Stærstu bankar Bandaríkjanna - kærðir!

Þetta er mjög áhugaverð frétt. En eftirfarandi bankar hafa verið kærðir: Bank of America Corp. (BAC), Citigroup Inc. (C), JPMorgan Chase & Co. (JPM) and Barclays Plc (BARC). Að auki stendur til að kæra eftirfarandi erlenda banka - Nomura Holdings Ltd., HSBC Holdings Plc (HSBA) and Credit Suisse Group AG. (CSGN).

 

Hver stendur fyrir þessu?

Barclays, BofA, JPMorgan Sued by FHFA

Federal Housing Finance Agency (FHFA) : Þetta er sjálfstæð stofnun á vegum alríkisins, stofnuð 2008 eftir að fjármálakrýsan var hafin í Bandaríkjunum, sem hluti af lagabótum til að bæta eftirlit og styrkja regluramma utan um húsnæðislán.

Það er þessi stofnun, sem er búin að lýsa yfir stríði við marga af stærstu bönkum heims!

Málið snýst um hrun 2-ja stórra húsnæðislánasjóða - og meint hlutverk viðkomandi banka í því hruni.

Federal National Mortgage Association (FNMA) eða Fanny Mae

Federal Hone Loan Mortgage Corporation (FHMC) eða Freddy Mac

Þessar 2-hálfopinberu og hálf einkastofnanir, urðu gjaldþrota þegar bandar. "sub prime" krísan stóð sem hæst, og voru yfirtekin af hinni nýstofnuðu FHFA. Ein stærstu inngrip sögunnar í bandar. fjármálamarkaðinn fram að þessu: Federal takeover of Fannie Mae and Freddie Mac

 

Hver er ásökunin?

"The FHFA has been demanding refunds from banks for loans sold to Fannie Mae and Freddie Mac that were based on false or missing information about borrowers and properties." - "The agency said in today’s filings that Fannie Mae and Freddie Mac bought $6 billion in securities from Bank of America; $24.8 billion from Merrill Lynch & Co., which Bank of America bought; and $3.5 billion from Citigroup." - "The FHFA sued UBS AG, Switzerland’s biggest bank, in July over $4.5 billion in residential mortgage-backed securities sold to Fannie Mae and Freddie Mac, claiming it misstated the risks of the investments."

Þetta eru gríðarlega áhugaverðar kærur - - reyndar sprengiefni sannkallað.

  • En ef þær standast - dómur fellur FHFA í hag,
  • getur það haft mikil áhrif á fleiri aðila, en mikið - mikið fleiri aðilar en Freddy Mac og Fanny Mae urðu fyrir tjóni - þegar keyptar afleiður sem innihéldu neytendapökkuð lán, reyndust mun minna virði - en eigandi reiknaði með skv. upphaflegu kaupverði.
  • Ef það stenst - að aðilar sem seldur slíkar afleiður, er síðar reyndust mun minna virði en söluvirði - þurfi að greiða þeim sem þeir seldu skaðabætur fyrir það tjón.
  • Þá getur opnast sannkallað Pandóru-box!

Það er ekki einungis að fjölmargir aðilar í Bandaríkjunum sjálfum hafi orðið fyrir tjóni - sem nærri því velti fjármálakerfi Bandaríkjanna um koll.

Heldur dreifðist það tjón út um allann heim! Og nærri velti einnig um koll fjármálakerfi Evrópu.

Að auki, stunduðu fjármálastofnanir það að selja sambærilega vafninga í flr. löndum, sem síðar meir einnig verðféllu mjög verulega.

Auðvitað - á þessari stundu, hafa kærur verið sendar út. Málarekstur hefst sennilega ekki alveg strax. Lögfræðingar munu fyrst spila sinn vanalega leik - gá hvort þeir fá kærum vísað frá o.s.frv. 

En þ.e. alveg hugsanlegt að málarekstur fari af stað í vetur.

Þessar fréttir ofan á slæmar efnahagsfréttir - urðu til þess að bréf féllu í kauphöllum víða um heim.

Sjá: U.S. Stocks Fall - Europe's Markets Slump - Viðtal: El-Erian on Aug. Jobs Report, Economic Outlook

Slæmar efnahagsfréttir: U.S Employment Stagnated in August

 

Niðurstaða

Bandaríska alríkið hefur höfðað mál gegn mörgum af stærstu bönkum heims. Þetta er mál, sem getur átt eftir að valda miklu róti. En það gæti haft mjög áhugaverðar afleiðingar fyrir fjármálakerfið - ef FHFA stofnun bandar. alríkisins, vinnur fullann sigur.

Þá myndi sennilega fara af stað holskefla sambærilegra dómsmála víða. Hlutabréf banka í kjölfarið myndu sökkva eins og steinar.

Spurning hvernig það mun víxlverka við núverandi krísu í Evrópu - efnahagsvanda í Bandaríkjunum. 

Spurning hvort þetta er þúfan sem veltir fjármálakerfinu!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband