Braut Ísland reglur um innistæðutryggingar? Það er áhugavert sjónarmið Tobias Fuchs um það, að hvaða leiti það má vera, að Ísland hafi brotið reglur EES.

Í dag var mjög áhugavert viðtal í Silfri Egils við Tobias Fuchs þ.s. má alveg segja, að fram kemur töluvert af skýrri hugsun, sem á fullt erindi við okkur, þegar við Íslendingar íhugum okkar stöðu í ljósi nýst Icesave samnings tilboðs.

Að sjálfsögðu er skoðun Fuchs akkúrat það, skoðun. En hún er rökstudd. Ég held að við eigum að íhuga hans rökstuðning.

Lög ESB um innistæðutryggingar: Directive 19/94EC

1993 nr. 2 13. janúar, Lög um Evrópska efnahagssvæðið

Viðtal v. Tobias Fusch (skruna þangað til það hefst, en það kemur í endann á fyrsta atriðinu)

Álit eftirlitsstofnunar EFTA

-----------------------------------

Fuchs sagði - (í endursögn): Hann segir að ef geta innistæðu tryggingasjóða til þess að verja innistæðuhafa sé skoðuð nánar. Þá ráðist getan af því fjármagni sem er til staðar í sjóðnum. Stærð hans ræðst síðan af því hve mikið þær fjármálastofnanir sem eiga hlut í honum, greiða í hann. Hann nefnir það, að afstaða Breta og Hollendinga í Icesave deilunni, sé að ríkjum beri að setja upp innistæðutryggingakerfi sem sé fært um að borga út lágmarks tryggingu, jafnvel þó mjög hátt hlutfall innistæðueigenda geri kröfu um greiðslu á sama tíma. Skv. þessu er krafan þess efnis að tryggingakerfið verði að hafa fjármögnun í samræmi við þann möguleika að allir sem rétt hafa á tryggingu, geti fengið greitt út. Hann bendir á, að ef þetta sé rétt skilið með þessum hætti, þá muni fjármálastofnanir sem þátt taka í innistæðutryggingakerfi, sem er fjármagnað af þeirra fjárframlögum, þurfa að reiða fram ákaflega há fjárframlög sem hlutfall af þeirra heildar fjármálaumsvifum. Ef þ.e. svo að tryggingakerfi verði að vera alltaf og ætíð fullfjármagnað.

Hann telur það vera klárt, að tryggingakerfi sem myndi fela í sér svo stórfelldar fjárhagslegar byrðar fyrir fjármálakerfi aðildarlanda EES og ESB, brjóti í bág við lög og reglur EES og ESB, og myndi því verða ómerkt af Evrópudómstólnum. Því svo hátt triggingagjald myndi kæfa fjármálastofnanir við þeirra eðlilegu starfsemi. Svo fyrirkomulagið hefði klárlega mjög neikvæð áhrif á efnahagslífið í heild.

Hann telur að reglugerðin sem yfirlög geti einungis krafist þess að aðildarríkin komi á tryggingafyrirkomulagi með hóflegri fjármögnunar getu.

Niðurstaða hans sé því, að sú staðreynd að TIF gat ekki tryggt 20þ. Evra lágmarkið í kjölfar hrun Landsbankans, sé því ekki brot á reglugerð ESB um innistæðutryggingar.

Ef Ísland hefði heimilað bönkunum að fara á hausinn, án þess að grípa til frekari aðgerða, hefði Icesave ekki verið deiluefni.

Þetta sé þó einungis hálf sagan sögð.  Íslenska fjármálaeftirlitið ákvað að færa allar innistæður úr útibúum bankanna starfandi á Íslandi yfir í nýja starfandi banka á Ísland, en á sama tíma útilokaði sambærilegar innistæður í Bretlandi og Hollandi. Þetta sé mismunun á grundvelli þjóðernir (ath, því hefur verið svarað til að þetta sé reyndar mismunun á grundvelli landsvæða en ekki þjóðernis þ.s. allar innistæður á Íslandi hafi verið triggðar einnig þær sem voru í eigu þeirra sem ekki voru ísl. ríkisborgarar) sem sé bannað skv. lögum og reglum ESB.

Kjarna spurningin hérna sé hvort það sé til staðar lögmætar ástæður eða tilgangur fyrir því að Ísland útiloki sérstaklega erlenda innistæðueigendur. Einnig hvort að Ísland hafi með einhverjum hætti getað minnkað skaðann fyrir erlenda innistæðueigendur.

Hann telur að Ísland geti einungis treyst á tímabundna réttlætingu. Íslensk stjórnvöld þurftu að tryggja árið 2008 að endurskipulagning bankanna gengi upp, svo nýju bankarnir gætu tryggt áframhaldandi almenna fjármálaþjónustu í íslenska efnahagslífinu. Við þessar aðstæður hefði það verið mjög slæm hugmynd að tryggja erlendum innistæðueigendum nákvæmlega sömu meðferð með því að færa Icesave reikningana inn í hið nýja starfandi bankakerfi. Því hvað hefði gerst? Það hefði þegar í stað átt sér stað stórfellt áhlaup innistæðueigenda á hina nýju starfandi banka, hinn nýja starfandi banka. Hann/þeir hefðu fallið þá þegar innan nokkurra klukkutíma eða örfárra daga.

Það er á hreinu að ESB lög kröfðust þess ekki af Íslandi að þeir legðu það lögmæta markmið í hættu að tryggja að nýja bankakerfið væri starfhæft og þar með viðhaldið almennri reglu og öryggi innan lands. Ef menn ímynda sér að bankarnir hefðu hrunið aftur, þá hefði orðið mjög alvarleg félagslegt og efnahagslegt óreyðuástand á Íslandi.

Íslandi ber þó skildu til að með einhverjum hætti milda höggið fyrir hina erlendu innistæðueigendur. Að hans mati, sé því einungis tímabundin mismunun réttlætanleg en ekki varanleg. 

Spurningin er hvernig tímabundin réttlæting framkalli lækkun á skaðabótarétti annarra gagnvart okkur. Hann telji að það geti veitt rétt til að fresta greiðslum til erlendra icesave innistæðuhafa. Ísland hafi tekið sér slíkann frest með því að borga ekki. En honum finnst ekki klárt hvernig slík frestun verði best réttlætt. Lagalega séð sé enginn vafi um að Íslandi beri að greiða til baka til erlendra Icesave innistæðueigenda - eða endurgreiða Bretum og Hollendingum. Spurningin sé um vexti - vaxtafrí og greiðslukjör; sem séu þær breytur sem miða þurfi út frá til að framkalla sanngjarnt jafnvægi milli aðila.

-----------------------------------

Tilvitnanir úr Directive 19/94EC

"Whereas the cost to credit institutions of participating in a guarantee scheme bears no relation to the cost that would result from a massive withdrawal of bank deposits not only from a credit institution in difficulties but also from healthy institutions following a loss of depositor confidence in the soundness of the banking system;"

Mér finnst þetta áhugaverð yfirlísing eða "recital" í formála 19/94. Sem sagt að ekki sé samhengi á milli þess kostnaðar sem fjármálastofnanir bera af þátttöku í innistæðutryggingakerfi og hugsanlegs kostnaðar sem af myndi hljótast að ef yrði stórfelldur flótti innistæðna vegna banka í vandræðum, jafnvel einnig frá fjármálastofnunum sem ekki væru í vandræðum, vegna þess að innistæðueigendur hefðu tapað tiltrú á viðkomandi fjármálakerfi.

Þetta er dálítið stór yfirlísing einmitt í ljósi þess hvað kom fyrir okkur.

Einnig í ljósi kröfu Breta og Hollendinga, um það að innistæðutryggingakerfi verði að vera fær um að borga - annars séu þau ekki í samræmi við 19/94.

 

"Whereas, on the one hand, the minimum guarantee level prescribed in this Directive should not leave too great a proportion of deposits without protection in the interest both of consumer protection and of the stability of the financial system; whereas, on the other hand, it would not be appropriate to impose throughout the Community a level of protection which might in certain cases have the effect of encouraging the unsound management of credit institutions; whereas the cost of funding schemes should be taken into account; whereas it would appear reasonable to set the harmonized minimum guarantee level at ECU 20 000; whereas limited transitional arrangements might be necessary to enable schemes to comply with that figure;"

Það má rökstyðja einmitt, að ef innistæðutryggingar væru færðar í 100% þá væri það einmitt sú aðgerð að hvetja til óábyrgrar hegðunar sem vísað er til þarna að ofan. En, þ.e. oft talið eða hefur verið talið, að of víðtæk trigging sé einfaldlega tilfærsla á áhættu til skattgreiðenda frá einkaaðilum sem skapi slæmar hvatningu fyrir þá einkaaðila.

Þetta sýnir að það var ástæða fyrir því, að ákveðið var á sínum tíma að tryggingin væri vel innan við 100%.

Síðan þ.s. skiptir máli í sambandi við okkar umræðu - græna svæðið -  sem virðist hvetja til þess að kostnaðurinn við kerfið sé ekki gerður of íþyngjandi.

 

"Whereas it is not indispensable, in this Directive, to harmonize the methods of financing schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves, given, on the one hand, that the cost of financing such schemes must be borne, in principle, by credit institutions themselves and, on the other hand, that the financing capacity of such schemes must be in proportion to their liabilities; whereas this must not, however, jeopardize the stability of the banking system of the Member State concerned;"

Aftur tilvísun í það, að kerfið megi ekki vera of íþyngjandi fyrir þær fjármálastöfnanir sem þátt taka.

Ég get ekki séð annað en að þarna komi nokkur ákvæði beint á móti þeirri fullyrðingu, að innistæðu tryggingakerfi beri að vera eins víðtæk eins og Bretar og Hollendingar meina, og Eftirlits Stofnun EFTA.

 

"Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves and ensuring the compensation or protection of depositors under the conditions prescribed in this Directive have been introduced and officially recognized;"

Þetta er ákvæðið sem margir hafa bent á. Orðalagið er skýrt.

EFTA hengir sig á orðið "ensured" og fer í mjög langsótta skýringu, þ.s. tínt er saman þau skipti þ.s. orðið "ensured" kemur fyrir, og þeirri fullyrðingu slegið fram að þetta þíði að tryggingin verði að vera "ensured" þ.e. tryggð hvernig sem öllu veltur.

Klikkir út með því, að aðildarríki verði að toppa upp ef á vantar.

Að ef Ísland sé ekki fært um það, eða vilji ekki, þá sé það að brjóta reglur.

En, þetta er ákaflega langsótt skýring. En, á netinu hafa fjöldi netverja sem virðast fylgismenn Samfó, tekið þá skýringu upp og slegið henni fram sem einhverjum endanlegum stóradómi, þó svo að Eftirlitsstofnunin sé eftir allt saman einungis til eftirlits eins og nafn hennar bendir til, en ekki dómstóll.

 

"Article 3:1. Each Member State shall ensure that within its territory one or more deposit-guarantee schemes are introduced and officially recognized...no credit institution authorized in that Member State pursuant to Article 3 of Directive 77/780/EEC may take deposits unless it is a member of such a scheme."

EFTA reynir í áliti sínu að halda því fram, að rauðlitaða orðið sé höfuðatriðið og tryggingar markmiðið sé svo háheilagt, að öll önnur sjónarmið verði að víkja.

Hvergi kemur fram í 19/94 að reglan sé önnur en sú að innistæðutryggingarsjóðir borgi út í samræmi við það fé sem þeir hafa eða geta útvegað sér. En, Eftirlits stofnun Efta heldur því fram, að ríkjum beri skilda til að uppfylla markmið 19/94 sem hún telur vera að veita lágmarks tryggingu.

Svo stofnunin snýr þessu við, og segir að hvergi komi fram að ekki beri að toppa upp ef upp á vantar.

 

"Whereas, in accordance with the objectives of the Treaty, the harmonious development of the activities of credit institutions throughout the Community should be promoted through the elimination of all restrictions on the right of establishment and the freedom to provide services, while increasing the stability of the banking system and protection for savers;"

Skoðun Eftirlits Stofnunarinnar hangir á því að markmið Directive 19/94EC sé sjálf 20.000 Evra upphæðin, þ.e. höfuðmarkmið. En það má þvert á móti halda því fram, að höfuðmarkmiðið sé þ.s. fyrsta yfirlísingin segir þ.e. markmiðið felist fremur í víðtæku jafnvægi fjármálakerfisins sjálfs.

Titill laganna er einmitt ákvæði um innistæðu tryggingar, en ekki ákvæði um 20.000 Evrur. Enda kemur fram, að upphæðin sjálf skuli endurskoðuð reglulega, sem einmitt bendir til þess, að hún sé þvert á móti langt í frá því að vera yfirmarkmið.

Að tryggja innistæður sé markmið innan þess samhengis, að tryggja skilvirkt fjármálakerfi sem sé hið eiginlega yfirmarkmið.

En, maður hefur vissan skilning á þessari áherslu. Allt stofnana kerfi ESB sem Eftirlits stofnunin beint og óbeint tengist, fór í visst paník ástand og sú stefnumörkun að innistæður séu allt í einu öllu öðru æðra, grunar mig að litist nokkuð af pólitískum markmiðum m.a. og þeirri hættu sem margir í dag upplifa að sé til staðar, að ótti skapist meða innistæðu eigenda innan Evrópu, ef innistæður eru ekki tryggðar upp í topp.

En fjölmargir bankar víða um Evrópu standa tæpt. Órói innan kerfisins hefur auk þess fræst í aukana á ný, sbr. nýlegt hrun Írlands. En, þ.s. ekki síst veldur óróa tengt því, er ekki síst að bankarnir á Írlandi sem settu Írland á hliðina voru einungis nokkrum mánuðum fyrr búnir að fá heilbrigðis vottorð frá stofnunum ESB.

Nú af þessa völdum, þá er markaðurinn í miklu óróa ástandi og veit ekki hverju hann á að treysta. Vantreystir því öllu.

 

"Article 4:1. Deposit-guarantee schemes introduced and officially recognized in a Member State in accordance with Article 3 (1) shall cover the depositors at branches set up by credit institutions in other Member States."

Þetta er skýrt þannig séð. TIF bera að greiða. Eðlileg túlkun er að TIF greiði skv. því fjármagni sem til staðar er í TIF. Skv. lögum um TIF má TIF einnig taka lán. En hvergi kemur nokkuð fram um að TIF sé á ríkisábyrgð. Né er krafa um það innan Directive 19/94EC að svo eigi ófrávíkjanlega að vera.

Sú afstaða að það verði að greiða 20þ. Evrur byggist á því að sjálf tryggingar upphæðin sé meginmarkmiðið. En því má alveg eins halda fram, að hún sé ekki það meginatriði fremur sé það meginatriði, að tryggja að innistæðutryggingakerfi sé til staðar og að greiðslur berist. 

En þ.e. mjög erfitt að samþætta 20þ. Evra kröfuna, því að þ.e. heimilt að hafa kerfið fjármagnað af sjálfum fjármálafyrirtækjunum, samtímis því að skýr ákvæði 19/94 kveða á um að féð sem þau greiða inn í tryggingakerfið má ekki vera það mikið að það ógni þeirra starfsemi.

Yfirmarkmiðið virðist því vera fjármálakerfið sjálft sé sem skilvirkast.

 

"Article 7:1. Deposit-guarantee schemes shall stipulate that the aggregate deposits of each depositor must be covered up to ECU 20 000 in the event of deposits' being unavailable...3. This Article shall not preclude the retention or adoption of provisions which offer a higher or more comprehensive cover for deposits. In particular, deposit-guarantee schemes may, on social considerations, cover certain kinds of deposits in full...6. Member States shall ensure that the depositor's rights to compensation may be the subject of an action by the depositor against the deposit-guarantee scheme."

Þ.e. áhugavert að velta þessu orðalagi fyrir sér.

En, ákvæði 19/94 virðast íll samræmanleg.

Það er eiginlega niðurstaðan.

En menn verða að muna, að lög ESB eru búin til af ferli sem m.a. er pólitískt. En, nefndir skipaðar til að semja lög innihalda fulltrúa ríkja og stofnana. Síðan hafa aðilar mismunandi skoðanir og áherslur. Þetta getur einmitt valdið því að áherslur verða misvísandi, þegar verið er að semja um orðalag. Það jafnvel gert viljandi óljóst svo samkomulag náist.

Síðan lendir það á dómstólnum, að skýra hvað þetta mess akkúrat þíðir.

 

"Article 9:1. Member States shall ensure that credit institutions make available to actual and intending depositors the information necessary for the identification of the deposit-guarantee scheme of which the institution and its branches are members within the Community or any alternative arrangement provided for in Article 3 (1), second subparagraph, or Article 3 (4). The depositors shall be informed of the provisions of the deposit-guarantee scheme or any alternative arrangement applicable, including the amount and scope of the cover offered by the guarantee scheme. That information shall be made available in a readily comprehensible manner. Information shall also be given on request on the conditions for compensation and the formalities which must be completed to obtain compensation...3. Member States shall establish rules limiting the use in advertising of the information referred to in paragraph 1 in order to prevent such use from affecting the stability of the banking system or depositor confidence. In particular, Member States may restrict such advertising to a factual reference to the scheme to which a credit institution belongs."

Þarna eru heilmiklar kröfur um upplýsinga skildu. En skv. þessu eiga bankarnir sjálfir að veita þettar upplýsingar en þ.e. verk okkar eftirlits kerfis að sjá til þess, að þeir séu að því og að auki að þeir séu ekki að veita villandi upplýsingar.

Því síðasta má velta fyrir sér. En, Lansbankinn kvá sem dæmi hafa fullyrt að Icesave innlán væru 100% örugg.

Ef okkar eftirlits kerfi var ekki að standa sig. Má vera að þarna sé leið fyrir innláns eigendur til að krefjast bóta.

 

Mín niðurstaða

Auðvitað getum við ákveðið að láta málið fara fyrir dóm. Eftirlitsstofnun EFTA mun þá standa fyrir því.

Sammála Tobias Fuchs að ísl. innistæðutryggingakerfið, sennilega stenst ákvæði Directive 19/94. Og að auki, kemur skírt fram þar að ríki beri ekki neina beina ábyrgð.

Eins og Fuchs bendir á, þá er veikleiki fyrst og fremst þegar kemur að rétti innistæðueigenda erlendis í ljósi þess, að réttur innistæðueigenda hérlendis var tryggður að fullu þ.e. umfram þ.s. þeir hefðu nokkru sinni fengið úr TIF.

En formlega séð hafa innistæðueigendur - tel ég og Fusch einnig -  einungis rétt til þess fjármagns sem til staðar er í viðkomandi innistæðutryggingakerfi. Ef fjármagnið dugar ekki fyrir lágmarks tryggingu, þá sé því sem þó er til skipt jafnt á milli þeirra sem eiga kröfu til sjóðsins.

Þannig hefði það verið hvort tveggja fyrir innistæðueigendur hér og erlendis, ef stjv. hefðu ekkert gert. Og enginn grundvöllur hefði verið fyrir Icesave deilu.

En þessi túlkun samrýmist því að kerfið má fjármagna með framlögum bankanna sjálfra, samtímis því að þau framlög mega ekki ógna stöðugleika sjálfs kerfisins. En, einkafjármögnun þíðir þá að ríkið er ekki að fjármagna þetta.



Eins og Fuchs bendir á, hafði Ísland lögmæt markmið að verja, þ.e. það að tryggja endurreisn banka er væru færir um að veita almenna fjármálaþjónustu. Þetta er sem sagt höfðun til neyðarréttar, sem getur skapað rétt einmitt til þess að beita mismunun, ef sú mismunun þjónar lögmætum markmiðum. En, ekki má ganga lengra til að tryggja þau lögmætu markmið er þörf er fyrir.

Málið snýst þá um jafnaðarregluna, sem einnig gildir í lagasamhengi ESB og EES eins og hérlendis.

  • Það er, voru aðgerðirnar hæfilegar eða með öðrum orðum, var það tryggt að ekki væri lengra gengið m.a. á rétt erlendra innistæðueigenda, en raunveruleg þörf var fyrir, til að ná fram hinum lögmætu markmiðum?
  • Þarna er hugsanlegur veikleiki þ.s. ekki er augljóst að nauðsynlegt hafi virkilega verið, að tryggja innistæður alveg upp í topp óháð stærð upphæða í húfi í einstökum tilvikum.


Fuchs að auki, virðist telja að, að hlutfallslegur réttur til mismununar, sé að auki takmarkaður einnig í tíma. Þannig, að um leið og lögmætum markmiðum hefur verið mætt. Ástand hafi náð einhverju tiltölulegu jafnvægi. Skuli, jafna að fullu rétt hinna erlendu innistæðueigenda hafandi í huga, að þegar er búið að tryggja rétt innistæðueigenda hérlendis að fullu.
---------------------------

Þetta eru áhugaverð lagatæknileg atriði. En, þarna má finna ástæður fyrir því að Ísland getur verið dæmt til að borga erlendum Icesave reikningshöfum út.

Segi þetta alveg án þess að fullyrða nokkuð. En lagaleg óvissa virkar í báðar áttir, þ.e. hægt er að vinna mál en einnig er hægt að tapa því.


Ég er á hinn bóginn ekki viss að Fusch hafi rétt fyrri sér, með það að til staðar sé tímatakmörkun. Því má allt eins halda fram, að ef neyðaraðgerð gegnir því hlutverki að redda neyðarástandi, sem sannarlega er til staðar.

Þá sé fullnægjandi að hún sé að auki í samræmi við jafnaðar regluna.

Skv. því, ef við myndum afnema þá aðgerð að tryggja allar innistæður upp í topp. Þá væri lagalegu óvissunni eytt og Ísland væri ekki brotlegt.

En, þegar maður velti fyrir sér hugmyndinni um tímatakmörkun neyðarréttar, þá held ég að það sé röng nálgun. Fremur eigi að miða við ástandið sjálft - þ.e. hvenær er búið að afstýra neyðarástandinu, sem aðgerðirnar miðuðust við að afstýra.

Þá þarf að meta það ástand sem til staðar er - ekki satt?

Þá kemur aftur að ástandi mála hérlendis:

  1. Skuldir landsins eru miklar og viðbótar greiðslugeta mjög takmörkuð.
  2. Að auki, er bankakerfið enn á brauðfótum - svo miklum, að Már í Seðlabankanum, telur að ekki sé óhætt stöðugleika þeirra vegna, að afnema gjaldeyrishöftin á næstunni. Sem er sama og segja, að þeir séu mjög fallvaltir að hans mati.
  3. Þetta segir eiginlega, að kerfiskrýsa sé hér enn til staðar.
  4. Skv. AGS eru slæm lán 45% virðis lánapakka skv. bókfærðu virði en 63% skv. kröfuvirði.

Ég er að halda því fram að neyðarástand sé enn til staðar og því neyðarréttur í fullu gildi.

Til að styrkja hann frekar, gera málið eldfast þannig séð, þurfi stjv. einungis að lækka innistæðu tryggingu hérlendis, niður að sanngjörnu viðmiði. Það þarf ekki endilega vera 20þ. Evrur en hið minnsta vel innan við það að tryggja upphæðir sem hlaupa á milljóna tugum eða þar yfir.

Þá kemur spurningin að því, hvað á að gera við núverandi Icesave samning?

Ég svara því ekki akkúrat núna. En, þessar vangaveltur hér, eru hluti af þeirri allsherjar íhugun sem ég ætla að taka málin í fyrir mitt leiti næstu vikur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Takk fyrir fróðlega samantekt á ICEsave og sjónarmiðum Fuche.  Það er greinilegt að núna voru borgunarsinnar betur undirbúnir og tilbúnir með viðtal til að hræða fólk.  Það er rétt að þetta er skoðun, og það er kjarni málsins, þetta er skoðun.

Hinsvegar er það ekki skoðun, að það er dómsstóla að skera úr um lagalegum ágreiningi, og þú semur þig ekki frá þeirri skyldu.  Þú getur það persónulega, en þú gerir það ekki fyrir hönd annarra. 

Þess vegna hafa stjórnvöld ekki þann rétt, og mér þykir hæpið að meirihluti þjóðarinnar hafi þann rétt, ef í því samkomulagi er að ráðstafa skattfé minnihlutans á ólöglegan hátt.  Til dæmis yrði svona samningur kolfelldur á landsbyggðinni, því íbúar þar vita að í kjölfarið þá er hann borgaður með lokun grunnþjónustu þar.  Þeir myndu því láta reyna á lagalegan grundvöll meirihluta ofbeldisins.

En mig langar að benda á tvennt sem mætti hafa í huga þegar réttarstaða Íslands er skoðuðu.  

Í það fyrsta er það skýrt samkvæmt neyðarrétti EES að EFTA ríki mega grípa til þeirra ráðstafana sem þurfa þykir til að takast á við meiriháttar áföll sem ógna stöðuleika þeirra.  Fuch gerir ekki athugasemd við það, en færir rök fyrir að viðbrögð við þeirri neyð, skapi aðra og víðtækari neyð samkvæmt mismunareglu.

Það getur aldrei verið hægt að koma með svona eftir á skýringu, þegar brugðist er við neyð, þá er ekki hægt að fá ítarlega lagaúttekt og dóm um hvað má og hvað má ekki, sjúklingurinn er löngu látin áður.  Þess vegna hlýtur að vera farið eftir þeim megin reglum sem við blasa, og sé gripið til aðgerða sem eru á skjön við meginreglur, þá eiga viðkomandi eftirlitsstofnanir og dómsstólar að gripa strax inn í og koma með rökstuddar tillögur um úrbætur, hvernig orðlag og framsetning laganna hefði átti að vera svo þau næðu tilgangi sínum og brytu ekki á meginreglum.

Það þýðir ekki að koma mörgum árum seinna og dæma ríki í neyð á grundvelli meintra brota þegar neyðarlög voru sett.  Við skulum athuga til dæmis að neyðarréttur leyfir fulltrúum valds að grípa til aðgerða sem til dæmis réttlæta aflífun fólks við ákveðnar aðstæður, til dæmis ef ekki er hægt að stöðva hegðun sem leiðir til ófarnaðar.  

Sbr hugtakið að skjóta óðan mann.  

Hafi íslensku neyðarlögin verið röng, þá átti að gera athugasemd strax.  Það var augljós ástæða fyrir því, eftirlitsstofnanir höfðu ekki sjálfar neitt í höndunum um betri hegðun, og aðrar ríkisstjórnir brugðust við á þessum tíma.  Ef eftirlitsstofnanir hefðu stöðvað slíkar aðgerðir, þá hefði Evrópa hrunið.

Þess vegna var ekki gripið inn í  og þess vegna er ekki hægt að grípa inn í núna.  Það er ekki bara íslensku neyðaraðgerðirnar sem eru í húfi, líka það sem var gert hjá öðrum þjóðum.  Aðrar þjóðir björguðu sínum bönkum, en létu íslensk dótturfyrirtæki og útibú róa, það er til dæmis klár mismunun eftir þjóðerni eiganda svo dæmi sé tekið.

Dómsstólar geta ekki tekið sér vald sem heftir hendur framkvæmdavalds á neyðartímum, það er útilokað samkvæmt þjóðarrétti, samkvæmt alþjóðarétti, og óljós ESB réttur, sem engin skilur, getur ekki gengið gegn þessum skýrum reglum.

Geri hann það, þá er grunnforsenda EES samningsins, að hann sé samningurinn milli fullvalda ríkja, brostin, og samningurinn þar með um leið fallin úr gildi.

Hitt atriðið sem ég vil benda þér á Einar, er að það var aðeins um óbeina ábyrgð að ræða, og þú veist það vel.  Hún fólst í því að það voru stofnaðir nýir bankar, á rústum hinna gömlu og innlán færð á milli.  Yfirlýsing um ábyrgð á innstæðum var yfirlýsing, algjörlega ómarktæk, því yfirlýsing án aðgerða er þeirrar gerðar.  

Líkt og til dæmis yfirlýsingin um að bakka upp bankanna, sem var marklaus þegar á reyndi, hún skapar samt ekki þjóðinni ábyrgð á 12.000 milljörðum, þó það mætti halda miðað við þennan málflutning.

Íslensk stjórnvöld hefði mismunað ef þau hefðu aðeins endurreist banka á Íslandi, en haft til þess vald á Englandi.  Til dæmis ef RBS hefði verið skikkaður til að yfirtaka ICEsave, þá hefði ICEsave ekki fallið, nema náttúrulega ef RBS hefði fallið í leiðinni.

En lögsaga íslenskra stjórnvalda nær ekki til Englands, því tómt mál að tala um að beita sömu lausnum og hér.

Það er kjarni málsins, íslensk neyðarlög ná aðeins til íslenskra lögsögu.  Það er því út í hött að ætla að viðskiptavinir íslensku bankanna erlendis fengju sömu meðferð, og þeir eiga ekki rétt á sérmeðferð, að fá pening sinn útgreiddan í evrum.  Slíkt er gróf mismunun gagnvart íslenskum innstæðueigendum, sem fengu sín innlán ekki greidd í evrum, fengu þau yfir höfuð ekki greidd, það sem menn gátu tekið út, var á valdsviði og fór eftir getu Nýju bankanna.

Þú leysir ekki meintan mismun, með því að skapa ennþá meiri mismun.  Þú leysir ekki mál með orðum, aðgerðir þurfa að vera framkvæmalegar og valdi þess sem framkvæmir þær.

Það kallast raunveruleiki, tal um meinta mismun er svona Morfís æfing, þar sem það er hægt að tína rök fyrir öllu, með eða á móti.  Það er ef menn sleppa forsendum raunveruleikans.

Viðtalið í Silfrinu var svona nett dæmi um það.  Eina sem var fróðlegt í því var sú staðreynd að Þjóðverjinn reyndi ekki að ljúga ríkisábyrgð út úr lagatexta sem kvað á um að hann væri ekki.  Það var ekki nógu mikill Morfís í honum.

Og þeir trúa honum sem hafa ekki hugsað sér að borga reikninginn, treysta á að það verði þeir sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2010 kl. 08:38

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"En lögsaga íslenskra stjórnvalda nær ekki til Englands, því tómt mál að tala um að beita sömu lausnum og hér."

Reyndar felst í því viss takmörkuð lögsaga, að eftirlits stofnun heima lands eins og þ.e. kallað, á að fylgjast með starfsemi útibúa banka sem skráður er þar sem rekin eru í öðrum aðildarlöndum EES og aðildarlöndum ESB. Hefur rétt einnig til að heimila slíka starfsemi í öðrum aðildarlöndum EES og aðildarlöndum ESB, skv. því að starfsleyfi veitt t.d. hér gildi einnig í öðrum aðildarlöndum EES og aðildarlöndum ESB. Að auki ákveðin ábyrgð á þeim, að slík útibú séu skv. EES og ESB sett undir innistæðutryggingakerfi þess lands sem sú bankastofnun er skráð í.

Þess vegna þarf góða og gilda ástæðu, til að við séum ekki að ábyrgjast Icesave innistæður. Þá skoðar maður aðstæður sem sköpuðust sbr. neyðarástand sem sannarlega var fyrir hendi, og ég vil meina að sé enn - síðan einnig getu landsins til að jafna þann rétt sem fólkið þarna úti á reglum skv.

Réttlætingin verður að spretta fram úr þeirri skoðun aðstæðna. Fusch vill meina að sú réttlæting sé tímabundin, einungis. En, ég held að eðlilegra sé að miða við ástandið sjálft án tiltekins tímaramma.

Neyðarástand sé í reynd enn. Innistæðu tryggingalöggjöfin sé gölluð. Virðist ekki vera hönnuð fyrir slík áföll. 

Þ.e. mikilvægt að réttur fólksins þarna úti var í reynd réttur af stjv. Hollands og Bretl. Þó það formlega breyti engu. Þá er spurningin einungis um að rétta hlut Hollenskra og Breskra skattgreiðenda eins og mál standa.

Þess vegna er svo mikilvægt held ég að meta heildar stöðuna. Það var alveg réttmæt hérlendis að taka innlendar innistæður í forgang, því það gegndi því hlutverki að endurreisa hér starfandi bankakerfi, sem er mikilvægt réttmætt markmið.

Í reynd er nánast eina spurningin sem eftir stendur hvort aðgerðir okkar gengu lengra en þörf var fyrir. Þá er ég að meina að tryggja innistæður hér, skv. ákvörðun um 100% tryggingu fremur en sbr. 20þ. Evra viðmiðinu.

Ég er nefnilega alveg viss, að ef við hefðum haldið okkur við 20þ. Evra lágmarkið, væri mál okkar alveg 100% öruggt.

En, við tókum 100% tryggingu. Þ.e. fyrst og fremst það, hvort aðgerðir voru umfram þ.s. kallast mætti meðalhóf. Því sbr. reglur um neyðarrétt, eiga neyðaraðgerðir að vera hæfilegar eða hóflegar, þ.e. eiga að gegna markmiði því sem lagt er út með, en einnig eiga ekki ganga lengra en þörf er um.

Getum við rökstutt að nauðsynlegt hafi verið að tryggja allar innistæður að fullu? Þegar má rökstyðja að trygging með takmörkunum sé ef til vill nægileg.

"Hitt atriðið sem ég vil benda þér á Einar, er að það var aðeins um óbeina ábyrgð að ræða, og þú veist það vel."

En allar innistæður voru færðar yfir, ekki færðar niður í 20þ. Evrur eða 40þ. Evrur eða 50þ. Evrur ef upphæðir voru umfram einhverja slíka viðmiðun.

Um það snýst málið - að því marki að efi sé á um að okkar réttur sé 100%. 

------------------

Ef við höfnum þeirri sáttagerð sem stendur til boða. Þá fara mál fyrir dóm. Ég þori ekkert að spá fyrirfram um niðurstöðu. 

Ef dómur fellur í óhag, þá kemur aftur krafa um að semja um greiðslur. Enda ópraktístk eins og sumir á blogginu halda fram, að gjaldfella alla upphæðina um leið. Slík yrði aldrei gert.

Ég held að það sé óskaplega ólíklegt að dómur myndi krefjast nokkurs umfram 20þ. jafnvel þó svo að krafa um slíkt myndi koma fram.

-----------------

Við skulum vega og meta áhættuna af samningnum. Og af því að segja "Nei".

Ég ætla ekki að segja af eða á fyrr en hann hefur verið birtur og manni gefist tími til að lesa hann. 

Þ.e. áfram sama áhættan um sveiflur á gengi. Um hve hratt í reynd greiðslur úr þrotabúi koma til með að greiðast inn. Hver verð eigna verða.

Þannig séð, eins og aðalsamningamaður okkar sagði fyrst þegar hann kom hingað, þá er röksemd fyrir því að taka málið ekki fyrir, fyrr en þrotabúið er búið að skila sínu. Þá liggur fyrir hvað raunverulega var í því.

Þá hugsanlega eru aðstæður betri hér einnig. Hafandi einnig í huga, að það sennilega gerir ekki þeirra skattgreiðendum neinn óskaplegann óleik, þó rétting síns hlutar býður einhver ár. Ef þ.e. niðurstaðan, að okkur ber að rétta þeirra hlut.

Það má vera, eins og aðstæður séu, að þrátt fyrir lækkaða áhættu, sé samningurinn þegar allt er skoðað enn samt of áhættusamur hafandi í huga núverandi aðstæður okkar, hafa í reynd ekki batnað svo íkja mikið síðan hrunið varð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 13.12.2010 kl. 10:25

3 identicon

Mér finnst á allan hátt sé verið að hlaupa langt yfir skammt.  Að eyða tíma í að reyna finna einhverja lagalega reglu, endar einungis með einum af tveimur afleiðingum.  Ísland verði útilokað, eða að Ísland verði brotið á bak aftur.  Hvorug þessarra lausna er æskileg að mínu mati.  Hins vegar er ég sammála að núverandi samningar virðast ekki vera Íslandi í hag ... þar er einungis tekist á um, hvað Ísland eigi að láta af hendi.  Ísland fær ekkert í staðinn að mér sýnist ...

Þegar bankar verða sér úti um heimild af ríki og seðlabanka, til að stunda sína starfsemi.  Þá segir það sig sjálft að ríki og/eða seðlabanka ber skylda að fylgjast með starfsemi bankanna.  Það felst í orðinu "heimild", að bankarnir verði að fullnægju ákveðnum grunnskilyrðum.  Það segir einnig sjálft, að siðferðilegt grunnskilyrði er að það fynnist sjóður sem get staðið að baki innlána.  Ég er sammála því að þessi ábyrgð eigi ekki að fara á hendur almennings ... en hitt er aftur á móti satt.  Að Íslendingar vissu mæta vel, að peningarnir á tímum góðærisins voru vafasamir ... sem þá setur ákveðna siðferðislega ábyrgð á hendur almenningi.  Þar fyrir utan, má einnig nefna að fleiri aðilar "raupuðu" út úr sér viðvörunum, sem voru algerlega hundsaðar og kallaðar "öfundsýki".  Nú kemur í ljós, að "við" þessir aðilar "höfðum rétt fyrir okkur", en í stað þess að breita atferli sínu og refsa vörgunum og klappa lömbunum á bakið.  Þá er haldið áfram að hrósa vörgum þjóðarinnar, bara gengið út í það að taka einn eða tvo varga út úr hópnum, og kenna þeim um misfarirnar.  Það er verið að hengja lamb, fyrir sauð ... og það verður tæplega till þess að hindra að slíkt gerist aftur.  Á Íslandi er frægt hvernig fyrirtæki hafa verið rekin í gegnum tíðina ... þau fara á hausinn, og er eignum fyrirtækjanna bjargað og þau standa aftur upp og eru rekin af sömu aðilum, aftur og aftur ... sömu aðilar og settu fyrirtækin á hausinn, voru hér í "den" að byggja villur á arnarnesinu, keyrðu um í flottum limosínum ...

Svona meðhöndlum mála gengur ekki ... er ekki kominn tími til að leyfa "okku" að sýna hvað hægt er að gera, í stað þess að setja allt á hausinn og fá lán ofan á lánin erlendis frá, til að halda ballinu uppi.  Þetta er orðið andskoti þreitt með að verið sé að kúga almenning.  Ísland hefur verið skuldum vafið alla tíð sem ég man eftir mér ... allt annað er helv. þvaður.  Og löngu komi tími till þess að menn stígi niður af sínum "vernduðu" stólum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 13.12.2010 kl. 13:11

4 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Einhver fróðlegasti "strengur" um Icesave sem ég hef séð lengi, hef engu við að bæta, nema aðeins til Bjarna. 

"Á Íslandi er frægt hvernig fyrirtæki hafa verið rekin í gegnum tíðina ... þau fara á hausinn, og er eignum fyrirtækjanna bjargað og þau standa aftur upp og eru rekin af sömu aðilum, aftur og aftur ... sömu aðilar og settu fyrirtækin á hausinn, voru hér í "den" að byggja villur á arnarnesinu, keyrðu um í flottum limosínum ..."  skrifar þú, það er einmitt þetta sem stoppar við að hafna Icesave algerlega og vísa til dóms, og það ekki bara á Íslandi heldur er vaxandi hreyfing í þessa átt um gervallan hinn vestræna heim þar sem aftur og aftur er búið að leysa út glæframennina, með almannafé með fylgjandi skattpíningum, niðurbyggingu á grundvallarþjónustu og atvinnuleysi sem aftur kemur þessum glæframönnum enn betur til góða.

Það er nóg til af athafnamönnum, sem vilja og þora að setja í gang og reka fyrirtæki með fullri ábyrgð, það er ef illa tekst þá fá þeir skellinn, en ekki skattborgarar um víða veröld, þeir komast bara ekki að fyrir spilltum pólítíkusum og óskabörnum þeirra.

Frelsi án ábyrgðar er ekkert annað en kúgun á þann sem ekki hefur það, og á ekki þekkjast, að hafna Icesave er gott skref í þá átt að leiðrétta þetta óréttlæti, en leiðin er löng.

Góðar stundir og takk fyrir að fá að lesa þessi flottu innlegg hjá ykkur öllum.

MBKV að utan en með hugann heima

KH

Kristján Hilmarsson, 13.12.2010 kl. 20:30

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Svona í það fyrsta, þá náðir þú þessu ekki með ábendinguna mína um takmörkun á lögsögu Íslands, ég benti á þetta vegna þeirrar einföldu staðreyndar, að neyðaraðgerð íslenskra stjórnvalda, er ekki framkvæmanleg á Bretlandseyjum, sökum skorts á lögsögu.

Það er misskilningur, hvort sem hann er viljandi eða óviljandi, að tala um að einhver hafi ábyrgst innlán, það er eins rangt eins og ein fullyrðing getur verið röng.  Það voru endurreistir bankar.  Það þurfti ekki nema x fjöldi sparifjáreiganda að taka út sparfé sitt, þá hrundu þessir bankar, og engir fjármunir til að bakka upp yfirlýsingu stjórnvalda, ekki frekar en að baki yfirlýsingarinnar um að bankarnir væru ekki látnir falla.

En ef íslensk stjórnvöld hefðu verið það framsýn, að setja í íslensk lög að RBS hefði yfirtekið ICEsave, ásamt eignum á móti, þá gæti enginn sannarlega haldið fram að um mismunun sé að ræða.  En gagnlaus lög sökum skorts á lögsögu.

En ég er að ítreka þetta vegna þess að ef grunnpunktur er rangur, þá er afleiðsla röng, ætti að muna eftir því úr rúmfræðinni.

Annars var ég að vekja athygli á að nálgun Fuche er röng, hann þverbrýtur viðurkenndar réttarreglur, hann hefur engin dómfordæmi þar um, eða réttarhefð.  Hann gerir óljósan ESB rétt æðri þjóðarrétti og alþjóðarétti.  Þar fellur þú í þá gryfju að ræða málið á þeim forsendum, aftur, röng forsenda, afleiðsla röng, þó aðferðarfræðin sem slík byggist á rökhugsun.

Af hverju segi ég að þessi ESB regla, reglan um meinta mismunun sé óljós???

Jú, það eru til dómsfordæmi, segja þeir Stefán og Lárus, þar sem hún hefur þurft að víkja, og sannarlegar þá vék hjá öllum þjóðum sem gripu til neyðaraðgerða haustið 2008.  Hefði hún verið skýr, þá hefði hún dómsfordæmi sem staðfestu beitingu hennar gagnvart "mikilvægari" hagsmunum, hún hefði réttarhefð þar sem óumdeilanlegt væri farið eftir henni, og hún væri náttúrulega orðuð þannig í lögbókum, að engin vafi léki á henni.

Af hverju skiptir það máli.

Jú, ef hún hefði þetta gildi, sem Fuche skáldar upp á hana, þá hefði ESB gripið strax til aðgerða gagnvart öllum stórþjóðum sambandsins sem mismunuðu á einn eða annan hátt í neyðaraðgerðum sínum.  Strax, því það gildir í þessu, eins og öðru, þú tryggir ekki eftir á.  

Stjórnvöld sem grípa til rangra aðgerða, aðgerða sem varða við lög, þau vilja náttúrulega fá leiðbeiningu þar um, til dæmis ert þú að hindra hugsanlegan skaða upp á 5% af þjóðarframleiðslu, en færð á þig kröfu upp á 150% af þjóðarframleiðslu.  Annað er að viðkomandi aðgerðir, sem eiga að hindra kannski gífurlegt tjón af völdum keðjuverkunar (aðstoð breta og Íra við stærstu banka sína er dæmi um það), og eftir smá tíma er aðgerðirnar dæmdar ólöglegar, og þá fer viðkomandi keðjuverkun af stað.  En það hefði verið hægt að grípa til annarra aðgerða sem hugsanlega höfðu svipuð áhrif, en stóðust hina ströngu kröfur um mismunun.

Þetta er augljósasta heimskan sem menn lemja hausinn við.

Í kjölfar skýrra reglna, og kjölfar inngrips ESB á brotum sinna aðildarríkja, þá átti ESA tafarlaust að krefja íslensk stjórnvöld um breytingu á sínum lögum.  En ESA er í þrengri stöðu, því íslensk stjórnvöld hafa skýr ákvæði í sínum samningum um Evrópska efnahagssvæðið  um neyðarrétt, neyðarrétt sem enginn nema íslenskir borgunarsinnar vefengja.  

Þess vegna var ekki nóg að segja, ykkar neyðarlög eru ólögleg, ESA varð að koma fram með aðra útfærslu sem tryggði áframhaldandi rekstur íslensks bankakerfis og áframhaldandi efnahagslegs sjálfstæðis íslensku þjóðarinnar.

ESA gerði hvorugt, þeir stöðvuðu ekki lagasetninguna, og þeir komu ekki með úrbætur.  Af hverju ekki, svarið er svo augljóst, að það þarf ekki einu sinni að ræða það, stofnunin hafði ekki lagaforsendur til þess af ástæðum sem ég rakti hér að ofan, mismunareglan er ófullburða Evrópsk réttarregla sem hefur engar skýrar réttarfarslegar forsendur þegar kemur að meta meiri hagsmuni fram yfir minni, og ESB réttur er ekki æðri þjóðarrétti EFTA ríkja hið minnsta, og ekki æðri alþjóðarétti um neyðarrétt þjóða.

Til dæmis er skýrt í alþjóðarétti, að er milliríkjasamningur hefur ófyrirsjáanlegar afleiðingar, sem skaða fullveldi þjóða, þá eru þau ekki lengur bundin af honum.  Það er ekki til æðri réttur en neyðarrétturinn, ekki ennþá a.m.k.

Það rífst engin um þetta Einar, þetta er svo augljóst mál.  

Af hverju er þetta augljóst mál, jú þjóðir hafa varið fullveldi sitt með blóði, halda úti hejrum til að tryggja það, og eru ekki ennþá búnar að gangast undir yfirþjóðlegt vald sem skerðir það.

Annað sem er næstum því eins sterkt samkvæmt alþjóðarétti, það er almenn mannréttindi, lagasetning getur ekki gert fólk að þrælum, það er viðurkennt að ef stjórnvöld setja það sem kallast "óréttlát" lög, þá má almenningur bylta þeim lögum, og þeim stjórnvöldum sem halda fast í óréttinn.  Þessir hlutir voru orðaðir á 17. og 18. öld, og síðan hefur enginn rifist um þetta, nema þeir sem þjást af íslensku minnimáttarkenndinni, þeir trúa ekki hinu augljósa.  Halda að einhver mismunaregla getur lokað sjúkrahúsum og skólum og ráðstafað skattfé fólks um aldur og ævi.

Í þessu samhengi skulum við skoða innihald þessa meinta mismunar.  Hann byggist á því, eins og þú bendir réttilega á, að meðhöndlun íslenskra og erlendra sparifjáreiganda er mismunandi.  Við fáum nýja banka, sem eiga að reka sig, þeir fá aðeins greitt út tómum íslenskum tryggingasjóð, og svo fullum tryggingasjóðum heimalanda sinna.  Ef röksemd Fuche héldi vatni betur en kaffipoki úr endurunnum pappír, þá er ljóst að það er gert með rökunum að Íslendingar fengu sitt bætt upp í topp.  Og það fengu hinir ekki.

Sé hægt að dæma eftir þessari mismunarreglu, þá fá viðskiptavinir íslenskra banka erlendis greitt upp í topp, og við líka, ef við látum reyna á það.  Fjármunir sem eru ekki til nema Íslandi sé breytt í þrælabúðir.  Því hollensk og bresk stjórnvöld geta ekki samið réttindi þarlendra sparifjáreiganda í burt.  Fyrsta ICEsave skuldin miðast við 20.000 evra þakið, með tilvísun í lágmarksábyrgðina, núna þegar enginn rífst um hana lengur, og  málið er sótt á grundvelli mismunar, þá er öll ICEsave skuldin undir, og samningur við breta og Hollendinga aðeins hluti vandans.

Með innlendu sparifé þá er þetta yfir 3.000 milljarðar, rúmlega tvöföld þjóðarframleiðsla. 

Það er augljóst að þessi túlkun Evrópuréttar gengur gegn grunnmannréttindum, fyrir utan þjóðarrétt og alþjóðarétt.  Við erum því að tala um veika Evrópureglu (hún er ágætlega orðuð, en framkvæmd hennar þannig að hún hefur alltaf verið látin víkja fyrir meiri hagsmunum, sem og hitt að hugtakið mismunun er svo víðtækt, að hún er í raun ekki dómtæk) annars vegar, og þrjá grunnrétti hinsvegar, alþjóðarétt, þjóðarrétt, og grundvallarrétt mannréttinda.

Við erum að tala um að ESB reyndi ekki að framfylgja þessari réttarreglu sinni, við erum að tala um fjöldann allan af dæmum þar um sem yrði að taka upp, og þar með yrði tilvera Evrópu úr sögunni, því allar aðgerðir til að bjarga bankakerfinu eru brot á þessari réttarreglu, og samt lemja menn hausinn í steininn.

Og menn geta aldrei fundið hreinan flöt á að beita henni, því beiting hennar skapar mismunun, til dæmis er það mismun að innlánseigendur fái kröfur sínar greiddar, ekki aðrir.  Og hvers eiga aðrar atvinnugreinar að gjalda, af hverju er þær ekki ríkisábyrgðarvæddar, rök um mikilvægi banka, er mismun gagnvart öðrum mikilvægum þættum efnahagslífs og svo framvegis.  Mismun í ráðstöfun skattfés í þágu eins hóps, gert upp á milli almannaþarfa.  Þvingað gjaldþrot þjóðar veldur öðrum tjóni og svo framvegis.  Og milljón önnur svona dæmi.

En efnisatriði málsins eru skýr, það var aldrei meiningin að ríkisvæða innlán.  Neyðarréttur þjóð er skýr, telji þau fullveldi sínu ógnað, þá mega þær prumpa á hvað sem þær vilja, án þess að útskýra það nánar.  Og þessi umræða myndi hvergi þrífast nema á Íslandi.  Annars staðar væru menn komnir á hæli fyrir að reyna þetta rugl.  Svo ég vitni í Moggann, sem vitnar í Financial Times

"„Í þessu tilfelli er ekki hægt að færa lagaleg rök fyrir slíkri ábyrgð og alls ekki á forsendum sanngirni, því breska eða hollenska ríkið myndi aldreieigu erendra aðila sem jafngiltu nærri þriðjungi þjóðarframleiðslu, myndi einn af stærri bönkum þar í landi falla,“ segir leiðarahöfundur Financial Times. ábyrgjast innlán í "

Menn voru ekki að fórna milljónum á vígvöllum Evrópu, ef menn létu dómsstóla dæma frá sér fullveldi.  

Þetta er svo augljóst, að menn eiga að hlæja að Fuche, ekki ræða um rök hans í fullri alvöru.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 13.12.2010 kl. 23:05

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

OK - Ómar. Punktur þinn um hættuna á því, að sparifjáreigendur myndi taka sitt sparifé - ef ekki hefði verið gripið til 100% tryggingar, er góður.

Þ.e. þá svarið sem þarf að beita á móti. Að aðgerðin eins og hún var framkv. gat ekkert verið smærri í sniðum, því akkúrat þessi aðgerð var brýn nauðsyn og gegndi því hlutverki að endurreisa starfandi bankakerfi - sem er lögmætt markmið.

Þá er enginn veikleiki, eins og haldið er fram. Heldur var þessi mismunun nauðsynleg. Aðgerðirnar ættu að vera verjanlegar - ef eins og þú bendir á, lög ESB og EES grundvallast á réttlæti.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 14.12.2010 kl. 00:45

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Þó álitið á eftirá skýringum er ekki mikið hjá mér, þá ætla ég ekki ullandi fyrir dóm.  Er aðeins að benda á forsendur okkar, ef fólk trúir, að svona megi aldrei, það er að ákveða gífurlegar byrgðar á þjóðfélög, af þeim óspurðum.

Svona grundvallaratriði, líkt og andstaðan við Nassana var á sínum tíma, löngu áður en hryllingur þeirra var lýðum ljós.

Vissulega þarf að verjast og berjast, líka með hógværum rökum, það eru bara aðrir í þeirri deild en ég.

En vil nefna blogg Bjarna Kristjánssonar í morgun, hann er ekki viss um að Ragnar Hall sé inni, sér það hvergi.

Þar með eru forsendur samningsins endanlega brostnar, ef ekki er hægt að orða grundvallaratriði þannig að ekki sé hægt að misskilja.

Takk fyrir spjallið, það var í og með fingraæfing fyrir mig til að setja niður þessi rök.

Kveðja að austan,.

Ómar Geirsson, 14.12.2010 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband