Raunhæfasta spá ASÍ um efnahagsmál til þessa!

Nýjasta spá Alþýðusambands Íslands er til mikilla muna varfærnari en fyrri spár hafa verið - sem skv. minni skoðun stórlega eykur hennar trúverðugleika. 

Þ.e. ekki reiknað með álveri í Helguvík en þó er reiknað með stækkun Straumsvíkur ásamt byggingu Búðarhálsvirkjunar - en þó hefur LV nú tvisvar í röð verið neiðar um afgreiðslu láns, frá Þróunarbanka Evrópu.

Öll aukning fjárfestinga í atvinnulífinu virðist skv. áætlun þeirra, vera fyrir tilstilli þessa verkefnis.

Þeir telja svo mikla óvissu vera um Helguvík, að þeir treysta sér ekki að gera ráð fyrir henni, en einhverra hluta vegna, komast þeir ekki að sömu niðurstöðu um st. Straumvíkur / Búðarhálsvirkjunar verkefnið.

Augljós ábending:  Ef ekki verður af st. Straumvíkur / Búðarhálsvirkjunar verkefninu, þá minnkar hagvöxtur næsta árs. Sú aukning fjárfestingar verður ekki, en sennilega í staðin lítil aukning t.d. 10%.

Þá erum við sennilega að tala um hagvöxt innan við prósent.

Spá Hagdeildar Arion banka um 0,5% getur þá ræst. En sú gerir ekki ráð fyrir stórframkv.

Hvernig framvinda verður þá þaðan í frá - augljóslega verður ekki eins mikil aukning útflutnings, en þeir reikna með að aukning starfsemi Straumsvíkur, skili sér inn í tölur um útflutning frá 2012 en verði komið að fullu inn 2013.

Þeir eru bjartsýnir um að endurskipulagning skuldamála atvinnuvega verði komin á góðan rekspöl frá 2012, sem létti vaxtabyrði innlendrar starfsemi, svo að innlend fjárfesting muni skila jafnri aukningu í rúmum 20% eftir það. Því fylgir þá eðlilega aukning innflutnings, eins og þeir réttilega benda á.

2012 hefjist nýbyggingar húsnæðis, þ.s. þeir meta svo að uppsafnaður lager húsnæðis verði þá kláraður, svo að þörf fyrir nýbyggingar skapist frá og með 2012.

Mér lýst ílla á þann vaxandi viðskiptahalla, sem þeir reikna með.

Einna áhugaverðast: Er þ.s. þeir segja um atvinnuleysi - þ.e. að minnkun þess skýrist fyrst og fremst af fækkun fólks á vinnumarkaði - þ.e. í nám eða úr landi.

 

Spá ASÍ

                2010    2011   2012    2013

Hagvöxtur -3,7%   1,7%    1,7%   3,8%

Samneysla -3,3% -3,8%   -1,8%  -0,4%

Fjárfesting -24%   16%     22%    20%

Atvinnuv. -12%    33,9%  29,9%  22,6% (fjárfesting atvinnuvega)

Húsnæði  -21,9%   0,0%    8,0%   20,0% (fjárfesting húsnæði)

Opinbera  -30,5% -23,5%  -0,9%   1,0%  (fjárfesting opinbera)

Þj.útgj.    -3,7%     1,9%     4,2%   4,5%

Útflufl.     -1,9%     1,0%     2,7%   5,4%

Innfl.       -1,5%     1,0%     8,6%   7,2%

Verðbólga   5,4%     1,9%     1,7%   1,9%

Atv.leysi    8,2%     7,7%      6,8%   6,1%

Viðsk.jöfn.-0,9%   -0,3%     -4,1%  -4,7%

 

Punktar teknir úr greinargerðinni er fylgir spánni:

  • "Til að setja vaxtakostnað ríkisins í samhengi má nefna að í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir að vaxtakostnaður ríkisins verði 75 milljarðar króna á næsta ári sem er tæplega 16% af áætluðum heildartekjum ríkisins það ár."
  • "Til samanburðar eru heildarútgjöld ríkisins til menntamála á árinu 2011 áætluð 56,5 milljarðar og til heilbrigðismála 97,6 milljarðar."
  • Efnahagsáætlun stjórnvalda byggir á hagfelldari þróun efnahagsmála, en hér er dregin upp. Gangi spá hagdeildar eftir eru líkur á að skatttekjur ríkisins verði lægri og útgjöldin meiri en (fjárlaga) frumvarpið gerir ráð fyrir og því þarf mögulega að grípa til strangari aðhaldsaðgerða. Aukinn niðurskurður og skattheimta mun hægja enn frekar á innlendri eftirspurn og seinka efnahagsbatanum.
  • "Í nýlegri könnun meðal forsvarsmanna stærstu fyrirtækja landsins segjast þorri þeirra gera ráð fyrir því draga saman eða halda óbreyttum fjárfestingum sínum á næstunni en aðeins tæplega fimmtungur hyggst auka fjárfestingar."
  • "Fækkun starfsfólks er fyrirhuguð hjá 28% fyrirtækja, 14% hyggst fjölga starfsmönnum en 58% býst við óbreyttum starfsmannafjölda. Þetta er heldur dekkri sýn en kom fram í síðustu könnun."
  • "Á árinu 2011 er áætlað að fjárfesting atvinnuveganna verði borin upp af umræddri uppbyggingu í Straumsvík og þeim verkefnum sem flutt verða frá hinu opinbera í einkaframkvæmd en á árunum 2012 og 2013 muni aðrar atvinnuvegafjárfestingar taka við sér í kjölfar þess að draga fer úr óvissu í rekstrarumhverfi og vinnu við endurskipulagningu fyrirtækja lýkur."
  • "Talið er að enn séu til byrgðir af nýju húsnæði til allt að tveggja ára eftir miklar offjárfestingar í íbúðabyggingum á árunum 2005-2008. Því er gert ráð fyrir að íbúðafjárfestingar verði takmarkaðar næstu tvö árin en að þær taki að aukast á ný á síðari hluta árs 2012 og á árinu 2013."
  • "Þegar staða heimilanna fer að vænkast á árunum 2012 og 2013 og fjárfestingar atvinnuveganna taka við sér er gert ráð fyrir að innflutningur bæði neyslu og fjárfestingarvara fari vaxandi."
  • "Minni eftirspurn eftir vinnuafli leiðir óhjákvæmilega til aukins atvinnuleysis. Á móti kemur að fólk lagar sig að breyttum aðstæðum, t.d. með því að hverfa af vinnumarkaði tímabundið, fara í nám eða flytjast af landi brott. Þessi sveigjanleiki veldur því að atvinnuleysið verður minna en ella."
  • "Á þriðja ársfjórðungi 2009 höfðu t.d. tapast um 12 þúsund störf miðað við sama tíma árið áður. Fjöldi atvinnulausra hafði hins vegar aðeins aukist um sex þúsund þar sem fjöldi á vinnumarkaði hafði minnkað um önnur sex þúsund."
  • "Á öðrum ársfjórðungi í ár fjölgaði starfandi einstakingum milli ára í fyrsta skipti síðan fyrir hrun og atvinnulausum fækkaði. Minna atvinnuleysi virðist þó fyrst og fremst skýrast af því að karlar hafa yfirgefið vinnumarkaðinn, hugsanlega á leið úr landi. Mikil umskipti urðu einmitt í brottflutningi til og frá landinu árið 2009 en þá fluttu 4.835 fleiri frá landinu en til þess, 2.466 fleiri Íslendingar og 2.369 fleiri erlendir ríkisborgarar."


Niðurstaða

Það sem þessi spá sýnir mjög vel, er þann dauða er ríkir í hagkerfinu í dag. Samt tel ég hana ívið í bjartsýnni kantinum miðað við mína sýn á þróun næstu missera.

Sennilega er áhugaverðasta ábendingin frá Hagdeild ASÍ, að minnkun atvinnuleysis - sem Steingrímur hefur státað af - sé sennilega tilkomin vegna brottflutnings vinnandi handa af landi brott. En, hann hefur greinilega verið að íja að árangri ríkisstj. við efnahagsstj. sé um að þakka. En, störf í ár eru einungis í kringum 500 fleiri en í fyrra, en mun meira muna í tölum um fj. atvinnulausra - svo ábending Hagdeildar ASÍ er sennilega rétt.

---------------------

Hvað vil ég gera - skoðið þessa færslu: Eigum við að láta erlenda aðila reisa virkjanir fyrir álver hér á landi?

 


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband