1.1.2011 | 19:11
Mér sýnist að könnun Capacent Gallup sýni að óskapleg óánægja kraumi undir í þjóðfélaginu!
En ef fj. þeirra sem neita þátttöku í könnun, fj. þeirra sem segja mundu skila auðu og fj. þeirra sem neita að gefa upp afstöðu er lagt saman, þá fæst talan 62,9% af úrtaki.
Sem þíðir að miðað við úrtak upp á 6788 þá eru þeir sem gefa upp hvaða flokka þeir myndu kjósa einungis 2518.
Auðvitað getur það verið að fj. af þeim sem neita þátttöku í könnun, sé einungis áhugalaus. En, áhugaleysi getur einnig verið byrtingarmynd óánægju.
En, nýlegt könnun Capacent á fylgi í borgarstj. mælir Besta Flokkinn enn með 27% fylgi. Þó svo það sé lækkun um 8% frá kosningum, þá er það stærri frétt að sá flokkur skuli halda svo miklu fylgi en að hann hafi misst 8%.
Þetta sýnir að hótun flokksins um að bjóða sig fram í landsmálum, þarf að taka alvarlega - í ljósi skýrrar óánægu mikils fjölda kjósenda.
En, ef hann fengi sambærilegt fylgi í landsmálum, væri það pólitískur jarðskjálfti ef borið er saman við fylgi flokkanna eins og fram kemur að neðan.
Þessi mynd er tekin af síðu Capacent.is - sjá: Þjóðarpúls
- könnun gert 27.okt. - 28.nóv. 2010.
- 6788 voru í úrtaki og 67,1% svaraði. Sem þíðir að 32,9% af úrtaki svara ekki.
- Af þeim sem þátt taka, neita næstum 12% að taka afstöðu eða að gefa hana upp og liðlega 18% segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosningar færu fram í dag.
- Ef miðað við úrtak: 32,9 + 12 + 18= 62,9%.
- Þetta er gríðarlega mikil mæld óánægja, ef þ.e. óhætt að skoða þá sem neita þátttöku í könnun sem óánægða fremur en áhugalausa.
- Vikmörk uppgefin sem 0,8-1,6%.
Sveiflur mældar yfir árið:
- Ríkisstj, frá 30% lægst upp í 47% v. upphaf árs.
- Sjálfstæðisfl. Lægst 28% en hæst 36%.
- Samfylking. Lægst 18% en hæst 25%.
- Vinstri Grænir. Lægst 18% en hæst 28%.
- Framsókn. Lægst 12% en hæst 15%.
- Hreyfingin. Lægst 1% en hæst 8%.
Sjálfstæðisflokkur virðist hafa elfst eftir lægð í apríl sl. og nú vera með stöðugt fylgi.
Samfylkingin hefur klárlega stöðugara fylgi en VG og virðist aftur vera að ná jafnvægi fylgislega eftir lægð um mánaðarmót okt./nóv.
Fylgi VG nær hámarki í apríl en hefur síðan farið lækkandi.
Framsókn er á stöðugu og jöfnu róli fylgislega séð.
Einna helst verkur Hreyfingin athygli, sem virðist hafa náð sér í nægt fylgi til að tolla á þingi eftir að hafa hafið árið með afskaplega lítið fylgi.
Þetta er allt með þeim fyrirvara, að miðað við sterka óánægju margra, er möguleiki á að kosningar valdi miklum breitingum, ef nýir aðilar eins og Besti Flokkurinn fá allt í einu mikið fylgi.
Miðað við borgina, er fylgi VG sérstaklega í hættu. Framsókn er ekki líkleg til að fara eins ílla út og í borginni, þ.s. landsbyggðar fylgið er til mikilla muna traustara hjá þeim flokki en fylgið sem hún hefur haft í borginni. Fylgi VG sveiflast á hinn bóginn klárlega mest, sem sýnir að þeirra kjósendur eru hreyfanlegri en kjósendur annarra flokka.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.1.2011 kl. 17:10 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 7
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 569
- Frá upphafi: 860911
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 511
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning