Skoðum aðeins hagspá Seðlabanka Íslands! Er þessi spá Seðlabanka pöntuð niðurstaða?

Gott fólk - ég sé ekki betur en að Seðlabankinn sé að reikna sig upp í hagvöxt!

Þá á ég við, að menn gefi sér fyrst cirka hvaða hagvaxtartölur þeir vilja sjá, og síðan séu forsendur aðlagaðar að þeirri fyrirfram gefnu forsendu. Hagvöxtur má ekki vera of lítill, vegna þess að ríkisstjórnin reiknar með með góðum hagvexti í fjárlagafrumvarpinu. Annars ganga reikniforsendur frumvarpsins ekki upp. Það gengur ekki, þegar ríkisstjórnin er enn í miðjum klíðum að berjast fyrir því að frumvarpið komist í gegnum Alþingi.

  • Vandi Seðlabankans er að hann hefur neyðst til að hætta við að gera ráð fyrir risaálveri á næsta ári í Helguvík, vegna þess að þ.e. næsta öruggt að borin von er að af þeim framkvæmdum verði á næsta ári. 
  • Nú, hann færir þá þær framkvæmdir aftur um ár, til 2012 - annað sinn sem hann frestar þeim framkv. um ár.
  • OK, en þá þarf eitthvað að koma á móti, ef það á að vera nægilega stór hagvöxtur til að viðmið fjárlaga standist.

Niðurstaðan virðist vera að, reikna sig upp í a.m.k. 2% hagvöxt, með því að hífa upp einkaneyslu sbr. fyrri spá Seðlabanka - sem þó þá átti að vera drifin af umtalsverðu leiti af stórframkvæmdunum sem nú detta út -, síðan aukning innlendrar fjárfestingar stillt af svo hún dugi til.

Takið eftir að lækkun áætlaðs hagvaxtar frá spá sem gerir ráð fyrir risaálveri 2,4% og spá sem gerir ekki ráð fyrir því 2,1% er einungis 0,3%. Það finnst mér lítil lækkun, þ.s. í fyrri spá var risaálverið megin drifkraftur hagvaxtar. Þá meina ég það lítil lækkun, að það standist ekki!

Seðlabankinn er búinn að finna nýjan drifkraft fyrir hagvöxt næsta árs og ára:

  1. "Samkvæmt spánni verður vöxtur einkaneyslu megindrifkraftur hagvaxtar framan af spátímanum,"
  2. "en þegar líður á hann mun vöxtur fjárfestingar einnig styðja við hagvöxt."
  3. "Framlag utanríkisviðskipta er hins vegar lítið."

Þetta er þrátt fyrir að milli 60-70% fyrirtækja hafi ósjálfbæra skuldastöðu. Þrátt fyrir að alvarleg skuldastaða almennings, haldi áfram að vinda upp á sig - sbr. 38.000 manns tóku út einkalýfeyrissparnað sem ekki hefur verið gert af annarri ástæðu en brýnni nauðsyn, 51% cirka íbúðaeigenda hafa nýtt sér tímabundnar lækkanir greiðslubyrði sem vart hefur verið gert nema þörf hafi verið á þ.s. þetta þyngir greiðslubyrði seinna, Seðlabankinn sjálfur hefur metið að 24.000 manns þurfi viðbótar aðstoð ofan í þ.s. stjv. hafa fram að þessu veitt.

Hvernig þeir geta stungið upp á þessari lausn, án þess að brosið styrðni á vörum þeirra, er alveg fyrir utan minn skilning!

Ég er ekki einn um þessa skoðun:

Talsmaður Greiningardeildar Arion Banka - Telur hagspá Seðlabankans full bjartsýna

"Þá segir að Seðlabankinn geri ráð fyrir að neysluvöxturinn verði 3,6% strax á næsta ári, sem er nokkuð kröftugur viðsnúningur miðað við að gert er ráð fyrir að kaupmáttur standi í stað og atvinnuleysi verði áfram hátt...Þó á greiningin bágt með að trúa því að forsenda hagvaxtar á næsta ári verði drifin af einkaneyslu."

Hann er varfærinn í tali - en til samanburðar gerir Greiningardeild Arion Banka ráð fyrir eftirfarandi hagvexti á næsta ári - Svartsýnisspá um hagvöxt - "Hagvöxtur á næsta ári verður aðeins um 0,5 prósent, ef spá greiningardeildar Arion banka rætist."

  • Í þeirri spá er ekki gert ráð fyrir framkv. í Helguvík. 
  • Þ.e. auðvitað hugsanlegt að þeirra spá sé ívið í svartsýnni kantinum.  
  • En, mín tilfinning er að hún sé nær lagi!
Bil beggja væri spá um cirka 1% hagvöxt á næsta ári - ef menn fara inn á þá línu að spá Seðlabanka sé of bjartsýn og spá Arion Banka ef til vill heldur dökk.

 

Seðlabanki Íslands: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010

(Áhugavert að bera saman við gamla færslu: Gömul færsla: 8.11.2009 Snillingarnir í Seðló )

 

Aðhaldsstig peningastefnunnar..............(%)

Raunvextir miðað við:..............................(27/10)

Ársverðbólgu..............................................2,0

3 mánaða árstíðarleiðrétta verðbólgu.............2,6

Verðbólguvæntingar fyrirtækja til 1 árs..........2,8

Verðbólguvæntingar heimila til 1 árs.............-0,6

Verðbólguálag á fjármálamarkaði til eins árs2..2,6

Verðbólguspá Seðlabankans3........................3,4

Áhættuleiðréttur 3 mánaða vaxtamunur miðað við:

Sögulegt gengisflökt4...................................0,9

Skuldatryggingarálag ríkisins5.......................1,9

Raunveruleg aðhald.....................................5,5%*Segi ég.

 

Enn einu sinni halda þeir sig við það, sem ég tel rangt, að reikna aðhald vaxtanna skv. raunvaxtaviðmiði:

  • Þ.e. ekkert að þessu, ef verðbólgan sem glímt er við, er orsökuð fyrir tilstilli eftirspurnar/fjárfestingar þenslu sem sprottin er innan frá hagkerfinu.
  • Þá spyrnir þenslan á móti aðhaldi vaxtanna, og hagkerfið hefur þannig viðspyrnu gegn bremsandi áhrifum vaxtanna á veltu hagkerfisins.
  • Í okkar hagkerfi er engin eftirspurnar/fjárfestingar þensla - þvert á móti hefur verið samfelldur samdráttur og það mikill síðan kreppan hófst.
  • Að auki er eftirspurn og í dag, nálægt sögulegu lágmarki. Fjárfesting er það einnig. 
  • Þetta þíðir að hagkerfið hefur ekki haft nokkra viðspyrnu gegn stýrivöxtum Seðlabanka síðan kreppan hófst og botninn datt úr hagkerfinu - og ég stórlega efast um að hagvöxtur sé hafinn nú þegar, svo sennilega er enn engin slík viðspirna til staðar enn.
  • Vaxtastefna Seðlabanka hafi því magnað umtalsvert upp samdráttinn sem hefur orðið.
  • Takið eftir hve miklu munar um þ.s. Seðlabankinn telur vera aðhald vaxtanna og þ.s. ég segi raunveruleg aðhald þeirra vera.
  • Vegna þessa mikla vanmats á aðhaldi vaxtastefnu sinnar - vanmetur Seðlabankinn samdráttaráhri vaxtastefnu sinnar segi ég, sem sé - veldur því að þeir ofmeta líkindi á hagvexti og á sama tíma vanmeta líkindi á samdrætti.
  • Þ.s. munurinn sé umtalsverður milli raunverulegs aðhalds og þeirra mats þar um, sé skekkjan í hagspám Seðlabanka umtalsverð að sama skapi.
  • Fyrir um ári síðan var þá hina sömu skekkju að finna sbr. Gömul færsla: 8.11.2009 Snillingarnir í Seðló .

 

Hérna set ég upp þann fremur kröftuga viðsnúning sem Seðlabankamenn, telja nú þegar vera hafinn á 3. ársfjórðungi 2010. Ég verð þó að segja, að ekki verð ég hans var!

Árið 2010..................1. ársfj......2. ársfj......3. ársfj......4. ársfj.

Landsframl................-1,2%........-1,3%.......3,1%........1,2%

Þjóðarútgj.........................-5%...........................2% (Fyrri/seinni árshelmingur)

Fjárfesting.....................-14,5%*.........................6% *Tala Hagst. sem Seðló telur of lága.

Einkaneysla..............................-2,4%...........Seðlab. telur aukningu á seinni helmingi árs.

 

Hérna er svo spá Seðlabanka fyrir næstu 3. ár:

Landsframleiðsla og helstu undirliðir hennar.....2010.............2011............2012........2013

Einkaneysla...............................................-0,3 (0,5)......3,6 (3,3)......2,3 (3,5)......2,2

Samneysla................................................-1,7 (-3,2)....-2,4 (-3,8)...-2,4 (-2,4).....2,0

Fjármunamyndun.......................................-3,7 (-3,8).....8,3 (24,6)...22,0 (6,3).....12,2

Atvinnuvegafjárfesting..............................-13,6 (15,1)...10,8 (35,6)...26,3 (2,8).....12,0

Fjárfesting í íbúðarhúsnæði.......................-22,1 (-24,3)...24,2 (23,9)..20,4 (26,0)....15,9

Fjárfesting hins opinbera...........................-28,2 (-29,9)..-13,5 (-15,2)..4,5 (4,5).......8,0

Þjóðarútgjöld............................................-1,6 (-0,7).......2,8 (3,7).....4,2 (2,5).......4,0

Útflutningur vöru og þjónustu......................0,4 (-1,2)........0,8 (1,2).....2,0 (1,8).......2,0

Innflutningur vöru og þjónustu....................2,9 (1,3)..........1,8 (3,7).....4,8 (3,5).......3,9

Verg landsframleiðsla................................-2,6 (-1,9).........2,1 (2,4)....2,7 (1,7).......3,0

 

Hér fyrir neðan tilvitnanir teknar héðan og þaðan út úr Peningamálum:

  • "Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 4,0% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 5,25%. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga lækka í 5,5% og daglánavextir í 7,0%."
  • "Verðbólga minnkaði áfram í september og október, eftir töluverða hjöðnun frá því í mars. Tólf mánaða verðbólga var 3,3% í október, eða 2,6% ef áhrif hærri neysluskatta eru frátalin, sem er við verðbólgumarkmiðið."
  • "Slaki í þjóðarbúskapnum, lækkandi verðbólguvæntingar og gengishækkun krónunnar það sem af er ári styðja við áframhaldandi hjöðnun verðbólgu."
  • "Miðað við núverandi verðbólgustig er raunvaxtastigið u.þ.b. 1½% en tæplega 3% sé horft til verðbólguvæntinga fyrirtækja og verðbólguvæntinga á skuldabréfamarkaði. Sé hins vegar litið til verðbólguspár Seðlabankans til eins árs eru þeir rúmlega 3½%."
  • "Gengi krónunnar hefur haldið áfram að styrkjast eftir því sem liðið hefur á árið og hefur styrkst um 13% gagnvart viðskiptaveginni gengisvísitölu frá áramótum."
  • "Hagstæð þróun utanríkisviðskipta og minnkandi verðbólga innanlands hafa ásamt gjaldeyrishöftunum stutt við krónuna"
  1. "Í viðskiptum sínum við Seðlabankann í kjölfar fjármálakreppunnar hafa viðskiptabankarnir nánast einvörðungu lagt fé inn í Seðlabankann, annað hvort með því að leggja það inn á innlánsreikningasína eða með kaupum á innstæðubréfum með 28 daga bindingu."
  2. "Frá því að Seðlabankinn hóf útgáfu innstæðubréfa til að sporna við ofgnótt lausafjár í bankakerfinu í október 2009 hafa daglánavextir á millibankamarkaði haldist rétt ofan við vexti sem bankinn býður á lausar innstæður, en þeir vextir mynda neðri mörk vaxtagangs bankans."
  3. "Þessi þróun endurspeglar að lítil sem engin ásókn hefur verið í daglán eða veðlán bankans og virkni þeirra vaxta á markaðsvexti því afar takmörkuð."
  • Peningamagn dregst saman og lítið um ný útlán - Af innstæðum í bankakerfinu
    má rekja stóran þátt samdráttarins til innstæðna heimila, en frá áramótum hafa innstæður innlendra aðila lækkað um 90,7 ma.kr. og innlán heimila hafa lækkað um 69,6 ma.kr. sem svarar til rúmlega 9% lækkunar.
  • Innlán fyrirtækja hafa minnkað samtals um 4,4 ma.kr. eða sem samsvarar 1,3%. Lækkun innlána flestra atvinnugreina er reyndar nokkru meiri, en sú lækkun er að miklu leyti vegin upp af hækkun innlána þjónustu- og samgöngugeirans. Staða útlána bankakerfisins bendir ekki til þess að útlán hafi aukist í neinum mæli.
  • "Útlit er fyrir tiltölulega lítinn vöxt útflutnings vöru og þjónustu frá Íslandi á þessu og næsta ári eða á bilinu ½-1% vöxt, en um 2% vöxt á árunum 2012 og 2013."
  • "gerir (hags-)spáin ráð fyrir að vöxtur einkaneyslu og fjárfestingar leiði hagvöxtinn en ekki utanríkisviðskiptin."
  • "Fjárfesting líklega vanmetin í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands fyrir annan ársfjórðung...26%...Talið er líklegt (af Seðlabankanum) að samdrátturinn á öðrum ársfjórðungi hafi verið 15%,"
  • "Frá útgáfu þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung hafa komið fram upplýsingar, bæði leiðandi vísbendingar um fjárfestingu og upplýsingar um fjárfestingu í orkufrekum iðnaði á fyrri hluta ársins, sem gefa til kynna að fjárfesting á öðrum ársfjórðungi sé vanmetin í tölum Hagstofunnar"
  • "samdráttur landsframleiðslunnar á öðrum ársfjórðungi því líklega minni en áður var talið...Hagstofunnar...8,4%..."Samkvæmt ofangreindum vísbendingum um vanmat á fjárfestingu
    er talið líklegt (af Seðlabankanum) að samdráttur landsframleiðslunnar á öðrum ársfjórðungi
    verði endurskoðaður í 6,9%"
  • "Útgreiðslur á séreignarsparnaði á árinu 2009 námu 21,7 ma.kr. eða sem samsvarar 2,8% af ráðstöfunartekjum ársins og 1,4% af landsframleiðslu."
  • "Í nýframlögðu fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir enn frekari heimild til útgreiðslu séreignarsparnaðar. Áætlað er að þessi viðbótarheimild leiði til 10-11 ma.kr. útgreiðslna á árinu 2011. Eftir skatta nemur þessi fjárhæð tæplega prósentu af einkaneyslu næsta árs."
  1. "Nú er talið að einkaneysla á mann hafi verið um 24,5% minni á árinu 2009 en á árinu 2007."
  2. "Á sama tíma lækkaði kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann um 19,5%."
  3. "Minni samdráttur ráðstöfunartekna en einkaneyslu þýðir að sparnaður heimilanna hefur aukist."
  4. "Sennilega er nokkur hluti þessa sparnaðar þvingaður vegna mikillar greiðslubyrði af lánum og takmarkaðra möguleika á nýjum lánum."
  • Milli fyrsta og annars fjórðungs þessa árs mældist 2,4% samdráttur (neyslu).
  • "Nokkrar af helstu hátíðnivísbendingum um þróun einkaneyslu eins og kortavelta og mælingar á fyrirhuguðum stórkaupum neytenda benda til þess að viðsnúningur verði á síðari hluta ársins og einkaneysla muni taka við sér þótt batinn verði hægur."
  • "Í spá Seðlabankans er gert ráð fyrir að einkaneysla aukist hægt á næstu árum og hlutfall hennar verði um 50-52% af landsframleiðslu á spátímanum sem er nokkru lægra en sögulegt meðaltal"
  1. "Fjármunamyndun dróst saman um 51% á árinu 2009 og var hlutfall hennar af landsframleiðslu 13,9%."
  2. "Þetta er lægsta hlutfall fjármunamyndunar frá árinu 1945 og tæplega 60% af því sem virðist samrýmast eðlilegri þróun á framleiðslugetu hagkerfisins til lengri tíma."
  3. Gert er ráð fyrir að hlutfallið lækki enn á þessu ári og verði rúmlega 13% en hækki svo smám saman eftir það."
  1. "Í spá bankans er nú gert ráð fyrir stækkun á verksmiðju ÍSAL í Straumsvík eins og áður.
  2. "Gert er ráð fyrir að framkvæmdum við álver í Helguvík og tilheyrandi orkuframkvæmdum seinki um ár"...2012.
  1. "Þrátt fyrir þetta er gert ráð fyrir að atvinnuvegafjárfesting aukist um tæp 14% á þessu ári
  2. og um tæp 11% á næsta ári."
  • "Gert er ráð fyrir að framkvæmdir vegna álvers í Helguvík fari í fullan gang á árinu 2012 og haldi áfram árið 2013 en meginþungi fjárfestinganna verði á þessum tveimur árum."
  • "Gert er ráð fyrir að fjárfesting í íbúðarhúsnæði nemi 2,1% af landsframleiðslu
    á þessu ári...Spáð hlutfall íbúðarfjárfestingar af landsframleiðslu á þessu ári er lægra en það sem áður hefur mælst en hlutfallið hefur oftast verið á bilinu 4-5%."
  • "Fjárfesting hins opinbera dróst saman um 32% á árinu 2009. Gert er ráð fyrir að hún dragist saman um 28% á þessu ári og um 14% á næsta ári en aukist á árunum 2012 og 2013."
  • "Gangi þessi spá eftir verður hlutfall fjárfestingar hins opinbera af landsframleiðslu lægst á
    árunum 2011 og 2012 eða um 2,1%. Til samanburðar var hlutfall fjárfestingar hins opinbera af landsframleiðslu um 4% á tímabilinu 1990-2008."
  • "gert ráð fyrir tæplega 4% samdrætti fjárfestingar í heild 2010 en rúmlega 8% aukningu á
    næsta ári."
  1. "Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir fyrri hluta ársins dróst fjárfestingin saman um
    14,5% miðað við sama tíma árið 2009."
  2. "Fjárfesting á síðari hluta ársins þarf því að aukast um 6% miðað við árið í fyrra til að spá um 4% samdrátt gangi eftir."
  3. "Eins og áður hefur komið fram er talið að fjárfesting á öðrum ársfjórðungi verði endurskoðuð upp á við."
  4. "Ef miðað er við áætlun Seðlabankans um fjárfestingu á öðrum fjórðungi ársins nægir að fjármunamyndun á síðari hluta ársins verði sú sama og í fyrra."
  1. "Það styrkir þá skoðun að fjárfesting sé aftur farin að aukast að töluverð aukning hefur verið í innflutningi fjárfestingarvara."
  2. "Önnur vísbending um að atvinnuvegafjárfesting sé að vaxa er að í könnun Capacent Gallup um stöðu og framtíðarhorfur 400 stærstu fyrirtækjanna frá því í september kemur fram að heildarútgjöld til fjárfestingar muni aukast um 1,6% á þessu ári."
  3. "Án ál- og orkufyrirtækja er áætluð aukning fjárfestingar 3,5% á þessu ári."
  1. "Samkvæmt tölum Hagstofunnar dróst árstíðarleiðrétt landsframleiðsla saman um 0,3% milli ársfjórðunga á fjórða fjórðungi síðasta árs
  2. og um 1,2% til viðbótar á fyrsta fjórðungi þessa árs.
  3. Mat Seðlabankans fyrir annan ársfjórðung er að landsframleiðslan hafi dregist saman um
    1,3% til viðbótar.
  4. Samkvæmt spá bankans tók árstíðarleiðrétt landsframleiðsla að vaxa á ný á þriðja ársfjórðungi eða um 3,1% milli ársfjórðunga
  5. og áætlað er að hún vaxi um 1,2% á síðasta fjórðungi ársins.
  6. Samkvæmt spánni lauk því tveggja og hálfs árs samdráttarskeiði um mitt þetta ár."
  1. "Í spá bankans er gert ráð fyrir að þjóðarútgjöld minnki um 1½% á þessu ári.
  2. Til þess að það gangi eftir þurfa þjóðarútgjöld að aukast um tæp 2% á síðari hluta ársins miðað við sama tíma í fyrra
  3. en áætlanir Seðlabankans benda til þess að þjóðarútgjöld hafi dregist saman um tæp 5% á fyrri hluta ársins.
  4. Gert er ráð fyrir tæplega 3% vexti þjóðarútgjalda á næsta ári og um 4% vexti á ári árin 2012 og 2013."
  1. "Svipaða sögu er að segja um landsframleiðsluna en nú er gert ráð fyrir 2½% samdrætti í ár í stað tæplega 2% samdráttar í síðustu spá.
  2. Til þess að sú spá gangi eftir þarf hagvöxtur á síðari hluta ársins að vera rúmlega 2%
  3. en á fyrri hluta ársins gerir áætlun Seðlabankans ráð fyrir tæplega 7% samdrætti.
  4. Spáð er að hagvöxtur næsta árs verði um 2% í stað 2½% í ágústspánni.
  5. Fyrir árin 2012 og 2013 er gert ráð fyrir u.þ.b. 3% hagvexti á ári, sem er heldur meira en spáð var í ágúst."
  • "Þegar framlag einstakra þátta ráðstöfunaruppgjörsins til hagvaxtarins samkvæmt spánni er skoðað sést að það er fyrst og fremst vöxtur einkaneyslu og fjárfestingar sem ber uppi hagvöxtinn á spátímanum
  • en framlag utanríkisviðskiptanna er neikvætt vegna meiri vaxtar innflutnings en útflutnings."
  • "Þótt gert sé ráð fyrir nokkrum vexti útflutnings á öðrum vörum en afurðum sjávarútvegs og stóriðju og einnig nokkrum vexti í þjónustuútflutningi vegur hefðbundinn útflutningur sjávarafurða og áls svo þungt að samdráttur í útflutningi sjávarafurða og stöðnun í útflutningi áls leiðir til þess að útflutningur í heild vex mjög lítið á spátímanum"
  • "Seðlabankinn spáir að framleiðsluslakinn í hagkerfinu verði um 4,5% á þessu ári."
  • "Þetta er mikill viðsnúningur frá árinu 2008 þegar framleiðsluspennan mældist um 3%. Á þessu tímabili hefur landsframleiðslan minnkað um 9% en framleiðslugetan er talin hafa minnkað
    um 4%."
  • "Þrátt fyrir að spáð sé hægum hagvexti á næstu árum er gert ráð fyrir að framleiðsluslakinn minnki tiltölulega hratt og verði horfinn um mitt ár 2013."
  • Breyting á atvinnuleysisbótarétti hefur dregið úr skráðu atvinnuleysi Atvinnuleysi, eins og það er skráð hjá Vinnumálastofnun, var svipað á þriðja ársfjórðungi í ár og það var á sama ársfjórðungi í fyrra og nam 7,3%. Sé tekið tillit til breytinga sem orðið hafa á aðferðum við útreikning atvinnuleysis og breytingum á atvinnuleysisbótarétti, sem áætlað er að hafi í för með sér að atvinnuleysi mælist um ½-1 prósentu minna en ella í ár, var atvinnuleysi á fjórðungnum heldur meira en það var í fyrra.
  • "Niðurstöður könnunarinnar (Capacent Gallup) benda til að vinnumarkaðurinn eigi enn eftir að veikjast nokkuð þar sem um 10% fleiri fyrirtæki vilja fækka starfsfólki en fjölga þeim næstu sex mánuði."
  • "Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar er talið að um 4.000 fleiri muni flytja frá landinu í ár en til þess og um 2.000 á næsta ári"
  1. "Í spánni er því gert ráð fyrir að atvinnuleysi aukist nokkuð á haust- og vetrarmánuðum og
  2. verði hæst 8,7% á fyrsta fjórðungi næsta árs, en
  3. minnki smám saman eftir því sem efnahagsumsvif aukast á ný og
  4. verði komið niður í um 3% í lok árs 2013."
  • "Á fyrri hluta ársins 2010 var afgangur á vöru- og þjónustuviðskiptum að verðmæti 74,5 ma.kr."
  • "Án tillits til þáttatekna var viðskiptajöfnuðurinn jákvæður um 21,4 ma.kr. eða 2,9% af
    vergri landsframleiðslu á fyrri hluta ársins."
  1. "Hins vegar er áætlað að afgangur verði á viðskiptajöfnuðinum, ef leiðrétt er fyrir innlánsstofnunum í slitameðferð, og hann verði 2,8% á árinu 2011 en
  2. lækki í 1,3% á árinu 2012.
  3. Á árinu 2013 er gert ráð fyrir að viðskiptajöfnuður án innlánsstofnana í slitameðferð verði aftur neikvæður um 0,7% af landsframleiðslu þar sem afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum minnkar á sama tíma og þáttatekjuhallinn eykst."
  • "Samdráttur í innflutningi náði hámarki um mitt ár 2009 og lauk í byrjun ársins 2010."
  • "Frá því í mars og fram í september sl. hefur innflutningur aukist um rúm 15% að meðaltali á mánuði milli ára, mælt á föstu gengi."
  • "Verðmæti útflutnings hefur farið vaxandi frá því í byrjun árs, að febrúarmánuði undanskildum, og var rúmlega 14% hærra á fyrstu níu mánuðum ársins en á sama tíma fyrir ári."
  • "gert ráð fyrir að útflutningsverðmæti vöru og þjónustu verði aðeins meira en í síðustu spá og að afgangur af vöru- og þjónustujöfnuði nái hámarki á þessu ári í um 9½% af vergri landsframleiðslu en minnki svo jafnt og þétt yfir spátímann þegar innflutningur eykst í kjölfar aukinnar
    innlendrar eftirspurnar."


Niðurstaða

Sá grunur læðist að mér, að niðurstaða Seðlabankamanna eins og hún er kynnt, sé pöntuð niðurstaða og ekki raunverulega í takt við þ.s. eðlilegt sé að gera ráð fyrir, miðað við þá forsendu að ekki verði af framkvæmdum við risaálver.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verðbólgu væntingar á mínu heimili eru ekki -0,6% miklu frekar 3,5% eða meira. Enda hefur markvist allt hækkað sem vegur þyngst í minni neytendakörfu. Ódýrari kattamatur og flatskjár  hafa ekkert vægi t.d. eða kjúglingabringu og Ítölsk skinnka, eða 12 ár gamalt Koníak.

Júlíus Björnsson, 5.11.2010 kl. 03:24

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

OK, en einn aðalpunkturinn hjá mér, er að verðbólga sem hefur orsakasamhengið gengisfelling er ekki nákvæmlega sami hluturinn og verðbólga sem hefur orsakasamhengið eftirspurn sem er að framkalla hækkanir vegna þess að framboð annar ekki eftirspurn. Þó að neitandinn sjái það nákvæmlega sama, þ.e. verðhækkanir.

Þá séu vextir sem dæmi mjög lítt virkir á fyrri tegund verðbólgu - en þeir slá yfirleitt með áhrifaríkum hætti á eftirspurn sem þá dregur úr verðbólgu með það orsakasamhengi - en til þess að þeir hafi nokkur hin minnstu áhrif á hina verðbólgutegundina þurfa þeir að vera að hjálpa gegninu þ.e. að stuðla annað af tvennu að því að það nái javægi gagnvart öðrum gjaldmiðlum eða að hækkun þess.

Það leyfi ég mér að efast um þ.s. án móteftirspurna frá hagkerfinu, þá sé enginn mótstaða gegn vöxtunum þaðan í frá þannig að þeir hafi umtalsverð samdráttaraukandi áhrif, sem ætti einmitt að stuðla að frekari gengislækkun - ég bendi á að gengi krónunnar fór lækkandi þegar vextirnir voru háir fyrir rúmu ári en fór að stíga á ný á þessu ári þegar þeir voru orðnir mun lægri. Það getur verið vísbeniding að þ.s. ég er að benda á sé rétt.

Að auki, hefur afgangur af viðskiptum þau áhrif að hjálpa genginu, en ég reikna þá með að ekki fyrr en á þessu ári, hafi vextir verið orðnir nægilega lágir til að þau áhrif yrðu sterkari en lækkandi áhrif vaxtanna.

Þannig að í okkar tilviki grunar mig að háu vextirnir hafi þvert á móti hjálpað verðbólgunni með því að íta genginu enn frekar niður, í gegnum það að stuðla að minnkun umsvifa í hagkerfnu. Mundu að þ.s. stendur eftir allt saman á bakvið verðgildi hagkerfisins eru umsvifin í hagkerfinu, svo þ.e. rökrétt að lækkandi umsvif stuðli að lækkandi gengi og því í okkar tilviki frekari verðhækkunum þ.e. verðbólgu.

Til íhugunar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.11.2010 kl. 10:58

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Expect:hope, anticipate; assume  mun vera áherslan erlendis.  Vænting hljómar eins og ósk og hér vilja heilmillin 80%  náttúrulega verðhjöðun. Hinsvegar  í ríkjum þar sem verðtygging
 er föst á 80% fasteignalána frá útgáfudegi þá vænta neytendur þess að með því að eyða aukist verðbólga. Þar sem fasteignalán í skammtíma lánasamburði eru um 360 smálán þá vega þau þungt hjá erlendum lánadrottum á þessu heimamarkaði sem vænta þess að verðbólga verði lægri en Seðlanbankinn til að tryggja neyslu og þess vegna aukna eftirspurn eftir dýrari smálánum.   Ef ráðstöfunarfé: tekjur eftir skatta of húsnæði erlendis er 100% í upphafi viðmiðunar tímabils og verðbólga er 3% þá skerðast þessi 100% um cirka 3% en 30% til 50% húsnæðis kostnaðar ekki.

Hér eru 100% verðtryggð raunávöxtunar fasteignlánsform þannig að skerðingarmáttur ráðstöfunartekna í  3% verðbólgu í samburði t.d. USA og UK er minnst 6% í heildina.

Ísland liggur utan samburðar í alþjóðlegum þroskuðum hagfræðilegum samanburði að mínu mati.

Júlíus Björnsson, 5.11.2010 kl. 11:25

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sjálfsagt vonast heimili eftir verðhjöðnun vegna þess, að þá lækkar vísitalan lánin.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.11.2010 kl. 12:22

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Seðlabanka "policy" er að gera ráð fyrir verðbólgumarkmiðum alls ekki að hafa væntingar.  Policy:a course or principle of action adopted or proposed by an organization or individual.
Hefur ekkert að gera með völd einvalds eins og manni virðist íbúar fjárfesta leigunýlendunar telja. Ríkisstarfsmenn eru allir sem einn þjónar sem eiga að koma mótaðir og formaðir til vinnu og uppfyllkröfur um skilvirkni. Alls ekki spurning um dugnað eða afköst til aukinnar skattheimmtu. Skilvirkni og öguð vinnubrögð til að uppfylla þjónustu skyldur sínar. Atvinnuleysi er nægur hvati, erlendis. 

Hægri kommaflokkur hér  á landi er mjög varasamur því hann vill meðal annars styrkja illa rekin fyrirtæki með persónu afslætti vegna starfsmanna. Þessi styrkur er algjörlega óþarfur hjá ríki og sveitarfélögum og þjónustufyrirtækjum vsk geirans.

Júlíus Björnsson, 5.11.2010 kl. 13:20

6 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Það er gaman að fá tölfræðilega sönnun á fullyrðingu minni í síðasta innslagi.  Þetta er augljóst, Seðlabankinn er ekki sjálfstæð stjórnsýsla.  Það eina sem má rífast um, er hver pantar.

En mig langar að benda þér á einn mjög vanmetin samdráttarþátt, hjá Seðlabankanum, og hjá þér.

Það sem þó var frá Hruni, er meðal annars vegna innspýtingar hins opinbera inní hagkerfið.  Bæði sveitarfélög og hið opinbera hafa framkvæmt.

En núna er það svigrúm uppurið, bæði vegna alvarlegrar skuldastöðu sveitarfélaga, og AGS leyfði þennan lúxus aðeins í tvö ár svo ég vitni í páfa hans á Íslandi, Þorvald Gylfa.

Þessi innspýting verður ekki á næsta ári.

Einkaneysla mun ekki aukast, það sem þó var, stafar að stærstu leyti að fólk gekk á sparifé sitt, og þar sem skuldabyrði/útgjöld eru svipuð stærð, en engar vísbendingar um tekjuaukningu heimila, hvað þá????

Fjárfestingar???

Nú færir þú rök fyrir því að þær verði ekki.  Og það má bæta við þín rök að það er aðeins ein skýring að heimshagkerfið fari ekki á hliðina á næsta ári, og það eru þessir 600 milljarðar sem bandaríski Seðlabankinn ætlar að dæla inn í hagkerfið, og það dugar skammt.

Evruhagkerfið veikist, samdráttur í Bretlandi vegna gífurlegs niðurskurðar.  Og ekkert kemur fram í spánni um þessa erfiðu ytri þætti.

Einar dragðu þetta saman, þú ert bjartsýnn miðað við raunveruleikann, láttu raunveruleikann njóta sannmælis, og hver verður þá þín niðurstaða.

Þó enginn annar en Sigmundur Davíð lesi þína samantekt, þá er það þess virði.  Svo les ég hana líka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 5.11.2010 kl. 16:47

7 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Sæll Einar,

Mér þykir þú hitt naglann á höfuðið þegar þú talar um að það er verðhjöðnun innan efnahagskerfisins: að það er bara innflutningur (gengishrunið) sem heldur verðbólgunni við. Þarna ertu einmitt að benda á mikilvægt atriði sem hefur alls ekki verið haft hátt um. Í reynd held ég að yfirvöld vilji ekki horfast í augu við þann vanda - þau eru ennþá föst í afneitunarstiginu í áfallinu (sem fylgdi hruninu).

Verðhjöðnun er slæm, alveg eins og verðbólga. Í mínum huga er hún slæm því þá sér fólk engan tilgang í því að eiga pening og eyðir bankasparnaði í neyslu og dauða hluti sem viðheldur verðmæti sínu (sbr. gull). Efnahagshjólið hægist. Það er síst af öllu sem við þurfum á að halda.

Kostnaður fyrir almenning og fyrirtæki hér á landi er orðinn alltof mikill miðað við aðgerðarleysi stjórnvalda. Samt eru skilaboð frá ríkisstjórn þess á leið að það eigi að skattpína almenning ennþá meira. Þetta er eins og drepa beljuna fyrir að mjólka ekki nóg - og rífa kjaft við hana dauða því hún mjólki ekki lengur.

Sumarliði Einar Daðason, 5.11.2010 kl. 18:11

8 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Enn og aftur verð ég að leiðrétta mig (þegar ég hef tíma til að blogga þá er að skrifa mörg blogg samtímis)

Við verðhjöðnun dregur fólk úr neyslu og festir verðmæti sín í öruggum hlutum sem halda verðmæti sínu til langs tíma. Við það minnkar veltan í þjóðfélaginu. Þar af leiðandi minnka greiðslur til skattsins sem getur bara rukkað þegar verðmæti skipta um hendur.

Sumarliði Einar Daðason, 5.11.2010 kl. 18:25

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Málið er í löndum þar vsk framleiðsla skiptir máli má sparnaður alls ekki ganga fram úr hófi þess vegna hækkar maður skammtíma útlánsvexti og eða lækkar skammtína innlánsvexti. Þá mun ákveðinn hluti ekki gera neitt en sumir mun auka neyslu og þá eykst eftirspurn eftir vsk og hluthafar í alvöru kauphöllum græða: skiptir engu máli hér: lítið af fyrirtækjum í rekstri með litla starfsmannaveltu án starfsmanna niðurgreiðslna sem eru skráð í Kauphöll. Hér var hægt að fjárfesta í íbúðum fyrir upptöku verðtryggðar raunávöxtunarkröfu á almennum langtíma fasteignalánum.  Almenningur staðgreiðir yfirleitt ekki íbúðina sína.

Verðhjöðnun öfugt við bólgu er hlutfallsleg breyting á neytendakröfunnar til lækkunar og ef laun hallast óbreytt í krónutölu, virkar það undantekningalaust til sölu aukningar hjá 80% neytenda sem spá í auranna.  Hinsvegar í snobb geiranum getur lækkun á þekktum vörumerkjum dregið út sölu.

Júlíus Björnsson, 5.11.2010 kl. 21:04

10 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar Geirsson, 5.11.2010 kl. 16:47

Miðað við að ég reikna með hagvexti innan við prósent. Tja, á mínum svartsýnni stundum, reikna ég með samdrætti á næsta ári einnig.

En, hagvöxtur innan við prósent, getur auðveldlega horfið - ef viðbótar samdráttaráhrif koma fram, eins og þú bendir á. Þá annað af tvennu, hanga hlutir rétt plús megin við 0 eða að það verður smávegis samdráttur, árið tekið saman í heild.

Stóra hættan, er að bankakerfið er auðvitað mjög veikt og getur hrunið saman í annað sinn. Ef eitthvert slíkt gerist, þ.e. nýtt stjórnlaust hrun þeirra, þá súnkar hagkerfið aftur um nokkur prósent. Þetta er hætta sem mun voma yfir okkur, sérstaklega ef efnahagsframvinda reynist mjög slök þ.e. hagvöxtur virðist ekki ætla að rætast og þvert á móti stefni í að samdráttur haldi áfram.

Þá fer að reyna mjög á þanþol bankakerfisins, þ.s. þá hrapar eignaverð meir en menn vonast eftir, meira verður af veðum sem duga ekki fyrir lánum, fleiri lenda í greiðsluvandræðum o.s.frv. 

Bankakerfið getur þá allt í einu lent í lausafjárkrýsu og hrunið. Þ.e. stóra innlenda áhættan, ef framvindan ætlar að verða til muna slakari en ég hef lagt til að hún geti orðið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.11.2010 kl. 22:34

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Labour[vinnuafl 80% efnhagslögsögunnar] 50% húsnæði og 50% ráðstöfunarfé [til lágvöruneyslu]. Hér þarf fasteigna verð að fara niður, 2004 var það almennt samkvæmt AGS 30% yfir nýbyggingar kostnaði. Hús eru ekki sælgæti.  Nýbyggingakostaður +  max 5% álagning. [Þetta veðfals ölli hruni 5 árum síðar]. Fjárfestar/lánadrottnar eiga fyrsta og síðast orðið. Millliðir og fjármagnfíklar hlýða sínum húsbændum.

Ísland leggur minnst 8.000.000 vertyggðar á 10.000.000 almennt í búðlán til 25. ára USA toppar alvöru enafhagslögsögur með 3,200.000 verðtyrggt  til 30 ára. 2.000.000 er standarinn í verðtryggðum vextum til 30 ár [öruggra langtíma lána].

Ísland er fábjána efnahagslögsaga í alþjóða samanburði. Hér voru allir langtíma 1.flokks veðskulda sjóður lagðir niður og markaðsvæddir á sínum tíma með negam lánsformum. Þess vegna eru enginn örugg veð lengur til hér til að tryggja Íslandi langtíma lán með lágum raunvöxtum. 

Samdráttur verð varanlegur [30 ár] sálfræði að keyra allt eins langt niður og hægt er til að sýna hagvöxt upp í dýrt samfélag einhæfra atvinnuvega.

Herinn er farin og EU bókhald ræður í EU.

Júlíus Björnsson, 5.11.2010 kl. 23:07

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef það gerist, að eignaverð lækkar umtalsvert til viðbótar - sem reyndar verður sjálfsagt að skoðast sem líkleg útkoma - en stjv. eins og ég skil þeirra aðgerðir eru að leitast við að forða með öllum tiltækum ráðum; þá líklega hrynur núverandi bankakerfi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.11.2010 kl. 01:26

13 Smámynd: Júlíus Björnsson

Endurreisn Fjármálgeirans var að kröfu Íslensku ríkistjórnanna. Uppbygging hans á sínum tíma var ekki af hálfu Brussel, alfarið á kostnað Íslendinga. Um 2005-6 gerðu EU og USA samkomulag að uppræta skattaparadísir eins og Ísland átti að verða.  Til að fá eitthvað greitt verða erlendir lánadrottnar að sætta sig við fábjánanna á Íslandi.

Íslendingar skilja greinilega ekki hvernig hlutirnir ganga fyrir sig í stofnanna samfélögum.  Regluverkið heldur um alla hluti í aðalatriðum. Hlutir gerast ekki af sjálfum sér heldur er stýrt bak við tjöldin.   EU sameiningin hefur breytt allri fjölmiðlun í Evrópu.

Samdráttur verður varanlegur [30 ár]: sálfræði að keyra allt eins langt niður og hægt er til að sýna hagvöxt upp í ódýrt samfélag einhæfra atvinnuvega og vanþroskaðra viðskipta aðila.

Júlíus Björnsson, 6.11.2010 kl. 03:13

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þá drögum við frá einn áratug til viðbótar í lífskjörum.

Þ.e. ekki endir alls. Fiskurinn er ekki farinn, né álið og ferðamennirnir halda áfram að koma þ.s. við verðums svo ódýr - jafnvel þó að kreppan í Evr. og vesturheimi komi til með að magnast á ný.

Endurkoma hagvaxtar verður samt möguleg. Gólfið sem við stöndum á, þegar hann hefst að nýju, verður bara lægra. Fátækt útbreiddari meðal almennings.

Sé ekki tilgang í að henda fólki út út húsunum, svo einfaldast að það búi þar áfram. Við byrjum þá þó við ástand nokkurn veginn þurrausið af fjármagni.

Nýtt getur þó myndast við útflutning einn samann og fyrirtæki verða þá að vaxa út frá innri fjármunamyndun.

Ætti samt ekki að þurfa að taka meir en 15 ár að snúa til baka til sæmilegra lífskjara, með einhverri skynsemi í stjórnun þaðan í frá.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.11.2010 kl. 09:20

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stefnan í 2. flokks evru ríkjum er að stefna á 3,0% - 3,5% umframfjármagn á hverju ári. Til a' tryggja kanski 1% raunvexti á ári næst öld. Í samburði þarf raunvirðisauki á fast höfðatölu að vaxa talasvert um fram samanburðinn meira en væntningar um 3,5%.  Hér  hugsar hver efnahagslögsa um sig og verndar sína lífeyrisþega og almennan eftirspurnarkaupmátt fyrir gripdeildum annrra ríkja eftir öllum leiðum. Samdráttur er staðreynd næstu áratugina í EU, og þess vegna  er gott hafa ekki væntingur um annað en eftirspurn eftir útflutningi frá Íslandi minnki.  Eins dauði er brauð. Fullvinnsla Hollendinga á áli þarf sínar föstu tekjur.

Júlíus Björnsson, 6.11.2010 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband