18.5.2011 | 02:29
Erum við Herúlar? Hef alltaf haft gaman af kenningu Barða Guðmundssonar!
Illugi Jökulsson, hefur síðustu daga, notað sigur Azerbaijan í Eurovision, sem átillu til að fjalla um hina fornu þjóð eða þjóðflokk Herúla. En, það hefur lengi verið uppi sú kenning að hér hafi sest sérstakur þjóðflokkur - miðað við þætti sem að fornu virðast hafa einkennt þann hóp sem settist hér að, í kjölfar sameiningar Haraldar Hárfagra á Noregi. En vísbendingar eru um að fjöldi fólks hafi flúið V-Noreg í kjölfar ósigurs sameinaðs herliðs andstæðinga Haralds í orustunni í Harðangursfirði 872.
Landnám Íslands!
- Sumir telja vanda við þessa sýn, að fundist hafa sannanir fyrir byggð á Íslandi verulega fyrr, hugsanlega öld fyrr - og jafnvel umtalsverða byggð áratugum fyrr.
- Landnám hafi því tekið mun lengri tíma - en áður hefur verið talið.
Á hinn bóginn, þarf þetta alls ekki að vera vandamál - en, landnám getur farið fram þannig að mismundandi hópar komi, af mismunandi ástæðum, á mismunandi tímum.
- Að hér hafi verið nokkurt fjölmenni fyrir, getur verið ástæða þess, að Landnáma var skrifuð!
Landnáma getur þá verið rétt að því leiti, að þeir höfðingjar sem þarf koma við sögu, hafi í reynd sest hér nokkurn veginn skv. þeirri tímalínu sem er líst, - en það hafi ekki verið rétt að þar hafi hvergi verið menn fyrir, heldur hafi þetta jafnvel í tilvikum verið hrein yfirtaka, innrás.
- Hlutverk Landnámu, sé því í reynd sögufölsun.
- Sagan sé í reynd rituð af sigurvegurunum, sem hingað hafi komið vopnaðir á víkingaskipum sínum, eftir ósigurinn fyrir Haraldi, ekki allir á sama tíma - en einhverjir komu nokkru seinna að því er virðist frá Írlandi - jafnvel N-Skotlandi, en í öllum tilvikum hafi þeir er þeir hingað komu, tekið landið af óvopnuðum íbúum sem fyrir voru, á þeim svæðum þ.s. fólk var fyrir.
- Landnáma hafi verið skrifuð, til að réttlæta þeirra eignarhald og um leið drottnun þeirra, og þeirra ættmenna, fyrir komandi kynslóðum.
- Festa sem sagt, höfðingjaveldið í sessi - sem þeir skópu.
- En sagnir eru um þrælahald - en þeir hafi frekar verið þeir sem fyrir voru, en að þeir hafi tekið fjölda þræla með sér, enda er takmarkað pláss á víkingaskipum, enda voru þeir að flytja með sér sitt fólk, sína húskarla - ásamt vistum, búsmunum og jafnvel búsmala. Vart pláss fyrir fj. þræla að auki.
- Eftir að þrælahaldi lauk, hafi þeir sem fyrir voru skipað hóp fátækra smábænda - kotkarla og vinnufólks.
Ég veit ekki hvort nokkrum hefur dottið þessi útgáfa af sögunni til hugar, en hún er algerlega "consistent" við þeirra hegðun, sem má sjá er sigraði víkingaherinn tók yfir Eyjarnar Norður af Skotlandi, þ.s. þá voru enn samfélög Pikta, en þ.e. það síðasta sem fregnist af Piktum, en við yfirtökuna hverfa Piktar að því er virðist úr mannkynssögunni fyrir fullt og allt, sem bendir ekki endilega til að þeir hafi allir verið drepnir af aðkomufólki, heldur til þess að þeirra menning hafi algerlega verið lögð í rúst, útmáð.
Svipuð aðför hafi átt sér stað á Íslandi er þeir komu hingað, og þeirra menning -alveg eins og á S-Eyjum eins og þær voru af þeim kallaðar- orðið gersamlega drottnandi, og einnig tunga.
Drottnun þeirra yfir N-Skotlandi stóð yfir stutt, enda Skotland of fjölmennt til að þeir gætu náð þar yfirráðum til lengdar, og voru þeir víst hraktir þaðan innan fárra ára, eftir að Skotar sameinuðust gegn þeim.
Á Írlandi voru þeir nokkru lengur, en þaðan einnig voru þeir hraktir eftir nokkra áratugi, og skv. Landnámu kom hópur þaðan, sem tók bólfestu á SV-landi. Auður Djúpúðga sem höfðingi, ásamt föruneyti. En, ég set fram þá kenningu, að það hafi í reynd verið innrás á það svæði - sem heppnaðist eins og annars staðar. En þ.e. þó ekki unnt að slá því föstu að það hafi fólk verið fyrir.
En voru þetta Herúlar?
Á þjóðflutningatímum, þá var mikið flakk á hópum germana. Það er hið minnsta alls ekki loku fyrir skotið, að á 8. og fram á 9. öld, hafi drottnað yfir V-Noregi, hópur herskás aðkomufólks er áður hafði hrakist annars staðar frá - sjálft.
Þessi hópur getur þá hafa verið óvinsæll, af alþýðu - þannig að um leið og hann myndi bíða hernaðarlegann ósigur svo alvarlegann að drottnun hópsins á svæðinu væri á enda, þá ætti hópurinn ekki val um annað, en að hverfa á brott snarasta.
Hvort þetta voru Herúlar verður sennilega aldrei sannað!
En skemmtileg kenning er það engu að síður!
Og hún getur hið minnsta mögulega verið sönn!
Sjá umfjöllun Ílluga Jökulssonar:
Brutu niður Rómaveldi, en fluttust svo til Íslands?! - 17.5 2011
Eru Íslendingar komnir af Herúlum? - 16.5 2011
Við unnum Evróvísíon af því við erum Aserar!
Wikipedia: Heruli
Ein skemmtileg tenging, er að þeir virðast hafa þjónað í her Miklagarðskeisara. En, sagnir eru um að a.m.k. einn ísl. höfðingjasonur hafi það gert um tíma. Hvort sem það gefur tengingu eða ekki.
Niðurstaða
Herúlakenningin, sennilega mun aldrei fá vísindalega viðurkenningu, þó Thor Heyerdal hafi talið hana líklega.
En, mín skoðun hið minnsta er að líklega hafi höfðingjastéttin flust hingað með sitt hafurtask á milli 870 og 930, eins og sagt er í Landnámu, en þá hafi þeir tekið landið yfir eins og áður S-Eyjar voru teknar yfir frá Piktunum sem þar bjuggu fyrir og menning þeirra eyðilögð, útmáð með öllu.
Landnáma hafi verið skrifuð í pólitískum tilgangi, eins og lengi hefur verið talið, en á bakvið hafi legið umtalsvert dekkri tilgangur en menn hafa fram að þessu haldið, þ.e. að breiða yfir þ.s. í reynd hafi verið yfirtaka hér og þar um landið, á bestu og gjöfulustu svæðunum - "legitmice" yfirráð hins ráðandi/drottnandi hóps yfir landinu, skrifa sem sagt söguna skv. þeirra geðþótta, geðþótta sigurvegaranna og þannig, blinda komandi kynslóðum sýn á þ.s. í raun átti sér stað.
Hvað segja menn um þessa kenningu?
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:49 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Einar
Þessi kenning Barða hefur alltaf virkað heillandi á mig en eins og þú segir þá er illmögulegt að sanna tengsl milli landnámsmanna og Herúla. Ég var nýverið að endurlesa bókina "The Fall of the Roman Empire" eftir Peter Heather og þar koma Herúlar vissulega við sögu hér og þar. En maður verður að varast einfaldanir - germönsku þjóðirnar voru ótrúlega margar og oft vitum við ekki hvað þær sjálfar kölluðu sig. Á þjóðflutningatímum runnu þær gjarnan saman í stærri heildir, þekktustu og stærstu heildirnar voru Vísigotar, Austgotar og Frankar.
Þjóðflutningar germönsku þjóðanna rekur Peter til tvennra orsaka: Annars vegar byggðist upp mikið þéttbýli í nágrenni við Rómversku landamærin af eðlilegum ástæðum, mikilla viðskiptatengsla og útflutnings á tækni og þekkingu, einkum landbúnaðartækni. Germanir ferðuðust frítt í Rómarveldi sem einstaklingar og oft sem minni hópar og þjónusta í hernum var eflaust ein helsta vertíðarvinna germanskra vopnabærra manna (sbr. gröf frá Svíþjóð frá rómverskri járnöld, einstaklingur í búningi hundraðshöfðingja).
Innrás Húna ýtti við þessum þjóðum og þær leituðu sumar hælis innan Rómarríkis, samtímis því að Sassaníðar höfðu tekið yfir Parþaveldi og þrýstu mjög á austurlandamærin. En Húnar voru langt í frá fyrsta eða síðasta innrásarþjóðin úr austri, nægir t.d. að nefna Magaya sem ráðast inn nokkur hundruð árum síðar og enda með að setjast að í Ungverjalandi (núverandi innbyggjendur þess lands). Bylgjur af þessu tagi ýta við öðrum þjóðum sem aftur ýta við enn öðrum og þannig koll af kolli. Þannig getur þjóðflokkur við Svartahaf endað í Skandinavíu eins og virðist t.d. liggja í frásögn Snorra af uppruna æsa og vana - hann rekur upphafið til Svartahafs (og þaðan reyndar til Anatolíu og Trojuborgar en það var tíska á hámiðöldum að rekja upphaf sitt þangað).
En bak við þjóðflutninga sem "flótta" undan innrásarþjóðum liggur önnur mikilvæg ástæða sem er efnahagslegs eðlis, nokkuð sem sagnfræðingar hafa oftast litið meira eða minna framhjá þar til á síðustu tímum að menn eru farnir að átta sig betur á gróðaleit sem drifkraft í sögulegri framvindu (þetta er auðvitað marxísk söguskoðun enda er Marx einmitt sprelllifandi innan sagnfræðinnar).
Þannig má skýra bæði sókn "Dana" til norðurs eftir ströndum Noregs og, síðar, búferlaflutninga til Íslands. Hvort tveggja hafði sér trúlega fyrst og fremst efnahagslegar forsendur.
Brynjólfur Þorvarðsson, 18.5.2011 kl. 06:44
Ég verð að taka til míns máls hér.
Í það fyrsta, þá er nokkuð til í þessu en ekki sammála um "herúla" tenginguna. Hitta er aftur á móti annað mál, að menn eiga að vita það að hér hefur komið fólk, sem beið ósigur. Við vorum ekki víkingarnir, þetta er alröng túlkun ... bæði hjá íbúum skandinavíu, og annars staðar. Þetta léttvæg, ævintýratúlkun, mann sem vilja vera "herúlar", "víkingar", o.s.frv., vegna þess að her er um einhverja fræga að ræða. Til dæmis, var rakin "íslands" tengsl Ronald Raegans, svo maður nefni dæmi um þessa fáránlegu hegðun.
Sturlungasaga, er skrifuð með það fyrir augum að varðveita arfleifð, sem vitað var að myndi glatast. Ásatrú, en hún glataðist, vegna þess að ísland tapaði fyrir áhrifum Noregs konungs. Árni, safnaði öllum Íslendingasögum saman, og flutti til danmerkur. Hvar "aðeins" elstu heimildirnar brunnu.
Ynglingasaga, segir að við komum upphaflega frá Asíu (mitt fólk) og fornleifar í norð-vesturhluta Kína bera þessu sönnun. Sögusagnir í Ynglingasögu, sem segir að kattegatt hafi verið á og danmörk og svíþjóð aðeins aðskilin þessari á, en síðar "rofnað" burt, hefur verið sönnuð af rannsóknum. Sú staðreynd að núverandi íbúar í Svíþjóð og Danmerku, þekktu ekki og vissu ekki um þessar tengingar, bera þess vott að "við" sem flúðum til Íslands, erum fólkið sem tapaði. Og þeir norðurlandabúar sem komu á eftir okkur, seu þeir sem sigruðu.
Landnáma segir gott og vel frá, að á Íslandi hafi verið fólk. Hitt er svo aftur á móti annað mál, að tímasettning sem menn nota, er að öllum líkindum alröng. Landnáma er skrifuð, af "okkur" sem töpuðum, til að reyna að varðveita vora arfleifð. Vegna þess, að þú og ég erum ekki eins tengdir eins og þú og fleiri viljið vera láta. ÞIÐ eruð sigurvegararnir, og ÉG er afkomandi þeirra sem töpuðu. Ég á mér fá, ef nokkurn, talsmann. Þið eruð fjölmennir, og eigið talmsenn hvar sem þið eruð. Hugur okkar, er svó ólíkur, að þó að við séum aldir upp á sama kletti, erum við ekki og verðum aldrei sama sinnis.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 12:04
Bjarne - bækur voru gríðarlega dýrar á þessum tíma. Einungis ríkir aðilar gátu staðið fyrir því, að láta taka niður í bækur heimildir. En skinn af fj. dýra þurfti í dæmigert skinnhandrit, af einhverri umtalsverðri lengd.
Hver sá sem stóð fyrir þessu, þurfti að vera auðugur á þess tíma mælikvarða.
Landnáma virðist mér klárt vera skrifuð, til að réttlæta / staðfesta stöðu þess höfðingjaveldis, er ríkti hér frá cirka 900/930, þ.e. rétt þess til yfirráða og rétt þess til þess lands sem þeir segjast þar eiga fullann rétt á.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.5.2011 kl. 12:30
Innrás Húna var örugglega mjög mikilvægur atburður, sem setti af stað skriðu þ.s. einn ítti við öðrum, og spilaborgin fór af stað.
Húnar víst áður fyrr, herjuðu á Kína en voru þar sigraðir. Ferðuðust þá í vesturátt, sjálfsagt alltaf með sama hætti, að herja á þá veikari aðila sem þeir komu að.
Sjálfsagt hafa þeim borist fregnir af góðum landgæðum lengra í vestri, svo mótívið sé græðgi eins og gjarnan er með innrásir að fornu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.5.2011 kl. 12:35
Það sem þú gleimir Einar, er að landnáma er endurskrifuð. ÉG tel, að danir hafi "leift" elstu heimildum Íslendingasagna að brenna í kaupmannahafnar brunanum. Allar þær bækur, sem við höfum (svo ég viti til) eru endurskrifaðar sagnir, sem rekja má kanski að einhverjum hluta til 9. aldar skinn handrita, en eru í raun endurskrifaðar af munkum þessa tíma (endurskrifaðar af hinum kristna hluta samfélagsins). Þær bera einnig keim þess efnis. Þær eru kópíur, og menn hljóta að spyrja sjálfan sig "af hverju brann bara elstu heimildirnar", og svarið er afskaplega einfalt Einar ... vegna þess elstu heimildirnar voru andstæðar skoðunum manna, og því ekki lagt kapp í að bjarga þeim. Elstu heimildirnar, eru endurskrifaðar af sigurvegurunum ... og breittar eftir þeirra höfði.
Að við séum herúlar, alveg út í hött. Við fluttum til íslands í knörrum og ekki langskipum. Þessir knerrir voru flutningaskip, og var floti Íslands af þessum toga. Hér voru engin langskip, enda ekki hægt að sigla langskipum á úthafinu. Menn notuðu knörr, og fluttu á honum búfénað og menn. Herular, og skandinavíu búar yfir höfuð eru "þýskir" að uppruna, eða frá þeim hluta evrópu sem oftast eru taldir þýskir, þó þeir séu bæði Tékkar, Frakkar, Þjóðverjar og Flæmingjar (Danir og Hollendingar). VIÐ, fluttumst til norðurlanda frá Asíu, gönguveginn yfir steppurnar og erum mun tengdari Sömum en öðrum Evrópu búum. Hlustaðu á "framburð" sama og Íslendinga ... tvö tungumál, en sami "söngurinn". Falsanir í kringum víkingana er orðið langþreitt efni, en það sem gerðist á Íslandi á sturlungaöld er að "aðallin" dó út. Við getum svo sem leift okkur að spá í það, hver þessi "aðall" hafi verið, en ég get alveg sagt þér með vissu að það var ekki sami aðall og var í skandinavíu eða hinum ráðandi ríkjum Evrópu, því annars hefði þróun Íslands orðið önnur. Ísland þróaðist, og hefði getað orðið stórt ... það er yfirtaka Noregs konungs, sem setur stopp fyrir þróunina á landinu. Og yfirtaka Noregs, gengur út á að stöðva þróun sem þar á sér stað. Sérstaða Íslands, gerir illkleift að koma að landinu, og hefur því leift fólki að lifa þar, sem þeim gafst ekki færi á í Evrópu yfir höfuð. Þessi þróun, er hótun fyrir nýtilkomið konungaríki í Noregi, sem sér "aldagamla" Íslenskan aðal, geta gengið til Noregs og rakið "höfðingja" ættir sínar. Notkun Noregs konungs við Jón, til að skrifa Jónsbók, ber einnig keim af "nýríki", sem vill láta skrifa lögbók sína, svo hún beri keim af "gömlu" riti landsins. Hér er um að ræða "nýa" yfirráðamenn á norðurslóðum.
Hin tengingin er líka ljós, að Íslendingasögurnar segja frá að VIÐ áttum heima á norðurlöndum áður en þýsku stofnarnir fluttu þangað, hverju sem menn vilja trúa þá ber ynglingasaga þess vitni. Þess skal einnig gert skil hér, að ef þú ferð til norður svíþjóðar, þá muntu sjá að norna brennur þar, voru allar hafðar gegn konum sem voru "-dætur", og kunnu rúnir. Við erum hér að tala um það tímabil, þegar hið "siðmenntaða" samfélag flutti sig lengra upp í norður noreg og svíþjóð.
Með öðrum orðum, "við", þessir leiðinlegu gaurar erum afkomendur þeirra sem töpuðu. Ekki þeirra sem sigruðu.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 13:13
Síðast þegar ég vissi, eru knerrir taldir víkingaskip.
Varðandi handritin, þá er dálítið sérkennilegt að líta á þ.s. samsæri að bara hluti handrita bjargaðist úr brunanum fræga, enda mjög eðlileg skýring sem fram kemur að menn uggðu ekki að því hve hratt hann breiddi úr sér þannig að björgunartilraunir hófust og seint.
Eðlilegt var að menn afrituðu þau, sérstaklega eftir að pappír og prentverk varð aðgengilegt, að auki eðlilegt að afrita einnig til að triggja að verkið sjálft varðveittist enda eftir allt saman skinn ekki með endalausa endingu, mjög margar eðlilegar ástæður til þess að handrit geti glatast. En, ef þú afritar það, minnka líkur þess að sjálft verkið glatist.
Ég hef ekki sterka skoðun á því hvort Herúlakenningin er rétt, tel það hið minnsta hugsanlegt, hið minnsta ekki ómögulegt.
Finnst þessi samsæriskenning þín frekar ólíkleg, enda stóð höfðingjaveldið hér a.m.k. fram á 14. öld, þ.s. veikti það var drepsótt - svarti dauði.
Höfðingjaveldið stóð fram á tíma kaþólskunnar, kirkjan varð ekki algerlega ráðandi fyrr en eftir svartadauða.
Höfðingjum var enginn akkur af því, að grafa undan forverum sínum, með því að breyta sögunni með þeim hætti sem þú lýsir. Kirkjan sem var ráðandi afl hér fram að siðaskipum, var ekkert sérstaklega að gæta hagsmuna konungsvalds. Konungsvaldið sjálft var hér fjarlægt allt fram á tíma erfðaeinveldis frá og með 1602.
------------------
Ég hallast að minni kenningu, að Landnáma hafi verið sögufölsun höfðingjaveldisins, sem ríkti hér frá og með 10. öld. Var völdugt hér fram á 14. öld, þegar kirkjan tók við sem áhrifamesti innlendi aðilinn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.5.2011 kl. 14:45
Sælir félagar
Menn hafa ýmsar skoðanir en það er nú betra að fyljga heimildum en hugmyndaflugi.
Aðeins varðandi Húna þá er alls ekki staðfest að þeir hafi verið sami þjóðflokkur og herjaði á Kína nokkur hundruð árum áður. Þarna skilur að margar aldir og þúsundir kílómetra og gresjurnar miklu í Mið-Asíu voru ekki auðnir sem menn gátu flakkað um að vild. En Húnar skipta annars ekki máli í þessu samhengi nema sem skýring á því af hverju Herúlar koma fram á sjónarsviðið í rituðum heimildum, ásamt öllum hinum germönsku þjóðunum (sem voru reyndar alls ekki allar germanskar - Alanar sem voru ein helsta þjóð Vísigota voru af írönskum uppruna).
Til að setja hlutina aðeins í samhengi þá voru flutningar fólks til Íslands á landnámsöld einhverjir mestu þjóðflutningar sem sögur fara af. Íbúafjöldi um 1000 er talinn hafa verið um og yfir 100.000 manns (ekki 30.000 eins og okkur var kennt í MR í gamla daga). Þessi tala er fengin með ýmsu móti, t.d. með því að leggja saman kýrgildin (1 kýrgildi = einn fullorðinn), áætla íbúafjölda bak við hvern þingfararbónda osfrv. Við kýrgildin má auðvitað leggja veiðimennsku, það má vel vera að íbúafjöldinn hafi verið enn meiri. Svartidauði og aðrar sóttir hjuggu stór skörð en einnig hafði kólnandi veðurfar og aukin fátækt sitt að segja. Mestallar miðaldir og fram á nútíma (allt fram á miðja 19. öld) hékk íbúatalan í 50.000 og þar undir.
Þjóðflutningarnir miklu á 4. og 5. öld voru miklu fámennari hver um sig, þótt samanlagt hafi þeir náð nokkur hundruð þúsund á tveimur öldum, það voru aðeins stærstu þjóðaheildirnar sem náðu 100.000 manns, flestar töldu "þjóðirnar" nokkra tugi þúsunda. Herúlar voru með minni þjóðum í þessu samhengi, kannski 10.000 fullorðnir. Þessi samanburður setur landnám Íslands í athyglisvert samhengi. Annað samhengi sem vert er að skoða er íbúafjöldi í nágrannalöndum. Íslendingar hafa verið nálægt jafn margir og Norðmenn kringum árið 1000, í Danmörku (Skánn talinn með) bjuggu um 200.000 manns og á Bretlandseyjum um 500.000. Við vorum því engin smáþjóð. Noregur var ekki að fullu byggður fyrr en um 1200 þ.a. Ísland byggðist að fullu á undan Noregi!
Fyrir utan að vera einhverjir mestu þjóðflutningar sem sögur fara af voru þeir einnig þeir al-erfiðustu svo enginn samanburður fæst. Það var ekki hægt að rölta hingað til lands með búpening á fæti og aleiguna á uxakerrum. Vika til tíu dagar á opnum bát (knörr væntanlega, langskipin eru orrustuskip sem koma ekki fyrr en seinna fram) sem tók hámark 40 manns en væntanlega eitthvað minna því vatn og vistir þurftu að vera um borð til fararinnar.
Það er tiltölulega einfalt að setja upp í Excel töflureikni hvernig landnám þyrfti að eiga sér stað til að enda með 100.000 manna þjóð 130 árum seinna. Ef maður gefur sér góðan þekktan fólksfjöldunarhraða (t.d. frá 50.000 1850 til 250.000 árið 2000 sem gefur 1,1% á ári) og reiknar með aðflutningi fólks í 60 ár (frá 870 - 930) þá þarf aðstreymi fólks að vera 750 manns á ári. Umreiknað í knörrum erum við að tala um 20-30 siglingar til landsins á hverju ári í 60 ár með fullfermi af fólki!
Þjóðflutningar eiga sér tvær ástæður helstar (og þær gilda ekki síður í dag en fyrr á öldum): Flótti frá átökum og sókn í velmegun. Fyrri ástæðan gengur hreinlega ekki upp í samhengi við landnám Íslands, slíkur mannfjöldi var ekki á flótta frá norskum kotkóngum! Það er auðvitað hinn efnahagslegi þáttur sem við verðum að horfa til fyrst og fremst.
"Víkingar" voru einkum verslunarmenn eins og oft hefur verið bent á. Sænskir víkingar opnuðu verslunarleiðina niður til Miðjarðarhafs eftir hinum stóru fljótum Rússlands - og voru í það minnsta meðstofnendur þess ríkis. Danir sóttu í vesturátt en einnig í norðurátt. Danir voru lykilþjóð í verslunarsamskiptum eftir norðanverðri álfunni með kverkataki sínu á siglingaleiðinni milli Eystrasalts og Atlantshafs. Hin upprunalega "Danmörk" er Sjáland og Skánn, hugsanlega Fjónn með, en þeir breiddu úr sér yfir Jótland og norður eftir ströndum Noregs. Við erum "danskir" að uppruna enda var hér töluð dönsk tunga á landnámsöld (skv. t.d. Snorra) en ekki sænsk.
Verslunarmenn þurfa hvort tveggja, framboð og eftirspurn. Oftast er það eftirspurnin sem vantar, um leið og hún eykst þá sprettur framboðið fram. Við upphaf víkingatímans eru tvö stór og áberandi verslunarsvæði sem víkingar leita til með vörur sínar: Mikligarður og Miðjarðarhaf annars vegar (Svíar) og Frankaveldi Karlunga hins vegar (Danir). Þegar kemur fram á 9. öld er efnahagslíf N-Vestur Evrópu verulega búið að taka við sér eftir ládeyðuna eftir fall Rómarveldis, þar eru nýjar stórþjóðir meðfram vesturrönd Evrópu fremstar í fararbroddi (Márar á Spáni, Frankaríki og nýsameinað England).
Hvað var það svo sem víkingar gátu selt til þessara þjóða? Skinnavara er kannski augljós en einnig (og mun minna þekkt) er þurrkaður og hertur fiskur. Einn ritara Alfreðs konungs af Englandi skrifaði frásögn norsks sæfara og verlsunarmanns rétt eftir miðja 9. öld. Þar kemur fram hvaða vörur hann verslaði með og var það helst hertur þorskur frá Norður-Noregi! Aðrar vörur frá Noregi hafa verið hunang og timbur en Noregur er mjög vel fallinn til þess háttar landbúnaðar.
Sókn manna meðfram ströndum Noregs og síðar til Íslands hefur þó fyrst og fremst verið vegna rostungsveiða. Þessar veiðar voru stundaðar af svo miklu kappi að stofninn hörfaði hratt - og veiðimennirnir fylgdu auðvitað eftir. Um 1000 voru rostungar horfnir af Íslandsmiðum og þá sóttu menn til Grænlands, síðast voru menn komnir í Vesturbyggð langt norður með vesturströndinni. Rostungurinn gaf tvær afurðir sem voru einstaklega verðmætar: Rostungstennur og rengi. Hið síðarnefnda er ekki það sem við þekkjum í dag heldur langar ræmur af rostungsskinni sem voru undnar saman í löng reipi og síðan þurkaðar. Á víkingaöld hefur þetta verið talið langbesta reipið sem hægt var að komast yfir og auðvitað bráðnauðsynlegt allri skipaútgerð. Fornsögurnar okkar nefna að menn hafi komið með gjafir til konunga, þannig færði einn kappinn Danakonungi hvítabjarnarskinn, rostungstennur og rengi, verðmætustu gjafirnar sem hann gat gefið.
Veiðimenn hafa eflaust komið til Íslands mun fyrr en eiginlegt landnám hefst og koma þeirra er á vissan hátt forsenda þess landnáms sem varð. Kannski strax um eða fyrir 800 hafa menn sest að í Vestmannaeyjum (trúlegast hafa þar verið "Vestmenn" eða Írar/Skotar og trúlega hafa þeir haldið eyjunum nógu lengi eftir landnám til að þær nefndust eftir þeim). En veiðmimenn setjast einmitt að í eyjum undan fastlandi af ýmsum ástæðum, einkum þeirri að þeir hafa gjarnan með sér búfénað á fæti sem þeir lifa af yfir vertíðina. Eyja þarfnast ekki girðinga! Sauðfé lifir auðveldlega af veturinn og með smá fyrirhyggju geta veiðimenn mjög fljótlega komið sér upp sjálfala stofnum á eyjum við landið.
Sagan af landnámi Ingólfs geymir einmitt minni af þessari iðju (þótt höfundur virðist ekki skilja það), einn fylgismanna Ingólfs furðar sig á því að hann skuli ekki setjast að á besta landbúnaðarsvæðinu við Ingólfsjall heldur velja hraunbrunnið Reykjanesið. En það voru auðvitað eyjarnar og litli skaginn með hverunum sem hann sóttist eftir (ef hann hefur þá verið til - ég efast nú stórlega).
Ein eins og við vitum þá er sauðfé ágætlega synt og það þarf ekki mikið til að það nemi land frá eyjum í Breiðafirði eða Faxaflóa og hér er auðvitað komið aðal landnámssvæðið, þar sem eyjarnar eru flestar og þar sem lang-ríkasta og voldugasta ættin Bjarna bunu settist að - ættin sem stjórnaði Suð-Vesturlandi í aldir, t.d. voru flestir Skálholtsbiskupar auk Ara fróða og Snorra af þeirri ætt og hún stjórnaði einnig Alþingi, trúlega m.a. með því að færa Öxará svo þingstaðurinn lenti innan landamerkja þeirra.
Ef við gefum okkur að sauðfé sleppi á land og gangi þar sjálfala í birkiskógunum þá taka ekki margir eftir því fyrstu áratugina. En 200 rollur eitt árið eru orðnar 100.000 50-60 árum síðar (afkoma sauðfjár er mun hraðari en okkar manna) og þá er birkiskógurinn einnig á hröðu undanhaldi, líftími birkitrjáa er 80 ár og sauðfé nagar nýgræðlinginn. Hin gríðarmiklu foklög frá upphafi landnámsaldar á Suðurlandi benda til þess að birkiskógurinn hafi horfið á 50 árum og að skógareyðing hafi nánast ekki orðið eftir 930 - þá var horfið það sem horfið gat.
Við upphaf landnámsaldar er hér sem sagt "frjálst" sauðfé í miklum mæli, það er bara spurning um að skella sér með næsta knerri og svo hlaupa skjáturnar uppi eins og hver vill. Auðvitað er gríðarlegt verðmæti strax í kjötinu en aðal verðmætið lá þó í ullinni. Farskip þurfa tvennt sem ekki er auðvelt að nálgast: Segl og reiða. Hið síðarnefnda voru rengin úr rostungsskinni en seglin voru úr ullarvaðmáli með styrkjandi leiðurreimum. Skandínavía hentar hvergi til sauðfjárræktar en Norð-Vesturhluti Bretlandseyja gerir það hins vegar. Kannski er þarna komin ástæða þess að forfeður okkar fóru flestir þá leiðina hingað - t.d. ætt Bjarna Bunu? Vaðmálsframleiðsla á þjóðveldisöld var gríðarlega mikil og sagnfræðingar hafa áætlað að hver einasti kvenmaður á landinu hafi setið allan daginn alla daga við vaðmálið (sagnfræðingarnir voru væntanlega karlmenn).
Hér óx sem sagt mjög hratt upp stór þjóð með miklu ríkidæmi - þótt það hafi auðvitað safnast á fárra hendur. En Ísland var óhemju ríkt langt fram á miðaldir eins og sést best af sögurituninni - slíkt gerist aðeins í mjög ríkum samfélögum, fyrir tíma prenttækninnar, samfélögum þar sem nógu margir hafa nógu mikinn frítíma og peninga til að búa til og kaupa bækur.
Sturlungaöldin snérist um yfirráð yfir þessu ríka landi og það voru höfðingjar gegn kirkjuvaldi - og höfðingjarnir sóttu sér liðsinnis til Noregskonungs, sem reyndar megnaði ekki að stöðva vaxandi vald kirkjunnar. Hámarki náði þetta vald, og kannski einnig efnahagslegt sjálfstæði Íslendinga, við upphaf 16. aldar þegar kirkjufurstarnir tveir voru nánast búnir að stofna til styrjaldar - þeir mættu hvor um sig með um og yfir 1000 vopnaða menn til Alþings 1527. Þetta voru engir smákarlar, biskuparnir tveir sem stjórnuðu hvor sínum helmingi af landinu með vopnavaldi.
Þetta er nú orðið allt of langt mál að vanda hjá mér en helstu heimildir ef þið viljið kynna ykkur þetta nánar er annars vegar hinn ágæti bókaflokkur "Saga Íslands" þar sem bestu sagnfræðingar okkar skrifa fína sagnfræði. Önnur miklu styttri en ekki síður áhugaverð heimild er ritið "870 +/- 2" sem hægt er að kaupa í neðanjarðarsafninu við hliðina á Fjalakettinum í Aðalstræti.
Brynjólfur Þorvarðsson, 18.5.2011 kl. 16:33
Þegar ég gekk í skóla, tók ég því líka sem sjálfsagðri skýringu. En þegar ég fluttist hingað erlendis, enda hálfur dani, þá hlustaði ég vel á mál manna. Með tíð og tíma, lærðist mér það að öllum öðrum gögnum var bjargað. Þetta lærði ég, þegar ég var í árósum og "neðanjarðar" byrgi sem þar var brann, vegna "símabilunar" á gömlum tenglum sem þar var. Þá frétti ég af því, að danir pössuðu öll sín gögn á stríðsárunum og fluttu í þennan kjallara. Þessi gögn lifðu af þjóðverja, því þeir vissu ekki af þessum stað ... samkvæmt því sem ég heirði. Þarna skemmdist mikið af gögnum, og voru nemendur við skólann "yfirheirðir". Seinna heirði ég það líka, að við kaupmannahafnar brunann, hefðu menn gefið sig "strax" að því að bjarga gögnum, þá talið mikilvægast. Enda brunar á þessum tíma afar háskalegir, því húsin stóðu svo þétt að.
Það er því óeðlilegt að menn spyrji sig ekki, hví gilti ekki sama máli þessi handrit.
Afritun allra þessara handrita, gefur slíkan keim af "kristni" að má líkja við sjómannaflík, sem steinkar af sér fiskilykt.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 16:35
Ég er alveg sammála að sögurnar eru skornar eftir stakk, en ég lít samt svo á, að þær séu skornar eftir stakka þeirra "höfðingja" sem tóku við.
Við skulum hugsa okkur eldri rit, forfeður okkar skrifuðu ekki á latínu, og notuðu ekki latneska bókstafi heldur. þeir skrifuðu með rúnum, á Norðurlöndum var fólk brennt á báli, fyrir að vera með rúnaletur, rúnabækur. það er ekki fyrr en á 18 öld, sem þetta breitist og menn byrja að tala um "víkingaöld" sem eitthvað æðislegt, og þá byrja að hreikja sér á háum steini. þegar hér er komið við sögu, eru þessir menn "Jörgensen", och "Stenkvist", eða með ættarnöfn. Og "-dottir" og "-sonur" horfið úr menningu skandinavíu. Farir þú í suður svíþjóð, finnur þú "-dottir" í gólfi kyrkna (grafir), sem eru frá 13 öld, um það bil. Farir þú í norður Svíþjóð, sérðu "-dottir" á nöfnum kvenna sem voru brenndar á báli, fyrir nornagaldur og rúnagaldur á 16-öld. Nú finnst engin "-dottir" lengur.
Maður þarf ekkert að vera sérstaklega mikill spekingur, til að sjá "hverjir" voru að fela tilvist "hverra". Við erum ekkert þessir Víkingar, við erum afkomendur þeirra sem flúðu undan ofveldinu. Þeir höfðingjar sem hingað komu, voru gömul arfleifð af höfðingjum frá forntímum norðurlanda. Svona svipað og "druits" í Englandi.
Ef maður skoðar Ásatrú nánar, og hugmyndina að því að maður verði meðal Óðins. Þetta er trú manna, sem eru að berjast gegn óvinum sínum. Maður þarf ekkert að dvelja lengi við þetta, því þetta er alveg ljóst. Við erum að tala um fólk, sem lifir í henfd og trúir á að berjast hins síðasta bardaga til að verja ríkið.
Er þetta lýsing á Íslendingum?
Við erum flestir, værugjarnir einstaklingar sem myndum aldrei taka upp vopn gegn andstæðingnum. Og ef við ættum að heyja stríð, myndum við vera álíka litríkir, og þegar menn eru að ráða niðurlögum Ísbjarna. Þessir menn sem eru að fara upp á fjall, fleiri að tölu, og skjót Ísbirni með hríðskothrið ... er þetta eitthvað í átt við Íslendingasögurnar, og þessa svokölluðu forfeður okkar, sem sigldu yfir hafið, og herjuðu á Noregs konung á eftir, til að hefna víga á bræðrum sínum? Eru þetta mennirnir, sem börðust einir gegn skógarbirni, með bara dálk að vopni? Það eina sem þeir kanski eiga líkt með þeim, er ef sögurnar eru lygi ... þá eiga þeir lygarnar sameiginlegar. Afrekin sem þessir menn lýsa, segja allt um skyldleika þeirra ...
Svo maður ekki minnist á, að þessir menn ættu að byggja vesturveg, og austurveg ... er þessi bændalýður á Íslandi, sem við fyrsta bankahrun leitar sér blóraböggla, einhvern sem hægt er að hengja fyrir? Hvar er skipulagshæfnin, hvar er höfðingjaskapurinn, hvar er lýðskiptingin. Íslendingar eru fólk, sem fylgir sér eftir öðrum ... þeir eru engir menn, sem leiða aðra.
Handritin lýsir fólki, fólki sem ekki líkist Íslendingum hið minnsta. Hvorki í sjón, né reynd.
Við töpuðum, við sigruðum ekki ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 18.5.2011 kl. 17:00
Brynjólfur Þorvarðsson, 18.5.2011 kl. 16:33
Mér
Einar Björn Bjarnason, 18.5.2011 kl. 18:30
Brynjólfur Þorvarðsson, 18.5.2011 kl. 16:33
Mér finnst þetta afskaplega há áætlun um fólksfjölda hér, þó sannarlega landið hafi borið meira fólk fyrir litlu Ísöld, þá er ég dálítið skeptískur á 100þ. það hlýtur að vera veruleg ónákvæmni í slíkum bollaleggingum.
Á hinn bóginn, ef við erum að tala um mína hugmynd um "military conquest" meira en landnám, þá er vert að muna að þú þarft ekki mjög mörg þúsund til að stjórna lítt vopnuðum hópi á bilinu 60-80þ.
6-8þ. manna lið myndi mjög vel duga, en miðað við lýsingu á ríku landi, þá var hér eftir einhverju að slægjast. Það hefði ekki þurft mikið flr. vopnaða einstaklinga, til að taka meira eða minna landið yfir og drottna yfir því.
Má jafnvel vera að 4-6þ. hefði verið nóg.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.5.2011 kl. 18:35
Bjarne Örn Hansen, 18.5.2011 kl. 17:00
Yfirleitt talið að náin samskipti við írsku kirkjuna, hafi stuðlað að ritun hér. En írska kirkjan var á tíma mjög umsvifamikil, á þeim árum hefur hún enn verið það.
Ef við erum að tala um landnám að umtalsverður marki fyrir 870, þá getur hér hafa verið einhver fj. Íra, jafnvel klaustur, hið minnsta prestar í leiðangrum til að sannfæra liðið um að gerast kristnir. Og írska kirkjan var alltaf skrifandi alveg frá cirka 5. öld er hún varð til.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.5.2011 kl. 18:38
Hér er hljóð sem við köllum eg eða jeg: Þetta rúnahljóð er til í Tyrknesku, lýst þar nákvæmlega eins og þessu hljóði var lýst í tungmálaritgerðum sem birtust í handritum á Íslandi.
Júlíus Björnsson, 18.5.2011 kl. 23:04
http://www.earth-history.com/Europe/God-king/radford-intro.htm
Þetta er mjög athygli vert , samt tel ég að þótt Himler hafi verið hrifin þá hafi hann misskilið margt, því að Snorra EDDA I og II eru eins og framhald af þessu. Snorri er líka misskilinn vegna trúarlega og stjórnmálegra áhrifa á öllum tímum. þeir sem fengu uppnefnið Óðin eiga að hafa verið þrír sem komu norður og vestur á tímabilinu 1800 fyrir Kristi til 60 fyrir fæðingu hans. Til er til Tyrki sem segir hægt að lesa rúna stein í Skandinavíu frá hægri til vinstri og sé þetta þá forn Tyrkneska. Menn voru aldrei skírðir Óðin hér á landi áður fyrr. eð er nákvæmlega eins og Gríski bókstafurinn Delta fyrir fram sérhjóð. Peta*lúða er fiðrildi á grísku. Gikkir skrifa Kappa, en bera fram Kabba. Balein er borið fram Valínn á Grísku. Merkur hvalinn eða hvalur. Acra, merkir nes eða eiði á Homers Grísku: Akra. Hvað getur Akra merkt á Íslensku?
Júlíus Björnsson, 19.5.2011 kl. 00:05
Málið er að fyrirmenn voru líka uppnefndir bokkar [ áttu bastarða ekki með eiginkonu og vor því arflausir, sama gildi á Abrahams í Ísrael.] Þegar Íslendingar áttu hafa gengist á Hönd nijðum Haralds Hárfagra , munu að öllu líkindum hafa komið hér fullt af Karlkyn bokkum sem valda því að karlgena flóran hér er eins og mælist í dag. Við siðskipti allt brennt, og margir ættlengir enda þar með þeim orðum að þessi og barnakarlinn hafi átt 20 til 50 börn. Þetta er allt einkenni Harem. Á dögum Júliusar Keisara kom uppalmennt vanda mál í Englandi , hver væri faðir afkvæmis sem fæddist á heimil. Keisari setti þær reglu að ef um faðir og syni væri að ræða, þá væri sá sem væri skráður fyrir barnsmóður faðirinn. Lagasetning bendir til að þetta hafi verið algengt vanda mál. Slot merkir rauf í UK og safnmerking er Höll í Danmörku. Lotterí er náttúlega auðskiljanlegt.
Júlíus Björnsson, 19.5.2011 kl. 00:18
Áhugavert Júlíus.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.5.2011 kl. 14:33
Svo er líka haft eftir Júlíus keisara að ættarfjölskyldurnar [t-ræps], allir komnar niður af sama einvaldi : Snorri Sturluson á svæði sem var kallað Ger-manía, að karlpeningur þar haft ekki tekið sér eiginkonu fyrir en eftir 30 ára aldur. Þetta var skýrt að þeir óttuðust að missa líkamlegt þtrek sitt með því að hafa samræði við kvenfólk, þetta er Rómverskur brandari að mínu mati. Vegna þess að Snorri segir all elstu drengi Óðins Friðleifsonar hafa verið Herkonunga og af þeir séu engar höfingja komnar. Ég tel HerKonunga hafa framleitt hermenn. Ég tel líka að karlpeningur á Norðurlóðum hafi verið náttúru mikil og hreðjamikill og átt fullt af konum fyrir 30 ára. Hinsvegar sé eiginkona sú sem sé talin hafa sömu eigindir og makinn, í merkingunni svipaða gena samsetningu. Frímúra einn sagði mér að Egyptar hafi boðið germönum stöðum undan eldiskonunga hjá sér um tíma, það fylgir sögunni að starfstími hafi verið 7 ár, og þeir af svo verið líflátnir. Æðar fuglinn hér [eider] hann byggir á því að einn önd verpir eggjum og síðan sjá margar systur [lesbíur] um uppeldið. Í mörgum ríkjum Afríku voru svokallaðar barnamömmur og horgrindur gengu illa út. Synd og kynlíf virðist upprunið í Róm eftir fæðingu Krists.
Reglan er sú að kenna má ásinn við eign sína. Hér má því kenna alla "Ace" Champion við Konung frá upphafi. Náttúrulegar kenningar eru mér að skapi.
Júlíus Björnsson, 19.5.2011 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning