Hugsanlega, en líklega þó ekki, getur Grikkland orðið greiðsluþrota fljótlega eftir 29. júní nk.

Málið er, að AGS hefur sagt að stofnunin sé ósátt við stöðu prógramms AGS og Evrópusambandsins á Grikklandi. Einkum, að gríska ríkisstjórnin hafi ekki að þeirra mati staðið sig nægilega vel, í því að minnka halla og selja ríkiseignir til að minnka skuldir.

European Premier Says Greek Aid Is in Question 

  • Grikkland fær greitt út prógramminu í lotum "tranche" - starfsmenn AGS hafa tilkynnt að ef niðurstaða endurskoðunar sem nú er í gangi verði neikvæð, þá muni næsta greiðsla frá AGS ekki berast.
"The fund's actual spokeswoman, Caroline Atkinson, said Thursday in Washington that the fund generally doesn't lend if there are gaps in financing, and that it was seeking reassurance on financing from the euro-zone countries that also are lending to Greece."
  • Þ.s. AGS sér um 1/3 af fjármögnun heildarbjörgunarpakkans, þá myndi Grikkland einungis fá 2/3 þ.e. þann hluta sem björgunarsjóður ESB veitir.
  • Fræðilega getur þetta leitt til fjárskorts gríska ríkisins, greiðsluþrots eftir 29. júní nk.
  • En, mjög sennilega munu aðildarlönd ESB fylla í þetta skarð - ef á reynir.
"Jean-Claude Juncker...suggested Thursday that an important review of the bailout program might conclude that the amounts pledged to Greece aren't enough to carry it through the next 12 months." - ""If the Europeans realize that the IMF disbursement can't operatively happen before June 29, then the expectation of the IMF is that the Europeans will take the place of the IMF," Mr. Juncker said, stressing that he wasn't the IMF's spokesman."
  • Það getur þó orðið eitthvert pólitískt drama meðal fylgiríkja ESB, og einnig innan stofnana ESB, þegar á hólminn er komið - sérstaklega ef þá hefur ekki enn náðst samkomulag um hvernig á að leysa vandamál Grikklands.

En, hatrömm deila um það, hvernig á að leysa vanda Grikklands, hefur nú staðið yfir innan stofnana ESB samfellt í 2. vikur.

Hún er alvarleg, vegna þess að sú deila er að magna upp ótta og óróa á mörkuðum, gagnvart öllum S-Evrópuríkjum innan Evrusvæðis, en veruleg hækkun varð á skuldatryggingaálagi skv. tölum frá sl. mánudegi.

Bloomberg, 23-05-2011: Corporate Bond Risk Rises in Europe, Credit-Default Swaps Show

......................................CDS - staðan sl. mánudag þ.e. 23/5.

  1. Grikkland............1.377
  2. Írland....................661
  3. Portúgal.................661
  4. Spánn....................277
  5. Ítalía......................177
  6. Belgía.....................161
  7. Eurozone................216
  • Sbr. CDS Íslands þann 19/5 210 punktar.

Á föstudag 27/5 hafa allar þessar tölur hækkað aftur, ekki stórt - en sú hækkun sýnir þó að ótti á markaði, fer vaxandi - þessi deila milli höfuðstofnana ESB er því að skapa stöðugt vaxandi skynjun á áhættu og ógn, meðal aðila á hinum frjálsa markaði.

  • Grunnvandinn er sá, að skv. rannsókn á fjárþörf gríska ríkisins, þarf viðbótar 60ma.€ að öllu óbreittu, til að tryggja frestun á greiðsluþroti Grikklands út 2013.
  • Deilan milli stofnana ESB þ.e. Ráðherraráðs og þings vs. Seðlabanka Evrópu, snýst um hvernig á að fara að því, að fresta vandanum a.m.k. út 2013.
  1. Seðlabanki Evrópu, vill að Grikkland fái viðbótarlán, segir skuldbreytingu ekki koma til greina, slíkt sé alltof áhættusamt - geti opnað Pandórubox sem leitt geti til mun víðtækari vandræða. ECB’s Noyer Rejects Greek Restructuring as ‘Horror:’ Transcript
  2. Á meðal hinna, er mikill stuðningur fyrir lausn, sem myndi byggjast á því að greiðsludögum myndi einfaldlega vera frestað og vextir lækkaðir. Að auki er mikið rætt um svokallað "soft restructuring" eða "voluntary restructuring". Rauði þráðurinn er sá, að hin ríkin eru mörg hver mjög treg til að henda meiri peningum í þ.s. þeim finnst vera að þróast í botnlausa hít. 

Í gær kom fram stuðningur þýsku ríkisstjórnarinnar við afstöðu Seðlabanka Evrópu - og ég bjóst við því að þá myndi sennilega Seðlabankinn fá sitt fram - en engar fréttir eru um það að samkomulag hafi náðst nú á föstudag 27/5.

Svo klárlega eru nú komnar 2. vikur af "standoff" eða pattstöðu.

Því lengur sem þetta heldur áfram, því hættulegra veður ástandið.

 

Fleiri flækjur eru í gangi!

  • Það stóð til að styrkja björgunarsjóð Evrópu - hátíðleg loforð voru gefin út í janúar sl. um það að samkomulag yrði tilbúið í apríl sl., en þá var málinu frestað til nk. júní sem nú er við það að renna upp.
  • Að auki, var einnig frestað að ganga frá því akkúrat hvernig næsti björgunarsjóður ESB, sem taka á við 2013, skal fjármagnaður. Tiltekin loforð hafa verið gefin, en eftir er að negla niður hvernig akkúrat þeim loforðum skal hrint í framkv. Þessu var einnig frestað til júní nk.
  • Það er ljóst, að stefnir í spennuþrunginn júní.
How safe is Eurozone sovereign debt? – table
Country
S&P
Moody's
Fitch
Debt on issue*
Austria
AAA
Aaa
AAA
$281bn
Belgium
AA+
Aa1
AA+
$455bn
Cyprus
A-
A2
AA-
$16bn
Estonia
A
A1
A
$0bn
Finland
AAA
Aaa
AAA
$106bn
France
AAA
Aaa
AAA
$1,894 trillion
Germany
AAA
Aaa
AAA
$1.624 trillion
Greece
B
B1
B+
$394bn
Ireland
BBB+
Baa3
BBB+
$131bn
Italy
A+
Aa2
AA-
$2,246 trillion
Luxembourg
AAA
Aaa
AAA
$6bn
Malta
A
A1
A+
$6bn
Netherlands
AAA
Aaa
AAA
$436bn
Portugal
BBB-
Baa1
BBB-
$189bn
Slovakia
A+
A1
A+
$38bn
Slovenia
AA
Aa2
AA
$20bn
Spain
AA
Aa2
AA+
$807bn

**"trillion" er 1000ma. svo skuldir Ítalíu skv. því eru 2.246ma.$.

Eitt meginvandamál við björgunarkerfið núverandi, er að til þess að sjóðurinn sjálfur haldi "AAA" einkunn, getur hann í reynd aðeins lánað fé frá ríkjum sem sjálf hafa "AAA" einkunn.

Hættan er sú, að eftir því sem fleiri lán eru veitt í gegnum kerfið, þá geti það stuðlað að því að lönd með AAA einkunn sem veita þær baktryggingar, missi AAA einkunn sína.

En Standard&Poors hefur varað t.d. Frakkland við því, að hugsanlegt sé að landið verði fært yfir á neikvæðar horfur, en ekki er mjög langt síðan að S&P setti Bandríkin á neikvæðar horfur.

Björgunarkerfið grefur undan fjárhagslegum stöðugleika þeirra ríkja, sem þátt taka í fjármögnun þess.

Á þetta getur virkilega reynt, ef skuldatryggingaálag Spánar heldur áfram á hækkunarferli, og markaðurinn fer að beina sjónum sínum að Spáni með svipuðum hætti og hann áður hefur gert gagnvart Grikklandi, Portúgal og Írlandi; en hagkerfi Spánar er stærra en hagkerfi þeirra landa samanlagt.

Það er því ekki af ástæðulausu sem margir segja að trúverðugleiki Evrunnar standi og falli með trúverðugleika Spánar.

Lesið eftirfarandi:

What Would a Greek Haircut Mean for Germany?

In Standoff Over Greece, Will ECB Have to Fold?

 

Niðurstaða

Evrukrýsan hefur magnast upp á ný, og aftur er það Grikkland þ.s. hún hófst á. Við bætist síðan ein sú versta deila á milli höfuðstofnana ESB sem sést hefur.

Sú deila stefnir nú í, að hefji sína 3. viku nk. mánudag.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 857482

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband