9.1.2011 | 20:52
Sterkur popúlisma áróður gegn okkar gjaldmiðli! En, er hann tilræði við almenning, eins og popúlistar halda fram?
Íslenska hagkerfið má hugsa sem eitt stórt heimili, sem hefur innkomu. Fyrir innkomuna þarf að kaupa allt það sem heimilið vanhagar hverju sinni. Ef, meira er keypt inn en innkoma fyrir, safnar heimilið skuldum. Eins er um Ísland og öll önnur heimili, að ef lifað er of lengi um efni fram, þá lendir heimilið fyrir rest í greiðslufalli ef ekki er snúið af þeirri vegferð að kaupa meir inn en innkoma er fyrir.
Íslenska hagkerfið hefur ákveðna sérstöðu, þ.s. það er svokallað míkróhagkerfi!
- En míkróhagkerfi hafa tiltekna eiginleika, sem koma til vegna smæðarinnar.
- Fábreitt framleiðsla, þ.e. fáir þættir eru grundvöllur velmegunar.
- Lítið innra hagkerfi, vegna smæðar innra markaðar, er lítið úrval af framleiðslu sem þrífst fyrst og fremst á því, að framleiða fyrir innlenda neytendur eða fyrirtæki starfandi innanlands.
- Vegna ofangreinds, er megnið af neysluvörum og vöru til noktunar; innflutt.
- Hagsveiflur eru til muna tíðari, en í stærri hagkerfum, vegna þess að framleiðsla til útflutnings sem þarf til svo hægt sé að flytja inn, byggir á fábreyttum grunni.
- Ísland, hvernig sem á spilum verður haldið, verður alltaf með meiri hagsveiflur að öllu jafnaði en stærri hagkerfi með fjölbreyttari atvinnustarfsemi, útflutning og stærra innra hagkerfi.
- Meiri tíðni hagsveifla hér, er því ekki endilega að kenna því, að innlend hagstjórnun sé ætíð verri en þ.s. gengur og gerist - heldur veldur smæðin og fábreytni atvinnulífs því að til muna stærri líkur eru til þess, að allir þættir sveiflist upp eða niður samtímis.
- En, í stærra hagkerfi með fjölbreyttari grunni, þá getur fjölbreytnin skapað vissa sjálfvirka sveiflujöfnun þegar mismunandi þættir hafa mismunandi sveiflutíðni. Fjöldinn tryggir að þær sveiflur samtvinnist mun sjaldnar en hér.
Punkturinn er: að smæðin og fábreytnin hérlendis, veldur því að sveiflur verða öllu jafnan tíðari og einnig stærri, en gengur og gerist í stærri hagkerfum.
Ísland býr sem sagt við ákveðinn viðvarandi óstöðugleika, sem byrtist fyrir almenningi í reglulegum gengisfellingum og verðbólgusprenginum, sem síðan líða hjá þegar enn ein hagkerfis dýfan er búin og næsta uppsveifla er hafin.
Það að skipta um gjaldmiðil, breytir ekki grunnorsökum þessa óstöðugleika sem er:
- Smæðin -
- sem veldur fábreyttu atvinnulífi -
- sem veldur því að flest þarf að flytja inn -
- sem þíðir að útflutningur er í reynd grundvöllur allrar velmegunar.
Ísland mun því eftir sem áður, halda áfram að hafa til muna tíðari hagsveiflur en stærri ríki, þó svo skipt væri um gjaldmiðil.
Ég hef tekið eftir því, að suma dreymir um að fyrirtæki geti einfaldega tekið við slíkum sveiflum - ef sem dæmi Evra væri tekin upp, og saka þá sem styðja krónu, um það að styðja vinnuveitendur í því að velta kostnaði yfir á almenning meðan eigendur fyrirtækja græði.
Oft eru þeir sem koma fram með þessar ásakanir, með fullyrðingar í þá átt um þá sem eru ósammála þeim, að þeir styðji reglubundna efnahagslega helför gegn almenningi - í formi gengisfellinga.
Menn segja auk þessa m.a. að ekki eigi að bjarga ílla reknum fyrirtækjum ef þau geta ekki borgað mannsæmandi laun.
En eru slíkir draumar raunhæfir eða eru þetta draumórar?
- Til þess að fyrirtæki geti einfaldlega gleypt t.d. minnkun tekna um 20%, þá þarf að vera hægt að skera rekstur niður um cirka þetta.
- En, samkeppnisrekstur er í eðli sínu þannig, að fyrirtæki eru með hagnað og rekstarkostnað alltaf í járnum. Hagnaður er lítilfjörlegur. Svo, að þá geta þau ekki gleypt stórar sveiflur.
- Einungis í fákeppnisumhverfi, má vera að næg fita sé á rekstri, eða að nægt borð sé á hagnaði, til að rekstur geti borið slíka sveiflu.
- Þá þarf að greina þann rekstur sem tíðkast einna helst á þeim sviðum, sem eru skaffa okkur Íslendingum þær útflutningstekjur sem halda hér öllu uppi.
- Hefur sá rekstur einkenni fákeppni eða samkeppni?
Áliðnaður - er sennilega best fær um að gleypa sveiflur í verðum á áli sem verða, án þess að það bitni á þeirra starfsmönnum í formi uppsagna eða launalækkana, þ.s. eðli starfseminnar er sú að launakostnaður er óverulegu hluti heildarveltu, þ.e. mikið magn er framleitt per starfsmann.
Fiskiðnaður - þessu þarf að skipta í vinnslu vs. útgerð.
- Vinnslan hefur þá eiginleika að vera mannaflafrek - sem þíðir að launakostnaður er hátt hlutfall heildarkostnaðar við rekstur - samtímis því að vörur þeirra fara á almennan neytendamarkað erlendis, þ.s. varan keppir einfaldega við hverja aðra matvöru um verð, þ.e. ef verðin hækka umfram þ.s. neytandinn upplifir sem sanngjarnt fer hann að kaupa aðra matvöru og markaður tapast, starfsemi dregst saman og fólk missir vinnuna eða jafnvel að starfsemi hættir með öllu. Þessi starfsemi hérlendis, hefur því alltaf verið mjög viðkvæm fyrir verðsveiflum á krónunni þegar þær hafa verið upp á við eða innlendum kostnaðarhækkunum sbr. hækkun raungengis - en slíkar sveiflur eiga sér einnig stað innan annars gjaldmiðils samhengis. Miðað við reynslu undanfarinna áratuga, má slá því sennilega föstu að fiskvinnsla sé öldungis ófær um að gleypa stórar kostnaðarsveiflur. Þ.s. þess í stað á sér stað, er að henni hnigni þannig að starfsfólki fækkar og jafnvel hún leggist af með öllu - sbr. leið samdráttar og hnignunar.
- Útgerð á hinn bóginn hefur tiltölulega fáa starfsmenn, svo launakostnaður er til muna lægra hlutfall heildarkostnaðar en hjá vinnslu. Munum að þetta er mjög lágt hlutfall heildarstarfsmannafj. hérlendis. Svo, þó verið geti að þau fyrirtæki þurfi ekki að sama skapi að sveifla launum, þá skiptir þetta ekki íkja mikið fyrir atvinnulífið.
En, því sem margir gleyma, sem gagnrýna gengislækkanir er sú staðreynd, að hagkerfið sem heild má ekki lifa um efni fram - hið minnsta ekki lengi í einu.
- Munum að innra hagkerfið er sára lítið.
- Að nánast allt er innflutt.
- Við borgum fyrir þann innflutning með útflutnings tekjum.
- Halli þíðir að landið sjálft safnar skuldum - sem ekki gengur til lengdar!
- Svo rétta spurningin er ekki hvort fyrirtæki geti gleypt kostnaðinn af sveiflum á tekjum af útflutningi -
- heldur frekar hvort Ísland sjálft hefur efni á því!
En gengisfellingar hafa fram að þessu verið auðveldasta og skilvirkasta leiðin við það að snúa útflutningsjöfnuði yfir í hagnað - einmitt vegna þess að þær framkalla raunlækkun kaupmáttar svo að eftirspurn eftir innfluttum varningi minnkar.
- Ef, annar gjaldmiðill er tekinn upp, er þá eina leiðin að framkalla beinar launalækkanir yfir línuna í staðinn - í tilvikum þegar umtalsvert tekjufall verður af útflutningi.
- En, annars ef það tekst ekki, er hætta á samfelldri skuldasöfnun sem er ósjálfbært ástand til lengdar - þjóðargjaldþrot í framhaldi er þá raunveruleg hætta.
- Þeir sem gagnrýna gengisfellingu krónunnar, og þá lífskjaraskerðingu sem varð, leiða alveg hjá sér það, að þá hafði árin á undan verið samfelldur viðskiptahalli í nokkur ár og hagkerfið þegar komið í alvarlega skuldastöðu.
- Þannig, að ef við ímyndum okkur að ekki hefði orðið slík gengisfelling, en ástandið væri óbreitt að öðru leiti, launakjör samtímis hefðu ekki versnað að ráði - þá hefði kaupmáttur haldist svipaður og áður þannig að viðskiptahallinn hefði viðhaldist yfir sama tímabil.
- Þetta hefði orsakað áframhaldandi upphleðslu skulda hagkerfisins. Sem ég treysti mér að fullyrða að hefði ekki getað staðið lengi; þ.e. tiltrú aðila erlendis um að Ísland væri fært um að greiða fyrir sinn innflutning hefði bilað og aðilar hefðu ekki treyst sér að selja hingað nema gegn staðgreiðslu. Í framhaldinu hefði skapast vöruskortur þ.e. minna vöruframboð en eftirspurn. Fyrirtæki í verslun hefðu farið að rúlla í röðum, þegar vörur til þeirra hefðu ekki fengist afgreiddar og sala því hrunið. Hratt vaxandi atvinnuleysi, í stétt verslunarmanna hefði orsakast.
- En, skuldir hagkerfisins eftir hrun - ekki tekið tillit til skulda bankastofnana í þrotameðferð - hlaupa á liðlegum 3. landsframleiðslum. Tiltrú erlendra aðila hefði hrunið mjög hratt, ef viðsnúningur sá sem krónan framkallaði, um viðskiptajöfnuð landsmanna hefði ekki átt sér stað.
- Ég bendi á, að lönd á Evrusvæðinu sem eru í sambærilegum vanda og Ísland, en geta ekki lækkað kostnað með gengisfellingu, eru einmitt núna hvert á fætur öðru að ganga í gegnum slíkann missi á trúverðugleika - sem Ísland hefði nær pottþétt gengið í gegnum á undan þeim ef við hefðum verið í sömu aðstöðu þ.s. okkar vegferð á undan var enn íktari en þeirra.
Það sem ég er að segja er að harður sannleikurinn er sá að Ísland hefur ekki efni á lífskjörum umfram það sem útflutningur stendur undir.
Þetta sést einfaldega á viðskiptajöfnuðinum - þ.e. heildarjöfnuðinum sem inniheldur einnig fjármagnstekjur.
Það sem ég er að segja er að ef innkoman minnkar, verða lífskjör einnig að fylgja með niður!
Svo, í reynd er megintilgangur gengisfellinga að tryggja það að viðskiptajöfnuður landsmanna sé ekki óhagstæður of lengi - en þegar hann er í járnum, hvorki í plús eða mínus er hagkerfið að skaffa þau hámarks lífskjör sem hagkerfið með sjálfbærum hætti ræður við að skaffa.
Því miður vegna skulda, er nauðsynlegt að hann sé jákvæður næstu 15 árin eða svo a.m.k. og það að umtalsverðu marki. Sem þíðir, að lífskjör munu yfir það tímabil þurfa að vera lægri en ella gætu þau verið, svo afgangur verði á gjaldeyris framboði til að greiða þær skuldir niður.
Niðurstaða
Því miður er alltof mikill popúlismi ríkjandi í umræðunni um gjaldmiðils mál í dag. En, kaldur veruleikinn er sá, að Ísland sem heild hefur ekki efni á því til lengdar að búa við viðskiptahalla.
Einungis tvær leiðir eru til, svo viðskiptahalla verði útrýmt, þ.e. að lækka lífskjör eða að auka tekjur hagkerfisins með snöggum hætti.
Vandi er að ef menn eru svo óheppnir, að heimskreppa hefur skollið á, þá yfirleitt þrengist mjög um möguleika um það að skaffa viðbótar tekjur með snöggum hætti þ.s. erlendir fjárfestar halda að sér höndum meðan óvissuástand varir. Rætt hefur verið um að auka fiskveiðar, sem er fræðilega möguleg leið til að snöggauka tekjur - svo fremi sem menn trúa þeim sem segja slíkt óhætt. Álver þau sem starfa hér, eru á fullum dampi þegar og geta ekki skaffað meir. Nýir atvinnuvegir, spretta ekki upp sem gorkúlur á engum tíma.
Svo, ef ekki er til staðar nein fær leið til að skaffa miklar viðbótartekjur með litlum fyrirvara - þá er aðeins í boði það að lækka lífskjör.
Þetta vilja popúlistarnir í umræðunni ekki meðtaka og saka þá sem benda á einfaldar grunnstaðreyndir um grimmd og miskunnarleysi - en, hinn valkosturinn í boði að stinga hausnum í sandinn, skilar einfaldlega verri niðurstöðu og það einmitt fyrir almenning þ.e. áframhaldandi upphleðsla skulda fyrir hagkerfi sem þegar er orðið hættulega skuldum vafið, þannig að gjaldþrot er þá fullkomlega óumflýjanlegt sem þá leiðir til enn verri lífskjaraskerðingar er stjórnlaust hrun hefst.
Punkturinn er sá, að grimmdin felst ekki í því að bregðast við aðstæðum, gera þ.s. skilvirkast er í því að takmarka tjónið og flýta fyrir viðsnúningi hagkerfisins; heldur í því að skeita að sköpuðu og ljúga því að fólki að það geti lifað um efni fram áfram, leiða svo allt í þrot.
Spurningin er þá hvernig þeirri stýringu sem Ísland þarf á að halda verður best við komið?
Fram að þessu, hefur gengisfelling verið mjög virk leið til þess, að framkalla þá stýringu þ.s. hún með einu pennastriki raunverðfellir laun þvert yfir línuna í landinu - þá minnkar eftirspurn um leið og viðskiptajöfnuður batnar.
En, einmitt vegna þess að Ísland er míkróhagkerfi sem nánast allt flytur inn, sem engin leið er að breita, hefur fábreyttann útflutning - þá er viðskiptajöfnuður mjög viðkvæmur fyrir verðsveiflum erlendis á þeim þáttum sem afla okkur tekna.
Þessum sveiflum er ekki unnt að útríma. Þær verða ennþá fyrir hendi, þó svo annar gjaldmiðill væri tekinn upp.
Ef við skoðum vegferð landa í vandræðum eins og Spánar - Portúgals, sem dæmi. Þá er það einmitt þau vandræði, að þeim löndum hefur ekki tekist síðan kreppan skall á fyrir 2 og hálfu ári að minnka að ráði þann viðskiptahalla sem þau hafa haft nær allan umliðinn áratug, sem er að valda hruni á trúverðugleika fjárfesta gagnvart þeim hagkerfum.
Þessum tveim löndum, hefur ekki enn tekist 2. og hálfu ári síðan, að framkalla sambærilegann viðsnúning þeim sem framkallaðist á Íslandi í einu vetfangi er gengið féll um árið.
Þetta skiptir mjög - mjög miklu máli, því ef Ísland væri í sömu aðstöðu, að takast ekki að umpóla viðskiptajöfnuði, væri ekki til staðar sú aukna bjartsýni um horfur Íslands sem ríkt hefur upp á síðkastið. Þvert á móti hefðum við verið fyrsta landið til að fara í þrot.
En í dag, einmitt vegna þess umsnúnings á viðskiptajöfnuðinum er varð, hafa tekjur landsmanna verið að duga og gott betur sbr. nýjar upplýsingar um hagnað af viðskiptum landsmanna upp á rýflega 100 ma.kr. á síðustum 11 mánuðum. Ef í staðinn, skuldir hefðu hækkað um rúmlega 100 ma. yfir sama tímabil? Um mörg hundruð ma. síðan kreppan hófst? Þið sjáið hvað ég á við!
Þrátt fyrir þetta, er ekki enn öruggt, að þær umframtekjur séu samt nægar þegar lengra er litið, og þarf að greiða af lánum lánum frá AGS prógramminu. En, án afgangs er það pottþétt ekki mögulegt!
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning