Árni Páll - höftin af árið 2015. Fræðilega séð hefur Ísland alla möguleika til að reka eigin gjaldmiðil. Það sem hefur á skort er stjórnun. Hana þurfum við að bæta!

Árni Páll má eiga að í Silfri Egils í dag, þá talaði hann af mun meiri skynsemi en vanalega. Ég er meira að segja til í að taka undir margt af því sem hann sagði, eins og að peningastefnan verði að vera sjálfbær og að auki, að aðferðin sem stjv. ætla að nota til að binda enda á gjaldeyrishöftin þurfi að hafa trúverðugleika.

Árni Páll árnason efnahags- og viðskiptaráðherra í Silfri Egils

Eins og fram kom í máli Árna Páls, er hann enn á því að Ísland eigi að ganga í ESB og taka upp Evru, en málflutningur hans var þó til muna hófsamari en vanalega fannst mér, en hann talaði um valkosti A eða B - B væri króna innan einhvers konar girðingar sem ætti eftir að útlista nánar af sérfræðingum Seðlabanka.

Hver eru stóru vandamálin í peningakerfinu okkar?

  1. Krónu-bréfin.
  2. Aflandskrónur.
  3. Of miklar krónuskuldbindingar í fjármálakerfinu!

Það eru fleiri vandamál, en þessi tilteknu þarf að taka á ef mögulegt á að vera að taka höftin af!

I. Krónubréf: Ég myndi helst vilja, að samið væri við krónubréfa hafa, um það að umbreyta þeirra bréfum í lán með afborgunum. En, ef losað er um þau og samtímis gengið er ekki varið, þá fellur gengi krónunnar óhjákvæmilega þegar þeim er hleypt út. Þetta þíðir að vegna þess að ekki geta allir selt í einu, þá fá þeir sem selja fyrst bestu verðin, og síðan sífellt lakari. Það ætti að vera mögulegt að áætla meðaltjón þeirra og bjóða þeim lánasamning sem feli í sér að þeir fái aðeins meira, en sem nemur því sem þeir líklegast myndu fá að meðaltali. Ef þetta tækist yrði ekkert útflæði af þeirra völdum.

II. Aflandskrónur: Það á að reyna að bjóða þeim aðilum, að binda þær í fjárfestingum hér - þannig að þá séu þær bundnar í þeim um einhvern tíma. Sjálfsagt er það hugsað til þess, að þær fari ekki í almenna umferð. Einnig er verið að íhuga að bjóða þeim, að þeim sé skipt yfir í aðra gjaldmiðla á óhagstæðara gengi en þ.s. ríkir hér. En mér sýnist nær ómögulegt að komast hjá því að hleypa þeim með einhverjum hætti í umferð - vandinn er að þá hlýtur gengið að lækka sbr. lögmál framboðs og eftirspurnar.

III. Of miklar krónuskuldbindingar í fjármálakerfinu: Þetta er að mínu mati stærsti höfuðverkurinn, en samt minntist Árni Páll ekkert á hann.

(Þeir sem vilja skoða gögn seðlabankans geta gert það um stöðu bankakerfisins í bankatöflum Seðlabankans.) Sjá stöðu des. 2010.

  1. Innlendar eignir alls 3.000.379 þ.e. 200% þjóðarframleiðsla.
  2. Innlendar skuldir alls 3.434.835.
  3. Peningamagn og sparifé M3,  1.457.517.
  4. Peningamagn og almennt sparifé M2, 951.155.
  5. Peningamagn M1, 498.804.

Til samanburðar er landsframleiðsla sl. árs skv. AGS um 1.500ma.kr.

 

Ef krónan væri á réttri gengiskráningu væru höftin óþörf!

Því hefur verið haldið nokkuð fram, í umræðunni um Icesave að krónan sé ólíkleg til að falla því svokallað raungengi hennar væri óvenju lágt í sögulegur samhengi, og hefur Már Seðlabankastjóri haldið því fram að meiri líkur en minni væri á að hún hækkaði frekar á næstu árum.

Seðlabanki Íslands (umsögn um Iceave) - sjá bls. 4 í umsögn.

En athygli mína vekur, þegar þeir rökstyðja að líkur séu ekki á gengisfalli og frekar á gengishækkun, minnast þeir ekki einu orði á eftirfarandi atriði: krónubréf, aflandskrónur, gríðarlegt magn skuldbindinga í krónum innan peningakerfisins, skuldir fyrirtækja, skuldir almennings, skuldir ríkisins.

Eina hættan sem þeir nefna, er að ef Seðlabankinn missi stjórn á verðbólgu geti gengið fallið. Síðan, rökstyðja þeir að hækkun sé líklegri þannig að raungengi krónunnar sé sögulega lágt, að þegar það hafi áður fyrr verið í lægð hafi það jafnan hækkað síðar. 

Ekki hin minnsta tilraun gerð til að meta ástandið í ljósi undirliggjandi þátta sem allir eru líklegir til að minnka tiltrú á krónunni þessa stundina og á næstu misserum þ.e.:  krónubréf, aflandskrónur, gríðarlegt magn skuldbindinga í krónum innan peningakerfisins, skuldir fyrirtækja, skuldir almennings, skuldir ríkisins.

Ég verð að segja það, þessi umsögn Seðlabanka er tóm steypa!

Sannleikurinn er einfaldur, að ef krónan er ekki líkleg til að falla - þá er engin ástæða fyrir höft!

 

Valkostir sem mér lýst á eru eftirfarandi

  1. Losa um höftin: Ein leiðin er einfaldlega að losa um höftin og láta allt út flæða sem út flæða vill. Hið minnsta verður þá að frysta lánskjaravísitöluna - svo skuldir lækki. Að auki, væri í því tilviki betra að ná fyrst samkomulagi við krónubréfahafa t.d. um það að umbreyta skuldabréfum þeirra í lán með afborgunum. En, ef það myndi takast að losna við það útflæði er smá séns að útflæði rúmist innan ramma gjaldeyrisvarabyrgða.
  2. Gera bankana gjaldþrota: Önnur leið væri hugsanlega sú að gera bankana gjaldþrota í annað sinn, en mig grunar að ef framkvæmd væri svokölluð "fair valuation" á þeirra eignum - en þá er slegið mati á þær skv. líklegu söluandvirði; þá myndi verðgildi eigna lækka mikið skv. því mati og bankarnir sennilega ekki lengur uppfilla skilyrði um eiginfé að lágmarki. Þá skv. lögum ber FME að taka þá yfir. Eftir það, mætti endurtaka leikinn að búa til nýja banka. Færa innlán yfir en í þetta sinn á genginu 0,5 þ.e. hálfvirði. Síðan, taka aftur 50% afslátt á lánum. Þannig væri hægt að endurskapa bankakerfið, innan þeirra stærðarmarka sem hagkerfið þolir. Þá, væri síðan unnt að losa um höftin enda hætta af útflæði innan úr krónuhagkerfinu mestu þá farin. Ef samningar næðust í því tilviki einnig við krónubréfahafa - má vera að losun hafta skilaði mjög óverulegri gengissveiflu.
  3. Gjaldmiðilssbreyting skv. þýskri fyrirmynd: Sjá útlistun þeirrar hugmyndar hjá Lilju Mósesdóttur (Lilja segist hafa lausnina í gjaldmiðilsmálum: Vill breyta um nafn á íslensku krónunni : ) og bloggi Friðriki Jónssonar. Plásturinn af... - Krónur og kennitölur... - Krónur og Norður-Kórea . Sjá einnig eigin bloggfærslu: Það á að láta þjóðina borga pólitíska gæðinga út úr krónunni, og síðan standi hún eftir með skuldina!


Síðan, þegar höftin eru farin þarf meiri skynsemi í peningastjórn!

Við þurfum auðvitað að taka á stjórnunarlegum þáttum. En, munum að þ.e. alveg sama hvort við erum að tala um Bandaríkin eða ímyndað stórríki Evrópu, að ef því væri stýrt eins hörmulega og Íslandi var stírt á sl. áratug, þá væri dollarinn eða evran í hörmulegri stöðu akkúrat eins og er ástandið með krónuna í dag. Ástand krónunnar í dag, snýst ekkert um það, að krónan sé dæmd til að ganga ekki upp, heldur er afleiðing stórfellds klúðurs.

  • Krónan er í engu minna sjálfbær en dollar eða evra, ef stýrt er af einhverri lágmarks skynsemi.

Illugi Gunnarsson: „Ég er algerlega sannfærður um að ef við ætlum að nota íslenska krónu þá getum við aldrei farið í það að hækka vexti eins mikið og við gerðum...Við yrðum hins vegar að halda mun betur utan um opinber fjármál. Stjórnmálmenn hefðu haft tilhneigingu til að líta á verðbólguna sem vandamál Seðlabanka sem kæmi ríki og sveitarfélögum ekki við. Illugi sagðist velta fyrir sér hvort ekki þyrfti að taka upp fasta fjármálareglu, en benti um leið á að Alþingi væri án efa ekki tilbúið til að láta frá sér fjárveitingarvaldið. Illugi...velti t.d. fyrir sér hvort ætti að leggja skatta á fjarmagnsflutninga. Vaxtabreytingar gætu valdið því að það yrðu það miklir tilflutningar á fjármagni og að Íslendingar réðum ekki við neitt. „Þetta er kostnaður sem myndi fylgja krónunni og hann er umtalsverður.“"

Ég tek undir orð Ílluga að vissu marki - ekki síst:

  1. Að stjórnvöld og Seðlabanki, verði að vinna saman - ekki miða í gagnstæðar áttir.
  2. Það má ekki endurtaka ofurvaxtastefnuna frá sl. áratug.
  3. Það þarf að passa upp á að viðskiptahalli fari ekki úr böndum.

I. Stjórnvöld og Seðlabanki verða að vinna saman: Það má ekki, endurtaka það - að ríkisstjórn keyri hagkerfið í hagvöxt, meiri hagvöxt, virði að vettugi aðvaranir um að það stefni í bólu. Að Seðlabankinn sé skilinn einn eftir á vaktinni, án aðstoðar stjv. - sem vinna stöðugt að því að kinda meir undir hagkerfinu, á meðan að Seðlabankinn leitast við að slá á þenslu. En, m.a. vegna þess að stjv. beittu sér ekki til að aðstoða Seðlabankann við það verkefni, að halda aftur af verðbólgu - þá dugðu aðgerðir Seðlabanka ekki heldur þvert á móti urðu hluti af vandanum.

Má jafnvel velta fyrir sér hvort þetta voru samantekin ráð stjv. og Seðlabanka, að láta hlutina fara með þeim hætti - en stjv. kyntu og kyntu undir, á sama tíma hækkaði Seðlabankinn vexti ítrekað og háir vextir drógu að erlenda kaupahéðna sem fjárfestu í krónunni og hækkuðu gengi hennar sem gerði hana enn áhugaverðari í þeirra augum. Hækkandi gengi jók kaupmátt launa hérlendis, þannig að eftirspurn óx enn meir hérlendis og hagkerfisbólan náði enn hærri hæðum, viðskiptahallin stækkaði. Maður veltir þessu fyrir sér, því að annaðhvort réð einskær heimska för eða að eitthvað annað var á seiði.

II. Það má ekki endurtaka ofurvaxtastefnuna á sl. áratug: Ríkisstjórn og Seðlabanki, verða að vinna að því í sameiningu, að sveiflujafna í hagkerfinu. Það verður að forðast stórar vaxtahækkanir - heldur þess í stað að beita öðrum aðferðum en vöxtum, ef þörf er á því að kæla hagkerfið.

En, ástæðan er sú að vaxtamunaviðskipti eru alþjóðlegt vandamál sbr. vegna þessa hafa eftirfarandi lönd innleitt takmarkandi aðgerðir fyrir fjármagnsflutninga:Brasilíu, Tælandi, Tævan og S-Kóreu.

En, þ.e. einmitt vegna sambærilegra vandamála og þau sem við glímdum við á sl. áratug, þ.e. vextir eru hafðir háir til að berjast við verðbólgu en það laðar að sér spákaupmenn sbr. "hot money", og aðkoma þeirra stuðlar að hækkun gengis, sem stuðlar að aukinni þenslu og samtímis skaðar útflutning. Þessi ríki hafa brugðist við með því að innleiða höft í formi hamlana á fjármagnshreyfingum af tilteknu tagi.

En, ef stjv. vinna saman með Seðlabanka, þá á alveg að vera mögulegt að forðast endurtekningu slíks ástands. Ef niðurstaðan er það þarf að kæla hagkerfið, þá getur ríkið fyrir sitt leiti minnkað framkvæmdir - minnka önnur eigin umsvif - hækkað skatta og þannig skapað samdráttaráhrif. Þá þarf ekki eins mikla hækkun vaxta - þ.e. vextir verða fyrst og fremst stuðningsaðgerð við aðrar aðgerðir.

Eins og sést á myndinni að ofan, þá er verðbólga verulegt vandamál í Brasilíu, enda er hagkerfið þar á suðumörkum og nýr forseti hefur gripið til aðgerða til að kæla. En, að auki hefur Brasilía innleitt eftirfarandi inngrip í markaði með eigin gjaldmiðil:

Brazil: at risk of losing currency war? "...dollar purchases on the spot market, forward and reverse currency swap auctions, a tax on foreign purchases of local stocks and bonds, another tax on derivatives margins and reserve requirements on banks’ foreign exchange positions."

Það er sem sagt einmitt lykilatriði að beita vöxtum af hófsemi, til þess að krónan verði ekki aftur áhugaverð í augum spákaupmanna. Náið samstarf stjv. og Seðlab. um stöðugleika, er alger nauðsyn.

III. Það þarf að passa upp á að viðskiptahalli fari ekki úr böndum: En, þ.e. í reynd sára einfalt að sjá hvaða hagkerfisstaða er sjálfbær - en sú einfalda viðmiðun er hvort þ.e. viðskiptahalli eða viðskiptaafgangur, þegar tekið er tillit til fjármagnshreifinga einnig á ensku "current account".

En hámarks lífskjör, eru þegar "current account" er hvorki plús né mínus. En, ef hann fer í mínus söfnum við skuldum og það endar alltaf án undantekninga með hruni og kreppu. Þann leik erum við búinn að endurtaka nægilega oft, til að allir hér ættu að sjá að þetta er satt.

Það áttu allir að sjá, að síðustu árin fyrir hrun, þegar viðskiptahallin fór stig hækkandi ár frá ári, að það gat ekki gengið - það hlaut að enda á skelli því stærri sem hallinn varð meiri og stóð lengur.

Þannig, að þetta er reyndar sára einfalt. Setjum viðmið þ.s. við höfum "current account" til hliðsjónar.

Mér litist vel á að viðhafa +/- 2% vikmörk við "current account" þannig:

  1. að ef stefnir í afgang umfram 2% af þjóðarframleiðslu, þá sé gripið til vaxtalækkana - skattalækkana - framkv. þ.e. örvandi aðgerða.
  2. Ef stefnir í að halli fari yfir 2% þá sé gripið til vaxtahækkana - skattahækkana - niðurskurðar framkv. þ.e. samdráttaraðgerða.

Höldum honum sem næst "0" stöðu - reynum að láta útflutning aukast á hverju ári, og þá getum við smám saman híft lifskjör upp með sjálfbærum hætti.

Þ.s. við verðum að standast, er freystingin sem við föllum á sífellt, að hækka lífskjör meir en innistæða er til fyrir. Ef okkur tekst í framtíðinni að standast þá freystingu, er ekkert fræðilega ómögulegt að hafa hér stöðug ástand, með jafnan þægilegann hagvöxt, lága verðbólgu - ástand þ.s. ástand mála er alltaf smá skárra árið eftir.

Viðhafa stöðugt eftirlit með markaði með krónur og veita Seðlabanka heimild til inngripa

Inngrip séu til vara, ef allt um þrýtur. En fyrst að lönd eins og S-Kórea og Brasilía, hvorttveggja mun stærri lönd með þróuð hagkerfi, telja sig knúin til inngripa; er engin goðgá að við höfum slíkar heimildir í bakhöndinni.

En, munum einnig að svo lengi sem við pössum okkur á því, að stýra eins og góður stjórnandi fyrirtæki þ.s. milliuppgjör og ársuppgjör eru góð - yfirleitt. Þá, fara markaðir mjúkum höndum um okkur öllu að jafnaði. 

Hættan skapast, ef hlutir eru raunverulega að leita úr góðu jafnvægi. Þá er hætta á árásum kaupahéðna og hún magnast stöðugt eftir því sem hlutir leita lengra úr góðu jafnvægi.

En, kaupahéðnar haga sér eins og hýenur sem ráðast á særða bráð. En, láta hraustu dýrin í friði.

 

Niðurstaða

Svo lengi sem við stýrum með einhverri lágmarsk skynsemi. Þá er ekki nokkur minnsta ástæða til þess, að krónan eða hvað annað sem hún verður kölluð, t.d. forna nafnið ríkisdalur - geti ekki spjarað sig.

  • Ísland framleiðir verðmæti sem eftirspurn er eftir.
  • Sú eftirspurn er nægilega stöðug og uppspretta þeirra verðmæta einnig.

Fræðilega séð, þarf ekki meira til en,  A)Stöðuga verðmætaframleiðslu + B)Stöðuga eftirspurn.

Til þess að gjaldmiðill sem við gefum út, geti haft traust.

En, þ.e. verðmætaframleiðslan vs. traust eftirspurn, sem er hinn raunverulegi grundvöllur.

Hvort gjaldmiðillinn hefur síðan raunverulega traust byggist síðan á stjórnun, þ.e. hver gæði stjórnunar á hagkerfinu eru. Það er þ.s. hingað til hefur verið vöntun á.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er einhver allra besta grein sem ég hef lesið um þetta málefni.  Ég mæli með að þú komir þessari grein á framfæri á fleiri stöðum.

Jóhann Elíasson, 28.3.2011 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband