Stefnir í að Evrópa tapi valdastöðu sinni innan AGS

Þetta kemur mjög vel fram á heimasíðu AGS, af hverju BRIC (Brasilía, Kína, Indland og Rússland) eru óánægð, en samtímis - gefur þetta hugmynd um það hvað þau líklega ætla sér að knýja fram.

En skoðun á atkvæðavægi innan AGS sbr. listinn að neðan, tekinn saman af lista sem sjá má á heimasíðu AGS; skýrir fullkomlega af hverju svokölluð BRIC lönd telja vægi Evrópu innan AGS alltof mikið.

  • Þessa stundina eru það lönd evrusvæðis nánar tiltekið, sem eru í vandræðum.
  • Það er þeirra staða því fyrst og fremst, sem er líklega í dag ógnað.

Sjá lista af heimasíðu AGS

Land................Millj. af SDR.....Hlutfall %....................................Fjöldi Atkv....Hlutfall atkv. %

  1. Austurríki.......2,113.9.........0.89................................................21,880...........0.87
  2. Belgía............4,605.2.........1,94................................................46,793...........1.86
  3. Búlgaría............640.2.........0.2....................................................7,143...........0.28
  4. Kýpur...............158.2..........0,07..................................................2,323..........0,09
  5. Tékkland.........1,002.2.........0.42.................................................10,763.........0.43
  6. Danmörk........1,891.4..........0,79................................................19,655..........0,78
  7. Eistland...............65.2.........0,03..................................................1,393..........0,06
  8. Finnland..........1,263.8........0.53.................................................13,379..........0,53
  9. Frakkland.......10,738.5........4.51...............................................108,126..........4,29
  10. Þýskaland.......14,565.5........6.12...............................................146,396..........5.81
  11. Grikkland..........1,101.8........0.46................................................11,759..........0.47
  12. Úngverjaland.....1,038.4........0.44................................................11,125..........0.44
  13. Írland...............1,257.6........0.53.................................................13,317.........0.53
  14. Ítalía................7,882.3........3.31.................................................79,564..........3.16
  15. Lettland...............142.1........0.06...................................................2,162..........0.09
  16. Litháen................183.9........0.08...................................................2,580..........0.10
  17. Lúxembúrg...........418.7.......0.18...................................................4,928...........0.20
  18. Malta...................102.0........0.04..................................................1,761............0.07
  19. Holland.............5,162.4........2.17................................................52,365............2.08
  20. Pólland..............1,688.4........0.71................................................17,625...........0.70
  21. Portúgal.............1,029.7........0.43................................................11,038...........0.44
  22. Rúmenía............1,030.2........0.43.................................................11,043..........0.44
  23. Slóvakía................427.5........0.18..................................................5,016...........0.20
  24. Slóvenía...............275.0.........0.12...................................................3,491..........0.14
  25. Spánn................4,023.4........1.69.................................................40,975...........1.63
  26. Svíþjóð..............2,395.5.........1.01................................................24,696...........0.98
  27. Bretland...........10,738.5.........4.51..............................................108,126...........4.29
  • ESB 27.................................31,85.....................................................................30,96
  • Evra 17.................................23,2.......................................................................22,43
  • Rest 10.................................8,65........................................................................8,53

Til samanburðar:

Bandaríkin...........42,122.4.........17.70..............................................421,965...........16.76

  • Bandaríkin + ESB.............49,55......................................................................47,72

BRIC lönd:

Kína.....................9,525.9.............4.00................................................96,000............3.81

Indland................5,821.5.............2.45................................................58,956............2.34

Brasilía................4,250.5.............1.79................................................43,246............1.72

Rússland .............5,945.4.............2.50................................................60,195...........2.39

Munum að Kína er 1.200 millj. rúml. og Indland 1.100 millj. á meðan Brasilía hefur um 200 millj. íbúa, og Rússland um 140 millj. íbúa.

Þó svo að skiptingin innan AGS sé meir um stærð hagkerfa, þá er Kína orðið annað stærsta hagkerfi heims, og þó Indland sé enn umtalsvert smærra í hagkerfismælingu þá er vöxtur þar hraður.

Ég held að fólk hljóti að sjá, að þessi lönd líta á vandamálin á evrusvæðinu sem tækifæri, til að framkalla réttingu á sínum hlut innan AGS.

En sendimaður frá Brussel var í Kína sl. föstudag, að leitast við að fá ráðamenn þar, til að leggja fram fé til stuðnings evrusvæði.

BRIC lönd eru einmitt fjársterk - sérstaklega Kína sem ræður yfir nærri 2/3 af fjárhagsstyrk BRIC landa.

  • Hugmyndir hafa verið uppi meðal BRIC landa, að setja upp "special facility" eða sérstakann lánssjóð undir hatti AGS.
  • Þau myndu leggja fram megnið af fjármagninu - en þ.s. þau eru að fiska eftir eru aukin áhrif, og vonast eftir að geta knúið þau fram.
  • Ég reikna fastlega með því að BRIC lönd muni leggja fram tillögur sínar enn á ný, fyrir G20 leiðtogafundinn í Canne þann 3.-4. nóv. nk. eða nk. fimmtudag og föstudag.

Þetta getur orðið mjög áhugaverður fundur - því Evrópu skortir fé, til að bjarga sjálfri sér.

Þess vegna var auðvitað sendimaður þaðan staddur í Kína sl. föstudag.

En fréttir sl. viku voru mjög villandi, því þó svo að evrusvæði hafi samþykkt að stækka ESFS eða björgunarsjóð evrusvæðis í 1.000ma.€, þá ætlar Evrópa sjálf ekki að leggja fram það fjármagn.

Á næstunni verða fulltrúar Evrusvæðis að mjálma í ríkjum löndum annars staðar, um það að lána Evrópu fé!

  • En 800ma.€ vantar upp á - svo að ESFS hafi 1.000ma.€ 
  • Þetta mál, beiðni evrusvæðis um fjárframlög annara ríkja - verður örugglega meginhitamálið á Canne ráðstefnunni í næstu viku.

Tækifæri BRIC landa er augljóst - tækifæri sem ekki endilega kemur aftur!

Það þarf ekki efast um, að þau munu heimta sitt á móti - og fulltrúar evrusvæðis munu standa frammi fyrir erfiðu vali.

 

Niðustaða

Sú valdastaða sem Evrópa hefur haft innan AGS, getur brátt verið út sögunni. Breytt valdahlutföll þá einkum með hnignun áhrifa Evrópu innan helstu stofnana heimsins, verði ein af lykil afleiðingum skuldakrísunnar í Evrópu.

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar eru Evrópuríkin ekki þegar búin að missa efnahagslega stöðu sína til að geta varið þeirra háa valdahlutfall innan þessara alþjóðlegu stofnana og væntanlega vegna þess að pólitísku trixin varðandi evruna og fleira eru einfaldlega oft í andstöðu við allar þekktar hagfræðikenningar?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 19:26

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einar Björn, er það komið á hreint að þessi 10 ESB ríki af 27, sem ekki hafa Evruna sem gjaldmiðil, muni eða verði skyldug til þess að taka þátt í að bjarga Evruríkjunum?

Kolbrún Hilmars, 30.10.2011 kl. 19:40

3 identicon

Evrópa er stærsta efnahagskerfið, og verður alltaf.  Þegar þú miðar GDP, verðurðu að miða höfðatölu ... sú tala sem á við Kína og Indland, miðað við höfðatölu er afskaplega lág.

Það þarf ekkert að bjarga Evruríkjum ... það þarf að bjarga Íslendingum, frá sjálfum sér.  Það eina vandamál sem Evrópa á við að stríða í dag, er að þurfa að hlíða Bandaríkjamönnum í einu og öllu.

Ísland út úr Evrópu, og kanann burt ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 20:33

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún - skildug, það held ég sé örlítið oftúlkað.

Bendi á að Bretland neitaði að taka þátt í fjármögnun seinni björgunarpakka - til handa Grikklandi. Þó það hafi tekið þátt í þeim fyrri.

-------------------

Kristján - þau eiga ef til vill eitt loka trikk, þ.e. að þau geta sökkt hinum með sér. 

---------------------

Bjarne - reyndar eru kanar með hagstæðari fólksfj. þróun, Bandar.m. verða 500 millj. árið 2100 - ef núverandi trend haldast. 

Meðan Evrópubúum mun fækka umtalsvert.

Enginn veit auðvitað hvort þau haldast. En ef þau það gera, verða Bandar. klárt stærra hagkerfi en sameinuð Evrópa miðað við núverandi aðildarríki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.10.2011 kl. 22:38

5 identicon

Ef þau sökkva hinum með sér með meðvituðum hætti þýðir það ekki styrjöld?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 22:51

6 Smámynd: Elle_

Allavega eru það jákvæðar fréttir ef evrópska valdið innan AGS minnkar.  Gömlu nýlenduveldin misbeita ekki valdinu þar á meðan gegn minni ríkjum.    

Elle_, 31.10.2011 kl. 00:22

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hmm, það væri ekki praktískt Kristján - þó kínv. yrðu mjög pirraðir. Sennilega einnig Indv. En líklega væri það endalok heims viðskiptakerfisins, eins og við þekkjum það í dag, og heimurinn myndi klofna niður í áhrifasvæði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.10.2011 kl. 01:33

8 Smámynd: Júlíus Björnsson

Heimur hefur alltaf verið áhrifa svæði. Lissabon fylgiskjöl viðurkenna hægfara neyslu samdrátt á Vesturlöndum [ekki bara hjá sér].   EU dregur úr eftirspurnartíma neytenda  með lengingu starfsævisklukkutíma og uppbyggingu herafla af USA stærð.  Daginn sem EU stækkað nógu mikið til að sýna GDP(PPP) í 1. sæti Alþjóðavirðingar stigans ræsir hún sjálfvirk valdjafnvægis viðbrögð og þeim líkur þegar hún er komin niður. Ekkert ríki í Stóra-Alþjóðsamfélaginu vill byggja upp EU, ef þau græða á því að hún skreppi saman valdalega.

Þýskaland hefur efni á vill veikja sterkari með því að öllu bjargi þeim veikari. Þýskaland  sér hæfir sig í varsjóðum til lækkunar á árs eiginfé og tekur alltaf best veðsöfninn sem skila raunvextum í samdrætti.  Guð hjálpar þeim sem hjálpar sér sjálfur.  Allir vita að ef EU losnar við A-EU og S-EU, þá styrkist hún fjámálalega við það. Þjóðverjar geta startað öllum sínum landbúnaði aftur.  Spurning um   Potentiality á sínum tíma tilhvers útvíkkun. Selja Kínverjum eignaskatta og tryggingar og viðhald er ekki vitlaust ef þetta er í öðrum en heim hjá sér. UK gerði þetta heima hjá sér á sínum tíma.

Júlíus Björnsson, 31.10.2011 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 23
  • Sl. sólarhring: 249
  • Sl. viku: 842
  • Frá upphafi: 846598

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 778
  • Gestir í dag: 18
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband