Gríðarlega villandi umfjöllun á Silfri Egils - sjávarútv/landb. sagður 10% af þjóðarframl.

Það er hneykslanlegt hve langt er í dag seilst með ESB áróðrinum.

Sjá umfjöllun: Dr. Magnús Bjarnason Stjórnmálafr.

Þ.e. alveg rétt hjá stjórnmálahagfræðingnum, eins og hann vill kalla sig, að sjávarútv. flytur inn olíu - vélar og tæki. Einnig rétt, að það sama gerir landbúnaður.

  • Á hinn bóginn er það alveg klárt að sjávarútvegur flytur miklu mun meira út af verðmætum, en hann þarf að flytja inn - þ.s. þ.e. eftir allt saman útflutningur sem landið lifir á ekki satt! 
  • Á hinn bóginn, eins og sést af tölum að neðan, þá erum við ekki að lifa á útfl. landbúnaðarvara, en á hinn bóginn þá gerir landbúnaður annað fyrir okkur, þ.e. hann sparar okkur þann gjaldeyri sem annars myndi fara í innflutning þeirra vöruflokka er hann framleiðir.
  • Þannig, að ef sú framleiðsla minnkar til muna, þá þarf minnka einhvern annan innflutning á móti, nema að landið fari yfir í enn stærri vöruskipta halla en er hér vanalega - sem er varasamt þ.s. vöruskiptahalli getur leitt til skuldasöfnunar og síðan gjaldþrots, ef það kemur ekki nægilegt mótframlag á móti í formi erlendra fjárfestinga. Þá verður nettó skuldsöfnun fyrir þjóðfélagið - hagkerfið lifir um efni fram.
  • Landbúnaður er einnig að framleiða úr því sem landið sjálft gefur, fyrir utan innflutning á tækjum og eldsneyti fyrir þau tæki. En, landbúnaður getur alveg minnkað þann innflutning með því að láta tækin ganga fyrir metani, sem landbúnaðurinn sjálfur getur alveg framleitt. Ef, við gerum ráð fyrir þeim möguleika - þá getur þessi framleiðsla verið rekin fyrir mjög lítinn gjaldeyriskostnað á hvert tonn af framleiðslu. Þ.s. engin leið að komast hjá því, að ef landið fer yfir í að flytja hækkað hlutfall sinna neysluvara inn - að það feli í sér að aukna noktun á gjaldeyri per tonn per neysluvarning - þá þarf að minnka annan innflutning á móti ef við viljum forðast hættuna sem fylgir skuldsöfnun við útlönd. Það má alveg segja - að það sem við græðum á landbúnaðinum þjóðhagslega séð, sé einmitt þessi sparnaður á gjaldeyri.
  • Þ.s. fólk þarf að muna eftir, er að þó svo tekinn sé samanburður t.d. landbúnaði í Svíþjóð, þá er mjög - mjög mikill stærðarmunur á Svíþjóð og Íslandi - þ.e. milljónaþjóðfélag með landbúnað á allt öðrum skala. Hér er framleiðslan dæmd til að vera mjög litlum skala sbr. milljónaþjóðfélög alveg burtséð frá hugmyndum um stækkun búa hér þ.s. Ísland er svo smátt - raunveruleg stæðrarhagkvæmni er einfaldlega ekki möguleg vegna smæðar hagkerfisins - sem þíðir að framleiðslukostnaður verður alltaf ósamkeppnisfær við framleiðslu sem er á mun stærri skala en hér verður nokku sinni möguleg, þannig að ég verð að segja að miklar líkur eru til að framleiðsla hér myndi að stærstum hluta leggjast af eftir inngöngu í ESB, þ.s. mjólk framl. þ.s. hún er framl. í milljónum lítra verður alltaf hagkvæmari en framl. í þúsundum lítra, sama að kjötframl. þ.s. talið er í milljónum tonna fremur en þúsundum, þá á það sama við.
  • Það þíðir ekki að öll framleiðsla leggist af - en ég tel að massaframleiðsla fyrir almennan neyslumarkað muni gera það. Þ.s. muni lifa er þ.s. er nægilega sérstætt til að geta þrifist á jaðarmörkuðum þ.e. ekki í samkeppni við framl. milljóna þjóðfélagsins - sbr. hestarækt (en ísl. hesturinn hefur raunverulegt sérstæði), má vera að sauðfjárrækt (en ísl. kindakjöt er sérstæð vara) leggist ekki af alveg heldur fari yfir á markaði sem borga há verð fyrir sérstæða vöru - en nauta-, svína-, kjúklingarækt sem og framl. mjólkurvara myndi hverfa að mestu.
  • Niðurstaðan verði - heildar aukning á innflutningi. Sem þarf þá að mæta með aukningu útflutnings á einhverju öðru - hvað sem það er.

 

Ísland er þó ekki spennandi fjárfestingar kostur:

  1. Fjarlægð frá mörkuðum sem ekkert breytir.
  2. Laun þó lág sbr. Norðurlönd eru ekki lág á heimsbasís svo þrátt fyrir allt eru laun hér ekki nægilega lág til að það sé ástæða þess að koma hingað með starfsemi til að njóta lágu launanna.
  3. Að auki eru fiskimiðin fullnýtt ef við gerum því skóna að fiskifræðingar séu ekki vitleysingar sem mæli ekki rétt, þannig að ekki er hægt að auka útfl. með auknum veiðum.
  4. Þannig að þá er eftir það að búa til nýjar greinar eða auka aðrar sem fyrir eru sbr. ál. Það tekur slatta af árum - eitthvað í kringum 15-20 ár að byggja upp nýjar greinar.
  5. Þannig að við erum í reynd að tala um ál sem eina raunverulega mótvægið til að tryggja jafnvægi á móti þessum aukna innflutningi - ef við miðum við tímalínu ESB sinna. 

  • Það ætti því engum að koma á óvart að Samfó mælir í dag mjög ákveðið fyrir uppbyggingu fleiri álvera - þeir eru búnir að sjá þetta sama og ég sé.

 

Til að sjá raunverulegt vægi greinanna fyrir hagkerfið, ber að skoða tölur yfir útflutning - Hagstofa Íslands útflutningstölur:

                                          2009     2010

Sjávarútvegur......................42,3%....39,1%

Orkufr. iðnaðu.....................36,6%....43,6%

Landbúnaður.........................1,5%.....1,3%

Fiskur + Orkufr.iðn...............78,9%....82,7%

 

  • 80% útfl. eru fiskur og afurðir orkufreks iðnaðar.
  • Þessar tölur íkja þó vægi orkufreks iðnaðar þ.s. til að sjá raunveruleg vægi, þarf að draga frá útfl. áls innflutning súráls - sem er nokkurn veginn sama magn þó álið fullunnið sé verðmætara.
  • Að auki - þarf að draga frá hagnað eigenda sem sendur er úr landi.
  • Þannig að sjávarútvegur er okkar mikilvægasta grein.
  • Þessar tilraunir ESB sinna að draga upp villandi mynd af raunmikilvægi sjávarútv. - sbr. að benda á að hann sé einungis 7-8% af þjóðarframleiðslunni - það einungis sýnir hve gríðarleg sú uppbygging er orðin sem haldið er uppi af útflutningsgreinunum.
  • Ísland er komið aftur á byrjunarreit - með það að aðlaga sig að hagkerfum ESB ríkja.

 

Fullyrðingar þess efnis að tölur síðasta áratugar sýni að Ísland sé komið nær hagsveiflu ESB ríkja, eru stórlega villandi í besta falli.

  • Þú þarft virkilega að skoða umliðinn áratug eins og hálfviti til að halda slíku fram.
  • Síðasta áratug sannarlega var að því er virtist rífandi gangur og vaxandi á sama tíma og það var rífandi og vaxandi gangur í hagkerfum ESB, sérstaklega Evru svæðisins.
  • Ef þú gerir ekkert annað en að bera saman þessar tölur og álykta að þær tölur sýni að Ísland sé komið nær því að aðlagast Evru svæðinu - þá ertu hálfviti
  • Þetta var þegar bóluhagkerfi ríkti hérlendis - hagkerfi sem allir vita í dag að var ósjálfbært og hlaut að hrynja. Að þvert á móti, var jafnt og þétt að grafa undan grunnstoðum hagkerfisins samtímis sem þetta gékk á - þ.e. í dag fer megnið af fiskvinnslu fram erlendis vegna þess að á þessum tíma fluttist hún út vegna þess að hún bar sig ekki hér þá. Þess í stað er fiskurinn fluttur út óunninn. Svo við erum aftur kominn á þann stað, að þurfa að endurreisa hér fullvinnslu eins og fyrir mörgum áratugum.
  • Það skemmtilega kaldhæðnislega er að á sama tíma á Evrusvæðinu - voru bóluhagkerfi í eftirtöldum löndum: Írlandi, Spáni, Grikklandi og Portúgal. Eitt getur verið tilviljun en 4 eru það alls ekki. Þetta er ekki tilviljun - en þ.s. var í gangi var það að peningastjórnun Evru svæðisins, ól á slíku.
  1. Lágir vextir - sem ESB sinnar dásama og vilja endilega komast í. Þeir auka eftirspurn og hvetja til skuldsetningar þvert yfir þjóðfélagið, þ.s. þeir gera lánsfé ódýra leið til að fjárfesta í frekari munaðarvarningi sem þú vanalega hefur ekki efni á. Þannig magnar þetta upp neyslu.
  2. Síðan ef fer saman við það fyrra, að gengið fer jafnt og þétt hækkandi - en hækkandi gengi eykur kaupmátt sem einnig hvetur til frekari neyslu. Þá ertu með 2-falda kyndingu á hagkerfin þ.e. frá genginu og lausri peningahagstjórn.
  • Liðir 1 og 2 hefur mikla orsakatengingu við myndun bóluhagkerfa. En þau verða til þegar neyslua og fjárfesting, fer yfir strikið og hagkerfi fara að yfirhitna.
  1. Þ.s. aðrir stjórna vöxtum.
  2. Þ.s. aðrir stjórna gengi.
  • Innan Evruhagkerfis hafa stjv. einungis möguleika til að forðast myndun bóluhagkerfa, ef peningastjórnun er of laus og gengið fer hækkandi, með því að:
  1. Hækka skatta.
  2. Með því að skera niður framkvæmdir á vegum ríkis og sveitarfélaga.
  3. Það getur einungis beitt aðila vinnumarkaðar fortölum.
  • Ef aðilar vinnumarkaðar taka ekki þátt í því með ríkinu, að halda aftur af hagkerfinu með því að frysta launahækkanir - þá verður mjög erfitt að komast hjá bóluhagkerfi. En þá er allt þrennt í gangi að hita hagkerfið -
  1. Lágir vextir.
  2. Hækkandi gengi.
  3. Hækkandi laun.
  • Þjóðverjum tókst þetta betur en öðrum ríkjum Evrusvæðisins, þ.e. þ.s. þeir héldu launum hjá sér í frystingu allan umliðinn áratug, meðan laun hækkuðu annars staðar - mismikið þó, þá í reynd átti sér stað lækkun raungengi í Þýskalandi sbr. hin aðildarlönd Evrusvæðis.

The Economist: Euro follies

 

  • Misgengi raungengis í aðildarlöndum Evrusvæðis kemur mjög vel fram á myndinni tekin af vef The Economist. Takið eftir að bóluhagkerfis löndin eru einmitt löndin þ.s. raungengi hækkaði mest.

 

The Economist: Euro follies

 

  • Og þau 4. lönd eru akkúrat löndin sem í dag glíma við mestu efnahags örðugleikana innan Evrusvæðis.

Málið er, ef þú skoðar tölur eins og heimskingi: Þá er dregin sú sama ályktun og þegar Ísland var í bóluhagkerfi. En, fyrir utan Grikkland, þá var það í hinum 3. löndunum alveg eins og hér:

  1. Hagkerfin virtust vera farin að fylgja sömu hagsveiflu og hin löndin á Evrusvæðinu - en þó var ríkjandi hagkerfis ástand fullkomlega ósjálfbært í löndunum þrem ásamt Íslandi.
  2. Skuldir ríkisins fóru lækkandi í öllum þeim þrem og á Íslandi, þ.s. bóluhagkerfin framkölluðu mikla veltuskattheimtu, og ríkissjóðir greiddu niður sínar skuldir.
  3. Almennt séð uppfylltu öll ríkin fyrir utan Ísland er var með of háa verðbólgu og vexti öll skilyrði Evrusvæðisins. Ísland uppfyllti þá skilyrði um skuldir.
  4. En í dag er ekkert af þessum löndum þar með talið Ísland neins staðar nærri því að uppfylla nokkur skilyrða Evrunnar.
Í reynd er talnafræði ESB sinna stórlega gölluð og hefur alltaf verið.

Kallað að ljúga með tölum!



Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég fæ að setja þetta á fésbókina mína, ég er sammála þér um ESB sinnana nú skal öllu tjaldað.  Sannleikurinn má liggja á milli hluta hjá þeim...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.10.2010 kl. 23:40

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ekkert mál.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.10.2010 kl. 02:53

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Athugið: 

Ný byggingareglugerð fyrir hagkerfi hefur verið gefin út: grunnur og sökklar verða hér með lagðir niður þar sem svo fáir vinna við þessa þætti hagbyggingar vorrar. 

Eftir munu samt sem áður standa loftkastalar og doktorsritgirðngar með blómaskreytingum ESB-manna.

Í leiðinni mun Þýskaland íhuga að leggja niður iðnað hjá sér.

Með kveðju

Kommissar Ímat Úrmat 

Gunnar Rögnvaldsson, 25.10.2010 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband