Ísland selur 5 ára ríkisbréf fyrir 1ma.$ á vaxtakröfunni 4,993%. Þetta er frábært og sýnir hve hræðsluáróðurinn gagnvart Icesave var fáránlegur!

Þetta er sennilega mikilvægasti atburðurinn fyrir Ísland um nokkra hríð. En með þessu er Ísland aftur komið á alþjóða markaði. Þetta verð, er mjög nærri því sem Spánn hefur verið að fá upp á síðkastið fyrir sín 5. ára bréf.

 

Útboð ríkisskuldabréfa erlendis - Ríkissjóður aftur á markað

  • Eins og fram kemur í tilkynningu stjv. var vaxtakrafan 4,993% á 5 ára útgáfu
Greek, Spanish Bond Yields Soar - Spanish Street Protests, may 20th.
"Spain is once again feeling the heat. Two-year Spanish bonds were 0.194 percentage point wider at a yield of 3.62%, five-year bonds were 0.205 percentage point wider at 4.79%, while 10-year bonds were 0.135 percentage point wider at 5.47%."
  • Takið eftir, að þetta er aðeins örlítið hærri vaxtakrafa en Spánn var að fá fyrir útgáfu 5. ára bréfa, fyrir skömmu.

Þetta er reyndar ívið lægri vextir en ég myndi hafa átt von á, en ég reiknaði með allt að prósent hærri vöxtum en Spánn er að fá, þ.e. vegna þess að Spánn er enn með lánstrausts-mat í A flokki, hjá lánsmats fyrirtækjum.

Á hinn bóginn, þá átti sér stað athyglisverð þróun um skuldatryggingaálag Íslands í sl. mánuði þ.e. það lækkaði, meðan skuldatryggingaálag aðildarríkja Evru í S-Evrópu, hækkaði.

  • Að neðan má sjá stöðu skuldatryggingaálags nokkurra ríkja þann 23/5 sl., nema að staða Íslands er frá 19/5. En sú staða kvá vera nærri því óbreytt síðan þá.

 

Bloomberg, 23-05-2011: Corporate Bond Risk Rises in Europe, Credit-Default Swaps Show

......................................CDS - staðan sl. mánudag þ.e. 23/5.

  1. Grikkland............1.377
  2. Írland....................661
  3. Portúgal.................661
  4. Spánn....................277
  5. Ítalía......................177
  6. Belgía.....................161
  7. Eurozone................216
  • Sbr. CDS Íslands þann 19/5 210 punktar.

 

Sannarlega má með rétti kalla þessa vaxtakröfu trausts yfirlísingu, en þ.s. er sérdeilis áhugavert er að, kaupendur virðast taka lítið mark á stöðu Íslands hjá lánsmatsfyrirtækjum, en mikið meir á skuldatrygginga-álagi.

En þ.s. Ísland er mörgum matsþrepum fyrir neðan Spán, þá ætti ávöxtunarkrafan hjá okkur einnig að hafa sýnt mikinn mun, en í staðinn er hann ekki nema 0,203% eða 20 punktar.

  • Það má því tala um að þetta feli í sér, að kaupendur séu að gefa visst frat í lánsmatsfyrirtækin.

Skv. Financial Times, þegar yfirlit fyrir 9/6 var sókt, kom eftirfarandi fram, 10. ára bréf:

  1. Grikkland: 16,75%
  2. Írland: 11,07%
  3. Portúgal: 10,39%
  4. Spánn: 5,46%
  • Þetta er áhugaverður samanburður.
  • En Ísland er eina landið sem hefur orðið fyrir stórfelldu bankahruni.
  • Að sögn er Ísland að dragnast með öflugt rek-akkeri þ.e. krónuna :)
  • Rek-akkeri, einmitt!

 

---------------------------Innskot 5. skýrsla AGS

Ég bendi fólki síðan á nýjustu skýrslu AGS, sjá AGS - Iceland: Fifth Review .

Umfang banka- og fjármálakerfisins, bls. 44

........................................Total assets........................Capital adequacy ratio

........................................end-Dec 2010 3/
..................................................ISK...............GDP...........in percent

Commercial banks......................2804..............182%...........19.2

Landsbankinn.............................1081...............70...............20.0

Arion...........................................813...............53...............15.2

Islandsbanki................................683...............44...............22.6

MP bank........................................62.................4...................

  • Þetta þykir mér slæmt, hve umfangsmikið bankakerfið reynist vera, þ.e. 182% af þjóðarframleiðslu.
---------------------------Innskot 5. skýrsla AGS

 

Hræðsluáróðurinn um Icesave!

Ég mynni á að "Nei" átti að eyðileggja möguleika ríkissjóðs til að fara út á alþjóðamarkaði, eins og yfirlíst plön ríkissjóðs voru um, skv. tilkinningu við upphaf árs.

Mikið var talað um það, af "Já" sinnum um þau meintu slæmu viðbrögð sem Ísland átti að verða fyrir frá mörkuðum, þ.e. þeir áttu að haldast lokaðir - helst að þeirra sögn eins lengi, og ekki hefði verið samið við Breta og Hollendinga skv. þeirra vilja.

Þetta átti að valda þjóðinni hinu mesta tjóni.

Nú er nánast síðasti steinninn fallinn úr röksemdafærslu "Já" sinna, þ.e. ekki brugðust markaðir ílla við, lánsmat Íslands versnaði ekki, og nú hefur ríkinu tekist að selja ríkisbréf skv. ágætum kjörum.

Reyndar eru þau það hagstæð, að 10 ára bréf skv. þessu myndu sennilega fara á vel innan við 6%. En kjör á AGS lánum eru 5,5%. Það vantar ekki mikið upp á, að sá möguleiki geti skapast, að ríkið geti tekið lán á hagstæðari kjörum en þetta.

Nú þarf að koma atvinnulífinu af stað fyrir alvöru, risaframkvæmd myndi hjálpa.

Ef það tekst, þá er ekki nokkur vafi á því, að hægt ætti að vera að endurfjármagna skuldir ríkisins og skipta lánum fyrir hagstæðari, þannig lækka hratt vaxtagjöld.

Þá skapast borð fyrir báru, með það að ríkið beiti sér til að aðstoða skuldara í vanda, jafnvel fyrirtæki líka. En, það væri unnt að gera með því að stofna "Bad Bank" og láta hann eins og svokölluð "NAMA" stofnun á Írlandi, taka yfir slæm lán frá bönkunum og færa niður.

En, slæm lán eru enn þann dag í dag alltof mikil innan bankakerfisins - í reynd ríkir enn bankakrýsa.

 

Fjármálastöðugleiki 2011/1

"Hlutfall fyrirtækjalána í vanskilum er einnig mjög hátt samanborið við aðrar fjármálakreppur. Eins og sjá má í töflu II-9 hér að neðan er hlutfallið nú svipað og í Indónesíu um aldamótin. Afar brýnt er því að vel takist til við endurskipulagningu skulda fyrirtækja og þeirri vinnu verði hraðað eins og kostur er."

Tafla II-9 Hlutfall lána í vanskilum, bls. 32
Ár.......Indónesía....Kórea....Malasía....Tæland....Tékkland....Tyrkland....Mexíkó....Brasilía
1998.......49%...........-...........15%..........-..............21%...........7%.........11%......5%
1999.......33%.........20%.......15%........41%...........22%.........10%..........9%.......9%
2000.......56%.........14%.......11%........27%...........20%.........11%..........6%.......8%
2001.......50%.........10%.......11%........22%...........14%.........29%..........5%.......6%
2002.......42%............-..........10%.........-...............10%..........14%.........5%.......6%
2003.........-................-...........-............16%.............8%..........15%..........-...........-

 

  • Eins og fram kemur, þá er umfang slæmra lána meðal atvinnulífs svipað og þegar versta fjármálakreppa Asíu á seinni árum -þ.e. í Indónesíu- var nærri hámarki.
  • Það er því mjög brýnt að gera sem fyrst skurk í því að laga þá stöðu.
  • "Bad bank" er ein þekkt leið, sem unnt er að fara, ef borð skapast fyrir báru hjá ríkinu.

Ath. þetta er alls ekki einasta færa leiðin, önnur og öllu djarfari er einnig möguleg, þ.e. að sleppa höftunum, frysta vísitöluna og láta lán í krónum innan hagkerfisins raunverðfalla. Þá væri hentugast að minnka útflæðið með því að semja við krónubréfa-hafa um að greiða þeim skv. fullu nafnvirði, gegn því að þeir samþykki að fá þær greiðslur seinna, þ.e. eftir að krónan er búin að ná jafnvægi.

Það má segja að AGS taki þá leið fyrir í 5. skýrslu, sjá bls. 72 ( AGS - Iceland: Fifth Review ) þ.s. fram kemur eftirfarandi:

"A 30-percent depreciation of the exchange rate would raise the debt ratio to 110 percent of GDP in 2012 and leave debt at 87 percent of GDP in 2016."

Gengisfall gæti reyndar orðið allt að 40%. Eða, hugsanlega jafnvel 50%. En, ég held að lægri talan sé líklegri. Síðan getur verið að gengið hækki aftur að einhverju marki nokkru síðar.

  • Sko, þessi hækkun skuldahlutfalls er ekki varasöm, því hún felur ekki í sér lækkun greiðslugetu.
  • En, einungis innlendar krónueignir lækka, heildarumfang hagkerfisins minnkar þá einnig.
  • En, þær tekjur sem raunverulega standa undir niðurgreiðslum skulda þ.e. gjaldeyristekjur, minnka ekki. Þess vegna, er þetta því sama skuldastaðan í reynd.

Munurinn er sá, að í staðinn hafa skuldir fyrirtækja í krónum og einnig einstaklinga í krónum raunlækkað, um leið raunminnkar umfang bankakerfisins um sama eða nær sama hlutfall. 

Þetta léttir undir með öllum þessum aðilum, og ætti að skapa möguleika á stórfelldri aukningu innlendra fjárfestinga, þannig möguleika á hagvexti svo að innlend tekjustaða ríkissjóðs ætti að batna.

Minnkun hagkerfisins verður bara tímabundin, ef erlendrar skuldir eru sjálfbærar í dag eru þær nákvæmlega jafn sjálfbærar og ef þetta verður gert!

 

Niðurstaða

Sú niðurstaða að ríkið er nú búið að selja 5. ára bréf á erlendum markaði og það fyrir verð sem teljast verður harla gott miðað við aðstæður, ekki síst þegar Ísland er borið saman við lönd á Evrusvæði sem einnig hafa lent í fjármálakrýsu, þá kemur í ljós að lönd innan hins sterka og trausta gjaldmiðils sem einnig hafa gengið í gegnum alvarleg efnahagsvandræði njóta til mikilla muna minna trausts, en Ísland sem býr við þann akkílesarhæl að hafa bara krónuna og höft að auki.

Það merkilega er, að mjög lítill munur er á ávöxtunarkröfu þessarar útgáfu og nýlegum útgáfum spánskra stjv., en spænsk stjv. skulda mun minna sem hlutfall af þjóðarframleiðslu en ríkisstj. ísl. - hagkerfið er til mikilla muna stærra - nýtur nálægðar við markaði í Evrópu - nýtur þess að hafa hina traustu og góðu Evru - þar ríkir frjálst fjármagnsflæði þ.e. engin höft - vextir eru lægri - þar hefur ekkert hrun bankakerfis átt sér stað - þar sprakk reyndar einnig hagkerfisbóla en þeim hefur tekist að forða bankahruni - nýtur þess að auki að vera meðlimur í ESB. "In short" nýtur allra þeirra kosta, sem Samfylkingin vill að við Íslendingar fáum að njóta og að sögn Samfóa eiga að valda straumhvörfum í hagkerfisþróun Íslands til framtíðar, stórefla traust og hagvöxt víst einnig.

Nú, af hverju er þá ekki vaxtakrafa Spánar mikið - mikið lægri en sú sem ísl. ríkið var að fá? 

  • Er Evran ef til vill akkílesarhæll? 

Enn hefur veikst málsstaður "já" sinna um hið meinta tjón sem Ísland átti að verða fyrir!

Þessi góði árangur, opnar nýjann möguleika þ.e. að Ísland muni geta endurfjármagnað skuldir í fremur nálægri framtíð. Það getur svo opnað frekari möguleika, til að bæta stöðu almennings.

Nauðsynlegt er að bæta stöðu almennings og fyrirtækja sem skulda mikið. Fleiri en ein leið er fær til þess. Endurskipulagning skulda, getur opnað eina slíka. Fleiri möguleikar eru þó í þeirri stöðu. 

Því fyrr sem létt er undir með fyrirtækjum og almenningi því betra.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

CIP í USA eftir 2005 sýnir breytingu á samræmi við yfirlýsingar t.d. æðstu mann AGS um þetta leyti þar sem áframhaldani án nokkura endimarka raunhagvexti á Vestulöndum og USA er spáð hægari og hraðari í Asíu. Kína, Indland , Brasilía eru inn. Einni á hagvöxtur að dragast meira saman í Þýskaladi en UK.  

CIP USA er mæling á verðrýnnun dollars ef framleiðsala er óbreytt. 4,5% meðaltals verðbólga  er búinn að vera í USA  næstum á hverju ári síðan 1974 -2005. Medium term í ríkistjórna bókhaldi heimsins táknar skammtíma uppgjör. Stöndug ríki einkennast af því  að verðbógla yfir öllu fimm ár er sú sama. Vöxtur stöður tillegri tíma litið.  Ef USA hefur tekið stefnuna á 2,5% verrðbólgu næstu 30 ár. Seðlabankin samþykkti 234 krónur í evru, [sennilega til að greiða evru skuldir] Þá er Breussell gengi evru opinert um 264 krónur.  Seðlabanki græðir á því að króna veikist. Evra mun veikjast miðað við Dollar frekar en hitt. 5,0% vextir í upphaf samdráttar geta verið mjög hagstæðir fyrir þann sem lánar Íslandi eftir 5 ár og mjög góðir í dag.  Veðlánamarkaðurinn í USA Prime AAA+++ er að taka 4,06% vesti af lánum til 30 ára. í dag.  Ef Ísland greiða niður skuludir um 2 milljaraða þá er ekki óeðlilegt að fá einn milljarð af láni á móti. Um Spán gilda sömu innheimtuaðgerðir að mínu mati. 

Icesave er hluti af stærra samhengi. Ísland er sennilega á 110% leið gagnvart stöndug ríkjum heimsins. Best hefði verið ef Ísland [hið opibera] gæti fjármagnaði sig á eigin heima markaði, þá hefði það ekki verið í greiðslu aðlögun í dag. 

Júlíus Björnsson, 10.6.2011 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband