Ef Grikklandi væri veitt aðstoð við það að taka upp drögmuna á ný? Ríkisstjórn Grikklands heldur velli skv. Bloomberg!

Mjög alvarlegur undirliggjandi vandi Grikklands er samkeppnis-vandi, sem leiðir til hallarekstrar á hagkerfinu. Hallarekstur ríkisins, kemur síðan ofan á - gerir íllt verra. Grikkland þarf að afnema 2-halla til að ná sjálfbærni þ.e. hallarekstur ríkisins en einnig hallarekstur sjálfs hagkerfisins.

 

Vandi Grikkja sést í hnotskurn á frábærum myndum frá Der Spiegel!

Mynd1: sýnir hvernig sumum ríkjum vegnaði vel, meðan öðrum vegnaði ílla - en eins og sést þá tapar S-Evrópa samkeppnishæfni innan Evrusvæðis, lönd sem þannig var háttað um lenda flest hver á þeim tíma í viðskiptahalla, sem var stærri eftir því sem hnignun framleiðslu-hagkerfisins var meiri.

Stóri vandinn hjá Grikkjum, enn alvarlegri en skuldavandinn, er sá að þó þeirra skuldir væru afskrifaðar um 50-70%, væri samkeppnisvandinn enn til staðar.

Grikkir þrátt fyrir 3. ár í kreppu, eru enn með stórann viðskiptahalla og sá hefur ekki minnkað að ráði. Svo, þá safnast skuldir upp á ný.

Grikkland er einfaldlega í ósjálfbærri stöðu, um þessar mundir!

Graphic: industrial production

Mynd2: Eins og þessi mynd sýnir, þá hefur minnkun hagkerfisins, enn sem komið er - ekki síst á Grikklandi, verið í engu samræmi við minnkun framleiðslunnar.

Munurinn að stærstum hluta tekinn að láni.

Mismunurinn er að megni til viðskiptahallinn sem enn er til staðar, þ.e. Grikkir eru enn að lifa um efni fram. Ásamt Ítalíu - Portúgal og Spáni, lönd þ.s. enn ríkir viðskiptahalli.

Þau lönd verða öll, að snúa þeim halla við, ef hagkerfin eiga að geta orðið sjálfbær, lengra fram litið.

Dæmi Grikklands er mest "acute" - en bara mest, hin löndin eru einnig í alvarlegum vanda.

  • Eins og fram kemur, er írska hagkerfið samkeppnisfært, en þeirra vandi var bankakrýsa ekki samkeppnisvandi, svo ég reikna með því að Írland muni snúa til baka, mun fyrr en hin löndin.
  • Við Íslendingar höfum reyndar oft upplifað, að hagsveifla endi í viðskiptahalla þ.e. að hagkerfið sé farið að kaupa lífskjör með lánsfé - sem er ósjálfbær staða, en hjá okkur gengur það aldrei lengi og hingað til hefur slíkt ástand alltaf endað með gengisfellingu, sem þá sjálfleiðréttir stöðuna.
  • Við erum kannski að sjá hvað það getur þítt, ef Ísland ætti sína hefðbundnu hagsveiflu innan Evru, en nú væri ekki unnt að fella gengið, þannig leiðrétta hallann á sjálfu hagkerfinu. Þannig, gera það sjálfbært - fært um hagvöxt á ný, svo unnt verði að snúa við skuldaþróun sem hagkerfishalli framkallar.
Graphic: economic growth

Mynd3: Sýnir síðan þróun skulda aðildarríkja Evru, milli 2005-2011.

  • Eins og sést, skóp bankakreppan á Írlandi mjög alvarlegann skuldavanda.
  • En, síðan í röð á eftir koma löndin, sem hafa verið með krónískann viðskiptahalla, vegna hnignunar samkeppnishæfni, sem átti sér stað á sl. áratug.
Graphic: national debts

Aðstoð við upptöku drögmu!
Eins og ég benti á áðan, er samkeppnisvandinn enn til staðar, þó svo að Grikkland fengi skuldir felldar niður.

Svo þ.e. mjög veruleg hætta á því, að Grikkland verði á spenanum, til margra næstu ára - "direct transfer" eða "subsidy".

  • Löndin sem vel gengur, haldi uppi löndum sem ekki eru sjálfbær!

Þetta er horror útkoma í augum Þjóðverja, en þeirra afstaða litast af sameiningu Þýskalands, en það er víst þannig að enn þann dag í dag, eru fylkin eða löndin V-meginn að dæla skattfé til A-hlutans þó svo mörg ár séu liðin, og Þjóðverjar óttast sem sagt að "transfer union" leiði til endalausra peningagjafa eða styrkja til landa, sem af ímsum ástæðum eru ekki samkeppnisfær. Svo, þeir eru stöðugt að leita einhverrar 3. leiðar á milli þeirra 2-ja póla: 

  1. Messy greiðslufall.
  2. Grikkland á naflastrengnum um ófyrirséðann tíma.

Þess vegna hafa þeir lagt áherslu á, að fá einka-aðila til að taka þátt í fjármögnun björgunar Grikklands, en eins og fram kemur, er það fjandanum erfiðara: 

Little Wiggle Room on Greek Default - Delaying Tactics No Help in Greek Tragedy

  • Ef við íhugum þetta af köldu raunsægi - sýnist mér að minnstur skaði gæti verið af því, að Grikkland taki upp drögmu með aðstoð, sterkari landanna!
  • En, með gengisfellingu væri glataðri samkeppnisstöðu náð fram á ný. Þannig að Grikkland væri ekki fast í stöðu, sem gæti leitt til þess að Grikkland verði endalaus þiggjandi.
  • Stóru löndin, veita aðstoð til að brúa bilið þ.e. fjármögnun til að halda uppi bönkum, ein hugmyndin - frá þýskalandi - er að bankarnir fái ný skuldabréf frá björgunarsjóði Evru, í stað ríkisbréfa Grikklands og þannig séu þeir endurfjármagnaðir. 
  • Á móti samþykkir Grikkland, að halda áfram að greiða af skuldum þ.e. skuldameðferð telst "haircut" þ.e. niðurskurður.
  • Þetta væri ekki stjórnlaust gjaldþrot, og Grikkland myndi hratt snúa við til hagvaxtar - fjölgunar starfa, á ný. Skuldir sem eftir verða, væru sjálfbærar.
  • Tiltrú á Grikklandi myndi koma fljótt til baka, og Grikkland myndi sennilega hætta í stöðunni "D" eða "default" hjá matsfyrirtækjum, með skjótum hætti.
  • Það myndi komast út á lánsfjármarkað, innan skamms tíma.

Ég á þó ekki von á að svo skynsöm leið, muni fá hljómgrunn!

Nú, er staðan nokkurs konar "game of chicken" milli Evrusvæðis og Grikklands, þ.s. Grikkir í gær fengu útslitakosti eða "ultimatum" að ná pólitískri samstöðu um aðgerðir, sem krafist er af þeim, fyrir lok 1. viku í júlí.

Europe's Dangerous Leap of Faith - EU Links Greece Aid to Budget Cuts

Svona "brinkmanship" er aldrei án áhættu! En, ef Grikkland fær ekki 12ma.€ fyrirgreiðslu, sem er hluti af neyðarláninu frá því í fyrra, þá verður Grikkland búið með lausafé cirka um miðjan júlí eða rúml. 3. vikur.

  • Þá standa menn einmitt frammi fyrir "messy" greiðsluþroti - eða!
  • "Brinkmanship" eykur hættu á því, að málið klúðrist í það far, að menn missi stjórn á rás atburða!

 

IMF says crisis is threat to growth outlook - AGS um Evrópu :"“A broadly sound recovery continues, but the sovereign crisis in the periphery threatens to overwhelm this favourable outlook, and much remains to be done to secure a dynamic and resilient monetary union,” the report said."

Hvað leiðtogarnir sögðu á mánudaginn: EU to Discuss Greek Plan That Skirts Default Risk

Angela Merkel: “We all lived through Lehman Brothers,” she told a meeting of activists from her ruling Christian Democrat party. “I don’t want another such threat to emanate from Europe. We wouldn’t be able to control an insolvency."

Jean-Claude Juncker: “If we made a move that would be rejected by the ECB, by the rating agencies and therefore the financial markets, we risk setting the euro area aflame,”

Síðan Alan Greenspan:  Default by Greece ‘Almost Certain’: Greenspan

"Greece’s debt crisis has the potential to push the U.S. into another recession, Greenspan said. Without the Greek issue, “the probability is quite low” of a U.S. recession, he said." - "The U.S. debt issue is becoming “horrendously dangerous,” said Greenspan, who added he doubts lawmakers have another year or two to solve it."

 

Ég held að skynjun áhrifamikilla aðila og málsmetandi, á því að mikil hætta vofi yfir, sé ekki röng þannig  að ef menn missa stjórn á atburðarásinni, þá muni krýsan sem þá skapast skaða hagvöxt í vel stæðu ríkjunum Evrópu - jafnvel framkalla kreppu í Evrópu! Orð Alan Greenspan, benda til að hann telji jafnvel hættu á því að slíkur atburður yrði "trigger" fyrir nýja heimskreppu.

  • Í samanburði, væri mun minna áhættusamt, að taka þegar ákvörðun um leið, sem gæti raunverulega virkað - áður en allt hrynur!


Niðurstaða

Ef Grikkland hrynur í stjórnlaust greiðsluþrot eftir 3. vikur, þá mun ég skrifa það á reikning pólitískrar elítu Evrópu, sem þá mun hafa brugðist á örlagastundu.

En, vandinn á Evrusvæðinu er vel leysanlegur, en lausn krefst smávegis pólitísks hugrekkis sem virðist af ákaflega skornum skammti hjá evrópskum pólitíkusum um þessar mundir. En pólitísk kreppa virðist ekki bara vera á Íslandi!

Ps: samkvæmt fréttaveitunni Bloomberg, hélt ríkisstjórn Papandreos velli í atkvæðagreiðslunni á gríska þinginu á þriðjudagskvöld, og greiddu allir þingmenn stjórnarflokksins atkvæði með stuðningsyfirlísingu við ríkisstjórnina. Svo Papandreo hefur tekist að koma í veg fyrir klofning innan eigin raða í bili. En, þetta var einungis fyrsta hindrunin sem hann þarf að yfirstíga og sennilega sú minnst erfiða. En næstu daga, þarf hann að koma í gegn niðurskurði á fjárlögum og stórfelldum söluáformum ríkiseigna, sem AGS, stofnanir ESB og ríkisstjórni hinna aðildaríkja Evrusvæðis, gera kröfu um að Grikkir undirgangist - áður en til álita komi að veita grískum stjórnvöldum meira fé:

Papandreou Wins Confidence Vote, Raising Rescue Chances

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Dragma er ennþá skráð miðað við raunhagvöxt í Grikklandi til að selja Grikklandi evrur. Grikkland greiðir hinsvegar fyrir það sem hún fær frá EU alltaf eins og  það hefur gert hingað til. AGS hjálpa óstöndugum ríkjum sem markaðsetja evrur á sínum heimamörkuðum miðað við þeirra raunhagvaxta veð. Evra er söluvara eins og dollar. Dragma er líka bundin af því að eiga veð í sjálfbærni eins og aðrir gjaldmiðlar. Ríki sem byggja ekki á sömu skilgreiningum og hefðum fjármála eins og þau stöndugu, fá aldrei neiit nema áhættu vaxta kostnað í samræmi.   Íslenska fjármálbullið  er heimsmælikvarða. AAA prime sjóðir eru einu langtíma veðin sem hægt er að treysta til langtíma verðtygginga. Ísland á engan. Auka veiðheimildir [óbeint] með því að taka lán út ófæddan fisk, er nú að koma okkur í koll. Útlendinga eru ekki sömu vitleysingarnir og mannauðurinn hér. Engin veð ekkert lánstraust. Það er ekki hægt að veðsetja nema einu sinni hvern hlut. Maður missir tæknilega eignarrétt sinn á því sem er veðsett. Þannig skilja útlendingar eignarétt og viðskiptamál. Veðin eru eignirnar sem allir vilja komast yfir. Þrautavara sjóðir flestra óstöndugra Meðlima Ríkja: gull t.d. er eign hinna stöndugu í dag. Næst eru aðrar auðlindir, jarðir og menningarverðmæti.

Júlíus Björnsson, 21.6.2011 kl. 18:46

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""En, vandinn á Evrusvæðinu er vel leysanlegur, en lausn krefst smávegis pólitísks hugrekkis sem virðist af ákaflega skornum skammti hjá evrópskum pólitíkusum um þessar mundir. En pólitísk kreppa virðist ekki bara vera á Íslandi!""

Þetta held ég að sé rangt mat hjá þér Einar.

Þetta snýst um að hafa vit til að sjá lausnina. Þetta blessað fólk er að gera það sem það getur af hugrekki og trúmennsku en það hefur bara ekki vit til að gera rétt.

Guðmundur Jónsson, 21.6.2011 kl. 18:54

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Má vera Guðmundur.

Það getur valdið þröngsýni, ef fólk er vant að hugsa í lausnum af tilteknu tagi, hugsar ekki út fyrir rammann. 

En ef svo er, þá er það blessaða fólk mjög andlega einangrað, því þ.e. gríðarlega mikil umræða í gangi, úti um víðan völl í fræðasamfélaginu og betri fjölmiðlum, þ.s. velt hefur verið upp mörgum steinum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.6.2011 kl. 20:03

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fella gegnið á frjálsum mörkuðum, svo hugmyndfræði kallast kommúnismi. Glæpsamlegur yfirdráttur hjá Commission Brussell. Ef ríkið er á annaðborð í fullvinnslu keppni inn á annrra ríkja mörkuðum. Suður-Miðjarðar hafslöndinn, geta í mesta lagi skilað Brussell dollurum til ESB geti verslað nauðsynleg frumefna sambönd.  Kína og Indland, Brasila  hafa alla hagsmuni af Dollar, næst á eftir kemur pund.

Sum ríki ofmetnuðust og settu sitt lið í skóla og flutt inn fólk til að halda upp stóriðju hagvextinum það át þeirra tækifæri að viðhalda sínum þjóðartekjum eftir fullan aðgang að lokuði innri keppninni innan EU.   ESB þú framselur í grunninn og færð úr grunninum. Þú nýtur Miðstýringar  og lokaðrar innri keppni á mörkuðum mörkuðu Meðlima Ríkja ESB. Mörg Meðlima-Ríkja áttu ekkert val. Viðhalda tekjum er betra en missa þær. Í ESB hækkar grunnurinn þá hækka öll ríki hlutfallslega jafnt, þetta gildir líka ef grunnur lækkar. Hinsvegar tryggir lokað keppnin að þau sem er með bestu markaðasetingu á fullvinnslu og gæðum geta grætt á hinum.  Þess vegna er mikið lagt upp úr að þjóðhollusta ríki hjá væntanlegum keppnisaðilum. Það er nánast lygi, Að Austurríkismenn, Þjóðverjar, Hollendingar, ætli að greiða niður yfirbyggingu í Ríkjum sem er í engu samræmi við þeirra framleiðslu virðisauka [framleiðslu sem allir meta, grískar sígarettur er toppurinn hjá Grikkjum.     

Júlíus Björnsson, 21.6.2011 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband