29.8.2011 | 23:03
Á að heimila Huang Nubo að kaupa Grímsstaði á Fjöllum?
Ég rakst á mjög áhugaverða grein í Financial Times um málið. En FT hefur marg ítrekað fjallað um málefni Íslands, og það oftast nær á fremur vinsamlegan hátt. Sérstaklega fannst mér umfjöllun þeirra áhugaverð um málefni Íslands, meðan Icesave deilan stóð sem hæst. En FT tók ekki afstöðu með breskum stjv. heldur með okkur Íslendingum.
Kínverskur fjárfestir hyggst kaupa hluta af Íslandi!
Chinese tycoon seeks to buy tract of Iceland
Til hliðar má sjá Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur ásamt eiginmanni, Hjörleifi Sveinbjörnssyni. Myndin er frá 2009, er hann fékk íslensku bókmenntaverðlaunin, fyrir þýðingu sína sýnisbók kínverskrar frásagnarlistar frá fyrri öldum, Apakóngur á Silkiveginum.
Samskipti hans og Huang Nubo, er áhugaverður kapítuli. En þeir kynntust á 8. áratugnum er Hjörleifur fór til Peking sem stúdent. Þeir bjuggu saman í herbergi á stúdentagarðinum, við Peking háskóla.
Þegar kemur að Kína þarf alltaf að velta fyrir sér, hvort tilviljanir séu raunverulega tilviljanir. En sannarlega geta kynni þeirra hafa verið tilviljun. En á hinn bóginn þá skv. FT var Huang um árabil starfsmaður Áróðursmálaráðuneytis kínv. stjv. Ein kenning gæti verið, að honum hafi verið plantað þarna inn - en um það getur maður aðeins spekúlerað. En stjv. kommúnista heiminn vítt hafa haft tilhneygingu til að hafa mjög nánar gætur á erlendum gestum, á 8. áratugnum var auðvitað kalda stríðið enn í gangi. Mao formaður dó 1976. Menningarbyltingin rétt búin að klárast, og Kína rétt að stíga sín fyrstu skref frá þeim hrikaleik. Áhugaverður tími, til að fara til Kína! Að planta njósnara í sama herbergi - væri í karakter við hegðun kommúnískra stjv. - - er það sem ég er að segja.
Það með engum hætti útilokar að samskiptin hafi þróast yfir í raunverulega vináttu. Svo, vinskapurinn getur mjög vel verið algerlega ekta - a.m.k. á seinni tímum.
Á hinn bóginn - gildir það enn, að kínv. aðilar þurfa heimild frá kínv. stjv. til að fjárfesta erlendis. Sambönd Huang innan kerfisins, sennilega nýtast honum vel - í seinni tíð í sínu nýja hlutverki sem ríkur kaupsýslumaður og fjárfestir.
Og hann er vellauðugur skv. FT: "Mr Huang is ranked by Forbes as Chinas 161st richest man, with a net worth of $890m. His company, Zhongkun Group, owns resorts and tourist facilities across China."
- Snarað yfir í krónur: 890m.$ * 113,28 = 100.819,2 milljónir kr. eða 100,8 ma.kr.
- Þessi maður getur ekki keypt upp Ísland - en þjóðarframleiðsla ísl. er í kringum 1.600ma.kr.
Þetta þíðir samt sem áður - að Huang getur vel staðið undir umtalsverðri fjárfestingu. En ekki á skalanum Reyðarál / Kárahnjúkar.
- Skv. FT er fjárfestingin á skalanum 88m.$ - 174m.$ eða cirka 10ma.kr. - 20ma.kr.
- Þetta er ekki nægilega stórt til að valda straumhvörfum. En samt góð búbót.
Í gegnum vin sinn Hjörleif, er Huang greinilega með nokkra vitneskju um þau atriði - sem geta virkað stuðandi hérlendis.
Svo hann hefur boðist til að afsala sér vatnsréttindum - ásókn í auðlynd sé ekki málið hjá honum.
Mér sýnist ekki ástæða til að draga í efa, að Huang eigandi ferðamannahótela innan Kína, hafi hug á að nýta jörðina, til að byggja upp aðstöðu fyrir ferðamenn - þ.e. hótel.
Mjög líklega að auki, að hann hafi áhuga á að nýta landsvæðið með einhverjum hætti, í tengslum við þá uppbyggingu ferðamanna-paradísar.
Maður getur ímyndað sér göngu- og reiðstíga. Jörðin er falleg með Herðubreið innan sjóndeildarhrings. Svo, þarna geta verið mjög ákjósanlegar aðstæður til að byggja upp ferðamannastað.
Ég held að við eigum að jánka þessum "díl"!
Með afsali vatnsréttinda - er hann eingöngu að kaupa stórt og mjög fallegt land, sem einmitt getur verið mjög hentugt til uppbyggingar á aðstöðu fyrir ferðamenn - væntanlega kínv.
Eina auðlyndin er fegurð landsins sjálfs - sem sannarlega er mikil, en Grímsstaðir á Fjöllum er einstaklega falleg jörð, og landið þar í kring einnig mjög fallegt.
Þarna uppi svo hátt yfir sjó, er í reynd aðeins unnt að rækta gras. Þarna er oft ákaflega kalt á veturna - í froststillum getur frost farið í -30°C. Klárt að ekki er verið að sækjast eftir ræktarlandi sbr. ásókn Kínv. í land í Afríku.
Við eigum að sjálfsögðu að setja skilyrði um meðferð á landi og tegund nýtingar, en ég held að almenn lög þau sem í gildi eru, dugi. Ekki þurfi sérstakar reglur.
Allt í lagi, að setja einhverjar kvaðir í sambandi við uppbyggingu - að byggingar falli sem best verður á kosið að umhverfinu, o.s.frv. Það getur verið á því formi - að í samvinnu ríkis við sveitarfélagið, sé samþykkt nýtt skipulag fyrir svæðið - eðlilega í samvinnu við hinn kínv. aðila.
Halda þó kvöðum innan skynsamlegra marka - ekki hafa þær þess eðlis, að þær séu viðskiptahindrun.
Varðandi samstarf innlendra ferðaþjónustu-aðila v. hinn kínv. aðila, þá finnst mér eðlilegt að við fylgjum fordæmi kínv. sjálfra; þ.e. að ef hleypa á kínv. ferðaþjónustuaðilum hingað sem og flugfélögum - - þá gildi sama regla og kínv. sjálfir beita gagnvart erlendum fjárfestingum, að hinir erlendu aðilar kínv. í þessu tilviki þurfi að setja upp samstarfs-fyrirtæki á Íslandi í samstarfi v. ísl. aðila í þessu tilviki.
Í Kína er krafist að kínv. samstarfs-aðilinn eigi að lágmarki 51%, sama regla getur gilt hér gagnvart kínv. ferðaþjónustu aðilum sem vilja þjónusta kínv. ferðamenn hérlendis, svo að uppbygging kínv. aðila á ferðaþjónustu hérlendis, nýtist sem allra best til frekari uppbyggingar ísl. ferðaþjónustufyrirtækja.
Að auki, finnst mér rétt, að veita kínv. aðilum aðhald um það hlutfall starfm. sem heimilt er, að séu kínv.
Kínv. aðilum getur vart fundist þetta óeðlilegt - enda vanir slíkum reglum heima fyrir, kannski þó ekki þannig að þeim reglum sé beint að þeim sjálfum.
Öryggismál!
Ég held að ólíklegt sé að þarna standi til að byggja upp kínv. herstöð. En, vænta má þess að NATO þjóðir muni fylgjast náið með auknum umsvifum kínv. aðila á Íslandi í framtíðinni - vegna krýtísks mikilvægis legu Íslands.
En einfaldlega, var í Kalda stríðinu Ísland lykill að vörnum Evrópu. Því ef óvinveitt veldi getur komið her hingað og flugher, þá getur það lokað N-Atlantshafinu bæði fyrir umferð skipa og flugvéla. Í kalda stríðinu var því krýtískt atriði að verja Ísland.
Í dag er það síður mikilvægt fyrir Evrópu. En Bandaríkin, enn þann dag í dag, fylgjast með málum hér. Fyrir þau, þá gildir áfram að Ísland má ekki lenda undir hæl ríkis sem er óvinveitt Bandar., vegna þess að fyrir Bandar. eru yfirráð yfir höfunum enn þann dag í dag krýtískt atriði.
Það má því vænta, að Bandaríkin muni veita því mjög nána eftirtekt - hvað akkúrat kínv. aðilar eru að framkvæma hérlendis. Fj. kínv. verkamanna verður einnig atriði, sem þeir munu fylgjast með.
En þ.e. vegna þess, að kínv. fyrirtæki þurfa heimild kínv. stjv. til að fá að starfa erlendis. Það má fastlega reikna með, að í því felist sú kvöð að hluti starfsm. sé í reynd á vegum kínv. stjv. - fyrirtækin borgi þeirra laun.
Þetta er viðbótar ástæða þess, að fyrir okkur er skynsamlegt að halda fj. kínv. starfm. hérlendis í skefjum - þ.e. ekki bara vegna þess að þeir taki störf heldur einnig vegna öryggismála.
----------------------
En verkefnið hans Huang er of lítið í sniðum, til að vera öryggismál.
Niðurstaða
Ég held að við eigum að samþykkja fjárfestingu Huang Nubo. Hún sé of lítil til að vera í reynd varasöm. Þarna sé ekki verið að kaupa auðlynd. Ísland geti á marga vegu grætt á fjölgun kínv. ferðamanna, enda munu þeir ekki eingöngu staldra við á ferðamannaparadís Huangs.
Við eigum að setja eðlileg skilyrði á grundvelli laga, um meðferð lands o.s.frv. Skipulagsyfirvöld, geta gert kröfu um að útlit bygginga falli að umhverfi.
Skilyrðin skuli þó ekki ganga svo langt að þau verði ígildi viðskiptahindrunar.
Varðandi hugsanlega innkomu kínv. ferðaþjónustuaðila t.d. ferðaskrifstofa og flugfélaga, þá finnst mér rétt að taka blaðsíðu að láni frá kínv. sjálfum, og beita á kínv. sambærilegum reglum og kínv. stjv. beita á erlenda fjárfesta innan Kína. Það held ég að sé alls ekki ósanngjarnt.
Enda viljum við að þeirra fjárfesting fjölgi sem mest störfum Íslendinga, sem og að hún efli sem mest innlennda ferðaþjónustu.
Með varfærnum skrefum - á alveg að vera óhætt að sækja gull í hendur kínverja.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:11 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi framkvæmd er aðeins hluti af stærra dæmi eins og lesa má nánar hér:
http://lodmundur.com/g2/main.php
(síðan er enn í vinnslu)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 29.8.2011 kl. 23:52
Auðvitað - en þetta tiltekna skref eitt og sér, er lítið. Varðandi hafnir, þá grunar mig að svæði með meira landrými séu heppilegri t.d. sitt hvoru megin við sléttu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.8.2011 kl. 00:36
Nú rjúka menn upp til handa og fóta yfir þessu. Það er kannski rétt að benda á það að Grímsstaðir á Fjöllum hafa verið til sölu í fjölda ára og enginn séð nokkra ástæðu til svo mikið sem að skoða jörðina bara talið þetta vera verðlausa auðn lengst uppi á öræfum. En núna þegar erlendur aðili vill kaupa þá er um að ræða ómetanleg náttúruauðævi. Eru þetta ekki dæmigerð viðbrögð hjá VG (WC) og okkur Íslendingum almennt????
Jóhann Elíasson, 30.8.2011 kl. 06:20
Sjálfsagt gætir að hluta gamaldags útlendinga andúðar, á hinn bóginn er samt ekki órökrétt að íhuga sinn gang eitthvað, er kínv. aðilar eiga í hlut - rísandi stórveldi eftir allt saman. En öllu má ofgera. Tel óhætt að heimila þessa fjárfestingu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.8.2011 kl. 08:26
Ég get með góðri samvisku tekið undir þetta með þér. Kinverjar hafa tendensa til að troða stórutánni inn fyrst og svo skellur holskeflan á. Að öllum skilyrðum uppfylltum á ekki að vera hætta á slíku hérlendis.
Þráinn Jökull Elísson, 30.8.2011 kl. 13:48
Af hverju ætti ekki að vera hætta á slíku hérlendis?
Ég myndi leggja til að manninum yrði boðið að leigja landið til 99 ára, þ.e. þann hluta sem hann telur þurfa undir ferðaþjónustuna. En þá yrði ríkið að kaupa jörðina á matsverði. Það er skynsamlegri lausn heldur en að selja þetta flæmi þegar enginn veit einu sinni hvort þessi maður er einn í för, eða hvort bak við hann standa kínversk stjórnvöld. Kínverjar eru að kaupa upp Evrópu og Ástralíu svo mikið er víst og þeir eru líka að gera Bandaríkin algjörlega háð sér peningalega. Er þá ekki full ástæða til að skoða hlutina vel?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2011 kl. 14:13
Ásthildur - ég hef áhyggjur af hugmyndum um stórfelldann vatnsútflutning á tankskipum til sem annar kínv. aðili hefur verið með hugmyndir um. Mun síður gagnvart þessu landi - ef hann raunverulega afsalar sér vatnsréttindum. Hver er þá hættan? Hann mun reka þarna ferðaþjónustu - hans hagur verður að hún beri sem mestann arð, ergo --> hann mun stuðla að því að sem flestir kínv. ferðamenn noti hana, komi hingað til lands. Sem þíðir, að komum kínv. ferðamanna fjölgar.
Þ.s. við þurfum að passa er þ.s. ef nefndi að ofan, að ísl. aðilar fái vinnu við þetta, að störf séu ekki dómineruð af kínv. starfsfólki -- tryggja t.d. með því að snúa starfsaðferðum kínv. innan Kína gegn þeim sjálfum hér, að innlend ferðaþjónusta eflist í leiðinni.
Það er vel unnt að klúðra þessu. En rétt gert, þá getur þetta verið jákvætt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.8.2011 kl. 14:29
Málið er að það þarf ekki að selja landið. Það er hægt að semja um langtímaleigu. Af hverju vill hann kaupa? Hann talar líka um að bora eftir heitu vatni, og þó hann tali núna eins og að hann sé ekki að hugsa um vatnsréttindi, þá á jörðin vatnsréttindi í á. Hvernig er hægt að semja um að hann afsali sér þeim rétti? Við skulum bara horfa á dæmið eins og það er, ekki eins og við viljum að það líti út. Kínverjar hafa sýnt að þeir eru refir. Ég þekki þýskan sérfræðing í sólarorkusystemi, einn af þeim bestu í heiminum, konan hans er arkitekt sem sérhæfir sig í okonomiskum húsum. Þau voru fengin til Kína til að byggja upp með stórhug, þau áttu að vera í minnska kosti ár. En þau áttuðu sig á því að kínverjarnir voru refir í sauðagæru, þeir einfaldlega njósnuðu um það sem þau voru að gera, og tileinkuðu sér tæknina. Þau komu því heim til Þýskalands aftur reynslunni ríkari. Og hvað með alla sjóræningatæknina þeirra á öllum sviðum? Og njósnir við allskonar vísindatilraunir og framþróun. Þeir stela öllu steini léttara, og þeir þurfa svo sannarlega að viðhalda sjálfum sér. Þess vegna verða það sennilega kínverjar sem verða settir í vinnu á vistvænu ferðamiðstöðinni. Eða hvernig dettur nokkrum lifandi skynsömum manni í hug að hann fari að ráða íslendinga til starfa þegar hann getur fengið tíu fyrir einn. Og þá verður að sækja um undanþágu, og maður sem ekur um á bíl frá utanríkisráðuneytinu til að skoða sveitir Íslands á örugglega inni hjá ráðamönnum samfylkingarinnar. Við verðum að vera opin og vakandi, en ekki barnaleg og trúgjörn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2011 kl. 15:06
Þetta er aðferðin sem ég var að tala um, að þeir krefjast þess að stofnað sé samstarfsfélag v. kínv. aðila. og þ.e. ég tók ekki fram, krefjast "full tech. transfer" og skömmu síðan, er kínv. aðili farinn að framleiða svipaða vöru en ódýrar. Evr. fyrirtæki hafa brennt sig á þessu.
------------------------
Á hinn bóginn, erum við ekki með neina sérstaka tækni hélrendis, sem unnt er að stela. Og ég benti á, að við getum leikið sama leik - þ.e. heimta að kínv. aðili stofni samstarfsfélag, í 51% eigu innlendra aðila. Þannig, að kínv. ferðaskrifstofur eða flugfélög, geti ekki einfaldlega hrifsað verkefnin - - sem þau munu gera annars.
Ég er ekki að tala um, að við séum heimsk í þessu, heldur þveröfugt. Að við spilum leikrit kínv. gegn þeim sjálfum.
------------------------
Hann má alveg hafa heitt vatn fyrir aðstöðuna sjálfa, ef þ.e. til staðar. Enda þægilegt að hafa hitaveitu - ef nægt vatn finnst. Ég sé ekki alveg, að hann geti nýtt það með nokkrum öðrum hætti.
Ef hann afsalar sér réttindum til kalda vatnsins, þá getur hann ekki flutt það út í stórum stíl.
----------------------------
Það ætti ekki að vera varasamt að kínv. aðilinn eigi landið - enda benti ég á að ofan, að unnt væri að gera skipulag fyrir svæðið í samstarfi ríkisins - viðkomandi sveitarfélags og aðilans. Þá er honum ekki heimilt að reisa neinar byggingar - umfram þ.s. skipulagið heimilar.
Við eigum alveg að geta lokað smugunum - og síðan mjólkað kínv. ferðamenn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.8.2011 kl. 15:16
Einar Björn, þetta er í langan, langan tíma að ég er alveg sammála þér.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 30.8.2011 kl. 16:08
Er ekki réttast að sá Guli stofni skúffufyrirtæki í Svíþjóð ala Magma og allir sáttir. Erum við fávitar.
Guðmundur Ingi Kristinsson, 30.8.2011 kl. 22:30
Guðmundur - ég verð að ítreka, að hann er ekki að kaupa auðlynd. Heldur land, sem að auki er langt inni í landi - hvergi nærri sjó, hátt yfir sjó að auki, svo ekki hentugt að hafa þar flugvöll - né eru þar verðmæt jarðefni, stórar ár nærri.
Svo ég verð eiginlega að biðja fólk að útlista nánar, hvað akkúrat það óttast.
--------------------
Það þarf auðvitað að loka á - skúffufyrirtækis leiðir. Það er alveg hægt að krefjast tiltekinnar lágmarksveltu - til að fyrirtæki teljist vera innan svæðis.
En sannarlega getur hann fræðilega stofnað fyrirtæki í öðru landi - það auðvitað geta allir þriðja lands fjárfestar. Svo, að loka á skúffufyrirtækis leið ala Magma, á einfaldlega að framkv. sem almennt prinsipp.
En við þurfum erlendar fjárfestingar. Það er sjálfsagt aftur full ástæða að vekja athygli á að það þurfi, að loka skúffufyrirtækis hjáleiðum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 30.8.2011 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning