14.1.2011 | 01:01
Vonandi lætur Evrópa ekki undan augljósri tilraun Kína, til að kúga Evrópu til undanláts á sviðum, sem myndi koma Kína vel - en Evrópu mun síður, í rás tímans!
Við vitum öll, að Kínverjar koma ekki til aðstoðar af góðmennsku einni samalli. En, það virðist nú staðfest að útboð Portúgala var bjargað af stóru kínv. fjárframlagi. Að auki, virðist sem að seðlabanki Evrópu hafi verið að spila einnig á markaðinn.
Auk þessa, var selt í dag mikið af bréfum frá Spáni og Ítalíu, einnig á tiltölulega hagstæðum verðum. Þarna, virðist einnig kínv. hjálparvagninn hafa verið að verki.
Kínverjar fyrir utan þetta, hafa lofað því að kaupa mikið magn af skuldabréfaútgáfu sem björgunarsjóður Evrópu hyggst standa fyrir á þessu ári!
Europe fears motives of Chinese super-creditor :"China was the secret buyer in a private placement of 1.1bn of Portuguese debt last week, according to the Wall Street Journal." - "Finance minister Fernando Teixeira dos Santos said China "may well have been" a key buyer in this week's debt auction." - "China was not the only force at work. Traders say the European Central Bank (ECB) acted aggressively behind the scenes, calling some 20 dealers to buy Portuguese debt in the secondary market." - "This created what amounted to a "short-squeeze" in Portuguese bonds just before auction, causing spreads to tighten dramatically and inflicting damage on market makers acting in good faith. City sources say this has caused some bitterness." - "The footsteps of a giant creditor were clearly felt in Portugal's bond markets on Wednesday, and again on Thursday in Spain and Italy. Madrid sold 3bn of five-year debt at 4.54pc, a full percentage point jump from November but still below the danger level. Italy also enjoyed a benign auction."
Kína er búið að sýna styrk sinn. Hann er mikill. Síðan á Evrópa næsta leik - væntanlega.
- Reikna má með því, að viðræður um akkúrat hvað þ.e. sem Kínv. vilja, eigi sér stað bakvið tjöldin.
- Möguleikar:
- "Herman Van Rompuy - "When they buy euros, the euro becomes stronger and their currency a little bit weaker. That is not neutral in regard to their competitive position. But I go no further in this topic. It could be too delicate," he said."
- "Charles Grant, head of the Centre for European Reform and author of a book on EU-China relations, said China's top goal is to secure an end to the EU arms embargo, imposed after the Tiananmen Square massacre in 1989."
"The EU has refused to move on the sanctions until China ratifies the International Covenant of Civil and Political Rights, and China's arrest of Nobel peace dissident Liu Xiaobo has further complicated matters."
"Yet Brussels has suddenly begun to shift gear. Baroness Ashton, the EU's foreign policy chief, said the embargo is damaging EU-China ties and called for new thinking to "design a way forward"."
- "China's second goal is to secure market economy status from the EU. This would make it much harder for the EU to impose anti-dumping measures against Chinese imports. As it happens, the EU has just lifted its punitive tariff on Chinese shoes."
Tvær meginskýringar:
A) Tryggja samkeppnishæfni eigin varnings á Evrópumarkaði. Þ.e. skýring 1 og 3 tekin saman.
B) Tryggja sölu evrópskra hátæknivopna til Kína.
Fyrri skýringin virðist í fljótu bragði meira virði fyrir Kína. En, við skulum ekki gera neitt lítið úr hinni. En Kína er á fullu, við það verkefni, að vinna upp forskot bandar. í hernaðartækni.
Hérna fyrir neðan, sjást myndir sem dreifðust um netið í síðustu viku, af nýjustu orustuvél Kínverja, sem virðist beint gegn F-22 stealt figher bandaríkjamanna. En, ennþá er vél kínv. á tilraunastigi. Myndirnar voru teknar, þegar verið var að gera tilraunir með hana á flugbrautinni, þ.e. "rapid taxying".
Klárlega var þessum myndum dreift um netið af Kínv. sjálfum, til að sýna að þeir séu óðum að vinna upp tæknilegt forskot vesturveldanna. Skv. nýjustu fréttum, átti fyrsta tilraunaflug sér stað í þessari viku.
Sjá prufueintak Chengdu J-20 stealth fighter.
Sjá prufueintak Chengdu J-20 stealth fighter.
En, þó þeir hafi byggt fyrsta tilraunaeintakið geta enn verið mörg skref eftir, þá sérstaklega þegar kemur að því að þróa sambærilegan radar "phased array" og bestu vélarnar í dag nota.
Að auki, þá flottu skynjara sem t.d. F-22 hefur, og geta greint andstæðings vélar á hitamyndun þeirra á margra kílómetra færi. Svo, hún getur komið sér í skotfæri án þess, að beita radar nema í eitt eða tvö sekúndubrot til að fá svokallaða radarlæsingu.
Tækni Evrópumanna er ef til vill hálfu skrefi að baki, en ekki meir en það. En, þó betri en það besta er Kínverjar hafa yfir að ráða. Svo, þ.e. eftir einhverju að slægjast.
En, ef Evrópumenn myndu heimila sölu þeirra bestu tækni, þá myndi klárlega vera þess skammt að bíða, að J-20 vélin komist í framleiðslu með tækni nærri því jafngóð og það besta er Bandaríkin hafa yfir að ráða.
Þetta er því mjög strategískt mikilvæg ákvörðun sem Evrópumenn standa frammi fyrir, gagnvart því sem í reynd er litlu betra en kúgun í krafti fjármagns!
Orð Ashton Barónessu, benda einmitt til þess að verið sé að beita þrýstingi akkúrat á um að heimila sölu hátækni á sviði hertækni til Kína!
Niðurstaða
Það má vel vera, að fjáraustur kínv. geti haldið Evrópu á floti nokkra mánuði í viðbót. En, er það þess virði - í ljósi verðsins sem Kína virðist vera að fara fram á? Ég er klár á því, að Evrópa á eftir að sjá eftir því seinna, ef þetta er gefið eftir.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:03 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heill og sæll Einar Björn; jafnan !
Jú; mikið rétt. Forspár mínar; um innlimun Kína, og nágranna ríkja þess, á Evrópu skaganum, kann eð verða skemmra undan, en ég hugði - og er það fagnaðarefni eitt.
Drýldni - hroki og rembingur Evrópumanna; aldirnar um kring, er búin að eiga sér nógu langt skeið, í veraldar sögunni, og ágætt, að ESB verði lógað, í leiðinni, þegar þar að kemur, Einar minn.
Með beztu kveðjum; sem áður og fyrri, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 01:20
LOL, ég held nú ekki að mál fari alveg svo langt. En, um leið og Kínverjar eru búnir að fá þ.s. þeir vilja, þá hafa þeir ekki ástæðu til að leggja fram frekari peninga. Má vera að Frakkar séu nægilega heimskir, en útlit er fyrir að Þjóðverjar séu að horfa til samstarfs við Rússa. Þau ríki eru mjög vel á nótunum með hættuna af Kína held ég.
Ef flosnar upp ESB, þá verður þetta væntanlega skipting N / S þ.e. ríki háð Þýskalandi. Fátækari ríki með tengsl við Frakkland. Má vera að þau verði mjög háð Kína.
En, ríkari ríkin tengd Þýskalandi, ríkin sem rétt hafa losnað undan oki Rússa, fara vart að hegða sér svo kjánalega.
---------------
Svíþjóð er dálítið sér á parti. Ég held að skynsamlegast væri fyrir þá náið samstarf við Norðmenn, síðan við Bandaríkin. Okkar hlutskipti væri að hola okkur inn í það samstarf.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2011 kl. 01:45
Heill; á ný !
Sjáum; hvað setur. Hugmyndir þínar; gætu allt eins, orðið ofan á, í fyrstu, en tæpast munu Rússar hleypa Þjóðverjum inn fyrir gáttir sínar, Einar Björn.
Minni þig á; hversu misjafnlega hefir farið á með þeim, síðan á 13. öld, allar götur.
Með ekki lakari kveðjum - en þeim fyrri /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.1.2011 kl. 01:56
Þ.e. ástæða fyrir samvinnu þeirra. Hún er sameiginlegur óvinur þ.e. Kína. Þó þeirra hætta sé ekki akkúrat hin sama, þ.e. Rússar með löng landamæri en Þjóðverjar meira að hugsa um samkeppni á tæknilega sviðinu og um markaði. Þá geta bæði ríkin grætt mikið á samstarfi.
Rússar eru til mikilla muna í dag minna hræddir við Þjóðverja en Kínv. Á sama tíma vantar þá fjármagn og þróun á vissum svæðum. Á móti, er þarna stór markaður sem getur opnast Þjóðverjum. Síðan, eru löndin 2 þegar í miklum viðskiptum með gas.
Á meðan Kína er rísandi veldi, grunar mig að þessi 2 lönd geti grætt á samvinnu, og staðið sterkar en ella. Samanlagt geta þau verið nægilega sterk til að koma í veg fyrir algera drottnun Kína á Evrasíu. En einungis, ef þau standa saman.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2011 kl. 02:41
Eru ekki Kínverjar að koma sínum dollurum í verð á góðum vöxtum áður en seðlaprenntun Obama gerir þá verðlausa.
Guðmundur Ingi Kristinsson, 14.1.2011 kl. 02:56
Þetta eru furðulegir tímar. Eftir þessu er Evrópa að missa "sjálfstæði" sitt til Asíu, bara vegna þess að þeir sem stjórna í Evrópu lærðu ekki heima í peningastjórn.
@ Guðmundur Ingi Kr.
Í reynd held ég að Kínverjar séu fyrir löngu búnir að gera sér það ljóst að dollarasjóðirnir þeirra eru að kalla má verðlausir fyrir þá. En vegna þess að það er engin vitræn peningastjórn á evrusvæðinu þá er mögulegt fyrir þá að koma þeim í raunverulegar eignir í illa stæðum löndum evrunnar. það er ef til vill það sem þeir eru að reyna að gera núna og á meðan EMU liði er með hausinn ofaní sandinum þá gæti þeim ef til vill orðið nokkuð ágengt.
Guðmundur Jónsson, 14.1.2011 kl. 09:47
Guðmundur Ingi - aldrei verðlausa. Evran getur þó raunverulega orðið það. En, bandar. hagkerfið getur eing og það ísl. tekið á sig högg, og þeirra gjaldmiðill tekið á sig verulegt verðfall. En, mjög ólíklegt að Krónan eða Dollarinn verði verðlaus, nema Bandaríkin sjálf flosnuðu upp - Ísland sjálft fengi slíkann skell að aldrei geti það aftur upp risið.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2011 kl. 11:50
Guðmundur Jónsson, 14.1.2011 kl. 09:47
Stjórnendur Evópu standa frammi fyrir erfiðri ákvörðun. En, ég trúi ekki alveg Þjóðverjum til að vera þetta vitlausir.
Þeirra afstaða skiptir miklu máli. En, margar hinna þjóðanna munu heimila Kínv. að kaupa upp eignir í þeim mæli, að ógn getur stafað af. Er að gerast á Grikklandi og í Portúgal sem dæmi. Spánn, er einnig í þannig hættu mjög sennilega.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2011 kl. 11:53
Fékk þetta svar frá FT.com:
Dear Mr Bjarnason,
Thanks for your message. You are right that China and Japan rode to the rescue of Portugal the other day. My understanding is that between them they bought about 80 per cent of the Portuguese issue. I suspect the same thing happened in the Spanish bond auction. It's a bail-out, but not as we know it ...
Sincerely.
Vincent Boland
Lex writer
Financial Times
London
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2011 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning