DekaBank hótar málssókn á hendur ríkinu, vegna skaða sem hann hafi orðið fyrir, er kröfuhöfum var seld skemmd vara, þ.e. Íslandsbanki!

Rétt fyrir síðustu helgi var smá umræða um það hverjir eiga bankana, þ.e. nánar tiltekið Arionbanka og Íslandsbanka!

Spurningin kom upp vegna þess, að þýski stórbankinn DeBank hefur mótmælt því að hann væri einn af eigendum Íslands banka.

Að auki hótar hann í bréfi málssókn á hendur stjórnvöldum, fyrir að hafa gengið á hlut kröfuhafa, við sölu Íslandsbanka til skilanefndar Glitnis.

 

Sjá frétt:  Segjast ekki eiga hlut í Ísl.banka

Þýski stórbankinn DekaBank og einn stærsti kröfuhafi í þrotabú Glitnis, segist ekki eiga hlut í Íslandsbanka...Samningaviðræður um stofnun nýja bankans hafi að mestu farið fram á milli íslenskra stjórnvalda og skilanefndarinnar, það er að ríkið hafi þar rætt og samið við sjálft sig.

Engin atkvæðagreiðsla hafi farið fram á meðal kröfuhafa um að þeir eignuðust hlut í bankanum og þeir hafi fá tækifæri fengið til að kanna mikilvæg gögn og mynda sér þannig skoðun á málinu. DekaBank hótar nú málsókn gegn stjórnvöldum til að tryggja hagsmuni sína.

Af efni bréfs DekaBank til fjármálaráðherra, sem Fréttastofa hefur undir höndum, og frétt Bloomberg verður ekki annað ráðið, en að dómur Hæstaréttar 16. júní hafi komið kröfuhöfum í opna skjöldu og þeir bregði nú hart við til að krefja ríkið um að greiða þær fjárhæðir, sem þeir hafi talið sig eiga, en lækka sem nemur niðurfærslu lána eftir að gengistryggingin var dæmd ólögmæt.  

 

  • Að sögn ríkisstjórnarinnar hafa Arionbanki og Íslandsbanki verið seldir til kröfuhafa - en við sjáum að DekaBank mótmælir því.
  • En, eins og við hin vitum, hefur ekkert sjáanlega breyst í rekstri bankanna, þ.e. skv. Bankasýslu ríkisins enn svipaður innlendur starfsmannafj. og 2007, sem er augljóslega langt umfram þörf miðað við mjög minnkuð umsvif.
  • Maður hefði búist við, að við sölu til erlendra aðila, myndu þeir aðilar senda hingað yfirtökuteymi og taka skurk í þeirra rekstri, sem við öll vitum að full þörf er á.
  • Punkturinn er sá, að ekki er allt sem sýnist, og kröfuhafar hafa í reynd engin áhrif á rekstur þessara banka, heldur þvert á móti eru þeir í reynd reknir af fulltrúum viðkomandi skilanefnda, sem eru starfsmenn fjármálaeftirlits - ergo ríkisstarfsmenn, þ.e. ef menn voru að velta fyrir sér hvaða hagsmunir liggja að baki því að viðhalda rekstri með verulegum umframfj. starfsm. 
  • Eins og kemur fram hjá í bréfi DekaBank, þá samdi ríkið einfaldega við sjálft sig, þ.e. vinstri höndin við þá hægri.
  • Þ.e. sjálfsagt ekki tilviljun miðað við augljós sterk áhrif bankamanna innan ríkisstj. og einnig augljóslega þess, að það þjónar skammtíma hagsmunum ríkisstj. að lágmarka tölur yfir atvinnulausa. Í staðinn borgar almenningur fyrir það óbeint í gegnum banka sem hafa of mikinn rekstrarkostnað. 
  • Greinilega, hafa fulltrúar ríkisins ekki látið kröfuhafa vita af þeim möguleika, að gengistryggð lán gætu verið dæmd ólögleg. En, þó var Seðlabankinn búinn að senda Viðskiptaráðuneytinu lögfræðiálit þess efnis að svo væri líklega í maí 2009, eins og fram hefur komið undanfarna daga.
  • DekaBank hefur því vaknað af værum blundi, um að með sölunni hafi hugsanlega verið á rétt kröfuhafa gengið, en það er ekki ólíklegt að söluverðið sé of hátt, í ljósi þess að innlánasafn Íslandsbanka sé minna virði, vegna dómsins. Stj.v. hafi því verið að selja inn í þrotabú Glitnis skemmda vöru.

Mér sýnist á öllu, að DekaBank hafi margt til síns máls, og að ríkið geti í kjölfarið lent í slæmum málum - ekki síst þegar nú er staðfest, að Viðskiptaráðuneytið hafði undir höndum alla tíð síðan seint í maí 2009 lögfræðiálit, sem aðallögfræðingur Seðlabankans tók undir, þess efnis að gengistryggð lán væru líklega ólögleg.

Samt voru bankarnir 2. þ.e. Íslandsbanki og Arionbanki, seldir til þrotabúa Glitnis og Kaupþingsbanka, án tillits til þessara upplýsinga.



"Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis segir það geta tekið mörg ár að fá úr því skorið hverjir eigi Íslandsbanka."

Sjá frétt:  Segjast ekki eiga hlut í Ísl.banka

Hann viðurkennir að kröfuhafar hafi ekki fengið að greiða atkvæði um það hvort kröfur í Glitni yrðu að eignarhlut í Íslandsbanka...Hann viðurkennir að kröfuhafar hafi ekki verið með í því að ákveða hvort kröfur í Glitni yrðu að eignarhlut í Íslandsbanka.

Þótt skoðanir kröfuhafa hafi verið skiptar hafi skilanefndin metið það sem ótvíræða hagsmuni að breyta kröfum í eignarhlut í Íslandsbanka.

Árni segir að það taki tíma að taka afstöðu til krafna og finna út úr því hverjir kröfuhafarnir séu. Því næst verði farið í nauðasamninga.

Kröfuhafar óttast að verðmæti Íslandsbanka rýrni vegna myntkörfulánadómsins. Árni segir niðurstöðu skilanefndar enn þá sömu, hlutabréf í bankanum sé betri en skuldabréf.

 

  • Í útvarpsviðtali við Árna Tómasson, kom fram að ástæðan væri sú, að enn væri ekki búið að klára það verk að fara yfir kröfur og kröfulýsingar, þ.s. skilanefnd síðan formlega samþykki eða hafni einstökum kröfum.
  • Síðan hverju sinni er tiltekinn kærufrestur, og eftir á að koma í ljós hve margir kröfuhafar verða ósáttir, og munu leggja fram kæru. En, líklega munu aðilar reyna að kæra sig inn ef þeirra kröfu er hafnað. 
  • Ekki fyrr en öllum kærumálum er lokið fyrir dómi, verður listi yfir kröfuhafa tilbúinn. Það var Árni sjálfur sem sagði, þetta ferli geta tekið mörg ár.

 

Það sem vekur einna helst áhuga minn, er að ástandið er örugglega mjög svipað hjá hinum skilanefndunum, þ.e. Kaupþingsbanka og Landsbanka.

  • En sala eigna úr þrotabúunum og greiðslur til kröfuhafa, getur ekki hafist fyrr en öllum vafamálum er lokið fyrir dómi og listi yfir kröfuhafa fullbúinn.
  • Þetta á einnig við þrotabú Landsbanka - sbr. Icesave, en sala eigna þrotabús Landsbanka átti einmitt að greiða fyrir Icesave dæmið.
  • Maður veltir fyrir sér, hvað hefði gerst, ef þjóðin hefði ekki með sterkri samstöðu hafnað Icesave, því klárt er að sala eigna fer mun seinna af stað en gert var ráð fyrir þá af stjv. og miðað við í gamla Icesave samningnum.
  • Það þíðir að lánið er lengur að greiðast upp, vaxtakostnaður magnast upp þ.e. í stað 300 milljarða í vexti þá má vera að við hefðum endað með 600 milljarða í vexti, eða jafnvel meira.


Niðurstaða

Mér sýnist að ríkisstj. hafi troðið á hagsmunum kröfuhafa, þegar Íslandsbanki og Arionbanki voru seldir til skilanefnda Glitnis og Kaupþingsbanka.

Það verður að koma í ljós hve stórt áfallið verður, en DekaBank verðu vart sá eini sem mun krefjast bóta.

Sala ríkisins á bönkunum, er farið að hljóma sem annað klúður í líkingu við Icesave.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ef stýrivextir verða 1%, þá geta viðskiptabankar boðið innlánseigendum 1% raunvexti með 2% vöxtum eða 2% raunvexti með 3%.

Það fer enginn að segja mér, að innlánseigendur í unnvörpum muni taka fé sitt út úr bönkunum, hafandi í huga þau raunkjör sem eru í boði í dag.
--------------------------------
Ef við gerum ráð fyrir að bankar geti látið duga sér 2% vaxtamun - hugsanlegt ef stórfellt hagræðingarátak fer fram innan þeirra - þá geta bankarnir boðið ríkinu lánsfjármögnun á 4% vöxtum ef innlánsvextir eru 2% - 5% ef innlánsvextir eru 3%. Annars væru sömu tölut prósenti hærra, þ.e. 5 eða 6% ef miðað er við 3% vaxtamun.

Það fer enginn að segja mér annað, en að þetta væru mjög samkeppnishæf kjör fyrir ríkið sbr. þ.s. því stendur til boða í dag. Fyrir utan, að þetta væri innlend fjármögnun og að auki að hægt er að sleppa því sem gert er í dag, að setja lífeyriskerfi landsmanna í stöðugt vaxandi hættu, með því að þ.e. stöðugt að kaupa vaxandi hlutfall ríkisskuldabréfa til að fjármagna hallá ríkisins.

Á sama tíma, borgar ríkið bönkunum vexti og getur hætt að fjármagna bankana eins og það gerir nú í gegnum Seðlabankann, á miklu mun hærri vöxtum.
----------------------------------
Það fer enginn að segja mér, að bankarnir fari á hausinn, ef stýrivextir lækka í 1%.

Þvert á móti batnar hagur þeirra, þ.s. þá geta þeir boðið ódýrari útlán sem skv. lögmáli framboðs og eftirspurnar ætti að Þýða aukna eftirspurn, og því meiri tekjur fyrir bankana.

Hvað önnnur rök varða bendi ég á þ.s. ég skrifaði að ofan.

Ég tel mig hafa svarað öllum mótrökum og að úrtölumenn hafi engin gild mótrök.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 11.8.2010 kl. 14:44

2 identicon

DekaBank.  Þú skrifar DeBank. 

Þetta er banki í eigu Sparisjóðanna í Þýskalandi.  "DekaBank is the German Savings Bank Finance Group's central asset manager"

http://www.dekabank.de/db/en/company/profile/profile.jsp

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 00:18

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sorrí - þetta er viðvarandi vandamál hjá mér, þ.e. ég sé ekki þegar ég er að gera svona feila nema eftir á, en þá eru þeir augljósir. Sennilega smá prómill af dislexíu.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 12.8.2010 kl. 12:02

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Erlendis er fyllilega eðlilegt að  að geyma fé fyrir almenning á án þóknunar þótt á mörgum stöðum kosti að leggja inn smá upphæðir: 1% að viðbættri verðtryggingu sem miðar við neytendaverðvísi CPI: sem mælir neyslu mið úrtak úr hópi launþega með nánast fastar meðal starfstekjur gefur jöfnustu og stöðugustu nálgun á vöxt innlands verðbólgu.  Þessi hópur takmarkar val sitt við fasta upphæð á mánuði til kaupa á neysluvarning sem er afgangur skatta, vaxta og húsnæðis. Þetta gera þeir í USA t.d. og nota neytendaverðvísi til að meta raunvexti á mismunandi lánformun sem og til að meta útgjöld til skólamáltíða. Þannig að verðbólga komi ekki niður á fæði krakkanna.

Með því að skilja að almenna Bankastarfsemi  og þá tegrun lánastrafsemi sem tengist áhættu viðskiptum. Þá þarf enga sérstakan vaxta mun hjá almennu örugga Bankageiranum umfram það sem gildir hjá nágranna þjóðum.  Áhættu neytendur eru því ekki útilokaðir eftir aðskilnað. Það er eðlilegt að miða almennar vaxtaleiðréttingar miðað við fasta verðbólgu næstu 30 ár 90%  til 105%  hinsvegar er það alls ekki eðlilegt að miða þær við hærri verðbólgu og samræmist ekki vaxtaleiðréttingar stefnu nokkrar þroskaðrar Ríkisstjórnar eða þroskaðs Seðlabanka. Við erum því að tala um 3,0 til 3,5 vaxta viðbót á raunvexti miða við við lán lengri en 5 ár.  Þetta gengur upp hjá öllum ríkjum sem seljast efnahagslega þroskuð einnig er lengri lánin alltaf inn öruggra veðbanda allan lánstímann og bera í samræmi eðlilega raun vexti 1,5-2,5%. Hraðari verðmæta aukning þekkist hjá mörgum frumstæðari þjóðum en Ísland í dag sem kom úr moldarkofunum alfarið fyrir 50 árum.  

Skammtíma lán er alltaf dýrari og áhættu ennþá dýrari og eðlilegt er að leggja á raunvexti, áhættuálag fyrir verðbólguleiðréttinguna.  Hinsvegar er líka eðlilegt að afgreiðslu kostnaður sé reiknaður fyrir utan vexti.

Svo kallað áhættu lánsstofnanir sem auðkenna sig sem slíkar mega vera alveg frjálsar um öll lánsform fyrir mér og allir mega fjárfesta í þeim og hirða hagnað að þeim, ef tryggt er að þau einoki ekki alla lánstarfsemi eins og gildir hér í dag.

Þessi breyting í átt til hinna þroskuð skilar strax aukunum valneyslukaupmætti til alls launfólks.

Finnst ykkur ekki skrýtið í þessum mánuði að sjá skemmt grænmeti í verslunum?

Það er markaðssett hér að kröfu ASÍ sennilega til að lækka vægi grænmetis í heildarneyslunni. Dýrt grænmeti mikið minna flutt inn selt áfram til efnamanna en almenningur neyðist til að skera skemmdirnar úr heima  þannig að raunverðmætið heima er jafnvel dýrara.

CPI í USA tryggir að slíkar skekkjur myndast ekki því hann miðar við neyslu óbreyttra neytenda.

Efnahagslegur stöðuleiki stjórnsýslunar vex með vaxandi neyslukaupmætti almennings. Hann velur þá meira af hávirðisauka [atvinnuskapandi] og minna af lávöruvirðisauka sem lækka virðisauka prósentuna m.t.t. heildarinnar, Hærri almennur neyslu kaupmáttur merkir lægri húsnæðiskostanað  og lægri vexti og almennt hærri grunntekjur án persónuafsláttar sem skilar lægri skattaprósentu.  Lægri skattaprósentur og virðisaukaprósentur skila sér betur og hærri heildar upphæðum. Í samkeppni ekki fákeppni getur gott skattayfirlit komið í stað samkeppni yfirlits, með því að birta reglulega vanskil rekstraaðila opinberlega  og loka þeim sem sýna ekki betrun bætur tímanlega. Maður kemur í manns stað. Rýrnun á ekki að vera frádráttarbær frá skatti, til þess eru tryggingar og rekstrar aðilar eru mismunandi ábyrgir í rekstri.

Júlíus Björnsson, 12.8.2010 kl. 21:17

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einar: veistu ekki að það er búið að finna lesblindu við lækningu?

Guðmundur Ásgeirsson, 13.8.2010 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856018

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband