Það er reyndar til önnur aðferð við skuldaniðurfellingu - ef einhver þorir að fara hana!

Þessari aðferð var reyndar beitt á árum áður fremur óviljandi en viljandi, þá er ég að vísa til tímabilsins á 8. áratugnum er vextir voru neikvæðir og lán því gjaffé!

Í dag er einmitt vandi, að þörf er á að lækka skuldir - og rifrildið snýst um hvort á að afskrifa flatt eða ekki, eða eins og Þórólfur Matthíasson leggur til þ.s. hann kallar LÍN leið -

 

Hagfræðiprófessor segir tillögur um almenna skuldaniðurfærslu galnar

Ég hef talað fyrir því að tekin verði upp svokölluð Lín-lánaleið varðandi húsnæðislánin í staðinn fyrir það að þú sért að borga fasta krónutölu á mánuði að þá sértu að borga fast hlutfall af tekjum þínum. Ef tekjurnar detta niður í ekki neitt þá borgarðu ekki neitt án þess að eiga á hættu að fá fógetann í heimsókn.

 

- en hún er ekki án alvarlegra galla, þ.s. hún myndi skapa gríðarlega öflugann hvata fyrir fólk til að vinna svart, til að hækka sín lífskjör án þess að greiðslur af skuldum fari upp.

 

Hver er aðferðin sem ég sting uppá?

Hún er, að:

1. Afnema verðtryggingu - 1,2 og 3.

2. Frysta vexti og þá alla vexti í þjóðfélaginu um tíma.

3. Síðan aflétta höftunum.

Eins og allir vita, þá fer fram stór verðfelling á krónunni þ.s. svokölluð krónubréf einnig kölluð jöklabréf streyma út úr hagkerfinu - gjaldeyrir streymir út en krónur inn á sama tíma, og krónan verðfellur stórt vegna þeirrar aukningar peningamagns!

  • Ef allir vextir eru viljandi frystir yfir það tímabil er ný verðbólgubylgja mun ganga í gegn.
  • Þá verða þeir klárlega neikvæðir um tíma.
  • Þá auðvitað endurtekur sig þ.s. átti sér staða á 8. áratugnum:
  1. Lán.
  2. Inneignir.
  • Hvort tveggja verðfellur.


En það tvennt þarf sennilega hvort sem er að haldast í hendur - þ.e. inneignir og lán, svo bankakerfið rúlli ekki dúndrandi á hausinn.

En, ef lán eru lækkuð þá minnka eignir í bankakerfinu, þ.e. frá sjónarhóli þess þ.s. lán eru þess aðaleign. En, frá sjónarhóli bankakerfisins eru inneignir skuldir þess við inneignareigendur, þannig að ef lán eru lækkuð án þess að inneignir lækki einnig, þá er erfitt að sjá hvernig bankakerfinu verði forðað frá hruni.

En skv. AGS er bankakerfið þegar á barmi gjaldþrots - sbr.  : IMF Staff Report Iceland Third Review

Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".

  • Skv. eru 45% lána í bankakerfinu í veseni þ.e. "non performing".
  • En eins og sést aðeins neðar á sömu bls. er meðal-eiginfjár staða þeirra 17%.

 

Niðurstaða

Þ.e. enginn vafi á að ofangreind leið er möguleg þ.s. eftir allt saman hefur hún verið farin áður. Að lækka jafnharðan lán og inneignir getur verið eina mögulega leiðin, þ.s. þá versnar ekki staða bankakerfisins sem er á gjaldþrots brúninni nú þegar skv. AGS þ.s. skuldir og eignir eru lækkaðar um sama hlutfall.

Athugasemdir vel þegnar!

--------------------------Gallar?

Helsti gallinn er sennilega sá - að að gjaldeyrisvarasjóður mun þá líklega  hafa minnkað um 400 milljarða þ.e. úr liðlega 700 í cirka 300.

Við munum eiga einskis annars úrkosti en að fara í samninga við kröfuhafa Íslands um endurskipulagningu skulda - en þeir 300 milljarðar munu vart duga út 2013.

En krónu-/jöklabréfin verða farin - og krónan verður aftur komin á markaðsgengi. 

Einhver hugsanleg lagaleg vandkvæði geta verið á þessari leið - en ég held samt að hún standist eignarréttar ákvæði stjórnarskrár þ.s. um er að ræða að gengið falli sem lækkar eignir viðkomandi en ekki að sú lækkun per se sé framkvæmd með beinni stjórnvalds aðgerð.

Fyrirtæki sem skulda í erlendu geta rúllað þegar skuldir þeirra hækka í krónum talið - sem getur orsakað viðbótar samdrátt hagkerfisins og aukningu atvinnuleysis.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þetta er leið sem ég hef skoðað og talið físilegan kost. þ.e. að afnema verðtryggingu einhliða og þak á vexti. Skuldari mun vinna til baka höfuðstólshækkanir með tímabundinni neikvæðri raunávöxtun húsnæðislána. þetta mundi auka greiðslu vilja þeirra sem eru með neikvæða eigin fjárstöðu og setja mikla pressu á fjármagnseigendur að viðhalda stöðugleika og lágri verðbólgu. Gallarnir eru hinsvegar þeir að hér gæti orðið viðvarandi verðhjöðnun næstu árin,ef t.d. gjaldeyrisstríð stórveldanna verður að veruleika. Þá gæti þessi leið orðið varasöm. Tel betra að fara leið HH þar sem þak á verðbætur eru reiknaðar aftur í tímann.

Ragnar Þór Ingólfsson, 11.10.2010 kl. 13:44

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Fyrst þarf verðbólgan vegna gengisfellingar að sjatna - auk þess er hægt að kynda undir henni með peningaprentun.

Auðvitað er það stórfelld hætta fyrir peningakerfi heimsins, það gjaldmiðlastríð sem virðist í uppsiglingu - þegar í startholum.

Þ.e. auðvitað stórt óvissu atriði en þá fyrir alla jafnt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.10.2010 kl. 15:18

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

En bíddu nú við, þú ætlar að taka höftin, leyfa öllum að fara úr með krónur, tólerera heilmikla verðbólgu hér um tíma (hvesru langan...?) svo að (a) peningalegar eiginr allra rýrna, allt mun hækka töluvert í verði...

Er þetta ekki að fara úr slæmu ástandi í annað slæmt ástand, úr öskunni í ... kviksyndi??

Skeggi Skaftason, 11.10.2010 kl. 20:58

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Tja - Skeggi, góð spurning reyndar. Þ.e. alveg rétt að mikill fjármagnsflótti er líklegur, ef höftunum er aflétt, og þá ekki einungis krónubréf. Á hinn bóginn, þá get ég ekki séð núverandi sittuasjón sem - sem sittugasjón sem er á leið í jafnvægi.

Ég nefni, slæm lán í bankakerfinu skv. bókfærðu virði 63% af heildarlánum, en 45% ef miðað er við kaupverð þeirra. Heimild AGS.

Ég nefni uppreisn skuldara - sem líkleg er að koma aftur fram af krafti, ef þeir fá ekki þær lækkanir skulda er þeir óska eftir.

Því miður - er allt þegar í björtu báli, spurning fyrst og fremst, hvaða óyndisúrræði, getur á endanum siglt skútunni þaðan út.

Ég held engu öðru fram en að þ.s. ég nefni sé óyndisúrræði.

En ég sé enga leið - og þá meina ég enga, til að komast hjá lækkun skulda almennings og atvinnulífs - og hafandi rjúkandi rúst stöðu bankakerfisins; þá sé ég ekki að það verði nokkur hægarleikur að framkalla þessa skuldalækkun, án þess að það leggist aftur á hliðina.

Þess vegna nefni ég þessa leið - þ.s. eftir allt saman, að ef krónueignir hvort sem um er að ræða skuldir eða inneignir, eru lækkaðar um sömu prósentu jafnfætis, þá ætti peningalegt jafnvægi krónueigna þar ekki að raskast.

Auðvitað er fjárstreymið úr landi líklegur veikleiki - en ég verð þó að benda á að verðgildi króna er mjög lágt erlendis, og fólk mun standa frammi fyrir enn lægra skiptaverðgildi hennar erlendis við þessar aðstæður, ef það reynir að forða peningaeignum úr landi og reyndar enn hraðar lækkandi ef e-h er en hér.

Það mun hamla gegn þessu streymi all-nokkuð.

En allt annað mun gilda um fé á gjaldeyrisreikningum - það fer.

---------------------

Svo fremi sem ofangreint nær að slá umtalsvert á fjármagnsútstreymi, þá ætti verðgildi krónu aftur að ná jafnvægi - þ.e. eftir allt saman þá hefur hið starfandi hagkerfi nokkuð verðmæti og innflutningur ætti að minnka hratt, þar með afgangur af vöruskiptum aukast, útflutningur styrkjast enn; sem ætti að hjálpa krónunni að ná nýju jafnvægi fyrir rest.

Síðan auðvitað, aukin samkeppnishæfni útflutning ætti að styrkja möguleika til hagvaxtar, auðvitað ásamt lækkuðum skuldum.

Fyrirt. og einst. er skulda í gjaldeyri, fara eðilega á hausinn. En þ.e. ekki endilega neikvætt, þ.s. þá minnkar fjárstreymi úr hagkerfinu vegna greiðslu af erlendum lánum.

Atvinnutækin verða enn til staðar - þó sem dæmi mörg sjávarútvegs fyrirtæki rúlli, og bendi ég þá á þann möguleika að starfsmenn myndi um reksturinn samvinnufélög. En þau hafa þann kost, að ekki þarf mikið fjármagn í upphafi. Rekstrarformi er hægt að breita síðar.

Þetta er í raun og veru annað hrun, en að lokum þeirri hreinsun væri eftir þau fyrirt. sem hafa passað sig á að sökkva sér ekki í skuldir. Þau ættu að geta eflt sinn rekstur mjög hratt, þ.s. svo mikið framboð verður af hrundum rekstri út um allt, sem hagkvæmt myndi vera að taka yfir.

Það ásamt samvinnurekstrarformi þ.s. starfsmenn hafa kjark og þor að leggja í slíkt, ætti á segjum 15 árum að koma skútunni aftur í sæmilegan rekstur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.10.2010 kl. 23:39

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Með fjöldahruni þeirra er skulda erlend lán - frekari minnkun innflutnings - sem sagt stærri afgangi af vöruskiptum, ætti uppsöfnun fjármagns að geta hafist að nýju í hagkerfinu - þ.e. nettó.

Auðvitað verður útbreidd fátækt vandi - og ég legg til að svipuðum úrræðum verði beitt eins og á kreppuárunum, þ.e. matarmiðum til fátækra fjölskylda. Það getur einnig verið sniðugt, að taka upp skólabúninga og dreifa þeim frítt til fátækra, svo stigma vegna tötralegs klæðnaðar sumra barna, fari ekki að skapast.

Ég er að tala um lífskjör sennilega nálægt þeims stað og Ísland var í, snemma á 8. áratugnum, þegar landið var að skríða úr kreppunni eftir að síldin hvarf. Ég á samt ekki von á, að það muni taka 30 ár að ná sæmilegum lífskjörum aftur. 

Það eru ímis mistök er voru gerð áður, sem við getum forðast. Þekking vinnuaflsins hverfur ekki sjálfkrafa. Eftir svo djúpa dýfu, þegar þá ætti hagvöxtur að geta náð hárri prósentu í fyrstu.

Þó svo að erlendir aðilar muni eiga veð í atvinnutækjum og húsum hrundra fyrirt. - þá ætti það vera þeim í hag, að koma þeim í rekstur sem fyrst, svo þeir ættu ekki að þvælast fyrir því, að þeim sé aftur komið í rekstur.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.10.2010 kl. 23:49

6 Smámynd: Jón Magnússon

Þú átt heiður skilið Einar fyrir að leita lausna með þessum hætti á máli sem ekki verður komist hjá að leysa.

Vandinn er sá að stjórnmálamenn hafa ekki enn áttað sig á að það verður ekki komist hjá því að leiðrétta lánaokrið í samfélaginu. Spurningin er ekki um nauðsyn þess heldur með hvaða hætti það verður útfært og þú bendir á eina leið sem er góðra gjalda verð. Ég hef viljað bakfæra höfuðstólana. Spurning hvort er betra.

Jón Magnússon, 12.10.2010 kl. 10:03

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk - Jón - þessi leið hefur einn kost fyrir utan það sem ég hef nefnt, að ég held að hún sé ekki háð neinum augljósum lagalegum vandkvæðum.

En sumar aðrar leiðir geta lent í málavafsturs stöggli, jafnvel í átökum við tiltekið ákvæði stjórnarskrár.

Þ.e. ekki svo held ég við þetta þ.s. eigendur skulda hafa enga kröfu á ríkið í tengslum við ákvarðanir vaxta - eða ég efa það stórlega - né tjón sem þeir verða hugsanlega fyrir af völdum verðbólgu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.10.2010 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband