10.10.2011 | 20:50
Algert ósamkomulag virðist ríkja um nálgun að lausn, meðal aðildarlanda evrusvæðis
Mér sýnist að ákvörðun sú er tekin var í dag, 10/10, að fresta mikilvægum krísufundi leiðtoga evrusvæðis um viku, þ.e. frá 17/10 - 23/10, sé sterk vísbending um að erfiðlega gangi að ná samkomulagi.
FT.com: European leaders delay summit
WSJ.com: EU Postpones Key Crisis Summit
Der Spiegel International: EU Postpones Summit on Debt Crisis
- Þetta kemur í kjölfar fundar Sarkozy og Merkel sl sunnudag, sem endaði með mjög loðinni sameiginlegri yfirlísingu - í reynd án nokkur raunverulegs innihalds.
Sjá: Merkel og Sakozy gefa loforð án nokkurs innihalds!
- En sú yfirlísing bendir til þess, að einungis sé samkomulag á mjög almennum nótum - þ.e. að það verði að koma bönkum innan evrusvæðis til bjargar.
- En akkúrat hvernig - um það virðist ekkert samkomulag ríkja.
Um fleira er deilt, svo sem Grikkland og auðvitað - björgunarsjóð evrusvæðis.
- Sem hugmyndir eru uppi um, að hafi ekki einungis það hlutverk að aðstoða ríkissjóði í vanda heldur einnig banka í vanda.
Áhugavert er að þann 23/10 verður einungis vika í "deadline" sem Evrópu var gefin af ríkjum heims á sameinuðum fundi fjármálaráðherra ríkja heims í Washington fyrir nokkrum vikum síðan.
- En fresturinn er fram að næsta G20 fundi þann 3/11.
Ekki veit ég hvað gerist ef sú "deadline" líður án samkomulags - en einn möguleiki er að heimurinn þá einfaldlega afskrifi evrusvæðið. Hætta á því að markaðir þá geri það einnig.
Þrátt fyrir þetta, hve augljóst það er að fréttir undanfarinna daga bendi ekki til þess, að leiðtogar evrópu séu í nokkru nær samkomulagi en áður - þá gripu markaðir í dag mánudag, hinar óljósu yfirlísingar fegins hendi, og markaðir fóru upp beggja vegna N-Atlantshafsins.
Klárlega á voninni eingöngu um aðgerðir. Vonin um að, nú þegar ástandið er bersýnilega orðið þetta alvarlegt, hljóti samkomulag að nást - því annars gerist eitthvað hræðilegt.
Dow Soars 330 Points -- European Hopes Boost Euro
Hver er grunn deilan?
- Hver á að borga.
Mál eru enn pikkföst á nákvæmlega sömu atriðunum og þau hafa verið, tja - alveg síðan á fyrstu mánuðum ársins.
- Við erum að tala um kostnað samanlagt hátt á 3 - þúsund milljarða evra.
- Kannski er það varlega áætlað.
- Það er, skuldir Spánar + Ítalíu nærri 2.400ma..
- Talað er um að, björgun bankakerfa Evrópu geti kostað a.m.k. 200ma. til viðbótar. En best að taka þeirri upphæð með mikilli varfærni - bendi á að hrun DEXIA kostar a.m.k. þá upphæð. Það er bara einn banki.
- Ég hef séð nefndar miklu mun hærri tölur um kostnað v. bankabjörguna, jafnvel tölur sem fara yfir 1.000ma..
Þýskaland hefur fengið aðvörun frá matsfyrirtækjum um það, að mat verði fellt úr AAA flokki - ef Þýskaland samþykkir ábyrgðir fyrir stækkun björgunarsjóðs Evrópu í 2.000ma..
Ég hef heyrt tölur um að, þetta hækki skuldir Þýskalands þá a.m.k. 30% af þjóðarframleiðslu. Og þeir skulda milli 70-80% nú þegar.
Vegna þess að Frakkland sjálft er nú komið að fótum fram, þá getur það ekki tekið á sig nema að litlu leiti þær viðbótar ábyrgðir sem þá þarf. Svo megnið lendir á Þýskalandi.
- Svo spurningin er einfaldlega - - geta Þjóðverjar borgað?
- Kannski - en vilja þeir það: Sterk andstaða innan Þýskalands við frekari stækkun björgunarsjóðsins, bendir ekki til þess.
Svo ef Þjóðverjar vilja ekki borga eða geta það ekki, þá klárt getur enginn annað tekið upp þann kaleik - - svo þá er einungis eftir ein, aðeins ein leið.
Fyrir utan fræðilega björgun heimsins á evrusvæðinu - þ.e. AGS pakki fyrir Evrópu. Fjármagnaður af heiminum. En slíkt hljómar mjög "iffy".
Eina leiðin er þá, massíf peningaprentun - að verðfella gjaldmiðilinn, framkalla næga verðbólgu til þess að skuldir og lífskjör falli - og falli að því marki, að ríkjum Evrópu verði bjargað með þeim hætti úr skuldakreppu.
En sögulega eru einungis tvær leiði - þegar allt þrítur.
- Óðaverðbólga.
- Gjaldþrot.
Í báðum tilvikum verður gríðarlegt tjón. Afleiðingarnar eru þó ekki nákvæmlega eins. En verðbólga dreifir tjóninu jafnar. Á meðan, gjaldþrot leiðir alltaf til þess að einhverjir auðgast óskaplega er þeir viðkomandi kaupa eignir þrotabúa fyrir slikk.
Óðaverðbólga eyðir einnig upp þeirra peningalegu eignum, nema auðvitað að þeim takist að koma þeim undan, með því að skipta þeim í annað form t.d. gull eða demanta, eða einhver önnur tiltölulega lítt forgengileg verðmæti, sem getur t.d. verið ríkisskuldabréf ríkis sem lítil hætta er á að verði gjaldþrota, eða jafnvel gjaldmiðill slíks ríkis.
Þar kemur hættan við slíka verðbólgu, þ.e. flótti fjármagns. Báðir kostir eru arfaslæmir - afleiðingar miklar. Ekki klárt hvor er verri.
Niðustaða
Ég get ekki séð að fréttir undanfarinna daga bendi til þess að samkomulag milli ríkja evrusvæðis, um mikilvæga þætti björgunar evrunnar - sé á næsta leiti.
Þvert á móti sýnist mér þær benda til þess, að um nákvæmlega sömu atriðin sé deilt og var við upphaf þessa árs: stækkun björgunarsjóðs evrusvæðis, Grikkland, nema að bankakrísa hefur bæst við á síðustu vikum - sem eykur enn spennuna.
Ráðlegging mín til fólks er hin sama og áður - fylgjast með fréttum!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:55 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.2.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 106
- Frá upphafi: 860921
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 98
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning