Hvernig er rétt að stýra krónunni? Flot eða tenging, ef tenging, þá tenging við hvað?

Ég hef undanfarna daga verið að kynna mér þá þekkingu sem til staðar er í heimi hagfræðinnar, um það hvernig er best að höndla þau vandamál, sem felast í því fyrir ríki sem eiga mikið undir einni eða tveim auðlyndum, þegar kemur að peningastjórnun.

En, við lestur margra fræðigreina á undanförnum dögum, er mér ljóst að vandamál ríkja sem sem eru háð einni auðlynd um a.m.k. 20% af tekjum, á sviði vöru-útflutnings, eru um margt keimlík.

Þ.e. vandamálin eru þau sem við þekkjum, viðvarandi óstöðugleiki sem skapar allskonar efnahagsvandamál, m.a. verðbólgu og "boom/bust" þ.e. hin dæmigerða íslenska hagsveifla á sér sína samnefnara víða annars staðar í löndum, sem einnig eru háð einni auðlynd fyrir a.m.k. 20% af útflutningstekjum.

 

Stóra spurningin er - hverskonar peningastýring hentar slíkum hagkerfum?

Annað sem hefur komið í ljós við lesturinn, er að flest slík hagkerfi í dag viðhafa einhverskonar útgáfu af stýrðu floti. Algengt er að notast sé við verðbólguviðmið.

En sögulega virðast þessi hagkerfi oft lenda í vandræðum með fastgengisstefnu, en þ.e. vegna þess að þó þú leitist við að halda genginu föstu, þá verða samt eftir sem áður sveiflur í þeim tekjum sem fást frá aðalútflutningsgrein. Þær sveiflur valda verðlags víxlverkunum, hvort sem þér líkar betur eða verr, og þrátt fyrir mjög stífar tilraunir til stjórnunar og aðhalds, virðist sem að innlendur kostnaður samt hækki smám saman, og fastgengisstefna fyrir rest leiði til þess að samkeppnifhæfni glatast og hagkerfið lendir í kreppu. Þannig lenti bæði Ástralía og Nýja Sjáland í kreppu með sína fastgengisstefnu og var hún afnumin 1983 og '85 í Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Ég held að ef við leitumst við að ganga inn í Evru, sem má kalla hina "ultimate" fastgengisstefnu, þá sé mjög veruleg hætta á því að við endurtökum vandamál þessara ríkja, sérstaklega Nýja Sjálands sem var með mjög stífa slíka, og lenti á barmi greiðsluþrots og á gjaldþrotsbarminum var ákveðið að hverfa frá því hagstjórnarmódeli. Hann Alex Jurschevski - Recovery Partners sem kom hingað aðstoðaði stjv. þar.

  • Sennilega er það hagkerfi í heiminum sem líkast því íslenska, Nýja Sjáland.
  1. Um 50% vöru-útflutnings hjá þeim, telst "commodity" eða hrávara, en sauðfjárrækt er þeirra aðal-atvinnuvegur. Þetta er enn hærra hlutfall en hlutfall fisks hjá okkur.
  2. Eins og við, hafa þeir eldfjöll - sem þíðir að eins og við hafa þeir háhita-auðlynd í og með.
  • Peningastjórnun þeirra er stýrt flot með verðbólgumarkmiði, reyndar var seðlabanki Nýja Sjálands, sá fyrsti sem tók upp þessa aðferð.
  • Ég bendi á, að ef við skoðum löndin í kringum okkur, nánar tiltekið auðlyndahagkerfi, þá hefur Noregur stýrt flot með verðbólgumarkmiði og það hefur einnig Rússland, en ekki síst Kanada. Öll þessi lönd hafa umtalsvert hlutfall vöruútflutnings sem tengist "commodity" eða hrávöru - þó það sé nokkuð innan 20% hjá Noregi og Kanada.
  • En rannsókn hagfræðinga sem hafa rannsakað auðlynda-hagkerfi, hafa sýnt fram á að 20% sé cirka það lágmark hlutfall vöruútflutnings, sem þarf til að auðlynd sé að hafa umtalsverð áhrif á þróun gengis gjaldmiðilsins, þau eru þá nokkru minni hjá löndunum tveim, en t.d. Ástralíu og Nýja Sjálandi þ.s. mjög skýr tenging kemur fram við skoðun hagfræðinga.

 

Hverskonar hagkerfi er Ísland?

Vandinn við það að greina Ísland er auðvitað að greina rétt, hverskonar fyrirbæri Ísland er. En Ísland er sannarlega smáríki eða nánar tiltekið dvergríki. Það er því freystandi að bera Ísland saman við önnur dvergríki. En á hinn bóginn, þarf að passa sig í þeim samanburði að vera ekki að bera saman epli og appelsínur, því eftir allt saman eru dvergríki einnig mjög ólík innbyrðis. Ef menn vanda ekki valið á samanburðarríkjum, geta menn lent í móa með ályktanir og samanburð.

Fyrir síðustu helgi, var sagt frá því á vef Seðlabanka Íslands að fram væri kominn ný fræðigrein þ.s. Ísland væri greint í samhengi, og því svarað hverskonar gjaldmiðilsstýring líklega væri best:

Exchange rate policy in small rich economies“, eftir Francis Breedon, Þórarinn G. Pétursson og Andrew K. Rose.

Greinin setur Ísland í samhengi allra smáríkja til dvergríkja í heiminum, sem nánar tiltekið, hafa tiltekna lágmarks þjóðarframleiðslu á mann, svo sleppt er fátækum þjóðfélögum og Ísland einungis borið saman við sæmilega stöndug slík. OK, þetta virðist ef til vill leikmanni fljótt á litið sanngjarn samanburður. En, vandi við slíkann samanburð er, að smáríki geta verið mjög ólík fyrir utan að vera smá og tiltölulega rík:

  • Ísland er dvergríki - og dvergríki sannarlega auðsýna öllu að jafnaði meiri og tíðari efnahags sveiflur en stærri ríki.
  • En, Ísland er einnig hagkerfi sem er mjög háð auðlyndanýtingu, og það á einnig við skv. niðurstöðum fræðinga sem hafa stúderað auðlyndaháð hagkerfi, að því stærra sem hlutfall útflutnings kemur frá auðlyndum því stærri og tíðari eru efnahags sveiflur.
  • Ísland sem hvort tvegga í senn, dvergríki og mjög háð auðlyndum, er því eðlilega mjög sveiflukennt.

Það sem verður að hafa í huga, er að Ísland verður að setja í rétt samhengi, þ.e. við erum fyrst og fremst auðlyndahagkerfi "commodities exporting economy" eða "resource baced ecomy".

Þetta er mikilvægt, því okkar hagkerfi hefur margvísleg samkenni með öðrum auðlyndaháðum hagkerfum, sbr. Ástralía, Rússland, Nýja-Sjáland, Brasilía og auðvitað Noregi.

Síðan, þ.s. við erum örhagkerfi, þurfum við að greina nánar þau smærri auðlyndaháðu hagkerfi, sem finnast á hnettinum.

 

Gallar við grein þá sem vitnað er í á vef Seðlabanka Íslands

Stærstu gallarnir:

  1. Röng samanburðar lönd.
  2. Fræðilega umfjöllun um eðli hagkerfa sem eru háð auðlyndum, kemur hvergi við sögu, né er athugað hvort eða að hvaða leiti, auðlyndanýting spilar rullu í vali ríkja á gjaldmiðils stýringu.

Ég held því fram að þessir gallar séu það alvarlegir, að ritgerðin sé nánast "worthless".

Ég bendi fólki að skoða myndina á bls. 30 (32 í pdf) en eins og sést þar, er Ísland í hvert sinn "far outlyer". Það hefði átt að sýna rannsakendum, að þeir væru ekki með samanburðarhæf lönd við Ísland.

Lönd notuð í samanburðinum:

Andorra, Antigua, Aruba, Bahamas, Bahrain, Barbados, Bermuda, Brunei, Caymans, Cyprus, Equatorial Guinea, Estonia, Faroe Islands, French Polynesia, Greenland, Grenada, Guam, Guernsey, Iceland, Isle of Man, Jersey, Latvia, Liechtenstein, Luxembourg, Macau, Malta, Mauritius, Netherlands, Antilles, New Caledonia, Oman, Qatar, San Marino, Seychelles, Slovenia, St. Kitts & Nevis, St. Lucia, Trinidad & Tobago

  • Vandinn er sá að of mörg þessara landa eru þannig, að Ísland á ekki neitt sameiginlegt með þeim annað en smæðina og hugsanlega sambærilegt ríkidæmi í nokkrum tilvikum.
  • Þannig, verður meðaltal byggt á þíði þ.s. flest lönd hafa mjög ólíkann hagkerfisgrunn, að viðmiði sem hefur mjög lítið að gera við okkar aðstæður.
  • Ályktanir á slíkum grunni verða lítils virði.
  1. Ímyndum okkur að einhver ætlaði sér að vinna samanburð á fyrirtækjum, hann væri eigandi að frekar stöndugu sjávarútvegsfyrirtæki sem væri lítið.
  2. Síðan keypti hann könnun en sá sem kannaði, tæki ákvörðun um að skoða öll stöndug lítil fyrirtæki á Íslandi óháð starfssviði eða starfsgrein.
  • Þetta er þ.s. ég á við, að ef þú ert með rangann samanburð þá lenda ályktanir úti í móa.

Eins og þeir réttilega benda á, þá hafa flest dvergríki í heiminum valið að festa gengi sitt við stærri gjaldmiðil, en síðan sleppa þeir að greina nánar þau lönd ásamt Íslandi sem velja flot.

En, eitt af því sem kemur fram í litteratúr um lönd sem eru háð auðlyndanýtingu, er að þau velja flest í seinni tíð "flot".

Flot hafi marga kosti fyrir þau, þ.s. það ef rétt er stýrt, sé sveiflujafnandi fyrir hagkerfi sem séu háð auðlyndanýtingu. Fyrir slík lönd, magni tenging þvert á móti hagkerfis-sveiflur.

 

Vandinn er að of margir hafa fyrirfram gefnar hugmyndir!

Mjög margir í dag, hafa þá grunnhugmynd að Ísland eigi að tilheyra Evrópu, og það ágæta fólk stundar því stöðugann samanburð á Íslandi og löndum í Evrópu. En vandinn er sá, að mjög fá auðlyndahagkerfi er þar að finna þ.e. Noreg og Rússland. Norðursjávargas og olía er megni til þrotið í dag, svo sú auðlynd er ekki lengur að spila mikla rullu fyrir Danmörku. Einnig hefur gasvinnsla farið minnkandi út sjó hjá Hollendingum, og í dag teljast ekki Holland, Danmörk né Bretland til auðlyndahagkerfa. 

  • Margoft er þó spurt, af hverju gengur okkur ekki eins vel að halda niðri verðbólgu eins og Dönum - eða Hollendingum eða Lúxembúrg o.s.frv.?
  • Svarið er einfaldlega að þau lönd búa ekki við stöðugar sveiflur, frá stórum framleiðsluþætti sem er a.m.k. 20% vöruútflutnings og er hefur tíðar stórar sveiflur hvað varðar þær tekjur sem sá þáttur skilar.

Þetta snýst ekki um einhvern allsherjar klaufaskap við stjórnun, þó klaufaskapur geri íllt verra, heldur það að þ.e. mjög raunverulega erfitt að viðhalda jafnvægi í þjóðarbúskap þegar sveiflur í tekjum á þætti sem vegur t.d. 30% af vöruútflutningi verða reglulega á bilinu 10-20%.

  • Þetta er vandamál auðlyndahagkerfa oft titluð "resource curse" í fræðigreinum, og margar greinar um "resource curse" eru til, þ.e. helsið af því að vera með stóra og gjöfula auðlynd. 

En, auðlyndir eru einmitt tvíeggjað sverð, þ.e. þær skapa tekjur en því miður sveiflukenndar tekjur, og það er einmitt "volatility" eða ójafnvægi sem þær sveiflur skapa sem er vandamálið, þ.e. framkallar "boom vs. bust" eða hina dæmigerðu ísl. hagsveiflu sem við öll þekkjum, sveiflur í verðbólgu oft stórar og sveiflur í atvinnustigi og gjaldmiðli einnig oft stórar.

  • Þetta sveifluvandamál hverfur ekki þó við vildum - við getum ekki óskað það í burtu - það eitt að skipta um gjaldmiði fjarlægir þær ekki og ekki heldur þau vandamál sem þær búa til.

Sú stýring sem við þurfum að viðhafa verður að snúast um sveiflujöfnun, og í því verðum við að gera betur - en þ.e. einmitt vegna þess að við erum auðlyndahagkerfi, sem mjög - mjög ólíklegt sé að Ísland geti þrifist innan Evru.

  • En, samanburður við fj. ríkja sem tekið hafa upp Evru er ómarktækur, þ.s. fram að þessu hefur ekki eitt einasta auðlyndahagkerfi tekið upp Evru - né gengið í ESB. 
  • Munið Norðmenn höfnuðu inngöngu tvisvar!

 

Þessar tölur má finna á vef Hagstofu Íslands:

Útflutningur eftir vinnslugreinum apríl 2010-2011

Sjávarafurðir38,036,8
Landbúnaðarafurðir1,41,7
Iðnaðarvörur57,755,5
Afurðir orkufreks iðnaðar44,243,2
  • Orkufrekur iðnaður er megnið af útflutningi undir liðnum "Iðnaðarvörur".
  • Samanlagt fiskafurðir + afurðir orkufreks iðnaðar = 82,2% vs. 80%.
  • Hafið í huga, að ál er einnig "commodity" þ.e. hrávara.
  • Svo við höfum það á hreinu, þá er cirka 80% vöruútflutnings "commodities" svo okkar hagkerfi er mjög - mjög klárlega "commodities exporting" fyrst og fremst.
  • En í umfjöllun um auðlyndahagkerfi virðist útflutningur hráefna eða hrávara almennt séð, sýna svipaða hegðan, burtséð frá því hvort varan er málmur eða málmgrýti eða matvæli eða aðrar afurðir landbúnaðar en matvæli. Hér tel ég fisk með matvælum.
  • Við erum í flokki auðlyndahagkerfa með hvað einna hæst hlutfall vöruútflutnings tengdann auðlynd eða auðlyndum, og því erum við í flokki ríkja sem auðsýna hvað einna sterkust einkenni þau, sem auðkenna dæmigerð auðlyndahagkerfi.
  • Það er því nánast alveg brjáluð hugmynd, að það geti gengið upp fyrir okkur, að ganga inn í samstarf um Evru. Umræða þeirra sem einna mest halda fram þeim kosti, einkennist af því að þeir leitast við að gera sem mest lítið úr áhrifum auðlynda okkar á hagkerfið. Leitast við að kenna einfaldlega slæmri stjórnun, um það reglubundna sveifludæmi sem við höfum haft hér. Þó svo það sé einmitt eitt af höfuðeinkennum auðlyndahagkerfa, afskaplega dæmigert. Að auki, er algengt að kenna krónunni sjálfri um, sagt að hún sé óstöðug og vandinn einfaldlega greindur sem gjaldmiðilsvandi, því lausnin einföld að skipta honum út; en þetta umtal leiðir alveg hjá sér þá staðreynd að Ísland er auðlyndahagkerfi, og það að sveiflur á gjaldmiðlinum séu mjög verulegu leiti útskýranlegar með sveiflum í megin útflutningsgreinum sé fullkomlega nægileg sönnun að svo sé. Þannig að slíkar sveiflur einfaldlega hverfa ekki með svo einföldum hætti að skipta gjaldmiðlinum út, né þau vandamál sem þeim fylgja - það eina sem vinnst með gjaldmiðilsskipum er að fjarlægja sveiflujafnarann. Hvernig það á ekki að leiða til vandamála, þegar sveiflur verða áfram samt á ferðinni, er ekki nægilega útskýrt. Einhvern veginn neita menn að taka á því vandamáli. Síðan er stundaður stöðugur samanburður á eplum og appelsínum, og spurt þá bent á hagkerfi sem ekki eru auðlyndahagkerfi, af hverju ætti okkur ekki að takast að ganga inn í Evru? En staðreyndin er sú, að ekki eitt einasta auðlyndahagkerfi í dag tilheyrir ESB né Evrusvæðinu. Að auki, þá viðhafa auðlyndahagkerfi í heiminum flest hver óháð stærð þá stjórnun, að hafa eigin gjaldmiðil og verðbólgumarkmið. Það er einhver ástæða fyrir þessu vali.

 

Fræðileg umfjöllun!

Volatility and the Natural Resource Curse, Frederick van der Ploeg and Steven Poelhekke
  • "Fourth, countries that depend a lot on natural resources are much more volatile. Countries with a share of natural resource exports in GDP greater than 19% (the top quartile) have a staggeringly high standard deviation of output growth of 7.37 %-points.
  • Figure 2 also indicates that resource-rich countries have greater macroeconomic volatility.
  • Figure 3 shows that world commodity prices are extremely volatile and are the main reason why natural resource export revenues are so volatile. Crude petroleum prices are more volatile than food prices and ores & metals prices.
  • Volatility of agricultural raw material prices is less, but still substantial. Monthly price deviations of 10%-points from their base level (year 2000) are quite normal."
  • "These results suggest, in contrast to the previous literature, that volatility of commodity prices is a key feature of the resource curse."
  • regression 7d suggests that well-functioning capital markets reduce the effect that shocks in the resource share have on volatility.
  • Consistent with the model of section 2, a stable share of natural resources in GDP does not increase volatility by itself, but rapid fluctuations in the share through prices create liquidity constraints and harm growth.
  • Financial development gives a country the means to deal with sudden changes in resource revenues even when controlling for terms-of-trade shocks.

Það ætti ef til vill ekki að koma á óvart, að lykilbreyta skv. þeirra rannsókn í því hvort auðlynd valdi tíðum hagkerfissveiflum, sé tíðni vs. stærð verðsveiflna á viðkomandi afurð á mörkuðum.

  1. Svo þ.e. hlutfall útflutnings því hærra því meiri óstöðugleiki, vs. tíðni og stærð verðsveiflna.
  2. Að auki, þá virðist sem að þróaðri lönd með þróaðann fjármálastofnanir, geti unnið betur úr sveiflum óháð hlutfalli auðlyndar af landsframleiðslu.

Það gefur til kynna að þróuð lönd geti fundið leiðir til að draga úr neikvæðum hliðum þess, að hafa gjöfula auðlynd, svo þau njóti frekar kostanna.

  • "We have shown that the resource curse is foremost a problem of volatility."
  • Volatility can fortunately be reduced provided that countries have a sound financial system to cope with large and sudden fluctuations in resource income.
  • Fewer capital account restrictions, openness and physical access to world trade also lower volatility.
  • Countries can turn the curse even into a blessing, because we find evidence for a positive direct effect of natural resource dependence on growth after controlling for volatility.
  • The key to a turn-around for many resource-rich countries is financial development, ensuring openness...because the indirect negative effect of resource dependence on growth, via volatility, is much larger than any direct positive effect.
  • While it may be difficult to lower price volatility of resources themselves, it should be feasible to deal with volatility in a more efficient way. 

Með öðrum orðum, að hafa auðlynd er gott - svo fremi sem þér tekst að finna lausn á sveiflunum! Varðandi Ísland þá er sveiflan á mikilvægi sjávarafurða sl. 5 ár er á bilinu 35-40% af öllum vöruútflutningi. Megnið af restinni af vöruútflutningi er ál sem telst einnig "commodity".

  • Við erum því mjög klárlega í flokki þeirra lands sem hvað mest eru háð útflutningi á því sem á ísl. mætti kalla hrávöru sem gróf þíðing á orðinu "commodity" eða cirka 80% af vöruútflutningi.
  • Það að Ísland að auki er dvergríki magnar svo ástandið enn meir, þ.e. smærri ríki eru jafnaði óstöðugari en stærri.
  • Ef að auki hagstjórn er lélegt, þá bætir það í og eykur sveiflutíðni og stærð sveiflna.

Spurningin er þá hvernig sé rétt að glíma við sveiflur, sem er þá spurning um sveiflujöfnun?

Við höfum farið þá leið að vera með eigin gjaldmiðil til sveiflujöfnunar - við höfum opið hagkerfi - við höfum nokkuð vel þróað bankakerfi.

En, enn sem komið er, er okkur ekki að takast alveg nægilega vel, að glíma við sveiflurnar.

En til afsökunar má ef til vill færa, að við séum með frekar erfitt sveiflujöfnunar verkefni, þ.e. að vera svo óskaplega háð einungis 2. auðlyndum, á sama tíma að við erum dvergríki.

 

Er krónan hrávöru gjaldmiðill?

Commodity currencies and the real exchange rate, Paul Cashin, Luis F. Céspedes, and Ratna Sahay

Þetta er mjög áhugaverð grein fyrir okkur vegna þess, að höfundar taka sérstaklega fyrir öll hrávöru hagkerfi heimsins, og greina gjaldmiðla þeirra skv. þeirri forsendu, hvort virði þeirra stjórnist af verðsveiflum á hrávörumarkaði.

Þetta er lykilpunktur varðandi krónuna, hverskonar ella er hún.

Sjá Töflu 2. Þar kemur fram - að krónan er í hópi gjaldmiðla þ.s. ekki er unnt að sanna "0" kenninguna um engin áhrif virðis hrávara á þróun gengis. Fylgni er sterk eða 40,9%.

Þrátt fyrir þetta er fylgnin einna veikust, t.d. mun sterkari fyrir gjaldmiðil Ástralíu. Að auki þá stuðlar 10% hækkun á fiskverði einungis að meðaltali að 1,62% krónunnar að meðaltali.

Á hinn bóginn, þegar þeir könnuðu nánar orsakasamhengi sbr. Tafla 3, þá kemur í ljós að helmingunartími fyrir Ísland þ.e. sá tími er líður frá verðbreytingu á fiski til breytingar á gengi, er einungis 8. mánuðir. Sem þeir segja mjög skjóta aðlögun.

Að þeirra mati, sé snöggur aðlögunartími, sterk vísbending þess að það sé örugglega viðkomandi hrávara, sem sé meginstýring gengissveiflna viðkomandi gjaldmiðils.

Ergo - krónan er hrávöru gjaldmiðill.

 

Real Exchanges Rates in Commodity Producing Countries: A Reappraisal; Vincent Bodart1, Bertrand Candelon2, Jean-Francois Carpantier3

Þessi grein er áhugaverð, því hún er endurskoðun, þ.e. endurtekur sambærilega greiningu.

  • "Anticipating on our results, we nd that the price of the leading commodity is a long-run determinant of the real exchange rate of countries where the main commodity accounts for at least 20 percent of the total merchandise exports of the country.
  • We also find that the higher the specialization of the country, the larger the elasticity."

Því miður slepptu þeir öllum þróuðum ríkjum. En, niðurstaða þeirra er þó áhugaverð, að þeir finna sterkt samhengi milli verðþróunar gjaldmiðils og útflutningsafurðar ef hún nær því að vera 20% af vöruútflutningi.

Þessi niðurstaða má segja að staðfesti niðurstöðu fyrri rannsakendanna, og verður að telja mjög líklegt að þeir hefðu séð sömu fylgni með Íslandi og krónunni, með fiskafurðir milli 30-40% vöruútflutnings. Síðan ál cirka önnur 40% vöruútflutnings, samtals um 80%.

 

Ástralía og Nýja Sjáland, 2 þróuð auðlyndaháð lönd!

Commodity currencies, Yu-chin Chen and Kenneth Rogoff

  • To varying degrees, all three countries can plausibly be described as ‘commodity economies’, due to the large share of their production and exports accounted for by primary commodity products.
  1. For at least the past decade, commodities have maintained a 60% share of Australia’s total exports, with wool, wheat, and various metals being examples of its leading exports.
  2. In New Zealand, while the share has declined from a hefty two-thirds in the late 1980s, primary commodities continue to account for more than half of its total exports in recent years.
  3. By comparison, Canada has a larger and more developed industrial base, though it continues to rely on commodity products such as base metals, forestry products, and crude oil for more than a quarter of its exports. 
  • The world prices of commodity exports, measured in real US dollars, do appear to have a strong and stable influence on the real exchange rates of New Zealand and Australia.

Takið eftir hvað Ástralía og Nýja Sjáland, mynda áhugaverðann samanburð við Íslands, með a.m. 50% útflutnings innan skilgreiningarinnar "commodities" eða afurðir auðlynda.

Niðurstaða greiningar er, að hvað Ástralíu og Nýja Sjáland varðar, virðist raunverulega sveiflur í verði þeirra afurða er koma frá auðlyndum, ráða mestu um sveiflur í gengi.

 

Exchange rate policy in advanced commodity exporting countries, Australia and New Sealand, Adrian Blundell-Wignall and Robert G. Gregory

Það sem kemur fram í grein þeirra er áhugavert, en þ.e. að í báðum löndum síðan stýrt flot var tekið upp á 9. áratugnum, hefur gengi beggja fylgt mjög nákvæmlega sveiflum í á markaðsvirði helstu útflutninga-afurða beggja landa. 

Í báðum löndum var stýrt flot tekið upp, eftir að fastgengis-stefna hafði endað með brauki og bramli á seinni hluta 8. áratugarins. En, ég þekki það úr öðrum áttum að Nýja Sjáland varð nærri gjaldþrota.

En vandinn var sá, að þó svo leitast væri við að halda gengi föstu til að lágmarka verðbólgu, varð ekki hjá því komist að sveiflur urðu samt. Í báðum löndum hrakaði samkeppnishæfni jafnt og þétt, þ.s. sveiflur í verðum á útflutningi leiddu inn í hagkerfin í verðsveiflur innan þeirra, sem framkallaði verðbólgu og hækkandi raungengi, þannig að verð og laun hækkuðu og að lokum komust bæði hagkerfin í vanda þ.s. útflutningi hrakaði - Nýja Sjáland eins og þekkt er úr öðrum áttum varð nær greiðsluþrota.

Síðan stýrt flot var tekið upp á 9. áratugnum, hafi verulegar sveiflur orðið á gengi, sem hafi ímist hækkað eða lækkað í báðum löndum, en í takt við sveiflur í afurðaverði. Þetta hafi þó samt skilað lægri verðbólgu í báðum löndum, og það tap í samkeppnishæfni sem varð á 8. áratugnum hafi ekki verið endurtekið.

----------------------

Það áhugaverða er, að þegar verð hækka þá virðast bæði löndin hækka gengið til þess að draga úr verðbólguáhrifum sem annars verða, þegar vel árar í útflutningsgreinum þ.e. verðin eru góð.

Með þeirri stýringu hefur þeim tekist að sögn, að ná fram lægri raunverðbólgu með floti en fastgengisstefnu, þó svo sveiflur á genginu hafi oft verið umtalsverðar.

Best að muna að í þessu njóta þessi hagkerfi að vera mun stærri þjóðfélög. Vegna þess að við erum örhagkerfi, þá hefur reynslan sýnt að gengishækkun getur verið áhættusöm leið - þetta getur samt verið stýriaðferð að semja við verkalýðsfélög að heimila gengishækkun í stað launahækkana. Þá er víxlverkan launa við verðlag forðað.

En, þessu þarf samt að stilla í hóf, því ekki má hækka svo gengið að skapist viðskiptahalli eða að útflutningsgreinar lendi í vanda.

Reynsla þessara 2-ja landa er þó ef til vill til eftirbreytni, að velja frekar að sveifla genginu upp þegar tekjur í útflutningi aukast, auka kaupmátt með þeim hætti sem þá ekki er verðbólguhvetjandi heldur þvert á móti, dregur úr henni.

 

Rússland, stærsta auðlyndaháða hagkerfi heimsins!

OECD: Economic Survey of the Russian Federation, 2009

"Initially, there was the 50% real depreciation of the rouble at the time of the 1998 crisis,
which sparked a recovery driven by import substitution and facilitated by substantial underutilisation of capital, allowing rapid growth to occur without high rates of investment."

"This episode revealed the weakness in the monetary policy framework and illustrated that holding to
a fixed exchange rate or managing a float for an extended period is difficult, as serious conflicts with fundamentals are likely to arise sooner or later, particularly in a commodity‑dependent economy."

"The sharp depreciation of the rouble against the dollar in particular (related to falling oil prices and the deterioration in the private capital account) greatly increased the burden of foreign currency corporate debt, which has risen considerably in recent years."

Eins og sést af skýrslu OECD þá upplifði Rússland mjög sambærilegt "boom and bust" því sem kemur okkur kunnuglega fyrir sjónir, þ.e. fyrri krýsa endar með stóru gengisfalli sem framkallar hraðann viðsnúning, síðan kemur hagstæð verðþróun sem hækkar um tíma lífsstandard og verður mikil aukning á innflutningi. Skuldsetning eykst einnig bæði innlend og erlend. Síðan, þegar verðfall á mörkuðum á helstu útflutningsmörkuðum verður, hrynur rúblan - erlend lán hækka í hlutfalli við rúblu, lífskjör versna snarlega, verðbólga fer af stað. 

Ekki kemur það fram í þessari skýrslu, en í dag hefur Rússland aftur rétt við sér, og hefur hækkað verð á olíu og gasi, skilað þeim viðsnúningi. Þetta hefur einnig skilað því að gengi rúblu hefur styrkst nokkuð á ný. Lífskjör fara aftur batnandi.

Svona "boom-bust-boom" könnumst við mjög vel við, ekki satt? :)

 

Accumulation of Foreign Exchange Reserves and Long Term Growth, Victor Polterovich - Central Economics and Mathematics Institute, RAS; Vladimir Popov - New Economic School (NES), 2003, NES Working Paper  

"Cross-country regressions, reported in this paper for 1960-99 period, seem to suggest that the accumulation of foreign exchange reserves (FER) contributes to economic growth of a developing economy by increasing both the investment/GDP ratio and capital productivity. We offer the following interpretation of these stylized facts: (1) FER accumulation causes real exchange rate (RER) undervaluation that is expansionary in the short run and may have long term effects, if such devaluations are carried out periodically and unexpectedly; (2) RER undervaluation allows to take full advantages of export externality and triggers export-led growth; (3) FER build up attracts foreign direct investment because it increases the credibility of the government of a recipient country and lowers the dollar price of real assets. A three-sector model of endogenous economic growth (including a consumer good sector, investment good sector and an export trade sector) is suggested to demonstrate how undervaluation may improve social welfare. Concepts of FER accumulation trajectories and equilibrium trajectories are introduced. It is demonstrated that small udervaluation of the equilibrium exchange rate may be wealth improving."

Þetta er áhugaverð aðferð, og hann réttilega bendir á að hún hefur verið stunduð í nokkrum löndum Asíu, Kína er þekktast í dag.

En hún felst í því að útflutnings tekjur í reynd eru skattlagðar, en í reynd er þetta form af skattlagningu. Þannig, að hlutfall þeirra er alltaf lagt inn í gjaldeyrisvarasjóð.

Þar sem allar útflutningstekjurnar skila sér ekki inn í hagkerfið, þá veldur þetta stöðugri undirverðlagningu á gjaldmiðlinum og hún er í hlutfalli við raunskattlagningu þá sem er framkvæmd, þ.e. hvaða hlutfall gjaldeyris-innkomunnar er tekinn inn í sjóðinn. 

Undirverðlagning gjaldmiðilsins viðheldur samkeppnishæfni útflutnings, sem felst í sjálfvirk hvatning til frekari fjárfestinga í útflutningsatvinnuvegum.

Ef stöðugt er tekið sama hlutfall útflutningstekna í sjóð, þá stækkar hann sífellt, og einnig sífellt hraðar eftir því sem útflutningur eykst. Sjóðamyndunin sjálf, síðan skilar auknum trúverðuleika gjaldmiðilsins og hagkerfisins einnig.

Þetta er alveg hárrétt hjá honum, að þetta er fær aðferð eins og margsannað er fyrst af Japan, síðan S-Kóreu og nú Kína. Kína er frægt fyrir þann óskaplega stóra sjóð sem þeir hafa safnað með þessari aðferð.

Fyrir auðlyndahagkerfi, getur verið að þessi leið sé sérdeilis áhugaverð, því slíkann sjóð er einnig unnt að nýta til sveiflujöfnunar, eins og lagt er til í næstu grein.

 

Exchange Rate in a Resource-Based Economy in the Short-Term: The Case of Russia, Vladimir Popov, New Economic School (NES), 2005

"What should be the appropriate macroeconomic policy to minimize the volatility of output in a resource-based economy, i.e. in an economy that is highly dependent on export of resources with very volatile world prices? This paper examines the sources of volatility of output in Russia as compared to other countries and concludes that in 1994-2004 volatility of Russian growth rates was mostly associated with internal monetary shocks, rather than with external terms of trade shocks."

"In all countries that export resources with highly volatile prices, like Russia, volatility of economic growth is associated with volatility of RER, which in turn is mostly caused by the inability to accumulate enough foreign exchange reserves (FOREX) in central bank accounts and in stabilization funds (SF). However, in Russia, volatility of RER and GDP growth rates in recent 10 years was associated not so much with objective circumstances (terms of trade – TT – shocks), but with poor macroeconomic policies – despite intuition, volatility of real exchange rate (RER) was caused mostly by internal monetary shocks rather than by external terms of trade shocks."

"It is argued that the good (minimizing volatility) macroeconomic policy for Russia would be (1) not to generate monetary shocks (2) to cope with inevitable external shocks via changes in FOREX and SF, while keeping the RER stable."

  • Eins og fram kemur hjá Popov hafa stjórnunarmistök hjá hagkerfis stjórnendum verið einna versta efnahags vandamál Rússa. Hljómar kunnuglega.
  • Popov leggur til, að gjaldeyrisvarasjóði sé beitt til sveiflujöfnunar, þannig að þegar verð eru hagstæð fyrir aðalútflutningsafturð sé safnað í sjóð, síðan sé sjóðnum varið til að greiða fyrir halla á viðskiptajöfnuði er verður þegar lægðir koma í verð á aðalútflutningsafurð.

Þannig sé verðbólgu haldið í skefjum með því að halda genginu stöðugu.

Veikleiki þessarar aðferða er klárlega sá, að sveiflur geta verið misstórar eftir tímabilum, og það í báðar áttir. Þær geta einnig varað mislengi. Ekki víst að sjóðurinn dugi.

En hugsanlega getur slíkur sjóður samt tekið fyrir skammtíma sveiflur, - en ólíkegt að nokkru sinni verði unnt að búa til svo stórann sjóð að hann geti dekkað stóra sveiflu sem varir eitthver árabil.

Klárt að hugsa þessar 2. greinar í samhengi.

 

Can Oil Prices Explain the Real Appreciation of the Russian Ruble in 1998-2005?, Kirill Sossounov, Oleg A. Zamulin.

Ég skoðaði þessa grein ekki nákvæmlega, þ.s. hún fjallaði ekki um lausnir. En, fram kemur að olíuverð er ekki öll skýring hækkunar, heldur hafi einnig verið "investment boom" sem hafi komið ofan á þær hækkanir sem þeir geti skýrt með olíuverðs hækkunum.

En, slík "boom" eru mjög kunnugleg hér heiman að, og fram kemur hjá öðrum greinendum að þau eru klassísk þegar stjórnvöld gleyma morgundeginum og þjóðfélagið einnig - allsherjar bjartsýniskast gagntekur. Svo kemur dæmigert "bust". En, þegar þarna kemur við sögu er "bustið" ekki enn komið. En við vitum í dag að það átti sér stað í Rússlandi 2008.

Greinin er einfaldlega lýsing á hagkerfi statt inni dæmigerðu "boom"-i sem við könnumst við.

Þau eru einmitt eitt af einkennum auðlyndahagkerfa. Dæmi um stjórnunarvanda sem getur einkennt þau, þegar hagstjórnendur magna sveifluna frekar en að tempra hana.

 

OECD - Economic Survey of Russia 2009: Annex 3A.1 Inflation targeting in emerging markets and commodity-exporting countries, p. 90

Ég bendi á þessa grein, en þar má finna áhugaverðar nýlegar pælingar um stjórnunarvanda auðlyndahagkerfa.

 

Aðrar áhugaverða umfjallanir!

Monetary unions, external shocks and economic performance: A Latin American perspective, Sebastian Edwards, 2006

"I find that belonging to a currency union has not lower the probability of facing a sudden stop or a current account reversal. I also find that external shocks have been amplified in currency union countries. The degree of amplification is particularly large when compared to flexible exchange rate countries."

Þessi niðurstaða er áhugaverð sérstaklega vegna þess, að hún kemur fram áður en vandamálin á Evrusvæðinu, fóru af stað. 

Það merkilega við þessa niðurstöðu er að, alveg sama hvaða mælinga-aðferð hann beitir, þá byrtist alltaf þessi niðurstaða að hagkerfis-áhættan eykst með því að leggja af eigin gjaldmiðil. Svo niðurstaðan er "robust".

 

Commodity Risk Management and Development, Donald F. Larson - World Bank Development Research,  Group, Panos Varangis - World Bank - Agriculture and Rural Development Department, Nanae Yabuki - United Nations - Food and Agriculture Organization (FAO)

Ég held samt að mér lýtist ekki almennilega á þessa leið, en þetta snýst um að dreifa áhættunni með því að stunda veðmál um verðþróun, sbr. "hedging" - sem sagt kaup á afleiðum þ.s. spáð er í verð, og keypt skv. þeirri spá eða veðmáli. Þannig leitast við að minnka áhættu.

Þetta er sambærileg aðferð við það sem bankarnir stunduðu þegar þeir veðjuðu ímist með eða á móti krónunni, til að stýra gengisáhættu sinni.

Það havarí sem átt hefur sér stað á alþjóðamörkuðum, síðan 2008 hefur sýnt að þessi aðferð er einnig áhættusöm. Röng veðmál geta leitt til mjög umtalsverðra tapa.

 

Sjá einnig - Escaping the resource curse , Jeffrey Sachs and Robert E. Stiglitz.

Þetta er heil bók og ég lagði ekki í það verk að lesa hana spjaldanna á milli!

 

Er þetta launin sem við erum að leita að?

A Proposed Monetary Regime for Small Commodity Exporters: Peg the Export Price (‘PEP’)* Jeffrey Frankel, Harvard University. 

  • "The currency regime proposed in this study is not for everybody. For small countries, though, where a single commodity such as gold or oil makes up a large share of national production and exports, a novel strategy of pegging the currency to the price of that commodity might make sense.
  • Of course, this commitment would mean giving up the benefits of discretionary monetary policy, but some small developing countries have found those benefits to be elusive at best, and so have either already given up monetary independence anyway or are considering doing so.
  • For such a country, a peg to its export commodity may give the best advantages of both worlds: the enhanced credibility that dollarization or the gold standard is traditionally supposed to deliver, combined with the automatic adjustment to terms of trade shocks that floating rates are in theory supposed to deliver."

Ég rakst á þessa grein í einni af þeim mörgu netleitum ég gerði á "scolar.google.com" sem er undirleitarvél google sem leitar einungis í samhengi fræðigreina.

Þessi aðferð gæti hugsanlega virkað fyrir Ísland, en þá þarf að vera til staðar einhver leið til að vita dagleg markaðsverð fyrir fisk á erlendum mörkuðum.

Gengið okkar sé tengt sem að hans mati nái fram kostum tengingar, en á sama tíma vegna þess að gengið fylgir sveiflum í okkar aðal útflutningsafurð lendum við aldrei í vandræðum, með samkeppnishæfni í þeirri grein.

Þetta auðvitað gengur einungis meðan, sú grein er áfram ríkjandi undirstaða hagkerfisins. Um leið og einhver önnur grein, sem hefur aðra sveifluvirkni verður meir ríkjandi, þarf að endurskoða þetta. Hann nefndi þó möguleika, að það ætti einnig að vera unnt að tengja gengið við körfu sem búin er til úr megin grunnhagkerfis þáttum. 

Þannig gæti gengið verið tengt við fiskverð vs. verð á áli. Gengið fylgt einhvers konar vegnu meðaltali þeirra þátta. Þá væri komið tenging við 80% okkar vöru-útflutnings. 

Kannski er þetta lausnin sem við erum að leita að.

 

A Comparison of Monetary Anchor Options, Including Product Price Targeting, for Commodity-Exporters in Latin America - Jeffrey Frankel, Harvard University, 2010.

Frankel er klárlega með frekari umfjöllun um sína meginhugmynd í þessari nýju grein. Þetta er þó einungis hlekkur á "abstract" en þeir sem hafa áhuga geta í gegnum þessa síðu keypt greinina og niðurhalað henni.

 

 

Niðurstaða

Niðurstaðan er sú, að vegna þeirrar þarfar að jafna sveiflur, kjósa auðlyndahagkerfi almennt í dag, að viðhafa peningastjórnun með beitingu eigin gjaldmiðils sem þá tekur sveifluna, ímisst upp eða niður.

Reynsla Ástrala og Nýja Sjálands er góð, og áhugavert sérstaklega að hjá þeim hefur flot stuðlað að lækkun verðbólgu. Lykilatriðið þar virðist að þeir hækka gengið, í stað þess að hækka laun.

En gengishækkun er verðhjaðnandi en henni beita þeir þegar aukning verður í tekjum af auðlyndum, þannig að lífskjara-aukning er tekin út með kaupmáttaraukningu í formi gengishækkunar í stað launahækkana.

Gengið lækkar síðan á móti, þegar tekjur að meginútflutningsgreinum lækka. Þannig sveiflujafna þeir og um leið, forða því að vandræði skapist innan megin útflutningsgreina þegar tekjur lækka. Þetta sýnist mér vera mun snjallari leið en hér einatt er farin.

En, við höfum farið þ.s. kalla mætti verðbólguleið. Þ.e. í stað þess að láta gengið sjálft hækka, er raungengi hækkað með krónutölu- eða prósentuhækkunum launa sem fjölgar þeim krónum sem hver og einn fær greitt í laun. Þá á alltaf sér stað víxlverkan kaupgjalds og verðlags.

Þetta skapar mikla oft á tíðum verðbólgu, án þess að kaupmáttur hækki nærri því eins mikið og nemur fjölgun króna í launa-umslaginu. Þvert á móti sýnist mér, að launþegar myndu græða mikið - mikið meir að fylgja dæmi Ástrala og Nýja Sjálendinga.

Eins og ég sagði, hækkun gengis framleiðir ekki verðbólgu heldur lækkar hana, svo kaupmáttaraukning kemur fram ómenguð. Lægri verðbólga síðan þíðir að vextir verða lægri - lán viðráðanlegri og að auki sparnaður varðveitist frekar.

-----------------------------------

  • Þarna sýnist mér að frekar einföld stefnubreyting geti skilað mjög miklu!
  • Að auki má benda á hugmynd Popovs að safna alltaf hlutfalli gjaldeyrisinnkomu í gjaldeyrissjóð. 
  • Mér finnst alveg íhugunarverð hugmynd Frankels, að tengja krónuna við okkar helstu útflutningsafurðir. Þetta er skemmtileg aðferð. Má vera eins og hann leggur til, að hún geti einmitt verið vænleg leið fyrir lítið og mjög auðlyndaháð hagkerfi. En, hann beinir hugmynd sinni eingöngu að slíkum hagkerfum. Þetta sé að hans mati leið, til að éta kökuna en eiga hana samt, þ.e. að hafa hvort tveggja í senn trúverðuga tengingu og um leið sveiflujöfnun. Ég bendi á að með þessari aðferð, þá kemur bæting lífskjara alveg sjálfvirkt inn þegar verð hækka á erlendum mörkuðum, því þá hækkar gengið og sú hækkun eykur kaupmátt án þess að auka verðbólgu. Svo þessi aðferð er ef til vill mjög hentug fyrir okkur.

Ég þakka þeim sem höfðu fyrir því að lesa þessa grein, sem ég hef tekið nokkra daga að safna þessum upplýsingum fyrir. En, þessar greinar sem ég bendi á, eru rjóminn af því sem ég er búinn að lesa og skoða sl. daga.

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég verð að viðurkenna það að ég þurfti að lesa þessa grein tvisvar sinnum til þess að ná innihaldi hennar nokkuð vel og tel mig hafa náð því nokkuð vel þá.  Þessi grein er hreinasta snilld og ég tel að það þurfi mann með MEIRA en meðalgreind til þess að fjalla um þetta málefni á svona faglegum forsendum og þú gerir í þessari grein.  Mér er bara orða vant og vona bara að fleiri lesi þessa merku grein þína og vona að þú komir henni sem víðast á framfæri. 

Jóhann Elíasson, 14.6.2011 kl. 13:52

2 Smámynd: Rauða Ljónið

Góð grein Einar takk.
kv, Sigurjón

Rauða Ljónið, 14.6.2011 kl. 16:16

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Efnahagslegir  veikileikar Íslands er ekki stöðugur tekjur af iðjuverum, og stöðugur tekjur af sjávarútvegi í dag.

Hér er það skortur á IRR langtímaveðlánum til fjármáhagslegra fjárfestinga til stofnunnar heimila og rekstrafyrirtækja, sem vantar 100%. Ótrúlegt en satt, svo ótrúlegt að engin gefur sér það sem forsendu þegar hann skoðar hlutina að ofan á skammtíma forsendum. 

IRR lánsform eru langtíma verðtryggingar erlendis. Valkostur fyrir þá sem vilja ekki taka áhættu á YTM skamtíma fjárfestingum, hlutabréf og viðskipta bréf  vsk rekstrar. IRR lánformin er veitt af ríki og auðmönnun og félagasamtökum, og lánstoðnum erlendis til verðtyggja þeirra reiðufé. Á ensku kallast þau "financial investments"  mortgage bonds meðan skammtíma <= 5 ár lánformin eru YTM svo sem stock bonds. Reynslan og fræðin [bókahlds og strærðifræði] sanna að YTM getur alls ekki verðtyggt allmennt til [eilífðar]   og til að minnka áhættu er best að eiga mörg mismuna hlutabréf og visðskiptabréf. Sumir geta þó grætt mikla raunvaxtatekjur með tapið lendir á hinum sem veðjuðu ekki á rétt. Tóku virkilega áhættu á neytendamakaðinum.

Algengir IRR fjárfestingar grunnar eru húsnæði YTM rekstrarins, starfsmanna líka.  Hhráefnis grunnar, landbúnaður, olíulindir, fiskveiðar, skógarhögg, námur,.... einnig í vaxandi mæli  frumvinnsla á upptöldu. 

Best fyrir Íslend er að ákveða hér hvað eiga að vera innland verðtryggingar eða fjáfestingar grunnar. Vertrygging í langan tíma felur í sér festingu fjármags,  sem nýtist ekki í áhættu starfsemi á meðan.

IRR sjóður sem verðtryggir verður að verðtryggja útlánaveltu til að ekki verði tap á verðtryggingar sjóðnum.  Hann fylgir CIP sem mæli verð á neytendkörfu starfsmanna, sem vald eftirspurninni á neytendmörkuðum. CIP mælir ekki verð á neytenda körfu þeirra 10% tekjuhæstu eða 10% tekjulægstu.

IRR sjóður er ekki ávöxtunarsjóður heldur sjálfstætt fasteignaveðsafn sama fjölda útlána ár frá ári.  IRR sjóður getur fjölgað söfnum hinsvegar.  Fasteignir eru hér allt sem má breyta í reiðufé á 24 tímum. 

Hér þarf að mennta mannauðinn í eidnfölum grunvallarforsenum Aljóðfjármála. Til dæmis að Eiginfé eru skuldir í tvíhliða bókahaldi sem á alltaf að stemma við hreina eign og hreinar skuldir á móti eignum: hrein merkir á uppboðsverði.   Hrein eign = Eiginfé + skuldir [til lánadrottna; ytri skuldir] Eingfé er skuldir við eiganda/ eigendur, framtíðina vegna viðhalds nauðsynlegara  rekstraeigna [varjöfnunarsjóður], í fjámálastarsemi eru þetta líkar varsjóðir vegna almennra verðlagshækkanna [verðbólgu] sem hækka og lækkar þannig að vaxi stöðust á lengri tímabilum en 5 ár, það er gert er ráð fyrir línulegum vexti.  Þegar rætt eru um 30 ára lán erldis er spurt um verðbólgu á 30 árum, ef hún er ráðgerð 90 % þá verður hún 3,0% að meðlatali á ári.  Hér ef útlendingar fara í exel og greða þannig samkvæmt fræðunum ráð fyrir línilegum vexti verðbólgu og setja inn 3,0% er upphæðir  til veðtrygginga ekki 90% á síðast gjaldadaga heldur 142%.  Þetta gerir erlenda vertrygginga fjárfesta hrædda við ráðgerða [expected oxford enska] verðbólgu hér.  Hér valda þess reiknilíkön því að veð verða að hækka í samræmi   um í þessu dæmi um 52% á árum. Misræmi til skammar hér. Veð í fjármálkerfinu erlendis eru reiðufjárgreiðslugeta lántaka bréfanna [ekki greiðsla með nýjun láni], bakveð í fasteignum sem fylgja verði CIP á löngum tíma.

Hér sjá útlendingar á spurningu og yfirlýsingum mannauðsins að hann skilur ekki grunninn í alþjóðlegum hagfræði  og fjármálavísindum. CIP mæling tryggir að almenn laun hækka, það tryggir að almennt verðlag hækkar, gróði vsk. hlutabréfa ef eftirpurn minnkar ekki, þá er líka eðlilegt að byggingaaðilar og fasteigna salar fá líkakauphækkun og þess vegna veldur CIP verðtrygging á fasteignalánum ekki verðbólgu um fram ráðgerða. Verðbólga umfram ráðgerða verður ef raunvextir á fasteignalánum tengdum nauðsynlegum rekstri grunni kauphallan, fara ysir 1,99% í UK t.d. Það er óþarfi að hækka útlánveltuna meira. Reiðufé til fjárfestinga [verðtrygginga] er allta erlendis tekjur umfram gjöld á uppgjörstímabili í öllum geirum. 

Hér er augljóst að margt tryggir að hér þarf að leiðrétt eignaverð innanlands gangvart útlendingum sem eigum viðskipti við. Því meir sem viðskiptin eru það er rétt því meir leiðrétting. Gullhús kostar það sama í UK og Íslandi. Það er Íslandi að kenna að veð fara úr böndunum.  Raunvextir á verðtyggingarlánum valda eðlilgri verðbólu  um 3,0 %  ef stilltir á 1,99%. 4,5 % sem vaxa upp í átta og eru að meðaltali um 6,0% á íbúðlánum hér skila eftir að þroska útlánaveðsafns er náð, 6 % raunvöxtum ef verðbólga verður 18 % minnst. Veðin vaxa í bókahaldi sjóðanna þótt ríkið skattleggi þá og niður greiði svo niðutr verðbætur. Þetta er einu viðurkendu hagfræðin í stöndugu ríkjum heims. Skil á IRR og YTM, CIP mældur rétt. Alltaf gert ráð fyrir línulegri verðbólg, útlána í 30 ár söfnum taka mið af 30 ára verðbólgu [hér þarf að svindla gerða ráð fyrir 30 ára verðbóglu í USA].   Verðtryggina sjóði má reikna út með því að gefa sér verðbólgu. Þá sést að ef lánstími er fimm ár er sjóður sjálfbær eftir 5 ár. Ef vextir til hækkunar útlána umfram ráðgerða verðbólgu [um 3,0% að meðaltali] fara ekki yfir 1,99% þá verður að loka sjóðnum  til að innheimta eigin féð það tekur 5 ár.   IRR sjóðir er til að tryggja greiðslur framtíðar iðgjalda erlendis ekki til að borga þær fyrir samtíman þá. Hér er búið að breyta IRR lífeyrisjóðum í YTM, það er vél sem skilar reiðufé þegar sjóður hættir safni er lokað en étur miklu meira en 1,99% á ári, og kyndir undir hækkannir á tekju launþega, fasteignaverði.

Valið á frjálsum mörkuðum er örugg langtíma verðtrygging eða  tækifæri á á græða meira en hinir á eigin ábyrgð.  Ísland er ekki samburðarhæft sem sinn hagfræði grunn sem eru órökréttur og ekki í samræi í aðalatriðum. Íslendinga verða að læra að leggja á, þjálfun Dana í kenna okkur að stand í skilum er hin hliðin í tvíhliða bókahaldi: öfugur orðforði.  

Júlíus Björnsson, 14.6.2011 kl. 17:02

4 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég vil þakka fyrir frábæra greina.

Ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið ár hvað er íslenskt hagkerfi? Með lestri á þessari grein sjáum við hvað við eigum að gera fyrir okkar hagkerfi. Takk fyrir

Ómar Gíslason, 15.6.2011 kl. 17:56

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég tel að hægt sé að nota CIP mælingar í USA og leggja niður CIN consumption index number hér [minnir á Ráðstjórnarbúskap]. Þá fylgir Króna dollar að jafnaði, stýra svo útflutning þannig að áhersla sé á dollarmarkaði heimsins.  EU kaupir alla dollara sem hún kemst yfir, þannig að nóg verður til af evrum til þess að versla inn frá EU.  Endurreisa hér IRR langtíma innlands framkvændar sjóði: min og max 1,99% raunvaxtakrafa til að eiga fyir útlánaukingu í vaxandi raunhagvexti, og leggja reiðfjár-æturnar niður samfara.

Eignfé = Eignir - Skuldir.

Eiginfé = óseljanlegar eignir í rekstralegu tilliti + Eignir á móti ófærðum skuldum framtíðar: áhættu eignfé.  [t.d. viðhald og vextir til lánadrottna]

Júlíus Björnsson, 15.6.2011 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband