tvær ríkisstjórnir, sem ekki voru nægilega hlíðnar að þeirra mati.

Skv. klassískri mannkynssögu, þá er einmitt atriði fyrir nýjan valdahóp - að taka einhverja fyrir, til að skjóta restinni af hjörðinni skelk í bringu.

Jafnvel þó svo hópurinn hafi einfaldlega verið að bregðast við í einhverskonar paník, að vernda þá efnahagsáætlun sem hann vill að löndin á evrusvæði fylgi - þá eru afleiðingarnar þær sömu og að ef hópurinn eða klíkan, var að beita valdinu til að sýna valdið.

En aðrar ríkisstjórnir innan evrusvæðis, hljóta nú að velta þessum málum fyrir sér, hvað kom fyrir Berlusconi og Papandreo, og hvort það sé hætta á að þær sjálfar verði beittar einhverjum slíkum meðölum.

Þjóðir innan ESB 27 en ekki innan evru 17, hljóta einnig að velta þessu fyrir sér - þ.e. þessari nýju þróun, hvernig eðli evrusvæðis virðist vera að breytast hröðum skrefum - yfir í einhvers konar "dominion" Frakka og Þjóðverja - Þjóðverja þá aðallega.

Er kannski ESB - sem á 10. áratugnum gegndi sannarlega mjög göfugu hlutverki við það að efla lýðræði í A-Evrópu, sjálft að verða ógnun við lýðræði og lýðfrelsi í Evrópu?

Sjá einnig eftirfarandi skoðanir:

The European project is now sustained by coup

The great euro Putsch rolls on as two democracies fall

 

Niðurstaða

Við þurfum að velta fyrir okkur þeirri nýju þróun sem er að verða innan ESB, þó sérstaklega innan evrusvæðis - en ljóst er að í stefnir að evran feli í sér mjög mikið viðbótar afsal fullveldis, en ekki til Framkvæmdastjórnarinnar, heldur virðist sem að Þýskaland sé að verða yfirsterkara þeirri stofnun sem svo lengi hefur verið nokkurs konar kjarni sambandsins, að í stefni að evrusvæði verði meir í tak við þ.s. kallað var "Deutche Mittel Europa" á árum áður, þ.s. hegemónískt fyrirkomulag ríkti - mestu leiti Þýskalandi sjálfu í hag.

Frakkland spilar meira stuðnings-hlutverk, en ljóst er að Þýskaland í reynd ræður. Þessu valdi nær Þýskaland fram í krafti fjárhagslegs valds, en innan Seðlabankakerfis Evrópu - kemur fjármagn megni til frá Þýskalandi. Þeir öðlast þau í krafti þess, að svo margir skulda þeim svo mikið. Þýskaland heldur nú í gegnum seðlabankakerfið uppi bönkum víða um Evrópu, sem þurfa neyðarlán frá Seðlabanka Evrópu - og því í reynd einnig ríkisstjórnum þeirra landa.

Spurning hvort það sé ástæða þess að Þjóðverjar vilja ekki heimila Seðlabanka Evrópu að prenta peninga - kannski raunverulega ástæðan, því þá væri það ekki lengur þeir Þjóðverjar eða nánar tiltekið Angela Merkel - sem væri með kranann. Þá færu kannski völdin mikið til einnig.

Undir Angelu Merkel, hefur Þýskaland síðan krísan hófst - verið að beita þessu nýfengna valdi, af sífellt vaxandi krafti.

Sjálfsagt höfðar til sumra að tilheyra nýju þýsku veldi - en ekki til mín.

Angela Merkel er kannski á leiðinni að verða ein af áhrifapersónum sögunnar.

Völdin eru sæt!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við skulum hafa það alveg á kristaltæru hverjir þessir menn eru:

http://farm7.static.flickr.com/6038/6343138802_5969a25c53.jpg

Mario Draghi (f. 3.9.1947) hinn nýskipaði ítalski yfirmaður evrópska Seðlabankans:

From 1984 to 1990 he was the Italian Executive Director at the World Bank. In 1991, he became director general of the Italian Treasury, and held this office until 2001. During his time at the Treasury, he chaired the committee that revised Italian corporate and financial legislation and drafted the law that governs Italian financial markets.

Stýrði sem sagt smíði núgildandi regluverks ítalskra fjármálamarkaða, sem eru dauðadæmdir. Maður veltir því í raun fyrir sér hvort það sé ekki líka bara tímaspursmál hvenær Davíð Oddsson sækir um vinnu þarna. Það virðist vera mikil eftirspurn í Evrópu eftir mönnum sem hafa reynslu af uppbyggingu fjárhagslegra gereyðingarkerfa sem springa svo í loft upp.

He was previously the governor of the Bank of Italy from January 2006 until October 2011.

He is also a former board member of several banks and corporations (Eni, IRI, BNL and IMI).

Hmmm... svona eins og ef Dabbi eða Geir hefðu setið í stjórnum Kaupþings, Glitnis og Landsbankans? Bíðið hæg... góðvinur beggja sat í bankaráði LBI og eiginkona annars í stjórn FL sem skuggastýrði Glitni, og eiginmaður varaformanns flokks þeirra var háttsettur stjórnandi og 1,9 milljarða kúlulánþegi Kaupþings. Er nokkur munur á drullu og skít?

Eins og ég hef oft sagt: vandamálið er engan veginn séríslenskt!

Draghi was then vice chairman and managing director of Goldman Sachs International and a member of the firm-wide management committee (2002–2005).

Kannski hefur hann lært þar hvernig Goldman aðstoðaði Grikkland við að falsa ríkisbókhaldið til að standast Maastricht inntökuskilyrðin í evrópska myntbandalagið. En rétti maðurinn til að fást við afleiðingarnar...?

In his capacity as Bank of Italy governor, he was a member of the Governing and General Councils of the European Central Bank and a member of the Board of Directors of the Bank for International Settlements. He is also governor for Italy on the Boards of Governors of the International Bank for Reconstruction and Development and the Asian Development Bank. In April 2006 he was elected Chairman of the Financial Stability Forum, which became Financial Stability Board in spring 2009.

Þvílíkur listi kolkrabbastofnana... sú síðastnefnda (FSB) er nýjasta sköpunarverkið,fjármálastöðugleikaráð G-20 ríkjanna, sem er líklegur kandídat til að verða falin slitameðferð evrusvæðisins þegar þar að kemur. Samkvæmt Newspeak orðabókinni er "stöðugleiki" nefninlega afstæður.

Draghi is a trustee at the Institute for Advanced Study in Princeton, New Jersey and also at the Brookings Institution, in Washington, D.C.. He has been a Fellow of the Institute of Politics at the John F. Kennedy School of Government, Harvard University.

Ég ætla ekki að útskýra þetta í smáatriðum, þeir sem á annað borð kannast við nöfn þessara stofnana vita hvaða þýðingu þær hafa.

Mario Monti (f. 19.3.1943):

Monti is a Praesidium member of Friends of Europe, a leading European think tank, was the first chairman of Bruegel, a European think tank founded in 2005, and he is European Chairman of the Trilateral Commission, a think tank founded in 1973 by David Rockefeller. He is also a leading member of the Bilderberg Group.

Monti is an international adviser to Goldman Sachs and The Coca-Cola Company.

Með öðrum orðum þá er þessi svokallaði hagfræðingur í fullu starfi sem boðberi hins gerspillta og mannskemmandi fyrirkomulags alþjóðastjórnmála og fjármálakerfis sem tröllríður, nei raðnauðgar, heimsbyggðinni í gróðaskyni.

In December 2009, he became a member of the reflection group for the future of Europe, chaired by former Spanish Premier Felipe Gonzalez. In this forum, he advocated an economic government for Europe and a European Monetary fund. He also supported a New European Deal with a better coordination between social and economic issues in Europe.

Monti is a founding member of the Spinelli Group, an organization launched in September 2010 to facilitate integration within the European Union.

Hinn hreinræktaði teknókrati hefur sem sagt unnið að því hörðum höndum nánast alla ævi að sameina Evrópu undir eina ríkisstjórn, einn gjaldeyrissjóð og seðlabanka, í eina þjóð undir einum fána á einni fósturjörð, ofar öllu! Bíddu var ekki einhver annar Ítali búinn að reyna þetta áður í samstarfi við Þjóðverjana? Minnir að hann hafi heitið Benni-Musso-eitthvað... jæja nóg um það.

In 1994 Monti was appointed to the European Commission, along with fellow-Italian, Emma Bonino, by the first Silvio Berlusconi government.

On 9 November 2011 Monti was appointed a Lifetime Senator by Italian President Giorgio Napolitano.

Athyglisvert hvernig maðurinn er aldrei kjörinn heldur alltaf skipaður í þessi háu embætti, af öðrum háum embættismönnum, þ.á.m. Bunga-meistaranum sjálfum. Það hlýtur að vera óþarfi að halda kosningar þarna framar, þegar það er miklu einfaldara að skipa einfaldlega einn af dyggum starfsmönnum Evrópusambandsins sem forsætisráðherra yfir einu af aðildarríkjunum. Enda er það þá varla merkilegra en deildarstjórstaða, eða hvað?

- Og rúsínan í endanum á þessari pepperónípylsu:

His research has helped to create the Klein-Monti model, aimed at describing the behaviour of banks operating under monopoly circumstances.

- Líkan af einokun fjármálakerfis er beinlínis nefnt eftir honum!

Nei, ég gæti ekki skáldað svona lagað upp sama hvað ég reyndi. Séu þessi ólíkindi borin saman við tölvuleikinn með nafna hans píparanum, þá er það líklega gott dæmi um hvernig veruleikinn getur tekið mannlegu hugmyndaflugi fram í faránleika. Mér finnst allt í einu tvívíður pípulagningamaður sem hleypur um á sveppatrippi og grýtir eldglæringum í banvænar skjaldbökur, alls ekki vera mjög súrrealískt fyrirbrigði. Svo lengi sem það er bara tölvuleikur.

Og loks gríski landsstjórinn: Lucas Papademos (f. 11 10.1947)

He has served as Senior Economist at the Federal Reserve Bank of Boston in 1980. He joined the Bank of Greece in 1985 as Chief Economist, rising to Deputy Governor in 1993 and Governor in 1994. During his time as Governor of the national bank, Papademos was involved in Greece's transition from the drachma to the euro as its national currency.

Enn einn hagfræðingurinn sem hefur eftir áralangt framlag sitt til sameiningar Evrópu uppskorið starf hjá bákninu. 

After leaving the Bank of Greece in 2002, Papademos became the Vice President to Jean-Claude Trichet at the European Central Bank from 2002 to 2010. In 2010 he left that position to serve as an advisor to Prime Minister George Papandreou.

Aðstoðarseðlabankastjóri Evrópu um árabil, og svo efnahagsráðgjafi...

He has been a member of the Trilateral Commission since 1998.

Hmmm... hvort er Evrópusambandið að ræna völdum í Grikklandi eða þríhliðanefndin að auka völd sín í Evrópu? Það er afar fróðlegt að skoða hversu margir lykilmenn í Evrópu eru einnig þríhliðanefndarmenn.

Lucas Papademos set two conditions in order to accept being the prime minister of an interim government. First, that the new government would not have a very restricted life span as the New Democracy party had demanded and secondly, that political figures from both main political parties, PASOK and New Democracy, would participate

"Bráðabirgðastjórnin" er sem sagt komin til að vera, og ætlast er til af heimamönnum að þeir taki fullan þátt í yfirtökunni.

Þetta eru engar samsæris"kenningar" heldur blákaldar staðreyndir.

The pattern that has emerged in the eurozone is that austerity measures are demanded of a particular country, the government of that country is either unable or unwilling to implement the austerity measures, then bond yields skyrocket and the government collapses. During the transition, one form or another of the austerity measures demanded are enacted, and then the incoming administration is tasked with implementing these measures.

Við þetta er því aðeins að bæta að nú síðast hafa þessar yfirtökustjórnir í auknum mæli verið skipaðar leiðtogum sem eins og áður sagði eru teknókratískir starfsmenn auðvaldsins. Þríhliðanefnd Rockefellers og alþjóðlegu bankaelítunnar ræður nú örlögum evrusvæðisins. Minnst þrjú ríki eru nú þegar undir slitastjórn í stað ríkisstjórnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.11.2011 kl. 01:23

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Fyrir hrun á Íslandi hefði ég ekki tekið slíkar kenningar alvarlega, enda þarf það alls ekki að vera að þó einstaklingur starfi hjá stórri fjármálastofnun áður að réttmætt sé að lesa mikið út úr þeirri staðreynd. En á hinn bóginn er Goldmann Sachs svo risastór stofnun að klárt er að sú einkastofnun hlítur að vera mjög áhrifamikil - akkúrat hversu er umdeilanlegt.

Mér finnst samt þó ekki rétt að taka þinni kenningu alveg 100%. En e-h er til í henni, er ég að segja. Einhverjir þættir hennar eru sannir.

Síðan er það með bankakerfið í Evrópu - en tökum Frakkland sem dæmi þá er heildarumfang um 440% af þjóðarframleiðslu. Sex stærstu bankarnir eru hver um sig allir það stórir að frönsk stjv. sjálf væru í vanda, ef einn félli. Hvað þá - sem manni sýnist geta gerst - að þetta gæti orðið eins og hér, að þeir falli allir.

Maður er farinn að halda að Ísland hafi eftir allt saman verið kanarífuglinn í kolanámunni, að hve bankarnir höfðu mikið ofurvald í stjórnmálum hér, sé einnig reyndin innan Evrópu - þ.s. ríkisstj. eru mjög háðar bönkunum innan eigin lands, um það að fjármagna sig.

Ástandið er orðið slíkt að sambandið hlýtur að vera "incestious" þ.e. hvor um sig er háður hinum - stjv. og bankar - ef annar fellur gerir hinn það einnig. Það þarf ekki að vera að bankarnir drottni með alveg sama hætti og hér virtist hafa gerst.

En svona náið symbiótískt samband, samt þíðir að bankamenn og ráðamenn, geta sig ekki hreyft nema í nánu samráði við hinn - og í tilvikum eins og t.d. Frakklandi er það ef til vill orðið spurning hvor meginn við vegasaltið völdin halla meir.

Eitt virðist þó víst að það nána samband pólitíkusa og bankamanna, sem hér hefur ríkt síðan bankarnir voru einkavæddir - er á gömlum merg í Evrópu. Það má leita margar aldir aftur í tímann - en eins og sambandið virkar núna sl. ár er ákveðin ný þróun.

Einhvern veginn er sambandið orðið strengt eins og fiðlustrengur, þ.s. annar getur sig vart hrært án þess að skaða hinn, þ.e. sambandið er farið að skaða báða.

En skuldakrýsan veldur því að vaxandi hola er í bankakerfunum í Evrópu vegna vaxandi verðfalls skuldabréfa ríkjanna, en sameiginlegir hagsmunir beggja eru um að túlka hana i burtu eins og þeir geta, láta sem bankarnir séu stöndugri en þeir raun eru - t.d. virðast reglur innan Evrópu um mat á eignum mjög frjálslegar og mikil pólitík í þeim, svo enginn í reynd veit hve mikils virði bankarnir eru í reynd. 

Það eru líkur á, að eins og hér muni þeir reynast fyrir rest, mun holari að innan en bæði bankamenn og pólitíkusar hafa viljað láta, þegar hrunið loks verður. En ég er nánast hættur að efast um, að það verði hrun.

Sem betur fer eyðist þá svo mikið fjármagn væntanlega, að völd fjármagnsins munu minnka - ekki hverfa, en minnka þó.

Lestu þessa grein, hún er áhugaverð:

Europe’s largest banks have become too big to save

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 15.11.2011 kl. 11:42

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Erlendis er almenningur með vitaður um plan skiptingu  1. til 3 plön , þar skildir líka 1 til 3 skilningur á hlutum í samræmi planskiptinu. UM plön í stöndugum ríkjum gildir stöðuleiki hvað varðar hlutfallslega geira, gilda, stéttaskiptingu  í geira. Menningararfleið EU. Þessi þjóðarlíkami er óháður hægri og vinstri stefnum á neðsta plani.

Snemma eftir að Þjóðverjar og Frakkar á efsta plani  tóku höndum saman um að endurreisa virðingu sína í Stóra Alþjóðsamfélagsins, var samþykkt skilgreining á tveimur plönum, sameiginlegum grunni : Vöru og þjónust veltur A til G  sem er undir Kommission að tryggja og viðhalda á sem hagkvæmasta hátt í anda Þjóðverja og Frakka á fyrsta plani.  Lagaskilgreining er: Hagræðing, með því að fækka eignaraðilum og mannafla [í EU talið óþrifalega og slítandi störf] og  þar minnka bundið eiginfé í þessum kvótaskipta milli eða tilfærslu grunni.
Lagskilgreining á meðalinu til gera þetta sýnilegt er að kaupa alla út á kjörum sem eru ekki verri en hefðu þeir aldrei hætt afskiptum til æviloka.

Auðlæsilegt  er í samhengi allra nú stjórnskrálaga  að þetta er útfært í skjóli leyndar. Kommission, er með sömu lögum sagt hafa Seðlabanka EU og þjóðar-Seðlabankakerfi undir honum  og Fjárfestingarbanka sem helstu efnahagstól og svo aðgang að öllum helstu stofnum EU [leyniþjónustum og sagnfræðilegum gagnagrunnum t.d.] til  að uppfylla öll stjórnarskrárbundin markmið EU stjórnarskrár, sem breytist með hæfum meirihluta æðstu valdahafa Meðlima Ríkja á hverjum tíma.

Hagræðing í framkvæmd í ljósi reynslunnar frá 1956 er reglugerðir og svo súrefnis innblástur í markmiðs geira þangað til hann springur. Þá er eftir leikur auðveldur að sætta ný sjónarmið og byggja upp í framhaldi til ná fram loka markmiðum í heildar samhengi.  Eiginfé í grunni almennra neytenda var lækkað og innleiddur HCIP raunvirðis mælir, Hagræðinginu í landbúnaði, trjávinnslu, fiskveiðum og námavinnslu er að ljúka, búið er stofna herveldi ekki með minna rúmmáli en USA og Kína, eftir að gera sýnlegt.  Nú er í gangi að minnka rúmmál fjármálageira og stjórnsýslugeira á öðru plani.

Allir sem þekkja sögu menningararfleiðar EU vita að þetta er eina aðferðin hingað til sem 1 plan þekkir. Hervaldi er beitt í neyð.  

Ér er fæddur á megin landi Evrópu, með rætur í öll EU plön, búinn að fá 1 plans grunnmentunar uppfræðslu og hef heimsótt almörg ríki og fell alstaðar inn því flestir í EU hugsa eins og ég þegar ég hugsa í þeirra plani. 

Gallinn við að hugsa í neðsta plani er að skapar einfaldan skilning þarf sem greininga er ekki þörf fyrir en plön eru fleiri en eitt og hlutfallsleg skipting á geirum í plani er viðurkennd.   Heilar sem hugsa ekki hernaðarlega og hlutfallslega  skiptingarlagi geta ekki skilið þá sem eru í efsta plani í EU. Efsta plan býr til fréttirnar sem pressan skilar lýðnum á hverjum tíma. Hitler sannaði á afdrifaríkan hátt  hvað auðvelt er stjórna sauðheimsku almenningi til stúta sjálfum sér á sem hagkvæmastan hátt. 

Stjórnaskrá EU er reglustýring, sem virkar þanning að allt síðar tíma val verður að vera í samræmi við hverja einustu grein hennar nú um 483 megin greinir.  Þetta tryggir að allir sauðirnir velja rétt. Þett er kennslu módel sem beitt er á tossa.

Júlíus Björnsson, 15.11.2011 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband