3.1.2011 | 20:06
Tökum áformum um metanól verskmiðju Carbon Recycling International við Kröflu fagnandi!
Ég er þeirrar skoðunar að það beri af fagna útþenslu CRI hérlendis.
Síðan 2007 hefur verið starfrækt tilraunaverksmiðja í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur. En nú er í byggingu verksmiðja sem hefja mun rekstur nk. vor við Svartsengi á Reykjanesi með framleiðslugetuna 5 milljón lítra af metanóli.
Sjá: IAV hefur framkvæmdir - Vefsíða Carbon Recycling International
Skv. glænýrri viljayfirlísingu CRI og Landsvirkjunar, ef af byggingu annarrar verksmiðju CRI við Kröflu bætist við 50-100 milljóna lítra framleiðslugeta frá og með 2013.
Umhverfisvænt
Eins og fram kemur á veg CRI og sést á skýringamynd til hægri, þá er hægt að nýta Metanól til blöndunar í eldsneyti.
En metanól er framleitt með þeim hætti að fyrst er vetni rafgreint. Síðan, er því umbreytt í metanól með því A) nýta koltvísýring úr útblæstri stórra framleiðenda eða B) að nýttur brennisteins útblástur úr háhitasvæði.
Þá er skv. flókinni efnaformúlu, vetni umbreytt í metanól.
Eins og sést af þessu þá er verið að nýta gufur sem annars væri hleypt út í andrúmsloftið, svo sú nýting er umhverfisvæn.
Metanól til íblöndunar
Metanól hefur að auki marga kosti, ekki síst þá að ekki þarf nýtt eldsneytis dælukerfi, þ.s. vökaeiginleikar eru þeir sömu.
Að auki, geta bílar nýtt metanól án breytinga allt að því að 25% blöndu hlutfalli, þó óalgengt sé að boðið sé upp á blöndunarhlutfall umfram 10-15%. En, allir nýlegir bílar geta nýtt slíkt eldsneyti vandræðalaust.
En, 100% metanól er vel nýtanlegt á sprengihreyflum, en þá þarf sérstaka hreyfla gerða fyrir metanól. En kostir eru að slíkar vélar geta einnig brennt bensíni, þannig að ekki skapast vandræði ef við akstur hringinn metanól fæst ekki einhver staðar.
Common ethanol fuel mixtures - Wikipedia, the free encyclopedia
Australia[1] | E10 | Optional | |
Brazil[2] | E20-E25 | Mandated | |
Canada[3] | E5 | Mandated(1) | |
China[4] | E10 | Nine provinces | |
Colombia[5] | E10 | Mandated(2) | |
Costa Rica[6][7] | E7 | Mandated(3) | |
India[8] | E5 | Mandated | |
Jamaica[9] | E10 | Mandated(4) | |
New Zealand[10] | E10 | Optional | |
Pakistan[11] | E10 | Optional | |
Paraguay[12] | E12 | Mandated | |
Philippines[13] | E10 | Mandated | |
Thailand[14] | E10/E20 | Mandated | |
European Union[15] | |||
Austria | E10 | Optional | |
Denmark | E5 | Optional | |
Finland | E10 | Optional | |
France | E10 | Optional | |
Germany[16] | E10 | Mandated | |
Ireland[17] | E4 | Mandated | |
Sweden | E5 | Mandated |
Nægur markaður erlendis
Eins og fram kemur á ágætri upplýsingasíðu Wikipedia, þá heita bensín og metanól blöndur E eitthvað. E10 er þá með 10% blöndunarhlutfall.
Eins og sést vel af töflunni tekin af síðu wikipedia þá er víða búið að leiða í lög, að blandað eldsneyti skuli vera í boði. Reyndar ganga sum lönd svo langt, að einungis er heimilt að selja annað en blandað eldsneyti sbr. "mandated".
Eins og sést af töflu Wikipedia þá er yfrið nægur markaður erlendis fyrir allt það metanól sem nokkru sinni verður hægt að framleiða hér. Og þ.s. betra er, að ísl. metanól er umhverfisvænna.
Íslenskt metanól vistvænt
Vandi við metanól fengið annars staðar að, er að þ.e. búið til með niðurbroti plöntuleyfa sem er galli vegna þess, að ræktun á eldsneyti hefur ýmsar sjálfstæðar neikvæða afleiðingar eins og þær að auka landnotkun í heiminum og þar með minnka svigrúm villtra planta og villtra vistkerfa.
Að auki, að iðnvædd ræktun er mengandi á margan hátt.
Þetta metanól, myndi því vera tiltölulega vistvænt og CRI mynd geta selt þetta sem slíkt á Evrópumarkað, þ.s. með reglugerðum um blöndun metanóls í hlutfalli í eldsneyti hefur verið búinn til stór markaður fyrir metanól eins og sést.
Ísland Kuvait norðursins?
Ísland verður kannski ekki endilega Kuwait norðursins, en hér er hægt samt sem áður að stórlega að auka framleiðslu umfram markmið CRI, þau sem nú eru komin fram.
Hægt væri sem dæmi, að nýta þá gufu sem plön voru um, að nýta við uppbyggingu álvers og margfalda framleiðslu getu.
En, að auki, væri með djúpborunar verkefninu, hægt að 20 eða 30 falda framleiðsluna síðar, enn þar umfram.
Þetta er í reynd form þess, að selja rafmagn úr landi. Væri örugglega margfalt meira virði en samanborið við það verð sem álverksmiðjur borga í dag.
Förum samt vel með svæðin
Slík útþensla mun þó taka tíma. Fer eftir hve góður aðgangur er að fjármagni.
Einnig skiptir máli, að læra á þau háhitasvæði sem verið er að nýta. En hvert svæði hefur sín sérkenni, og ekki er heppilegt að auka vinnsluna hraðar en svo, en svæðin ráða við með sjálfbærum hætti.
Svo betra er að byrja frekar smátt á hverju nýju svæði og síðan smá auka, eftir því sem lærist inn á sérkenni hvers fyrir sig.
Alla bíla á metanól eða bíódísel
Hægt væri að stefna að því, að allir bílar hérlendis gangi á 100% metanóli eftir t.d. 10 ár eða 20 ár, og bílar þá fluttir inn frá Brazilíu eða Bandaríkjunum, eða hvort tveggja. En, í þeim löndum er hægt að fá bíla sem brenna metanóli 100%.
Þeir bílar eru 100% eins þægilegir í noktun og venjulegir bensínbílar þ.e. með sama afl og drægi. Ef eitthvað er, þá fæst meira afl úr metanóli.
Niðurstaða
Metanól framleiðsla getur orðið stófelldur útflutningur héðan, og margaldað gjaldeyristekjur þjóðarinnar af hennar orkuauðlyndum.
Verið ein af þeim leiðum sem fara má, í því skyni að byggja hér upp betra Ísland.
Að auki, getur sparast algerlega allur sá gjaldeyrir sem í dag fer í eldsneytis innflutning.
Ísland getur orðið fyrirmyndar land í umhverfismálum!
Kv.
Flokkur: Umhverfismál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta eru góðar fréttir.
Svo skilst mér að þýskt flugfélag hyggist hefja flug hingað. Þá má draga þá ályktun að það óttist ekki óeðlilega samkeppni í framtíðinni eða falsaða gengisskráningu [raunhagvaxtarmat] í framtíðinni til langframa.
Hér er líka hægt að setja heilsuskatt á matvörur óháð uppruna landi framleiðenda sem innihalda of mikið að heisluspillandi aukaefnum fyrir Íslenskan markað.
Júlíus Björnsson, 4.1.2011 kl. 03:23
Einar, hér blandast saman skyld en samt ólík efni, Metanól og Etanól.
Hafandi búið innan EU og átt og notað bifreið þar þá held ég megi fullyrða að hvergi innan sambandsins er boðið upp á Metanólblöndu sem eldsneyti fyrir bifreiðar. Ástæðan er líkast til hve eitrað Metanól er.
E forskeytið stendur fyrir Etanól en ekki Metanól.
Þó svo að það að binda koltvísýring og nota til framleiðslu á innlendu eldsneyti með tilheyrandi gjaldeyrissparnaði sé hið besta mál, þá er ég hreint ekki viss um að umhverfisáhrifin af notkun Metanóls séu í raun eftirsóknarverð.
Miklu minni vandamál fylgja notkun á Etanóli, það mætti eflaust framleiða frá grunni hérlendis í stórum stíl.
Georg Bergþór Friðriksson, 4.1.2011 kl. 09:52
Sæll Georg, ég virðist hafa hlaupið á mig. En, eldsneyti með metanóli virðast hafa forskeytið M, í staðinn fyrir E.
Þetta virðist þó vera notað til að framleiða bio dísil. En annað metanól tengt eldsneyti virðist sjaldgæfara en etanól blöndur.
En, markaður fyrir biodísil ætti vel samt sem áður að duga okkur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.1.2011 kl. 12:31
Varðandi eytrun, þá held ég nú að neysla bensíns eða dísil eldsneytis sé ekki heldur heilsusamleg.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.1.2011 kl. 12:32
Sæll Einar, ekki er ég að finna að nýsköpuninni sem slíkri, hreint ekki.
Hinsvegar finnst mér merkilegt að hugmyndin um framleiðslu á Etanóli í stórum stíl til notkunar sem eldsneytis hafi ekki komið upp á yfirborðið á Íslandi undanfarin ár. Varan E85 er það sem bílaframleiðendur miða við þegar orðið "umhverfisvænt" er notað og því auðvelt að koma því í umferð samhliða bensíni.
Georg Bergþór Friðriksson, 4.1.2011 kl. 14:12
Allt í lagi, en væri hægt að framleiða það með þeirri aðferð sem verið er að beita, að búa fyrst til vetni og síðan umbreyta því?
Mér finnst það einmitt kostur við aðferðina, að losna við alla þá landnotkun sem fylgir því að rækta plöntur sem eldsneyti. Að auki, að þá er verið að keppa við aðra ræktun, óhjákvæmilega þegar tekið er mið að þeim skala sem til þyrfti. Fyrir utan, að þrengt er að öðru lífríki.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.1.2011 kl. 16:20
Ekki hugmynd Einar, hvort fýsilegt sé að leiða saman koltvísýring og vetni til framleiðslu á etanóli. Leggjum þá spurningu fyrir efnafræðing.
Hitt er að varla er hægt að tala um tilfinnanlegan skort á landnæði hérlendis til ræktunar yfirleitt og þar með varla hægt að tala um vandamál því tengt.
Aftur og enn, ekki er ég að finna að nýsköpuninni sem slíkri. Hún er af hinu góða. Ef metanól væri hinsvegar málið þá væru framleiðendur væntanlega almennt með bíla í boði fyrir það. Nógu lengi hefur metanól verið í boði sem eldsneyti.
Georg Bergþór Friðriksson, 4.1.2011 kl. 21:33
Sko stóra málið er ekki endilega stærð óræktaðs landflæmis, heldur er mun mikilvægara aðgangur að samgöngum, að það sé frjósamt og síðan að það sé auðvelt yfirferðar fyrir stórvirk uppskerutæki.
Þannig, að það er óptaktískt að vera með slíka ræktun upp um hæðir og hóla, þ.e. ræktun sem iðnaður. Þannig, að þá er þetta að keppa við besta ræktunarlandið við aðra tegund að ræktun.
Þetta er ástæða þess, að ræktun af þessu tagi stuðlar að hækkun matvælaverð þ.s. vegna aukinnar eftirspurnar í besta jarðnæðið þá hækkar verð á ræktunarlandi, svo að því þarf að mæta með hærri verðum, fyrir hefðbundnar afurðir landbúnaðar.
---------------------
Ef svo er, þá er það væntanlega bíodísill sem verður vænlegasta afurð þeirrar starfsemi.
Hmm, annars - þú nefndir slæmann útblástur. Hvað við útblástur metanóls bruna er verri en útblástur etanóls bruna?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 4.1.2011 kl. 21:42
Sæll Einar, ég nefndi reyndar ekki útblásturinn sem slíkan. Þó má nefna að efnasamband eins og formaldehýð til dæmis verða til við bruna á metanóli (trespíra), sem er einmitt ástæða þess að heldur er varasamt að drekka það og yfirhöfuð að vera í snertingu við metanól. Það á afskaplega greiða leið inn í lífverur gegnum húð og um innöndun og er svo brotið niður í formaldehýð með tilheyrandi hættu á skaða. Þetta á ekki við um etanól þó ofneysla á því sé svosem ekki til bóta heldur.
Hafirðu fylgst með þróun landbúnaðar á Íslandi og víðar þá sérðu væntanlega að hann er að færast í átt að iðnaðarlagi, búum fækkar og þau stækka. Ég sé ekki fyrir mér hefðbundinn íslenskan landbúnað vera í hættu þó land verði sett í ræktun fyrir framleiðslu á öðru en mjólk og sauðaketi. Kartöflur eru til dæmis ágætis hráefni til framleiðslu á etanóli.
Annars er ágætis umfjöllun um efnið einmitt í fréttablaðinu í dag, í grein eftir Gunnlaug H. Jónsson eðlisfræðing.
Georg Bergþór Friðriksson, 5.1.2011 kl. 10:00
Hættulegra en bensíngufur þegar verið er að dæla?
Síðan er efnið í blöndu. Veit ekki í hvaða prósentu.
Annars, eins og ég nefndi, kvá vera hægt að framleiða bíódísel. En, veit ekki hvert hlutfall metanóls er. En, útþynningin miðað við hreint óblandað, ætti að minnka hættu.
Síðan er hægt að kynna sér reynslu Brasilíumanna. Hver hættan hefur reynst vera.
-----------------------
Spurning um skala. Ég hef lesið að til þess að framleiða cirka 50% af því eldsneyti sem notað er árlega á bíla í Bandar. þyrfti jafn mikið ræktarland og þar er nú nýtt í alla ræktun.
Spurningin er ekki einungis að til sé ræktarland. Heldur um, aðgengi að því til stórfelldrar ræktunar. Slík ræktun myndi alltaf nota hagkvæmasta landið sem viðkomandi framleiðandi hefur efni á að nýta, sem þíðir aukin samkeppni um besta landið.
Það var punkturinn. Þannig, að þó það sé til yfirhöfuð umtalsvert land, þá er það ekki mikilvægt atriði í þessu sambandi. Svokallað gott land hérlendis er mun minna að umfangi, en land sem er lakara að gæðum.
Eðlilega er, að í aukinni samkeppni, þá takmarkist ræktun við besta landið sem þá verður dýrt og eftirsótt. Því fleiri aðilar sem keppa um það, því meiri verður kostnaðurinn.
Auðvitað, hrekjast einhverjir á lakara land. Sem eykur kostnað við sjálfa ræktunina ef til vill á móti lægra verði fyrir það sjálft.
Þetta er auðvitað flókið samspil. En, augljósa ábendingin er að aukin ræktun af hvaða tagi, sem keppir um landnotkun við aðra ræktun, hækkar verðlag.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.1.2011 kl. 15:58
Verð á gull og matvælum hefur hækkað gífurlega í heiminum? Þarf ekki að uppfæra skoðanir miðað við nýtt landslag? Heimsmarkaðurinn skiptir hann engu máli?
Júlíus Björnsson, 5.1.2011 kl. 16:57
Einmitt Júlíus. Mig grunar einmitt, að ræktað eldsneyti hljóti að vera á útleið sem aðferð, hafandi í huga hættuna af alvarlegri matvælakrýsu í heiminum ef matvælaverð myndi hækka enn meir, og það ekki endilega nein smá hækkun.
Nema, þ.s. væri ræktað af gerlum, í þar til gerðum turnum. En, slík ræktun þarf ekki mikið pláss, getur allt eins verið innan borga og tankarnir byggðir eins og háhýsi hver ofan á öðrum.
Þannig, væri jafnvel fræðilega mögulegt fyrir hverja borg að verða sjálfri sér nóg. Jafnvel, að samtvinna þetta við hreinsun skólps úr vatni. Þetta er þó ekki alveg á næstu 10-20 árum. En, örugglega hægt samt vel innan takmarka þessarar aldar.
Fræðilega séð ætti það alveg að geta verið mögulegt fyrir bíódísel framleiddur hér, án þarfar fyrir ræktunarland, að vera samkeppnisfær.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.1.2011 kl. 00:29
Veistu Einar, það má einmitt fullyrða að metanólgufur séu hættulegri heilsu þess sem dælir en af bensíni, vegna þess hve greiða leið sambandið á inn í lífverur um húð og innöndun.
Metanól sem eldsneyti fyrir bifreiðar er kallað M85 og er þar vísað til 85% metanólhlutfalls.
Talandi um Brasilíu, metanól er ekki lengur notað í Sao Paulo einmitt vegna þess hve eitrað metanól er. Etanól sem eldsneyti virðist hinsvegar öllu vinsælla í Brasilíu.
Ég held þú sért að misskilja þetta með lífdísel og metanól. Alkóhólinu er ekki bara "breytt" í lífdísel, heldur þarf olíu til framleiðslunnar (þaðan sem líf-hlutinn í lífdísel kemur). Olían þarf að koma úr plöntu t.d. repju, sem auðvitað þarf pláss undir...ræktun. Metanól er íblöndunarefni í framleiðsluna auk annarra efnasambanda.
Hvað ræktunarhlutann varðar þá er heldur hæpið að vísa til þess að slík ræktun mundi sjálfkrafa ryðja öllu öðru til hliðar. Ólíkt mörgum öðrum löndum eru möguleikar á stóraukinni ræktun enn til staðar á Íslandi, búum hefur ekki fækkað og ræktun minnkað vegna þess hve ómögulegt er að rækta á landinu. Nóg er til af ræktunarlandi.
Georg Bergþór Friðriksson, 6.1.2011 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning