23.9.2011 | 00:02
G20 fundurinn nk. laugardag í Washington, verður allsherjar krýsufundur!
En það er alveg sama hvert litið er, alls staðar hægir á. Hvort sem við erum að tala um S-Ameríku, Asíu, N-Ameríku eða Evrópu. Sannarlega, er þó enn verulegur hagvöxtur til staðar í Asíu. Þar er enn einungis um að ræða minnkun hagvaxtar - ekki kreppuútlit.
En allt annað er uppi á teningnum, þegar litið er til Bandaríkjanna og Evrópu.
- Löndin beggja vegna N-Atlantshafs, eru á leið í nýja kreppu!
- Það virðist í dag nær alveg fullvíst!
En samdrátturinn hófst í maí sl. og hefur síðan verið samfelldur, mánuð til mánaðar - þ.s. dregið hefur jafnt og þétt úr hagvexti.
Er svo komið nú, að hagtölur nálgar "0" með ógnarhraða - og með sama áframhaldi verður kreppa skollin á ný - - í vetur.
- Ég spái því að kreppa verði á 4. ársfjórðungi á Evrusvæðinu.
- 3. ársfjórðungur muni mælast um eða við "0".
Nýjustu PMI (Purchasing Managers Index) tölur fyrir Evrópu: september!
- "PMI...eurozone's manufacturing...48,4. - - (49 í ágúst)
- "PMI...eurozone's services sectors...49,1 - - (51,5 í ágúst)
Tölur yfir 50 er vöxtur - tölur undir 50 er samdráttur!
- Þetta inniber spá um samdrátt iðnframleiðslu og þjónustu iðnaðar á evrusvæðinu, í október!
Meira að segja í Kína voru PMI tölur undir 50! En þar sem hagvöxtur þar er enn svo mikill - er það ekki endilega varasamt!
Allt annað á við um Evrusvæði, þ.s. hagvöxtur á 2 ársfjórðungi mældist bara 0,7%.
Algerlega klárt að hann verður minni á 3. fjórðungi - en að hvaða marki, er ekki enn eins ljóst.
Smávegis samdráttur umsvifa einkahagkerfis - sem ofangreindar tölur gefa vísbendingu um, ítir greiniega ástandinu frekar niður og nær "0" mörkum.
"The European Commission said its consumer confidence index fell to -18.9 in September, following a sharp fall to -16.5 in August."
- Þetta kom einnig fram í dag - að enn frekara fall í bjartsýni neytenda hafi átt sér stað.
Þegar við bætist að markaðir urðu óttaslegnir við frétt miðvikudagsins, sem var greinargerð Federal Reserve um ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum, þá ásamt tölum um frekari slæma þróun í Evrópu - - varð verulegt verðfall á mörkuðum í dag, beggja vegna N-Atlantshafsins!
Verðfall á mörkuðum í Bandaríkjunum: U.S. Stocks Plunge
- "The Dow Jones Industrial Average closed down 391.01 points, or 3.5%, to 10733.83"
- "The Standard & Poor's 500-stock index shed 37.20 points, or 3.2%, to 1129.56, after touching its lowest intraday level since early August."
- "The technology-oriented Nasdaq Composite slumped 82.52 points, or 3.2%, to 2455.67."
Áhugavert að Dow Jones er komin niður fyrir 11.000 stig. En það hefur nú gerst þrisvar áður, síðan óróleikinn hófst fyrir alvöru í agúst.
En fyrri skiptin reis vísitalan aftur upp fyrir 11.000 markið - en spurning hvort að nú muni hún haldast fyrir neðan það!
Ef svo reynist vera, þá mun það verða visst sálrænt áfall!
Verðfall á mörkuðum í Evrópu: European Stocks Sink
- The Stoxx Europe 600 index ended down 4.6% at 214.89. This was the biggest percentage fall since March 2009 when the index fell 5.3%.
- "U.K.'s FTSE 100 closed down 4.7% at 5041.61, hitting an intraday low of 5013.55. The FTSE managed to keep its head above the 5000-mark, which is seen as a psychologically important level."
- "Germany's DAX declined 5.0% to 5164.21"
- "France's CAC-40 closed 5.3% lower at 2781.68."
- "The Stoxx Europe 600 banks index also declined 5.7%."
Verðfallið á mörkuðum í Evrópu, er að sögn erlendra fréttavefja - það mesta siðan kreppan 2008 hófst fyrir alvöru með falli Leaman fjárfestingabankans.
Munurinn á Bandaríkjunum og Evrópu síðan ágúst, er að í Bandaríkjunum hækkuðu verð aftur.
Þannig að vísitölur þar hafa verið að rokka upp og niður, upp og niður. En að meðaltali staðið í stað - fram að þessu. Kannski að nú sé að verða breyting.
Meðan, að í Evrópu hefur nettó sveiflan verið niður - og það jafnt og þétt. Þó nokkrum sinnum hafi vísitölur einnig hækkað, þá voru hækkanir yfirleitt minni en verðfallið á undan og síðan verðfallið sem kom í kjölfarið.
Evrópskar vísitölur eru því verulega niður - heilt yfir litið. Síðan í upphafi ágúst.
Niðurstaða
Evrusvæðið virðist vera að búa til nýja heimskreppu. Vegna þess hve heims fjármálamarkaðir eru orðnir innbyrðis háðir, skuldabréf Evrusvæðisríkja eru t.d. í miklu magni í eigu bandar. banka. Evr. skuldabréf eru einnig í eigu japanskra og kínv. aðila. Og auðvitað víðar.
Að mjög mörgu leiti er þetta eins og endurtekning á "sub prime" krýsunni. Nema að nú er vantraust að skapast á skuldabréfa-útgáfum sjálfstæðra ríkja. Sem leiðir til verðfalls þeirra - og tjóns fyrir fjármálastofnanir sem eiga þau bréf.
Skv. AGS er fjárhagslega holan innan banka á Evrusvæðinu af þessa sökum, á stærðargráðunni 300ma..
Fjármálakreppa muni dreifast um heiminn.
En í þetta sinn, eru ríkin víða um heim búinn með sína varasjóði - megni til.
Þannig, að útlit er fyrir - að ekki verði endurtekin sú mikla alþjóðlega björgun á heimsfjármálakerfinu sem Bandaríkin höfðu forustu um síðla árs 2008 sem stóð fram á mitt ár 2009.
En, ég reikna fastlega með að rætt verði á G20 fundinum á laugardaginn, hvað hægt sé að gera. Hvort unnt sé að hrinda einhverju sambærilegu af stað.
En, mjög ólíklegt er að skalinn á þeim aðgerðum verði neitt sambærilegur.
Þannig ólíklegt að þær dugi til, að snúa þeim neikvæða spíral við - sem er klárt í gangi!
----------------------------
Ný heimskreppa virðist því á allra næsta leiti.
Verður líklega hafin á útmánuðum næsta árs.
Og hún mun sennilega standa lengi.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:10 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
Nýjustu athugasemdir
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfi...: Vextir hafa engin áhrif á peningaprentun því vextir eru ekki sk... 23.4.2025
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfi...: Ef enginn prentar peninga, verður lítið úr verðbólgunni. Þeir e... 23.4.2025
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfi...: Ásgrímur Hartmannsson , Grímur -- óðaverðbólga í Bandar. mun ey... 23.4.2025
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfi...: Þarna er planið: að þvinga seðlabankann til þess að lækka vexti... 22.4.2025
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma,...: Grímur Kjartansson , eitt mikilvægt að muna -- 60% borgara í Ba... 14.4.2025
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma,...: Trump virðist eiga auðvelt með að tala hlutabréfaverð upp og n... 14.4.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.4.): 75
- Sl. sólarhring: 97
- Sl. viku: 478
- Frá upphafi: 865474
Annað
- Innlit í dag: 70
- Innlit sl. viku: 435
- Gestir í dag: 69
- IP-tölur í dag: 69
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er hægt í raun að vera með -(mínus) hagvöxt?
Ómar Gíslason, 23.9.2011 kl. 00:25
Ég veit þetta er undarlegt tal, neikvæður vöxtur. En, vandinn er þegar verið er að lýsa ferli eins og því sem hófst í maí sl. þ.e. niðursveifla. Hún hefst þegar enn er hagvöxtur, og lýsir sér þá í stöðugri minnkun þess vaxtar - mánuð eftir mánuð. Enn er um minnkun vaxtar að ræða, en mjög framreiknanlegt yfir í samdrátt - ef ekki tekst að stöðva þá niðursveiflu í vetur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.9.2011 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning