Hvað haldið þið, hafa LÍÚ og Samfó, komist að leynisamkomulagi - sbr. "LÍÚ: Vill klára aðildarsamning við ESB"!

Fram að þessu hafa flestir útgerðarmenn og samtök útvegsins, fundið aðild Íslands að ESB margt til foráttu og helst ekki viljað að af henni verði.

Sjá upplýsingavef LÍÚ um Evrópusambandið (geri ráð fyrir að þarna megi finna þeirra skoðanir á ESB)

Í gær barst síðan eftirfarandi frétt: Viðsnúningur hjá LÍÚ: Vill klára aðildarsamning við ESB

Eins og kemur fram í athugasemdum við þessa frétt, þeir sem vilja sjá virkji hlekkinn, þá eru Samfóliðar kampakátir og allt í einu heyrast orð eins og "skynsöm afstaða", "loks vit í LÍÚ" o.s.frv. Sem sagt, allt í einu varð hið ílla LÍÚ allt í lagi.

  • Eins og þeir vita, sem e-h fylgjast með, þá er um þessar mundir í gangi endurskoðun laga um auðlindanýtingu, af nefnd skipaðri af ríkisstjórninni.
  • Nú, LÍÚ hefur viljað að tryggt sé leiga kvótahafa á kvóta til langs tíma, ef tekið er upp leigufyrirkomulag.
  • Mjög deildar meiningar virðast meðal þeirra, er sytja í þessari nefnd.

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ: „Nú held ég að það sé ekki raunhæft að þetta aðildarferli verði dregið til baka. Ég held að menn verði að ganga alla leið. Það er mikilvægast fyrir okkur að reyna að  gera eins góðaan samning og við getum fyrir Íslands hönd. Við vitum náttúrlega núna að þá eru menn á móti, en það getur sveiflast. Og þar af leiðandi er það algert lykilatriði að menn reyni að ná ítrustu kröfum sínum fram,“

  • Það þarf vart að koma á óvart, að Samfó sé kampakát með þessi viðbrögð.
  • En hvaða verði voruþau keypt?
  • Einhvern veginn, læðist sá grunur að mér, að Adolf hafi ekki gert þetta fyrir Samfó ókeypis.
  • Er búið að semja um milli LÍÚ og Samfó, gegn stuðningi LÍÚ við áframhaldandi aðildarviðræður, að Samfó tryggji að ekki verði neinar stórar breytingar á kvótakerfinu - aðildarfélögum LÍÚ í óhag?

Hvað haldið þið?

Ps. Útlit fyrir að Adolf hafi verið að einleika, því stjórnarformaður LÍÚ, Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður í Brimi, er ekki sammála því sem Adolf sagði.

Telur aðildarviðræður við ESB hreina sýndar- mennsku stjórnvalda

Ps2. Á hinn bóginn segir RÚV að þeir hafi talað við nokkra útgerðarmenn og "Útgerðarmenn vilja halda áfram ESB-viðræðum" séu sammála Adolf. Þetta hljómar eins afstaða útgerðarmanna sé óviss.

Ps3. Enn ný þróun, en það virðist að ummæli Aolfs hafi verið tekin úr samhengi:

"Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, segir við mbl.is 5. ágúst, að ríkisstjórnin ætli greinilega ekki að draga ESB-umsóknina til baka og þess vegna telji hann ekki raunhæft að reikna með að hætt verði við viðræður um aðild að ESB. Fyrst að ríkisstjórnin ætli að halda þessu áfram telji hann nauðsynlegt að fulltrúar LÍÚ verði við borðið og reynt verði að ná eins góðum samningum og mögulegt sé. Hann telji hins vegar best, að hætt verði við umsóknarferlið, en það sé ekki raunhæfur kostur miðað við fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar. Þá þyki honum vanta verulega upp á að sett hafi verið samningsmarkmið í viðræðum við ESB."

Það verður að segja, að þetta hljómar töluvert öðruvísi, en frásagnir hinna fjölmiðlanna. Adolf er sem sagt, ekki að taka afstöðu með aðildarsamningum, þannig séð, einungis að segja að betra sé fyrir útgerðarmenn að vera við borðið fremur en ekki, fyrst að ljóst sé að ríkisstj. sé staðráðin í að halda áfram viðræðum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband