27.5.2011 | 22:49
Hugsanlega, en líklega þó ekki, getur Grikkland orðið greiðsluþrota fljótlega eftir 29. júní nk.
Málið er, að AGS hefur sagt að stofnunin sé ósátt við stöðu prógramms AGS og Evrópusambandsins á Grikklandi. Einkum, að gríska ríkisstjórnin hafi ekki að þeirra mati staðið sig nægilega vel, í því að minnka halla og selja ríkiseignir til að minnka skuldir.
European Premier Says Greek Aid Is in Question
- Grikkland fær greitt út prógramminu í lotum "tranche" - starfsmenn AGS hafa tilkynnt að ef niðurstaða endurskoðunar sem nú er í gangi verði neikvæð, þá muni næsta greiðsla frá AGS ekki berast.
- Þ.s. AGS sér um 1/3 af fjármögnun heildarbjörgunarpakkans, þá myndi Grikkland einungis fá 2/3 þ.e. þann hluta sem björgunarsjóður ESB veitir.
- Fræðilega getur þetta leitt til fjárskorts gríska ríkisins, greiðsluþrots eftir 29. júní nk.
- En, mjög sennilega munu aðildarlönd ESB fylla í þetta skarð - ef á reynir.
- Það getur þó orðið eitthvert pólitískt drama meðal fylgiríkja ESB, og einnig innan stofnana ESB, þegar á hólminn er komið - sérstaklega ef þá hefur ekki enn náðst samkomulag um hvernig á að leysa vandamál Grikklands.
En, hatrömm deila um það, hvernig á að leysa vanda Grikklands, hefur nú staðið yfir innan stofnana ESB samfellt í 2. vikur.
Hún er alvarleg, vegna þess að sú deila er að magna upp ótta og óróa á mörkuðum, gagnvart öllum S-Evrópuríkjum innan Evrusvæðis, en veruleg hækkun varð á skuldatryggingaálagi skv. tölum frá sl. mánudegi.
Bloomberg, 23-05-2011: Corporate Bond Risk Rises in Europe, Credit-Default Swaps Show
......................................CDS - staðan sl. mánudag þ.e. 23/5.
- Grikkland............1.377
- Írland....................661
- Portúgal.................661
- Spánn....................277
- Ítalía......................177
- Belgía.....................161
- Eurozone................216
- Sbr. CDS Íslands þann 19/5 210 punktar.
Á föstudag 27/5 hafa allar þessar tölur hækkað aftur, ekki stórt - en sú hækkun sýnir þó að ótti á markaði, fer vaxandi - þessi deila milli höfuðstofnana ESB er því að skapa stöðugt vaxandi skynjun á áhættu og ógn, meðal aðila á hinum frjálsa markaði.
- Grunnvandinn er sá, að skv. rannsókn á fjárþörf gríska ríkisins, þarf viðbótar 60ma. að öllu óbreittu, til að tryggja frestun á greiðsluþroti Grikklands út 2013.
- Deilan milli stofnana ESB þ.e. Ráðherraráðs og þings vs. Seðlabanka Evrópu, snýst um hvernig á að fara að því, að fresta vandanum a.m.k. út 2013.
- Seðlabanki Evrópu, vill að Grikkland fái viðbótarlán, segir skuldbreytingu ekki koma til greina, slíkt sé alltof áhættusamt - geti opnað Pandórubox sem leitt geti til mun víðtækari vandræða. ECBs Noyer Rejects Greek Restructuring as Horror: Transcript
- Á meðal hinna, er mikill stuðningur fyrir lausn, sem myndi byggjast á því að greiðsludögum myndi einfaldlega vera frestað og vextir lækkaðir. Að auki er mikið rætt um svokallað "soft restructuring" eða "voluntary restructuring". Rauði þráðurinn er sá, að hin ríkin eru mörg hver mjög treg til að henda meiri peningum í þ.s. þeim finnst vera að þróast í botnlausa hít.
Í gær kom fram stuðningur þýsku ríkisstjórnarinnar við afstöðu Seðlabanka Evrópu - og ég bjóst við því að þá myndi sennilega Seðlabankinn fá sitt fram - en engar fréttir eru um það að samkomulag hafi náðst nú á föstudag 27/5.
Svo klárlega eru nú komnar 2. vikur af "standoff" eða pattstöðu.
Því lengur sem þetta heldur áfram, því hættulegra veður ástandið.
Fleiri flækjur eru í gangi!
- Það stóð til að styrkja björgunarsjóð Evrópu - hátíðleg loforð voru gefin út í janúar sl. um það að samkomulag yrði tilbúið í apríl sl., en þá var málinu frestað til nk. júní sem nú er við það að renna upp.
- Að auki, var einnig frestað að ganga frá því akkúrat hvernig næsti björgunarsjóður ESB, sem taka á við 2013, skal fjármagnaður. Tiltekin loforð hafa verið gefin, en eftir er að negla niður hvernig akkúrat þeim loforðum skal hrint í framkv. Þessu var einnig frestað til júní nk.
- Það er ljóst, að stefnir í spennuþrunginn júní.
Austria | AAA | Aaa | AAA | $281bn |
Belgium | AA+ | Aa1 | AA+ | $455bn |
Cyprus | A- | A2 | AA- | $16bn |
Estonia | A | A1 | A | $0bn |
Finland | AAA | Aaa | AAA | $106bn |
France | AAA | Aaa | AAA | $1,894 trillion |
Germany | AAA | Aaa | AAA | $1.624 trillion |
Greece | B | B1 | B+ | $394bn |
Ireland | BBB+ | Baa3 | BBB+ | $131bn |
Italy | A+ | Aa2 | AA- | $2,246 trillion |
Luxembourg | AAA | Aaa | AAA | $6bn |
Malta | A | A1 | A+ | $6bn |
Netherlands | AAA | Aaa | AAA | $436bn |
Portugal | BBB- | Baa1 | BBB- | $189bn |
Slovakia | A+ | A1 | A+ | $38bn |
Slovenia | AA | Aa2 | AA | $20bn |
Spain | AA | Aa2 | AA+ | $807bn |
**"trillion" er 1000ma. svo skuldir Ítalíu skv. því eru 2.246ma.$.
Eitt meginvandamál við björgunarkerfið núverandi, er að til þess að sjóðurinn sjálfur haldi "AAA" einkunn, getur hann í reynd aðeins lánað fé frá ríkjum sem sjálf hafa "AAA" einkunn.
Hættan er sú, að eftir því sem fleiri lán eru veitt í gegnum kerfið, þá geti það stuðlað að því að lönd með AAA einkunn sem veita þær baktryggingar, missi AAA einkunn sína.
En Standard&Poors hefur varað t.d. Frakkland við því, að hugsanlegt sé að landið verði fært yfir á neikvæðar horfur, en ekki er mjög langt síðan að S&P setti Bandríkin á neikvæðar horfur.
Björgunarkerfið grefur undan fjárhagslegum stöðugleika þeirra ríkja, sem þátt taka í fjármögnun þess.
Á þetta getur virkilega reynt, ef skuldatryggingaálag Spánar heldur áfram á hækkunarferli, og markaðurinn fer að beina sjónum sínum að Spáni með svipuðum hætti og hann áður hefur gert gagnvart Grikklandi, Portúgal og Írlandi; en hagkerfi Spánar er stærra en hagkerfi þeirra landa samanlagt.
Það er því ekki af ástæðulausu sem margir segja að trúverðugleiki Evrunnar standi og falli með trúverðugleika Spánar.
Lesið eftirfarandi:
What Would a Greek Haircut Mean for Germany?
In Standoff Over Greece, Will ECB Have to Fold?
Niðurstaða
Evrukrýsan hefur magnast upp á ný, og aftur er það Grikkland þ.s. hún hófst á. Við bætist síðan ein sú versta deila á milli höfuðstofnana ESB sem sést hefur.
Sú deila stefnir nú í, að hefji sína 3. viku nk. mánudag.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 4
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 857482
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning