26.6.2011 | 22:48
Best að gríska þingið felli núverandi samkomulag um nýjan björgunarpakka til handa Grikklandi!
Vandinn við nýjan björgunarpakka er ekki bara að, það sé verið að moka meiri peningum á þegar gjaldþrota hagkerfi, er þegar skuldar meir en það getur nokkru sinni borgað. Heldur, að öll áhættan er sett á herðar grískra skattgreiðenda. Þetta virðist samningur úr öllu jafnvægi, eins og Svavarssamningurinn alræmdi var.
Wolfgang Münchau: Maybe Greek MPs would be right to say No
- The first priority of German, Dutch and Finnish politicians has been to reduce the costs of the programme as much as possible.
- They even went so far as to earmark uncertain Greek privatisation receipts as an integral part of the next finance package, rather than for debt reduction.
- Under the scheme now likely to be agreed, any shortfall in privatisation receipts would therefore open a finance gap.
- The creditor countries would then almost certainly ask Greece to plug the gap through even more austerity. Such a strategy is financially reckless and politically irresponsible.
Það sem hann er að segja, er að þýsk, finns og hollensk stjv. hafi fengið í gegn, að 50ma. sala ríkiseigna, sem áætlað er að verði framkvæmd, verði reiknuð inn sem hluti af björgunarpakkanum.
Þannig lækki framlagið um þá 50ma.. Það er slæmt, því mjög ólíklegt er að raunverulega fáist 50ma. fyrir grískar ríkiseignir sem eru skráðar á nafnvirði 50ma.. Sennilega er bilið þarna á milli breitt. Og það mun lenda á Grikkjum sjálfum, og krefjast viðbótar samdráttar aðgerða - sennilega stórfelldra.
- Mér sýnist klárt að það muni þurfa að selja eignir sennilega á nafnvirði vart undir 100ma. til að ná fram 50ma. í raunverulegum peningum. Jafnvel getur verið, að nafnvirði nær 150ma. þurfi til.
- En það þarf að muna að Grikkland er ekki sérlega kræsilegt fyrir fjárfesta í dag, ástandið hlýtur að bæla verðin niður - sennilega hressilega.
- Síðan virðist líklegt, að skilvirkni getir verið ábótavant - spurning hvort viðhald eigna hafi verið nægilegt eða tækja, fj. starfsm. líklega of mikill, samn. v. verkalýðsfélög geta þvælst fyrir, að auki virðist sem að víða sé ekki klár mörk varðandi eignarrétt á landi sem rekstur nýtir svo dómsmál geta þvælst fyrir. Þetta eru nokkrir hlutir sem ég hef séð á vefnum.
- Þarna er öll áhættan lögð á herðar Grikkja sjálfra - þetta er eins og það eigi að refsa grísku þjóðinni allri.
Að þessu leiti hljómar þetta eins og Svavarssamningurinn, að það var eins og það ætti að refsa Íslendingum - og þ.s. verra var, að hópur Íslendinga reis upp og hélt því fram, að við ættum þetta skilið.
Sannarlega hegðuðu Grikkir sér óskynsamlega á umliðnum árum, alveg eins og hér var margt gert sem ósnjallt var.
En, það réttlætir ekki, að refsa þjóðinni allri, eins og hún sé öll - glæpamenn.
Sama á við komandi kynslóðir, að sökkva þeim einnig.
Ég sé ekki annað, en að Grikkir verði að rísa upp, og segja "Nei" - ekki vegna þess, að það sé popúlískt, heldur einfaldlega vegna þess, að þetta er raunverulega of mikið.
Sannarlega eiga Grikkir að skera sig niður, þannig að halli á frumjöfnuði (þ.e. áður en reiknað eru inn kostnaður af lánum og öðrum fjárhagslegum skuldbindingum) verði að afgangi - hér á landi er gert ráð fyrir að sá verði 6%. Í dag eru Grikkir með cirka 3,3% halla á frumjöfnuði.
En, þ.e. takmörk fyrir því, hve stórann afgang er sanngjarnt að reikna með, að þeir framkalli með niðurskurði, en því stærri sem skuldirnar eru því stærri afgang þarf.
Að mínum dómi, er allt umfram 10% sem hlutfall ríkisútgjalda, ósanngjarnt. En, kostnaður við skuldir stefnir í 10% af þjóðarframleiðslu, sem er nærri 20% af ríkisútgjöldum.
Það þarf því um 50% lækkun núverandi skulda - svo þær verði viðráðanlegar.
Það er ekki verið að tala um, að krefja Grikki ekki um niðurskurð - um að búa til afgang; heldur einungis um að, hafa eitthvað hóf í þeim kröfum hvað varðar umfang þess niðurskurðar sem er krafist og umfang þess afgangs sem er krafist.
Ef, krafan er of ósanngjörn, þá velur gríska þjóðin frekar að neita að borga - hún mun kjósa einhvern popúlista, sem segir "nei".
Til þess í reynd, að bjarga prógramminu, þarf að skera skuldirnar niður, svo þjóðin samþykki að taka það á sig.
Þvert á móti, þá væri barátta gegn núverandi plani - sem þröngva á upp á Grikki, skynsöm - alls ekki popúlísk. Því það mun aldrei geta gengið upp.
Til að framkalla betra plan, þarf sennilega smávegis "brinkmanship". Og, ég er næsta viss, að Grikkland mun vinna það "game of chicken" þ.e. ég reikna fastlega með því að Evrópa, muni samþykkja að láta Grikki fá peninga þann 3. júlí án nokkurra loforða - þó ekki viðbótar pakkann, heldur þá peninga sem eftir eru af áætluninni frá því í fyrra.
Það gefur tíma, eitthvað fram á fyrstu mánuði næsta árs, til að semja um raunhæfa niðurstöðu, og sú verður að fela í sér umtalsverða lækkun skulda - hagstæðari kjör; auðvitað gegn því að Grikkir samþykki þann sanngjarna niðurskurð sem til þarf.
Þakið á kröfu um afgang, getur verið 10%. Sala ríkis-eigna fari fram, en ekki til að borga fyrir björgunarplan heldur til að lækka skuldir Grikklands, og meiri tími verði gefinn í þá sölu til að fá betri verð. Hluti núverandi skulda, getur orðið að víkjandi lánum, ef t.d. sala eigna gengur betur en reiknað var með eða Grikklandi gengur betur að snúa til baka til hagvaxtar en reiknað var með.
Niðurstaða
Ég stend með Antonis Samaras leiðtoga stærsta stjórnarandstöðuflokks Grikklands í þessari baráttu, en þetta plan verður að fella. Þetta er alger nauðung, mun valda almennri uppreisn ef reynt verður að fylgja því fram. Að auki, að svo mikið "austerity" mun framkalla áframhaldandi "dept depression" nokkurn veginn fyrir algerlega víst. En án vaxtar, getur ekkert endurgreiðsluplan virkað. Umræður um málið munu hefjast á gríska þinginu á morgun mánudag 27/6 - og þarf að vera lokið í síðasta lagi nk. laugardag, svo fundur ráðherra Evrusvæðis geti gengið frá málum nk. sunnudag. Svo Samaras þarf einungis að beita málþófi í eina viku, hljómar gerlegt.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning