Berlusconi hafnar því að láta Ítalíu í AGS prógramm!

Þetta sýnir þá hræðslu sem nú er ríkjandi um stöðu Ítalíu, að Berlusconi skuli hafa fengið fyrirspurn frá Lagarde fulltrúa AGS á G20 fundinum, um aðstoð við Ítalíu. En skoðanir eru skiptar samt sem áður meðal hagfræðinga um það, hvort Ítalía sé í hættu eða ekki.

Italy Turns Down IMF Aid

  • Skv. fréttum dagsins er vaxtakrafa ítalskra 10. ára bréfa kominn í cirka 6,4%, sem er ekki fjarri þeim slóðum er Grikkland, Portúgal og Írland - voru neydd til að fara í neyðarprógramm hjá meðlimaríkjum ESB.
  • Skuldir Ítalíu eru cirka 1.900ma.€. Ítalía þarf að endurfjármagna 300ma.€ að andvirði af skuldum á næsta ári. Vaxtakrafan hefur hækkað þrátt fyrir að Seðlabanki Evrópu sé enn að kaupa ítölsk bréf - til að halda niðri vaxtakröfunni.
  • G20 fundurinn þykir hafa endað án neinnar eftirtektarverðrar niðurstöðu, og féllu markaðir bæði í Evrópu og Bandaríkjunum "he Dow Jones Industrial Average closed down 0.5pc at 11,983.24, while the broader S&P 500 closed down 0.63pc at 1,253.23." - "The FTSE 100 in London slipped 0.3pc to close at 5,527.16, while the CAC 40 in Paris slipped 2.25pc and the DAX 30 in Frankfurt closed down 2.7pc."
  • En markaðir fóru smávegis upp á fimmtudaginn sem túlkað var svo, að markaðir væru að vona eftir því að G20 fundurinn myndi koma með útspil, framan af degi á föstudag var lítil hreyfing en síðan er niðurstaðan lá fyrir - varð þetta verðfall:  G20 final communique in full.
  • Eftir fundinn hljóta sjónir umheimsins aftur að berast að leiðtogum Evrusvæðis á ný, en skv. áætlun þeirri er kom fram í sl. viku stóð til að sannfæra ríki heims til að leggja Evrópu til fjármagn - en ekkert virðist hafa gerst á G20 fundinum í þá átt, þ.e. engin loforð um fjármagn frá Kína eða öðru nokkru öðru landi, og þ.e. stór hola ef Evrópa á að geta staðið við loforð sitt um að stækka björgunarsjóðinn í litla 1.000ma.€ þ.e. hola upp á litla 800ma.€.
  • En skv. áætlun óháðra hagfræðinga mun það kosta um 800ma.€ að halda Ítalíu á floti í 3 ár, ef maður ímyndar sér að sjóðurinn sé stækkaður í 1.000ma.€ þá með beinhörðum peningum, og þannig Ítalíu gefin 3 ár til að framkalla einhvers konar viðsnúning.
  • Eins og sést af myndinni að neðan frá Lilico, þá er vaxtakrafa upp á rúm 6% ekkert sérstaklega há fyrir Ítalíu, þegar litið er 20 ár aftur í tímann. Á hinn bóginn hefur hún aldrei verið hærri meðan Ítalía hefur verið innan evru.

  • Eins og Lilico bendir á, hefur Ítalía ímsa styrkleika þ.e. tiltölulega lítið bankakerfi miðað við þs. gengur og gerist í Evrópu - cirka 150% af þjóðarframleiðslu.
  • Öflug útflutningsfyrirtæki - mörg þekkt vöruheiti, ekki síst að skuldir húseigenda eru að meðaltali ekki nema 30% af þjóðarframleiðslu sbr. 80% í Bretlandi.
  •  Lilico bendir einnig á, sjá myndina að neðan, að skuldir ítalska ríkisins fóru einnig upp í rúml. 120% á 10. áratugnum, án þess að Ítalía yrði gjaldþrota.

  • Lilico bendir að auki á - sjá myndina að neðan - að verðbólga á Ítalíu hafi ekki á 10. áratugnum verið næg til að hafa umtalsverð lækkandi áhrif á skuldir Ítalíu, og að auki að hagvöxtur Ítalíu milli 1990 og 1998 hafi að meðaltali ekki verið nema 1,3%. Samt hafi Ítalía náð sér út úr þessum ógöngum.

Í fljótu bragði séð, virðist sem að Andrew Lilico hafi nokkuð til síns máls - að íllskiljanlegt sé að menn séu að óttast greiðsluþrot Ítalíu!

 

Áhrif evrunnar!

  1. Ítalía er ekki lengur með eigin seðlabanka, sem getur prentað ótakmarkað.
  2. Ítalía er ekki lengur með skuldirnar í gjaldmiðli, sem Ítalía hefur sjálf full yfirráð yfir.

Þetta eru nefnilega lykilástæður þess, að markaðurinn óttast þrot Ítalíu.

  • Málið er að getan til að prenta skiptir máli, þó svo hún sé ekki notuð!
  1. Markaðurinn á 10. áratugnum vissi að ríkissjóður Ítalíu gæti ekki orðið greiðsluþrota, því hann vissi að seðlabanki Ítalíu gat alltaf reddað ríkissjóð Ítalíu um Lírur.
  2. Svarað á ensku "Italian debt could never become a solvency issue as long as Italy had it's own central bank, with full printing abilty" - þetta snýr að trúverðugleika, að ítölsk stjv. gátu alltaf reddað sér pening, þannig að markaðurinn fylltist aldrei ótta.
  • Þegar getan til að prenta var tekin af ríkissjóðunum - þá var ofangreindur grundvöllur trúverðugleika farinn - en án þess að annar grundvöllur kæmi í staðinn:
  1. Ríki starfandi innan evru, vegna þess að þau hafa ekki lengur möguleikann á því að prenta ótakmarkað, og vegna þess að þau ráða yfir takmörkuðu fjármagni sem þeim er skaffað, og vegna þess að ríki eru að því leiti eins og banki að skuldbindingar eru oft til skamms tíma meðan eignir eru ekki fljótseljanlegar, og vegna þess að innan evru er fullt frelsi um fjármagnshreyfingar; þá getur ríki innan evru alveg eins og banki, lent í því að fjármagn streymi stríðum straumum út, og lent síðan í lausafjárþröng - eða "sudden stop".
  2. Markaðurinn er búinn að átta sig á þessu í dag, svo að í reynd - að af þessa völdum, hafa aðildarríki evru nú mun minna lánstraust en sambærileg ríki utan evru.
  3. Evran er farin að virka fullkomlega öfugt miðað við þ.s. til stóð. Aðildarríkjum er vantreyst vegna þess að þau eru meðlimir.
  • Það sem málflutningur Lilico segir - er að utan Evru væri Ítalía ekki í vandræðum!
  1. Markaðurinn myndi þá vita að ríkissjóð Ítalíu myndi aldrei skorta peninga, og því ekki vera nærri eins nervus um ástand mála.
  2. En þess í stað, er Ítalía háð vilja stjórnar Seðlabanka Evrópu - um það magn peninga sem Ítalía hefur til umráða.
  3. Markaðurinn treystir sér ekki til að gera ráð fyrir - að Seðlabankinn myndi alltaf redda Ítalíu pening, alveg sama hvað á gengur.
  4. Enda þarf bankinn að taka tillit til hinna aðildarríkjanna - svo er hann mjög dómineraður af þýskum hugmyndum, þ.s. gríðarlegur fókus er á lágmarksverðbólgu - maður getur treyst því að Þjóðverjar munu ávallt hafna því að prenta peninga til að redda Ítalíu, því það kostar meiri verðbólgu innan Þýskalands.
  5. Það er ekki síst vegna mjög öflugrar andstöðu innan Seðlabanka Evrópu við það, að prenta peninga - að meðlimaríki evru hafa staðið í því að sjóða saman björgunarsjóð Evrusvæðis. Getum kallað það "Plan B" hjá Evrópu.
  6. En sá stendur og fellur með getu einstakra meðlimaríkja, til að skuldsetja sig - en þau eru háð sömu takmörkunum og Ítalía; svo geta þeirra er takmörkuð til eigin skuldsetningar.
  7. En þar liggur einmitt vandi björgunarsjóðsins - því að því meir sem sá lánar því meir íþyngir sú skuldsetning sem ábyrgðir til hans frá meðlimaríkjum fela í sér, skuldastöðu þeirra sjálfra. Sem skapar aukna hættu á því - að markaðurinn fari að vantreysta enn fleiri ríkjum.
  8. Í dag er komið að útmörkum vilja aðildarlandanna - til að veita fjármagn í björgunarsjóðinn þ.e. ESFS.
  • Það var hin eignlega niðurstaða fundarhalda sl. viku, þ.s. Evrópa lofaði því að stækka ESFS en, fjármagnið átti að koma annars staðar frá - en nú eftir að G20 fundurnn skilaði engum loforðum um peningalega aðstoð; þá eru góð ráð dýr!
  • Því ekki er útlit fyrir þetta fjármagn frá öðrum!


Evrópa getur alveg reddað sér!

  • Vandinn er meir hugmyndafræðilegs eðlis!
  • En Seðlabanki Evrópu getur baktryggt alla ríkissjóði aðildarlandanna, alveg með sama hætti og Seðlabanki Ítalíu baktryggði Ítalíu á 10. áratugnum, og með sama hætti og "Bank of England" baktryggir Bretland.
  • Með því pennastriki - að Seðlabanki Evrópu fengi fullt ótakmarkað vald til prentunar, væri trúverðuleika vandanum eytt!
  • Hann þarf þá að triggja ótakmarkað fjármagn til gervalls bankakerfis Evrópu.
  • Og einstakra aðildarríkja.
  • En þetta er fullkomlega framkvæmanlegt!
  1. Það er nánast trakí kómískt - að hugmyndafræðileg andstaða við veitingu slíks valds, getur keyrt Evrópu í stórfellt efnahagshrun, í kjölfar greiðsluþrots Ítalíu.
  2. Eða í kjölfar bankahruns í Evrópu.

Þetta hrun er algerlega gersamlega óþarft - en það getur samt orðið.

Og reynd stefnir í það!

 

Ný frétt - ríkisstjórn Ítalíu stóðst vantraust!

Debt crisis: live

Niðurstaðan er fullur sigur Papandreo að því leiti, að allir þingmenn Pasok flokks hans studdu ríkisstjórnina, og 2. óháðir þingmenn veittu að auki stuðning sinn - svo vantraust féll á 2 atkvæðum.

  • Á hinn bóginn - virðist þó ljóst að ríkisstjórnin heldur ekki áfram!
  • Skv. fréttum verða viðræður milli Pasok og megin stjórnarandstöðuflokksins, um myndun bráðabyrgðastjórnar um helgina.
  • Pasok er þó ekki í veikri stöðu - því að ríkjandi meirihluti hélt velli. 
  • En vegna vandræða samstarfsflokks þ.s. klofningur hefur orðið, stefnir í nýja samsteypustjórn milli Papandreo og Antonis Samaras leiðtoga næst stærsta flokks Grikklands.
  • En saman hafa þeir sterkann meirihluta - en þeir eru pólit. andstæðingar.
  • En Samaras gaf út vilyrði fyrir því að mynda slíka - neyðarstjórn.

Það getur verið margt í fréttum yfir helgina!

 

Niðurstaða

Fyrir mér blasir enn sú leið, að veita Seðlabanka Evrópu fullt prentunarvald. Svo hann geti beitt aðferðum "Federal Reserve" í Bandaríkjunum, þ.e. dæla peningum í bankakerfi aðildarríkja Evrusvæðis, með sama hætti og var gert í Bandar. - þ.e. prenta peninga fyrir því.

Veita einstökum aðildarríkjum sömu þjónustu, þ.e. ótakmarkað fjármagn eftir þörfum - prenta þ.s. þarf.

Kostnaðurinn væri nokkur aukning verðbólgu!

En hún þyrfti ekki að vera mikil - sú aukning.

Það fer þó eftir því - hve mörg markmið eru að baki prentun!

En ef markmiðið er endurfjármögnun bankakerfa og aðstoð við endurfjármögnun einstakra aðildarríkja, þá erum við sennilega að tala um verðbólgu innan við 10%. Jafnvel ekki nema 6-7%.

En, ef því markmiði væri bætt við - að örva hagkerfin með prentunaraðgerð, þ.e. "QE". Þá gæti verðbólga farið nokkuð meir upp þ.e. yfir 10%.

Ef beinlínis væri verið að leitast við að verðfella evruna með mjög massívri prentunaraðgerð, væri alveg hægt að ímynda sér verðbólgu jafnvel rúml. 20%.

------------------------------------

Ég reikna með því að á næstunni muni markaðurinn í reynd þrísta á Evrópu, um að veita Seðlabanka Evrópu prentunarvald, með því að hækka stöðugt vaxtakröfu Ítalíu!

  • En meðan seðlaprentunarvald er ekki til staðar - þá skoðar markaðurinn Ítalíu eins og Ítalía væri fyrirtæki.
  • Það er, framreiknar skuldastöðuna miðað við núverandi tekjustöðu og vöxt.
  • En skv. slíkum framreikningi er skuldastaða Ítalíu ekki sjálfbær þessa stundina vegna ónógs hagvaxtar - vegna þess að landið er með viðskiptahalla en ekki afgang.
  • Þannig að framlegð Ítalíu er ónóg annars vegar og hins vegar að markaðurinn krefst viðsnúnings yfir í afgang af viðskiptum við útlönd.
  • Án þess að hafa möguleika á því að fella gengið, er erfitt að sjá hvernig Ítalía á að geta snúið viðskiptahalla í hagnað innan þess tímaramma sem markaðurinn sættir sig við.

Þetta er líklega sú meginkrísa sem við okkur blasar - þ.e. Ítalíukrísan, nema auðvitað að Frakkland lendi í vandræðum.

En aukin hræðsla um stöðu Ítalíu, mun mjög hratt hafa neikvæð áhrif á önnur aðildarríki Evru - vegna þess að cirka helmingur skulda Ítalíu er í eigu annarra en Ítala. 

Þá erum við að tala um fjárhagsstöðu banka í öðrum aðildarlöndum!

En stóra hættan - sú sem mjög virkilega getur framkallað heimskreppu - - er bankahrun!

En versnandi staða Ítalíu mun hafa mjög hratt mjög sterk neikvæð áhrif á stöðu evr. banka - vegna þess hve þeir eiga mikið hlutfall af skuldabréfum aðildarríkja.

En ég er að tala um það, að þegar markaðurinn fer að discounta skuldir Ítalíu - þá mun það búa til nýja fjármagnsholu innan evr. banka - ofan á þau töp þeirra er þagar eru orðin.

Að auki, mun vaxandi óvissa skaða hagvöxt í Evrópu enn frekar - enn frekar íta undir samdráttar tilhneygingar - og samdráttur mun skapa verðfall annarra eigna bankanna!

Málið er, að evr. bankar hafa svo lítið borð fyrir báru - en þeir eru að meðaltali með lægra eiginfjárhlutfall en t.d. bandar. bankar!

Bankahrun - mun drepa evruna, ef það verður!

Mér sýnist það stefna í það á næstu vikum - að akkúrat sú hætta muni fara hratt vaxandi!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Hvað bankar utan EU geta eða vilja fjármagna Banka Aðildar ríkja EU?  Það er búist við að hlutur Vestur landa í raunvirðisköku heimsins dragist saman á sem lengstu tíma til Þriðju heimur geti aukið  rauntekjur sínar.  Þjóðverjar virðast halda upp meðal raunhagvexti í EU, og sérsaklega nágrannar þeirra Pólverjar.   Rauntekjubreytingar í Þýkalandi virðast mjög svipaðar og í USA. Langtíma vextir í flestu meiri háttar ríkjum ríkjum virðst stefna á þýsku. Þetta er innra stríð EU að mínu mati hver tapar minnstu á því að skera niður fjámálstrafsemi sem byggðist upp á nauðsynlegum  og óarðbærum byggingaframkvæmdum vegna hægræðinga og viðhalds[endurnýjunnar] á árunum 1970 til 2000. EU þarf ekki að byggja nýtt vegna fólksfjölgunnar þegar hún getur ekki bjargað sér um öll frumefni eða orku 100% öruggt við við núverandi neytenda fjölda. 

Þjóðartekjur Ítala myndast af smásölutekjum innan Ítalíu að mestum hluta VAT 3  Heildar loka sölutekjur [vsk] á hverju ári er kakan sem greiðir, fyrir ekki sölutekjur= vexti.  Verð sem skila sölutekjum er gjöld fyrir orku massa + skatta + skekkju sem kallast vextir hér.  Ef hlutfalla massa og orku eykst ekki verðum á Ítalíu þá aukast ekki rauntekjur Ítalíu.  Þjóðverjar vita þetta mann best og stefna á að svara samdrætti fækkun ríkisborgara=neytenda til að lækka ekki rauntekjur á Íbúa.  Margir bankarnir voru á þennslu frá 1970 til 2000 í EU vegna þess að sölutekjur jókust samfara byggingarstarfsemi. Þá jókst líka umfram söluveltu sem bankarnir og ríkistjórnir lifa á.   Þjóðverjar héldu sínu striki og lánuði í öruggar fjáfestingar innan lantíma áhættu marka. Þeir hafa bent að á þessum tíma hafi sumar stjórnsýslur gert langtíma ætlanir út á gróða af byggingstarfsemi án þess að hirða um að efla innri neytenda markaði varsjóði í örðum neytenda mörkuðum. Flest ríki EU er með lítið af eigin hrárefnum og orku til geta grætt á hávirðisauka. Rauntekju aukning EU í Alþjóða samaburði  að meðaltali minnkar og þá minnkar stjórnsýlur tekjur og banka tekjur að meðatali. Þjóðverjar halda sínu og gera gott betur.    Það eru líkur á að ríkin sem eru með bestu veðsöfninn sjá sér hag í því að gefa hinum fresli. 

Gylfi Magnússon:

Eitt af einkennum efnahagslífs flestra ríkja undanfarna áratugi er að framleiðslugetan hefur vaxið frá ári til árs og þá um leið þjóðarframleiðslan. Með þjóðarframleiðslu er átt við heildarverðmæti allrar vöru og þjónustu sem þjóð framleiðir á einu ári. Ástæður vaxandi þjóðarframleiðslu eru margar, tækniframfarir auðvelda framleiðslu, aukið fjármagn safnast fyrir og vinnandi fólki fjölgar og verkkunnátta þess eykst. Mjög er þó misjafnt hversu ört þjóðarframleiðsla vex og mörg dæmi eru um að hún hafi dregist saman um tíma. Vöxtur þjóðarframleiðslu frá ári til árs nefnist hagvöxtur og er hann mældur í hundraðshlutum (prósentum). Ef þjóðarframleiðsla dregst saman er stundum talað um neikvæðan hagvöxt.

Stundum er miðað við landsframleiðslu en ekki þjóðarframleiðslu. Hagvöxtur er þá reiknaður sem vöxtur landsframleiðslu frá ári til árs. Nokkur munur er á þessum tveimur stærðum. Þannig teljast til dæmis tekjur útlendinga af eignum og vinnu á Íslandi ekki til þjóðartekna Íslendinga en til landsframleiðslu Íslands. Á sama hátt teljast tekjur Íslendinga af eignum og vinnu erlendis til þjóðartekna Íslendinga en ekki til landsframleiðslu Íslands.

Mörg álitamál koma upp við útreikning þjóðar- eða landsframleiðslu og niðurstaðan er ekki einhlítur mælikvarði á það hve vel efnahagslíf þjóðar eða lands gengur. Við útreikninginn er til dæmis ekki tekið tillit til vöru og þjónustu sem ekki er seld á markaði, tekjuskipting er ekki skoðuð og ekki er athugað hvort efnahagslífið leggur óhóflegar byrðar á umhverfið.

Svo tvískinnungur gengur ekki upp í stöndugum ríkjum.
 

This entry gives the gross domestic product (GDP) or value of all final goods and services produced within a nation in a given year. Þetta merkir að miðað er við sölu hlut þessara framleiðu framleiðsu á sama ári á heima neytendamarkaði, til dæmis verð á seldum bíli en ekki pörtunum sem fóru í hann. En partarnir seldi til neytenda skila framlagi. Alþjóðgengimarkaður miðar við raunvirði seldra vöru og þjónustu GDP(PPP) og dregur frá henni heima verðbólgu þegar breytingar á henni eru metar.  Hagvöxtur fellur undir breytingar á GDP[OER] og heima stjórna  hagfræðinga rauhnvirðismat.  Oft 20% til 30% hærra en í USA vegna þess að þeir meta raunviðri sínum mökuðum sambærilegt GDP(PPP) Aþjóðgengisútreikningu sem miða lagstærsta verðbréfa og hlutabréfa markaði í heimi þann í USA.  Íslenska ofmatið fólst í of háu virðimati á EURO [eða sendu í gegnu EU] drasli hér  sem er búið að leiða rétta hinvegar vegna verðtyggingar sér í lagi á langtíma raunávöxtunar kröfu í grunni vsk. sölu þá er hér ennþá um 6 % ofmat að mínu mati miðað við útreikninga Alþjóðagengismarkaðarins. GDP(PPP) er altaf eins á sama mælkvarða.  Breytingar á honum eru  ekki það sem hagvöxtur stendur fyrir á Íslensku hagfræði máli. Enda er gengi ekki borin sama á heimstjórnargengis mati einstakra ríkja í Aljóða fjármálheiminum helsdur um og vöru og þjónustu USA með tillitil gæða [innhalds: samsetingu massa+ orku+ skatta+ umfram]. Þetta skekkir myndina fyrir Íslendingum líka þegar sagt er að neysluvístala standi fyrir CIP.  Mælkvarðar eru lögleg föst KRED jafngildi  á löglegri Vog=Balans sem breytist á hverri mínutu eða eftir hugmyndarflugi einstaklinga.  Tekjur sem myndast í öðrum ríkjum á smásölummörkuðum teljast minnst 98% til borgarinnar þar þær eru seldar. Verð í Keflvík teljast tekjur Íslands. Flotinn er skráður erlendis.

Júlíus Björnsson, 6.11.2011 kl. 05:01

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband