20.7.2010 | 20:33
Óháð umfjöllun um skýrslu AGS um ísl. skattakerfið og þær tillögur AGS um skattbreytingar sem þar fram koma!
AGS virðist hafa verið beðið um, að finna út leiðir til að auka tekjur skatttekjur stjórnvalda, á sama tíma og leitast skuli að finna leiðir til að auka sanngirni skattkerfisins.
- Auðvitað, er það umdeilanlegt, hvað telst sanngjarnt.
En hugsunin virðist vera sú, að finna leiðir í gegnum skattkerfið til að auka jöfnuð.
- Þ.e. síðan einnig umdeilanlegt, hvort það sé hlutverk stjórnvalda yfirleitt að stuðla að minnkun misskiptingar tekna í þjóðfélaginu - eða - að hvaða marki.
Ekkert af þessu er sjálfgefið, heldur háð lífsskoðunum viðkomandi. Viðhorfum um hvað teljist rétt/rangt eða sanngjarnt/ósanngjarnt - með öðrum orðum, huglægu mati.
Sjá skýrsluna: Improving the Equity and Revenue Productivity of the Icelandic Tax System
Áhugavert er að AGS gefur ísl. skattkerfinu góða einkunn:
The Icelandic tax system already embodies in many of its features the state of the art in tax policy. It is reasonably simple with relatively low rates, broad tax bases, and few special favorable treatments and opportunities for tax arbitrage or avoidance. As a consequence, it collects a comparatively large amount of revenue while minimizing adverse effects on employment, economic activity, and compliance costs. Indeed, based on the OECD Revenue Statistics, Iceland has had a high revenue ratio in comparison with other OECD countries, and even among other Nordic countries.
Með öðrum orðum - tiltölulega lítið af undantekningum sem vanalega í öðrum löndum þjóna einkum hagsmunum ríkra fyrirtækja eða þjóðfélagshópa - á sama tíma og það innheimtir tiltöluleg hátt hlutfall, þ.e. tiltölulega lítið um svik.
- Skv. þessu, er kerfið almennt séð gott og skilvirkt, og því ekki þörf á umfangsmiklum lagfæringum.
- AGS leggur þó til nokkrar breitingar, sem þeir telja geta aukið skilvirkni og á sama tíma, skilað auknum tekjum.
Varðandi réttmæti þess að hækka skatta
- Skattar hafa það hlutverki að gegna, að veita ríkinu tekjur - og eru því nauðsynlegir, þ.s. margt af því sem ríkið og hið opinbera gera, er nauðsynleg þjónusta við almenning sem og atvinnulíf.
- Á hinn bóginn, er ekki allt þ.s. hið opinbera gerir og ríkið, jafnt að mikilvægi. Þannig, að sumt má sennilega minnka að umfangi, án alvarlegs skaða fyrir þjóðfélagið. Jafmvel, má þar sennilega finna til þætti, sem algerlega án alvarlegs skaða, má hætta og þannig spara skattfé.
- Síðan, eru skattar beinlínist skaðlegir sem slíkir fyrir hagkerfið. Réttlæti fyrir þeim, er að á móti komi mikilvæg þjónustua, er vegur upp skaðsemi skattanna og gott betur.
- Skaðsemi skatta, eykst eftir því sem meðal skattheimta er meiri.
- En, að auki - eru skattar skaðlegri í kreppu en þegar efnahagslegur uppgangur er til staðar.
- Þetta kemur til vegna samdráttaráhrifa skatta, þ.e. þeir minnka fjármagn sem allir aðilar aðrir en ríkið og hið opinbera hafa handa á milli, og því draga þeir úr með beinum hætti úr umsvifum hagkerfisins.
- Þau áhrif, geta þó beinlínis verið gagnleg, ef brín þörf er á um að hægja á efnahagslegum umsvifum, vegna þess að umsvif eru að verða of mikil þannig að stefni jafnvel í bóluhagkerfi.
- Svo, er sköttum má því beita beinlíni sem hagstjórnartæki.
- Á hinn bóginn, ef samdráttur og kreppa ríkir, valda skattahækkanir meiri skaða en ella, þ.s. samdráttar áhrif þeirra magna einmitt samdrátt og þau viðbótar samdráttaráhrif þá minnka á móti tekjur af veltusköttum.
- Þetta allt þarf að hafa í huga, nú þegar tillögur AGS eru metnar.
Víxlverkun við verðlag
Eitt séreinkenni á Íslandi, er að þ.s. hækkanir skatta hafa yfirleitt áhrif á verðlag, þannig að fyrirtæki og önnur starfsemi hækkar verð á móti; er að þá hækkar lánskjara vísitalan öll verðtryggð lán.
- Þetta er þáttur sem þarf að hafa í huga, í tengslum við vangaveltur um skaðsemi vs. gagnsemi hækkana skatta.
- Þennan galla er reyndar sára einfalt að afnema, þ.e. með því að afnema verðtryggingu.
- En svo lengi sem verðtrygging er enn til staðar, hafandi einnig í huga að almenningur og fyrirtæki eru í mjög alvarlegri skuldastöðu; þá verður að álykta að skaðsemi hækkana skatta sé sennilega meiri en gagnsemi.
---------------------------Afnemum verðtryggingu!
- Það er frámunanlega ósanngjarnt gagnvart öllum þeim aðilum er skulda, að skuldir hækki alltaf og ávallt, ef ríkið þarf meiri pening í gegnum skattkerfið.
- Þetta er líka mjög óþægilegt fyrir ríkið og hið opinbera, þ.s. þetta ástand magnar andstöðu við hækkanir skatta umfram þ.s. annar væri reyndin.
- Síðan, er einnig frámunanlega ósanngjarnt að annar aðilinn að samningi um lán, hafi allt sitt á þurru - þ.e. öll áhættan sé á öðrum aðilanum, í þessu tilviki lántakandanum, er að auki hefur minni tækifæri til að bregðast við og meta áhættu.
- Að auki, það að lánveitendur bera ekki neina umtalsverða áhættu af veitingu láns, að auki inniber þann galla, að fela í sér hvatningu til lánveitenda til áhættusækni í veitingu lána. Þ.s. áhættustig þeirra er minnkað, þá hafi þeir hvatningu til að ganga lengra í áhættu en ef, áhættunni væri jafnar skipt.
- Þetta þíðir að mínu mati, að verðtrygging hafi beinlínis verið hlutaorsök fyrir þeirri gríðarlegu áhættusækni í lánveitingu, sem einkenndi umliðinn áratug hjá fjármálastofnunum landsins - þ.e. verðtrygging sé beinlínis ein af orsökum fyrir hruninu.
- Afnemum því verðtryggingu strax en ekki eftir 10 eða 20 ár. Afnám hennar, verður þá eitt af því, sem mun hjálpa við uppbyggingu heilbrigðara fjármálalifs.
Nokkrar staðreyndir um íslenska skattkerfið
*Tölur í töflu, hlutfall af þjóðarframleiðslu. - bls. 15
Iceland Denmark Finland Norway Sweden EU 15 OECD
Total tax 40.9 48.7 43.0 43.6 48.3 39.7 35.8
Income taxes 18.5 29.0 16.9 21.0 18.7 14.0 13.2
Property taxes 2.5 1.9 1.1 1.2 1.2 2.1 1.9
Consumption taxes 16.5 16.3 12.9 12.4 12.9 11.6 10.9
Skv. AGS:
- In many respects, the tax mix in Iceland is consistent with the promotion of economicgrowth.
- It is generally accepted that income taxes (particularly corporate income taxes) are the most harmful for job creation, investment, and growth
- while consumption taxes and recurrent taxes on immovable property are the least harmful.
- Thus, compared to other Nordic countries, the relatively low share of income taxes and social security contributions (which have much the same effect on growth as income taxes) and the relatively high share of consumption taxes in Iceland can be expected to be good for growth.
Með öðrum orðum, þá telur AGS að áherslur ísl. skattkerfisins séu almennt séð góðar. Tiltölulega lág skattheimta á tekjur, hjálpi almennt séð hagvexti, á sama tíma og há skattlagning neyslu, skaði hagvöxt lítið.
Reyndar, má færa viðbótar rök fyrir hárri skattlagninu neyslu hérlendis, nefnilega þeirri að þ.s. flestar neysluvörur eru innfluttar þá sé það okkur tiltölulega hagkvæmt að beita með þeim hætti skattkerfinu, til að reyna að slá á innflutning.
---------------------------
"The main rate of value added tax (VAT) is 25.5 percent...and is the highest rate in the OECD."
"...standard rate of VAT is already the highest in the OECD and tax fraud and evasion could increase significantly if it were increased further."
- Þeir mæla ekki með frekari almennri hækkun virðisauka, en þess í stað leggja þeir til að hætt verði að hafa suma vöruflokka á lægra skattþrepi, eða til vara að þau ákvæði verði þrengd.
- Þeir benda einnig á, að vegna verðtryggingar þá myndi einnig hækkun virðisaukaskatts hækka lán landsmanna, svo heppilegra sé að halda breytingum á virðisaukaskatti í lágmarki. (bls. 14-15)
- Þetta æpir á þörfina fyrir afnám Verðtryggingar. Því án víxlverkunar við lán allra er skulda verðtryggð lán, þá liti þetta allt öðruvísi út. Svo lengi sem verðtryggingin viðhelst, þarf sennilega að segja "Nei" við þesum hugmyndum um hækkanir skatta.
---------------------------
- AGS leggur til, að skattur á eldsneytir verði hækkaður hérlendis, á móts við skatt á eldsneyti í Noregi, ef þ.e. vilji ísl. stjv. að hækka skatta á eldsneyti. bls. 47-48.
- Klárlega væri þetta veruleg hækkun á eldsneytisskatti hérlendis, sem myndi m.a. bitna á skuldugum hérlendis í gegnum lánskjaravísitöluna.
Eldsneytisskattar ísl.kr. Bensín Disel
Iceland 62.61 55.67
Denmark 95.47 71.71
Finland 125.40 72.88
Norway 97.68 76.79
Sweden 97.68 76.78
Average excluding Iceland 104.06 74.54
- Að hækka skatta á eldsneyti er ekki endilega rangt í sjálfu sér - en, hafandi í huga að þá hækka öll verðtryggð lán, þá eru einnig gild rök fyrir því að hækka þá ekki.
- Að auki, berst almenningur í bökkum, vegna víxlverkunar lækkandi tekna á sama tíma og lán hækka stöðugt.
- Á móti kemur, að þjóðhaglega hagkvæmt getur verið að minnka innkaup af eldsneyti og þannig spara gjaldeyri.
- Þetta æpir á þörfina fyrir afnám Verðtryggingar. Því án víxlverkunar við lán allra er skulda verðtryggð lán, þá liti þetta allt öðruvísi út. Svo lengi sem verðtryggingin viðhelst, þarf sennilega að segja "Nei" við þesum hugmyndum um hækkanir skatta.
---------------------------
Bls. 36
Corporate Personal Capital Lowest labor Highest labor
income tax Income tax income tax income tax.
Iceland (2010) 18 (20,75)* 18 (20,75)* 37.2 46.1 *Tillaga AGS.
Finland (2007) 26 28 27.4 50.9
Norway (2007) 28 28 28 49
Sweden (2007) 28 30 31.5 56.5
*Tillaga AGS um hækkun, til að jafna mun á milli tekna einstaklinga af því að eiga hlut eða vera eigendur einkahlutafélags og þess að hafa tekjur skv. lægsta skattþrepi tekjuskatts einst.
**Önnur tillaga, gerir ráð fyrir hækkun í 20% í stað 20,75%.
Eins og sést af þessu, eru skattar á fyrirtæki lágir hér:
Sumir telja þetta sanna að þeir séu óeðlilega lágir. En, það þarf ekki endilega að vera rétt túlkun.
"Icelands current CIT (Corporate Income Tax) rate is similar to that of other small, open European economies, and neighbor Ireland has a low 12.5 percent rate." - bls. 39
- Lág skattheimta kemur á móti öðrum kostnaði innlendra fyrirtækja - þ.e. meiri fjarlægð frá mörkuðum og smæð innlends markaðar er gerir erfitt um vik að öðlast nægilega stærðarhagkvæmni, og einnig smæð innlends vinnumarkaðar er gerir framboð af hæfu starfsfólki tiltölulega lélegt.
- En meira kemur til, en því má ekki gleyma að ísl. útflutningur er einnig á lægra tæknistigi en almennt gengur og gerist á Norðurlöndum, þ.e. ál en ekki dýr tæknibúnaður úr áli, ferskfiskur í stað unnins fisks í neytendapakkningum, síðan er það ferðamenn. Einungis lágt hlutfall útflutnings er á háu tæknistigi í formi dýrra tækja eða dýrrar unninnar vöru.
- Þetta þíðir, að hagnaður af hverju útfluttu tonni er minni á Íslandi. Þannig, að lægra skatthlutfall, getur einnig verið leið til að bæta okkur upp það, að útflutnings atvinnulífið hér er minna samkeppnishæft um laun og með lægra hagnaðarhlutfall einnig, vegna hreins frumstæðis útflutningsins.
Fjármagns skattur, er einnig hér fremur lágur í samanburði við Norðurlönd.
- Af sömu ástæðu, og fjarlægð frá mörkuðum, smæð vinnumarkaðar og auk smæðar innlends markaðar; vinnur gegn getu innlends atvinnulífs til hagnaðar - þá þíðir það einnig, að hagnaður af fjárfestingu af innlendum atvinnurekstri fyrir bragðið er einnig minni. Það má því hugsanlega réttlæta lága skatta á fjármagn - þ.e. lægri en gengur og gerist sums staðar annars staðar, út frá þeirri forsendu.
- AGS bendir á, að verðbólga einnig sem að öllu jöfnu sé hærri hér, minnki einnig arðsemi fjárfestinga - auk þess, að skv. lögum mynda verðbætur skattstofn þó þær séu ekki raunverulegar tekjur; svo út frá þessum forsendum má hugsanlega einnig réttlæta lágt skatthlutfall.
- Hin hefðbundnu rök eru síðan, að fjármagn sé sérlega hreyfanlegur skattstofn, sem dæmi fjármagnshreyfingar í dag flestar framkvæmdar í gegnum Internetið. Þannig, að mjög auðvelt og fljótlegt er að færa fé milli reikninga, einnig óháð landfræðilegri staðsetningu þeirra reikninga. Þannig, að almennt er talið að sá skattstofn sé sérlega viðkvæmur gagnvart skattlagningu.
Einnig sést af þessu, að tekjuskattur einstaklinga hefst á frekar háu hlutfalli, þ.e. lægsta þrep er áberandi hátt hér.
Þ.e. því ef til vill ástæða að íhuga, að lækka það niður í um 30%.
---------------------------
"Nordic countries have put more of the responsibility for redistribution on the benefit system and have chosen to finance the large public expenditures required by efficient but not particularly redistributive taxes."
"Effective redistribution through the benefit system, in turn, typically requires relatively high tax collections which results in tax systems geared towards revenue productivity rather than redistribution."
- AGS bendir sem sagt á, að hlutverk skatta sé að veita ríkinu tekjur. Heppilegast sé því, að það sé þannig, að skattskil séu greið og undandráttur lítill.
- Skattakerfið sé ekki skilvirkt tæki, til að reyna ná jöfnuði. Viðleitni í slíkar áttir, skaði skilvirkni skattkerfis til tekjuöflunar að mati AGS.
- Á hinn bóginn, eins og dæmið frá norðurlöndum sýni, þá sé skilvirkara að beita þjónustukerfi við almenning og bótakerfum, í því skyni að jafna aðstæður fólks. (sjá bls. 16-17)
Skoðið töflu bls. 17 en þar sést, GINI stuðull í samanburði við önnur lönd.
- Eins og þar sést, er GINI á Íslandi með því lægsta sem gerist ef staðan er skoðuð fyrir skatt og endurdreifingu.
- Á hinn bóginn, virðist endurdreifing ísl. bótakerfisins vera léleg, þannig að eftir skatta og endurdreifingu, hrapar Ísland umtalsvert í GINI samanburðinum.
- Þetta er e-h sem þarf að skoða.
---------------------------
"The taxation of corporate profits in Icelanda classical systemis generally is accordance with the systems that are found in other European countries."
"It is a consistent and efficient tax system that does not require major changes."
- AGS leggur þó til að "financial statement" eða yfirlísingar fyrirtækja um eigin fjárhag sem þau byrta reglulega, verði notaðar sem upphafspunktur við útrekining tekjuskattsgrunns fyrir fyrirtæki.
- Þetta sé í dag gert í mörgum löndum, en í fjárhagsskýrslum fyrirtækja sé fellt mat á verðmæti margs þess, sem erfitt sé að verðmeta eins og flóknar afleiður og flókna samninga.
Fyrir mitt leiti, hljómar þetta sem góð tillaga, verð skoðunar. Uppgjör fyrirtækja þurfa þó að njóta trausts, þ.e. ekki vera grunur um að þau séu skáldskapur sbr. uppgjör ísl. bankana í árslok 2007.
---------------------------
"...income arising from debt forgiveness should be considered taxable income but would be offset against these losses. Income in excess of losses, if any, should be taxed." Bls 20-21.
- AGS leggur einnig til, tekið verði á þeim vanda að mikið af fyrirtækjum skulda alltof mikið, sem skapi mikla afskriftaþörf lána. Á hinn bóginn skv. skattalögum myndi afskrift lána innheimtanlegar tekjur. Heppilegast sé að mati AGS að heimila að slíkar tekjur séu afskrifaðar á móti tapi sem viðkomandi fyrirtæki hafi orðið fyrir - svo flýtt verði fyrir að undið verði ofan af versta skuldavanda fyrirtækja.
- AGS leggur sem sagt ekki til, að afskriftir hætti að vera skatttekjur heldur einungis því, að þær tekjur verði afskrifanlegar móti tapi - eins og skattalög heimila fyrirtækjum um aðrar skatttekjur þeirra.
- Fyrir einstaklinga, væri heppilegt að skattayfirvöld fyrirgefi tekjur af lækkun lána, að mati AGS, niður að því marki að þau séu cirka verðmæti fasteignar, að frádregnum eðlilegum sölukostnaði viðkomandi eignar.
Fyrir mitt leiti, hljómar þetta sem tillögur sem séu verðar skoðunar.
En, nauðsynlegt klárlega er að hasta endurskipulagningu fyrirtækja, er bera of miklar skuldir - ef þ.e. raunverulega svo að endurskipulagning er hagkvæmari en gjaldþrot.
Síðan eru einnig til staðar fj. einstaklingar er skulda umtalsverðar upphæðir umfram eignir og skv. lögum í dag er það skattstofn afskrift lána þeirra - nema að þeirri undantekningu að farið sé í formlegt nauðasamningaferli skv. dómsúrskurði.
---------------------------
"Iceland is confronted with an erosion of its corporate tax base by interest paid to creditors resident in low tax jurisdictions."
"Since 2010 Iceland levies a 15 percent withholding tax on interest payments to safeguard its corporate tax base."
"If the creditor is a resident of a tax haven country, the withholding tax is a final tax."
"In practice, the tax incidence of this withholding tax lies often with the debtor (including because contractual stipulations) and results in higher costs on borrowings from abroad."
"Some European countries...have provisions that disallow the deduction of interest paid if the creditor is resident in a low tax jurisdiction." bls. 25 - 26.
- AGS telur með öðrum orðum, ekki þennan 15% lágmarksskatt skynsamlegann þ.s. aðilarnir sem skattinum sé beint að séu oftast nær ekki að borga hann, heldur fyrirtæki eða aðilar hérlendis, þannig að sá skattur geri ekkert annað en að auka lánakostnað þeirra.
- Önnur aðferð, að fella niður endurgreiðslu vaxta til þeirra, sé að mati AGS heppilegri aðferð - þ.s. hún komi niður á þeim sem stendur til að refsa.
Fyrir mitt leiti, hljómar þetta sem tillaga, verð skoðunar. Sannarlega þarf e-h að gera, til að stemma stigu við ofangreindu vandamáli, en aðferðin má ekki heldur vera of gölluð.
---------------------------
AGS leggur til lagfæringar á reglum um skattlagningu arðgreiðsla frá dótturfélögum á erlendri grundu.
"Currently dividends (in Iceland) received from domestic and foreign subsidiaries are included in the tax base. A relief for double taxation of these dividends is provided for in the form of a deduction, if the parent company holds at least 10 percent of the capital in a subsidiary..."
"In Belgium and Luxembourg: A parent company is eligible for this relief, if one of the following requirements ismet: (i) holdingdirectly or indirectlya capital participation of at least 10 per cent, or (ii) holding a minimum participation with an acquisition cost of at least EUR 1.2 million."
- Þeir leggja með öðrum orðum til, að sambærilegri viðbótar reglu verði beitt hér, með viðmiðunarupphæð heppilega fyrir ísl. aðstæður. (bls. 27-28).
- Núverandi regla, geti staðið eðlilegri starfsemi fyrirtækja fyrir þrifum og að auki, dregið úr vilja fyrirtækja til að senda arðgreiðslur til Íslands frá erlendum dótturfélögum.
- Sem dæmi, ef verið er að fjárfesta í erlendu félagi, geti fjárfesting upp á hlutfall innan við 10% numið verulegum fjárhæðum, en samt verið þáttur í langtíma uppbyggingu félags.
Núverandi regla hefur fengið harða gagnrýni - en tillaga AGS hljómar góðra gjalda verð, þ.s. hún virðist lagfæra að miklu leiti þá galla, sem gagnrýndir hafa verið.
---------------------------
AGS leggur til, að hætt sé að nota núverandi aðferð, fyrir einkahlutafélög að skylda eigendur að úthluta sér tilteknum lágmarks tekjum skv. útgefnu viðmiði Ríkisskattstjóra á hverju ári.
Þeir telja aðra aðferð líklega betri. - bls. 30-33.
- "Gross assets method: an imputed return to assets is computed by multiplying total business assets by a reasonable rate of return on equity (R),,,. Labor income is the difference between pre-tax net profits (including owners salary) plus interest paid and the imputed return to assets. Taxable profits (capital income) are the imputed return on assets less interest paid. "
Þetta er áhugaverð lausn, sem virðist bjóða upp á mun meiri sveigjanleika en núverandi aðferð, þ.s. eftir allt saman þá eru laun ekki lengur útgefinn fasti heldur eru þau breitileg eftir aðstæðum hverju sinni, þ.s. útkoman af þessari aðferð verður alltaf breytileg þ.s. eftir allt saman mismunandi félög ráða yfir mis arðbærum eignum.
---------------------------
AGS kemur með áhugaverða ábendingu, þ.e. ef óskað er eftir því, að jafna muninn milli einkahlutafélaga og þess að borga almennan tekjuskatt, þá benda þeir á eftirfarandi:
"Icelands tax regime wisely harmonizes the tax rate on profits from private corporations and partnerships by subjecting partnership profits to a special tax rate equal to the compound rate on CIT and personal capital income: 0.327 = 0.18 + (1- 0.18)*0.18."
"It is therefore this rate, rather than the personal capital tax rate, that should ideally be equalized with the lowest tax on labor income"- bls. 39.
- Skattur af hagnaði af einkahlutafélögum er því 32.7% á meðan að lægsti tekjuskattur er 37.2%, munurinn 4,5%.
- AGS stingur upp á að hækka hvort tveggja tekjuskatt fyrirtækja og skatt af fjármagnstekjum í 20,75% sem þá jafni þennan mun.
Fyrir mitt leiti, held ég að þetta eigi alveg geta verið aðgengilegar tillögur, því þá er afnuminn með öllu hagnaðar munurinn af því að hafa tekjur sem hagnað af einkahlutafélagi vs. að hafa lægsta tekjuskatts-þrep.
- Ég veit að nokkur fj. hægri-manna, hafa verið að æpa að slík hækkun, væri of skaðleg fyrir okkar atvinnulíf.
- Á hinn bóginn, má ná fram sama markmiði með því að lækka lægstu tekjuskatts prósentuna niður um 4,5% í 32,7%.
---------------------------
- AGS leggur til, að virðisauka skattur verði sá sami fyrir allar vörur, þannig að hætt verði við að láta sumar vörur vera með lægri skattprósentu. - bls. 41 - 42.
- Þeir leggja til á móti, að verulegum hluta þeirrar tekjuaukningar sem þannig fæst, verði varið til að bæta láglauna fólki upp tekjuskerðingu í gegnum endurdreifingu t.d. í formi vaxta- eða barna- eða trygginga- eða ellibóta. 1/3 af gróðanum, verði þannig varið.
- Þeirra varatillaga, er að þrengja ákvæðin þ.e. fækka því sem fær lægri prósentu.
"The results indicate that the cost to those in the bottom quartile of increasing the VAT on these goods to 25.5 percent is 3.85 percent of their expenditure as compared to 3.70 percent for the population as a whole; a very small difference."
"This removal of the lower rate of VAT would raise about 1.8 percent of GDP."
"Iceland has a number of VAT exemptions that go beyond those included in the EU
VAT Directive: sports, passenger transport, authors, composers, burials and travel agents." bls. 43.
"If government policy is against an increase in fares for public transport, it could use one third of the funds generated to finance a compensation package of direct subsidies to public transport while still generating significant additional revenue."
"As in other European countries, Icelands local authorities are exempt from VAT. This results in a disincentive for outsourcing local government services to the private sector. The problem is how to minimize the distortion that is caused by the exemption." bls. 44.
"Provide reimbursement for input VAT to local government services that could be outsourced. In the current fiscal situation it is best to limit the reimbursements to
those services."
- AGS leggur síðan einnig til að allar undanþágur frá virðisaukaskatti, verði einnig afnumdar.
Það hefur verið dálítið æp út af þessum skattatillögum, en ég held að þær séu í reynd hófsamar, almennt séð.
Aðalgallinn er sá, að sérhver hækkun virðisauka skatts hækkar verðlag, sem vegna ákvæða um verðtryggingu, hækka lán allra sem hafa verðtryggð lán.
Við verðum, að afnema verðtryggingu.
Sama skattprósenta einfaldar kerfið, minnkar kostnað við það, og hægt er að bæta fólki þetta upp. Sveitafélögum má bæta upp aukinn kostnað, með auknum millifærslum frá ríkinu. Auka má niðurgreiðslur á móti, af almennum samgöngum.
Það er síðan sjálfstætt val, hvort þættirnir eru stilltir af þannig, að tekjuaukning ríkisins er engin eða nokkur eða jafnvel umtalsverð.
En, á meðan vertrygging er til staðar, þá held ég að það sé réttara að bíða með þessa breytingu, þ.s. það væri ósanngjarnt að láta enn eina ferðina, lán þeirra sem skulda verðtryggð lán hækka vegna þess, að ríkissjóð vantar pening.
Ef þ.e. afstaða ríkisstjórnarinnar, að þessa breytingu skuli framkvæma, þá ætti hún að hysja upp um sig brækurnar og afnema verðtryggingu - fyrst.
---------------------------
- AGS leggur til, að stimpilgjöld verði afnumin.
"These taxes produce barriers to the reallocation of finances and real capital."
"However, they do currently raise revenues of about 0.3 percent of GDP. This means that they can only be reduced if sufficient other tax revenues become available."
"The stamp taxes should be reduced or eliminated when the fiscal situation allows it." bls. 46.
Stimpilgjöld virðast hafa formælendur fáa.
Afnám þeirra, virðist alltaf stranda á því, að ríkissjóður vill halda í þessar skatttekjur.
---------------------------
- AGS bendir á, að svokallaður sykurskattur sé mjög verulega gallaður eins og hann er settur upp, hann sé því ekki að gegna vel ætluðu hlutverki. Því beri annað af tvennu, að leggja hann niður eða framkvæma verulegar lagfæringar á því hvernig hann er látinn virka. -bls. 46-47.
En eins og hann er í dag, gegnir hann ekki sínu hlutverki - nema þá að ástæðan fyrir honum hafi einöngu verið tekjuöflun fyrir ríkissjóð.
---------------------------
"The government is considering changes to the excise duty on car imports and the
annual fee for car use, moving from rates based on the engine size (excise duty) and weight (annual fee) of the vehicle to rates based on their carbon emissions, on a revenue-neutral basis. The changes would also extend these taxes to pickup trucks, but with a reduced rate for flexi-fuel vehicles." bls. 49.
- Mér líst vel á þessar tillögur, ef það fer þannig, að raunverulega verði þær settar upp með þeim hætti, að heildar skattheimta helst nokkurn vegin hin sama.
- En, rökréttara til muna, er að nota CO2 sem viðmið fremur en vélastærð.
---------------------------
"Are the new resource taxes on electricity and water as well as the new carbon tax
improvements to the tax system?""Natural resources produce rent for their users, and it is a waste of such community
resources to allow these rents to be untaxed.""The introduction of a carbon tax on the carbon content of fossil fuels is also to be
welcomed,""However, the tax could be improved by applying the same tax to industrial users of
carbon, as efficiency requires that all producers of carbon dioxide should be taxed at the
same rate."
- Ég er almennt séð sammála því, að taka upp CO2 skattlagningu og einnig skattlagningu renta af notkun auðlinda.
- Á hinn bóginn, er ég fremur þeirrar skoðunar að viðmiðið eigi að vera, að skattlagning sé svipuð almennt, og áður var. Þá er ég að vísa til CO2 skattlagningar. Það væri þó almenn regla. Ekki praktískt að hafa hana stífa.
- Á hinn bóginn, má vera að það sé þjóðhagslega hagkvæmt, að auka skattlagningu á notkun CO2, þ.s. megnið af eldsneyti er inniheldur kolefni er eftir allt saman innflutt. Það er þá sjálfstæð umræða, sem þarf að taka.
- Auðlindagjald er augljóslega í mörgum tilvikum ný skattlagning, en hún er sanngjörn þ.s. ekki er réttlátt að fámennir hópar njóti rentanna af auðlindum þjóðarinnar, - þvert á móti, er meira réttlæti í því fólgið, að skattleggja þær rentur svo restin af þjóðinni, fái einnig notið þess arðs hið minnsta að einhverju leiti.
- Enn eina ferðina, verður að benda á brína nauðsyn þess að afnema þegar í stað verðtrygginguna, því sérhver aukning skatta mun koma fram í verðlagi á einhverjum tímapunkti. Ekki gengur að lánþegum sé stöðugt refsað-ekki síst þegar ný skattlagning að öðru leiti er þjóðþrifa verk. Þá tekur þessi galli mjög ljómann af.
Niðurlag
Ég þakka lesendum fyrir að lesa sig í gegnum þetta yfirlit.
Ég gerði mér far um að fjalla um þetta af hófsemd og sanngyrni!
Ég veit vel, að ekki eru endilega allir sammála mér, en vonandi fæ ég einungis kurteisar athugasemdir.
- Ég er þeirrar skoðunar eins og séð var, að þessi umdeilda skýrsla AGS sé að mörgu leiti vel unnin og gagnlegt plagg, þannig að þar sé að finna gagnlegar hugmyndir.
- Það var ekki AGS að kenna í þessu tilviki, að þessi skýrsla er unnin að því er virðist skv. beiðni ríkisstjórnarinna um að leita uppi frekari matarholur til skattheimtu.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning