Sú spurning sem skiptir okkur á Íslandi máli, er hvaða áhrif þetta mun hafa á samstarfið um Evruna, og tilraunir til að leysa krísuna sem þar hefur staðið yfir nú í ríflega heilt ár. En, finnska þingið er sérstætt að því leiti að það hefur rétt til þess að greiða atkvæði um hlutdeilt Finnlands í framtíðar björgunarpökkum og björgunarsjóðum, væntanlega vegna þess að finnsk lög heimila ekki ríkisstjórn að afgreiða slíkar skuldbindingar án samþykkis þingsins. Þetta er þá væntanlega svipað og hér, að Alþingi þarf að samþykkja allar bindandi skuldbindingar gagnvart erlendum þjóðum.
- En, "Sannir Finnar" hafa risið upp á barmi mótmælaöldu er virðist hafa orðið til meðal finnskra kjósenda, gegn því að betur staddar þjóðir eins og Finnar skuldbindi sig til að aðstoða þ.s. mætti kalla óreiðuþjóðir, við það verk að koma sér út úr vanda er þær sjálfar komu sér í!
- Þetta er hið minnsta sýn - nokkurn veginn af þessu tagi, sem við erum að tala um.
- Síðan bætist við sterk heilög reiði-tilfinning, sem nær tökum á fólki, yfir þeirri ósanngirni að þeir m.a. eigi að setja sína eigin skatta, í það að borga þ.s. þeim finnst vera óreiða annarra.
Skv. fréttum kosningaúrslit:
- Mið-hægriflokkurinn, Samstöðuflokkurin, 20,4% atkvæða og 44 þingsæti, sex færri en í síðustu kosningum.
- Jafnaðarmannaflokkurinn, 19% atkvæða, 42 þingsæti, og þrem færri en í síðustu kosningum.
- Sannir Finnar, 19% atkvæða, 39 þingsæti - fjölgun um 34 frá síðustu kosningum.
- Miðflokkurinn, 15,8% atkvæða, 35 þingmenn, og 16 færri en í síðustu kosningum.
Finnish poll turns on anti-euro feeling :"The True Finns party, which has vowed to oppose the proposed rescue package for Portugal, won about 19 per cent of the vote, up from just 4.1 per cent at the last election in 2007." - "Concern has mounted in recent weeks that a strong showing by the True Finns could disrupt efforts to tackle the eurozone debt crisis because Finland, unlike other eurozone countries, requires approval from its parliament to take part in EU bail-outs." - "Finnish backing is crucial because EU rules require unanimous approval for each use of eurozone bail-out funds. Senior European officials have begun exploring possible ways to push through the Portuguese deal without Finnish support should that prove necessary."
- Þessi mikli kosningasigur "Sannra Finna" virðist hleypa óvænt viðbótar spennu í vanda Evrusvæðisins.
- En það getur verið úr vöndu að ráða, þ.s. finnski krataflokkurinn greiddi atkvæði gegn samþykki á finnska þinginu fyrir björgunarpökkum til Írlands og Grikklands, og sennilega er óhjákvæmilegt að annaðhvort kratar eða "Sannir Finnar" verði í næstu ríkisstjórn Finnlands.
- En, kannski þegar á hólminn er komið, munu finnsku kratarnir - þegar þeim býðst ríkisstjórnarseta, ákveða að snúa algerlega við blaðinu og styðja næstkomandi björgunarpakka fyrir Portúgal, sem vonast er víst til að verði tilbúinn til samþykkis í maí nk.
- En, hinn bóginn, þá setur þessi mikli kosningasigur "Sannra Finna" - sú klára andstaða fjölmenns hóps almennings, aukinn þrýsting á finnska krata að standa við sýna fyrri andstöðu.
Landið sem skiptir raunverulegu máli er Spánn!
Nú keppist hver talsmaðurinn og pólitíkusinn um þverann innan ESB, um að segja að Spánn sé traustur sem klettur. Spánn sé varnargarðurinn fyrir Evruna. Evrukrýsan stoppi með Portúgal.
Þess vegna er einmitt mikilvægt að ferlið gangi fyrir sig í tengslum við Portúgal, þannig að ríkissjóði Portúgals sé forðað frá greiðslufalli - því greiðslufall Portúgals yrði mjög erfitt áfall fyrir spanska banka.
Will Spain be a Domino or a Dam? : "Spain's banks have an estimated exposure of 65 billion to Portugal, the largest of any euro-zone country and twice the exposure of Germany and of France."
Samkvæmt fjármálaráðherra Spánar, frú Salgado, þá mun heildarkostnaður við björgun spænskra banka, ekki verða hærri en 25ma..
Svo þ.e. eins gott að Portúgal fái björgun, áður en ríkissjóður Portúgals verður gjaldþrota og það án nokkurs efa, í júní nk.
Spánn hefur fleiri vandamál:
- Óskaplegt atvinnuleysi þ.e. 20% + heilt yfir og 40% + hjá ungu fólki.
- Rauntekjur hrynja á mesta hraða sem átt sér hefur stað, síðan upp úr 1970.
- Miklar líkur eru á því, að vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu muni verða endurtekin næsta mánuð, þannig að þá hækki vextir aftur - sem mun bitna ílla á Spáni vegna þess að meginhluti húsnæðislána er á breytilegum vöxtum.
- Hagvaxtar spár sem óháðir aðilar vinna, eru mun skeptískari þ.e. á bilinu 0-rúml. 1% fyrir næsta ár.
- Cirka milljón húseignir eru óseldar, sem kvá vera u.þ.b. 3-falt magn húseigna sem óseldar eru í Bandaríkjunum, miðað við hlutfallstölu útreiknaða per haus.
Ef ríkisstj. Spánar lendir allt í einu í því, að þurfa að borga út 80ma. í endurreisn bankakerfis - ef samtímis aukinn vaxtakostnaður þeirra sem skulda íbúðalán er að draga enn hraðar úr neyslu; þannig að ríkið er að auki að fá minni tekjur en það reiknaði með frá skattlagninu á veltu.
Þá auðvitað stenst ekki planið um að lækka hallann á spænska ríkissjóðnum, eins og stefnt var að.
Að auki, lélegri hagvöxtur eða jafnvel enginn - mun gera fjárfesta meir skeptíska á getu Spánar til að standa undir eigin skuldum.
Það er því langt í frá óhætt að fagna því, að Spánn sé úr hættu!
Ef kosningasigur Sannra Finna, leiðir til þess að finnska þingið eða ríkisstjórn Finnlands, hindrar samþykki björgunarpakka fyrir Portúgal; þá getur afstaða markaða gagnvart Spáni breyst leiftursnöggt til hins verra.
Í ofanálag, þá líklega minnka einnig snarlega líkur á því, að aðildarlönd Evrusvæðis muni geta leitt nýtt samkomulag um Evruna til lykta í júní nk. eins og plön eru uppi um, þ.s. m.a. stendur til að styrkja björgunarsjóð Evrópu, og gefa þau skilaboð til markaða að Evrópa sé til í að verja - jafnvel Spán.
En, ef þau plön einnig virðast úti, þá getur staða Evrunnar versnað æði hratt!
WSJ segir að AGS telji óhjákvæmilegt að afskrifa skuldir Grikkland!
IMF Believes Greece Should Consider Debt Restructuring By 2012
Wall Street Journal heldur því fram, að þeir hafi öruggar heimildir fyrir því, að AGS sé nú þeirrar skoðunar að Grikkland sé ófært um að standa við núverandi skuldir; þannig að afskrift á bilinu 50-60% sé óhjákvæmileg, en afstaða markaða er að afskriftaþörf Grikklands sé cirka þetta.
Þetta mun verða vatn á millu andstöðu flokksins "Sannra Finna" sem munu segja, að með því að samþykkja björgun Portúgals, sé verið að henda finnsku skattfé út um gluggann!
Það er reyndar líklega rétt - því mjög ólíklegt er ennig að Portúgal muni nokkru sinni geta endurgreitt slíkann björgunarpakka að fullu!
Þýskir bankar eiga víst 46,5ma. af grískum skuldum, sem segir að þeir þurfi ef til vill að afskrifa um 25ma..
Merkel hafði fyrir því nýlega, að endursemja um það hvernig greiðslur í nýjan björgunarsjóð Evrusvæðis skulu ganga fyrir sig, sem hefja á starfsemi 2013, til að losna við 13ma. greiðslu - það ár.
Líklega, stendur í henni, að samþykkja að líklega liðlega helmingur grískra skulda í eigu þjóðverja, sé einskis virði - því góður slurkur af því gæti lent á þýska ríkinu, ef þýskir sem lenda í því tapi neyðast til að fá fjármagnsaðstoð frá þýska ríkinu.
Niðurstaða
Uppreisn finnskra skattgreiðenda, gegn björgunarsjóðs kerfi Evrusvæðis, getur raskað áætlunum um að bjarga Portúgal og láta vandræðin á Evrusvæðinu stöðvast þar.
Það er ekkert um annað að ræða fyrir okkur, en að fylgjast með fréttum!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:13 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í raun og veru er vaxandi óánægja meðal almennings í öllu ESB löndunum, ég hef heyrt bæði Austurríkismenn og Þjóðverja tala um það að þeir þurfi að axla ábyrgð á ríkjum eins og Spáni og Grikklandi með sínum sköttum. Þetta á bara eftir að aukast, og núna þegar finnar hafa tekið þessa afstöðu, þá á það eftir að hafa víðtækari áhrif meðal almennings í öðrum ESB löndum. Og neiið okkar fór heldur ekki framhjá þeim við Icesave. Neiið okkar svo við ESB á heldur ekki eftir að fara fram hjá þeim.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2011 kl. 09:15
Varðandi aðildarmálið, þá geta Hollendingar ef þeim sýnist svo blokkerað það ferli, en málið er að þegar formlegar samningaviðræður hefjast í haust á víst að afgreiða frekar hratt þá kafla sem þegar höfum undirgengist í reynd í gegnum EES, en núverandi ferli ESB er þungt í vöfum þ.e. samningurinn skiptist í 35 kafla og í reynd er gerður samningur um hvern þeirra fyrir sig, og að auki má ekki opna kafla 2 fyrr en kafla 1 hefur formlega verið lokað. Sú lokun fer þannig fyrir sig, að eftir að okkar samningamenn hafa undirritað samkomulag, ásamt undirriturn samningamanna Framkvæmdastjórnarinnar er það undirritaða skjal sent til höfuðstöðva Framkvæmdastjórnarinnar þ.s. skjalið fær aðra formlega undirriturn, síðan þarf svokallað Evrópuþing einnig að afgreiða formlega það skjal og síðan undirritar forseti þingsins það og að þ.s. mestu máli skiptir að ráðherraráðið fær það einnig til formlegrar afgreiðslu. Á þeim tímapunkti geta Hollendingar sagt stopp, ákveðið að gera það þegar við fyrsta kafla þannig að ekki sé unnt að opna kafla 2. En, afgreiðslan innan ráðherraráðsins, krefst einróma samþykkist, og það í hvert sinn þegar hver og einn hinna 35 kafla er afgreiddur með þessum hætti.
Svo Hollendingar hafa næg tækifæri til að tefja málið, fyrir utan svo að lokum þegar allir kaflar hafa verið afgreiddur, þá er samningurinn afgreiddur formlega í heild.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 18.4.2011 kl. 11:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning