Yfirmenn hersins, flughersins og flotans, reknir í Grikklandi!

Þessi ákvörðun að allt í einu og samtímis, að reka helstu yfirmenn herafla Grikklands, þ.e. hers, flughers og flota, vakti athygli og jók á það krísuandrúmsloft sem ríkir í Aþenu.

Maður veit ekki hvernig maður á að taka opinberu skýringunni, að þetta hafi verið ákveðið fyrir löngu síðan. En það hefur við og við verið orðrómur um hugsanlegt valdarán.

"The heads of the general staff, the army, navy and airforce were all replaced, and a dozen army and navy officers were also discharged."

Þetta sýnir að krísan í Grikklandi er að verða mjög alvarlegt mál!

  • Í dag hafa stjórnmálamenn í öðrum aðildarríkjum ESB, hamast um að fordæma ákvörðun George Papandreo, að senda björgun Grikklands í þjóðaratkvæði!
  • Að þetta sé óábyrgt - er með því vinsamlegasta sem flogið hefur! 

 

Á morgun verður haldinn neyðarfundur með George Papandreo!

 "All of the big names in European finance will meet in Cannes at 4.30 GMT tomorrow; Sarkozy, Merkel, Juncker, Rompuy, Barroso and Lagarde. They will then gang-up and meet Papandreou later in the evening."

Sem sagt forseti Frakklands, kanslari Þýskalands, formaður evruhópsins, forseti Ráðherraráðsins, forseti Framkvæmdastjórnarinnar og yfirmaður AGS.

Fyrst hittast þau og ég reikna fastlega með því að eitthvað verði soðið þeirra á millum, og síðan á að leggja í George Papandreo - en hann á að mæta til þeirra seinna um daginn.

Það væri virkilega gaman að vera fluga á vegg :)

 

Flestir skríbentar telja að þetta sé örvæntingarfullt útspil George Papandreo!

Þetta sé einfaldlega vegna þess, að samstaðan innan ríkisstjórnarinnar sé brostin, og Papandreo viti að hann muni ekki geta náð málum í gegn, í náinni framtíð.

"Government spokesman Angelos Tolkas.:We believe the government will once again win a vote of confidence in order to proceed with its plans. We will not back down on anything we have to do to save the country."

En annar möguleiki er að þetta sé "high stakes brinkmanship" og tilgangurinn sé að vinna einhverja stóra tilslökun frá - Merkel, Sarkozy og hinum.

 

Mikið verðhrun varð á mörkuðum!

  • The Dow Jones lost 2.48pc, the S&P 500 slipped 2.79pc and the Nasdaq is off 2.89pc.
  • "London fell 2.2pc, France 5.4pc, Germany 5pc and Italy 6.8pc."
  • Vaxtakrafa 10 ára ítalskra bréf virðist standa í 6,23% eftir að hafa farið hæst í 6,33% í dag.
  • Þetta er nokkur hækkun frá því í gær, en stöðugt hækkunarferli hefur verið í gangi síðan á föstudag, er verð fór í 6,06%.
  • Þetta er hættulegt - því að þ.e. ekki möguleiki að Evrópa geti bjargað Ítalíu.


Niðustaða

Ákvörðun George Papandreo virðist hafa komið eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir alla. Mér sýnist að umræðan sé að snúast yfir í að "Grikkland sé að rústa Evrópu". En þ.e. sjálfblekking að segja slíkt, því samkomulagið frá sl. fimmtudag var gersamlega innantómt. En, menn tala samt eins og að þeir hafi verið komnir fram með einhverja reddingu, og nú sé Grikkland að henda öllu í háa loft.

  • Samkomulagið innihélt enga viðbótar peninga frá aðildarríkjum evrusvæðis - heldur átti að treysta á góðvild annarra - - þ.e. góðvild upp á litlar 800ma.€.
  • Ekkert bendir til þess, að það fé hafi staðið til boða - annars staðar frá.
  • Kínv. hafa ekki virst með nokkrum hætti líklegir í reynd til að veita slík lán.

Með vissum hætti má segja, að Papandreo sé að gera leiðtogum Evrópu greiða, með því að sýna heiminum - hve gersamlega innantóm sú lausn var í reynd, sem þeir lögðu fram í sl. viku.

Í dag er sú lausn í reynd hrunin - nema auðvitað að Papandreo lippist niður á morgun, taki allt saman til baka. 

Það verður að koma í ljós, en ef Papandreo valdi þessa leið vegna þess að hann veit að hann getur ekki komið málum í gegn um gríska þingið - þá má allt eins búast við því að hann hreinlega segi af sér, og boði til nýrra kosninga. Sem er ekkert endilega betri útkoma fyrir sambandið.

Ps: ESFS (björgunarsjóður Evrusvæðis) frestaði skuldabréfa-útboði, að sögn v. mikils óróleika á mörkuðum. Þetta er áhugavert - en þeir hafa vart frestað útboðinu, nema vegna þess að það var óttast, að það gæti mistekist. Og slík útkoma myndi skaða mjög trúverðugleika ESFS.

Ps2: Önnur frétt frá því í morgun, að George Papandreo náði samstöðu innan ríkisstjórnar Grikklands um 7 leitið skv. evr. meginlandstíma, og þ.e. ljóst að ríkisstj. er nú samstíga um það að halda þessa þjóðaratkvæðagreiðslu, sem Papandreo vonast til að vinna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Málin snúast ekki um einstaka þjóðarleiðtoga og þeirra fylgi, heldur blákaldar staðreyndir, sem allir verða að horfast í augu við.

Það eru hreinlega ekki til peningar fyrir bankaráns-lottóum heims-bankanna, og ekkert í stöðunni sem mælir með enn meiri skuldsetningu gjaldþrota þjóða. 

Skuldsettar þjóðir hafa ekki neitt eftir til að veðsetja, nema fólkið sjálft til ævilangs þrældóms fyrir bankaræningja. Þrælahald er einfaldlega bannað, þótt það viðgangist víða í "siðmenntaða" heiminum ennþá.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 2.11.2011 kl. 01:29

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Sumir bankar hafa alltaf verið þjóðhollir og hirt öll bestu langtíma veð.

Júlíus Björnsson, 2.11.2011 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband