Ég ætla að leitast við að fjalla um málið af sanngyrni. En, ástæða þess að ég tel bankakerfið vera akkílesar hælinn, er sú eins og fram hefur komið í 3. áfangaskýrslu AGS, þá eru eignir bankanna ákaflega lélegar.
Skoðið nýjustu AGS skýrsluna: IMF Staff Report Iceland Third Review
Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".
- 63% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" ef miðað við þ.s. AGS kallar "claim" en þ.e. lánin eins og bankarnir hafa viljað rukka þau, þ.e. án lækkunar þeirra er átti sér stað, þegar bankarnir fengu lánasöfnin í hendur frá þrotabúum gömlu bankanna.
- 45% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" skv. "book value" en þ.e. virðið sem bankarnir fengu lánin á, þ.e. yfirfærslu virðið.
- 17% en þ.e. meðaltal yfir skráð eiginfjár hlutfall starfandi banka og fjármálastofnana á Íslandi.
Ég held að þetta þarfnist ekki frekari útskýringar. En, þetta er staðan eins og hún var síðsumars, er 3. áfangaskýrsla AGS kom út.
- Eins og ég skil þetta, er raunveruleg eiginfjárstaða, sennilega nú þegar, neikvæð.
- Það þíðir ekki endilega að bankarnir muni rúlla nú þegar eða á allra næstu vikum, eða jafnvel mánuðum - þ.s. þó eignasafn sé mjög lélegt má vera þeir hafi nægilegt lausafé til að starfa.
- Seðlabankinn, hefur í reynd verið að redda þeim fjármagni - sbr.
Seðlabanki Íslands: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010
- "Í viðskiptum sínum við Seðlabankann í kjölfar fjármálakreppunnar hafa viðskiptabankarnir nánast einvörðungu lagt fé inn í Seðlabankann, annað hvort með því að leggja það inn á innlánsreikningasína eða með kaupum á innstæðubréfum með 28 daga bindingu."
- "Frá því að Seðlabankinn hóf útgáfu innstæðubréfa til að sporna við ofgnótt lausafjár í bankakerfinu í október 2009 hafa daglánavextir á millibankamarkaði haldist rétt ofan við vexti sem bankinn býður á lausar innstæður, en þeir vextir mynda neðri mörk vaxtagangs bankans."
- "Þessi þróun endurspeglar að lítil sem engin ásókn hefur verið í daglán eða veðlán bankans og virkni þeirra vaxta á markaðsvexti því afar takmörkuð."
Þ.s. þetta rósamál inniheldur er það, að Seðlabankinn hefur verið að fjármagna innláns reikninga Bankanna, með því að selja þeim skuldabréf. Ekki kemur fram þarna hjá Seðlabankanum, hvað upphæðir þetta eru - en þ.s. ég hef heyrt að snemma á þessu ári, hafi þær tölur þegar hlaupið á milli 100 og 200 milljörðum.
Eins og fram kemur að ofan, er nánast engin útlánastarfsemi í gangi hjá bönkunum, en skýringin miðað við lögmál framboðs og eftirspurnar hlýtur að vera verðið, þ.e. skortur á eftirspurn þíðir að verðið í boði sé of hátt fyrir markaðinn.
Þannig að vaxtastefnan, framkallar þessa hringavitleysu þ.s. lán seljast ekki geta bankarnir ekki fjármagnað útlánasöfn sín, svo Seðlabankinn gerir það í staðinn. Og, ríkið þarf að borga bönkunum vexti þ.s. það að sjálfsögðu ber ábyrgð á Seðlabankanum.
- Augljóslega ráða bankarnir ekki við umtalsverð viðbótar útlánatöp.
- Þeir munu einnig eiga mjög erfitt með að höndla það, að ef umtalsverð viðbótar lækkun verður á eignum þeim á Íslandi, sem nýtt eru sem veð.
- Svo fyrirsjáanlega, munu aðgerðir miðast við það, að lágmarka frekari afskriftir lána - hvort sem er til fyrirtækja eða almennings.
- Að auki, verður mikið lagt á sig, til að viðhalda því verðlagi fasteigna sem ríkir - og því reynt að finna leið til þess, að þær hundruð eigna sem bankarnir hafa verið að taka yfir fari ekki á markað, og felli öll verð sennilega um háa prósentu tölu.
- En hvernig rímar þetta við þörfina fyrir að framkalla hagvöxt?
- Seðlabankinn vill ná hagvexti upp í rúml. 2% - sem skoða má sem markmiðið sem stefnt sé að. Skv. Spá ASÍ verður hagv. næsta árs 1,7%.
- En, ef aukin fjárfesting og neysla á að vera drifkrafturinn, þá er einmitt þörf fyrir umtalsverðar afskriftir og/eða lækkun greiðslubyrði - svo einhver von sé til að markmiðið náist.
- En, alvarleg skuldastaða atvinnulífs og almennings, er einmitt um þessar mundir, stórfelld bremsa á getu þeirra aðila til þess að fjárfesta og/eða eyða.
- Þetta er þ.s. ég á við, þegar ég segi bankakerfið vera akkílesarhælinn. Þetta er eins skýrt dæmi um "catch 22" og hægt er að framkalla!
Hvað um álverin? Aukningu á útflutningi?
- Niðurstaðan virðist, ekkert risaálver á næsta ári. Persónulega, efast ég um að það komi yfirleitt.
- Að auki, eru núverandi álver rekin með fullum afköstum, svo þau skila ekki auknum útflutningi.
- Fiskur, ef við miðum við að Hafrannsóknarstofnun hafi nokkurn veginn rétt fyrir sér, þá eru miðin fullnýtt, og geta líklega ekki skilað verulegri tekjuaukningu.
- Nýjar greinar - hann Árni Páll talaði í dag um eflingu nýrra greinar. OK, þ.e. í fínu lagi. En, slíkt er ekki hrist úr erminni með hraði. Nýjar greinar tekur 10-15 ár.
- Þá skilst betur, af hverju Seðlabankinn tala um innlenda fjárfestingu og neyslu, sem meginstoð hagvaxtar á næstunni - þ.s. þ.e. ekkert annað í boði, til skamms tíma.
- Það er samt vel hægt að koma álverunum af stað - en þá þurfa Íslendingar að sætta sig við erlenda eignaraðild á þeim virkjunum er til þarf, hið minnsta 25-30 ár.
Seðlabanki Íslands: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010
Tekjur vs. gjöld ísl. ríkisins í ár!
......................................................2010
Tekjur.............................................461,9
Gjöld..............................................560,7
Heildarjöfnuður...............................-98,8
Heildarjöfnuður, hlutfall af VLF (%)....-6,1
Halli vs. tekjur*................................21,4% (bæti sjálfur þessari tölu inn)
Fjármagnskostnaður..........................75,1* (kostnaður fyrir 2011)Vaxtagjöld vs. tekjur.........................16,26% (Skv. OECD voru þau hærri en þetta, þ.e. tæp 20%)
- Sjá: Spá ASÍ "Til samanburðar eru heildarútgjöld ríkisins til menntamála á árinu 2011 áætluð 56,5 milljarðar og til heilbrigðismála 97,6 milljarðar."
- Vaxtagjöld ríkisins eru hrikalegur vandi - sbr. liðlega 16% af hlutfalli tekna, sem er hærra en kostar að reka menntakerfið en ívið lægra en kostar að reka heilbrigðiskerfið.
- Það segir okkur, að ríkið geti mjög treglega bætt á sig frekari skuldum - en á sama tíma á ég mjög erfitt með að sjá hvernig ríkið getur komist hjá því!
- Ást., ekki einungis það að halli verði pottþétt meiri en ríkið ráðgerir í núverandi fjárlögum - heldur hitt, að ég á erfitt með að sjá, að ríkið komist hjá því, að leggja viðbótar fjármagn í bankana.
- Skv. fjárlögum, þá treystir ríkið algerlega á þá tekjuaukningu sem stórfelldar virkjana og stóryðjuframkv. eiga að framkalla, þegar á næsta ári. En, bæði ASÍ og Seðlabankinn, sleppa þeim stórframkv. úr sínum spám. Svo hæpnar eru þær framkv. orðnar.
- Ríkið er þarna milli 2-ja elda, en án stórframkv. þarf að tryggja hagvöxt með öðrum aðferðum. En, bankarnir geta ekki afskrifað - sem segir að ríkið þarf að setja nýtt fjármagn í þá.
- Þá hækka skuldir þess, en ef ekki verður framkv. slík viðbótar fjárinnspýting, þá á ég mjög erfitt að sjá, að nokkur von sé til, að bankakerfið geti hliðrar að nægilegu marki til með skuldurum landins, þ.e. einstaklingum og fyrirtækjum, svo að umtalsverð aukning verði á getu þeirra aðila til að stuðla að hagvexti.
- Þá verður annað af tvennu, enginn hagvöxtur á næsta ári eða mjög óverulegur, jafnvel samdráttur eitt árið enn, síðan áfram mjög lítilfjörlegur hagvöxtur næstu ár þar á eftir. Ef það verður reyndin næstu árin, mjög óverulegur hagvöxtur þ.e. milli 0 og cirka 0,5% upp í 1% í það allra mesa - þá get ég ekki séð að skuldastaða ríkisins sjálfs, sé sjálfbær!
- En, hagvöxtur og það verulegur, er forsenda þess, að ríkið sjálft komist yfir skaflinn framundan, þ.e skuldavegginn!
Það eru grimmir valkostir sem við stöndum frammi fyrir.
Og einungis grimmir!
Þetta þurfa allir að skilja, og hafa það samhengi í huga, þegar leiðir úr vandanum eru íhugaðar.
- Vegna þess, að allar leiðir eru grimmar, þá má íhuga leiðir, sem eru drastískar - þ.e. vel hægt að lækka skuldir hérlendis. Jafnvel um tugi prósenta.
- Þumalfingursreglan er sú, að því stærri sem lækkunin er, því róttækari er aðgerðin.
- Valkostur við að hafa bankakerfið áfram sem akkílesarhæl næstu árin - og það verður dýrt einnig - er að gera það upp á nýjan leik, búa til nýja banka og í gegnum það ferli fá fram í eitt skipti stóra lækkun skulda. Sú aðgerð mun auka skuldir ríkisins, en ég er samt sem áður ekki viss, að á endanum muni það kosta ríkið meir, en að reyna að lifa með núverandi zombí bankakerfi.
- Vek athygli aftur á hugmyndum Ottós B. Ottósonar hagfræðing - Leita þarf varanlegra lausna! Vek athygli á hugmyndum Ottó Biering Ottósonar hagfræðings
- Ein fær leið til viðbótar, er að breyta vísitölunni er stýrir verðtryggingunni. Gamlir hæstaréttardómar, segja að sú leið sé fær - þ.s. að endurreikna skuldir skv. breittri vísitölu. Hefur verið gert áður. Sjá þessa færslu: Hin hroðalega grimmd gagnvart skuldurum landsins!
- Sú hrikalegasta af þeim öllum, sem raunverulega eru færar, er eftirfarandi leið: Það er reyndar til önnur aðferð við skuldaniðurfellingu - ef einhver þorir að fara hana! Hún skilar einnig mestu lækkuninni, en að sama skapi stærstu afleiðingunum. Það helst í hendur. En þ.e. engin ókeypis leið til!
Tillögur sjálfstæðimanna - Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin, verja velferð með ábyrgum ríkisfjármálum, efla atvinnulífið og fjölga störfum.
- Ímsar af hugmyndum Sjálfstæðismanna eru góðra gjalda verðar.
- En, ég get ekki séð að þær taki á þeim grunn vanda:
- Ríkið skuldar of mikið.
- Bankarnir eru zombí bankar.
- Þetta er eins og að ætla að gefa í, en þ.e. sprungið á báðum að aftan!
Niðurstaða
Við virðum standa frammi fyrir efnahags stöðnun, með nær gjaldþrota ríkisvald - nær gjaldþrota bankakerfi, atvinnulíf sem mikið til er einnig gjaldþrota og auk þessa, heimili sem einnig eru fjölmörg við gjaldþrot.
Ef þetta á ekki að leiða til langvarandi stöðnunar og alvarlegs atgerfisflótta næstu ár, þá þarf mjög róttækar aðgerðir! En, engin vettlingatök munu duga.
- Við þurfum sennilega að sætta okkur við, að einkaframtak eigi og reki virkjanir við álver hér fyrir sunnan og fyrir norðan. Ég geri þó þá kröfu að sett verði sólarlags ákvæði í þá samninga, þannig að LV eignist þær virkjanir eftir 25-30 ár.
- Ef, þetta er ekki gert, þarf einhverja mjög róttæka aðgerð, sem hafa mun miklar afleiðingar. En, án álvera, mun innlenda hagkerfið þurfa að standa undir hagvexti eitt og sér, og ég get ekki séð það vera fært um slíkt, nema með framkv. einhverrar stórrar aðgerðar, sem kemur við kaun margra.
- Hugsanlegt er bil beggja, þ.e. eitt álver hér fyrir sunnan, en smækkað niður þ.s. óvissa er um raunverulega virkjanagetu svæða, og á sama tíma skuldalækkanir t.d. með lagfæringu vísitölu.
Það sem ég er að tala um er lækkun skulda: það er ekki hægt að lækka þær, án þess að það bitni á þeim sem eiga fjármagn í ísl. krónum.
- Lagfæring vísitölu - Sjá Spegillinn: 15.10.2010 Júlíus Sólnes
- Lækkun yfir línuna skv. tillögum Framsóknarfl eða HH.
- Eða leið - Það er reyndar til önnur aðferð við skuldaniðurfellingu - ef einhver þorir að fara hana!
Árni Páll - sagði í fréttum Stöðvar 2 að lækkun yfir línuna, myndi orsaka mikinn landflótta þ.s. ríkið þyrfti þá að greiða svo mikla skaðabætur til aðila, sem yrðu fyrir tjóni - afleiðingin miklar skattahækkanir.
Hann á þar við Lífeyrissjóði, held ég. En, benda má á, að þó sannarlega sé réttmæt krafa að þeir fái það tjón bætt, liggur ekki á að greiða þeim þann kostnað til baka alveg strax.
Sú endurgreiðsla má alveg bíða þangað til að hagvöxtur hefur staðið yfir um nokkra hríð, og ríkið er farið að verða aflögufært, þ.e. búið að greiða verstu skuldirnar. En, skuldbindingar sjóðanna eru eftir allt saman miðaðar við áratugi.
Það má einfaldlega redda þessu með skuldabréfi - sem ríkið byrjar að greiða af segjum eftir 6. ár eða jafnvel 10.
Á hinn bóginn, ef lagfæring er framkv. með breytingu á vísitölunni, þá er ríkið ekki skaðabótaskilt skv. gömlum Hæstaréttardómum. Þetta er þó sennilega smá aðgerð, þ.e. sú breyting/lækkun verður aldrei um háa prósentu tölu.
Mesta lækkunin verður með þessari aðferð - Það er reyndar til önnur aðferð við skuldaniðurfellingu - ef einhver þorir að fara hana!
Valkostirnir eru allir slæmir - en án umtalsverðs hagvaxtar, verður greiðsluþroti sjálfs ríkisins ekki forðað, en án verulegrar tekjuaukningar, fara vaxtagjöld þess áfram hækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu, sem þíðir að þá hnignar allri innlendri starfsemi þess ár eftir ár. En, síðan kemur loks að því, að greiða þarf af AGS lánunum.
Ísland hefur sennilega ekki í mjög langan tíma, haft meiri þörf fyrir mikilhæfann leiðtoga, sem þorir að taka djarfar og áhættusamar ákvarðanir.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:02 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir góðar greinar Einar Björn. Sú aðferð sem fjármálaráðherra hefur fylgt síðasta eitt og hálft ár dugir ekki. Að ætla að bíða kreppuna af sér og hækka skatta er ekki lausnin. Við þurfum að vinna okkur út úr vandanum, forsenda þess er að koma atvinnulífinu af stað og auka erlenda fjárfestingu. Vissulega er það sem eitur í eyrum vinstrisinna að heyra talað um erlenda fjárfestingu, en við getum ekki leyft okkur neinn tepruskap. Hugmynd nokkura þingmanna VG um að hægt sé að fjölga störfum hjá hinu opinbera og gefa það í skyn að þar sé hluti lausnarinnar, lýsir hversu arfavitlaus hugsun er á þeim bænum. Störf hjá hinu opinbera skila litlum arði og gjaldeyri, allra síst ef þau eru "búin til" til þess eins að minnka atvinnuleysið!
Við erum í djúpum skít, um það efast enginn. Því þarf að hafa kjark og hug til að leysa málin. Ekki má með nokkru móti leyfa einhverjum rósrauðum draumórum að ráða. Við erum nauðbeygð að sækja aðstoð út fyrir landsteinana. Best er að sjálfsögðu að gera það í þeirri mynd að við fáum aðstoð við orkuöflunina, við höfum alla getu til að semja um slíka aðstoð með því, eins og þú nefnir, að LV eignist orkuverin eftir ákveðinn tíma. Við þurfum að fá erlenda fjárfesta til að byggja upp atvinnu, hvort heldur er í stóriðju eða öðrum minni fyrirtækjum. Til þess þurfa fjárfestar að fá tryggingu fyrir því að hætt verði öllum hringlandahætti í skattamálum og lagasetningum. Varðandi fjármál þjóðarinnar á að reyna eftir fremsta megni að ná samningum við erlenda lánadrottna, hugsanlega væri hægt að semja um greiðslu af lánum í hlutfalli við þjóðartekjur. Væntanlega ætti það að ganga betur þegar sést að hér er virkilega verið að vinna að uppbyggingu.
Eina von okkar til að geta haft frumkvæðið er að við leitum sjálf eftir slíkri hjálp, annars er hætta á að við lendum þá í því að verða að þyggja það sem að okkur er rétt. Ekki er víst að við höfum mikið um auðlindir okkar að segja ef sú staða kemur upp!
Það er ljóst öllum að það sem hér þarf að gera til að koma okkur út úr kreppunni samrýmist ekki hugsjón núverandi stjórnvalda, því er forgangsverkefni að koma þeim frá!!
Gunnar Heiðarsson, 7.11.2010 kl. 23:33
Gunnar - ég hef einnig verið þeirrar skoðunar lengi, að rétt sé að leita eftir samningum við lánadrottna landsins.
En, skuldbreyting ein og sér, getur hjálpað mikið. En vísbendingin að ofan, að ísl. ríkið hafi hærri vaxtagjöld en gríska ríkið, segir að slíkt geti skilað miklu, þ.s. eftir allt saman eru skuldir ísl. ríkisins lægri sem hlutfall af þjóðarframleiðslu, sem segir einmitt að okkar skuldir séu á óhagstæðum kjörum.
Þá getur ferli svokallaðs London klúbbs hjálpað, en þ.e. einkastofnun í London, rekin sem nokkurs konar samlag, af stórum bankastofnunum. Þeir bjóða ekki upp á niðurfellingar, en skuldbreytingar.
Þeir eru þó aðeins milligönguaðili. En aðilar sem samþykkja að taka þátt í þeirra ferli, gangast einnig inn á þeirra reglur.
Þetta var þ.s. Jurshevski í Recovery Partners benti á.
Ég held að a.m.k. annað álverið sé nauðsynlegt, en það þarf þó að vera reist í áföngum, vegna óvissu um orkuna.
En, ég vil að sjálfsögðu einnig, að Ísland fókusi á aukningu útflutnings af hvaða tagi sem er.
Mér skilst að danskir fjárfestar hafi sl. sumar verið áhugasamir um eflingu loðdýraræktar, sem hefur verið að skila hér árangri á seinni árum. Komin yfir lærdóms hjallan.
Fínt að efla fiskeldi einnig. Gott einnig, að efla hugbúnaðariðnað.
Síðan, líst mér vel á að, láta sjúkrahúsin afla sér verkefna erlendis frá. Ekki að tala um einkavæðingu þeirra endilega, heldur það að þau nýti sér það að hafa hæft starfsfólk og það tækifæri að verið getur, að hér sé hægt að falbjóða verkefni frá t.d. erlendum sjúkrasamlögum ívið lægra verði.
Auðvitað, tel ég vera tækifæri í heilsutúrisma hérlendis, nýta okkar stofnana uppbyggingu. Það væri brilliant ef þær myndu geta að einhverjum hluta a.m.k. staðið undir sér sjálfar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.11.2010 kl. 01:13
Blessaður Einar.
Takk enn og aftur.
Mig langar að forvitnast um tvennt hjá þér ef þú hefur tíma að skjóta á mig svör.
Þú sérð risaálver sem lausn. Gleymum umræðu um vandann við orkunýtingu, og þegar hálfgjaldþrota orkufyrirtæki, segjum að forsendur séu til staðar og 2 stykki verði reist á næstu árum.
Ég reikna með að kostirnir séu þeir í þínum augum að um mikla innspýtingu gjaldeyris sé að ræða. En er það svo???
Er uppistaðan ekki erlend aðföng??? Eru innlend laun örugg í ljósi þess að stórverk eru tilboðsskyld á EES svæðinu, og enginn getur hindrað að verktaki fái verkið og flytji svo inn Kínverja, eða það var reyndin við Kárahnjúka.
Og það sem er innlent, er ekki stærsti hlutinn af framkvæmdum Landsvirkjunar fjármagnaður með erlendum lánum, þannig að tekjurnar fara í þær afborganir fyrstu árin??
Hvaða áhrif hafa svona risaframkvæmdir á vaxtaálag landsins??
Hver eru ruðningsáhrifin til dæmis með tilliti til vaxtaálags???
Smá forvitni um hvernig þú sérð fyrir þér dæmið.
Annað atriði sem ég vil vekja athygli á, og játa að ég hnaut um það. Þú talar um miklar skuldir ríkisins, sem vissulega er rétt, og bendir á háan vaxtakostnað.
Þessi vaxtakostnaður er hár vegna vaxtastefnunnar. Ef hún væri sú sama og hjá Bandaríkjamönnum, þá værum við að tala um miklu lága vexti. Minnir mig dálítið á rökin að það mætti ekki leyfa umferð um miðbæinn um helgar því það var svo mikið ofbeldi. En lausnin var auðvita að efla löggæslu og fjarlæga ofbeldisseggina. Það er vandi, sem þarf ekki að vera, kallar fram röng viðbrögð.
Annað, sem þú gætir þó verið að ýja að með breytingu á vísitöluútreikningum, það er kreppuleið Bernanke seðlabankastjóra, sem er einn hæfasti maður heims á sínum sviði, og veit hvað hann er að gera.
Þú bregst ekki við tekjuskerðingu þjóðfélags með skuldaaukningu, þú staðfestir hana með peningaprentun, það er rýrir gjaldmiðilinn. Lækkar þar með kaupmátt þjóðarbúsins gagnvart útlöndum því gengið þarf að falla á móti.
Hægt þar sem ekki er verðtrygging, og henni má breyta eða frysta á meðan fordæmalausar aðstæður ganga yfir.
Það sem ég er að segja, að hinir háu vextir og bein skuldasöfnun er ekki hin viðtekna leið úr vandanum. Bretar og Bandaríkjamenn, og Evrópski Seðlabankinn, eru að prenta peninga.
Af hverju ekki hér???
Einar, er aðeins að spá i þetta, og veit um engan eins töl og staðreyndafróðan eins og þig hér í Netheimum, ef þú gætir skotið á svar eða pistli, þá væri það vel þegið.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.11.2010 kl. 08:14
Ómar Geirsson, 8.11.2010 kl. 08:14
Ómar, varðandi álverið þá sannarlega hafa risaframkvæmdir ruðningsáhrif, en þau eru lágmörkuð um þessar mundir vegna þess hve slakinn á hagkerfinu er stór, en ef einhverntíma hefur verið þolanleg tímasetning fyrir slíka framkv. þá er það núna. En, galli Kárahnjúkaframkvæmdarinnar, var ekki síst tímasetning hennar miðað við stöðu hagkerfisins á þeim tíma, þ.e. hagvöxtur og enginn slaki. Þá var hún eitt af því, sem ýtti hagkerfinu út í bóluna. Slíkar framkv. eru sem sagt skárstar í kreppu, tölum ekki um sennilega þá dýpstu sem landið hefur í lent.
Auðvitað er nær allt til verksins innflutt, en þ.e. erlendir aðilar sem kosta þann innflutning, ríkið fær tekjur af þeim innflutningi og síðan tekjur af þeim launum sem eru borguð meðan framkv. stendur. Auðvitað bara tekjur í eitt skipti af innflutningi búnaðarins.
Þetta eru auðvitað tímabundnar tekjur, framlegð álvera er auðvitað takmörkuð þ.s. móti útflutningi kemur alltaf innflutningur súráls.
Ég er þó að tala um að smækka álverið um a.m.k. helming, vegna sjónarmiða um stærð framkv. annars vegar og hins vega um hvort orka sé fyrir hendi.
---------------------
Hár vaxtakostnaður: Ég var að tala um vaxtagjöld ríkisins sjálfs, en ekki innlenda vaxtastefnu þess. En, ríkið borgar vexti af eigin skuldum, eins og einstaklingar. Af erlendum skuldum, eru vaxtagjöldin að renna til erlendra aðila. Þ.e. þá hreint tap fyrir hagkerfið. Af innlendum skuldum, þá renna vaxtagjöld þess til innlendra aðila og nýtast þá hagkerfinu, t.d. eiga lífeyrissjóðir mikið af ríkisskuldabréfum svo að ríkið er að borga þeim vexti.
Kostnaður ríkisins af vöxtum, er kominn upp í liðlega 16% af tekjum þess, sem eins og ég útskýrði er meira en kostnaður þess af rekstri skólakerfisins í landinu.
Þetta er þ.s. er að neyða ríkið til niðurskurðar. Ef þú dregur þennan kostnað frá, væri halli ríkisins til muna minni. En, hann væri þó samt fyrir hendi - en ríkið er þó að stefna að því að verða hallalaust þetta ár áður en gert er ráð fyrir vaxtagjöldum, en ég hef efasemdir um að það takist (þetta er kallaður halli á frumjöfnuði hérlendis en primary deficit erlendis).
Álversframkv. myndi skapa ríkinu tekjur meðan á henni stendur, sennilega um 3-ja ára skeið, og þá draga úr niðurskurðarþörf a.m.k. á meðan.
Nei, vísitöluútreikningurinn er allt annar hlutur: Bernanke er í reynd að prenta peninga. Bandar. seðlabankinn kaupir markaðsbréf en gerir það fyrir peninga sem hann prentar. Hann er að auka peningamagn í bandar. hagkerfinu. Reyna að lækka gengi dollarsins samtímis því sem hann er að reyna að viðhalda eftirspurn og því verðum innan hagkerfisins, á tilteknum tegundum markaðsbréfa. Þetta á að hjálpa bandar. hagkerfinu, í báðum tilvikum.
Vísitöluútreikningurinn, einfaldlega endurskilgreinir vísitölu neysluverðs, þ.e. breytir samsetningu hennar. Sem dæmi að ef skattarhækkanir væru teknar úr vísitölunni og hún síðan endurreiknuð frá segjum október 2008, þá myndu öll vísitölutengd lán lækka um allar þær skattahækkanir sem framkv. hafa verið síðan. Þá færu skattahækkanir ekki lengur sjálfvirkt út í verðlag og hækka lán. Sambærilegur hlutur, þ.e. breyting á samsetningu vísitölunnar hefur verið framkv. áður. Hlustaðu á Jóhannes Sólnes þ.s. hann segir frá þessu.
Peningaprentun: Bernanke er að reyna að verðfella dollarinn. Krónan er þegar búin að verðfalla umtalsvert.
Seðlabanki Evrópu hefur einnig verið að prenta Evrur á fullu, en sá hefur verið að reyna að aðstoða Evr. stjv. við það verk að endurfjármagna banka. En, ECB veitir þeim lán með prentuðum Evrum, á mjög lágum vöxtum. Samtímis hefur hann samþykkt að bankar nýti skuldabréf eigin lands sem veð, en ECB kreftst veða. Þannig, að þá hafa bankarnir getað keypt skuldabréf eigin landa og síðan fengið lán frá ECB með prentuðum Evrum. Vaxtamunurinn þarna á milli er þeirra gróði. Á sama tíma, fjármagna ríkissjóðir smærri sig óbeint með þessum lánum ECB til bankanna.
Peningaprentun er leið sem er samt takmörkunum háð, þ.s. ef gjaldmiðillinn verðfellur of hratt, þá getur skapast zimbabvísk óðaverðbólgu ástand.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.11.2010 kl. 12:48
Takk kærlega fyrir Einar.
Ætla svona að melta þetta í rólegheitum.
Vil aðeins benda þér á að Bernanke notar slakarök þín til að réttlæta peningaprentun sína, og hann er með þessu að viðurkenna kaupmáttarrýrnun, en í stað þess að ná henni fram með stöðvun fyrirtækja og vannýtingu framleiðsluþátta, með tilheyrandi atvinnuleysi, þá velur hann þessa leið.
Og hann er útlærður í þessum fræðum, og þar að auki mikill markaðsmaður.
Ég veit að núverandi vaxtastefna er afleiðing þess sem er, en ég er að benda á að við þurfum ekki að gefa okkur þær forsendur sem náttúrulögmál, sérstaklega þar sem við getum bent á heila eins og Bernanke sem fer aðra leið.
Og að lokum, þú veist það betur en ég, er ekki einhverjar skattaívilnanir á þessum álaðfangainnflutningi (afsakaðu nýyrðasmíðina)??? Er það ekki í samningnum við álrisana???
Og sérðu leið til að láta störfin verða innlend???
Og, já það sem ég átti við með vaxtaálaginu er einfaldlega það að stórskuldugt hagkerfi , það fær á sig hækkað vaxtaálag vegna framkvæmda sem eru fjármagnaðar með erlendum lántökum.
Og ég hélt að þetta vaxtaálag myndi breiðast út, óháð slaka annars staðar. En endilega leiðréttu mig ef ég misskil hlutina.
En takk, það er svo miklu auðveldara að átta sig á hlutum, fara yfir sín eigin rök, og annarra, þegar einhver hefur nennu og þekkingu að setja hlutina fram á svona skýran og rökréttan hátt.
Og ég tel að þó það mættu vera fleiri lesendur, þá eru gæði þeirra mikil, það er þetta er fólk sem virkilega er að spá, og kemur þessum rökum áfram, þó það sé vissulega gert á mismunandi hátt.
Sama gildir um félaga Marínó, hann er rökbanki sem hefur reynst kerfinu hættulegur.
Þið eruð ígildi 101 þjóðfundar, hið minnsta.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.11.2010 kl. 18:08
Sko - álverið er byggt af erlendum aðila. Ef virkjunin er einnig einkaframkv. þá á ríkið eða hið opinbera, ekki þá skuld heldur. Einkaaðilar þá taka alla þá áhættu. Ef allir aðilarnir eru erlendis, þá er skuldin með engum hætti tengd beint hagkerfinu.
Á hinn bóginn, hafa álfyrirtækin, alltaf sett hluta kostnaðarins á þau álver sem rekin eru hér, þ.e. þau eru rekin sem sjálfstæð félög í þeirra eigu og þau félög eru látin bera hlutfall af þeim skuldum. Ef það rekstrarfyrirtæki er skráð hér, telst skuldin hluti af heildarskuldum landsins. Ef aðilinn sem á virkjunina gerir slíkt hið sama, þá á það sama við.
En, þá á samt sem áður það við, að skuldin kemur ekki hinu opinbera beint við og í fræðilegu gjaldþroti rekstrarfyrirtækjanna, væri sú skuld með engum hætti á ábyrgð hins opinbera.
Einkaaðilar taka alla fjárhagslega áhættu, á móti rennur þá hagnaður af virkjun/álveri til þeirra, sem er galli á móti. En, í dag er mjög ólíklegt að innlendir aðilar geti fengið lán til verksins, svo einkaframkv. er eina leiðin.
Bernanke getur að vissu marki notfært sér þá staðreynd, að seðlabanki Evrópu er einnig að prenta sinn gjaldmiðil. Það sama er Japan að gera með sitt Jen. Síðan er gjaldmiðill Kína fasttengdur við Dollar. Á vissan hátt má segja að lækkunaráhrifin mætist og jafnist út.
Bernanke er ekki að prenta meira en svo en þ.s. hann telur minnka hættu á því að verðbólga í Bandar. falli niður fyrir 2%.
Krónan hefur ekki alveg sömu markaðslegu stöðu og þeir gjaldmiðlar. Seðlabanki Íslands telur að verðbólga verði komin niður á hans verðbólgumarkmið á fyrri hluta næsta árs.
Þ.e. sjálfsagt þá alveg reynandi, að prenta krónur til að stuðla að því að verðbólga lækki ekki niður fyrir 2%. Það mun vega eitthvað gegn samdrætti þ.e. að auka peningamagn.
En, ég held ekki að það sé hægt að gera slíkt að mjög öflugri aðgerð. En, peningar hafa ekki verðmæti í sjálfu sér. Ef of mikið er prentað, þá verðfellur krónan enn meir og þú færð meiri verðbólgu - en ekki meiri verðmæti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.11.2010 kl. 19:03
Gleymdi að svara þessu:
"Og að lokum, þú veist það betur en ég, er ekki einhverjar skattaívilnanir á þessum álaðfangainnflutningi (afsakaðu nýyrðasmíðina)??? Er það ekki í samningnum við álrisana???"
Þau voru undanþegin auðlindaskatti þ.s. sá skattur braut á samningi milli álfyrirtækjanna og ríkisins, en þau hafa langtímasamning um verð við Landsvirkjun.
Skattar hér til fyrirtækja eru ekki það háir, ég held ekki að það hafi verið neinar aðrar skatta undanþágur.
"Og sérðu leið til að láta störfin verða innlend???"
Þ.e. ekki nokkur leið til þess, sem stenst EES reglur.
En, það verður að ráða af líkum þ.s. hér er nóg framboð af hæfu vinnuafli þessa stundina.
En, þ.e. alveg möguleiki að ef erlendur verktaki fær verkið, en skv. EES ber að taka lægsta tilboði en þ.e. nokkurt svigrúm að meta hvað telst vera lægst, en það má miða við þ.s. telst hagstæðast sem þarf ekki endilega vera sá lægsti í krónutölu.
En vafamálum má vísa til dómstóla og síðan til EES dómstólsins.
Þó eitthvert svigrúm sé til að meta hagstæðast sem þarf ekki að vera það allra lægsta í krónutölu sérstaklega ef munur á milli tilboða er lítill, er það svigrúm þó einnig takmarkað.
Svo, það er mjög vel mögulegt að lægsta tilboðið verði erlent t.d. ítalskur verktaki, sem síðan mæti með eigið fólk. Við því er þá reglum skv. ekkert að gera.
Það getur farið ílla með þeim hætti, þannig að vinna við verkið nái einungis að litlum hluta að slá á atvinnuleysi.
Raunveruleg áhætta. Þ.e. eitt sjónarmiðið sem þarf að hafa í huga, þegar metið er hvort beri að ráðast í þetta mál.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.11.2010 kl. 19:18
Takk Einar, aðeins örstutt á hlaupum.
Ég er sammála þér um að næstu virkjanir þurfi að vera einkaframkvæmd, ef menn á annað borð vilja fara í þær. Miðað við raunveruleikann, þá er hitt óðs manns æði, og hlýtur að hafa áhrif á vaxtakjör landsins.
Ég er ekki að ræða um stjórnlausa peningaprentun, tel að Jón Dan sé ekki fyrir slíkt, en hann rökstuddi gildi skynsamlegrar peningaprentunar sem kreppulausn, í nokkrum viðtölum kringum áramótin 2009.
Líklegast þarf að frysta verðtrygginguna á meðan því annars hækka lánin við fall krónunnar (seðlaprentun má ekki leiða til falskrar kaupmáttar hagkerfisins gagnvart öðrum hagkerfum þó hún geti stuðlað að nýtingu innlendra framleiðsluþátta.
Og peningaprentun hefur vissulega verð farin, útgreiðsla á séreignalífeyrinum er ekkert annað en peningaprentun, svo og hefur ríkið dregið á reikning sinn í Seðlabankanum. Annars væri nú þegar mjög djúp kreppa skollinn á.
En ég sé ekki rökin gegn því að vernda grunnþjónustu með peningaprentun, það er einfaldlega verið að viðurkenna að laun séu of há. Það er engum greiði gerður með því að reka suma en halda öðrum, sérstaklega ef keðjuverkun niður á við og landflótti fylgir í kjölfarið.
Vísa annars á Jón og Bernanke, tel Jón reyndar hafa haldið sig of mikið til hlés í þessari umræðu, því er spurning hvað minni spámenn geta gert til að vekja athygli á þessum þekkta þætti kreppustjórnunar, þess sem er almennt viðurkennt viðmið í hagstjórn í dag.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 8.11.2010 kl. 19:50
Annars er mjög einfalt að fella gengið frekar, lækka allar krónu eignir í verðmæti. Þarf ekki seðlaprentun til. Sjá: Það er reyndar til önnur aðferð við skuldaniðurfellingu - ef einhver þorir að fara hana!
Stuttu máli er aðferðin einföld. Þ.e. að setja lög þ.s. vextir, þá meina ég allir vextir, eru festir t.d. við 6%. Síðan eru sett önnur lög, þ.s. í eitt ár er vísitalan fest þ.e. ekki heimilað að breitast. Síðan eru höftin á krónunni afnumin.
Hafa ber í huga, að allar leiðir sem verðfella krónuna frekar og þá umtalsvert, munu sennilega framkalla gjaldþrot þeirra sem skulda umtalsverðar upphæðir í erlendum gjaldmiðlum.
En, krónueignir og skuldir, geta með ofangreindri aðferð lækkað um cirka 50% ef reiknað er með því að frysting ofangreindra þátta, sé viðhaldið í um 1 ár.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 8.11.2010 kl. 23:02
Nákvæmlega, það er eitthvað svona ferli sem þarf að fara í gang, Jón Daníelsson benti á þetta strax, og hann vinnur við þetta.
Það þarf vissulega að aðlaga ríkisútgjöld að raunveruleikanum, en þegar það er búið, og samt er gap, þá er skynsamlegra að prenta peninga, og í raun lækka kaupmátt allra gagnvart öðrum hagkerfum, og halda í grunnþjónustu, heldur en að starta keðjuverkun niður á við með niðurbroti grunnþjónustu.
Slík seðlaprentun getur aldrei verið gígantísk, til dæmis er verið að ræða um 4 milljarða í heilbrigðiskerfinu. Eins er of harkalegur niðurskurður i háskólasamfélaginu óskynsamur, því þar er jú þekking og tækifæri morgundagsins þróuð og kennd.
En peningaprentun til að vernda skuldir er ekki mjög skynsamleg, ekki nema i þeim dæmum eins og þegar allt öskrar á almenna skuldaleiðréttingu, þá má ræða hana og dreifa henni á marga áratugi. Í millitíðinni er hugsanlegt að tekjuaukning þjóðarbúsins geri hana óþarfa.
Ég sá að þú hefur aðeins íhugað þetta með langtímaskuldabréfið. Slík ríkisskuldabréf eru allavega skýring þess að Evrópa talar ekki þýskur og segir Heil.
Allavega þarf að koma umræðunni úr þeim fasa að allt falli til á morgun. Það gerist því aðeins ef almennur greiðsluvilji hverfur úr hagkerfinu.
Vil aðeins að lokum segja með stóriðjuna, að ég viðurkenni að hún er framkvæmanleg og viss lausn ef hún fer í gegnum einkafjármögnun, sem er svo önnur spurning hvort fyrir því sé pólitískur vilji.
En ég dreg í efa skynsemi hennar vegna hins gífurlega ójafnvægis sem svona risaframkvæmdir skapa í þjóðfélaginu, trúi frekar á almennar aðgerðir og virkni kapítalista, hinna fjöldamörgu kapítalista sem eru út um allt, líklegast blundar einn í okkur öllum sem brýst fram við rétt skilyrði.
Stóriðjan breiðist líka mjög lítið út í hagkerfið. Á Egilstöðum var mestur uppgangurinn í samlokusölu, pilsner og lopaleystum. Og það er allt gjaldþrota sem tengdist þessum uppgangi. Og það sem kemur í staðinn er mjög staðbundið, eða halda menn að nærumhverfi fái alþjóðleg útboð í þjónustu álvera???
Verktakaiðnaðurinn þenst líka fram yfir sjálfbærni, og kallar því á nýjar framkvæmdir eftir um fjögur ár. Og þær eru ekki augljósar, til dæmis ekki í raforkuframleiðslu.
En þetta er allt matsatriði, en því miður er umræðan á level trúarbragða, rök og mat á þeim er eitthvað sem menn forðast í lengstu lög, en frasar og upphrópanir stýra ákvarðanatöku.
En takk fyrir spjallið Einar.
Þetta var fróðlegt fyrir mig og vonandi einhverja fleiri.
Kveðja, Ómar.
Ómar Geirsson, 9.11.2010 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning