Mér sýnist að könnun Capacent Gallup sýni að óskapleg óánægja kraumi undir í þjóðfélaginu!

En ef fj. þeirra sem neita þátttöku í könnun, fj. þeirra sem segja mundu skila auðu og fj. þeirra sem neita að gefa upp afstöðu er lagt saman, þá fæst talan 62,9% af úrtaki.

Sem þíðir að miðað við úrtak upp á 6788 þá eru þeir sem gefa upp hvaða flokka þeir myndu kjósa  einungis 2518.

Auðvitað getur það verið að fj. af þeim sem neita þátttöku í könnun, sé einungis áhugalaus. En, áhugaleysi getur einnig verið byrtingarmynd óánægju.

En, nýlegt könnun Capacent á fylgi í borgarstj. mælir Besta Flokkinn enn með 27% fylgi. Þó svo það sé lækkun um 8% frá kosningum, þá er það stærri frétt að sá flokkur skuli halda svo miklu fylgi en að hann hafi misst 8%.

Þetta sýnir að hótun flokksins um að bjóða sig fram í landsmálum, þarf að taka alvarlega - í ljósi skýrrar óánægu mikils fjölda kjósenda.

En, ef hann fengi sambærilegt fylgi í landsmálum, væri það pólitískur jarðskjálfti ef borið er saman við fylgi flokkanna eins og fram kemur að neðan.

 

Þessi mynd er tekin af síðu Capacent.is - sjá: Þjóðarpúls

 

  • könnun gert 27.okt. - 28.nóv. 2010.
  • 6788 voru í úrtaki og 67,1% svaraði. Sem þíðir að 32,9% af úrtaki svara ekki.
  • Af þeim sem þátt taka, neita næstum 12% að taka afstöðu eða að gefa hana upp og liðlega 18% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosningar færu fram í dag.
  • Ef miðað við úrtak: 32,9 + 12 + 18= 62,9%.
  • Þetta er gríðarlega mikil mæld óánægja, ef þ.e. óhætt að skoða þá sem neita þátttöku í könnun sem óánægða fremur en áhugalausa.
  • Vikmörk uppgefin sem 0,8-1,6%.


Sveiflur mældar yfir árið:

  • Ríkisstj, frá 30% lægst upp í 47% v. upphaf árs.
  • Sjálfstæðisfl. Lægst 28% en hæst 36%.
  • Samfylking. Lægst 18% en hæst 25%.
  • Vinstri Grænir. Lægst 18% en hæst 28%.
  • Framsókn. Lægst 12% en hæst 15%.
  • Hreyfingin. Lægst 1% en hæst 8%.

Sjálfstæðisflokkur virðist hafa elfst eftir lægð í apríl sl. og nú vera með stöðugt fylgi.

Samfylkingin hefur klárlega stöðugara fylgi en VG og virðist aftur vera að ná jafnvægi fylgislega eftir lægð um mánaðarmót okt./nóv.

Fylgi VG nær hámarki í apríl en hefur síðan farið lækkandi.

Framsókn er á stöðugu og jöfnu róli fylgislega séð.

Einna helst verkur Hreyfingin athygli, sem virðist hafa náð sér í nægt fylgi til að tolla á þingi eftir að hafa hafið árið með afskaplega lítið fylgi.

Þetta er allt með þeim fyrirvara, að miðað við sterka óánægju margra, er möguleiki á að kosningar valdi miklum breitingum, ef nýir aðilar eins og Besti Flokkurinn fá allt í einu mikið fylgi.

Miðað við borgina, er fylgi VG sérstaklega í hættu. Framsókn er ekki líkleg til að fara eins ílla út og í borginni, þ.s. landsbyggðar fylgið er til mikilla muna traustara hjá þeim flokki en fylgið sem hún hefur haft í borginni. Fylgi VG sveiflast á hinn bóginn klárlega mest, sem sýnir að þeirra kjósendur eru hreyfanlegri en kjósendur annarra flokka.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband