19.8.2010 | 16:01
Af hverju grunnvextir ekki 1%? Er einhver raunveruleg ástæða að hafa þá 5,5%? Skoða einnig spá Seðlabanka um hagvöxt!
Stóra fréttin er að Seðlabankinn lækkar stýrivexti um 1% í 5,5%. Sem er að sjálfsögðu betra en að hafa þá 6,5%.
Seðlabankinn nefnir að verðbólga hafi lækkað hraðar en starfsmenn hans hafi átt von á, því raunvextir orðnir þeim mun hærri og að þeirra mati borð fyrir báru fyrir svo stórri lækkun.
En, eins og ég spurði - af hverju ekki 1% stýrivexti? Einhverjum gæti dottið í huga að nefna að verðbólga skv. mati Seðlabanka sé enn 4,8% þannig að raunstýrivextir yrðu þá neikvæðir upp á 3,8%.
- Munum að við erum að tala um stýrivexti Seðlabanka, þ.e. verðið á peningunum til viðskiptabankanna. Þetta eru ekki bankavextir, en viðskiptabankarnir munu að sjálfsögðu ekki bjóða upp á neikvæða vexti, svo að ég er ekki að tala um að almennt vaxtastig verði neikvætt.
- Á hinn bóginn, ef bankarnir fá peningana á 1% vöxtum, þá er mismunurinn á því og 4,8% verðbólgu 3,8% - sem má líta á sem nægan vaxtamun fyrir viðskiptabankana, þannig að þeir þurfi ekki meira.
- Skv. skýrslu AGS eru innlán bankanna upp á 1.480 ma.kr. - 91% VLF (vergri landsframleiðslu). Ef við ímyndum okkur ríkið hafi aðgang að cirka helming innlána, aðrir hinum helming, þá sé þetta fjármagn yfrið nóg til að fjármagna hallarekstur ríkisins til nokkurra ára.
- Þ.s. ég er að hugsa, er að ef bankarnir myndu bjóða 1% raunvexti á innlánum, og myndu sætta sig við 3% raunvexti á lánum til ríkisins; þá væri hægt að bjóða ríkinu lán fyrir 7,8%. 6,8% ef þeir myndu sætta sig við 2% raunvexti.
- Síðan þ.s. verðbólga lækkar hratt, Seðlabankinn telur hana fara í 2,2% um mitt næsta ár, þá er líklegt að bankarnir geti farið niður í um 6% snemma á næsta ári. Það væru mjög semkeppnishæf kjör miðað við þ.s. ríkinu stendur til boða annars staðar frá.
- Ríkð þarf sem allra fyrst að hætta að neyða lífeyrissjóðina gambla með lífeyrissparnað landsmanna, en þeir hafa verið að fjármagna halla ríkisinsAð auki gæti ríkið hætt, að láta lífeyrissjóðina gambla með lífeyri landsmanna, með því eins og nú er að vera að fjármagna halla ríkissjóðs.
- Á sama tíma, þá borgar ríkið bönkunum 3% eða 2% raunvexti, og þannig veitir viðbótar fjármagni inn í þá.
- En sá ótti er ástæðulaus, þ.s. núverandi verðbólga er ekki með neinum hætti knúin af eftirspurn heldur eingöngu eftirhreytur gengisfallsins fyrir tveim árum, og þ.e. ekkert - alls ekkert, sem er að knýja hana áfram, þannig að hún getur ekki annað en haldið áfram að hverfa smám saman.
- Að auki, þá virka vextir ekkert - og ég meina, alls ekkert á verðbólgu af þessu tagi - nema aðeins, og þá meina ég aðeins, að vaxtastigið sé að hjálpa upp á stöðugleika gjaldmiðilsins, þ.e. minnka líkur á gengisfalli.
- Vextir einfaldlega geta ekki haft neina aðra virkni á verðbólgu er kemur til vegna genfisfalls. Þeir aftur á móti hafa mjög öfluga virkni gegn eftirspurnarverðbólgu.
- Þannig, að þ.e. alveg óhætt að leiða þessa verðbólgu algerlega hjá sér, þegar verið er að ákveða fyrir um stýrivexti. Viðskiptabankarnir gera það að sjálfsögðu ekki.
Að auki reikna ég með að bankarnir muni geta boðið hagstæðari lán til viðskiptalífsins og einstaklinga, en þeir gera í dag.
En eins og kemur fram í Peningamálum, þá er eftirspurn eftir útlánum sáralítil - sem bendir til að verðið á þeim, þ.e. vextirnir, sé of hátt fyrir markaðinn.
Skv. lögmáli framboðs og eftirspurnar, er lækningin við skorti á eftirspurn það að lækka verð.
Meira úr Peningamálum
- "Raungengi hefur haldið áfram að hækka á þessu ári og nemur hækkunin tæpum 11% það sem af er ári. Enn er það þó 22% lægra en meðalraungengi undanfarinna þrjátíu ára."
- "Áætlað er að útflutningur vöru og þjónustu dragist saman um rúmlega 1% á þessu ári...Ástæða samdráttarins er einkum meiri samdráttur í útflutningsframleiðslu sjávarafurða en áður var vænst...og meiri samdráttur í útfluttri þjónustu."
- "Í spánni er gert ráð fyrir að afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum nemi 9,6% af vergri landsframleiðslu á þessu ári..."
- Tölur um stöðu bankakerfisins benda "til þess að útlánavöxtur sé lítill sem enginn."
- "Undirliggjandi viðskiptaafgangur, bætt viðskiptakjör og lækkun áhættuálags á fjárskuldbindingar ríkissjóðs hafa að undanförnu stuðlað að styrkingu krónunnar."
- "Frá útgáfu Peningamála snemma í maí hefur gengið styrkst án nokkurra inngripa Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði sem nemur...Miðað við viðskiptavegna gengisvísitölu...um 8%."
- "Fasteignamarkaðurinn hefur heldur glæðst það sem af er þessu ári samanborið við sama tímabil í fyrra. Þannig er uppsöfnuð velta í júlí á fasteignamarkaði um 21% meiri en á síðasta ári, þótt hún sé enn afar lág í sögulegu samhengi."
- "Innlend eftirspurn dróst saman um 2% milli ára."
- "Neikvætt framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar hafði í för með sér að samdráttur landsframleiðslu varð...6,9%" á fyrsta ársfjórðungi.
- "Að öllu samanteknu er því spáð að vöxtur einkaneyslu verði heldur minni á þessu ári en spáð var í maí eða um 0,5%..." - "Sé litið til árstíðarleiðréttrar einkaneyslu dróst hún einnig lítillega saman frá fyrri ársfjórðungi, eða um 0,6%" - "Í uppfærðri spá er áfram reiknað með árssamdrætti á öðrum fjórðungi sem nemur 1,5%."
- "Skatttekjur ríkissjóðs voru 14 ma.kr. undir áætlun á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Lægri tekjur af veltusköttum skýra frávikið að mestu"
- "...kann það að hafa áhrif á fjárlagavinnu fyrir næsta ár þar sem markmiðinu um jákvæðan frumjöfnuð verður að ná á næsta ári samkvæmt efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins."
- "Afgerandi breyting hefur orðið á þróun útgjalda þar sem útgjöld til samneyslunnar hafa staðið í stað í kringum 100 ma.kr. að nafnvirði á hverjum fjórðungi fimm ársfjórðunga í röð."
- "Enn ríkir mikil óvissa um framgang áætlaðra stóriðjuframkvæmda. Í þeirri spá sem hér er birt er reiknað með að framkvæmdir sem áætlað var í maí að yrðu við Helguvíkurverksmiðjuna í ár flytjist að mestu leyti yfir á næsta ár. Framkvæmdum sem áætlaðar voru á árunum 2011 og 2012 hefur einnig verið hliðrað til í tíma um sem nemur u.þ.b. einu ári. Þá er einnig ljóst að nokkuð dregur úr framkvæmdum við orkuvinnslu í ár. Samanlagt hefur þetta í för með sér að fjárfesting í stóriðju verður svipuð í krónum talið í ár og á síðasta ári en að magni til er gert ráð fyrir um 15% aukningu milli ára í stað 45% í maí. Þessi tilfærsla gerir það að verkum að aukningin verður meiri en ella á næsta ári en heldur minni árið 2012. Aukning í útflutningi stóriðjuafurða seinkar með samsvarandi hætti."
- "Vísbendingar eru um að almenn atvinnuvegafjárfesting sé að taka við sér á ný...Innflutningur fjárfestingarvöru jókst töluvert á öðrum fjórðungi ársins eftir stöðugan samdrátt frá því á árinu 2006. Samanlagt jókst innflutningur fjárfestingarvöru um 15% að magni á fyrri hluta þessa árs frá sama tíma í fyrra..."
- "...áætlað er að fjármunamyndun í heild dragist saman um tæplega 4% í ár..."
- "Miðað við mat Hagstofu Íslands á árstíðarsveiflu landsframleiðslunnar tók hún að vaxa milli ársfjórðunga strax á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og hélt áfram að vaxa á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Samkvæmt því virðist efnahagsbatinn þegar hafinn..."
Þetta er mjög skemmtilegt en skv. árstíðaleiðréttingu var smávegis hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi en ef þeirri árstíðaleiðréttingu er sleppt, miðað við árið í heild þá var samdráttur 6,9% á fyrsta fjórðungi. Sú tala passar síðan vel við þ.s. fram hefur komið, að skatttekjur drógust saman þ.e. veltuskattar fyrst og fremst.
Spurning er, hvernig á að túlka þetta?
- "Hafa verður þó þann fyrirvara að mikil óvissa er um árstíðarsveiflu landsframleiðslunnar hér á landi vegna óvenjumikillar óreglu í ársfjórðungsbreytingum hennar. Þessi óvissa er jafnvel enn meiri um þessar mundir vegna þeirra miklu breytinga sem fylgja hagsveifluskilunum."
- "Eins og áður hefur komið fram mældist 6,9% árssamdráttur landsframleiðslu á fyrsta fjórðungi ársins. Uppfærð spá gerir ráð fyrir að smám saman muni draga úr árssamdrættinum eftir því sem líður á árið og á þriðja fjórðungi taki hún að vaxa á ný frá fyrra ári í fyrsta skipti frá öðrum ársfjórðungi árið 2008."
- "Gert er ráð fyrir 1,9% samdrætti (landsframleiðslu) á þessu ári..."
- "Gert er ráð fyrir 2,4% hagvexti 2011...og 1,7% hagvexti 2012. Minni vöxtur innlendrar eftirspurnar á næsta ári og veikari útflutningur árið 2012 vegna tafa á stóriðjufjárfestingu skýra þessar breytingar að mestu leyti."
Þetta eru verulega lækkaðar tölur miðað við fyrri spár Seðlabanka. Nú fyrst er maður að nálgast það, að trúa þeirra tölum. En, þegar þeir voru að tala um 3,4% hagvöxt þá einfaldlega trúði ég því ekki.
Ef ekkert verður af stórframkvæmdum, mun hagvöxtur líklega áfram halda þessu ströggli í milli 1% og 2% - þ.e. svo lengi sem ofurskuldsetning heimila og fyrirtækja bremsa hagkerfið af.
- "Útlit er fyrir að framleiðsluslakinn verði heldur minni framan af tímabilinu en spáð var í maí og verði um 4% í ár..."
- "Vinnuaflseftirspurn jókst á alla mælikvarða á öðrum fjórðungi ársins, í fyrsta sinn frá því á árinu 2007." - "Í þeirri spá sem nú er birt er ekki gert ráð fyrir að aukningin sé vísbending um þróun næstu fjórðunga og vinnuaflseftirspurn aukist því ekki á milli ára fyrr en um mitt næsta ár."
- "Atvinnuleysi, eins og það er skráð hjá Vinnumálastofnun, minnkaði um tæpa prósentu milli fjórðunga á öðrum ársfjórðungi og mældist 8,3%."
- "Atvinnuleysi er þó líklega jafn mikið eða meira en það var á sama tíma í fyrra þar sem breytingar á aðferðum við útreikning atvinnuleysis og breytingar á atvinnuleysisbótarétti hafa í för með sér að atvinnuleysi mælist um ½-1 prósentu minna en ella í ár."
- "Gert er ráð fyrir að atvinnuleysi aukist nokkuð á haust- og vetrarmánuðum og verði hæst 9% á fyrsta fjórðungi næsta árs, en minnki smám saman eftir því sem efnahagsumsvif aukast..."
- "Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,66% í júlí eftir að hafa lækkað um 0,33% í júní." - "Árstíðarleiðrétt þriggja mánaða verðbólga á ársgrunni mældist -2,3% í júlí og hefur minnkað úr 6,8% í apríl."
- "Meðalverðbólga á árinu 2010 verður 5,7% ef þessi spá gengur eftir, samanborið við 12% meðalverðbólgu á síðasta ári."
- "Spáð er að verðbólga verði við verðbólgumarkmið Seðlabankans á öðrum fjórðungi næsta árs..." og þau eru 2,2%.
Niðurstaða
Það er vart hægt að segja að stefni í rífandi gang í hagkerfinu, en þ.e. ekki undarlegt miðað við að alvarleg skuldastaða heimila og fyrirtækja virkar sem mjög öflugar bremsur á getu til hagvaxtar. Reyndar svo öflugar, að ég er fremur hissa að nokkur hreyfing muni eiga sér stað.
Þ.s. vekur mest athygli mína er að reglum Vinnumálastöfnunar um skráningu atvinnulausra hafi verið breytt sem skv. Seðlabanka skýri mismunin á tölum yfir fj. atvinnulausra í fyrra og í ár - þ.e. lækkun um cirka 1% skýrist ef reglubreytingunni en sé ekki vísbending um raunverulega fækkun atvinnulausra.
Ríkisstj. og stuðningsmenn hennar, hafa samt þó verið að beita þessum tölum til að villa fyrir almenningu um það, að hlutir séu að batna - en lygi með tölum er gömul brella.
Að lokum, ítreka ég umræðu þá er ég viðhef um vexti og hvet fólk til að hugsa um þ.s. ég sagði um vexti, og hvort því finnst þ.s. ég sagði rökrétt!.
Kv.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Sveitarstjórnarkosningar | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 856011
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Með þjóðarframleiðslu er átt við heildarverðmæti [gefið upp í krónum eða evrum] allrar vöru og þjónustu sem þjóð framleiðir á einu ári. Vöxturinn kallast hagvöxtur. Allar líkur eru að þessi vöxtur veki gleði hjá lánadrottnum Íslenska fjármálavítisins. Hinsvegar er hann ekki merkjalegur í betri eiginfjárstöðu Íslenskra almennra launamanna eða tækni og fullvinnslu fyrirtækja, tel ég.
Stýrivextir Seðlabanka drag úr peninga magni í umferð sem skila sér sem tekjur og eignir hjá ríkissjóði. Augljóst er þegar stýrivextir eru svona háir að raunvirði þá er verið að styrkja stöðu ríkissjóðs og skera niður veikustu rekstraforminn eiginfjárlega séð. Slátrun er sennilega betra orð en niðurskurður.
Júlíus Björnsson, 20.8.2010 kl. 14:41
Allt í lagi, en hvernig myndir þú túlka þ.s. Seðlabankinn segir um að hann reikni með að hagvöxtur fari af stað á 3. ársfjórðungi og þ.s. Hagstofa segir að skv. ársfjórðungsleiðréttir stöðu, hafi hann hafist þegar í janúar?
Veistu hvernig ársfjórðungsleiðrétting er framkvæmd?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.8.2010 kl. 14:53
Neí, ég er ekki sérfræðingur.
Gróft metin heildar landframleiðsla, vex greinilega þegar um tíma neytendaeyðsla og fjárfestingar og ríkisútgjöld og útflutningur er búin að vera föst og innflutningur minnkar.
Hag-stjórnar-fræðingar eru hluti af félagsmálakerfi nútíma ríkiselíta og sérhæfa sig greinlega í að leiðrétta matið á verðmætum vaxtar heildar landsframleiðslunnar.
Enda tengja þeir þennan vöxt við sinn Hag.
Við sjáum hinsvegar að í ofur Miðstýringar samfélagi þar sem almennt ríkir neikvæð eiginfjárstaða, er auðvelt að stilla alla þætti GDP.
Júlíus Björnsson, 20.8.2010 kl. 15:23
Byrjum í 100 og skerðum um 40% þá erum við í 60 hækkun nú aftur um 40% og við erum í 60 x 1,4 = 84.
Ég er ekki almennur sauður og vil sjá meira en 68% hækkun ef fallið var 40%.
Júlíus Björnsson, 20.8.2010 kl. 15:27
Tja, á fyrsta ársfjórðungi var allt í senn minnkun á innflutningi, útflutningi og samneyslu. Mér skilst að byrgðahald hafi verið skýring á mældum hagvexti, þ.e. inventorying.
Enn er samdráttur á útflutningi, innflutningi neysluvara, en aukning einkaneyslu svokallaðrar virðist vera einhver, einhver aukning á eftirspurn eftir vinnuafli. Ef þetta er hagvöxtur þá er hann rétt svo mælanlegur. Smá glæður fremur en kraumandi bál.
Biðum eftir tölum næsta tímabils, en ég er svolítið skeptískur á réttmæti þess að telja byrgðahald til hagvaxtar þó vissulega sé það gerta annars staðar einnig.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.8.2010 kl. 16:46
Miðað við síðustu 8 mánuði er fólksfjölgun 0,18% á ársgrunndvelli. Hinsvegar er 1,8% sú tala eða 10 sinnum stærri sem skilar jafn mörgum Íslendingum í atvinnu þátttökuna og þeim sem láta afstörfum vegna aldurs. Þannig að um 3000 störf skapast þannig að sumir deyja sem betur fer. Það er greinlega mjög þýðingar mikið að stilla atvinnuleysi undir 10% af mannafla.
Mér finnst það arfavitlaust að mæla heildar neyslu allra til að mæla hækkun á mörkuðum það er miða total Comsumption Index Number CIP frekar hægt að miða verðbólgu við neytenda verðvísi að hætti annarra þjóða sér í lagi USA. Það er velja úrtak um 3000 einstaklinga í þéttbýli og 3000 í dreifbýli og mæling á breyting á þeirra neyslu körfu samsetningu væri mæld einu sinn á ári. Þetta væru óbreyttir launþegar [labor] á föstum laun allan starfstímann það er stöðugum. Það er stað reynd að þessi hópur er breiður grunnur launa pýrandiands og aðrir taka heildarlaun í hlutfallslegu samræmi eða eða eru með sveiflukennd laun á starfsæfinni en eru í miklum minni hluta.
Neytendaverðvísir er líka í samræmi við hugmyndir frjálsmarkaðar og leiðbeinir frekar um verðstefnu frekar en hvetja alla til að hækka hugsunarlaust um sömu tölu.
Byrgðarhald er ein skýring tengd vexti landsframleiðu.
Note: "Gross" means that GDP measures production regardless of the various uses to which that production can be put. Production can be used for immediate consumption, for investment in new fixed assets or inventories, or for replacing depreciated fixed assets. "Domestic" means that GDP measures production that takes place within the country's borders. In the expenditure-method equation given above, the exports-minus-imports term is necessary in order to null out expenditures on things not produced in the country (imports) and add in things produced but not sold in the country (exports).
Hér eru ágætar glósur:http://en.wikipedia.org/wiki/Gross_domestic_product
Ég vil minni ríkisafskipti, ekki tæknalega 100% handstýrð hér af áhugafólki, heldur framleiðslu og þjónustu rekstur sem keppir um að halda sínum neytendahlut en ekki að auka hann. Þetta er eðlilegt þegar keppendur eru í sama gæðaflokki.
Júlíus Björnsson, 20.8.2010 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning