Óhamingju Evrunnar virðist allt verða að vopni!

Eins og einhverjir ef til vill vita, þá stendur til innan Evrusvæðis að stofna til nýs björgunarsjóðs sem taka á til starfa 2013 og koma í stað núverandi björgunarsjóðs. Heilmiklum tíma leiðtoga og ráðherra Evrusvæðis hefur verið varið í að semja um þá framtíðarlausn, samtímis því að lausn vandamála dagsins í dag, þessa árs og næsta - hafa beðið úrlausnar og skv. niðurstöðu leiðtogafundar Evrusvæðis sl. föstudag - mun sú lausn bíða a.m.k. fram í júní nk.

Hljómar öfugsnúið, að fresta því að leisa núverandi vanda, á meðan tíma er varið í að semja um lausn sem einungis á að koma til kastanna, eftir 2 ár.

 

Nýi björgunarsjóðurinn

Eurozone rescue fund: the cost of compromise : "Ultimately, eurozone’s permanent rescue fund should have €80bn paid-in capital (blue on the chart) and a further €620bn in a mix of guarantees and callable capital (taking you through all the colours to yellow). Only €500bn of the total €700bn could be lent, however (up to red): the remainder needs to stay in ESM coffers to maintain the AAA credit rating. Also, paid-in capital (blue) must never fall below 15 per cent of outstanding issuance (red)."

New ESM Won't Solve Euro-zone Woes : "Greece and Ireland combined will cough up or guarantee €31 billion. That's right—the two countries that are on euro-zone life support. Portugal, soon to join them, is expected to contribute €18 billion. Spain, although doing a bit better, is exposed to €77 billion of Portuguese debt, the credit ratings of 30 of its banks have just been downgraded, and so remains in the sights of the bond vigilantes: It is counted on for €83 billion. Belgium, its credit standing already being questioned because of its governmental chaos and high deficit, is to drop a cool €24 billion into the collection box in cash and guarantees, and Italy, hardly the gold standard of sovereign debtors, another €125 billion." 

A grand bargain that cannot end the crisis : "The problem with callable capital is a “can’t pay, won’t pay” scenario, since the member states all guarantee each other. For example, do we really believe that Italy – a country with public sector debts of 120 per cent of gross domestic product – is in a position to find tens of billions for the bail-out of another member state? Italy’s share in the ESM is nearly 18 per cent, slightly less than France, at 21 per cent." - "But here is the crux: Germany and France, whose sovereign bonds have a triple A rating, would not need to put up actual money to cover any shortfall of paid-in capital. A guarantee would do. But countries with lower ratings, such as Italy, Spain, and, yes, Portugal, Ireland and Greece, would have to pay cash. So we are in a perverse situation. Countries with easy access to capital can provide cheap guarantees, while the weaker countries must put forward cash. In fact, the biggest risk to Italy’s future solvency has nothing to do with its own debt. It is the country’s exposure to the eurozone crisis mechanism." 

ESM prompts further S&P cuts to Portugal, Greece : "In both cases, the downgrades have been prompted by the structure of the permanent eurozone rescue fund, the ESM, which was confirmed at the end of last week by eurozone leaders. Two things in particular.

  1. One is the issue of subordination – that senior unsecured government debt will be subordinated to ESM loans. At present, only IMF loans are senior, so this move effectively reduces the rights of all government bondholders, making them less attractive to hold.
  2. Second are the criteria for gaining a loan: sovereign debt restructuring is a potential pre-condition to borrowing from the ESM.
These two changes have the potential to affect any eurozone member state, and will disproportionately affect those considered likely to access the fund. No mention – thus far – of Ireland."

---------------------------

Helstu atriði sem skipta máli:

  • Einkennilegt drama átti sér stað í sl. viku, en á mánudag náðu fjármálaráðherrar Evrusvæðis saman um hvernig ætti að fjármagna nýja björgunarsjóðinn, en einungis 3. dögum síðar krafðist Angela Merkel breytinga á því samkomulagi þannig, að ríkin greiði skuldbyndingu sína inn í jöfnum greiðslum á 5 árum í stað 3 - þaraf rest með einni stórri lokagreiðslu 2013. Áhrifin eru dramatísk, en skv. upphaflega samkomulaginu hefði verið hægt að lána 300ma.€ þegar 2013, en skv. niðurstöðu sl. föstudags verður sjóðurinn er hann tekur formlega til starfa nánast tómur. 2014 verður 107ma.€ í sjóðnum í stað 400ma.€. Sjóðurinn ekki fullfjármagnaður fyrr en um mitt ár 2017. Þetta að sjálfsögðu eykur óvissu því þetta getur skapað viðkvæmt tímabil, þegar gamli sjóðurinn er aflagður en sá nýi er undirfjármagnaður. Enn ein ástæða fyrir markaði til að fyllast óróa, ef þá vantaði nokkuð fleiri ástæður. Ástæður Merkelar, voru þær að sambandskosningar eru í Þýskalandi 2013 og samstarfsflokkur hennar í ríkisstj. heimtaði að fyrir þær kosningar, myndi ríkisstjórnin innleiða lækkun skatta til að laða að atkvæði. Sem sagt á altari innanlands pólitíkur - enn eina ferðina, tekur Merkel þá ákvörðun að varpa sameiginlegum hagsmunum aðildarlanda Evru fyrir róða.
  • Heildarfjármagn á að vera 700ma.€ í neyðarsjóðnum, með 200ma.€ buffer þannig að geta til útlána verði 500ma.€ þegar sjóðurinn er fullfjármagnaður - en, €31 + €18 + €83 + €24 + €125 = 281 ma.€ á að vera baktryggt af Grikklandi, Írlandi, Portúgal, Spáni, Belgíu og Ítalíu í þessari röð. Allt lönd, sem eru í vandræðum og mjög ólíklegt er að geti veitt ofangreindar tryggingar, eða lönd sem mega ekki við miklu ruggi til að lenda sjálf í vandræðum. Þetta hljóta aðilar á markaði að vera þegar farnir að skoða, þannig að reikna má með því að vitneskjan um þessa viðbótar skuldbindingu, muni hafa neikvæð áhrif á þeirra stöðu á markaði á næstu mánuðum og misserum, ofan í álagið af núverandi krýsu.
  • Ef lönd heltast úr lestinni; þá auðvitað eykst álagið á löndin sem eftir eru - sem dæmi má í reynd þegar þurrka út áætlað framlag Grikklands, Írlands og Portúgals þ.e. 49ma.€. Það dreifist því á löndin sem eftir eru, og eykur álagið einkum á þau lönd sem næst veikust eru fyrir.
  • Maður veltir fyrir sér, hvaða áhrif þetta aukna álag á skuldastöðu Spánar og Ítalíu, þetta mun hafa - sérstaklega í ljósi þess að Portúgal er u.þ.b. að heltast úr lestinni, reiknað með að ríkissjóður Portúgals verði greiðsluþrota ekki seinna en um miðjan júní nk ef aðgangur að lánsfjármagni lokast. En þá er hætta á að markaðurinn fari að pæla enn meir í stöðu Ítalíu og Spánar - þ.s. Evrukrýsan er enn óleyst þá þarf markaðurinn í reynd ekki frekari hvatningu í ofanálag við allt hitt sem fram er komið.
  • Eitt sem ofan á allt annað eykur enn á vanda landa líkleg að lenda í vandræðum; er það að vegna þess að þeim er síður treyst, þá munu þau mun frekar þurfa að láta af hendi viðbótar reiðufé fremur en einungis tryggingar, sem lönd með AAA lánshæfismat geta mun frekar komist upp með. Þetta magnar því upp vanda þeirra, ef og þegar af völdum landa sem heltast úr lestinni, og þau þurfa að mæta kröfum um aukið fjármagn og ábyrgðir.
  • Síðan er það forgangur sá sem lán frá björgunarsjóðnum nýja eiga að hafa, umfram ríkisskuldir þess ríkis sem verið er að bjarga. Þetta er svipað þeim forgangi sem neyðarlögin á Íslandi hafa veitt innistæðutryggingum að veðum í gjaldþrota bankastofnunum. En, þetta virkar þannig að ef það þarf að endurskipuleggja skuldir lands, með það sem markmið að eigendur skulda taki á sig lækkun á útistandandi kröfu; þá kemur síðast til álita að beita slíku á lán björgunarsjóðsins. Þetta eykur áhættu eigenda skuldabréf landa sem líkleg eru til að lenda í vanda, eða eru í vanda. Þeir eru því líklegir, til að krefjast hærra áhættuálags en áður sbr. "CDS (Credit Default Swap sbr. CDS spreads). Að auki, að verða mun sneggri til en áður, að losa sig við bréf ríkja líkleg til að lenda í vandræðum, við fyrstu vísbendingar um vandræði af tilteknu tagi.
  • Ergo - hækkun vaxtakröfu og skuldatrygginga fyrir lönd nú þegar í vandræðum - þegar að gerast - og líkleg í dag talin að lenda í vandræðum - ekki enn gerst, og enn fljótari til að hækka kröfu á lönd sem eru talin á leið í vandræði - reikna fastlega með að hraðinn á atburðarás aukist frá því sem áður var þegar fyrstu vandræða fer að gæta þangað til að land er komið í óleysanlega stöðu.
  • Mér sýnist því þetta dæmi virka þveröfugt, þ.e. að stað þess að róa markaðinn, sé þetta mun líklegra til að kynda undir frekari óróa.

Ofan á allt ofangreint, er ekki enn búið að ganga frá viðbótar fjármögnun fyrir núverandi starfandi neyðarsjóð!
Einfaldur maður, hefði getað haldið að lausn núverandi krýsu væri meir aðkallandi, en undirbúningur lausnar sem ekki á að taka gildi fyrr en 2013. En, niðurstaða leiðtogafundarins á sl. föstudegi, var að fresta þeim vanda fram á miðan júní nk.
  • Til að auka spennuna, þá féll ríkisstj. Portúgals sl. miðvikudag.
  • Seðlabanki Evrópu ætlar að hækka vexti þann 7. apríl nk.  - sem mun vera olía á eld vanda þeirra landa sem búa við skuldavanda.
  • Portúgal á að standa straum af litlum 4,5ma.€ þann 15. apríl nk.
  • Síðan 5ma.€ í júní. Sem nánst allir eru sammála um, að verði umfram getu þannig að ríkissjóður Portúgals verði þá annað af tvennu að slá lán á hvaða ofurkjörum sem vera skal eða fara í greiðsluþrot.
  • Síðan, er engin starfandi ríkisstj. í Portúgal sem getur tekið bindandi ákvarðanir og ef ekki tekst að mynda nýja, þá þarf að boða til kosninga með 50 daga fyrirvara - ouch!

A grand bargain that cannot end the crisis : "But now for the really bad news: the domestic political systems in the eurozone’s members are not prepared for what is about to hit them. If the German coalition convulses at the prospect of an €11bn capital injection, what might they say if confronted with a much larger request to make good on a loan guarantee? Unlike a simple capital provision for the ESM, the payment of a guarantee would require an offsetting fiscal correction at home. Just imagine the politics of a cross-border bail-out that requires a cut in domestic welfare payments. The irresistible force of EU-level crisis resolution will eventually come into conflict with the immovable object of national politics. Last week’s debate on the ESM is an early warning of what lies ahead."

Síðan þessi áhugaverði punktur, Wolfgang Münchau, að fyrst ríkisstj. Merkel guggnaði vegna 11ma.€ greiðslu árið 2013, og fékk þess í stað fram lengri greiðsludreifingu þ.e. 5. ár í stað 3. Hvernig verða viðbrögðin í Þýskalandi þegar og ef Þýskaland er stendur frammi fyrir spurningunni, um að reiða fram ef til vill tugi milljarða evra, svo hægt sé að bjarga t.d. Spáni þegar til kastanna kemur, þannig að tryggingarupphæð / ábyrgð Spánar dettur út úr sjóðnum og hin löndin þurfa tafarlaust að tryggja sjóðnum fjármagn, sem á móti framkalli þörf fyrir stóra niðurskurðar aðgerð heima fyrir skv. reglum Evrusvæði um hámarkshalla á fjárlögum?

Er þetta ef til vill, stærsta trúverðugleika vandamálið við björgunarkerfi Evru, það nýja sem það gamla?

 

Niðurstaða

Einhvern veginn virðist mér allt snúast í höndunum á hinni pólitísku elítu Evrusvæðis ríkja upp á síðkastið. Í stað þess, að draga úr hættu á frekari framgangi Evrukrýsunnar, virðast aðgerðir þeirra þess í stað magna líkur á að dómínó áhrif eigi sér stað.

Mér sýnist, að í ljósi atburða sl. 2. vikna, þá sé ljóst að reikna megi með mjög spennandi sumri.

En, ein slæm fréttin enn, er að Merkel tapaði enn einum fylkiskosningunum í Þýskalandi. Nú þarf hún aðeins að tapa einum enn í september nk., til að stjórnarandstaðan öðlist blokkerandi meirihluta í efri deild Þýska sambandsþingsins.

Þetta getur minnkað líkur á farsælli lausn krýsunnar í júní nk. - en veikt staða Merkel hefur fram að þessu alltaf þítt að hún hefur tekið harðari og stífari afstöðu en áður.

Síðan er líkleg að kosningar í Finnlandi þann 18. apríl nk. skili miklum áhrifum flokks Sannra Finna, sem hefur sókt fylgi í raðir fólks sem vill ekki, að Finnland taki á sig kostnaðarsamar skuldbindingar - til að létta undir með löndum sem almenningsálit telur hafa sjálf komið sér í eigin vanda.

Þ.e. því allt ekki víst, að Evrusvæðið verði nokkru nær farsælli lausn á krýsunni í Júní nk. en var á föstudag sl. 

Ef, útkoman verða ný vonbrigði - getur virkilega farið að hrikta undir grunnstoðum Evrunnar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef langtíma markmið ráðandi aðila í EU var að byggja Miðstýringu á grunni menningararfleiðar  fullveldishafanna, þá hlýtur það kosta sitt. Skera niður óþarfa stjórnsýslukostnað í Meðlima Ríkum svo almenningur þar geti hagnast á Miðstýringunni. Varla átti þessi kostnaður að bættast ofan á þann sem er til staðar í Meðlima Ríkjunum. Svo er líka búið að hægræða svo mikið í Meðlima ríkjum.

Spurning hvað ríkjum þarf ekki að bjarga? Langar mig að vita.  

Hvað val hafa Meðlima Ríki EU að bjarga sér á eigin spýtur?

Er það ekki neyðin sem kennir nakinni konu að spinna?

Þetta er ekki Sameining um tilfinningar.

Asía er ógnun og ruglar öllu framboði og eftirspurn. Fórna til uppskera.

Júlíus Björnsson, 30.3.2011 kl. 06:50

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eint ótrúleg tala sem ég rakst á - minna en 30% vinnuafls í Portúgal hefur lokið framhaldsskóla-prófi. Við erum að hafa áhyggjur af tölu, um að cirka sama hlutfall hafi ekki lokið því.

Þessi gríðarlegi menntunarskortur er líklega stór hluti ástæðu þess, hve Portúgal hefur gengið ílla, eftir inngöngu í Evru.

Alvarlegur skortur á samkeppnishæfni. En, þ.e. einmitt þ.s. kemur fram, er þú afnemur eigin gjaldmiðil og keppir án slíks buffers við aðrar þjóðir. Það koma fram klárir sigurvegarar og taparar. Eitthvað sem við erum að sjá í dag.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.3.2011 kl. 08:38

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Aberdeen has two universities, the University of Aberdeen and The Robert Gordon University. Aberdeen's student rate of 11.5% is higher than the national average of 7%.

http://en.wikipedia.org/wiki/Aberdeen#Education

Málið er að hér hefur verið flutt talsvert mikið inn af fólki sem ekki hefur lokið framhaldskólaprófi.

Bæði á Spáni og Portúgal gildir að um 1974 um 1/3 hlut þegnanna var ekki eins sinni læs. Á Kanarí var var byrja að kenna lestur um 1956. Þess vegna geta tölur ruglað heildarmyndina.

Gæði menntunar og námskostnaður skiptir öllu máli í alþjóðlegri efnahagslegri keppni um þjóðartekjur.  USA viðurkennir að grunnur sinna framhaldskóla nemenda er ófullnægjandi. 

Menntun er hluti af atvinnuleysisstefnu flestra ríkja það er halda skráðum atvinnuleitendum í lágmarki.

Júlíus Björnsson, 30.3.2011 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband