Evrukrísan virðist vera á leið í enn hættulegri gír - en áður!

Stórfellt verðfall varð á mörkuðum í Evrópu í dag, og eru markaðir langt komnir með að skila þeirri hækkun til baka er varð í skammvinnu bjartsýniskasti í sl. viku, í kjölfar yfirlísingar leiðtoga evrusvæðis sl. fimmtudag um "björgun evrunnar".

  • Eftir að hafa hugsað málið - sjá markaðir að þessi "björgun" er ekki í reynd nein björgun!

En yfirlísingin um stækkun ESFS (björgunarsjóðs evrusvæðis) var algerlega innantómt loforð - vegna þess að Evrópa sjálf ætlar ekki að leggja fram neitt nýtt fé í ESFS.

Þess í stað stendur til að leita eftir góðvild annarra - þ.e. að rík lönd á öðrum svæðum heimsins, skaffi það fjármagn er upp á vantar - litla 800 ma.€. Í yfirlísingu í dag sagði Putin að til greina komi að lána 20ma.$ - sem er dropi í hafið.

Ég reikna með því, að aðilar á markaði hafi velt því fyrir sér yfir helgina - gegn hvaða hugsanlegu afarkostum það fé myndi fást?

Hvaða afleiðingar hefði það fyrir Evrópu að slá sér pening - gegn erfiðum kjörum eða einhverjum afarkostum af öðru tagi?

Og að auki, það augljósa - að langt í frá er hægt að slá því föstu að það fé fáist svona yfirleitt.

Né unnt að tímasetja það - hvenær hugsanlega það myndi skila sér fyrir rest.

  • Samkomulagið um lækkun skulda Grikklands, var að auki ekkert sem hönd er á festandi.

En það samkomulag, er einungis samkomulag um það prinsipp - að einkabankar skuli afskrifa 50%.

Enn sem komið er, hefur engin bindandi skuldbinding verið frágengin.

Kjötið vantar á beinin, þ.e. akkúrat hvernig á að hrinda slíku dæmi í framkv.

Síðast en ekki síst, Grikkland verður þá með skuldastöðuna 120% sem var ástand Grikklands við upphaf skuldakrísunnar í apríl 2010 áður en Grikkland fékk neyðarlán, og mjög fáir trúa því að það sé sjálfbær skuldastaða í tilviki Grikklands.

 

Afleiðingin af gagnslausu samkomulagi, er hrun tiltrúar!

Það er þ.s. í stefnir, en þegar á föstudaginn hækkaði vaxtaálag Ítalíu og Spánar - hressilega.

Í dag hækkaði vaxtaálagið enn frekar, fór álag Ítalíu í 6,12% en sl. föstudag seldi Ítalía skuldabréf fyrir 6,06%.

Þetta gerist þrátt fyrir að Seðlabanki Evrópu sé enn að kaupa bréf Ítalíu, til að leitast við að sporna gegn hækkun þeirra.

Svo gerðist einn atburður í dag, þ.e. hrun stórs fjárfestingarbanka: MF Global fjárfestingarbankinn, er orðinn gjaldþrota, eftir að víst hafa tapað stóru veðmáli.

Bætum við, aðvörun frá OECD: PRESS BRIEFING ON THE ECONOMIC OUTLOOK AND POLICY REQUIREMENTS FOR G20 ECONOMIES

"if the commitments made by EU Leaders fail to restore confidence and a disorderly sovereign debt situation were to occur in the euro area with contagion to other countries, and/or if fiscal policy turned out to be excessively tight in the United States. OECD analysis suggests that a deterioration of financial conditions of the magnitude observed during the global crisis (between the latter half of 2007 and the first quarter of 2009) could lead to a drop in the level of GDP in some of the major OECD economies of up to 5% by the first half of 2013."

  • Þeir hafa lækkað hagspá sína fyrir Evrusvæði niður í einungis 0,3%fyrir 2012.
  • Sbr. að hagstofa Þýskalands spáir nú 0,8% hagvexti í Þýskalandi það sama ár.

Þær hagspár gera ráð fyrir - ath. - bestu útkomu miðað við núverandi ástand, og framreikning þaðan í frá, að hruni verði forðað.

Þvert á móti benda atburðir föstudags og nú mánudags til þess, að evrukrísan sé nú eina ferðina enn, á leið á enn hættulegri braut en áður.

  • G20 fundurinn nk. fimmtudag og föstudag í Canne, getur reynst mjög áhugaverður!
  • Hugsanlega síðasti séns fyrir reddingu af einhverju tagi - þá með aðstoð heimsins.

Ef G20 fundurinn skilar ekki niðurstöðu sem róar ástandið - þá hreinlega blasir hildýpið við!

 

Niðurstaða

Því miður hafa ríki evrusvæðis og stofnanir þess, algerlega brugðist í því að lækna það mein sem sífellt versnandi fer innan evrusvæðis.

Það var fyrirsjáanlegt, að ef útkoman af fundahöldum sl. viku væri vonbrigði - eins og nú blasir við, að þá myndi það valda enn frekari óróleika og hræðslu um framtíðina.

Einungis von um að eitthvað útspil komi fram á Canne nk. fimmtudag og föstudag, heldur sennilega mörkuðum enn uppi - þannig að enn stórfelldara hrun eigi sér ekki stað.

En ef G20 fundurinn kemur ekki fram með þá reddingu sem aðilar geta fest sínar vonir við, þá sé ég einungis hildýpið framundan.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband