Seðlabanki Evrópu hótar að fella gríska bankakerfið!

Það hefur geisað heiftarlegt rifrildi milli stofnana Evrópusambandsins í þessari viku, og fókuspunktur þess rifrildis er Grikkland - eða nánar tiltekið, deila um hvað ber að gera nú þegar staða mála virðist aftur á byrjunarreit hvað Grikkland varðar. Deilan snýst einfaldlega um það, hvort á að veita þeim viðbótar lán upp á 60ma.€ ofan á fyrra lán upp á 110ma.€, og láta þá mál Grikklands í friði út 2013. Eða, eins og virðist nú vaxandi stuðningur við þ.e. að lengja í lánum Grikklands þeim sem fyrir eru og lækka vexti, búa til frest út 2013 með þeirri aðferð.

  • Ég tek fram, að ég er þeirrar skoðunar að meira vit sé í seinni leiðinni!

Seinni aðferðin hefur verið titluð "Soft restructuring" en Seðlabanki Evrópu, hefur líst yfir eindreginni andstöðu við allar hugmyndir í þá átt.

  • Seðlabanki Evrópu gengur svo langt þessa dagana, að hóta því að fella bankakerfi Grikklands.
  • Áhugavert er, að seðlabankinn beitti svipaðri hótun einnig gagnvart Írlandi, þegar írska stjórnin dróg lappirnar með það að samþykkja björgunarlán - sagði þeim einfaldlega að Seðlabanki Evrópu myndi hætta að fjármagna írsku bankana.
  • En, nú er þeirri hótun fremur beint að Evrópusambandinu sjálfu, en þetta myndi sennilega neyða grísku ríkisstjórnina, til að yfirgefa Evruna á stundinni, til að stöðva algerann peningaflótta út úr gríska hagkerfinu.
  • En, yfirmenn ECB virðast telja að ríkisstjórnir Evrópusambandsins, vanmeti hættuna sem að þeirra mati, stafar af niðurfærslu skulda Grikklands.

European Central Bank threatens to pull the plug on Greek lending : "However, Juergen Stark, ECB chief economist, said that if the country altered its repayment terms, the eurozone's central bank would not be able to lend to Greek banks putting up government bonds as collateral." - "A sovereign debt restructuring would undermine the eligibility of Greek government bonds," he said. "A continuation of liquidity provisions would be impossible."

Gríska bankakerfið mun þá hrynja mjög fljótt í kjölfarið, því þeir eins og þeir ísl. þegar kom fram á 2008, voru algerlega lokaðir frá millibankamarkaðinu alþjóðlega, einnig þeim evrópska - en Seðlabanki Evrópu hefur haldið þeim starfandi síðan kreppan á grikklandi hófst fyrir rúmu ári.

  • Seðlabanki Evrópu hefur sem sagt "raised the stakes" þ.e. hækkað veðmálið! 
  • Lánsmatfyrirtæki hafa einnig látið vita, að þau munu líta á slíka skuldaendurskipulagningu, sem greiðslufall.

ECB’s political tensions flare over Greece :"A Greek default, Mr Stark has warned, might...put “in the shade” the impact of the collapse of Lehman Brothers in September 2008. If other eurozone countries such as Ireland or Portugal also reneged on debt, the ECB’s losses would multiply rapidly. Governments would be forced to recapitalise the central bank at enormous cost."

  • Seðlabankamenn, virðast óttast að af stað fari stórfelld dómínó skriða, þ.s. Írland fylgi eftir Grikklandi, og einnig neiti að borga sínar skuldir.
  • Þá lendi bankakerfi Evrópu í stórfelldum vandræðum, og ríkisstjórnir muni neyðast til að endurfjármagna fjölmarga banka.

Spurningin er þá, hvort þetta er hræðsluáróður frá Seðlabanka Evrópu, sem vilji ekki þurfa að afskrifa hluta af þeim skuldabréfum Grikklands, sem hann á í sínum fórum - en ECB varar að auki við því að stofnunin getir orðið sjálf - gjaldþrota!

  • En þeir vilja meina, að ef ofangreind skriða fer af stað, þá fylgdi þrot Seðlabanka Evrópu í kjölfarið, ásamt stórfelldi bankakrýsu á meginlandi Evrópu.

Ég held að við eigum a.m.k. að taka þeirra orð alvarlega, ekki bara dissa þessu sem einhverjum hræðsluáróðri. En, Andrew Lilico, hagfræðingur við "European Economics" er sammála í reynd Seðlabanka Evrópu, að slíkt vagg sé líklegt að setja af stað stóra skriðu. Í reynd er það "scenario" sem hann setur fram, um margt líkt því sem ég sjálfur setti fram í færslunni "Er Grikkland við það að yfirgefa Evruna?" - en þó gengur hann skrefi eða tveim lengra en ég í ályktunum:

What happens when Greece defaults : "It is when, not if. Financial markets merely aren’t sure whether it’ll be tomorrow, a month’s time, a year’s time, or two years’ time (it won’t be longer than that). Given that the ECB has played the “final card” it employed to force a bailout upon the Irish – threatening to bankrupt the country’s banking sector – presumably we will now see either another Greek bailout or default within days."

Sem sagt, að annaðhvort stöndum við frammi fyrir mjög spennandi atburðarás, eða að niðurstaðan verði eftir allt saman, að sópa málinu undir teppi í 2. ár með því að moka 60ma.€ á vandann.

  • En, ekki nokkur maður mun trúa á að slíkt muni virka - og reikna má með að vaxtakrafa Grikklands og skuldatrigginga-álag, muni áfram halda að hækka.
  • En, ég á ekki í reynd von á, að gríska ríkisstjórnin muni standa við loforð sín um að selja verulegt hlutfall ríkiseigna - vegna andstöðu stéttarfélaga annars vegar og hins vegar andstöðu innan stjórnerfisins.
  • Andstaða almennings, fer einnig vaxandi í Grikklandi!

Svo hið minnsta, ég er sammála herra Lilico um það, að Grikkland muni þurfa á mjög stórfelldri skulda-afskrift þá, eftir 2013. Barclays áætlar afskriftarþört 67%, miðað við núverandi skuldastöðu.

En, viðbótar lán, mun auðvitað stækka afskriftarþörfina - en mjög sennilega verður það dæmi, algerlega að brenna peningum.

Þess vegna, getur einnig verið, að samstaða t.d. á þýska sambandsþinginu náist ekki um slíkt viðbótarlán - og ef mál þá fara þannig; þá er vart eftir annað en greiðsluþrot jafnvel þegar í stað en alls ekki seinna en á næsta ári. Þannig að Grikkland hverfi út úr Evrunni.

 

Greece suffers fresh blow as credit rating cut by Fitch :"Investors took flight as the rating of the Greek government's debt moved three notches further into 'junk' status, at 'B+'."

Greece hit by Fitch debt downgrade : "Fitch cut the rating on Greece’s long-term sovereign debt three notches, from double B plus to B plus, and put the country on “rating watch negative”."

Matið á Grikklandi var sem sagt lækkað úr BB+ yfir í B+. Að auki fylgir, að horfur séu neikvæðar.

"The yield on Greece’s 10-year government bond climbed...and was trading at 16.55 per cent in the mid-afternoon in London."

Öll lánshæfisfyrirtækin, hafa nú lækkað lánshæfismat Grikklands enn frekar. Fitch sagðis reikna með, að valið yrði að veita Grikkland viðbótar lán. En tók fram, að "soft restructuring" væri að þeirra mati greiðsluþrot, svo að þá myndi lánshæfi verða endurmetið í samræmi við það.

 

Niðurstaða

Grikklandskrýsan, sem vandræði Evrunnar hófust á, er að ná nýju hámarki. Flest bendir til að Grikkland í reynd, sé búið að gefast upp á að fylgja planinu sem frá því í fyrra. Að auki, tel ég að Grikkland muni ekki - sama hvaða loforð verða gefin - í reynd grípa til nokkurra umtalsverðra viðbótar niðurskurðaraðgerða. Né held ég, að staðið verði við loforð, um að selja þau ríkisfyrirtæki og ríkiseignir sem áður var lofað. 

Þeir munu taka því, að fá viðbótar 60ma.€, en síðan muni nánast ekkert gerast. Mig grunar að fleiri sjái það sama og ég, að stjv. á Grikklandi virðast hafa glatað viljanum. Sennilega einnig stjórnkerfið.

Þannig, að reikna má með mjög harðri andstöðu við plön - sem líklega verða niðurstaða fundarhalda helgarinnar - um að lána Grikkjum ofan á fyrra lán, frá almenningi innan Þýskalands og flr. aðildarríkja. Reikna má fastlega með, að Merkel muni eiga í miklum erfiðleikum með að fá samþykki Sambandsþingsins. 

-------------------

Ég held að við eigum ekki að dissa á aðvaranir Seðlabanka Evrópu, um að hætta sé mjög raunverulega á því, að mjög alvarleg fjármálakrýsa fari af stað ef þetta neyðarlán fæst ekki afgreitt - sem muni sennilega leiða til "contamination" þ.e. að markaðurinn muni, ókyrrast gagnvart aðilum innan Evrópu sem taldir eru í viðkvæmri stöðu innan álfunnar. 

Sú stóra krýsa sem ég hef talið alveg síðan Grikklands krýsan hófst fyrir rúmu ári vel hugsanlega - getur nú verið á næsta leiti.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Hvernig ímyndar þú þér að seðlabanki Evrópu yrði gjaldþrota þegar hann lánar út í Evrum og Prentar Evrur og skuldar ekki krónu? Þetta yrði athyglisvert að heyra.

Jón Gunnar Bjarkan, 21.5.2011 kl. 03:02

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta er haft eftir Juergen Stark. Sel það ekki dýrara :)

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.5.2011 kl. 11:44

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þetta er alveg frábært  Jón G.B.  Prentsmiðja í bílskúrnum bjargar málum.  Bjargar Grikklandi, Portugal og Írlandi og svo auðvita Ítalíu og Spáni. 

Held að við ætum að kaupa eina svona maskínu handa Steingrími og þá væri hægt að prenta hagvöxt án virkjana og öllum þeim leiðindum sem fylgja vinnu.

    

Hrólfur Þ Hraundal, 21.5.2011 kl. 14:09

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eftir því sem ég best veit, þá er ECB bannað skv. lögum um stofnunina, að prenta sig úr skuldavanda. En, Juergen er sennilega að benda aðildarríkjunum á, að ef og þegar ECB verður tæknilega gjaldþrota þá annað af tvennu ef fylgja á reglunum út í þaula þurfa þau að endurfjármagna ECB eins og ríkisstj. ísl. gerði við Seðlabankann okkar með stóru láni, eða þ.s. þetta er lögbrot að heimila ECB að prenta sig úr vandræðum þá væntanlega með einróma samþykki.

Hvort leiðin endurfjármögnun eða seðlaprentun yrði ofan á, myndi koma í ljós. En þetta eru verulegar upphæðir, en sem dæmi rámar mig í að samanlagðar upphæðir einungis til Írskra banka hlaupi nærri 180ma.€.

Svo valkosturinn er stór reikningur skipt meðal fylgiríkja eða verðbólga og a.m.k. eitthvert gengisfall.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.5.2011 kl. 15:49

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband