19.10.2011 | 00:12
Wolfgang Schauble segir að stækka eigi björgunarsjóð evru í 1.000ma.€
Það eru komnar nýjar vísbendingar um frétt Guardian, en í þýsku útgáfu Financial Times hefur fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schauble, sagt að hugmyndir séu á borðinu um stækkun ESFS eða björgunarsjóðs evru í 1.000ma..
Fréttir virðast ruglingslegar. Það má vera að annar aðilinn þrýsti á um hærri töluna en Þjóðverjar séu að ræða um lægri töluna.
En skv. óháðum hagfræðingum kostar það 800ma. að halda Ítalíu uppi í 3 ár.
Fréttir eru óljósar. En það virðist stefna í að einhvers konar útspil komi raunverulega fram á fundinum um helgina - mín skoðun er reyndar að þessi aðferð sé gagnslaus. En má vera að markaðir muni trúa henni í smá tíma.
-------------------------------------
Stórundarleg frétt dúkkaði upp í Guardian þriðjudagskvöld, þ.s. því er haldið fram að fyrir liggi grunnur að samkomulagi milli Merkel og Sarkozy, um stækkun björgunarsjóðs Evrópu í 2.000ma.. Þetta er svo undarlegt, vegna þess að einungis Guardian kemur fram með þetta "skúbb" sjá:
Fréttin lýgi?
Ég stórlega efa að nokkur fótur sé fyrir fréttinni - má vera að þetta sé í samræmi við skjal sem ef til vill Frakkar hafa lagt fram en Þjóðverjar ekki samþykkt; en málið er að Frakkland er orðið "desperat".
En minn grunur er að blaðamanni Guardian hafi verið afhent skjöl af frönskum sendimönnum, getur vel verið að þeir eigi inni greiða hjá einhverjum starfsm. Framkvæmdastj. ESB, enda Frakkar gamlir refir í leynimakki - að þetta sé liður í þrýstingi og áróðursstríði fyrir hinn mikilvæga fund um helgina.
En berið þetta við Merkel sagði í gær: These sovereign debts have built up over decades, so they wont be ended with one summit, Merkel told reporters in Berlin late today. While European officials recognize their responsibility to stop the crisis, this will require tough, long-term work.
Í fyrradag Wolfgang Schaeuble: European governments will not present an ultimate solution for the sovereign debt crisis at an upcoming European Union summit.
Aðstoðarmaður Merkelar í fyrradag, Steffen Seibert: "dreams that are taking hold again now that with this package everything will be solved and everything will be over on Monday wont be able to be fulfilled.
Takið svo eftir orðum Sarkozy í gær: "an unprecedented financial crysis will lead us to take important, very important decisions in the coming days" - "Allowing the destruction of the Euro is to take the risk of the destruction of Europe. Those who destroy Europe and the Euro will bear responsibility for resurgence of conflict and division on our continent."
Og orðum fjármálaráðherra Frakklands í gær, François Fillon: "If we don't succeed Europe shall be at a great risk".
Þjóðverjar draga úr - meðan Frakkar hljóma hysterískir.
Af hverju er Frakkland desperat?
Moodie's gaf Frakklandi aðvörun á mánudagskvöld:
- "Moody's raised the prospect of one of the pillars of the euro zone losing its coveted triple-A status, saying on Monday it could place France on negative outlook in the next three months if the costs for helping to bail out banks and other euro zone members overstretched its budget.
- Moody's also cited a downside risk to France's economic growth outlook, which could complicate efforts to cut a budget deficit forecast for 5.7 percent of gross domestic product (GDP) this yearroughly the same level as bailed out Portugal.
- Fjármálaráðherra Frakklands koma fram í fjölmiðlum í gær, og sagði "AAA" einkunn Frakklands ekki í hættu.
En hættan er augljós - franska bankakerfið rúml. 4 þjóðarframleiðslur að umfangi, hefur verið mjög fallvalt undanfarið - franskir bankar fá ekki nein skammtímalán lengur - nema út á veð. Mjög nærri það sama ástand og ísl. bankarnir glímdu við síðasta árið áður en þeir hrundu. Þess vegna hafa franskir bankar undanfarið verið að sækja sé neyðarlán til Seðlabanka Evrópu í stórauknum mæli sl. tvo mánuði.
Að auki mældist enginn hagvöxtur í Frakklandi á 2. ársfjórðungi, tölur þess 3. liggja ekki enn fyrir en maður grunar samdrátt - að auki er Frakkland með rúml. 4% per þjóðarframleiðslu viðskiptahalla ennþá 3 árum eftir að kreppa hófst, og að auki verulegann fjármálahalla.
- Ég sé ekki hvernig Frakkland getur mögulega tekið á sig þær ábyrgðir - sem til þarf, svo björgunarsjóðurinn væri aukinn í 2.000ma..
- Alveg tómt mál að tala um að Þýskaland taki þetta að sér einsamalt.
Ég bendi á ágæta grein: "a leveraged EFSF is pure poison"
En ég sé ekki hvernig í ósköpunum Þýskaland getur mögulega tekið slíkann kaleik að sér - og sjálft viðhaldið eigin lánstrausti.
Ég tek þá afstöðu - þar til annað kemur í ljós, að trúa ekki grein Guardian!
Niðurstaða
Skv. nýjustu vísbendingum, virðist að Frétt Guardian hafi ekki verið úr lausu lofti gripin eftir allt saman. Sennilega er það enn í lausu lofti hvaða upphæð Merkel og Sarkozy koma sér saman um.
En ljóst er þó, að ekki stendur til að leggja fram raunverulega nokkurt nýtt fé - ef Þjóðverjar ráða niðurstöðu. Þetta er svona hókus pókus aðgerð - bjóða tryggingu á fyrstu 20%. Sem sagt að ESFS taki á sig fyrstu 20% tjóns - á móti 80% sem þá er áhætta fjárfesta.
Þannig getur núverand upphæð í sjóði - þ.e. sú upphæð sem eftir er, dugað - fræðilega - til að baktryggja allt að 1.000 ma.. Ef þú miðar við að tryggja bara fyrstu 20%. Þetta er svona leið til að fá eitthvað fyrir ekki neitt.
Orð Wolfgang Schauble benda til þess, að Þjóðverjar enn þverneiti að veita aukið fjármagn til ESFS.
Ef þetta er niðurstaðan - er þetta líklega lokaútspilið. En ég sé ekki líkur á því að þetta virki. Markaðir ef til vill róast í einhverja daga.
En mjög augljósar líkur eru á því að tap fjárfesta verði meira en 20%, mun meira í tilvikum Grikklands og Portúgals - markaðurinn mun sjá þetta reikna ég með þegar samkomulagið verður orðið nokkurra daga gamalt.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:13 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Reuters fjallar um þessa frétt Guardian og myndi tæplega gera það nema einhver fótur sé fyrir henni.
Nógu illa gekk að pína Slóvaka til að ábyrgjast sinn hlut af €440 milljarða sjóði. Hvernig ætli gangi með €2.000 milljónir, ef rétt reynist?
Haraldur Hansson, 19.10.2011 kl. 01:38
Sá frétt Reuters - France, Germany near rescue fund deal: paper
"A senior euro zone source told Reuters there had been no mention of such a deal."
Þeir vitna í frétt Guardian en þeirra contaktar í Brussel geta ekki staðfest hana.
Minn lestur á frétt Reuters efldi frekar en hitt mínar efasemdir um frétt Guardian.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.10.2011 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning