23.9.2011 | 00:02
G20 fundurinn nk. laugardag í Washington, verður allsherjar krýsufundur!
En það er alveg sama hvert litið er, alls staðar hægir á. Hvort sem við erum að tala um S-Ameríku, Asíu, N-Ameríku eða Evrópu. Sannarlega, er þó enn verulegur hagvöxtur til staðar í Asíu. Þar er enn einungis um að ræða minnkun hagvaxtar - ekki kreppuútlit.
En allt annað er uppi á teningnum, þegar litið er til Bandaríkjanna og Evrópu.
- Löndin beggja vegna N-Atlantshafs, eru á leið í nýja kreppu!
- Það virðist í dag nær alveg fullvíst!
En samdrátturinn hófst í maí sl. og hefur síðan verið samfelldur, mánuð til mánaðar - þ.s. dregið hefur jafnt og þétt úr hagvexti.
Er svo komið nú, að hagtölur nálgar "0" með ógnarhraða - og með sama áframhaldi verður kreppa skollin á ný - - í vetur.
- Ég spái því að kreppa verði á 4. ársfjórðungi á Evrusvæðinu.
- 3. ársfjórðungur muni mælast um eða við "0".
Nýjustu PMI (Purchasing Managers Index) tölur fyrir Evrópu: september!
- "PMI...eurozone's manufacturing...48,4. - - (49 í ágúst)
- "PMI...eurozone's services sectors...49,1 - - (51,5 í ágúst)
Tölur yfir 50 er vöxtur - tölur undir 50 er samdráttur!
- Þetta inniber spá um samdrátt iðnframleiðslu og þjónustu iðnaðar á evrusvæðinu, í október!
Meira að segja í Kína voru PMI tölur undir 50! En þar sem hagvöxtur þar er enn svo mikill - er það ekki endilega varasamt!
Allt annað á við um Evrusvæði, þ.s. hagvöxtur á 2 ársfjórðungi mældist bara 0,7%.
Algerlega klárt að hann verður minni á 3. fjórðungi - en að hvaða marki, er ekki enn eins ljóst.
Smávegis samdráttur umsvifa einkahagkerfis - sem ofangreindar tölur gefa vísbendingu um, ítir greiniega ástandinu frekar niður og nær "0" mörkum.
"The European Commission said its consumer confidence index fell to -18.9 in September, following a sharp fall to -16.5 in August."
- Þetta kom einnig fram í dag - að enn frekara fall í bjartsýni neytenda hafi átt sér stað.
Þegar við bætist að markaðir urðu óttaslegnir við frétt miðvikudagsins, sem var greinargerð Federal Reserve um ástand efnahagsmála í Bandaríkjunum, þá ásamt tölum um frekari slæma þróun í Evrópu - - varð verulegt verðfall á mörkuðum í dag, beggja vegna N-Atlantshafsins!
Verðfall á mörkuðum í Bandaríkjunum: U.S. Stocks Plunge
- "The Dow Jones Industrial Average closed down 391.01 points, or 3.5%, to 10733.83"
- "The Standard & Poor's 500-stock index shed 37.20 points, or 3.2%, to 1129.56, after touching its lowest intraday level since early August."
- "The technology-oriented Nasdaq Composite slumped 82.52 points, or 3.2%, to 2455.67."
Áhugavert að Dow Jones er komin niður fyrir 11.000 stig. En það hefur nú gerst þrisvar áður, síðan óróleikinn hófst fyrir alvöru í agúst.
En fyrri skiptin reis vísitalan aftur upp fyrir 11.000 markið - en spurning hvort að nú muni hún haldast fyrir neðan það!
Ef svo reynist vera, þá mun það verða visst sálrænt áfall!
Verðfall á mörkuðum í Evrópu: European Stocks Sink
- The Stoxx Europe 600 index ended down 4.6% at 214.89. This was the biggest percentage fall since March 2009 when the index fell 5.3%.
- "U.K.'s FTSE 100 closed down 4.7% at 5041.61, hitting an intraday low of 5013.55. The FTSE managed to keep its head above the 5000-mark, which is seen as a psychologically important level."
- "Germany's DAX declined 5.0% to 5164.21"
- "France's CAC-40 closed 5.3% lower at 2781.68."
- "The Stoxx Europe 600 banks index also declined 5.7%."
Verðfallið á mörkuðum í Evrópu, er að sögn erlendra fréttavefja - það mesta siðan kreppan 2008 hófst fyrir alvöru með falli Leaman fjárfestingabankans.
Munurinn á Bandaríkjunum og Evrópu síðan ágúst, er að í Bandaríkjunum hækkuðu verð aftur.
Þannig að vísitölur þar hafa verið að rokka upp og niður, upp og niður. En að meðaltali staðið í stað - fram að þessu. Kannski að nú sé að verða breyting.
Meðan, að í Evrópu hefur nettó sveiflan verið niður - og það jafnt og þétt. Þó nokkrum sinnum hafi vísitölur einnig hækkað, þá voru hækkanir yfirleitt minni en verðfallið á undan og síðan verðfallið sem kom í kjölfarið.
Evrópskar vísitölur eru því verulega niður - heilt yfir litið. Síðan í upphafi ágúst.
Niðurstaða
Evrusvæðið virðist vera að búa til nýja heimskreppu. Vegna þess hve heims fjármálamarkaðir eru orðnir innbyrðis háðir, skuldabréf Evrusvæðisríkja eru t.d. í miklu magni í eigu bandar. banka. Evr. skuldabréf eru einnig í eigu japanskra og kínv. aðila. Og auðvitað víðar.
Að mjög mörgu leiti er þetta eins og endurtekning á "sub prime" krýsunni. Nema að nú er vantraust að skapast á skuldabréfa-útgáfum sjálfstæðra ríkja. Sem leiðir til verðfalls þeirra - og tjóns fyrir fjármálastofnanir sem eiga þau bréf.
Skv. AGS er fjárhagslega holan innan banka á Evrusvæðinu af þessa sökum, á stærðargráðunni 300ma..
Fjármálakreppa muni dreifast um heiminn.
En í þetta sinn, eru ríkin víða um heim búinn með sína varasjóði - megni til.
Þannig, að útlit er fyrir - að ekki verði endurtekin sú mikla alþjóðlega björgun á heimsfjármálakerfinu sem Bandaríkin höfðu forustu um síðla árs 2008 sem stóð fram á mitt ár 2009.
En, ég reikna fastlega með að rætt verði á G20 fundinum á laugardaginn, hvað hægt sé að gera. Hvort unnt sé að hrinda einhverju sambærilegu af stað.
En, mjög ólíklegt er að skalinn á þeim aðgerðum verði neitt sambærilegur.
Þannig ólíklegt að þær dugi til, að snúa þeim neikvæða spíral við - sem er klárt í gangi!
----------------------------
Ný heimskreppa virðist því á allra næsta leiti.
Verður líklega hafin á útmánuðum næsta árs.
Og hún mun sennilega standa lengi.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:10 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.3.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 276
- Frá upphafi: 863641
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 266
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er hægt í raun að vera með -(mínus) hagvöxt?
Ómar Gíslason, 23.9.2011 kl. 00:25
Ég veit þetta er undarlegt tal, neikvæður vöxtur. En, vandinn er þegar verið er að lýsa ferli eins og því sem hófst í maí sl. þ.e. niðursveifla. Hún hefst þegar enn er hagvöxtur, og lýsir sér þá í stöðugri minnkun þess vaxtar - mánuð eftir mánuð. Enn er um minnkun vaxtar að ræða, en mjög framreiknanlegt yfir í samdrátt - ef ekki tekst að stöðva þá niðursveiflu í vetur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 23.9.2011 kl. 11:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning