Mun samþykki Icesave opna fyrir aðgengi að erlendum lánsfjármörkuðum?

Ég á alls ekki von á að svo sé. En ég vísa til þess, að framvinda efnahagsmála virðist vera lakari en spá stjórnvalda frá sl. hausti gerir ráð fyrir. Miðað við tölur hagstofu var samdráttur sl. árs 3,5% en ekki prósenti lægri. Það var samdráttur á 4. ársfjórðungi í stað hagvaxtar sem bæði Seðlabanki og Fjármálaráðuneyti voru búin að spá. Síðan, sé ég engin teikn þess, að um hagvöxt sé að ræða þessa stundina þó Már Seðlabankastjóri haldi öðru fram. En, fullyrðingum hans tek ég með saltkornum, í ljósi fyrri spádóma hans um hagvöxt sem ekki hafa staðist.

  • Þetta einfaldlega þíðir, að greiðslustaða ríkissjóðs er slæm og bankar því ekki líklegir til að veita ný lán á hagstæðum kjörum.
  • Hið minnsta ekki hagstæðari, en af 5,5% AGS láni - sem skv. Seðlabanka mun duga út 2013.

Ég bendi á eftirfarandi tölur AGS: IMF Staff Report Iceland Fourth Review

..................................2010.........2011........2012.........2013..........2014........2015
Real GDP....................-3.0...........2.0...........3.0.............2.5...........3.0..............3.0
Nominal GDP..............1551.4.....1628.2......1726.2......1820.2......1934.2........2052.7
Revenue.....................40.6.........39.6..........40.3.........41.0..........40.8...........40.6
Umreiknað..................630...........645...........696,7.......746,3.........789,1........833,4
Greiðslur af AGS láni...................................51,8.ma.....71.ma........58,03.........65,7
Vaxtagj./tekjum.........16,7%.......20,7%......18,1%.......16,2%........13,9%.......12,8%
Gj. vs. tekj. 2010.......18,6%.......21,2%......20%..........19,3%........17,4%.......16,9%

Reiknaði af gamni, ef tekjur ríkisins haldast constant í tekjum 2010, til að skoða tekjur miðað við slæma útkomu þ.e. sömu tekjur áfram eða nánast þær sömu.

En miðað við það, að útkoma 2011 virðist þegar klárlega vera lakari, en skv. ofangreindri spá, þá er einnig ljóst að vaxtagjöldin verða hærri en 20,7% á þessu ári. Sennilega, verður framvinda 2012 einnig lakari, en ofangreind spá segir til um, þ.e. vaxtagjöld hærri en 16,2%.

Ef þ.e. raunverulega stöðnun, þá geta vaxtagjöld þróast frekar líkt "constant" stöðunni, sem ég setti upp.

Síðan, að ef framvindan er enn lakari en þetta, þ.e. niðurspírall - þá geta vaxtagjöld haldist statt og stöðugt í 20% og þar yfir.

 

Lántaka Hafnarfjarðar

Athygli hefur vakið, að það stefnir í að Hafnarfjarðarbær þurfi að gangast inn á að endurnýja gamalt erlent lán, skv. 7% vöxtum - sem mun hækka vaxtakostnað Hafnarfjarðarbæjar um fleiri hundruð milljónir. 

Hið minnsta er þó verið að lána Hafnarfjarðarbæ. Þ.e. í reynd jákvæð frétt.

Ríkið myndi ekki fá lakari vexti en þetta. Svo fræðilega, getur ríkið tekið lán.

Á myndinni fyrir neðan má sjá nýlega stöðu, fyrir vaxtakröfu á 10. ára bréfum.

European govt bonds - Reuters

Á myndinni sést, að fimmtudaginn 10. mars fór ávöxtunarkrafa fyrir 10. ára Portúgölsk skuldabréf, í 7,68%. Þar sést einnig, að ávöxtunarkrafa fyrir spönsk 10. ára ríkisbréf fór í 5,52%. Ítölsk 10. ára bréf fóru í 4,99%. Írland toppar  í 9,53%.

  • Þetta gefur vísbendingu um það, að Ísl. ríkið geti sókt sér lánsfé - sennilega á bilinu 6% til 7%.
  • En, mér sýnist mjög ólíklegt að ríkissjóður geti vænst tilboða, á hagstæðari kjörum en núverandi AGS lánapakki, þ.e. 5,5% - eða jafnvel á jafngóðum kjörum.
  • Það þíði, að hagstæðara sé fyrir ríkissjóð að nýta AGS lánin, þ.e. í stað þess að slá ný lán fyrir útistandandi gjalddögum, sé hagstæðara að borga með AGS peningunum sem hafa 5,5% vexti. 
  • Ríkið þarf ekki strangt til tekið, að leita út á lánamarkað fyrr en eftir 2013. En, AGS lánin veita fjármögnun þangað til ef mat Seðlabanka þar um er rétt.
  • Það þíðir, að Ísland hefur svigrúm til að skapa trúverðuga framvindu þangað til - ef það tekst ekki, þá er eina vonin nauðasamningar við kröfuhafa landsins.

 

Hallarekstur ríkissjóða Evrópulanda og Bandar. skapar einnig mjög mikið framboð á ríkisskuldabréfum

Gríðarlegt framboð verður einnig á þessu ári, og þetta mun einnig þetta ár hafa áhrif á vaxtakröfu jaðarlanda með lítil hagkerfi – tala ekki um slæma skuldastöðu að auki; til hækkunar.

Síðan sýnist mér skv. spá stofnana ESB um hagvöxt, að meiri en helmingur landanna í Evrusvæðis sé með hagvöxt undir meðalverðbólgu svæðisins. En, sá hagvöxtur verður undir þrýstingi í ár, vegna sparnaðar aðgerða. En, hætta er á því að hann muni verða lakari er klárt fyrir hendi, í ljósi hækkandi verðbólgu og hækkaðs olíuverðs, ofan í áætlanir um útgjaldaniðurskurð. Ef þetta kemur þannig fram, eykst útgáfa skuldabréf enn meir.

Að auki, á leiðtogafundi Evrisvæðisríkja á föstudag ákvað Evrusvæðið að fresta því að taka ákvörðun um stækkun neyðarsjóðs svæðisins, til júní nk. Þetta mun auka spennuna næstu mánuðina á lánsfjármörkuðum. og ef aftur í júní ekki næst samkomulag – verður órói á lánamörkuðum eins slæmur og í fyrra. 

Lönd Evrusvæðis, áætlaður hagvöxtur - atvinnuleysi 2011 skv. Eurostat.

Holland.............1,5% - 4,3%

Austurríki..........1,7% - 4,3%

Lúxembúrg........2,8% - 4,7%

Malta................2,0% - 6,1%

Þýskaland.........2,2% - 6,5%

Kýpur...............1,5% - 7,4% 

Slovenía............1,9% - 7,8%

Finnland............2,9% - 8,0% 

Belgía...............1,8% - 8,0%

Ítalía................1,1% - 8,6%

Frakkland.........1,6% - 9,6%

Portúgal...........-1,0 - 11,7% 

Grikkland........-3,0% - 12,9%

Írland...............0,9% - 13,5%

Eistland............4,4% - 14,3%

Slóvakía............3,0% - 14,5%

Spánn..............0,7% - 20,4%

Vextir Seðlabanka Evrópu í dag, eru enn 1%. En, líklega verða hækkaðir í 1,25% nk. apríl.

Verðbólga er áætluð þetta ár 2,2% að meðaltali. En vanalega er talið að stýrivextir eigi að vera yfir verðbólgu. Meðalhagvöxtur áætlaður 1,6%.

 

Niðurstaða

Ég hafna þeirri fullyrðingu, að "JÁ" við Icesave þíði að ísl. ríkið geti sókt sé lánfé á alþjóðlega markaði, en "NEI" að slíkt sé ekki mögulegt.

Þvert á móti, bendi ég á, að vísbendingar eru um að ísl. ríkið geti ef það vill, sókt sé lánsfé nú þegar. En, vandinn sé ekki að lánamarkaðir séu lokaðir heldur að þeir séu dýrir. 

Þegar Ísland fékk svokallaðann AGS pakka, þá fékk það lánsfé á mun hagstæðari kjörum en mögulegt hefði verið að fá lánsfé annars staðar frá. Ég sé ekki, að samþykki Icesave í ljósi lakrar framvindu efnahagsmála annars vegar og hins vegar í ljósi erfiðrar greiðslustöðu ríkisins; sé líkleg til að skila þeirri útkomu að ísl. ríkið geti allt í einu útvegað sér lánsfé skv. kjörum sem séu sambærileg við kjör AGS lánapakkans eða jafnvel betri.

Leitast er við það, með því að mála of jákvæða sýn af framvindunni, að ef við segjum „JÁ“, að búa til væntingar um hagstæðari þróun mála, bara ef sagt er "JÁ“. Þetta er að mínu mati villandi.

Þ.s. ég er að segja, er að ástandið verður áfram nokkurn veginn jafn slæmt, einfaldlega vegna þess að greiðslustaða ríkissjóðs er áfram hörmuleg vegna dapurs efnahags ástands og slæmrar skuldastöðu.

Þetta muni bankar sjá, og ekki treysta sér að lána Íslandi eða ísl. opinberum aðilum, nema skv. kjörum sem eru óhagstæðari en AGS lán. "JÁ" muni ekki breyta þessu.

Þannig, að rök "JÁ" sinna þess efnis, að gáttir lánamarkaða opnist, séu ekki rétt!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband