15.8.2010 | 16:02
Hvort er betra að vera með Evru eða krónu?
En, síðan hafa tilteknir lykilatburðir breitt minni skoðun. Koma nóbelsverðlaunahafans Joseph Eugene Stiglitz til okkar lands og hans ráðgjöf til okkar ásamt röksemdafærslu, sem ég hef ákveðið að taka mikið mark á, þess efnis að rétt væri fyrir okkur að halda krónunni.
Hlustið á Stiglitz: Stiglitz í Háskóla Íslands, fyrirspurnartími ásamt öðrum hagfr.
Seinni megin atburðurinn, er atburðarásin í Evrópu sem hófst snemma á þessu ári, þ.e. hrun Evrunnar og sú niðurstaða að fj. ríkja Evrópu stendur frammi fyrir mjög alvarlegu kreppu ástandi ásamt gríðarlega erfiðri skuldastöðu, er síðan víxlverkar við slakar forsendur til hagvaxtar.
Eftir lestur fj. hagfræðigreininga á því ástandi, bakgrunni þess ástands og líklegum framtíðarhorfum þeirra ríkja. Einnig hafandi í huga að mörg þau hagstjórnarmistök er gerð voru í þeim ríkjum Evrusvæðis er teljast til jaðarríkja þess koma okkur íslendingum mjög kunnuglega fyrir sjónir, hefur auk þessa sýnt mér fram á að Evruaðild feli ekki í sér nokkra vernd gegn klassískum innlendum hagstjórnarmistökum auk þess að slæmar hagvaxtarhorfur fyrir þau ríki sýna fram á að aðlögunin framundan fyrir þau muni taka lengri tíma og verða kostnaðarsamari fyrir þau að hluta til vegna þess að þau eru með Evru en ekki eigin gjaldmiðil.
Þannig að niðurstaða mín eftir miklar pælingar er að þrátt fyrir alla sína galla, að þrátt fyrir galla innlendrar hagstj. sé skárra að halda áfram með krónu - reyndar er mín niðurstaða að halda áfram með krónu minnki samaborið við það að taka upp Evru afleiðingar innlendrar efnahags óstjórnar.
Þessi færsla er framhald af umræðu í fyrri færslu:
Sjá einnig umfjöllun mína um stöðu Írlands: Skoðum stöðu Írlands skv. Júlí skýrslu AGS - en, kreppan á Írlandi er að mjög mörgu leiti spegilmynd íslensku kreppunnar. En, Írland er aðili að ESB og hefur Evru!
Finnur Hrafn Jónsson - Við erum þó sammála um lélega frammistöðu íslenskra stjórnmálamanna í hagstjórn. Hvað er þá til ráða?
Finnur - eina leiðin til að losna við innlend stjórnmál úr myndinni, væri ef Íslandi væri með þráðbeinum hætti, stjórnað eins og héraði innan annars ríkis.
Við þurfum að breikka okkar útflutning. Hækka tæknistig hans. Auk þess að það þarf að eiga sér stað umbylting á stjórnunarháttum.
Ég sé enga skemmri skírn á þessu í gegnum ESB aðild eða Evru aðild.
Finnur Hrafn Jónsson,- "Ég veit að það er alveg skelfileg tilhugsun fyrir ýmsa stjórnmálamenn að geta ekki hringt í Seðlabankann og beðið hann að prenta meiri peninga þegar þeir eru búnir að eyða um efni fram. Evran mynda skapa þann aga sem þessir menn þurfa."
Það héldu menn einnig þegar Evrunni var komið á fót, þ.e. að þörfin væri með svo augljósum hætti brýn fyrir hagkerfi Evrulanda til að nálgast sbr. "convergence" að sú ályktun var dregin, að slíkt myndi líklega eiga sér stað.
En áður en Evrunni var formlega komið á fót, benti fj. hagfræðinga á, að evruland væri ekki náttúrulegt gjaldmiðilssvæði "natural currency area" sem enginn dróg í efa, en fullyrt var á móti, að löndin myndu stýra sér í þá átt, að smám saman myndu löndin nálgast. Fátækari lönd myndu hamast við að þróa sig. Önnur lönd, taka bestu löndin um hagstj. sem fyrirmynd, o.s.frv.
- Þetta varð ekki!
Þvert á móti alveg með sama hætti og innlend pólitík hér myndi gera, þá gleymdust þessi markmið - lágir vextir íttu undir hagvöxt. Aðgangur að ódýru lánsfé - en löndin öll fengu lán á svipuðum vöxtum, gerði það einnig. Smám saman skapaðist veislustemming.
Löndin veittu því litla athygli þegar launahækkanir og aðrar innlendra kostnaðarhækkanir orsökuðu það að dróg úr eigin útflutningi og viðskiptahalli skapaðist. Ekki veittu þau því heldur athygli þegar lágir vextir héldu áfram að magna veisluna í hærri hæðir, og klárt er að bóluhagkerfi sköpuðust í nokkrum löndum, þ.e. Eystasaltslöndum, Spáni, Írlandi og Úngveralandi.
Þ.s. eins og hér, bóluhagkerfin sköpuðu mikla veltuskatta, þá uggðu hagstýrendur ekkert að sér, velferðarkerfi blésu út en samt var afgangur af fjárlögum og skuldir ríkissjóðs fóru lækkandi.
Síðan alveg eins og hér, þegar blaðan sprakk - kemur í ljós að fyrirtæki eru ofurskuldug, heimili það einnig, ríkissjóðir eru reknir í dag með miklum halla og skuldir þeirra hafa blásið út vegna kostnaðar við það að koma í veg fyrir hrun bankakerfis (á Írlandi er sá kostnaður hvorki meira né minna en 3. landsframleiðslur) - og útlit er fyrir þ.s. innlendur kostnaður virðist einungis lækka treglega að öll þessi lönd standi frammi fyrir verðhjöðnun ásamt hagkerfisstöðnun í fj. ára. Atvinnuleysi er orðið gríðarlega mikið og fer vaxandi - sbr. 17% skv. áliti AGS á Írlandi.
Sko - miðað við þessa afrekaskrá innlendra stjórnmála í fjölmörgum ríkjum Evrópu, það að þau lærðu ekki af reynslunni, þ.s. átti að gerast gerðist ekki heldur fóru mál í þveröfuga átt, segir mér þ.s. ég trúi ekki á að okkar stjórnmálamenn myndu vera skynsamari, þé er það mín niðurstaða - mín skoðun, eftri miklar pælingar, að Íslendingar myndu endurtaka klúðursvegferð jaðarríkja ESB nokkurn veginn 100%.
Þ.e. einnig mín niðurstaða, að afleiðingar þeirra klúðra líklegar til að vera verri og meira langvarandi en hérlendis, einmitt vegna þess að með eigin gjaldmiðil, er auðveldara að framkvæma aölögun hagkerfisins, en ef þú starfar með annan gjaldmiðil en eigin.
Finnur Hrafn Jónsson - Ef okkur tækist ekki að halda í við vaxandi framleiðni og samkeppnishæfni Þjóðverja og sterkri evru sem því fylgir yrðum við einfaldlega að sætta okkur við lækkandi laun í evrum sem því næmi. Það er ekkert flókið. Það er hins vegar smávægileg aðlögun miðað við þær hremmingar sem fylgja íslensku krónunni.
Ég skal vitna í smávegis sem ég tek mikið mark á til stuðnings þeirri niðurstöðu:
Bank of International Settlements Quarterly Review - June 2010
Nánar tiltekið undirkaflann "Currency collapses and output dynamics: a long-run perspective"
Sá kafli fjallar akkúrat um efnahagslegar afleiðingar stórfellds gengisfalls, á grunni samanburðarfræði í alþjóðlegu samhengi, og þá skv. mati á reynslunni af slíku gengisfalli.
- "This article presents new evidence on the relationship between currency collapses,,,and real GDP."
- "The analysis is based on nearly 50 years of data covering 108 emerging and developing economies."
- "...we identify a total of 79 episodes (Table 1). The threshold for a depreciation to qualify as a currency collapse is around 22%..."
Helstu niðurstöður:
- "We find that output growth slows several years before a currency collapse, resulting in
sizeable permanent losses in the level of output."
- "On average, real GDP is around 6% lower three years after the event than it would have been otherwise."
- "However, these losses tend to materialise before the currency collapse."
- "This means that the economic costs do not arise from the depreciation per se but rather reflect other factors."
- "Quite on the contrary, depreciation itself actually has a positive effect on output."
- Growth tends to pick up in the year of the collapse and accelerate afterwards.
- Growth rates a year to three years after the episode are on average well above those one or two years prior to the event.
- Niðurstaðan er að gengisfellingar séu almennt séð gagnlegar. Þ.e. skjótasta aðferðin fyrir hagkerfi að ná sér, eftir stórt efnahagsklúður. Taktu eftir að þeir fundu 79 samanburðarhæf dæmi. Þ.e. nægilegur fj. til að fylgnisstölur séu marktækar.
- Vandinn sé ekki þær sjálfar, heldur atburðarásin á undan sem sé raunveruleg orsök þeirra, þ.e. sjálft efnahagsklúðrið.
- En röð atburða sé alltaf sú, að gengisfelling komi til sem afleiðing einhvers konar efnahags klúðurs, - þannig að gengisfelling sé byrtingarmynd eða nánar tiltekið sjúkdómseinkenni undirliggjandi sjúkdóms, sem sé gölluð hagstjórn.
- Þannig að það sé röng greining, að kenna gjaldmiðlinum um - og þannig að halda, að með því að skipta honum út fyrir annan, þá sé vandinn farinn. Þvert á móti tel ég, að reynsla jaðarríkja Evrópu sýni og sanni, að annar gjaldmiðill sé engin undankoma frá afleiðingum efnahagsklúðra. Helsti munurinn er sá, að ekki með eigin gjaldmiðil verði alögun erfiðari og tafasmari - og því kostnaðarsamari fyrir hagkerfið.
Eins og þú sérð af upplýsingum er ég sýndi þér, þá varð það það ekki þannig að hagkerfi Evrópu nálguðust. Þvert á móti fjarlægðust hagkerfin í stað þess að ríkin myndu vinna að því að draga úr ójafnvægi þá fór það þvert á móti í aukana.
Flest bendir til að innlend pólitík í löndum ESB hafi verið fullt eins sofandi og pólitík hér, sem dæmi þá tók það forsætisráðherra Spánar fleiri mánuði að viðurkenna að kreppa væri skollin á. Innan ESB var þvert á móti eins og hérlendis, veislustemming. Eins og hérlendis, fannst fólki að það væri komið með formúlu að fullkomnu lífi - hlutir myndu vera góðir héreftir.
Alveg eins og hér, var almenningur - stjv. - fyrirtæki - meira að segja fjárfestar (en alveg fram að kreppu var sáralítill munur á vaxtakröfu fyrir Grikkland og Þýskaland þó gæðamunur á stj.sýslu og hagstj. væri mikill), að því er best virðist, sofandi fyrir hættunni að veislan gæti ekki gengið endalaust.
Þetta er þ.s. ég hef tekið eftir þegar ég hef verið að lesa greinar eftir fólk, að þ.e. ótrúlega margt svipað með kreppunum í löndum S-Evrópu og öðrum jaðarríkjum ESB og hérlendis.
Þetta segir mér, að ESB aðild meira að segja að Evru, sé engin vörn gegn ísl. efnahagsklúðrum.
Þá er fyrst og fremst spurningin hvort er skárra að hafa eigin gjaldmiðil, eða erlendan - gerandi ráð fyrir að dæmigerð klúður haldi áfram eftir sem áður. Ég var 2008 eftir hrunið þeirrar skoðunar, að sniðugt geti verið að taka einhliða upp Evru eða Dollar, eða jafnvel Norska krónu.
En, eftir lestur fjölmargra blaða og hagfræðigreina um vandræði- og orsök vandræða jaðarríkja Evrusvæðisins; þá hef ég komist að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir alla sína galla, sé samt skárra í samanburði við að hafa hana ekki, að búa áfram við krónuna.
- Ég vil meina, að það sé vegna þess, að efnahagslega afleiðingar þess að klúðra, séu minna slæmar ef við búum áfram við krónu.
- Ég treysti mér ekki til annars en að gera ráð fyrir að klúður haldi áfram eftir sem áður. Þannig að fyrirkomulag, þarf að vera þ.s. lágmarkar kostnað af klúðrum.
- Mín niðurstaða eftir mikla umhugsun og lestur, sé að það sé þrátt fyrir allt, áframhaldandi króna.
Punkturinn er að hlutirnir virka ekki í raunheiminum eins og þær ættu að gera. Hafðu í huga hvers konar aga þyrfti að viðhafa hér innanlands - mundu auk þessa hvaða viðbrögð ummæli félagsmálaráðherra fyrr á árinu fengu er hann sagði engar forsendur fyrir launahækkunum, en til að Evuaðild gangi upp þá þarf eftirfarandi:
- Hafa Þýskaland sem viðmið um hagstj. og innlendan kostnað.
- Allir verða að spila með öllum stundum, þ.e. félög á vinnumarkaði, stjórnvöld, vinnuveitendur, sveitarfélög. Við erum að tala um aga sem aldei hefur verið til hér á landi nokkru sinni.
- Ég hef enga trú á að innlend stjm. né almenningur, sé líklegur til að geta auðsýnt aga af þessum standard. Þ.e. einmitt vegna þess, að ég hef ekki þá trú, að ég vil frekar að við höldum krónunni.
- Miðað við að fjölmörg ríki Evrópu klúðruðu því að viðhafa nægilega agaða stjórnun, sem sýnir að vandamálið er raunverulega erfitt úrlausnar, og að ég hef ekki trú á að okkar fólk sé betra en hin erlendu klúðurhæsn, þá virkilega held ég að Ísland myndi endurtaka klúðursvegferð jaðarríkja Evrópu, ef það fengi tækifæri til.
- Með Evru, væri niðurstaðan enn dýpri og meira langvarandi kreppa, þ.s. efnahagleg aðlögun með verðhjöðnun er mun tafasmari aðferð til aðlögunar. Þ.e. einmitt töfin er veldur meiri kostnaði.
Í samanburði hefur það kost að búa við krónu, vegna þess að þ.e. minna skaðlegt fyrir hagkerfi að taka snöggt verðbólguskot eftir gengisfellingu heldur en nokkur ár af verðhjöðnun og stöðnun yfir sama tímabil. Þ.e. þ.s. Írland og S-Evrópa virðast ætla að ganga í gegnum.
Finnur Hrafn Jónsson - Ég sé einfaldlega ekki vandamál í því að hagstjórnartækjum stjórnvalda sé fækkað. Vandi Íslendinga hefur einmitt falist í of miklum og heimskulegum inngripum stjórnvalda í efnahagslífið.
Sko, ef þú fækkar hagstjórnartækjum þá þurfa önnur að vega upp á móti og spurning hvort þau geta það?
Klassísk jafnvægisstjórnun er að beita öllum tækjunum í tólakistunni:
- Vextir, þú hækkar þá ef þ.e. innlend umframeftirspurn. Vextir eru góð aðferð til þess.
- Skattar geta að einhverju leiti gengt sama hlutverki. Þú getur beitt skattahækkunum til að reyna að hægja á hagkerfi, sem er að vaxa um of.
En heppilegast er að beita hvoru tveggja, því ef þú hefur bara annað þá þarftu mjög háar hækkanir. Það getur skapað sjálfstæð vandamál. Enn verra, er ef eitt tækið er að gera einn hlut á meðan hitt tækið er að gera annan hlut.
Ísland er dæmi um þetta, en þá hækkaði Seðlabankinn vexti hvað eftir annað, en á sama tíma voru stjv. að lækka skatta og auk þessa að auka framkvæmdir.
Í Evrópu, þá var í raun og veru sami hluturinn í gangi, þ.e. fyrir jaðarríki voru vextir í reynd of lágir, á sama tíma magnaði stöðugur aðgangur að ódýru lánsfé enn meir upp ástandið - þannig að hvort tveggja ódýra lánsféð og lágir vextir voru að kynda undir og vega á móti tilraunum stjv. til mótvægis með öðrum aðferðum. Á Írlandi má vera að raunvextir á tímabili hafi verið neikvæðir.
- Til að vega á móti hefði því þurft mjög dramatískar skattahækkanir og á sama tíma mjög dramatískan niðurskurð á framkvæmdum ríkis og sveitarfélaga.
Ég geri ráð fyrir að eins og hér, séu aðilar vinnumarkaðar ekki að spila með heldur þvert á móti séu launahækkanir of miklar, fjárfestingar of miklar, o.s.frv. Þannig að hallt í senn, sé of lágt vaxtastig Evru að magna þenslu og aðilar vinnumarkaðar á sama tíma séu einnig að því að kynda undir og að auki ódýrt lánsfé.
- Þannig, þá þarf mjög - mjög íkta aðgerð til mótvægis með þeim stjórntækjum sem eftir eru.
Ef þú ert með eigin gjaldmiðil, þá hefur þú auk þessa tækifæri til að láta gjaldmiðilinn hækka í verðgildi - sem er einn möguleikinn, en það hefur einnig marga galla. En, það þjónar fyrst og fremst því hlutverki að auka kostnað fyrirtækja svo þau hafi síður efni á nýjum fjárfestingum. Á móti, eykst innlendur kaupmáttur er vinnur gegn öðrum markmiðum.
- Möguleikinn til að stýra vaxtastigi felur í sér, að þú getur gert lánsfé dýrt og þannig notað þann þátt til að bremsa af, svo að það fækki þeim er fjármagni neyslu með lánsfé og einnig að framkvæmdum fyrir lánsfé fækki. Að auki, hækkun vaxtagjalda minnkar eyðslu og framkvæmdir/fjárfestingar allra þeirra er skulda.
- Punkturinn, með því að dreifa álaginu á fleiri hagstjórnartæki er líklegra að þú getir náð því fram sem þú ætlar þér. - þá gerir maður ráð fyrir hæfum stjórnendum.
- Ef þú fækkar stjórntækjum - þá minnkar þú líkur á árangri, auk þess að ef þættir er þú getur ekki stýrt lengur vinna í hina áttina þá minnkar það einnig líkur á árgangri með þau tæki er þú átt eftir.
Þitt svar er of ódýrt, að fækkun hagstjórnartækja sé ekki vandamál eitt og sér.
Þvert á móti, getur það einmitt verið hlutaskýring þess hvers vegna fjölda aðildarríkja Evru tókst ekki að halda aftur af sínum hagkerfum þegar lágir vextir Evrunnar einmitt hvöttu til hagvaxtar og unnu því gegn þeim tækjum er eftir voru.
Finnur Hrafn Jónsson - Ef innlendur kostnaður hækkar of mikið, verðleggja menn sig einfaldlega út af markaðnum. Með evrunni eiga menn að vita lækkandi gengi krónu leysir þá ekki úr snörunni. Markaðurinn verður fljótur að sigta þá út sem fatta þetta ekki.
Einmitt. Þú ert nú áhorfandi af afleiðingum þess í jaðarríkjum ESB og Evrusvæðisins.
Þú getur einfaldlega ímyndað þér að Ísland sé Írland með 17% atvinnuleysi og yfirstandandi verðhjöðnun og skv. AGS áfram með verðhjöðnun næstu ár, ásamt því að verðhjöðnunin dregur úr hagvaxtargetu meðan hún stendur yfir, auk þess að Írland þarf að halda áfram að skera niður ríkisútjgöld sem einnig dregur úr getu til hagvaxtar.
Eða, Spánn með cirka 20% atvinnuleysi og vaxandi, spáð að sé á leið í verðhjöðnun hún þegar hafin skv. nýjustu fréttum, talið að sú verðhjöðnun muni standa yfir um töluverðann tíma, einnig þar mun verðhjöðnun hafa sömu afleiðingar þ.e. draga úr getu til hagvaxtar, það sama mun niðurskurður sem gera.
Þvert á móti fremur kæruleysisleg orð þín, virðist ekkert benda til að sú aðlögun verði hröð. Þvert á móti er útlit fyrir að alögunin verði tafsöm og muni verða hlutaskýring þess, að næstu árin verði hagvaxtargeta þeirra landa mjög sennilega tímabundið mjög samankreppt.
Hvað getum við þá gert?
Við höfum ekkert betra val, en að læra af reynslunni. Að læra að stjórna okkur betur. Það eru líka fleiri vandamál til staðar fyrir okkar hagkerfi en léleg hagstjórn.
Hluti af hagstjórnarvanda Íslands er einnig sá að okkar hagkerfi er frumstætt. Það hefur innbyggða sveiflutíðni sem verður áfram viðloðandi hvernig sem annars fer.
- Leiðin, til að minnka þær sveiflur, er að breyta sveiflutíðni sjálfs hagkerfisins - sem þá gerir einnig krónuna stöðugari - reyndar mun það einnig skapa þau hliðaráhrif að gera það auðveldara að búa við annan gjaldmiðil en krónu.
Hverskonar framleiðsluhagkerfi, þrifust best innan Evrunnar?
Þetta þarf aðeins að skoða gagnrýnum augum, þ.e. fyrir hvaða hagkerfi Evran hefur virkað hvað best - þ.e. hagkerfi sem selja dýra hátækni vöru fyrir mikinn pening per tonn.
Af hverju er það atriði? Þ.e. vegna þess, að ef þú færð mikinn virðisauka fyrir þinn útflutning, þ.e. varan á endanum verður mjög mikið verðmætari en þ.s. fer í hana af hráefnum, þá skiptir sjálft verðið á gjaldmiðlinum ekki lengur höfuðmáli fyrir þinn útflutning þ.e. samkeppnishæfni hans, einmitt vegna þess að verðið á gjaldmiðlinum er þá svo lítill hluti heildarverðmætaaukningar hráefnanna.
Þannig, að þá ber þitt framleiðsluhagkerfi dýran gjaldmiðil og það án vandkvæða.
Íslenska framleiðsluhagkerfið er mjög viðkvæmt fyrir kostnaðarhækkunum!
Þ.e. aftur á móti mjög klárt, oftlega sannað með dæmum þ.s. krónan hækkar og útflutningi hnignar - innflutningur verður meiri að verðmætum; að ísl. framleiðsluhagkerfið er mjög viðkvæmt fyrir verðinu á gjaldmiðlinum.
- Höfum í huga, að í stað þess að okkar aðalútflutningur sé dýr tæki og aðrar hátæknivörur, er hann ferskfiskur að mestu óunninn og ál (þ.e. ekki vörur úr áli) - svo höfum við ferðamenn.
- Þ.s. ég er að reyna að segj, er að frumstæði okkar framleiðsluhagkerfis sé sjálfstætt vandamál burtséð frá vanda innlendrar hagstjórnar, en það má einnig sjá á vanda S-Evrópu að hluti af þeirra vanda við það að búa við Evru er einmitt að þeirra framleiðsluhagkerfi eru viðkvæm fyrir verðinu á gjaldmiðlinum af sömu ástæðum og það innlenda er það.
En, hluta-ástæða þess að framleiðsluhagkerfum margra Evru-ríkja hnignaði undir Evrunni, er mjög sennilega vegna þess að hún hækkaði í verði jafnt og stöðugt umliðinn áratug - en útflutningur einkum landa S-Evrópu er á mun lægra virðisaukastigi verðmætalega en t.d. útflutningur Þýskalands.
Þetta er atriði sem þarf að skoða af mikilli alvöru!
Niðurstaða
Þannig, að minn lærdómur af krísunni í Evrópu tengdri Evrunni, er sá að þrátt fyrir alla galla - sem ég þekki alla með tölu - sé enn meira gallað fyrir okkur, að búa við annan gjaldmiðil en krónu; svo lengi sem okkar framleiðsluhagkerfi er hvort tveggja í senn einhæft og á lágu tæknistigi.
Við getum hugsanlega haft þ.s. langtímamarkmið, að taka upp annan gjaldmiðil - sem við ráðum ekki yfir - t.d. 20 ára plan.
- Það þarf að hefja allsherjar og langtímaátak, til að bæta framleiðsluhagkerfið.
- Það gengur ekki lengur, að hafa framleiðsluhagkerfið sambærilegt við S-Evrópu og á sama tíma reyna að halda uppi sama þjónustustigi og á Norðurlöndum.
- Ég er hræddur um, að við verðum að færa þjónustustig niður á það plan sem framleiðsluhagkerfið í reynd stendur undir - og síðan gera það að langtímaplani svona 20 ára plani, að komast til baka.
En sennilega verður þetta þó ekki stærsti þröskuldurinn - innlend stjórnmál verða sennilega sá versti af þeim öllum.
Okkar leið verður einfaldega að vera sú, að bæta okkar eigin stjórnun - þ.s. við losnum ekki undan göllum innlendrar stjórnunar með neinum hætti nema með því að tilheyra öðru ríki t.s. Noregi, eins og hvert annað hérað, og ekkert slíkt er í boði, þá er eina leiðin - fær/ófær - að bæta eigin stjórnun.
Það má vera að til þurfi að koma einhvers konar flauelsbylting - nýtt flokkakerfi - nýtt lýveldi með mjög mikilli endurskipulagningu.
- Það kemur til greina finnst mér, að banna einfaldlega að ríkið sé rekið með halla.
- Það kemur einnig til greina finnst mér, að bannað sé að skuldir ríkis og sveitarfélaga fari umfram ákveðið hlutfall.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:04 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir greinagóða grein sem er mjög áhugaverð og fróðleg lesning
Valdimar Samúelsson, 15.8.2010 kl. 20:15
Sumt af því sem þú nefnir eru í sjálfu sér gild rök fyrir krónunni frekar en evru. Það má hins vegar horfa á málið frá ýmsum sjónarhólum. Fyrir mér er óstöðugleiki og háir vextir á lánum til almennings sem fylgja krónunni gallar sem engin leið er að horfa fram hjá.
ESB og evru andstæðingar eru duglegir á að benda evrulöndin sem eru í efnahagsvandræðum. Vilja síðan kenna evrunni um að löndin eru lengi að rétta við. Mér finnst nærtækara að horfa á landlæga spillingu sem hefur viðgengist í syðri ríkjum álfunnar. Hvað þá með evrulöndin sem hafa verið að standa sig vel efnahagslega? Kemur evran ekkert þar við sögu?
Þar fyrir er efnahagskreppan á Íslandi ekki sambærileg við samdráttinn í þessum löndum sem eru oft nefnd. Hver er ástæðan fyrir því að efnahagsáfallið á Íslandi varð miklu stærra en í öðrum löndum?
Krónan margfaldaði tjón almennings af bankahruninu.
Ef Íslendingar hefðu haft evru eða dollar í stað krónunnar þegar bankarnir hrundu:
- hefðu líkast til verið starfandi útibú erlendra banka á Íslandi sem hefðu haldið áfram starfsemi eins og ekkert hefði í skorist þegar íslensku bankarnir hrundu.
- Hefði ekki skollið á gjaldeyriskreppa sem stórskaðaði utanríkisviðskipti Íslendinga.
- Hefði þjóðarframleiðsla Íslendinga ekki minnkað um ca. 40% á fyrsta árinu eftir hrunið mælt í alþjóðlegum myntum. Líkast til frekar um 10% sem var hlutur bankanna í þjóðarframleiðslunni fyrir hrun.
- Hefði verðlag ekki hækkað um 40%.
- Hefðu gengistryggð og verðtryggð lán einstaklinga og fyrirtækja ekki hækkað um 30-100%.
- Hefðu Íslendingar ekki þurft að leggjast á hnén til að biðja AGS og nágrannaríki um gjaldeyrislán.
- Væru Íslendingar ekki að borga miljarðatugi ef ekki meira árlega í vexti af lánum til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn.
- Hefði fjöldi fyrirtækja ekki orðið tæknilega og mörg raunverulega gjaldþrota vegna gengishrunsins.
- Mun færri hefðu misst vinnuna vegna þess að mun færri fyrirtæki hefðu orðið gjaldþrota.
Bankahrunið var mikið áfall fyrir efnahagslíf Íslendinga. Gjaldeyriskreppan sem fylgdi í kjölfarið og afleiðingar hennar ollu margfalt stærra áfalli, sérstaklega fyrir almenning.
Finnur Hrafn Jónsson, 15.8.2010 kl. 20:35
---------------------
Finnur - ég tel mig hafa tekið skýrt fram, að Evran hefur virkað fyrir sum lönd, þ.s. lönd með hagkerfi sem eru samkeppnishæf við það þýska. Það eru örfá, þ.e. Finnland, Holland, Austurríki t.d.
Niðurstaðan virðist þó, að hún henti ekki fyrir fátækari löndin. Hugsanlega gæti hentað fyrir þau að hafa sérsameiginlegann gjaldmiðil. Mætti hugsa sér lausn, þ.s. tiltekin rík lönd segja sig úr núverandi Evru, búa til nýja og skilja hin fátækari eftir.
Þá myndi gamla Evran falla mjög í verði, en það myndi þá hjálpa þeim til að ná fram þeirri aðlögun sem ég var að tala um. Evrópa gæti alveg virkað vel með 2 gjaldmiðla, þ.e. annan fyrir hóp A og annan fyrir hóp B.
Við myndum alveg getað þrifist innan gjaldmiðilsins á meðal hinna fátækari landa ESB. Ég hef heyrt orðróm þess efnis, að hugmynd svipuð þessari hafi verið rædd óformlega. Hver veit.
------------------------------
Ég verð að mótmæla þessu tali þínu um að óstöðugleiki fylgi krónunni. Þ.e. eins og segja að ef ég er svo heimskur að labba á þunnum ís, þá bölva ég vatninu fyrir að bleyta mig.
Krónan er óstöðug vegna þess að hagstj. hefur verið í molum. Vextir þurfa stundum raunverulega að vera háir og verða þá að vera það. En vextir gegna hlutverki að tempra hagvöxt þ.e. eftirspurn ef hún er að yfirhita hagkerfið.
Einn af göllum Evrunnar var einmitt hið lága vaxtastig, því það var of lágt fyrir þau lönd sem voru með hagvöxt yfir meðaltalinu, þannig að þau fóru í bóluhagkerfi.
Á hinn bóginn er mjög erfitt að búa til vaxtastig er henta öllum. Það var vitað fyrirfram, þess vegna var talað á fundum um nauðsyn þess að ríkin samstilli hagkerfin sín.
Á hinn bóginn annað af tvennu þá gekk ekki samtillingin upp eða að hún var trössuð í nokkrum ríkjum. Þ.e. aukaatriði hvort var málið, en útkoman var sú að hagkerfin voru ekki samstillt og stýringin virkaði einungis fyrir sum hagkerfin.
Á hinn bóginn er engin afsökun fyrir því, engin raunveruleg ástæða, fyrir háu vaxtastigi hérlendis í dag. Það hefði átt að lækka vexti fyrir löngu síðan í cirka 1%.
Seðlabankinn er með e-h undarlegt vaxta-fetish, en þ.s. innlend eftirspurn er ekki ástæða verðbólgunnar heldur eingöngu hún komin til vegna gengisfallsins, og að auki þ.s. þ.e. slaki á hagkerfinu og langt í þensu, er engin ástæða að ætla að vaxalækkun niður í 1% myndi valda vandræðum.
Þess vegna hef ég sagt lengi, að Seðlabankinn eigi að stíga slíkt skref. Það myndi flýta mjög mikið fyrir endurkomu hagvaxtar.
----------------------
Ehem, íhugaðu stöðu Írlands sem hefur varið rúmum 2. þjóðarframleiðslum að andvirði til að komast hjá falli síns bankakerfis. Þ.e. umtalsvert meiri kostnaður en hefur fram að þessu fallið á isl. ríkið vegna endurreisnar bankakerfisins.
------------------------------
Það var algerlega nauðsynlegt, að gengið myndi falla. Þú verður aðeins að íhuga betur hvað þú segir. Það hefði verið mun verra, ef þetta verðfall hefði ekki átt sér stað.
Ég er búinn að margbenda þér á, að valið stendur á milli gengisfellingar eða verðhjöðnunar. Niðurstaðan á endanum er hin sama nema að verðhjöðnunin tekur mun lengri tíma að skila cirka sömu niðurstöðu.
Þegar hagkerfið féll, var engin leið - alls engin, til að verja kjör almennings.
Kjör almennings lifa ekki sjálfstæðu lífi, heldur standa þau og falla með heilbrigði hagkerfisins. Ef það verður fyir skakkaföllum, hverfur um leið innistæðan fyrir þeim kjörum er innistæða var fyrir er allt lék í lyndi.
------------------------
Þú veist að þ.e. búið að dæma gengistrygginguna ólöglega? Skv. því, hækkuðu þau lán aldrei.
Varðandi verðtrygginguna, þá verður að afnema hana hið snarasta - en, þ.s. hún skekkir mjög áhættu aðilana er eiga í viðskiptum þeim er veitir lán í hag, þá hvetur hún lánveitendur til áhættusamari lántöku en ella. Ég er orðin nokkuð viss, að einmitt af þeim sökum, sé verðtryggingin sjálf hlutaskýring á þeirri furðulegu áhættuhegðun auðsýnd af ísl. banka- og fjármálafyrirtækjum árin fyrir hrun, þ.s. geigvænlegt magn lána var veitt oft gegn mjög vafasömum veðum.
Síðan, virka vextir mjög ílla á veðtryggðar krónur þ.e. hér eru í reynd 2 gjaldmiðlar þ.e króna og verðtryggð króna. Þetta dregur mjög úr skilvirkni vaxtatækisins, sem er sennilega hlutaskýring þess hve hávaxtastefna seðlabankans fyrir hrun sló lítið á vöxt hagkerfisins á bóluárunum.
Ég held að þetta sé ein af nauðsynlegum grunnaðgerðum sem framkvæma þarf, þ.e. snarlegt afnám þeirra vertryggingar er tíðkast hérlendis. Það þíðir ekki að verðtrygging verði alveg óheimil, enda tíðkast verðtrygging að öðru tagi í mörgum ríkjum.
----------------------------
Það getur átt eftir að reynast alvarleg mistök að hafa ekki heimilað þeim einfaldlega að fara í þrot. Íhugaðu það af kaldri rökfestu - en eftir allt saman kostaði gjaldþrot bankanna okkur minna heldur en fram að þessu það hefur kostað írska ríkið að koma í veg fyrir gjaldþrot sinna banka. Ég held, þvert á móti að þessi fyrirtæki eigi að fara í þrot og það sem allra - allra fyrst. Það lágmarki okkar kostnað.
Sko þ.e. "method in my madness" en gjaldþrot þeirra myndi minnka mjög vaxtagjaldabyrði þjóðarbúsins, þ.s. erlendir aðila myndu verða að afskrifa skuldir þeirra einkafélaga. Síðan geta önnur félög samið við þá, um að taka yfir þann rekstur skuldlausann að mestu.
----------------------------------
Þú verður að hlusta á hlekkinn þ.s. Stiglitz kemur fram, en hann talar einmitt um slíka láns-gjaldeyrissjóði, og líkir þeim við það að mála á sig skotmark og gala "shoot me".
En, hann telur slíka sjóði hafa mun fleiri galla en kosti. Síðan er einnig stórlega íkt hættan við það að verða gjaldþrota.
En ég get sýnt þér aðra skýrslu, þá gerða fyrir nokkrum árum af starfsmönnum AGS.
Punkturinn er að greiðsluþrot er ekki mjög varasöm aðgerð í sannleikanum skv. þessari greiningu Borenstein og Panizza.
Þ.e. einfaldlega alls ekki víst, að það val að taka milljarða dollara að láni til að setja inn á gjaleyris reikning sem er cirka sama aðgerðin og umbreyta þeim reikningi yfir í yfirdráttarreikning, sé raunverulega hagstæð lausn fyrir Ísland.
Allt og sumt sem myndi gerast er Ísland færi í þrot, samanborið við núverandi plan, er að Ísland hætti að greiða að erlendum lánum og engin leið væri að fá lán fyrr en gert væri upp við erlenda kröfuhafa. En, þ.s. Ísland hefur samt sem áður tekjustreymi þá væri það ekki mjög alvarlegt vandamál. Vel hægt að leisa úr því með sparnaði á gjaldeyri sbr. höft á innflutning.
Ég er samt ekki að leggja þetta til, einfaldlega að benda á þetta sem algerlega færa leið B.
Hinn bóginn er rangt að það sé krónunni að kenna að gjaldeyrisvarasjóðurinn þurrkaðist upp.
Þ.e. að sjálfsögðu þeim að kenna, er heimiluðu ísl. bönkunum að blása upp stjórnlaust og að auki bönkunum að spila alveg án eftirlits leik þ.s. þeir gerðu ísl. hagkerfið allt að einum "hedge fund".
Það var algert brjálæði. Síðan var það að auki furðulegt hve sofandi yfirvöld voru - en þau hefðu getað t.d. getað sett skatt á útþenslu bankanna þannig látið þá í reynd borga fyrir stækkun varasjóðsins. En, ekki fyrr en það var orðið of seint, var reynt að stækka sjóðinn á lokamánuðunum.
Svona "incompetence" getur raunverulega sökkt nær hverju sem er.
-------------------------
Hvað er raunverulega áfallið fyrir almenning?
Þ.e. búið að dæma gjaldeyristengd krónulán ólögleg þ.e. nánar tiltekið verðtengingu þeirra við gengi annarra gjaldmiðla.
Einungis í tilvikum þ.s. fólk hafði tekið lán í erlendum gjaldeyri, þá hafa lán 2. faldast.
Varðandi verðtryggð lán í krónum, þá er nauðsynlegt að gera e-h.
2 leiðir geta verið færar. Ég hef alltaf talið nauðsynlegt að verfella innlend krónulán í eitt skipti, t.d. um 30%.
Hin leiðin gæti verið að afnema verðtryggingu og prenta nægilega mikið af krónum til að gengið falli um 30-40% í viðbót. Það hefði cirka sömu áhrif.
En, þ.e. nauðsynlegt að jafna aðeins stöðu skuldara og innistæðueigenda. Ef skuldir eru svo háar að enginn sjái fram á að greiða þær niður nokkru sinni, þá fer það fólk úr landi, svo þ.e. einföld nauðsyn að afskrifa eða beita annarri verðfellingar aðgerð.
---------------------------
Við verðum að horfa á heildardæmið. Krónan hefur marga galla en það hefur enn fleiri galla að búa við annan gjaldmiðil.
Kv.
Kv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.8.2010 kl. 00:10
Enn langar mig að spinna út frá sameiginlegri skoðun okkur um að hagstjórn hafi verið í molum sem réttilega er stór hluti af skýringunni á vandamálum krónunnar.
Ekkert sérstakt bendir til þess að það muni lagast á næstu árum eða áratugum.
Þá er spurningin ef við gefum okkur lélega hagstjórn á Íslandi hvort sé skárra að vera með evru eða krónu?
Mín niðurstaða er sú að evran sé betri. Ef menn fara fram úr sér í eyðslu verður það mun fyrr sýnilegt með evrunni þannig að bólur geta ekki orðið eins stórar. Vissulega getum við lent í efnahagsáföllum en losnum þó við gjaldeyriskreppurnar sem magna upp áföllin.
Vextir á Íslandi verða ekki lækkaðir meðan krónan er. Ef menn ætla sér að lækka þá með handafli frá því sem alþjóðlegir markaðir vilja fá á íslenskum krónum þurfum við að taka upp einangrunarstefnu.
Íslenskir fjármagnseigendur hafa ekkert meiri trú á krónunni en erlendir. Ef reynt verður að keyra vextina niður fara þeir einfaldlega annað með sína fjármuni. Ísland þarf á fjárfestingu að halda til að ná sér úr kreppunni og viðhalda hagvexti.
Til viðbótar má nefna það að breytingar á alþjóðavettvangi vinna ekki með krónunni. Aukið flæði fjármagns á milli landa gerir krónuna auðvelt skotmark fyrir braskara sem vilja græða hvort sem er á hækkun eða lækkun krónunnar. Gjaldeyrishöft myndu sjá við þessu en þar með værum við að dæma Ísland til lélegrar samkeppnishæfni á alþjóðlegan mælikvarða.
Ísland er fámennt land með mikið af auðlindum. Það er ástæðan fyrir því að lífskjör hafa lengst af verið þokkaleg þrátt fyrir lélega efnahagsstjórn.
Vegna þess hef ég trú á því að við ættum að geta haldið okkur í hópi betur stæðra þjóða á evrusvæði og þar með notið allra kosta evrunnar.
Finnur Hrafn Jónsson, 16.8.2010 kl. 11:44
----------------------------
Tókstu ekki eftir því að Evran var hlutaskýring þess að það skapaðist bóluhagkerfi á Írlandi og á Spáni. Tvær ástæður voru til þessa, þ.e. lágir vextir og lán gegnt lágum vöxtum.
Í báðum tilvikum vantaði hærri vexti til að stemma stigu við útlánaþenslu og til að stemma stigu við vaxandi neyslu sem m.a. var tekin að láni.
Ef við ímyndum okkur hefðbundið ísl. hagkerfisstjórnleysi, þá gerist það nákvæmlega sama þ.e. lægri vextir en við myndum geta nálgast við eðlilega ísl. aðstæður kynda enn meir undir hagvexti og eftirspurn.
Þannig að sbr. hina hefðbundnu sveiflu, þ.s. lán verða á lægri vöxtum en hingað til hefur vanalega verið reyndin í ísl. hagsveiflum, þá ætti það að þíða að hraðinn og hæðin á sveiflunni ætti að aukast enn meir, áður en hrunið kemur.
Síðan, þegar það á sér stað, þá leiðir Evran til þess að ekki er völ á gengisfalli þannig að í staðinn, yrði verðhjöðnun um eitthvert árabil á sama tíma og stöðnun myndi ríkja í hagkerfinu ásamt vaxandi atvinnuleysi ár frá ári, þar til verðhjöðnunin hefur klárað það að lækka verðlag og laun að sambærilegu marki og myndi hafa átt sér staða annars með stórri gengisfellingu.
------------------
Sko, þvert á móti held ég að hefðbundið ísl. stjórnleysi skili enn ofsafengnari sveiflum ásamt mun dýpri kreppum. Við myndum sennilega sjá bóluhagkerfi í hverri uppsveiflu.
En núverandi sveifla varð að sumu leiti forsmekkur að því sem myndi verða hin vanalega sveifla, þ.s. hin ódýru gengistryggðu lán um tíma mögnuðu sveifluna stórum því á tímabili voru þau mjög hagstæð þegar allir héldu þau fundið fé og stjv. - innlend fjármálafyrirtæki, hegðuðu sér þannig að þau væru lögleg.
Þannig að framtíðarsveiflur myndu þá alltaf í hvert sinn vera kyntar upp til viðbótar við venjulegar kyndingar sem áður hafa veriðs til staðar, af ódýru lánsfé.
-----------------------------------
Þ.e. einfaldlega kolrangt. Bankar eftir sem áður bjóða sín kjör, eins og þeim sýnist.
Hafðuí huga að ég var að tala um stýrivexti en ekki bankavesti. Hári stýrivextir hafa engan tilgang við núverandi aðstæður, með slaka í hagkerfinu og enga eftirspurnar verðbólgu.
Ég á ekki heldur von á að krónan myndi lækka í verði af þess völdum, heldur á ég von á hinu þveröfuga, þ.s. lækkun vaxta myndi auka hagvöxt og því auka verðmæti hagkerfisins, og auk þessa eftirspurn eftir krónum, sem skv. lögmáli framboðs og eftirspurna ætti að framkalla hækkunaráhrif á gengi krónunnar.
Með vexti hagkerfisins, þá verði það þvert á móti áhugaverðari fjárfestingar-kostur.
----------------------------------
Á meðan höft ríkja, geta þeir lítið gert.
Á hinn bóginn, þá á það sama við og ef um fyrirtæki væri að ræða. Í því tilviki er gjaldmiðill hlutafé fyrirtækis. Segjum að 2 einst. eigi fyrirtæki. Annað hefur sýnt gott uppgjör hitt slæmt. Hvort heldur þú að verði viðkvæmt fyrir lækkun ef braskarar ákveða að veðja á lækkun?
Veðmáls brask, virkar best ef til staðar eru raunverulegir veikleikar. Í eðli sínu sé ég engan mun á fyrirtæki og landi þ.e. þjóðríki.
Á verðbréfamörkuðum þrífast hlið við hlið risafyrirtæki og stórfyrirtæki.
Ég sé ekkert óyfirstíganlegt vandamál í þessu samhengi. Það sama gildir að ef fyrirtækið er góður kostur vegna góðs rekstrar og aukinna tekna, að verðgildi hluta hækka og fleiri vilja eiga hlut í því.
----------------------
Lykillinn alveg sama í hvaða samhengi við erum að tala um Ísland, er bætt hagstjórn.
Þ.e. þ.s. við verðum að einbeita okkur að. Við getum þrifist hvort sem er innan ESB eða utan, ef við lagfærum þennan grunnvadna.
Ég held ekki að það sé óyfirstíganlegur þröskuldur, en ég átta mig alveg á, að hann verður erfiður og það getur verið að við þurfum einhverja stóra endurskipulagningu á okkar grunnkerfum, þ.e. stjórnarskrá - einhvers konar annað lýðveldi.
Þetta getur tekið 20 ár eða svo.
----------------------------
Við þurfum að gjörbylta okkar hagstjórn auk þess að hækka verðmætasköpun innan okkar hagkerfis, til að eiga nokkurn séns til að þrífast í beinni samkeppni við Þýskaland og önnu þróuð hagkerfi innan Evrunnar.
Í dag er að mínu mati sénsinn nánast enginn.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.8.2010 kl. 16:04
"Á verðbréfamörkuðum þrífast hlið við hlið risafyrirtæki og stórfyrirtæki."
Þetta átti að vera risafyrirtæki og smáfyrirtæki.
Einar Björn Bjarnason, 16.8.2010 kl. 16:06
Alveg magnaður fræðslupakki frá þér, og sosum ekki sá fyrsti. Það hefur líka tekið mig þrjá sólahringa (með hléum) að éta tertuna og melta. Hvernig þú tekur mótrök Finns lið fyrir lið og svarar þeim með fínum útskýringum og gagnrökum er afar áhugavert og fróðlegt.
Þið Finnur eruð sammála um að illa hafi tekist til í hagstjórninni og mér finnst Finnur hafa nokkuð til síns máls á stundum. En þrátt fyrir að viðurkenna slæma stjórnun efnahagsmála skín í gegn hjá honum fastinn, Krónan!Ef Ísland væri ekki með eigin gjaldmiðil, hefðu menn ekki komist upp með að stjórna svona illa, og þó illa væri stjórnað yrði auðveldara að rétta kúrsinn með sterkum gjaldmiðli, sem haggast ekki þó fáeinir útnárakóngar leggðu vitlaust saman.
Þú hefur algerlega sannfært mig um það Einar, með skrifum þínum hér á blogginu að eini möguleiki Íslendinga til að búa við sambærileg kjör og beststæðu þjóðir heims í framtíðinni, sé að auka framleiðni með fullvinnslu á eftirsóttri vöru. Þó ekki hafi þurft að þvinga mig til að sannfærast um þetta þá hefur skynsamleg umfjöllun þín um þessi mál öll verið kærkomin.
Gaman væri að bera saman virðisauka starfsmanns við stóriðjuver og starfsmans hugbúnaðarvers eða þess sem vinnur við að smíða hátæknikafbáta sem við seljum Bandaríkjamönnum og fleirum fyrir stórfé.
Fram að Kárahnjúkavirkjun var hugur minn á reiki um stórvirkjanir og framkvæmdir þeim tengdar, enda vann ég við byggingu sumra þeirra og línulagnir. Aldin heiðursmaður, verkfræðingur, sem hafði komið að byggingu flest allra virkjana hér á landi, sagði einu sinni við mig, er ég hitti hann út í fiskbúð: Dingli, Landsvirkjun er í sömu stöðu og Hitler var 1936. Hervæðingin komin á slíka ferð, að ekki er hægt að stoppa, þá hrynur kerfið.
Dingli, 19.8.2010 kl. 06:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning