Staðan er einfaldlega skelfileg! Tal ríkisstj. og stuðningsmanna, allt frá áramótum 2009 og 2010, þess efnis að útlitið sé betra en horfur hafi verið um, virðast nú innihaldlaust raus, sem einföld áhorfun á raunstöðu geri að hreinu kjaftæði!
Tölur Hagstofu Íslands um hljóta að hafa komið eins og köld vatngusa yfir menn, innan ríkisstj. flokkanna, en forsætisráðherra var svo sérdeilis óheppin að hafa lýst því yfir kvöldið áður að horfur í efnahagsmálum bæru vott um glæsilegann árangur í því, að snúa efnahagsmálum þjóðarinnar til betri vegar. Nú lítur hún út eins og hún sé ekki með á nótunum, viti ekki hvað er að gerast. Þ.e. hin vinsamlega skýring!
Annar ársfjórðungur 2010, Hagstofa Íslands
- Einkaneysla, - 3,2%
- Samneysla, + 1,0%
- Fjárfesting, - 4,7%
- Útflutningur, + 2,8%
- Innflutningur, - 5,1%
- Þjóðarútgj., - 7,4%
- Hagvöxtur, - 3,1%
Ef eitthvað er, þá er enn áhugaverðara að skoða tölur Hagstofu Íslands þ.s. þróun er borin saman milli áranna 2009 og 2010, í gegnum samanburð á tölum 2. ársfjórðungs hvors árs.
Samanburður á 2. ársfjórðungi 2009 við annan ársfjórðung 2010
- Einkaneysla -2,1%
- Samneysla -1,9%
- Fjárfesting -26,3%
- Birgðabreytinga -2,8%
- Þjóðarútgj, alls -8,8%
- Útflutn. vöru og þj. +3,2%
- Innfl. vöru og þj. +5,0%
- Verg landsframl. -8,4%
Eins og fram kemur, er verulegur samdráttur á milli áranna, þegar ársfjórðungarnir eru bornir saman.
- Sérstaklega slær samdráttur í landsframleiðslu upp á 8,4%.
- Og, samdráttur fjárfestinga upp á 26,3% sem er lækkun um 1/4, þ.e. reynd hrun fjárfestinga milli ára.
- Þetta eru ekkert minna en skelfilega tölur, sérstaklega hrun fjárfestinga þ.s. þær eru bein tilvísun til hagvaxtar framtíðar, eða í þessu tilviki, líklega vöntun hans.
Hagtíðindi Hagstofu Íslands - Fjármál hins opinbera á 2. ársfjórðungi 2010
- Tekjuhalli 30 ma.kr. (40 ma.kr. 2. ársfj. 2009)
- Tekjuhallinn 8% af landsframl. (11% af landsframl. 2. ársfj. 2009)
- Heildartekjur hins opinbera 162 ma.kr. (147 ma.kr. 2. ársfj. 2009)
- Tekjuhækkun 10,2% milli ára - skýrð með hækkun 6,6 ma.kr auknum tekjum af tryggingagjöldum milli ára og um 5,7 ma.kr meiri tekjum af tekjusköttum.
- Aukning heildarútgjalda hins opinbera um 2,3% milli árs-fjórðunganna eða úr tæplega 189 ma.kr. 2009 í ríflega 193 ma.kr. 2010. Útgjaldahækkunin skýrist að mestu af 8,6 ma.kr. auknum vaxtakostnaði hins opinbera.
- Heildarskuldir hins opinbera, 1.636 ma.kr. þ.e. 106% af vergri landsframleiðslu.
Eins og fram kemur, eru það hækkanir skatta sem hafa stuðlað að ívið skárri stöðu ríkissjóðs, þrátt fyrir þann gríðarlega samdrátt sem hefur átt sér stað í hagkerfinu milli ársfjórðunganna. En, samdráttur hagkerfisins, minnkar veltuskatta þannig að skattahækkanir samt vega á móti og gott betur.
Á hinn bóginn, er spurning hvort þær skattahækkanir eru a.m.k. að hluta til orsök þess mikla samdráttar í hagkerfinu, sem klárlega á sér stað. En, skattar eru í eðli sínu samdráttaraukandi.
Gallinn er, þó ríkissjóður hrósi happi, þá þíðir samdrátturinn er átt hefur sér stað, að yfir sama tímabil er staða hvorttveggja í senn atvinnulífs og almennings að versna, því möguleikar hvor tveggja til að afla sér tekna skreppa saman.
Ástand samdráttar ofan í enn frekari samdrátt, er að sjálfsögðu ekki sjálfbært ástand til lengdar.
- Væntanlega hefur einhver veitt því athygli að skuldir hins opinbera eru ekki hærri en 106%.
- Þ.e. nokkuð lægra en opinberar skuldir t.d. Grikklands, Írlands, Ítalíu og Belgíu mælast sem hlutfall af landsframleiðslu - Public Finances in EMU 2010.
- Samt, er ríkissjóður Íslands með langhæstu vaxtagjöldin, þ.e. raunskuldabyrði skv. tölum OECD.
- Þetta hlýtur að stafa af óhagstæðum lánum.
Engar stóryðjuframkvæmdir?
Það virðist ekki útlit fyrir að nokkur af áformuðum stórframkvæmdum, þ.e. 2 ný risaálver á stærðarskala Reyðaráls, ásamt stækkun Straumsvíkur - fari af stað.
- Vandinn snýr að fjármögnun þeirra virkjana sem innlend orkufyrirtæki þurfa þá að standa straum af.
- Nýverið neitaði Þróunarbanki Evrópu láni til framkvæmda við Búðarhálsvirkjun, sem átti að knýja stækkun Straumsvíkur álvers.
- Samt var ákveðið að halda útboð, en án fjármögnunar þá er ekki hægt að sjá, hvaða gagn var af þeirri athöfn. Virkar á mann eins og "act of desperation".
- Aðrar framkvæmdir virðast manni enn fjær því að geta fengið fjármögnun, en þ.s. Straumsvík er starfandi álver, þá er klárlega minnst áhætta fyrir erlenda banka að lána út á þá framkvæmd. Þannig, að ef sú fjármögnun er ekki einu sinni að ganga, þarf vart að reikna með hinum.
- Ég get því ekki betur séð, en að við séum "screwed" - þ.e. án þeirra sé ekki nokkur von þess, að áætlun ríkisstjórnarinnar og AGS gangi upp.
- En án álveranna er vart að búast við miklum eða jafnvel nokkrum hagvexti, en spá upp á rúm 2% og 1,7% 2012 frá Seðlabanka byggir á því að álversframkvæmdir fari af stað ekki seinna en 2011.
- Þá verður ekki heldur af þeirri tekuaukningu sem reiknað er með að ríkissjóður fái, svo hann geti staðið undir afborgunum þeim sem fyrirséðar eru, af lánunum í gegnum AGS prógrammið þegar þau falla á gjalddaga.
Nauðasamningar - eina vonin til að forða greiðsluþroti!
Ef samið er við Breta og Hollendinga, þá eru enn reiðir krónubréfaeigendur eftir auk hinna ímsu banka er við skuldum stórfé.
Hvað væri að því, að fá þá alla í einu á eitt sameiginlegt samningsborð, t.d. í gegnum hinn svokallaða London process? Sjá London Club
En þ.s. okkar skuldir fyrir utan þær tengdar AGS eru einna helst við einkaaðila, þá getur það ferli verið gagnlegt. En eins og sést að ofan, þó ríkið sé með lægri skuldir en sum ríki í Evrópu sem hlutfall landsframleiðslu, er skuldastaða ísl. ríkisins samt erfiðust - sennilega vegna óhagstæðra lána. Svo það eitt, að skipta erfiðum lánum fyrir hagstæðari myndi skila miklu.
Einn helsti kostur London ferlisins, er að á bakvið það stendur engin ríkisstjórn né einhver stór alþjóðleg stofnun þ.s. óvinveittar ríkisstj. geta verið að skemma fyrir okkur, þess í stað er þetta algerlega á grunni frjálsra samninga milli aðila, en með milligöngu aðilanna er skipa London Klúbbinn.
Mér sýnist þetta mun skynsamlegra en núverandi stefna, þ.e. að stefna að allherjar endurskipulagningu okkar skulda, ekki síst í ljósi þess að hagþróun er ekki að standast væntingar auk þess, eins og ég tók fram áða, að öll stóryðjuverkefni án undantekninga eru í vandræðum - sem fátt bendir til að muni leysast.
Niðurstaða
Einungis 2. leiðir séu í boði fyrir Ísland, þ.e. nauðasamningar eða greiðsluþrot.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning