Moodies bendir á möguleika þess, að Bandar. missi AAA einkunn, ef skuldir halda áfram að hlaðast upp. Á hinn bóginn, veit enginn hvort það raunverulega hefði afleiðingar!

Eins og margir hafa bent á, þá hefur Moodie's ásamt öðrum alþjóðlegum matsfyrirtækjum misst mikið af sínum trúverðugleika - þ.e. þó full langt gengið að segja að ekkert sé að marka þau.

  • En, áhrif þeirra og áhrif einkunnagjafar þeirra, er samt auðvelt að ofmeta.
  • Á hinn bóginn eru óháðir alþjóðlegir hagfræðingar almennt séð sammála um, að vaxandi skuldir Bandar. séu til lengri tíma lítið ósjálfbærar - en, enginn veit hvenær markaðurinn fer að ókyrrast.

Eins og sést að neðan, þá verða skuldir ríkissjóðs Bandar. komnar í rúmlega 100% af þjóðarfremleiðslu árið 2014 og skuldir Bretlands verða nærri 100%.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/government_debt.png

Stóra vandamálið, fyrir utan hugsanlegann ótta fjárfesta, eru vaxtagjöld - en mikill kostnaður í vaxtagjöld er skattfé borgaranna er nýtist hagkerfinu á engan hátt. Það þíðir að minna fé verður eftir til allra hluta, af heildarskattpeningnum. Þetta skiptir raunverulegu máli.

Fyrir neðan má sjá hvernig vaxtagjöld bandar. ríkisins munu vaxa næstu árin skv. spá stj.v. í Washington.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/us_debt.gif

Áhugavert er að taka hliðsjón af núverandi vaxtagjöldum Íslands og nokkurra valdra OECD ríkja skv. tölum frá OECD.

Takið eftir vaxtagjöldum ríkisstj. Grikklands, lands sem almennt í dag er talað um sem gjaldþrota.

 

Á hinn bóginn hefur ríkisstj. Japans skuldir upp á u.þ.b. 200% án þess að sú skuldastaða hafi leitt til vandræða fyrir ríkissjóð Japans við það að fjármagna sig. Skuldabréf Japans eru enn eftisótt og þykja ekki mjög áhættusöm.

En aftur, á hinn bóginn, minnkar það verulega áhættu í Japan, hve sparnaður Japana er enn hlutfallslega mikill - og miklu meiri en bandaríkjamanna. Ríkisstj. Japans á einnig mjög umtalsverðar eignir sem hægt er að koma í verð, áætlað a.m.k. 100% af þjóðarframleiðslu þær eignir sem séu auðseljanlegar.

Í þessari töflu, aftasti liður, má sjá áætlun yfir hve mikið ríkissjóðir tiltekinna landa þurfa að skera niður af opingerum útgjöldum, til að ná bærilegu jafnvægi.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/fical-pain-league-table.jpg


Hversu varasöm er þessi skuldasöfnun?
  • Augljósa svarið er að það veit enginn!

Þegar maður skoðar umræðuna á vefnum, í fjölmiðlum erlendis og víðar, þá skiptast menn í 2. aðalfylkingar þ.e. þá sem telja skuldakreppu og hrun á næsta leiti, og þá á hinum kantinum sem ganga jafnvel svo langt að halda fram að ekkert sé að óttast.

En hver er sannleikurinn?

Hann er einfaldlega sá, að þetta veit enginn.

Við erum að lifa tíma þ.s. mjög greinilega er verið að framkvæma mjög áhugaverða tilraun af stjv. iðnríkja heimsins, þ.e. hve mikið geta skuldir hækkað án stórfelldra vandræða.

Jafnvel þó það væri satt, að skuldir geti hækkað endalaust án þess að markaðurinn fari á taugum, þá verður ekki undan því vikist, að vaxtagjöld éta stöðugt upp vaxandi hlutfall fjárlaga því hærri sem skuldirnar eru.

Og, ég neita að trúa öðru en því, að magn skulda sé raunverulega takmörk sett, jafnvel fyrir Bandaríkin.

Moodies varar við að þegar vaxtagjöld ríkisstj. Bandar. nái 18% þá geti það leitti til lækkunar einkunnagjafar.

Á hinn bóginn veit ekki nokkur maður, hvort það hefði yfirhöfuð nokkur áhrif.

Í dag, hefur vaxtakrafa bandar. skuldabréfa sennilega aldrei verið lægri - en, á hinn bóginn, þá virðist það fremur stafa af því að fjárfestar eru meira hræddir við aðra fjárfestingarkosti, frekar en það að fjárfestar séu að lísa yfir einhverju sérstöku trausti á bandar. ríkisskuldabréfum.

Ég veit að þ.e. ekki hægt að komast að nokkurri endanlegri niðurstöðu, nema því að við séum nú að þreifa okkur í gegnum það óþekkta.

  • Eitt er þó víst, að flestir óháðir hagfræðingar telja, að sá tímapunktur muni koma, að markaðurinn ókyrrist vegna skuldastöðu bandar. - en enginn veit akkúrat hvenær.
  • Annað er víst, að því lélegri sem hagvöxtur Bandar. verður því fyrr mun þetta gerast - og nýjustu tölur sína minnkandi hagvöxt.
  • Ef kreppa snýr til baka á ný, þá getur skuldastaðan versnað mun hraðar en tölur Bandar.stj. að ofan gefa til kynna.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband