13.5.2011 | 00:28
Barclays: Grikkland þarf 67% afskrift lána, og meðal skilahlutfall ríkisbréfa Grikklands verður 25,1%!
Þessi niðurstaða Barclays kemur mér ekki á óvart, hef heyrt þessa 67% tölu áður. En það er þó samt fengur af því, að glimta aðeins á analísu svo þekkts aðila á fjármálasviðinu!
Þeir sem hafa aðgang að vef FT: Argentina: the default scenario for Greece
Eins og myndin til hægri sýnir, þá er nauðsynleg afskrift skulda Grikklands, sú næst mesta af samanburðarlöndum.
En hæð súlanna sýnir hlutfall afskrifta, eftir ríkjum.
Eins og komið er fram, er afkriftin áætluð 67% skv. reiknireglu þeirri sem Barclays beitir!
Um daginn sagði Seðlabanki Evrópu, að afskrift skulda Grikklands komi ekki til greina, en benti á að grísku viðskiptabankarnir sem eiga mikið af grískum ríkisskuldabréfum, muni líklega verða gjaldþrota - auk þess að bankar víðs vegar um Evrópu myndu einnig tapa stórfé.
En, ég verð auðvitað að benda á, á móti að vegna augljóss skort á greiðslugetu Grikklands, séu hinir grísku bankar einfaldlega þá fyrir bragðið "labbandi lík" þannig séð, þ.e. þeim verði ekki forðað frá hruni, nema að utanaðkomandi aðilar bjargi þeim frá hruni. Sama geti átt um einhvern fj. banka í öðrum Evrópuríkjum.
Myndin hér til hægri sýnir að 12,8% sveifla frumjöfnuðar þarf til þess, að ríkissjóður Grikklands endurgreiði allar skuldir niður að 60% markinu.
Áhugavert er að íhuga til samanburðar upplísingar sem koma fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar fyrir þetta ár, en skv. því var bæting frumjöfnuðar frá 2009 = 4%, á þessu ári skal batinn milli ára vera 3,8% og nást fram smávegis afgangur á frumjöfnuði, 2,5% 2012 og síðan 2% 2013, er afgangur frumjafnaðar á að vera orðinn 5% af landsframleiðslu, þá planið að halda honum cirka á því bili næstu árin.
Punkturinn er að samanlagt er þetta: 12,3%.
Áhugavert, að Barclays skuli telja, að svo mikil leiðrétting frumjafnaðar í tilviki Grikklands sé líklega ekki gerleg, og miðað við myndina virðist Barclays ekki reikna með meira leiðréttingu frumjafnaðar sem praktískri en í kringum 7% af þjóðarframleiðslu.
Íhugunarvert í ljósi þess að AGS og ríkisstjórnin, virðast telja þetta fullkomlega gerlegt hérlendis!
- "Miðað við afkomu ársins 2009 á rekstrargrunni og áætlaða afkomu í ár sem birt er í frumvarpinu verður bati á frumjöfnuði á árinu 2010 rétt um 4%,...Á næsta ári er stefnt að því að batinn á frumjöfnuðinum verði litlu minni, eða 3,8%, og að hann verði síðan nálægt 2,5% árið 2012 og um 2% árið 2013." bls. 24
- "Á árinu 2013 er því gert ráð fyrir að afgangur á frumjöfnuði verði orðinn ríflega 5% af VLF og að afgangur á heildar-jöfnuði verði um 2,5%. Eftir það verði leitast við að halda afkomunni í því sem næst óbreyttu horfi þannig að jafnt og þétt verði unnt að lækka skuldabyrðina og draga þar með úr vaxtakostnaði." bls. 24
Eins og sést hérna, miðað við niðurstöðu Barclays, að 67% afskrift skulda ríkissjóðs Grikklands sé þörf, þá sést vel að þá reiknast þeim að eigendur grískrar ríkisbréfa fái greitt fyrir rest á bilinu 25,1% - 28,1%.
"Twenty-five cents in the euro would be a landmark in the history of sovereign debt restructuring. Not only that, its really still not being priced either in Greek debt or CDS. In the latter market, recoveries of 40-45 have been more common."
Síðasta myndin er frá Moodies, og sýnir sögulegar endurheimtur ríkisbréfa, að afloknum ríkisgjaldþrotum.
Eins og sést, eru þau skil sem Barclays áætlar fyrir grísk ríkisbréf í lægri kantinum, miðað við það sögulega samhengi sem fram kemur.
Ef Barclays hefur rétt fyrir sér, en a.m.k. ber að sýna niðurstöðum sérfræðingateymis þess risafjármálafyrirtækis virðingu; þá er þetta ákveðinn áfellisdómur yfir Evrópu, að þar verði eitt af mestu fjárhagstöpum sögunnar miðað við skilahlutfall.
Grikkland er bara fyrst í röðinni, en markaðurinn er einnig haldinn sterktri vantrú á endurgreiðslugetu Írlands og Portúgals, þó markaðurinn sé ekki enn farinn að áætla tap neitt í líkingu við ofangreint áætlað tap af bréfum gríska ríkisins fyrir fjárfesta.
Niðurstaða
Ekki síst er áhugavert fyrir okkur, að sjá þessa niðurstöðu Barclays í samhengi, við áætlun ríkisstjórnar Íslands og AGS, sem fram kemur í fjárlagafrumvarpi ársins 2011. En, þar virðist vera ráðgerð aðlögun fjárlaga upp á 12,3%. En í ljósi afstöðu Barclays til Grikklands, þ.s. þeir virðast telja aðlögun fjárlaga umfram 7,4% af landsframleiðslu ópraktíska; gefur manni ef til vill eina ástæðuna enn, til að efast um það hve praktískt séð möguleg markmið efnahagsáætlunar AGS og ríkisstjórnarinnar raunverulega eru.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:29 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning