6.11.2011 | 12:37
Hvenær kemur gjaldþrot Grikklands?
Það er eiginlega ekki spurning um hvort - heldur hvenær. Þegar George Papandreo kom í sl. viku fram með yfirlísinguna um þjóðaratkvæðagreiðslu, þá sagði AGS að meðan það væri í óvissu hvort Grikkland myndi fylgja svokallaðri björgunaráætlun, þá myndi Grikkland ekki fá neinar frekari greiðslur frá AGS. Það sama sögðu fulltrúar ESB, að meðan slík óviss væri til staðar, fengi Grikkland ekki greiðslur frá Björgunarsjóði Evru "ESFS".
- Þessa stundina er Grikkland með frystingu á greiðslur frá AGS/IMF og ESFS!
- Og einungis myndun nýrrar ríkisstjórnar með fullt umboð annars vegar og nægann þingstyrk - til að fylgja fram hinni svokölluðu björgunaráætlun; getur tryggt þá affrystingu greiðsla.
- Án frekari greiðsla verður Grikkland greiðsluþrota innan skamms!
Þannig að hvort það verður mynduð ný meirihlutastjórn í Grikklandi skiptir verulegu máli!
Skv. fréttum er útlitið mjög óljóst - Antonis Samaras leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins sagði í gær, að flokkurinn hans "Nýtt Lýðræði" hafnaði þátttöku í myndun þjóðstjórnar - er starfa myndi í nokkra mánuði með takmarkað umboð, en umboð þó til að hrinda í framkv. svokallaðri björgunaráætlun AGS og ESFS.
Að Nýtt Lýðræði vildi kosningar sem allra fyrst - þ.e. í desember. Að sögn svo grískur almenningur fengi tækifæri til að veita nýtt umboð til gríska þingsins, um framhaldið.
Þetta getur auðvitað verið samningstækni hjá Samaras - að láta ólíklega!
Skv. nýjustu fréttum - hitti Samaras forseta Grikklands, Karolos Papoulias - sjá mynd, í dag - og þar sagði hann við fjölmiðla að ríkisstjórnin verði að segja af sér fyrst - áður en til greina komi að ræða framhaldið. Ráðherrar ríkisstj. Grikklands - sem stóðst vantraust sl. föstudag, munu hittast síðar í dag og ræða málin.
Skv. frekari fréttum, hefur Papandreo ítrekað tilboð um afsögn - en einungis þegar hann fær staðfestingu fyrir því, að ný samsteypustjórn hafi verið mynduð. Ollie Rehn, yfirmaður efnahagsmála hjá Framkv.stj. ESB, hefur að auki í yfirlísingu - kvatt gríska stjórnmálamenn, til að klára stjórnarmyndum fyrir mánudag, þegar fundur fjármálaráðherra evrusvæðisríkja á að fara fram.
- Stóra spurningin er hvort Grikkland hefur tíma til að halda þingkosningar - ef landið fær á meðan ekkert rekstrarfé frá AGS og ESFS?
- Það virðist manni óneitanlega vafasamt!
En Grikkland á að fá greiðslur frá AGS og ESFS fyrir miðjan desember - talið er að Grikkland verði greiðsluþrota í þeim mánuði á einhverjum tímapunkti, ef landið fær ekki þann pening.
En ekki hafa komið enn fram nákvæmar fréttir þ.s. dagsetning liggur fyrir með einhverri nákvæmni.
Né liggur ekki fyrir akkúrat hvenær í desember þingkosningar myndu geta farið fram.
Að auki þarf að reikna með einhverjum tíma fyrir stjórnarmyndun.
Hættan er sem sagt augljós - að Grikkland hafi ekki tíma til þess, að fara þá leið sem "Nýtt Lýðræði" skv. erlendum fréttum vill fara, og að ef Antonis Samaras skiptir ekki um skoðun - er talið ólýklegt af erlendum sérfræðingum um Grikkland, að George Papandreo myndi geta náð í gegnum gríska þingið þeim breytingum á lögum, sem þarf skv. björgunarpakka AGS og ESFS.
Niðurstaða
Gríska dramað er sannarlega á fullum dampi. Eina ráðlegging sú er ég get gefið þessa stundina, er að fylgjast áfram með fréttum.
En ef sú útkoma verður ljós eftir helgi, að ekki takist að mynda nýja stjórn á Grikklandi, þannig að ástand Grikklands verði í fullkominni óvissu.
Reikna ég þá fastlega með því að markaðir muni reikna inn í verð - fullt áætlað tjón skv. þeirra mati á því tjóni sem bankakerfi og hagkerfi Evrópu muni verða fyrir - af greiðsluþroti Grikklands.
Það verður þá að koma í ljós, hve stórt það verðfall verður!
Við lifum áhugaverða tíma!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:05 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning