25.5.2011 | 19:21
Af hverju varar aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópu Juergen Stark við því, að ef skuldbreitt er fyrir Grikkland geti það leitt til gjaldþrots Seðlabankans?
Ástæðan er sú, að Seðlabanki Evrópu hefur orðið samtímis ein allsherjar þvottavél fyrir lélega pappíra frá Evrópska bankakerfinu, og reddari ríkja í vanda - þegar allt um þrítur; þetta bætist ofan á hans vanalegu skildu að vera reddari banka þegar allt um þrítur.
Ein alræmdasta ákvörðunin, sennilega er ákvörðun sem tekin var 2010, að heimila bönkum í Grikklandi, Írlandi og Portúgal; að nýta áfram skuldabréf ríkja sinna sem baktryggingu vegna lána frá Seðlabanka Evrópu. En það var brot á lögum um ECB.
Þannig hefur ECB eignast mikið magn af ríkisskuldabréfum ríkjanna í vanda. En lögum um ECB skv. er honum bannað að taka við pappírum sem standast ekki tiltekna gæðavottun.
En, að auki hefur ECB í gegnum seðlabanka hinna ímsu aðildarríkja tekið á sig, ógnar upphæðir af afleiðum, frá bönkum sem þurftu neyðarlán.
Sjáið hvað afleiður á reikningi Seðlabanka Evrópu hafa aukist mikið frá 2008! Ath - rauða svæðið!
ECB's Balance Sheet Contains Massive Risks
Samkvæmt því sem fram kemur í greininni, þá voru afleiður í efnahagsreikningi ECB:
- 480ma. við upphaf þessa árs.
- 2010 varð aukning um litlar 292ma..
- Heildarmagn afleiða á Evrusvæðinu og Bretlandi eru á þessu ári litlar 1.800ma..
Til hægri má sjá skiptingu eigna á reikningi ECB, sem honum hefur áskotnast í gegnum starfsemi starfandi útibúa hans í Grikklandi, Írlandi, Portúgal og á Spáni.
- Þetta eru dágóð upphæð allt í allt: 343,1ma..
Væntanlega inniber þessi upphæð, einnig ríkisskuldabréf sem bankar starfandi í þeim ríkjum, hafa afhent ECB sem mótvægi við skammtímalán frá ECB, svo þeirra starfsemi leggist ekki af.
Sem sagt ekki afleiður nema að hluta!
Eurozone: Frankfurts dilemma :
"The bank also owns about 45bn of Greek government bonds, acquired during the past year as part of efforts to calm financial market tensions." - "It also has on its books perhaps 150bn in other financial assets put up as collateral by Greek banks, much of which is backed by Athens."
- "Although accounting together for only about 5 per cent of eurozone gross domestic product, Greek, Irish and Portuguese banks today take about 242bn of ECB liquidity 55 per cent of that provided to the eurozone financial system. "
- "The ECB stipulation that it provide liquidity only to solvent banks against adequate collateral has been pushed to the limit."
- "JPMorganChase calculates that, with 81bn in capital and reserves, eurozone central banks could withstand even a 50 per cent haircut, or discount, on Greek bonds."
- "But if writedowns on Portuguese and Irish bonds followed, eurozone governments might be forced to provide billions of euros to rebuild the ECBs balance sheet."
"According to one view, the ECB has been caught by the consequences of actions it took a year ago. They are basically trapped. They are now like many people in the banking system in calling out for no debt repudiation because they are so exposed, says Charles Wyplosz of the Graduate Institute in Geneva."
- "The ECB fears an orderly restructuring would be hard, if not impossible, to pull off and would risk triggering a bigger, far more damaging Greek default."
- "If Greece does head towards restructuring, the ECBs only hope will be that its cataclysmic warnings were wrong."
Í þessari grein Wall Street Journal, byggð á upplýsingum frá Moodys er útlistað hvað Moodys telur að muni gerast, ef skuldir Grikklands eru endurskipulagðar eða að ef Grikkland fer í greiðsluþrot:
Greece: What Would Happen If it Defaulted?
- Stóra spurningin sem enginn getur svarað fyrir víst, er hve stórt heildarhöggið yrði - en það fer eftir hversu mikið víðar vandinn myndi dreifast, umfram Grikkland!
- En vesenið, er hve skuldir Grikklands og grískra banka eru dreifðar víða um bankakerfi Evrusvæðis, svo höggið kemur einnig fram - að mis miklu leiti - hjá hinum aðildarríkjunum.
- Það sem gerir það þó sérdeilis varasamt, er að margir bankar í Evrópu eru enn í viðkvæmri stöðu fjárhagslega, eftir tjónið sem þeir urðu fyrir er kreppan skall á 2008.
- ECB gæti því orðið fyrir umtalsverðu tjóni, umfram beint tjón af verðfalli bréfa og skuldabréfa, sem honum hefur áskotnast frá Grikklandi. Það setur spurningamerki við það, á hvaða punkti hann hugsanlega verður tæknilega gjaldþrota.
- Þá mun annað af tvennu þurfa endurfjármögnun frá aðildarríkjunum, eins og Seðlabanki Íslands þurfti haustið 2008 frá ríkisstj. Ísl. skv. aldræmdu láni, eða heimild frá aðildarríkjunum til að prenta sig út úr þeim vanda. Báðar leiðir hafa galla, en valið er milli verðbólgu og einhvers gengisfalls Evru eða að ríkin skipti á milli sín að dæla peningum í ECB, sem þau munu verða treg til.
Eitthvað nýtt í stöðunni?
Deilan um það hvað á að gera við Grikkland, er enn óleyst - eins og hún var í sl. viku. En, 2. hugmyndir hafa þó komið fram. Hugmynd ríkisstjórnar Finnlands eða fjármálaráðherra Hollands, Jan Kees de Jager.
- Mér líst mun betur á hugmynd finnskra stjórnvalda, en hugmynd hollenskra stjv.
EU leaders call for agency to monitor Greek sell-off - - Greek assets could go to fund of experts
Þeir bjartsýnustu telja að seljanlegar eignir í eigu grískra stjv. séu það miklar að verðmæti, að dugi nokkurn veginn fyrir öllum skuldum gríska ríkisins - þ.e. virði á bilinu 250-300ma., svo unnt sé að selja mikið meir en einungis 50ma. af eignum.
- Vandinn sé einfaldlega andstaða og óskilvirkni innan gríska stjórnkerfisins, auk skorts á pólitískum vilja hjá grískum stjv. til að taka óvinsælar ákvarðanir.
- Lausnin sé því að fela utanaðkomandi hópi sérfræðinga, að selja þær eignir - sérfræðingm skipuðum af öðrum aðildarríkjum Evru.
- Augljósa ábendingin er að þetta er líklegt að valda miklum innanlansátökum í Grikklandi - en herra Jager hefur ekki mikla samúð með slíkum áhyggjum, sbr:
Jan Kees de Jager - Right now, were beyond sensitivities. Our common predicament is simply too serious, he said.
- Önnur ábending, er að ólíklegt sé að eignirnar muni reynast nærri því þetta mikils virði, ef þær eru seldar A)Í verstu kreppu í Grikklandi síðan eftir 1950, og, B)Seldar með svo miklu hraði.
- En, "firesale" getur auðveldlega valdið því að einungis hálfvirði fáist fyrir eignir, jafnvel minna.
- Ég held einnig, að Jager alvarlega vanmeti, hversu brjálaður grískur almenningur yrði, ef slíkri aðgerð yrði framkv. af útlendum aðilum og tala ekki um ef eignirnar væru að fara langt undir matsverði - en ég bendi á að kringum 2000 neyddist forseti Argentínu, að flýja á þyrlu frá forsetahöllinni. Ég held að Grikkir séu fullt eins blóðheitir og Argentínumenn.
Þess vegna líst mér mun betur á tillögur finnskra stjórnvalda, en sú er sára einföld:
"Finland is pushing for Greece to place state assets into a single government-owned company that could then be used as collateral for another round of EU loans an approach that could prove more palatable for Athens."
- Eignir grískra stjv. eru sameinaðar í eignarhalds-stofnun eða félagi, í eigu grískra stjv. - lagðar að veði á móti nýju-láni.
- Ekki gripið til brunaútsölu!
"On Monday the Greek government pledged to accelerate its long-delayed plans to auction off 50bn in state-owned assets over the next five years." - "Under the fast track process Greece will commit to finding an immediate buyer for its 34pc stake in Hellenic Postbank...It will also bring forward the sale of its 34pc stake in highly profitable gambling monopoly OPAP along with infrastructure divestments." - "This includes bringing forward by a year the sale of the states 74pc stakes in Piraeus and Thessaloniki port authorities and the Thessaloniki Water Supply & Sewerage Co."
- Spurningin er hversu hratt er unnt að selja eignir - án þess að stórfellt verðhrun verði í sölu!
- Ég held að ólíklegt sé að raunverulega sé unnt, að selja nálægt því nægilegt af eignum, til að útrýma grískum skuldum, eins og þeir bjartsýnustu vilja meina.
- En, kannski er lokatilraunin til að komast hjá greiðsluþroti Grikklands, að fara leið þá sem finnsk. stjv. leggja til, að leggja eignir í púkk - og selja þær smám saman á lengri tíma.
- En, þá þarf mjög líklega einnig lækkun vaxta og frestun greiðsludaga.
- Seinna atriðið kemur alls ekki til greina, frá sjónarhóli ECB.
Niðurstaða
Stjórn Seðlabanka Evrópu kvá í dag standa saman sem einn maður, gegn öllum hugmyndum um að endurskipuleggja skuldir Grikklands, til lækkunar. Þeir vilja meina að þá sé verið að opna Pandóru box, og engin leið sé að vita, hve endanlegur kostnaður af slíkri aðgerð yrði.
Til að hindra samþykkt slíkra hugmynda, hefur ESB sagst munu stöðva neyðarlán til grískra banka, ef slíkar hugmyndir verða ofan-á hjá Ráðherraráðinu.
Þarna hefur deilan staðið cirka síðan miðri síðustu viku - þ.e. meirihluti ríkisstj. Evrusvæðis virðist telja skuldalækkun eða endurskipulagningu einu færu leiðina, og talað er um að ECB sé að einangrast í sinni afstöðu.
Ég reiknaði með því á föstud. var, að Ráðherraráðið myndi lúffa fyrir eindreginni afstöðu ECB, en í dag þriðjudag hefur það enn ekki gerst. Deilan virðist í hnút milli þeirra meginstofnana.
Menn eru þó að leita að lausnum eins og fram kemur að ofan. Að Ráðherraráðið skuli ekki hafa gefið eftir, sýnir hve varfærnar ríkisstj. aðildarríkjanna eru orðnar, gagnvart vaxandi andstöðu almennings í eigin ríkjum, gegn frekari lánum til Grikkja.
Að auki bætist við, að flestir trúa ekki lengur að Grikkland geti endurgreitt núverandi skuldir, þannig að viðbótarlán væri að brenna fé. En, þ.e. eina lausnin sem ECB sættir sig við.
Ef hann hættir að veita grískum bönkum neyðarlán - þá hrynja þeir, Grikkland þá þarf að taka þá alla yfir en yrði jafnharðan að setja höft á fjármagnshreyfingar, og mjög líklega þíddi það að þeir yrði að skipta innistæðum í nýjar Drögmur. Þetta þíddi einnig tafarlaust greiðslufall gríska ríkisins.
Skríbentar líkja þessu við "nuclear option" þ.e. að hóta því að leggja allt í rúst.
Deildar meiningar eru um hvort stjórn ECB sé alvara með þetta!
---------------------
Eina sem við getum gert er að halda áfram að fylgjast með fréttum af Evrukrýsunni.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Grikkland á enga mögleika aðra en lækka laun í sambandi við ferðaiðnað, lækka laun hins opinbera, losa sig þá sem ekki hafa Grísk borgararéttindi og þar með Grískar borgaraskyldur. Þetta mun eiga við um æ fleiri meðlima Ríki ESB. Vöru útflutningur [fullvinnslu og tækni: hávirðisauka] úr ESB fer minnkandi daga frá degi og innflutningur sömuleiðis. 20-30 % samdráttur frá 1999 í vöruviðskitpum við Alþjóðsamfélagið.
Júlíus Björnsson, 25.5.2011 kl. 22:44
Greiðslugeta Grikkja eru um það bil 30%, því fyrr sem við þorum að horfast í augu við það í raun og veru og taka ákvörðun sem lítur að betri framtíð fyrir Grikki og aðrar þjóðir og heimili sem eru í sömu sporum. Því fljótari verðum við í að reisa okkur við sem í raun og veru er aðalmálið. Annars er hætt á því að framtíðin er bundin í klafa þrældóms til þeirra sem lánuðu og lánuðu án þess að velta fyrir sér hver greiðslugeta er. Bera þeir ekki ábyrgð?
Ómar Gíslason, 26.5.2011 kl. 09:32
Auðvitað góð spurning, þeirra ábyrgð.
Það má líka íhuga mannlega þáttinn, að þjóðir búi við stórlega skert lífskjör til margra ára.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 26.5.2011 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning