Nú virðist eiga redda hlutum með reyk og hillingum!

Það sem ég vísa í, er að nýleg hugmynd sem fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geitner, kom fram með - þ.e. í sl. viku, ekki vikunni sem nú er að líða.

Timothy Geitner - lagði til að Evrópa, myndi heimila björgunarsjóði Evrópu að skuld- /veðsetja sig!

Hún er sú að leysa þann vanda, sem er til staðar - að ekki er vilji meðal aðildarlanda Evrusvæðis til að stórfellt stækka svokallaðann björgunarsjóð Evrusvæðis; með því að heimila sjóðnum að veðsetja sig.

  • Þessa stundina getur björgunarsjóðurinn einungis lánað milli 200-300ma.€. Þó svo að hann hafi heildarfjármagn upp á 440ma.€ - þá er einfaldlega ekki meir eftir af því fjármagni.
  • Vandinn er að skapa trúverðuga baktryggingu skulda Ítalíu og Spánar - sem samanlagt nálgast nú 2.400ma.€.

Á sama tíma, stækkar stöðugt sá bunki af skuldabréfum, sem Seðlabanki Evrópu kaupir.

Á myndinni að neðan, sést að Seðlabanki Evrópu er þegar búinn að kaupa yfir 140ma.€ andvirði skuldabréfa ríkja í vandræðum - sjá ljósbláa bakgrunninn á myndinni!

Graphic: Steadily climbing bond yields.

  • Í reynd hafa aðildarríkin hafnað því að stækka björgunarsjóðinn umfram 440ma.€. Hið minnsta ríkin í N-Evrópu.
  • Að auki virðist ekki stuðningur við það, að veita Seðlabanka Evrópu ótakmarkaðar heimildir til seðlaprentunar. Sem er aðgerð, sem a.m.k. fræðilega séð, getur dugað í staðinn!

 

Svo þá eru góð ráð dýr - hvað í ósköpunum á að gera?

Grunnhugmyndin hljómar í mín eyru - eins og að ætla sér að fá eitthvað fyrir ekki neitt.

  • En, í stað þess að leggja sjóðnum til peninga - virðist hugmyndin vera að sjóðurinn leggi t.d. 10% undir þ.e. ábyrgist hluta upphæðar - hverju sinni.
  • Þannig geti sú upphæð sem fyrir er - dugað til að ábyrgjast margfalda þá upphæð, sem í sjóðinn hafa verið lagðar.

Þetta kalla ég reyk og hillingar!

  • Seðlabanki Evrópu, baktryggi síðan sjóðinn á móti - með eigin getu til seðlaprentunar.

Sjá stuttar tilvitnanir í greinar Financial Times, virkjið hlekkina og lesið svo greinarnar í heild, en ímislegt áhugavert kemur fram. Þurfið þó áskrift að vef þeirra. Sjáið ekki eftir því að kaupa slíka:

Global economy pushed to the brink :"European Union officials are warming to the idea that the EFSF could be “leveraged” to increase its strength, perhaps by guaranteeing larger European Central Bank purchases of Spanish and Italian sovereign debt,..."

Grim mood in IMF and World Bank :François Baroin - fjármálaráðherra Frakklands: "about, EFSF - "“Maximum impact means using full flexibility ... it has to be clearly linked to the ECB,” he said. Joint efforts by the ECB and the EFSF “are clearly planned for in the agreements”"

 

Vandinn snýr að trúverðugleika!

Það væri hægt að framkvæma þetta, ef annaðhvort 1 eða 2 á við:

  1. Björgunarsjóðurinn er á sameiginlegri ábyrgð aðildarríkja Evrusvæðis. Ef sjóðurinn veitir ábyrgðir, þá um leið eru aðildarríkin með-ábyrg. Ef aðildarríkin eru samþykk því, að beita þessari leið, því þau hafa ákveðið að þau séu til í eftir allt saman, að ábyrgjast skuldbindingar hvers annars án takmarkana. Þá er þetta trúverðugt. Fram að þessu hafa aðildarríkin ekki sýnt vilja til þess, að taka á sig allsherjar eða ótakmarkaða gagnkvæma ábyrgð.
  2. Bakábyrgð Seðlabanka Evrópu hefur trúverðugleika, ef seðlabankinn fær ótakmarkaða heimild til seðlaprentunar. Margir telja, að ef sú ábyrgð sé veitt - þá þurfi hann í reynd lítt að beita sér, því þá eyðist trúverðugleika vandinn - heilt yfir. Markaðurinn myndi ekki þora að kreppa beint við seðlabankann. OK, þá má vera - en fram að þessu hafa aðildarríkin ekki sýnt vilja til þess, að veita seðlabankanum slíka heimild.
  • Vandi Seðlabankans er að sá hyggst íta af sér þeim slæmu skuldum sem hann hefur verið að kaupa, sjá myndina að ofan, yfir á björgunarsjóðinn!
  • Aðildarríkin hafa hingað til ekki verið til í að stækka þann sjóð - frekar en orðið er.
  • Þannig að ECB hefur mjög takmarkaðann tíma, þ.s. hratt gengur á þá rúma 100ma.€ sem hann hefur því enn, svigrúm fyrir. Meðan hann heldur enn stöðugt áfram að kaupa skuldabréf Ítalíu og Spánar.
  • Að auki eru enn frekari hugmyndir uppi um að bæta frekari hlutverkum á björgunarsjóðinn - þ.e. bankabjörgun. En yfirmaður Bankaeftirlits Evrópu, vill að björgunarsjóðurinn, taki að sér að lána beint til bankastofnana innan Evrópu - til að létta undir með einstaka ríkjum, sem í tilvikum eiga erfitt um vik, við að takast á við slíka björgun.

Enn á eftir að staðfesta þær breytingar á hlutverkum björgunarsjóðsins, til samþykktar voru í júlí sl. En þing aðildarlandanna, taka málið fyrir í næsta mánuði. Vonast til að staðfestingarferli ljúki fyrir lok október.

Eins og fram kemur hjá Financial Times, eru hugmyndir um aukningu skuldbindingar björgunarsjóðsins, rædda af varfærni. Því menn vilja ekki styggja þingmenn þjóðþinganna.

En öll þurfa að samþykkja, þ.e. hvert eitt þinga aðildarríkjanna hefur stöðvunarvald, ef málið nær þar ekki fram að ganga. 

Ég velti fyrir mér, hvaða áhrif þessi umræða innan stofnana ESB, sem Frakkar svo greinilega gefa kröftuglega undir fótinn - innan Sambandsþings Þýskalands. En þar er mjög veruleg andstaða við allar hugmyndir - sem gefa sameiginlegri ábyrgð undir fótinn. Hvort sem er beint eða óbeint.

 

Niðurstaða

Reykur og hillingar, segi ég. En án sameiginlegrar bakábyrgðar allra aðildarríkjanna eða þess að ECB fái heimild til ótakmarkaðrar seðlaprentunar, sé ég ekki að þessi hugmynd hafi nokkurn trúverðugleika. 

Reyndar tel ég alveg fullvíst að ríkin í norðanverðri Evrópu muni blokkera þessa hugmynd. En fram að þessu, hafa þau neitað að samþykkja að þeirra skattfé sé í ótakmörkuðu magni, og með hætti sem þau hafa ekki nákvæma stjórn yfir - dælt til ríkjanna í vanda. 

En ég er ekki hissa á því að Frakkar séu hrifnir af þessu. Enda er Frakkland komið að fótum fram. Bankakerfi landsins liggur á barmi hruns. Hagvöxtur mælist enginn. Að auki, hafa þeir umtalsverðann viðskiptahalla.

Það er því stutt í að Frakkland, fari upp að hlið Ítalíu og Spánar, sem eitt hinna suðrænu landa í vandræðum.

Ps: Sá þessa nýju færslu, á Telegraph.co.uk/finance:

Eurozone leaders' comedy of errors brings monetary union to the brink

 

Þar kemur fram frekari útskýring. En skv. þvi sem þar kemur fram, er hugmyndin að EFSF eða Björgunarsjóður Evrusvæðis, ábyrgist hluta af upphæð en Seðlabanki Evrópu rest. En ef miðað er við 20% þannig að fræðilega væri unn að ábyrgjast 2.000ma.€, þá sé ég ekki að unnt sé að forðast að heimila Seðlabankanum, að setja ballansinn út í verðlagið. 

Ég skil að aðilar fari í kringum þetta eins og köttur í kringum heitann graut, en til stendur að þýska þingið afgreiði breytingar á reglum um björgunarsjóðinn seint í október. Ef hugmyndir af þessu tagi spyrjast frekar út, getur verið að það flæki staðfestingarferlið á Sambandsþinginu.

En það væri ekki spennandi, að ef staðfestingarferli þjóðþinganna dregst fram í nóvember. Því allt dæmið stendur og fellur með því, að frekari valdheimildir til EFSF séu eftir allt saman, staðfestar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Vandinn er semsagt svo yfirgengilega stór og margþættur að seðlaprentun nægir ekki.

Samstaða þjóða Evrópusambandsins til að glíma við vandann er ekki til staðar. Ekki er það björgulegt.

Sambandssinnar hrópa að “ andstæðingar gleðjist yfir óförum Evrulanda“. Ég held að það sé ekki rétt túlkun hjá þeim. Hvernig er hægt að gleðjast yfir fjármálastorminum sem er yfirvofandi ?

Hinsvegar höfum við mikinn áhuga á því að vita sem mest um það sem þeir (aðildarsinnar) eru að reyna með öllum ráðum að troða okkur í. ESB er samband annarra þjóða og ófarir þeirra er ekkert gleðiefni. En það er alveg morgunljóst að Ísland á ekkert erindi þangað inn og allra síst á þessum háskatímum.

Snorri Hansson, 25.9.2011 kl. 04:17

2 identicon

það er heimskulegt að gleðjast yfir óförum Evru þjóðanna, enn heimskulegra að vilja dragast inn í hringrás ófaranna með beinum hætti og verða aðili að óförunum.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 25.9.2011 kl. 10:07

3 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Mjög góður pistill !

Má þá ekki draga þá ályktun á þessu, að þeir þ.e. stjórnvöld, séu að reyna að selja okkur inní þetta glataða umhverfi ? Umhverfi sem verði okkur til enn meira fjörtjóns heldur en að sitja fyrir utan.

Birgir Örn Guðjónsson, 25.9.2011 kl. 13:36

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Snorri - fræðilega væri þetta fær leið, ef aðildarlöndin heimila seðlabankanum ótakmarkaða prentun. Seðlabankinn bakkar þá upp sjóðinn.

Sjóðurinn lánar til endurfjármögnunar banka og til endurfjármögnunar ríkja. Seðlabankinn síðan dælir þessu út í verðlagið. Sem þíðir auðvitað vaxandi og vaxandi verðbólgu, raunverðfellingu gjaldmiðilsins. Skuldirnar þynntar út með verðbólguleið. Samtímis, lífskjör almennings vítt og breitt um evrusvæði - lækkuð. Sennilega umtalsvert.

Ríkin í norðri vilja þetta alls ekki. Og standa líklega á móti. Ef þeim tekst að stöðva ótakmarkaða prentun, sem líklegt er að ríki eins og Frakkland, Ítalía, Spánn o.flr. muni þrísta á um, innan seðlabanka.

Þá sé ég vart aðra útkomu, en gjaldþrot - ríkis eftir ríki.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.9.2011 kl. 14:36

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alveg rétt Kristján - mér er engin gleði í huga, þegar ég lýsi hluum eins og ég skil þá.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.9.2011 kl. 14:37

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Evran verður þá meir eins og S-evrópsku gjaldmiðlarnir voru, þ.e. mikil verðbólga og fremur háir vextir.

Ég hef spáð því, að ef S-Evrópu ríkjunum tekst að ná meirihluta innan Seðlabanka Evrópu, og ná að umpóla með ofangreindum hætti peningastefnu bankans, þá muni Þjóðverjar ásamt nokkrum öðrum ríkjum, líklega sjálfar yfirgefa Evrusvæðið. Stofna nýjan N-gjaldmiðil.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.9.2011 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband