Hversu slæmt væri, ef Ísland færi í greiðsluþrot? Spurning sem vaknar aftur, þegar á ný er útlit fyrir hrun bankakerfisins!

Það ganga margir mjög langt í fullyrðingum -

  • Hér verði Kúpa norðursins.
  • Ísland yrði lokað af frá alþjóðamörkuðum fyrir fullt og allt.
  • Hér yrði fátækranýlenda.
  • Fyrirtækin flyttust burt.
  • Það allra versta sem geti komið fyrir.
  • Þjóðir heims myndu snúa við okkur baki.

Á VOXEU er að finna áhugaverða grein, sem fjallar einmitt um þá spurningu, hverjar eru afleiðingar greiðsluþrots.

The costs of sovereign default: Theory and reality

Eduardo Borensztein   Ugo Panizza

 

Aðalgreinina þeirra, en greinin í VOXEU er stutt samantekt, sjá (Áhugasamir lesi sig í gegnum löngu greinina):

The Costs of Sovereign Default, Eduardo Borensztein and Ugo Panizza

 

Eins og þeir útskýra, þá er almennt séð ekki hægt að ganga að eignum ríkja eins og ef um fyrirtæki eða einstakling væri að ræða. Þetta sé vegna prinsippsins " sovereign immunity " þ.e. sem gjarnan er þítt sem "griðhelgi".

 

Sovereign debt is different. Private debt contracts can be enforced in court and court rulings enforced by asset seizures. By contrast, public-debt creditors:

  • Lack procedures for enforcing sovereign debt contracts – partly due to the principle of sovereign immunity.
  • Have ill-defined claims on the sovereign's assets as they cannot attach assets located within the sovereign’s borders, and typically have limited success in going after sovereign assets located abroad.

 

Þetta væntanlega skýrir fyrir einhverjum þeim er ekki vissi, af hverju ákvæðið "Waiver of sovereign immunity" í Icesave samningnum, var svo alvarlegt.

 

Icesave samningurinn, er hefðbundinn viðskiptasamningur. Er það gott?

Samingurinn við upphaflegur texti: Holland

Samningurinn við upphaflegur texti: Bretland

 

17.3 Waiver of sovereign immunity
Each of the Guarantee Fund and lceland consents generally to the issue of any
process in connection with any Dispute and to the giving of any type of relief or
remedy against it, including the making, enforcement or execution against any of its
property or assets (regardless of its or their use or intended use) of any order or
judgment. lf either the Guarantee Fund or lceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdiction to any immunity from service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgment, in aid of execution or otherwise) or other legal process, this is irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction. Each of the Guarantee Fund and lceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property or assets.  

 

En þar var þeirri vörn sem fylgir sjálfstæðinu, varpað af eignum í eigu ríkisins - sem hefði algerlega umturnað hinni þjóðréttarlegu stöðu Íslands gagnvart Bretum og Hollendingum, þ.e. skv. því ákvæði gátu Hollendingar og Bretar raunverulega gengið að eignum íslenska ríkisins, alveg eins og ef Ísland væri fyrirtæki eða einstaklingur, er hægt væri að gera upp.

Munum, að Icesave samningurinn var á einkarréttar grunni, og þannig raunverulega komið fram við Ísland, eins og það væri fyrirtæki eða einstaklingur, með cirka sömu réttarstöðu - þ.e. ekki á grundvelli þjóðarréttar, þ.s. réttarstaðan er allt, allt önnur.

  • Ef, Icesave samningurinn hefði gengið fram, hefði raunverulega verið alltof - alltof, hættulegt fyrir Ísland að fara í þrot.
  • En, þ.s. honum var í reynd hafnað, gilda enn hin hefðbundnu ákvæði hins alþjóðlega þjóðréttar, þ.e. eignir ísl. ríkisins eru griðhelgar þ.e. hafa " sovereign immunity "


Þ.e. einmitt griðhelgin, sem gerir greiðsluþrot að leið sem er raunverulega fær, fyrir fullvalda ríki.
  • Þ.e. þjóðir hætta að borga af skuldum.
  • Á móti, hrynur lánstraust alveg - hið minnsta um tíma.
  • Allur innflutningur þarf að fara fram á grunni staðgreiðsluviðskipta.
  1. En hversu lengi stendur þetta ástand, öllu að jafnaði.
  2. Hve alvarlegar eru efnahagslegar afleiðingar greiðsluþrots?
  3. Verður viðkomandi ríkjum aldrei fyrirgefið?

 

Skemmtilegt að skoða graf á bls. 28 ( The Costs of Sovereign Default, Eduardo Borensztein and Ugo Panizza ) þ.s. kemur fram yfirlit yfir fj. ríkja eftir heimsálfum sem hafa lent í greiðsluþroti frá 1824 - 2004. Allar töflur birtar aftast.

 

Skoðum hvaða svör Borenstein og Panizza gefa.

"We start with reputational costs and show that defaulting countries do indeed suffer in terms of access to the international capital markets. Default episodes are associated with an immediate drop of credit rating and a jump in sovereign spreads of approximately 400 basis points. However, this effect tends to be short lived and disappears between three and five years after the default episode."

  • Með öðrum orðum, svokallað skulda-álag hækkar um 400 punkta að meðaltali, þ.e. CDS (credit default swap).
  • Að meðaltali, standa neikvæð áhrif yfir á milli 3 - 5 ár.
  • En hafandi í huga kreppuna í 3. heiminum á 8. áratugnum, þá var meðaltími ögn lengri, þ.e. 9 ár.

 

When we look at trade costs, we add support to Rose's (2005) result that default episodes are associated with a drop in bilateral trade, but we are not able to identify the channel through which default has an effect on trade. In a companion paper (Borensztein and Panizza forthcoming), we also find a trade effect using industry-level data but, again, we find that the effect tends to be short lived and only lasts two to three years.

  • Þeir finna að viðskipti skaðast í tengslum við greiðsluþrots viðburði, en meðal tímabil neikvæðra áhrifa á viðskipti, séu aðeins 2-3 ár.

 

When we explore the effect of default on GDP growth, we find that, on average, default episodes are associated with a decrease in output growth of 2.5 percentage points in the year of the default episode. However, we find no significant growth effect in the years that follow the default episode. In fact, quarterly data indicate that output contractions tend to precede defaults and that output starts growing after the quarter in which the default took place (Levy et al. forthcoming). This suggests that the negative effects of a default on output are likely to be driven by the anticipation of default.

  • Meðal-lækkun hagvaxtar sem hlutfalls landsframleiðslu í tengslum við greiðsluþrots viðburði, skv. þeirra útreikningum er einungis 2,5%.
  • Þeir verða ekki varir við nein merki umtalsverðra neikvæðra áhrifa á hagvöxt, árin á eftir greiðsluþroti.
  • Neikvæð áhrif komi fram, skv. greiningu á gögnum, rétt fyrir greiðsluþrot þ.e. að orsök falls í hagvexti sé ekki greiðslufallið sjálft heldur sé hana að finna öllu jafnaði í þeirri röð atburða sem kemur á undan greiðslufalli. 


Niðurstaða

Ég er ekki að hvetja til þess, að leið greiðsluþrots verði farin. Á hinn bóginn, virðist ljóst að flest þ.s. haldið er á lofti af þeim, er mála mjög dökka mynd af líklegum afleiðingum greiðsluþrots, sé þvættingur.

  • Ábendingin er sú, að greiðsluþrot er raunverulegur valkostur.
  • Við eigum ekki að vera logandi hrædd við þá hugsanlegu útkomu.
  • Að mörgu leiti, erum við betur í stakk búin að feta þá leið en mörg önnur lönd, þ.s. Ísland býr yfir traustum tekjuleiðum sem ólíklegt er að muni raskast.
  • Við eigum einfaldlega að íhuga stöðuna, verandi í andlegu jafnvægi.
  • Það að við höfum þetta sem raunhæfa varaleið, á að styrkja stöðu okkar í samningaviðræðum við erlendar bankastofnanir, og já - Breta og Hollendinga.

Ég met stöðuna þannig, að enn sé mögulegt að komast hjá þessu. Einnig, að betra sé að komast hjá þessu, - en á hinn bóginn mega ekki tilraunir til þess kosta of mikið. Ef kalt mat er að, hagstæðara sé að neita að borga, eigum við að feta þá vegferð óhrædd. 

Það mun hafa nokkrar óþægilega afleiðingar - ekki má heldur gleima að það má vera, að Íslandi vegni ver en meðaltölur að ofan, gefa til kinna. En, samt værum við ekki að tala um neitt sambærilegt við þær dökku myndir sem ímsir virðast hafa gaman af, að draga upp.

  • En, því má ekki gleima að skuldirnar hlaupa ekki frá okkur þó við neitum að borga þær - 
  • Á hinn bóginn, verða eigendur skulda yfirleitt samningsþíðari eftir nokkurn tíma.
  • Á endanum, ef menn vilja aftur öðlast lánstraust þarf að ná samningum við kröfuhafa. En, það má alveg taka einhvern tíma.

 

Ps. fer nú í sumarfrí í viku. Sjáumst eftir viku.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dingli

Þakka þér fyrir þetta. Hef stöku sinnum hugsað til þessa möguleika frá upphafi hruns. Hafði þó ekkert til að styðjast við að meta hvort þessi kostur væri í stöðunni.

Þar sem þú ert að fara í frí, þá ætla ég ekki að rugla meir núna.

Hafðu það bara gott í fríinu. 

Dingli, 9.7.2010 kl. 08:39

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Takk fyrir. Fer í dag, og ætla ekki einu sinni að vera með tölvu meðferðis.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.7.2010 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband