Skv. fréttatilkinningu AGS, fá íslensk stjórnvöld háa einkunn, hlutir gangi almennt vel, og það stefni í hagvöxt á næst ári, útlitið gott!

Þetta fær mann til að muna eftir því, að þeir töluðu einnig um, að hagvöxtur hefði verið hér þetta ár, á öðrum fjórðungi. Síðan kom í ljós að það var samdráttur. Sannast sagna veit ég ekki á hverju þeir byggja sínar spár, en ég óttast að þær séu á grundvelli upplýsinga Fjármálaráðuneytis Íslands.

En Seðlabanki Íslands spáir upphafi hagvaxtar á 3. ársfjórðungi þessa árs, þeim sem stendur enn yfir. 

Síðan reiknar hann með rúml. 2. prósenta hagvexti á því næsta, og síðan 1,7 2012.

Þetta treystir á að af meiriháttar álvers framkvæmdum raunverulega verði!

Með öðrum orðum, ég efa að AGS viti mikið um ísl. hagkerfi nema í gegnum gleraugu ísl. stjórnsýslu og Seðlabanka Íslands, og þau gleraugu vitum við sjá bara þ.s. þau vilja sjá - þ.e. skv. þeim gleraugum eru grænir hagar framundan og skuldir munu hverfa eins og dögg fyrir sólu, fyrir meðvindi öruggs hagvaxtar.

Því miður, er mér algerlega fyrirmunað, að sjá þessa glæstu framtíð!

-------------------------------

IMF Completes Third Review Under Stand-By Arrangement for Iceland

Mr. Murilo Portugal, Deputy Managing Director and Chair, stated:

“Iceland has made impressive progress under its Fund-supported program, reflecting the authorities’ strong policy implementation and readiness to adapt policies when warranted. While the economy still faces headwinds, a rebound in growth is on the horizon, with the mildly undervalued krona and planned investment projects lending support to economic activity. The downward trend in inflation should continue, supported by the stable krona.

“The authorities have made progress towards restoring the financial system. Recent legal uncertainty about banks’ foreign exchange linked loans and their capital has diminished, and a framework is in place to ensure that capital requirements will be met. The revised framework for household and corporate debt restructuring will be helpful and the relief this provides to borrowers should support the economy.

“There has been considerable progress towards consolidating the fiscal position. The 2011 budget marks a milestone, with the general government projected to return to a primary surplus. Given the robust projected public debt dynamics, there may be scope in future to moderately scale back the targeted adjustment if financial sector contingent liabilities prove contained.

“Rebuilding Iceland’s international reserves is a priority. This will pave the way for capital account liberalization and the country’s reintegration into global financial markets. The careful monetary policy strategy adopted by the central bank, including the newly introduced foreign exchange purchase auctions, is delivering results and should be continued.

“In the medium term, strengthening Iceland’s policy framework will be critical. The authorities have improved budget planning and execution significantly and have legislated a stronger framework for bank regulation and supervision. Important steps ahead include reform of the local government fiscal framework and implementation of the financial sector supervisory reforms.”

-------------------------------

  • Eins og þarna kemur fram, byggist hagvöxtur á lágu gengi krónu - annars vegar - og - hins vegar - risaálversframkvæmdum.
  • Þeir telja að aðgerðir stjórnvalda til að hjálpa heimilum og fyrirtækjum að endurskipuleggja sínar skuldir muni hjálpa hagvextinum.
  • Þeir telja að næstu fjárlög, muni marka stórt skref þ.s. í fyrsta sinn sé reiknað með að fjárlög verði hallalaus, áður en reiknað er með afborgunum af skuldum.
  • Þeir eru ánægðir með peningsstefnu Seðlabanka og vilja að henni verði haldið áfram.

 

Engar stóryðjuframkvæmdir?
Það virðist ekki útlit fyrir að nokkur af áformuðum stórframkvæmdum, þ.e. 2 ný risaálver á stærðarskala Reyðaráls, ásamt stækkun Straumsvíkur - fari af stað.

  • Vandinn snýr að fjármögnun þeirra virkjana sem innlend orkufyrirtæki þurfa þá að standa straum af.
  • Nýverið neitaði Þróunarbanki Evrópu í annað sinn láni til framkvæmda við Búðarhálsvirkjun, sem átti að knýja stækkun Straumsvíkur álvers. 
  • Aðrar framkvæmdir virðast manni enn fjær því að geta fengið fjármögnun, en þ.s. Straumsvík er starfandi álver, þá er klárlega minnst áhætta fyrir erlenda banka að lána út á þá framkvæmd. Þannig, að ef sú fjármögnun er ekki einu sinni að ganga, þarf vart að reikna með hinum.
  • En fréttir hafa borist nýverið um, að álfyrirtækið er hefur verið að áforma risaálver á Reykjanesi, sé við það að hætta við allt saman. En, þær framkv. skv. upphaflegum áætlunum áttu að vera í fullum gangi á þessu ári. En, ennþá er ekkert hægt að segja til um hvort eða hvenær þær fara af stað.
  • Ég get því ekki betur séð, en að við séum "screwed" - þ.e. án risaframkvæmdanna sé ekki nokkur von þess, að áætlun ríkisstjórnarinnar og AGS gangi upp.
  • En án álveranna er vart að búast við miklum eða jafnvel nokkrum hagvexti, en spá upp á rúm 2% og 1,7% 2012 frá Seðlabanka byggir á því að álversframkvæmdir fari af stað ekki seinna en 2011.
  • Þá verður ekki heldur af þeirri tekuaukningu sem reiknað er með að ríkissjóður fái, svo hann geti staðið undir afborgunum þeim sem fyrirséðar eru, af lánunum í gegnum AGS prógrammið þegar þau falla á gjalddaga.

 

Skv. Orðum Seðlabanka ( Peningamál, 18. ágúst 2010 ): "Enn ríkir mikil óvissa um framgang áætlaðra stóriðjuframkvæmda. Í þeirri spá sem hér er birt er reiknað með að framkvæmdir sem áætlað var í maí að yrðu við Helguvíkurverksmiðjuna í ár flytjist að mestu leyti yfir á næsta ár. Framkvæmdum sem áætlaðar voru á árunum 2011 og 2012 hefur einnig verið hliðrað til í tíma um sem nemur u.þ.b. einu ári. Þá er einnig ljóst að nokkuð dregur úr framkvæmdum við orkuvinnslu í ár. Samanlagt hefur þetta í för með sér að fjárfesting í stóriðju verður svipuð í krónum talið í ár og á síðasta ári en að magni til er gert ráð fyrir um 15% aukningu milli ára í stað 45% í maí. Þessi tilfærsla gerir það að verkum að aukningin verður meiri en ella á næsta ári en heldur minni árið 2012. Aukning í útflutningi stóriðjuafurða seinkar með samsvarandi hætti."

 

  • Enn ríkir mikil óvissa - ég þakka Seðlabanka mönnum fyrir hreinskilni - en þetta þíðir það sama og að mikil óvissa ríki um framgang efnahags áætlunar stjv. og AGS.

 

AGS ánægt með aðgerðir til að hjálpa heimilum og fyrirtækjum

Ég veit ekki hvort ég á að hlægja eða gráta yfir þessu - en þjóðfélagið er nú skekið af fréttum af því, að verið sé að selja ofan af fjölskyldum í hundraða tali.

Stefnir í að yfir 1000 fjölskyldur missi heimili sín á næstunni.

Þetta ár hefur innlend fjárfesting aldrei verið minni frá seinni heimsstyrrjöld. Fyrirtæki kvarta yfir seinagangi og lélegri fyrirgreiðslu banka og stjv. Á sama tíma og skattar á atvinnulíf fara hækkandi.

Hærri vextir en nauðsyn ber til minnka umráðafé einstaklinga og fyrirtækja.

Allt ber að sama brunni, þ.e. skuldakreppa virðist magnast hjá hvoru tveggja almenningi og fyrirtækjum, og ef ekki verður stór breyting á, þá mun hún hamla hagvexti til margra næstu ára.

 

Annar ársfjórðungur 2010, Hagstofa Íslands

  • Einkaneysla,   - 3,2%
  • Samneysla,    + 1,0%
  • Fjárfesting,     - 4,7%
  • Útflutningur,   + 2,8%
  • Innflutningur, - 5,1%
  • Þjóðarútgj.,    - 7,4%
  • Hagvöxtur,    - 3,1%

Samanburður á 2. ársfjórðungi 2009 við annan ársfjórðung 2010

Hagstofa Íslands 

  • Einkaneysla             -2,1%
  • Samneysla              -1,9%
  • Fjárfesting            -26,3%
  • Birgðabreytinga       -2,8%
  • Þjóðarútgj, alls        -8,8%
  • Útflutn. vöru og þj.  +3,2%
  • Innfl. vöru og þj.    +5,0%
  • Verg landsframl.      -8,4%

 

  • Tölurnar frá Hagstofu Íslands virðast sýna þetta þ.e. viðvarandi samdráttar og hrunástand.

 

AGS þykist sjá bjartar horfur framundan með næstu fjárlög

Ég velti fyrir mér, með akkúrat hverjum starfsmenn AGS starfa þ.e. hvort þ.e. Fjármálaráðuneytið, því þ.e. áhugavert í ljósi ofangreindrar bjartsýni, að sjá orð Seðlabankamanna -

Skv. Orðum Seðlabanka ( Peningamál, 18. ágúst 2010 ): 

"Skatttekjur ríkissjóðs voru 14 ma.kr. undir áætlun á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Lægri tekjur af veltusköttum skýra frávikið að mestu"

"...kann það að hafa áhrif á fjárlagavinnu fyrir næsta ár þar sem markmiðinu um jákvæðan frumjöfnuð verður að ná á næsta ári samkvæmt efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins."

 

Sem sagt, samdráttur miðað við þ.s. gert hafði verið ráð fyrir, dróg úr skatttekjum ríkisins. Og skv. skýrslu Seðla Banka manna þá búast þeir við að þetta hafi neikvæð áhrif á fjárlög.

Síðan verður spennandi að sjá, hvort spá Seðlabanka manna um hagvöxt á 3. ársfjórðungi rætist.

En, ef hún gerir það ekki, þá mun aftur sjá neikvæð áhrif á tekjur ríkissjóðs.

Auðvitað, ef ekki verður af stóryðjuframkvæmdum - sbr. aðra neitun Þróunarbanka Evrópu, þá versnar enn í því, því þá er hagspá Seðlabankans fyrir næsta ár fokin út um gluggann og þ.s. verra er, sjálft efnahagsplanið.

 

AGS ánægt með peningamála stefnu Seðlabanka

Vitað er að sú stefna er skv. fyrirmælum AGS, en vandinn við hana er að vextir eru mun hærri en þeir þurfa að vera þ.s. sú verðbólga sem er til staðar, er ekki með nokkrum hætti til komin fyrir tilverknað eftirspurnar þrýstings frá hagkerfinu - en þar ríkir þvert á móti samdráttur - heldur eingöngu eftirhreytur gengisfallsins stóra um árið. 

Sú bólga er að hverfa algerlega af sjálfu sér, og vextir hafa alls engin áhrif á hana þ.s. hún er einungis komin til fyrir tilverknað breytingar á gengisskráningu.

Hafandi í huga ástand samdrátta, væri fullkomlega óhætt að setja stýrivexti í 0.

Þ.e. allt í lagi að þeir séu neikvæðir, þ.s. bankar munu þá þess í stað nýta sér þann vaxtamun og við mælda verðbólgu, og geta boðið lægri vexti á sýn lán en þeir geta í dag.

Lækkun vaxtagjalda miðað við hve alvarleg skuldsetning er útbreidd, myndi skila mjög miklu bæði til fyrirtækja og fjölskylda.

 

Nauðasamningar - eina vonin til að forða greiðsluþroti!

Ég get ekki séð að núverand stefna hafi nokkra von til þess að skila þeim árangri, sem enn er rætt um að hún skili. Þá þarf Plan B. Þá á ég við samninga við kröfuhafa Íslands. Þá vil ég safna þeim öllum saman, svo hægt sé að semja við alla í einu.

En ef samið er við Breta og Hollendinga, þá eru enn reiðir krónubréfaeigendur eftir auk hinna ímsu banka er við skuldum stórfé.

Hvað væri að því, að fá þá alla í einu á eitt sameiginlegt samningsborð, t.d. í gegnum hinn svokallaða London process? Sjá London Club

En þ.s. okkar skuldir fyrir utan þær tengdar AGS eru einna helst við einkaaðila, þá getur það ferli verið gagnlegt. Einn helsti kostur London ferlisins, er að á bakvið það stendur engin ríkisstjórn né einhver stór alþjóðleg stofnun þ.s. óvinveittar ríkisstj. geta verið að skemma fyrir okkur, þess í stað er þetta algerlega á grunni frjálsra samninga milli aðila, en með milligöngu aðilanna er skipa London Klúbbinn.

Mér sýnist þetta mun skynsamlegra en núverandi stefna, þ.e. að stefna að allherjar endurskipulagningu okkar skulda, ekki síst í ljósi þess að hagþróun er ekki að standast væntingar auk þess, eins og ég tók fram áðan, að öll stóryðjuverkefni án undantekninga eru í vandræðum - sem fátt bendir til að muni leysast.

 

Niðurstaða

Það er dálítið sérstakt að verða vitni að umræðunni frá ríkisstjórninni og fylgismönnum hennar, og síðan fulltrúum AGS; og síðan sjá með eigin augum hvað er að gerast úti í þjóðfélaginu.

Þ.e. eins og 2 veruleikar séu í gangi á sama tíma, þ.e. þeir sem stjórna, þeirra fylgismenn og AGS; hafa eina veruleikasýn. En, almenningur - fjölskyldur sem verið er að selja ofan af, fjölskyldur sem þurfa að þiggja matargjafir, bankakerfi sem svo augljóslega er á fallsbrúninni, fyrirtæki sem stynja undan allt of háum skuldum og virðast hvergi geta sig hrært - síðan tölur er sýna ekkert annað en áframhaldandi samdrátt.

Mín skoðun / niðurstaða, þvert ofan í bjartsýnisheimsmynd þá sem kemur fram í fréttatilkynningu AGS, er að: Einungis 2. leiðir séu í boði fyrir Ísland, þ.e. nauðasamningar eða greiðsluþrot.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Einar.

Ég skil ekki landa mína, þá sem vilja ekki standa í blóðugum vígaferlum, að þeir skuli ekki flykkjast inn á síðu þína og koma með málefnaleg innlegg um það sem þú ert að benda á.

Það sem ég tel að þú sért að sýna fram á, fyrir utan meint greiðsluþrot okkar, er að hagvöxtur AGS, ef af verður, muni byggjast á stórframkvæmdum fjármagnaðar með frekari lántökum.  Það muni þýða velmegun fyrir þá sem eru í aðstöðu til að hagnast á slíkum framkvæmdum, en aðrir munu lítið góðs njóta.

Hinar raunverulegu forsendur hagvaxtar, almennar fjárfestingar eru í sögulegu lágmarki.  Og neysla, sem líka er drifkraftur, hún dregst saman.

Og til hvers að hafa tilbúinn skuldahagvöxt ef lífskjör almennings eru í skötulíki vegna of mikillar skuldsetningar???

Hvað hefur almenningur út úr slíkum skuldahagvexti???

Það er ótrúlegt að fólk skuli ekki ræða þessar spurningar, hvað veldur???

En svona upplýsingar og svona framsetning er ómetanleg fyrir okkur stríðsmennina þegar að því kemur að menn staldri við og íhugi hvað menn vilji að taki við þegar útburðurinn hefur verið borinn út.  

Vona því að þú haldir þessu þarfaverki áfram, gæði í hugsun og framsetningu standa alltaf upp úr þó hljótt fari á tímum átaka og vígaferla.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 1.10.2010 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 856011

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband