31.10.2010 | 14:23
Hin hroðalega grimmd gagnvart skuldurum landsins!
Þetta er alveg nýtt í ísl. samfélagi, sannarlega hafa innheimtu lögfræðingar alltaf verið grimmir, en þ.e. ekki þ.s. ég á við. Heldur er það grimmd heilla hópa þjóðfélagsins gagnvart öðrum hópum þess, þ.e. þ.s. ég á við þegar ég tala um grimmd.
- Þá útbreiddu afstöðu að fólk í skuldavandræðum í dag, þ.s. þ.e. er að missa húsin sín eða íbúðir sínar, hundruðum saman, eigi sjálft alla sökina á óförum sínum og því enga samúð skilið.
- Það eru gjarnan pikkuð út gróf dæmi um ofneyslu sem auðvitað er til nokkur fj. af, fjárfestingar í of stórum íbúðum, að tekin hafi verið of stór lán - ekki síst að fólk hafi átt að hafa vit fyrir sér að taka ekki slíkar ákvarðanir, en samt tekið þær - það sé því heimskt og eigi ekki kröfu til okkar hinna að því sé veitt aðstoð sem kosti okkur nokkrar umframbyrðar.
- Síðan er að auki reynt að gera eins lítið úr vandamálinu og hægt er, þ.e. bent er á að fólki á vanskilaskrá hafi einungis fjölgað um 2000 frá hruni, að langflestir íbúðaeigendur standi í skilum (eins og skil eru skilgreind), greiðslur séu almennt því viðráðanlegar (skv. viðmiði Seðlab. um 30% af brúttótekjum) - enginn hafi rétt til að æskja þess að viðráðanlegar greiðslur séu lækkaðar.
- Fyrir aðra sem almenn úrræði þau sem veitt hafa verið fram að þessu duga ekki, þá sé gjaldþrot rétta leiðin - að selt sé ofan af þeim og viðkomandi teknir til gjaldþrota skipta.
- Ég bendi á að skv. gildandi lögum, þá afskrifast skuldir ekki við þrot einst. heldur má viðhalda þeim æfilangt. Þannig, að einu aðilarnir sem græða á því eru fjármálastofnanirnar. Reyndar miðast þessi afstaða öll að því er ég best fæ séð, við hagsmuni fjármálageirans.
Ég bendi á að lán í skilum teljast m.a. lán í frystingu. Síðan hefur um 51% lánþega íbúðalána þegið tímabundna lækkun greiðslubyrði með þeim hætti að mismunur sé færður aftan á skuld. Að auki, hafa 38.000 manns tekið út viðbótar lífeyrissparnað á þessu ári - sennilega til að ná endum saman.
Ég á von á því að fólki í greiðsluvandræðum fjölgi til muna á næsta ári - því sparnaður af slíki tagi hann gengur til þurrðar á endanum. Að auki eru þessar lánafrystingar ekki til langs tíma.
Viðmið Seðlabanka 30% af brúttótekjum telst viðráðanleg greiðslubyrði:
- Hjón með með samanl. 300.000 skila 90.000 afb.
- Hjón með með samanl. 400.000 skila 120.000 afb.
- Hjón með með samanl. 500.000 skila 150.000 afb.
- Af hverju er viðmiðið 30% en ekki 25% eða 20%. Maður veltir fyrir sér hvort þessi tala er sett til þess einmitt, að fá fram lágar tölur yfir fólk í vandræðum.
- Ofangreint tekur ekki tillit til skatta - annarra skulda.
- Ég get ekki séð að fólkið með lægstu tekjurnar - geti endurnýjað heimilistæki, geti keypt ný föt og verði því að ganga í notuðum, geti átt bíl, hafi efni á ferðalögum eða skemmtunum af nokkru tagi er kosta peninga.
- Fólk þarf líka að muna eftir því að jaðarskatta áhrif hafa verið stóraukin - þ.e. vaxta- og barnabætur lækka hratt með auknum tekjum.
- Í ofanálag - þá eru líkur á að tekjuhærra fólkið skuldi meira af öðrum lánum.
- Ég er því alls ekki viss um að meira að segja efsti tekjuhópurinn valinn að ofan, geti leyft sér nokkuð að ráði aukreitis.
Grimmdin í þessari afstöðu er óskapleg
- Þ.e. eins og það sé búið að afnema þ.s. kallað er "náungakærleik" úr hópum almennings.
- Menn sjá að fólk á það bágt - en fólki er skítsama, afgreiðir þ.s. bara heimskt pakk sem á ekkert gott skilið.
- Einstaklings hyggja virðist ráða þeirri afstöðu í bland - þ.e. ég er ekki til í að taka á mig umframbyrðar til að redda þeim.
- Fjölskylduhjálpin kvá vera með í kringum 1800 manns á skrá og milli 400-600 koma reglulega í þeim tilgangi að fá matargjafir - sem þíðir í hverri viku. Er einungis rekin með frjálsum framlögum og sjálfboðaliðastarfi einst. - Fjölskylduhjálpin
- Af hverju er ríkið eða sveitarfélögin hér í kring, ekki að aðstoða þetta fólk?
- Þ.e. hneyksli að ekki skuli fyrir mörgum mánuðum síðan verið búið að beita því úrræði sem beitt var á áratugum áður - þ.e. að prenta matarmiða svo fólk geti framvísað þeim í verslunum og þurfi ekki að bíða í röð fyrir allra augum -eins og sjá má á mynd- eftir matargjöfum og fá þannig á sig aumingjastimpil!
- Er hugsunarhátturinn - þetta fólk á ekkert gott skilið að þvælast fyrir? Eða er það, mér kemur þetta ekki við? Eða, mér er skítsama?
- Dæmi hafa sést um að börn á skóla-aldri, séu að róta í ruslakörfum eftir einhverju sem þau geta selt, aðspurð svo þau eigi fyrir mat í skólanum.
- Mér sýnist stutt í að sá gamli draugur vannæring sem útrýmt var hér fyrir áratugum, stingi sér upp aftur.
- Aðeins á undan því, mun fara að bera á að hluti skólabarna sé í vaxandi mæli áberandi ílla til fara.
- Sko - þetta er ekkert grín.
- Við erum að standa frammi fyrir raunverulegum samfélags harmleik, og stjv. gera ekki neitt.
- Á sama tíma flissa og sveia stuðningsmenn þeirra, segja ekki benda á mig og reyna að gera sem allra minnst úr vandanum.
- Skv. fréttum vikunnar standa 227 fjölskyldur frammi fyrir því að heimili þeirra verði seld ofan af þeim í þessum mánuði - " Uppboðum fjölgar stöðugt " Sennilega úr þessu kemst það ekki til framkv. fyrr en í næsta mánuði.
- Þetta kemur ofan á þau nokkur hundruð sem hafa lent í því sama mánuðina á undan.
- Eru menn að bíða eftir einhvers konar alvarlegri sprengingu - þ.e. alvöru óeyrðum. Fólk fari að kveikja í bílum, brenna byggingar?
- Þetta er einfaldlega næsta skref - eftir 8000 manns mótmæltu á Austurvelli, er klárt að ekki þarf mikinn viðbótar neista.
- Ég sé fyrir þ.s. alvarlega og mjög raunverulega hættu, þ.e. stjórnleysi í kjölfar óeyrða þ.s. löggæsla lætur undan síga, og lög og regla brotnar niður, fólk fer að taka lögin í eigin hendur. Stjv. missa alla stjórn á ástandinu og stjórnleysi / kaos tekur við.
- Ef til vill er hræðslan ofaukin.
- En áhyggjur fólks eru að bankarnir í samkrulli við ríkisstj. ætli sér að halda þeim hundruð íbúða sem þeir hafa tekið yfir og eru á leið með að taka yfir af - markaðinum, svo verð hrynji ekki.
- Þá þarf að finna einhvern aðila, sem geti keypt þær allar í einu - en hrun íbúðaverðs yrði áfall fyrir bankana.
- Að auki taki sá viðkomandi íbúðirnar yfir ásamt lánum - svo bankar þurfi ekki að afksrifa vegna þess að þeir geta það ekki.
- En ljóst er að eiginfjárstaða bankanna er sennilega neikvæð - sbr. 45% lána skv. bókfærðu verðgildi sé skv. AGS "Non performing".
Skoðið nýjustu AGS skýrsluna: IMF Staff Report Iceland Third Review
Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".
- Skv. eru 45% lána í bankakerfinu í veseni þ.e. "non performing". En bókfærða virðið er hið lækkaða verð sem bankarnir fengu lánin á - það er því með tilliti til þeirrar lækkunar.
- En eins og sést aðeins neðar á sömu bls. er meðal-eiginfjár staða þeirra 17%.
- Skv. útskýringu lögfræðimenntaðs manns, verða bankarnir ekki gjaldþrota nema þeir verði ógjaldfærir.
- En, það geta þeir alveg orðið ef slæmum lánum bankanna heldur áfram að fjölga. Hvort um sig getur fellt þá - fjölgun slæmra lána og hrun húsnæðisverðs.
- Spurning hvort þá þurfi ekki að breyta lögum um starfsemi banka - ef stjv. vantar valdheimildir til að taka yfir banka, áður en þeir falla - þ.e. þegar eiginfjárstaða þeirra er bersýnilega svo slæm þeir geta fallið þá og þegar.
Að bankarnir séu gjaldþrota kemur heim og saman við hegðun þeirra:
- Afskrifa einungis skuldir sem þeir vita að eru óinnheimtanlegar.
- En, ríghalda í allt annað - verða í reynd blóðsuga á hvort tveggja í senn, atvinnulífinu og almenningi.
- En, miðað við sína stöðu, verði þeir að kreysta hverja krónu sem þeir geta úr öllu og öllum - sem er akkúrat þ.s. þeir hafa verið að gera.
- En augljóslega þá hafa bankar með betri fjárhagslega stöðu - meira svigrúm til að koma til móts við skuldara. Þ.e. einnig þeirra hagur, að koma nægilega á móti - svo að skuldarar sjálfir séu ekki svo aðþrengdir að þeir neyðast til að ganga á allt sem þeir eiga, til að standa í skilum.
- En gjaldþrota bankar - neyðast til að koma harðar fram en ella. Þeir hafa ekkert svigrúm til sanngyrni.
- Ríkisstjórnin er ekki enn til í að viðurkenna, að endurreisn bankanna sé runnin út í sandinn.
- Gerir það sennilega ekki sjálfviljug!
- 1200 milljarða skuldir heimila. 20% kosti ríkið um 300 milljarða er sagt.
- En þær skuldir eru almennt a.m.k. til 25 - 40 ára.
- Það dreifir álaginu á lækkun skulda yfir línuna á mörg ár.
- Getur lækkun styrkt eignasafn sjóðanna?
- Hann telur ástandið svipað og þegar launavísitalan var tekin af í mikilli verðbólgu á miðjum 9. áratugnum, lán hækkuðu en laun stóðu í stað, allt var vitlaust í þjóðfélaginu, svokallaður Sigtúns hópur varð til, Ögmundur Jónasson var einn helsti talsmaður hans.
- Hreyfingar launþega hafi þá stutt hugmyndir Sigtúns hópsins - á endanum var lánskjara vísitölunni breytt 1989 og hún endurreiknuð, lán lækkuðu miðað við reikning skv. eldri vísitölu og sátt náðist í þjóðfélaginu.
- Það hefði verið mjög sniðugt að taka aftur upp sömu vísitölu og tók gildi 1989 t.d haustið 2008 þ.s. laun hafa staðið í stað, eða lækkað síðan kreppan skall á - komið sér vel fyrir lántakendur. Því miður var ekkert gert.
- Hæstiréttur komst síðan að þeirri niðurstöðu, að ríkið hefði rétt til að breita vísitölunni, og það skapaðist því ekki skaðabótaréttur á ríkið þó lán lækkuðu vegna breytinga á vísitölunni. Ríkið ætti að íhuga þetta að hans mati!
- Jón Magnússon telur með öðrum orðum, svokallaða lagfæringu vísitölu þ.e. að henni verði breytt og lán endurreiknuð skv. þeirri breyttu mynd hennar, vera mjög vel færa leið skv. ofangreindum hæstaréttar dómum.
- Hans hugmyndir eru góðra gjalda verðar og sannarlega ástæða til að taka til greina.
Bann við því að úthýsa fjölskyldum sé framlengt til 5 eða 10 ára (kannski 10 nær lagi).
Íbúðalán, verði færð úr gjaldþrota bönkum yfir í íbúðalánasjóð. Þ.e. ríkið taki þau lán yfir - þetta getur verið valkostur við að gera bankana gjaldþrota. En, yfirtaka ríkisins á slæmum lánum myndi styrkja þeirra eiginfjárstöðu.
- Spurning er hvort að Íbúðalánasjóður verði formlegur eigandi eigna eða ekki, eins og lána. En það væri heppilegra fyrirkomulag, þ.s. ríkið á þá eignirnar sem tryggingu þeirra lána á sama tíma og það verður þá einfalt fyrir það, að bjóða leigu á móti.
- Að auki skiptir það máli fyrir greiðslugetu ríkisins horft á í heild eigna vs. skuldastaða þess.
- Leiga miðist við greiðslugetu viðkomandi en ekki markaðleigu. Engum sem leigi frá Íbúðalánasjóði skv. þessu fyrirkomulagi, verði settur á guð og gaddinn.
- Þegar tímabili er lokið þ.e. eftir 5 eða 10 ár, hvor tímalengd er verður ofaná, þá fái fólk val um:
- Kaupa húsin sín aftur gegn nýju láni.
- Kaupleigu fyrirkomulag þ.e. markaðsleiga + álag.
- Leigja áfram, en þá gegn markaðsleigu.
- En ég reikna með - segjum eftir 10 ár, þá verði hagkerfið búið að rétta við sér, tekjur almennings hafi batnað, greiðslugeta orðin allt önnur og betri en í dag.
- Hún eykur áhættusækni lánveitenda.
- Hún heldur uppi vaxtastigi í þjóðfélaginu - sem eykur áhættusækni fjárfesta.
- Hún viðheldur stöðugum spíral skulda almennings, er virðist einungis upp á við.
- Hún gerir vexti minna skilvirkt stjórntæki fyrir stjv. - sem þá neyðast til að viðhafa hærri stýrivexti en ella, til að ná sömu áhrifum stýrivaxta.
- Ég sé ekki nokkurn jákvæðann punkt við hana - vill hana burt sem allra fyrst, svo möguleiki verði til að Ísland verði normal land.
7. Mjög róttæk aðgerð - frysta með lögum alla vexti við t.d. 6%, síðan frysta í 1. ár vísitölu neysluverð þannig að hún hækki ekki, síðan að afnema gjaldeyrishöftin - ætti að skila milli 40-50% raunlækkun lána í krónum. Allt er þá lækkað jafnt þ.e. allar eignir bundnar í krónum og skuldir. Fjöldagjaldþrot þeirra er skulda í erlendum gjaldeyri væru þó óumflýjanleg í kjölfarið sbr. mjög sennilega öll útgerðin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:28 | Facebook
Athugasemdir
Besti pistill sem ég hef séð í bloggi á ævinni OG ég er sammála hverjum einasta staf.
Ein eða tvær spurningar þar sem þú nefnir að bankar þurfi annað gjaldþrot. Hefur engum dottið í hug að setja þyngdarkvóta á fiskveiðiskip og leyfa síðan frjálsar fiskveiðar? láta útgerðirnar sigla burt ásamt bönkunum? Það yrði nú smá lifnaðarháttabreyting á td Flateyri við þannig lagasetningu.
Er yfirbyggingin ekki að kosta okkur allt of mikið?
Við erum bara 330.000 og af því eru að mér er sagt 77.000 manns sem hafa tekjur af hinu opinbera án þess að skapa verðmæti. Það væri gaman að sjá þetta allt útreiknað, niðursett og ÞANNIG væri hægt að taka nýja stefnu + afstöðu og stjórna þessu landi rétt!
KV Jonas
Jónas Jónasson, 31.10.2010 kl. 15:04
Þakkir - skv. því sem ég fæ best séð viktar Sjávarútv. cirka 22% af landsframl. ef mælt er miðað við hlutfall þeirra af heildarverðmætum útflutnings.
Cirka 80% útflutnings er fiskur + ál. Restin af undirstöðunni er síðan ferðamennska sem einnig skilar gjaldeyristekjum.
Má hugsa sér hagkerfið sem "debit" þ.e. allt sem kostar - síðan "kredit" þ.e. tekjur.
En innri markaður er svo smár hér - að hann skiptir nánast engu máli. Svo það má hugsa þetta sem gjaldeyrisskapandi vs. allt annað.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 31.10.2010 kl. 15:26
Heill og sæll; Einar Björn - sem aðrir gestir þínir !
Afbragðs vel unnin samantekt; og vil ég taka undir með Jónasi, og ályktunum hans, í ljósi þessarrar vönduðu greinar þinnar, Einar Björn.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.10.2010 kl. 15:56
Meiriháttar pistill! það er alla vega á hreinu að gjörbylta þarf öllum hugsunarhætti á Íslandi. Og það liggur á. Einmitt vegna þess að fólk er búið að gefast upp andlega og sumir líkamlega eftir öll gjaldþrot og kaos. Þegar nógu margir verða reiðir er stærsta hættan. Ég er hræddur um að pólitíkusar á Íslandi ráði raunverulega ekki.
Ég kann ekki að reikna svona enn ég tek undir með Jónasi hér að þetta er sá hreinasi útreikningur sem ég hef séð á bloggi. Og reyndar allsstaðar sem ég hef kíkt á þetta.
Þegar "passív atvinna" er búin til á færibandi af tekjum þeirra sem skapa gjaldeyrir, kemur alltaf einhverntíma að skuldadögum. Við skulum vona að ekki verði blóðsúthellingar....
Óskar Arnórsson, 31.10.2010 kl. 16:08
Fiskilíf í smábæjum útá landi myndi örugglega auka áhuga ferðamanna.
Vegna vaxandi ferðaþjónustu núna kæmi sér kanski betur fyrir okkur að fara 25-30 ár aftur í tímann allavega með sjávarplássin út á landi sem eru okkar arfleið og okkur ber að varðveita betur.
öruggasta atvinnan þar er í dag að vera ríkistarfsmaður og er verið að segja upp og draga saman.
Stóru útgerðarfélögin, bankarnir og allt kerfið eru OF STÓR fyrir þetta litla samfélag sem fær fyrir vikið of lítið til að geta lifað.
Það þarf að reseta þetta eitthvað tilbaka en 1900 er kanski full langt.
Jónas Jónasson, 31.10.2010 kl. 16:50
Ef Ísland væri togari og íbúar áhöfninn, er vafa samt að það væri neitt spennandi að vera útgerðarmaðurinn þegar kíkt er á áhöfninna. 30 skipstjórar í brúnni að rífast um hvert á að stefna, 10 stýrimenn og endalaust af vélstjórum. Svo eru örfáir hásetar miðað við yfirmenn.
Þegar illa fiskast, er alltaf hásetum sagt upp störfum fyrst á "þjóðartogaranum"...þannig er öll hugsun á Íslandi í dag. Það væri samt gaman að sjá þetta togaramódell útreiknað í alvöru.
Óskar Arnórsson, 31.10.2010 kl. 17:00
Takk Einar enn og aftur fyrir enn einn grunnpistilinn sem ætti að vera skyldulesning fyrir alla sem láta sig þjóðfélagsmál varða.
Ég persónulega er hættur að hafa samúð með híandi hýenum og bendi þeim kurteislega á að hugarfar þeirra sé rotið, engin hagfræðileg eða samfélagsleg rök styðji málstað þeirra.
Þetta er eins og að ræða við Ku Klux Kanara eða nýnasista, það rotnasta sem mannleg hugsun býður upp á.
Og hvar er kirkjan, hvar er hún??
Hvenær týndi hún sínum náungakærleik????
Skiptir meira máli að vera Samfylkingarmaður og Evrópusinni en að styðja bræður sínar og systur í neyð????
En hvað um það, þú ert allavega á vaktinni.
Kveðja að austan.
Ómar Geirsson, 31.10.2010 kl. 18:22
Mjög góður pistill Einar. Það er því miður flestum ljóst að ráðamenn landsins hafa litla þekkingu á hagfræði. Þau fáu úrræði sem komið hafa fram eru ekki nógu haldgóð og svo gloppótt að maður spyr sig hvort það sé gert viljandi.......
Lísa Björk Ingólfsdóttir, 1.11.2010 kl. 10:35
Takk fyrir pistilinn Einar.
Lísa, því miður virðast ráðamenn hafa litla þekkingu á hagfræði enda varla hægt að ætlast til þess að á alþingi sé fólk með fulla þekkingu á öllum málum. Það sem verra er að þau leita ráða hjá völdum hagfræðingum sem segja þeim það sem þau vilja heyra. Hagfræðingum sem láta fræðin ekki villa sér sýn á "hið eina rétta í póitík".
Íslendingar eiga mikið af velmentuðu fólki sem lætur fræðin ganga fyrir öllu. Til þessa fólks er ekki leitað ráða, það er ekki nógu "réttsýnt".
Gunnar Heiðarsson, 1.11.2010 kl. 12:17
Þakka góðan pistil, Einar.Staða okkar, Íslendinga, er mjög slæm. Ráðamenn hafa verið ómarkvissir í aðgerðum sínum og fjárglæframenn hafa fengið að leika lausum hala. Vonandi fáum við stjórn, sem við getum treyst til að taka almennilega til í þjóðfélagi okkar.
Kv.,KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 1.11.2010 kl. 12:39
Bæta við athugasemd
Innskráning
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar