Við þurfum að binda enda á þessar stöðugu deilur um sjávarútvegsmál!

Ég held að það hafi verið mistök hjá stjórnarliðum, að bregðast við gagnrýni nýrrar sérfræðingaskýrslu, með þeim hætti sem t.d. Svandís Svavarsdóttir gerir eða Lilja Rafney að sjávarútvegsmál snúist ekki bara um hagfræði, því þá um leið hafa þau sem undir þá málsvörn hafa tekið í reynd gefið það eftir, að svara með efnislegum hætti megingagnrýni skýrslu sérfræðinganna. Má segja, þau hafi þá með þeim hætti viðurkennt þeirra rök!

Íslenskur sjávarútvegur nýtur þeirrar sérstöðu, að standa raunverulega undir sjálfum sér og gott betur, þ.e. hann er ein af meginstoðum Íslands, 40% cirka í dag að meðaltali af okkar gjaldeyristekjum fyrir vöruútflutning.

Sérstaklega í Evrópusambandinu þangað sem margir í dag sækja fyrirmyndir, er sjávarútvegur víðast hvar olnbogabarn - sem þrýfst einungis á fjárhagslegum styrkjum, fiskveiðikerfi er í molum og tilraunir til að vernda fiskistofna hafa að stærstum hluta brugðist, víða á hrunmörkum - meðan hér við land eru stofnar a.m.k. víðast hvar til mikilla muna í skárra ástandi.

En stöðugt hefur samt staðið styrr um fiskveiðistefnuna, og sjávarútvegsfrumvarp ríkisstjórnarinnar - er tilraun ríkisstjórnarinnar, til lausnar þeirra miklu deilna sem stöðugt hafa ríkt, síðan kvótakerfið var tekið upp. Gef stjórninni það, að virðingarvert er að leita slíkrar lausnar, en alls ekki er sama hvernig hún kemur til með að vera!

Ég bendi einnig á tillögu Framsóknarflokksins:  þingsályktunartillögu um mótun framtíðarstefnu í sjávarútvegi - sem má byggir á ályktun Framsóknarflokksins um sjávarútvegsmál á sl. Landsþingi.

Hvaða prinsipp þarf að verja:

  1. Sjávarútvegur verður að halda svipaðri eða sömu hagkvæmni og hann hefur í dag. En, ég bendi á að skv. Seðlabanka var nettó afgangur sl. árs af gjaldeyri landsmanna einungis 1,7% af landsframleiðslu, og í apríl spáði hann að sá afgangur yrði 2,4% í ár - tala sem getur verið orðin úrelt vegna áhrifa kjarasamninga. Að auki má ekki gleyma, að ríkið þarf að greiða skv. tölum AGS úr 4. skýrslu um 50 ma.kr. í fyrstu greiðslu af AGS lánapakka 2012, þ.e. því ljóst að það getur verið varasamt að leiða hagfræðina hjá sér, við endurskoðun sjávarútvegsmála.
  2. Þetta setur mjög strangar skorður við því hvað hægt er að gera. Ég held samt að það sé rangt, að það sé skaði að banna veðsetningu kvóta. En, ég tel að þ.s. máli skipti sé í reynd, að fyrirtæki hafi tryggar tekjur í nægilega langann tíma. Að heimila veðsetningu kvóta gengur gegn prinsippinu um eign þjóðar á auðlynd. Ég vil meina, að það ætti að duga að hnika til því til - til hve margra ára, nýtingarsamningur er!
  3. Síðan þarf einhverskonar sátt við byggðir landsins, með úthlutunum kvóta til smærri byggða. Klárt að það er ekki sama hvernig þetta er gert. Pólitísk úthlutun til eins árs í senn, er augljóslega stórfellt gölluð aðferð. Það er tel ég klárt rétt hjá sérfræðingunum, að 1. ár sé alltof studdur tími, til þess að rekstraraðilar geti gert áætlanir um rekstur fram í tímann. Það skapi óhagkvæmni og kostnað, þ.e. óhagkvæmni sjálfs rekstrar og að auki þeir geta ekki tryggt sér sölusamninga nægilega langt fram í tímann, til að fá hagstæð verð. Síðan bætist við, ótti um það að úthlutun verði spillt.
  • Það mætti hugsa sér nýtingarsamninga til 5. ára í senn, þegar kemur að úthlutun til smærri báta í byggðaskyni eða til strandveiða.
  • Úthlutun þeirra getur verið með lotterí-aðferð. Slík aðferð ætti að geta verið nægilega sanngjörn.
  • Fyrir þá sem eru fyrir, mætti þó hafa þá aðferð, að setja fyrst þá í pottinn þegar úr er dregið, þegar 5. árin eru liðin. Hafa 2-drætti.
  • Seinni drátturinn verði úr þeim afla til skiptingar sem til afgangs sé, eftir fyrri drátt. Þá fari í pott, nöfn þeirra sem óska eftir því að komast í kerfið.
  • Ef enginn afgangs afli er, eftir fyrra drátt verði ekki dregið í annað sinn. 
  • Varðandi pólitískar úthlutanir til sjávarútvegs fyrirtækja, þarf mjög strangar reglur um slíkar úthlutanir til að forðast spillingu - einn möguleikinn gæti verið, að Byggðastofnun sé falið að úthluta slíkum kvótum. Hugmynd að það geti reynst vera minna spillt leið. Hún fái einfaldega verklagsreglur um slíkar úthlutanir, sem henni ber þá að fylgja.
  • Varðandi nýtingarsamninga til stórra útgerðar aðila, mætti ef til vill lengja tímabilið í 20 ár. Að auki, bjóða upp á möguleika á endurnýjun um önnur 10 ár. Sú endurnýjun sé þó ekki sjálfvirk, heldur verði farið í endurskoðun ári áður en 20. árum sé lokið, þannig að það liggi fyrir a.m.k. 6. mánuðum áður en tímabili er lokið, hvort engir þeir meinbugir hafi komið upp, sem hindri framlengingu samnings um önnur 10. ár.
  • Annar möguleiki væri, að sú endurskoðun fari fram fyrr, t.d. þegar 5. ár eru eftir af samningi, þannig að í reynd virkaði þetta eins og 2. 15 ára tímabil. Eftir það, fari kvóti aftur í þann pott sem fyrirtækið upphaflega fékk hann úr, og ætti möguleika á honum skv. þeim reglum sem um úthlutanir gilda jafns á við önnur fyrirtæki.
  • En ég tel að þ.s. máli skipti, svo fyrirtæki geti fjárfest og fengið fjármögnun, sé að hafa nýtingarsamning til nægilega langs tíma. Það sé í reynd ekki nauðsynlegt að geta veðsett kvótann sjálfann. Veðsetning verði bönnuð. Þannig prinsippið um rauneign þjóðar styrkt í sessi!
  • Með því að tryggja að fyrirtæki hafi tryggann afla til nægilega langs tíma, sé framlegð þess tryggð - sem ætti að þíða að aðilar ættu að treysta sér til að veita lánsfjármögnun, m.a. til þess að endurnýja skip. Að auki, ættu fyrirtækin að hafa nægilegt svigrúm til að skipuleggja sig til lengri tíma, þannig tryggt eigin rekstrarhagkvæmni.


Niðurstaða

Ísland er í alvarlegri stöðu vegna erlendra gjaldeyrisskulda. Eins og sést að ofan sbr. að nettó afgangur af gjaldeyristekjum sl. árs var einungis 1,7% af landsframleiðslu, og miðað við að sjávarútvegur á sl. ári skaffaði 40% gjaldeyristekna af vöruútflutningi; þá er gríðarlega mikilvægt að klúðra ekki endurskipulagningu sjávarútvegsstefnunnar.

En, Íslandi væri ekki að gagni, að endurskoða hana með þeim hætti, að Seðlabanki sjái sig knúinn til að lækka gengi krónunnar verulega, svo nægur afgangur af gjaldeyri verði til staðar á næsta ári.

En þá væri verðið, að lækka umtalsvert lífskjör almennings, en lífskjör á Íslandi eru nokkurn veginn: gjaldeyristekjur - kostnaður af gjaldeyrisskuldum = lífskjör.

En, þegar ráðherrar og þingmenn innan ríkisstjórnar gera lítið úr hugsanlegum efnahagslegum afleiðingum endurskoðunar sjávarútvegsstefnunnar, virðist annaðhvort sem að þeir skilji ekki að tekjur af sjávarútvegi eru cirka 1/3 af þeim tekjum sem hér halda uppi öllum lífskjörum, eða að þeir séu sáttir við þá útkomu að lífskjör myndu hugsanlega lækka.

Mig grunar að líklegra sé, að þeir skilji ekki það samhengi. 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband