Reiknað með að Grikkland þurfi nýjann björgunarpakka, 60ma.€, ofan á fyrri 110ma.€ pakka og þ.e. einungis til að fleyta Grikklandi út 2013.

Þetta er sennilega líklegasta niðurstaðan, að ákveðið verði að veita Grikklandi annan björgunarpakka ofan á þann fyrri frá sl. ári, það verði lausnin að íta vandamálinu áfram út árið 2013. Hvað svo gerist 2014, góð spurning - ætli að þá verði ekki búinn til enn einn lánapakkinn. En, þetta virðist vera lausnin, að ef land er gjaldþrota veita því lán á háum vöxtum, og ef það virkar ekki - þá auðvitað enn eitt lánið ofan á það fyrra, og svo koll af kolli. Þetta er samt ekki örugg útkoma, því allir vita í reynd að ef Grikkland að mati markaða getur einungis borgað cirka 50% núverandi skulda, þá eru viðbótarlán - að brenna peningum. Andstaða við slíka notkun á skattfé Evrópubúa fer vaxandi.

 

Greece Says Audit Will Show €60 Billion Need :"Greece is projected to need around €27 billion in new assistance next year and another €32 billion in 2013." - "Among the options being discussed is extending Greece's current maturities..." - "A new memorandum of understanding may set state-owned properties as collateral, the official said." - ""I expect a new set of measures for Greece which will have a strict timeframe and guarantees that it will be seen through," the senior Greek government official said." - "The possibility that Greece could default on its debt next year without more external aid has created a new emergency for European governments, the European Commission and the European Central Bank."

 

Sko, þ.e. einmitt málið - að peningurinn frá björgunarsjóðnum klárast á næsta ári, og þá skv. áætlun á Grikkland að fara út á lánamarkaði, og fara að selja skuldir. En, skv. hinni bjartsýnu áætlun átti Grikkland að ná viðsnúningi á óskaplegum halla, ná að afnema halla á frumjöfnuði þ.e. áður en kostnaður af skuldum er reiknaður inn í dæmið, og þannig vinna nægt traust til að geta farið út á markaði á nýjann leik.

Þetta plan mjög klárlega mun ekki ganga upp, sannarlega hefur Grikkland minnkað halla á þessu eina ári úr 15% í cirka 10%, sem reyndar er ekki smár hlutur. En, að sá árangur sé samt fullkomlega ónógur - sýnir hvað planið var í reynd óraunhæft.

Sú hugmynd, að hafa ríkiseignir sem veð - minnir mann á sambærileg ákvæði Svavars samningsins alræmda.

Vegna vaxandi andstöðu skattborgara meðlima ríkja Evru, við það að aðstoða ríki í vanda með eigin skattfé; þá virðist sem að líklegt sé að Grikkjum verði gerð jafnvel enn stífari og harðari skilyrði en áður.

 

S&P moves to cut Greek credit rating :"Standard & Poor’s has cut Greece’s credit rating by two notches, warning that any voluntary debt restructuring by Athens would amount to a default." - "The downgrade to B, six notches into junk territory, comes after European politicians acknowledged publicly that Greece’s €110bn rescue package was insufficient and more help would be needed."

 

Takið eftir að skv. lækkun S&P er lánshæfi Grikklands komið 6 prik inn fyrir rusl.

Þ.e. rusl og 6 prik þar fyrir innan. Mega rusl :)

 

Greece in line of fire over inability to hit targets :"George Papaconstantinou, finance minister, came under pressure on Friday at an unscheduled meeting of eurozone finance ministers to work harder at implementing his €50bn privatisation programme, drawn up in February..." - "A senior European official involved in the meeting said: “The key issue was really to make clear to Papaconstantinou that Greece must deliver on privatisation and structural reforms ... The Europeans want sufficient guarantees that the privatisation programme will succeed.”" - "The finance ministry has outlined a list of disposals, including equity stakes in state-controlled utilities, concessions to operate regional ports and airports, and leases for development of state-owned land. A detailed timetable of sales will be included in the updated reform programme, together with revenue targets of €15bn by 2013 and the remainder by 2015." - "European officials believe a successful privatisation programme – which would bring in more than 20 per cent of GDP in new cash by 2015 – coupled with extra financial help could yet overcome fears over allocating Greece fresh funds." - "“The clock is ticking as to when Greece will run out of cash,” said Sony Kapoor, managing director of Re-Define, an economic consultancy." - "The senior European official warned a debt restructuring could be disastrous for Greek banks, which hold about €50bn in government bonds. “The ECB is vehemently against this and the Commission is also emphasising the risks of a chain reaction,” the official said. “People don’t see how messy and risky it can be. The domestic banking sector would melt down.”"

 

Það sem ég óttast, er að vegna andstöðu skattborgara meðlima landa Evru við það að láta Grikki fá meiri peninga, þá leiðist löndin til þess að setja Grikklandi svo ströng skilyrði - að þau skilyrði í reynd hrekji Grikki til að grípa til óyndisúrræðis.

Þá meina ég, að yfirgefa Evruna!

Jafnvel, þó mjög líklega fari þá þeirra eigið bankakerfi niður, eins og gerðist með okkar banka.

En ef skilyrðin eru of harkaleg, geta þau snúist í höndunum á aðildarlöndum Evrusvæðis, og hrundið Grikkjum í þá átt, sem þau vilja forðast. En, ástandið gæti orðið það slæmt, að hin leiðin - virðist ekki svo hræðileg eftir allt saman, þó hræðileg sé.

Takið eftir hve Grikkjum er gert að selja gríðarlega miklar eignir í eigu gríska ríkisins sbr. flugvelli, ríkisjárnbrautir, veitufyrirtæki o.s.frv. - á aðeins 3. árum.

Ath. þetta er inni verstu kreppu sem Grikkland hefur lent í síðan, á 4. áratugnum.

 

Greece: the tussle with Brussels :"It’s groundhog day in the eurozone....The bail-out has exacerbated Greece’s indebtedness problem; its re-entry to the debt markets as a sovereign borrower early next year, envisaged in the bail-out plan, looks impossible." - "To avoid having to restructure, Athens would have to implement even more comprehensive structural and social reforms than those that have already caused civil unrest, as well as a frankly unrealistic pledge to privatise €50bn of state assets by 2015. Greece needs to execute these measures if it is to exit its crippling crisis eventually; but they should not be done in fire-sale circumstances."

 

Það er einmitt málið - þetta er brunaútsala eigna gríska ríkisins. Reynið að gera ykkur í hugarlund hvernig ísl. þjóðin myndi við bregðast, ef AGS segði við okkur - þið verðið að selja Landsvirkjun og fáið ár til þess að koma því í verk. Það yrði allt vitlaust, og þ.e. einmitt þ.s. er að gerast í Grikklandi. Síðustu helgi, varð Papandreo að lofa starfsfólki gríska veitufyrirtækisins, að halda 51% eignarhlut - þegar starfsmenn hótuðu verkfalli og að slökkva ljósin í Grikklandi. Starfsfólk annarra þjónustufyrirtækja í eigu ríkisins, er ekki líklegt að bregðast betur við. 

Þegar fólkið sér að auki, að hraðinn á sölunni og auðvitað tímasetningin mitt í dýpstu kreppu í nútímasögu Grikklands, sem mun triggja léleg verð - í reynd að einkaaðilar komist yfir þau fyrir slikk. Mun andstaðan magnast og magnast, og magnast. 

Mér sýnist að kröfugerð sú er gríska stjórnin stendur frammi fyrir, og verður að flestum líkindum ítrekuð aftur, og mjög líklega nýjum kröfum bætt við að auki; sé nánast klæðskerasaumuð til að sannfæra Grikki, grísku þjóðina, um að gera uppreisn gegn sjálfu planinu; ákveða að fara eigin leið.

Það væri þá, að segja upp Evrunni og taka drögmuna upp að nýju, lofa bankakerfum álfunnar að verða fyrir höggi.

Verst að þeirra eigið bankakerfi, getur hrunið með í farvatninu. En, þegar fólki verður heitt í hamsi, Grikkir eru þekktir fyrir blóðhita, getur ímyslegt gerst.

 

Niðurstaða

Sannleikurinn er sá, að það er ekki til nein góð lausn á vanda Grikklands. Landið er gjaldþrota. Meiri lán breita engu um það. Ekki verður staðan trúverðugri. Eina sem hugsanlega jákvætt fæst úr því, er meiri tími fyrir hin Evrópuríkin, til að búa sig undir óhjákvæmilegt hrun Grikklands. 

En, er það í reynd hagsmunir grikkja að bíða? Það er vitað, að á endanum mun Grikkland hrynja. Ef bankakerfi þeirra getur ekki lifað af hrun, er það þegar dauðvona hvort sem er - engin von til að halda því uppi, ef eina leiðin til þess, er að halda áfram að vinda upp á stöðu sem fullkomlega er öruggt að mun aldrei ganga.

Þá geta menn alveg eins tekið einn stórann uppskurð á draslið.

Það er hugsun sem mig grunar að geti orðið ofan á, hjá grísku þjóðinni - þegar hún fer í alvöru að skilja frammi fyrir hvaða afarkostum hún stendur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Mér sýnist að kröfugerð sú er gríska stjórnin stendur frammi fyrir, og verður að flestum líkindum ítrekuð aftur, og mjög líklega nýjum kröfum bætt við að auki; sé nánast klæðskerasaumuð til að sannfæra Grikki, grísku þjóðina, um að gera uppreisn gegn sjálfu planinu; ákveða að fara eigin leið.

Það væri þá, að segja upp Evrunni og taka drögmuna upp að nýju, lofa bankakerfum álfunnar að verða fyrir höggi.

Verst að þeirra eigið bankakerfi, getur hrunið með í farvatninu. En, þegar fólki verður heitt í hamsi, Grikkir eru þekktir fyrir blóðhita, getur ímyslegt gerst."

Þeir eru gjaldþrota og það að lána þeim meiri peninga frestar einfaldlega vandanum og stækkar hann. Ef þeir vilja drögmuna verða þeir bara að fá hanna og ef þeim verður heitt í hamsi, þá er það verst fyrir þá sjálfa. Því miður verða þeir sem lánuðu Grikkjum fyrir tjóni en hvað héldu þessir aðilegar eiginlega að myndi gerast?

Hörður Þórðarson, 11.5.2011 kl. 01:15

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jamm Hörður - eins og sagt er, "hver er sjálfum sér næstur".

Merkel mjög líklega á erfitt með að réttlæta nýtt lán til Grikklands, eða afskriftir eldri láns, gagnvart eigin kjósendum, en þarlendis hefur andstaða gegn því að veita löndum sérstaklega í S-Evrópu tilhliðrun verið vaxandi, vegna upplifunar þess efnis, að þar hafi fólk lifað um efni fram - allt saman út af fyrir sig rétt.

Með því að pína fram ströng skilyrði, og síðan enn strangari, er leitast við að réttlæta fyrir eigin fólki, að veita þeim tilhliðrun.

------------------

Frá sjónarhóli Grikkja, er verið að pína fram sölu fjölskyldusilfursins á brunaútsölu, pína fram hratt hrun lífskjara - og það vekur andstöðu heimamanna í Grikklandi.

Þ.e. sú kaldhæðna "observation" að með því að pína Grikki til enn harðari samdráttaraðgerða, sem að sjálfsögðu munu pína fram enn meiri samdrátt og smækka hagkerfið enn hraðar og meir, sem mun að sjálfsögðu hækka hlutfall skulda af landsframleiðslu enn hraðar, skerða lífskjör enn meir og í ofanálag pína fram sölu helstu þjónustufyrirtækja við almenning á brunaútsölu - þá geti framkallast einmitt þ.s. ríkin eru að leitast við að koma í veg fyrir.

Við verðum að sjá hvað gerist. En, mér kæmi ekki á óvart að ef grísk stjv. samhliða, séu með ítrustu leind að undirbúa Plan B og hafi verið um nokkurt skeið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.5.2011 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 859313

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband