Menntun og nýsköpun besta hagnaðarvonin fyrir Ísland!

Þetta er umfjöllunarefni nýjasta tölublaðs Hagsýnar þ.e. veftímarits Viðskiptaráðuneytis. Ég er 100% sammála þessum áherslum. Hef sjálfur áður nefnt allt þ.s. þeir í aðalatriðum segja.

Ísland þurfi að auka verðmæti útflutnings og einnig magn. Efla þurfi menntun, enn frekar.

En, ekki bara magnið á menntun, heldur þurfi að vera fókus í því, þ.s. einblínt sé á greinar þ.s. Ísland geti hugsanlega verið fært um að ná einhverju samkeppnis forskoti. 

Í reynd þurfi að efla menntun í náinni samvinnu við atvinnulífið og þarfir þess, svo menntakerfið sé að skaffa þá einstaklinga sem atvinnulífið þarf á að halda á hverjum tíma!

 

Staðreyndir: Hagsýn 4. tbl. 2010

  •  Skv. PPP mælingu verðmæti framleitt per klst., sjá bls. 2 virðist, Ísland hanga rétt neðan í 35 dollurum. Meðaltal Evrópu virðist vera nálægt eða rétt yfir 40. Noregur er við toppinn í um 70.
Áhugavert að við erum skv. því á svipuðu róli og Japan. Hvað verðmæti framleitt per klst. varðar.
  • 64% á aldrinum 24-65 ára, hafa lokið langskólaprófi, 80-90% á Norðurlöndum.
Þ.e. greinilega of mikið brottfall hér úr námi strax í kjölfar grunnskólaprófs. Hér þarf sennilega að efla meir verkmennta skóla. Enda hentar hefðbundið bóknám mörgum ekki.
  • 31% á aldrinum 24-65 ára, hafa lokið háskólaprófi sem er svipað og á Norðurlöndum.
  • 50% atvinnulausra eru með grunnskólamenntun, 75% á Suðurnesjum.
  • Hlutfall aðeins með grunnskólamenntun á vinnumarkaði yfir landið er 30%.
  • "Því er ljóst að atvinnuleysi er nær tvöfalt meira meðal hópsins sem hefur minnsta menntun en meðal annarra."
Það er klárlega mikið atriði að fækka þeim sem aðeins eru með grunnskólapróf. Þetta er klárlega aðal átakalínan.
  • "hafa aðrar iðngreinar vaxið um 29,7% á meðan sjávarútvegur og stóriðja hafa staðið í stað eða dregist saman."
Sumar greinar hafa verið að kvarta yfir því, að fá ekki þá einstaklinga sem þá vantar þrátt fyrir atvinnuleysi. Þarna virðist hafa opnast gat í menntakerfinu.
  • 2,2% samdráttur hefur verið klálega orðið síðustu 9 mánuðina í útflutningsmagni sjávarútvegs. 
Miðin eru fullnýtt og álverin á fullum afköstum. Þannig, nema að fleiri álver séu reist, þarf að efla annað.

 

Skoðum hlutina í samhengi

Eins og fram kemur í tölum yfir útflutning að neðan, þá er þessi um 30% aukning - viðbót við þ.s. er lítill hluti heildar verðmæta sköpunar þjóðfélagsins. Svo það munar í reynd lítið um þetta!

Sennilega er verðmætalækkun útflutnings sjávarafurða stærri tölur!

En fiskur + orkufrek stóryðja framkalla um 80% útfluttra verðmæta vöruútflutnings.

Sennilega er ferðamennska inni í liðnum þjónusta sbr. þjónusta við ferðamenn.

Þannig að megnið af verðmæta öflun samanstendur af þessum þrem greinum: fiskur, stóryðja og ferðamennska.

Þetta setur tekjum á mann hérlendis nokkrar skorður, en sem dæmi fiskvinnsla selur sínar afurðir á almennan neytenda markað, þ.s. þær vörur keppa um athygli neytenda og verð við aðrar tegundir matvæla. Þ.e. sá vandi til staðar, að þessi markaður þolir ekki miklar verðhækkanir. Þetta setur mjög raunverulegt tak á þau launakjör sem hægt er að bjóða í fiski.

Ferðamennska býr við að mörgu leiti sambærileg skilyrði og fiskvinnsla, þ.e. ferðamenn eru almennir neytendur. Ísland sem ferða staður, er í þráðbeinni verðsamkeppni við aðra mögulega áfangastaði. Það eru því mjög raunveruleg takmörk á um hve há laun sá atvinnuvegur þolir.

Ál því miður er þeim annmörkum háð, þó laun þar séu há - að starfsmenn eru fáir. Álver eru því ekki leið til þess að skaffa alþýðu manna hérlendis hálaunuð störf.

Þ.s. þarf að búa til, er starfsemi sem er allt í senn mannaflafrek og þ.s. verðmæti afurða er hátt. Slík starfsemi getur borgað há laun þ.s. afurðirnar hafa hátt verðmæti. Slík starfsemi er t.d. framleiðsla hátækni varnings.

Fræðilega þarf þetta ekki endilega beint vera framleiðsla, en sem dæmi sjúkrahús þjónusta getur flokkast undir þetta, ef og þegar, Ísland fer að nýta þá hágæða sjúkrahúsþjónustu sem sannarlega er til hérna, ásamt vel þjálfuðu starfsfólki, í því markmiði að skaffa gjaldeyristekjur.

 

Skoðum aðeins íslenskar hagtölur:

Hagstofa Íslands - Landsframleiðsla

 2009
1. Einkaneysla765.405 = 51% 
2. Samneysla396.945 = 26%
3. Fjármunamyndun207.931 = 14%
4. Birgðabreytingar-1.133 = 0,075%
5. Þjóðarútgjöld1.369.149=91%
6. Útflutningur alls794.811 = 53%
6.1 Vörur, fob500.855 = 33%
6.2 Þjónusta293.956 = 20%
7. Frádráttur: Innflutningur alls663.195 = 44%
7.1 Vörur, fob410.575 = 27%
7.2 Þjónusta252.620 = 17%
8. Verg landsframleiðsla1.500.76

 

Til að sjá raunverulegt vægi greinanna fyrir hagkerfið, ber að skoða tölur yfir útflutning - Hagstofa Íslands útflutningstölur:

                                          2009     2010

Sjávarútvegur......................42,3%....39,1%

Orkufr. iðnaðu.....................36,6%....43,6%

Landbúnaður.........................1,5%.....1,3%

Fiskur + Orkufr.iðn...............78,9%....82,7%

 

Einhæfni atvinnulífsins kemur mjög skýrt fram í tölunum að ofan:

En til þess að það sé raunverulega hægt að laga þessa vöntun á öðru, þarf að lækka vaxtastig hérlendis.

Ég er ekki að tala um upptöku Evru, eins og margir tala um sem leið einmitt til þess.

Þ.e. nefnilega ekki rétt, að háir vextir séu eitthvert óhjákvæmilegt lögmál vegna þess, að við erum með lítinn gjaldmiðil - heldur hafa aðstæður verið hér skapaðar sem framkalla viðvarandi háa vexti.

Þá þarf að afnema þær aðstæður - og þ.e. vel hægt.

  • Þetta snýst um að lækka ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða kerfisins, úr 3,5% í segjum 1,5% - 2%. 
  • En, ásamt eigin kostnaði, þíðir þetta að sjóðirnir lána út gegn milli 5 og 6% raunvöxtum.
  • Þetta setur gólf á vaxtakröfu innan hagkerfisins, þ.s. bankar hafa orðið að taka mið af þessu, þ.s. þeir hafa ekki getað boðið sjóðunum skuldabréf á lægri raunvöxtum og því þurft sjálfir að lána út á kjörum eins og þeir þ.e. 3,5% + kostnaður.
  • Þessu hafa allir þurf að sæta hér innan hagkerfisins, þ.e. hinn óskaplegi fjármögnunar kostnaður sem til staðar hefur verið, síðan þetta kerfi var sett á fót skv. lögum nr. 129 1997.
  • Grunnvandinn virðist vera loforðið um að fólk fái 56% mánaðarlauna eftir 40 ára vinnu, sem framkallar þörf fyrir 3-4% raunávöxtun á iðgjöld.
  • Í reynd þíðir þetta, að lækka þarf þá prósentu sem fólki er lofað að það muni hafa í laun, eða að hækka verður hlutfall launa sem fara í iðgjöld til lífeyrissjóða. Sennilega best að fara bil beggja þ.e. hækka iðgjöld og lækka prósentuna t.d. í 46%.
  • Stóri vandinn er að hagkerfið stendur ekki undir þeirri óskaplegu ávöxtunarkröfu sem með þessu er framkölluð.
  • En, hafa má þ.s. þumalfingurs reglu að krafan megi ekki vera hærri en aukning raunverðmætasköpunar í hagkerfinu að meðaltali á áratug hverjum. Annars hallar á og hagkerfið fer að skulda sjóðunum um of.

Hvernig kæfir 3,5% reglan hagkerfið? "EBIT stendur fyrir „Earnings Before Interests and Taxes“ og verður kallað „rekstrarhagnaður“ hér. Rekstrarhagnaður er sú summa sem eftir er þegar búið er að draga rekstrarkostnað – laun, hráefni, skrifstofukostnaður, afskriftir o.s.frv. – frá rekstrartekjum. Það eru eignir sem skapa rekstrarhagnað í bland við nauðsynlegt vinnuafl og hráefni." 

  • Takið eftir, að einungis árið 2006 í eitt skipti nær rekstrarhagnaður fyrirtækja á Íslandi að ná upp í 3,5% ávöxtunarkröfu lífeyris kerfisins.
  • Þetta hlýtur að draga mjög úr fjárfestingum hérlendis, þ.s. einungis ef hægt er að sjá fram á að fjárfesting skili nægum arði, til að hafa upp í þessa ávöxtunarkröfu, sjái frjálsir aðilar sér hag í að fjárfesta.
  • En, þ.s. enn verra er, þetta ítir undir ósiði:
  1. Mig grunar að a.m.k. hlutfall kennitöluflakks megi rekja til þess, að menn eru að leitast við að reka starfsemi sem aldrei geti skapað þetta mikinn arð, og þá leiki þann leik að fara reglulega í þrot og skipta um kennitölu. Ef rétt, þá elur þetta á slæmu viðskipta siðferði.
  2. Síðan, þarf mjög mikla áhættusækni í rekstri, til að reksturinn nái að skila þetta miklum arði - ef menn leitast við að spila sig innan kerfisins. Þetta væntanlega einnig skilar hærri tíðni gjaldþrota. En ofsafengin áhættusækni var sannarlega hluti af því sem leiddi til hrunsins.
  3. Gjaldþrot klárlega verða til muna algengari yfir línuna í rekstri af hvaða tagi sem er - því töp stór sem smá til muna algengari en ella.
  • Ég lít sem sagt á lækkun vaxta hér sem grunnforsendu þess, að hægt sé að byggja hér upp nýiðnað. En, annars er nær ómögulegt að gera slíkt fyrir lánsfé.
  • Ég er einfaldlega að tala um að krafan verði færð í þ.s. er raunhæft að standa undir - þ.e. þ.s. ég nefndi að ofan, á bilinu 1,5 og 2%.
  • Þá er hugsanlegt að atvinnulífið geti fengið lán á milli 2,5% og 3% vöxtum. Þetta verði mögulegir lágmarks vextir.

 

Eflum nám

  • Eins og sást á tölum að ofan, er um 30% vinnuafls hérlendis einungis með grunnskólapróf.
  • Mig grunar að lausnin geti verið, að stórefla iðnnám af öllu tagi.
  • En þ.e. staðreynd að fjölmargir treysta sér ekki í áframhaldandi nám að afloknu barnaskólaprófi, vegna þess að þeir viðkomandi áttu í stökustu vandræðum með hefðbundið bóknám.
  • Það þíðir ekki að þetta fólk hafi ekki hæfileika - það þíðir að þeir eru ekki á þessu tiltekna sviði!
  • Við erum með svipað hlutfall háskólamenntaðra og á Norðurlöndum. Það þíðir ekki að ekki megi fjölga þar um.
  • En, stóra málið þ.s. fjármagn á næstu árum verður takmarkað, hlýtur að liggja í að stýra fólki sem vill mennta sig, í greinar sem eftirspurn er eftir frá atvinnulífinu.
  • Þ.e. enginn vandi að framkalla þá stýringu. En, hægur vandi er að taka nám sem ekki er talin þörf fyrir, af lista yfir lánshæft nám hjá LÍN. Engum er bannað að fara samt í slíkt nám. Þá þarf sá viðkomandi að fjármagna það sjálfur.
  • Síðan í hina áttina, séu greinar sem greind er þörf fyrir, settar inn sem lánshæft nám hjá LÍN.
  • Sjálfsagt munu einhverjir kvarta undan þeirri föður-/móðurhyggju. En, þ.e. ríkið sem kostar þetta, og ríkið hefur alveg rétt til þess að stýra þeim fjárframlögum í áttir, sem líklegastar eru til að skaffa ríkinu frekari aukningu tekna í framtíðinni - þ.e. greinar sem líklegar eru til að vera vaxtabroddur.
  • En eðlilegast er að nám sé skipulagt af ríkinu í náinni samvinnu við atvinnuvegina - svo fólk sé að velja þær námsbrautir sem líklegastar eru til að efla Íslands hag og einnig hag alþýðu!


Niðurstaða

Ég er sammála því að framtíð Ísland liggur í nýrri framleiðslu til útflutnings. En, grunnforsenda þess að þessi stefna sé möguleg, er lækkun almenns vaxtastigs hér. Sú greining margra að um sé að kenna krónunni per se er röng. En, fáir virðast í reynd hafa skoðað raunorsakir hárra vaxta hér, þegar þeir hafa myndað sér skoðun. Virðist oft að fólk einungis beri saman vaxtakjör erlendis og hér, segi - aha vextir eru mun lægri á Evrusvæðinu, án þess að leiða hugann að því að rannsaka grunnorsakaþætti. Margir virðast einfaldlega stöðva við ofangreindan samanburð, og leiða af honum þá ályktun að skipti á gjaldmiðli sé þ.s. til þarf. 

En, vandinn er sá að þó svo að skipt væri um gjaldmiðil, þá sitjum við samt eftir með grunnorsökina sem skv. greiningu er ávöxtunarkrafa lífeyriskerfisins. En ég velti fyrir mér, hvernig fólk hefur hugsað sér að leisa það vandamál sem þá kemur upp? En, ef sú vaxtakrafa stendur áfram, þá stendur það enn að þeir geta ekki keypt nein skuldabréf sem hafa lægri raunvexti en 3,5%. Spurning hvernig það spilast út. En, ef bankarnir fá ekki lægri vexti á almennum markaðir erlendis, þá sitja þeir áfram uppi með að verða að ávaxta sig skv. þessu. Þá lækka vextir hérlendis ekki neitt, nema og aðeins nema, að erlendir bankar sjái sér hag í að setja hér upp útibú og bjóða lægri vexti en innlendu bankarnir geta boðið. Á hinn bóginn, þá hefur erlendum bönkum staðið sá möguleiki til boða alla tíð síðan Ísland gekk í EES á miðjum 10. áratugnum. Ég sé enga auljósa breitingu við aðild um þetta, enda er Ísland þegar fullur þátttakandi í 4. frelsinu svokallaða og hefur verið í um einn og hálfan áratug. Orsök er líklega sá að Ísland er fámennt og erlendir bankar telja hér ekki eftir miklu að slægjast. Þá lækka vextir hérlendis í raun nær ekki neitt eða einfaldlega ekki neitt!

Með því að lækka vexti hérlendis, innan krónuhagkerfis, þá getum við áfram búið við kosti krónunnar sem eru þeir að geta hagað gengi skv. hagsmunum atvinnuveganna, og þannig lágmarkað kostnað við hagsveiflur og um leið lágmarkað atvinnuleysi á hverjum tíma. Þetta fer einnig saman við það, að tryggja hámarksnýtingu framleiðsluþátta hérlendis, þannig að sem minnst röskun verði um framleidd verðmæti á hverjum tíma. En, hámörkun verðmæta einnig hámarkar möguleg lífskjör á hverjum tíma. Þannig að þetta fer allt saman: lágmörkun atvinnuleysis, hámörkun framleiðslu, lágmörkun kostnaðar við aðlögun - hámörkun lífskjara miðað við aðstæður hvers tíma fyrir sig.

Með lækkun vaxta og aukinni skilvirkni í áherslum um menntun, - ætti að vera hægt að auka hér hagvöxt smám saman. En ég er bjartsýnn, vegna þess að hér eru enn svo mörg ónýtt tækifæri, að hér verði hægt að viðhalda t.d. 3,5% hagvexti að meðaltali eftir segjum áratug.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband